Lögberg - 12.11.1931, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.11.1931, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGREiRG, FIMTUDAGINN 12. NÓVEMRER 1931. Af jörðu ert þú kominn EFTIR C L E V E S K I N K E A D. “Eg er ókunnug í iþessum bæ,f’ sagði Ellen, svo bágt sem hún átti með að tala, og næstum hræddist sjálf hve hás hún var. “Getið þér sagt mér hvaða stræti þetta er?” “Maple stræti — 916 Maple stræti. Hér er öllu stjórnað með mestu varfæmi og reglu- semi.” Hún beið við ofurlitla stund, en þegar Ellen sagði ekkert meira, fór hún sína leið. Maple stræti. Það var þó betra! Það var í hinum enda bæjarins. En þrátt fyrir það varð hún að taka á því, sem hún átti til, til að geta opnað hurðina og farið út. í sólskinið. Þegar hún kom í greiðasöluhúsið, afsakaði hún að hafa ekki komið um morguninn, með því, að sér hefði verið ilt í höfðinu, og bað um >að mega vera burtu seinni part dagsins líka. Hún lofaði að koma aftur um kveldið og hjálpa til. Hún leit út fyrir að vera sárlasin, og Mrs. Palm kendi í brjósti um hana og iét hana drekka kaffibolla, en ómögulega gat hún borðað nokk- urn hlut. Síðari hluta dagsins var hún í lysti- garðinum og sat þar lengst af á bekk og starði út í loftið. Þótt komið væri fram á haust, var þó reglulegt sumarveður <þennan dag, sólskin og hlvindi. Altaf meðan hún sat þama, var hún að hugsa um það, sem fyrir hafði komið, en hún átti afar erfitt með að hugsa skýrt og skynsamlega. Hún mundi ekkert eftir bréfinu fyr en hún var á leið til greiðasöluhússins um kveldið. Dálitla stund hugsaði hún sig um það, hvort hún ætti að lesa bréfið, eða hvort hún ætti bara að rífa það í sundur, eins og bréfið sem maður- inn hafði stungið aið henni fyrir löngu síðan. Ósköp fanst henni langt síðan það kom fyrir. Dæmalaust var nfið annars langt. Henni fanst hún vera búin að lifa í heila öld. Og þó var hún ekki nema á nítjánda árinu. Eftir nokkra umhugsun, komst hún að þeirri niðurstöðu að sjá hvað hann hefði að segja. “Kæra, litla stúlkan mín,” byrjaði Coakley. “Þú mátt ekki kenna mér um þetta alt saman. Þú verður að vera sanngjörn, og bera sjálf þinn hluta. Hvað gat eg gert við þig? Þú varst svo — hvað ætti eg að segja? yfirbuguð? — af þínum eigin raunum, og víninu, sem þú vildir endilega drekka svo mikið af, að eg gat ekki til þess hugsað, að fara með þig heim til þín. Engum ærlegum manni hefði getað dottið í hug að gera það. Hvað átti eg þá að gera? Þú þarft ekki neitt að óttast. Enginn fær nokkurn tíma nokk- uð um þetta að vita. Húsið, þar sem þú hefir nú fengið gistingu, er eign eins hins allra mest virta borgara vors litla 'bæjarfélags. Eg má segja þér, að hann er einn af okkar skærustu ljósum. Og húsmóðirin er góð vinkona mín og hún veit aldrei hverjir koma til hennar. Það er engu líkara, hvað það snertir, en hún sé blind, heyrnarlaus og mállaus. Svo það er eins og eg segi, að þú hefir ekkert að óttast, og eg vona, ekkert að iðrast eftir. Eg má fullvissa þig um, að níu tíundu hlut- ar <af því, sem eg gerði, gerði eg af góðvild. En hvað er þá um tíunda hlutann? munt þú spyrja. Eg skal játa, að hann á sér aðrar orsakir. Manstu, þegar eg fyrst naut þeirrar ánægju að kynnast þér? Og man.stu enn fremur, að þú gerðir mér mikla óánægju og Vugarangur, með f því að bregða það loforð að dansn fyrsta dans- inn við mig? Artie litli borgar æfinlega skuid- ir sínar, þegar hann getur það. Við skulum líta svo á, að þetta sé nú jafnað. Hvenær fæ eg að sjá þig aftur? Bráðum, vona eg. Eg verð hjá Bender í kveld, og á hverju kveldi, þangað til þú kemur aftur. — Þinn ávalt, A. C. — P.S.. Þú veizt það, að eg elska þig einlæglega. Eg segi þér alveg satt.” Á leiðinni í greiðasöluhúsið, brendi Ellen bréfið til ösku. Þegar hún kom heim um kveldið, var faðir hennar báttaður. Naasti dagur var sunnudag- ur. Þegar faðir hennar og móðir komi^ úr kirkju, var Mr. Palm kominn og beið þeirra. Ellen hafði sagt honum kveldið áður, að for- eldrar sínir vildu ekki leyfa sér að syngja í leikhúsinu og hann hafði lofað að tala við þau um þetta. Ekki hepnaðist honum þó nema til hálfs, að fá þau á sína skoðun. Jerry Neal varð miklu ánægðari, þegar hann sannfærðist um, að Ellen hefði ekki málað sig í framan. Það var í hans augum mikið atriði. En móðir hennar var ósveigjanleg. Ekki hafði hún samt neinar góðar og gildar ástæður fram að færa. Hún hafði þekt ungar stúlkur, góðar stúlkur eins og Ellen hennar var, sem hefðu gert eitthvað þessu líkt, og þ>að hafði farið eitthvað illa fyrir þeim flestum. Það kom dálítið ónotalega við Ellen, þegar móðir hennar var að lýsa því, hvað hún væri góð stúlka. Skyldi hún líka segja, að hún væri góð stúlka, ef hún vissi að hún hefði drukkið svo mikið af áfengi, að hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð? Henni leið enn ver en áður. Hún óskaði að hún hefði ekki beðið Mr. Palm að koma. Hún varð einhvern veginn að komast upp úr því feni, sem hún hafði óviljandi fallið í. Henni fanst hún vera miklu eldri og þroskaðri held- ur en hún hafði verið fyrir einum sólarhring. Nú fanst henni hún hafa nægilegan kjark og sjálfstæði til að taka lífinu eins og það var. Hún varð að afla sér meiri mentunar. Söng- rödd hennar og það, hve lagleg hún var, var það eina, sem hún hafði á að byggja. Jafnvel þó hún tæki nærri sér að gera á móti vilja for- eldra sinna, þá varð hún þó að fara sinna ferða. Það gat vel verið, að faðir hennar ræki hana burt af heimilinu, en nú gat hún tekið því gremjulaust. Hann hafði nú, þó hann vissi það ekki sjálfur, ástæðu til þess. Fáum vikum seinna, eftir að hún hafði hugs- að þetta mál vandlega, sagði hún foreldrum sín- um blátt áfram, að nú væri hún fastráðin í því, að fara aftur að syngja opinberlega. Hún ætl- aði að syngja í tveimur leikhúsum sama kveld- ið og einnig síðari hluta dags á laugardögum. Palm hefði gefið það eftir með því móti, að hún hjálpaði þeim dálítið á sunnudagsmogn- ana. Húsbændur hennar voru líka viljug til að láta lrana hafa auða herbergið, sem þau höfðu, fyr- ir ekkert. Hún gæti svo sofið þar, en hún gæti samt sem áður hjálpað til heima fyrir, og hún ætlaði að koma heim á hverjum degi, þegar hún gæti mögulega komið því við. Faðir hennar hlustaði á þetta þegjandi. Sagði ekkert hvort sér líkaði 'betur eða ver. En þegar hún var búin, tók hann hattinn sinn og fór út í veitingahúsið. Það leit út fyrir, <að hann ætlaði ekki að skifta sér af henni meira. Henni þótti þetta slæmt, en við því varð ekki gert. En að skilja við móður sína, varð henni erfiðara. Hún hafði vitanlega ekkert fyrir sig 'að bera nema tárin, eins og vanalega, en Ellen þótti undarlegt, þegar hún komst að því, að móðir hennar hafði vitað af því æði lengi, að hún hefði farið til Benders. Mrs. Peters hafði sagt henni það. Auðvitað var ekkert hægt að gera við því héðan af. Hún mat það mjög mikils við móður sína, að hún hafði ekki sagt föður hennar frá þessu. Ellen lofaði henni því, að koma þar aldrei oftar, og henni þótti mjög vænt um, að geta sagt henni, að hún þyrfi ekki að hafa neinar áhyggjur út af þessu. 1 næstum heilt ár gekk alt nokkum veginn vel, og svona hér um bil eins og hún hafði búist við. Hún vann stöðugt og hún söng flest kvöld á leikhúsunum, og hún gat jafnvel lagt fyrir dálitla peninga og færði hún þó móður sinni eitthvað af peningum á hverri viku. Hana sá hún oft, en föður sinn aldrei. Hún kom aldrei heim, nema þegar hann var við vinnu sína.. Einstaka kveld, þegar hún hafði tíma til, kom hún í þennan nýja danssai, þar sem Guine- vere sýndist mestu ráða. Gus var Jiað langt kominn á vegi betrunarinnar, að hann var ekki lengur fullur á hverju kveldi. Guinevere trúði vinstúlku sinni fyrir því, að þegar hann kæmist dálítið lengra áleiðis í þessum efnum, þá ætl- uðu þau að gifta sig. Þau vonuðu, að geta bráðum keypt það, sem félagar hans áttu í fyr- irtækinu, og eftir það gætu þau ráðið þar öllu ein. Það var auðfundið á öllu, að henni fanst hún hafa þarna töluverð ráð. En Guinevere ætlaði svo sem ekki að látn velgengnina verða til þess, að hún vanrækti gamla vini sína, þó fá- tækir væru. Það gat vel verið, að hún gæti bráðum boðið Ellen góð kjör, og það svo góð, að hana mundi stórlega furða. Bender sá hún aldrei um þessar mundir. Heldur ekki Artie Coakley. Hún hafði nú ekki séð hann í næstum heilt ár. Um tíma hafði hún kviðið fyrir því að hann mundi ekki sjá sig í friði. Einu sinni hefði henni fundist hún sjá hann í leikhúsinu, en þegar hún gætti betur að var það eldri maður. Henni þótti vænt um, að ástin, sem hann bar til hennar reyndist ekki haldbetri en þetta. En svo kom það alt í einu fyrir, að Palm af- réð að hætta við greiðasöluna. Faðir konunnar hafði dáið einhver sstaðar vestur í Landi. og eftirskilið henni nokkra peninga. Hún vildi því fara þangað og var viss um, að þar mundi þeim ganga betur- Þetta hafði þá þýðingu fyr- ir Ellen, að hún varð hvorttveggja í einu, at- vinnulaus og heimilislaus, og einmitt um þetta leyti hafði hún líka lítið að gera í leikhúsinu. Henni varð vitanlega fyrst fyrir, að útvega sér annað herbergi. Svo fór hún að finna Gui- nevere, því hún hélt að ske kynni að hún gæti nú gefið sér eitthvað að gera. Það kaup, sem hún gat boðið henni, var svo lítið, að í því var mjög lítil hjálp. Guinevere gaf þær ástæður fvrir þessu, að hún væri ekki enn búin að koma sér fyrir eins og hún ætlaði. Tengdamóðir sín tilvonandi væri ákaflega föst á peningum. Lít- ið var betra en ekki neitt, samt sém áður. Þegar hún hafði sungið þarna tvisvar eða þrisvar, mætti hún Bender á götunni einn morg- uninn. Hann sagðist alstaðar hafa verið að leita að henni. Nú var aftur alt farið að ganga miklu betur. Honum hafði hepnast að fá ein- hverja til að leggja meiri peninga í fyrirtækið, og nú þyrfti hann endilega að fá hana aftur- Hann ætlaði að sýna vissu fólki, að hann vissi enn, hvernig ætti að stjórna danssal betur en það grunaði. Hún mætti blátt áfram til að koma til hang aftur, Launin, sem hann bauð henni, voru freistandi. H'ún lofaði að hugsa um þetta og láta hann vita daginn eftir. Það var tvent, sem hélt henni frá að af'taka þetta með öllu. Hún hafði séð í 'blöðunum, að Artie Ooakley væri ekki í bænum, svo ekki þurfti að óttast hann, og Gui- nevere hafði sagt, að því víðar sem hún syngi, því gagnlegri væri liún þeim.v Hún fór að finna Bender daginn eftir og lof- aði honum að koma seint um kveldið, þegar hún hefði aflokið því, sem hún þyrfti að gera annarsstaðar. Hún sagði honum ekki hvað það var, én hélt að hann mundi kannske gruna það. Henni þótti meira en lítið vænt um, að gaihla hljómsveitin var komin aftur. Gamli söngstjór- inn tók henni einstaklegá vinsamlega og það gladdi hann mjög, að sjá hana aftur. Hún var viss um, að hann mundi fljótlega segja sér, ef hún kynni ag hafa vanist á einhverja slæma kæki. Það var ekki fyr en eftir klukkan ellefu um k\ öldið, að hun kom til Benders og salurinn var alveg íullur af lólM} en ekki leist henni sem best á fólkið, sem þama var samankomið. Nú hafði hún ekkert á móti því að standa hjá hljóðfæra- sveitmni meðan hún söng. Hún var nú öruggari en aður og hafði meira traust á sjálfri sér, eftir þa æfmgu sem hún hafði fengið á leikhúsinu. , j""1 ^otti líka sjálfn meira til þess koma, ið IdUr Gn að Syng']a sitJandi í sæti sínu við borð- nuii v«r itomm iram xxívvi, ennaio af í upDnám. Fram við “Lög- þeim næsta, komst alt í uppnám. v x dyrnar byrjuðu óflog og gauragangur. "nog- reg,lan! logreglanl” Ellen varð svo hrædd. aS mn gat ekki hreift legg eSa liS, en stóS í sömu sporum og hún varð enn hræddari þegar öll ljosm sloknuðu alt í einu. ‘‘Komið þér með mér!” hrópaði söngstjór- ™ni ey^a henm> og hálf dró hana með sér inn í sknfstofuna. Hann var rétt að opna gluggann, þegar hun fann að emhver greip um handleggina a henni- Hun rak upp hljóð. Þetta var lög- reglumaður. Rétt á eftir var hún látin inn í logregluvagn, og allar hinar stúlkumar líka, sem í salnum voru, og Bender, og þeim ekið til lög- reglustoðvannnar. Bender var fljótlega látinn laus gegn tryggingarfé, en stúlkurnar urðu að vera þama -alla nóttina. Aldei hafði Ellen tekið út aðrar eins sálar- kvalir ems og þessa nótt, ekki einu sinni þegar hun vaknaði við vondan draum á Maple stræti. Ahlrei fyr hafði hún lent í tugthúsinu. Þvílík SÍe!fing! betur fór þuC’tu þær ekki lengi að biða. Rettarfars maskínan var fljótvirk og mikilvirk. Þegar að henni kom, leit hún upp og henni virtist dómarinn vera góðmannlegur mað- ur. Stúlkurnar, sem á undan henni voru, höfðu verið sektaðar mismunandi háum sektum og sektirnar voru allar borgaðar viðstöðulaust af emhverjum manni, sem þarna var fyrir Benders hönd. Ellen vissi aldrei hvemig á því stóð, að hún var ekki sektuð, eins og hinar stúlkurnar. Dóm- arinn gaí enga ástæðu fyrir því, aðra en þá að hún heíði ekki verið þar áður. Hún var þakklát, að þetta skyldi þó ekki hafa orðið verra en það* En hugarangrið hélt áfram, þó hún væri aft- ur frjáls manneskja 0g komin heim í herbergið, sem nú átti að heita heimili hennar. Nú sá liún allar vonir sínar verða að engu. Aldrei oftar skv ldi hún syngja í danssölum. Bara hún gæti íarið eitthvað langt, langt burtu, þar sem liún gæti byrjað að nýju. En hvert gat hún farið peningalaus ? Hún var nærri búin með það litla, sem hún hafði getað lagt fyrir. Hún varð að fá eitthvað að gera. Nú vildi hún taka livað sem hún gat fengið, jafnvel vinnu í tóbaksverksmiðj- unni. Fyrst ætlaði hún að sjá, hvort nokkrar vinnuauglýsingar væru í morgunblaðinu. Hún hafði keypt blað á heimleiðinni. Þar var ekkert sagt um það, sem fyrir hafði komið í Benders danssalnum, og var henni það mikill raunaléttir. Jú, það voru þrjár auglýsingar, en ekki sýndist henni þær álitlegar. Ekkert, sem hún eiginlega vildi gera. En nú var hún ekki að hugsa um það. Það eina, sem hún var að hugsa um, var það að dyljast fyrir öllum þeim, sem hún hafði áður þekt, komast eitthvað þar sem enginn þekti hana. Hún fór að láta. á sig hattinn og leit um leið í spegilinn. Nú tók hún eftir því, hvernig þessi óskapa nó'tt hafði farið með hana. Það voru ó- sköp að sjá hvemig hún leit út. Það var svo sem auðvitað, að engin húsmóðir tæki stúlku í vist, sem svona væri útlítandi- Það besta sem hún gat gert, var að fara í rúmið og sofa stund- arkom. An þess að hugsa frekar um það, fór hún úr fötunum og lagðist upp í rúmið. Það var orðið dimt þegar hún vaknaði aftur. Samt ætlaði hún að reyna, að minsta kosti einn stað- inn, þó framorðið væri. Nú var hún orðin eins og hún átti að sér að vera. Svefninn hafði gert henni gott. Alt, sem hún þarfnaðist nú, var að fá sér tebolla og eitthvað að borða. VII. KAPITULI. Anne Fullerton var þess fullviss, að aldrei hefði hún verið eins glöð og ánægð, eins og ein- mitt um þessi jól. Til þess vora margar ástæður og allar góðar og gildar. Bróðir hennar, stór og * fallegur maður og sem henni þótti svo afar mik- ið til koma, hafði komið heim frá háskólanum, þar sem hann nú stundaði nám, og hafði unnið sér mikinn heiður fyrir ágæta námshæfileika og einnig íþróttir. En svo mikið sem henni þótti til hans koma, þá var það ekki nema smáræði við hitt, hvað faðir þeirra var stoltur af honum. Það gekk næstum úr hófi fram. En hún var nógu óeigingjörn til að láta sér líka þykja vænt um það. En bróðir hennar var ekki sá eini, sem komið hafði heim um jólaleytið. Phillip Benton hafði líka komið og hafði nú tekið fullnaðarpróf í lög- fræði. Sami glaði og góði Phillip, en þó nokkuð breyttur. Hann var orðinn alvarlegri og vilja- festan var sjáanlega meiri en áður. Anne efaði alls ekki, að hún skildi rétt hvað honum bjó í huga. Þau höfðu verið einstaklega góðir vinir altaf síðan þau voru böm. Nú var sú vinátta að verða meiri og sterkari og alvarlegri. Henni hafði einhvern veginn tekist að koma í veg fyrir það alt til þessa, að hann bæri upp bónorðið. Ekki að hún væri í nokkrum efa um svarið, sem hún mundi gefa honum, þegar það kæmi, en hún hafði aldrei fyrri verið alveg tilbúin að hlusta á það. Hepni fanst að hann mundi bera upp bón- orðið í kveld og nú ætlaði hún ekki að reyna að halda honum frá því. Aldrei gat verið hentugri tími til þess, eða hentugri staður, því í kveld voru foreldrar hennar að halda dansveislu heima hjá sér, og einmitt á þessu heimili, hafði hún dvaíið sín ángjæulegu æskuár- Það var því vel til fallið að hér væri lagður grundvöllurinn að framtíðargæfu hennar. Hún var rétt að enda við einn dansinn, þegar hún kom auga á Filson dómara vera að ganga niður stigann með yfirhöfnina sína á handleggn- um. Hún bað hitt fólkið að afsaka sig og hljóp á eftir honum og á leiðinni niður stigann sleit hún stórt og fallegt blóm úr blómvendinum sín- um. “Mr. Filson,” kallaði hún á eftir honum, “Þér ætlið þó ekki að fara, án þess að bjóða mér góða nótt. Bíðið þér ofurlítið við, mig langar til að gefa yður blóm.” “Þakka yður fyrir Anne,” sagði Filson og brosti einstaklega góðlátlega. Hann beygði sig dálítið, svo hún ætti hægra með að koma blóm- inu fyrir í hnappagatinu á frakkabarmi hans. Þegar hún hafði gengið frá því, eins og henni lík- aði, kvaddi hún hann með mestu vinsemd og hljóp svo upp stigann og rak sig nærri því á föð- ur sinn, sem var að koma ofan stigann. Filson bar blómið að vitum sínum og drakk í sig ilminn af því, og um leið og hann gerði það, bros'ti hann góðlátlega til vinar síns, sem var að koma til hans. “Þetta er regluleg nautn- En heyrðu, Dick, þú átt góða dóttur, þar sem Anne er, og þú hefir ástæðu til að vera stoltur af henni. ’ ’ “Eg er það, auðvitað, Sam, en ekki síður af drengnum. ’ ’ “Já, auðvitað, Dick,” sagði Filson og hló upphátt. “Þú hefir ástæðu til þess, hann er mesti myndarpiltur. En segðu mér, hvemig stendur á 'því, að drengirnir eru altaf í meira afhaldi hjá foreldranum, heldur en stúlkunar?” “Það er ekki,” sagði Fullerton töluvert al- varlega. “En eg skal segja þér, Sam, að Hugh er einstaklega efnilegur piltur. Anne er líka myndarleg stúlka, og eg er ósköp ánægður með þau bæði. ’ ’ Þrátt fyrir þessa viðbót, þóttist Fullerton enn sjá efasemdabros á vörum vinar síns, svo hann bara hló að öllu saman. Hann var ein- staklega góðlátlegur og fallegur þegar hann brosti éða hló. En langoftast var svipurinn alvarlegur og jafnvel dólítið kuldalegur- Hon- um fanst það eiga við vegna stöðu sinnar í mann- félaginu, en ekki síður vegna þess, hvað hann var af göfugum ættum. Forfeður hans höfðu á- valt getað borið höfuðið hátt í veröldinni. En þegar hann var með nánustu vinum sínum fanst honum þetta ekki nauðsynlegt. Filson var einn af allra nánustu vinum hans, og hvað ættgöfgi og virðingu snerti fanst Fullerton hann standa sér eina næst. “Yið skulum koma inn 1 skrifstofuna, þar sem við getum verið án þess nokkuð beri á því,” sagði Fullerton. ‘ ‘ Fáðu þér vindil, ’ ’ bætti hann við og benti á silfurkassa, sem stóð á borðinu, en sjálfur hringdi liann á þjón sinn, Edwards, og sagði honum að koma með besta vínið, sem til væri í húsinu. ÁGIRN DIN. (Framh. frá 3. bls.) um---------. Heyrðist þá voða brestur og alt lék á reiðiskjálfi. Ungi maðurinn fann til óþolandi kvalar í báðum höndunum; hann kipti þeim að sér, var örvita af hræðslu og sá þá, að þær voru allar í sárum, — hann hafði brent sig, því í pottinum var ekki lengur gull, heldur glóandi eldur. Því næst tók ketillinn að síga niður — hægt og hægt. — Maðurinn horfði á eftir honunt eins og í leiðslu— og sá nú að eins glóra í eld- inn, — svo hmndi grjót og möl ofan yfir. — Fjársjóðurinn var horfinn! — Undarleg suða og ólga fylti loftið; sjóðheitt vatn seitlaði gegn um veggina í klefanum og eftir gólfinu, svo liann skaðbrendi sig á fót- unum. Kvalirnar ætluðu að gera út af við hann, en samt tókst honum að komast upp úr rústunum. Nú leið langur tími, áður en hann var gró- inn sára sinna, og aldrei varð hann jafngóður, því að hendur og fætur krepti. Á meðan hann lá veikur, sveiskt vinnufólkið um, svo alt var komið í óefni. Hann varð að selja jörðina og kaupa sér í hennar stað lítinn kofa, og mátti hann þakka fyrir, að eiga svo mikið eftir af öllum auðæfunum, að hann þyrfti ekki að lifa á bónbjörg. Það var alt, sem eftir var af allri dýrðinni. Þarna sat hann nú og lét sig dreyma um öll þau auðæfi, sem hann hefði getað átt, og um konungsdótturina, sem hann aldrei fékk — og hann óskaði svo innilega, að liann hefði látið sér nægja með þann eina gullpening á dag, sem hann mátti taka. — En ekkert stoðaði að óska — hinn ágjami hafði fengið sín makleg málagjöld. —GullstoTckvírinn. ---------------------------------------- TIL SÖLU Námsskeið við tvo fullkomnustu verzlunar- . skóla í Vestur-Canada, fást til kaups nú þegar , á skrifstofu Lögbergs, með miklum afslætti. Á Nú er hentugasti tíminn til þess að byrja nám \ vjð Business College. Þegar hart er í ári, kem- ur það bezt í Ijós, hversu mentunin er mikils virði. Þeir, sem vel eru að sér, eiga venjulega forgangsrétt að atvinnu. Lítið inm á skrifstofu Lögbergs sem attra ? fyrst, eða skrifið eftir frékari upplýsingum. f

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.