Lögberg - 05.05.1932, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.05.1932, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. MAÍ 1932. Högberg Gefið út hvern fimtudag af TBE OOLUMBIA PRES8 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um drið—Borgisi fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PBONE8 80 327—86 328 Mikilsvert málefni Síðustu vikurnar hefir meðal lslendinga hér,. allmikið verið talað um stofnun ís- lenzks bókasafns, og prófessors emhættis, í íslenzkum fræðum, við háskóla Manitoba- fylkis. Dr. Bjöm B. Jónsson hreyfði þessu máli í erindi, sem hann flutti á Islendingamóti hér í Winnipeg hinn 35. febrúar í vetur. Þegar prófessor Sigurður Nordal var hér staddur, gengust nokkrir menn fyrir því, að fá hann til viðtals við all-marga íslendinga hér, af hinum yngri mönnum; eða mönnum, sem hér í landi era að mestu eða öllu upp- aldir. Annan fund héldu svo þessir sömu menn nokkra síðar. Eftir því, sem vér bezt vitum, var fyrgreint málefni aðal-umræðu- efnið á báðum þessum fundum. Erindi Dr. Jónssonar birtist hér í blaðinu, hinn 3. marz og frá báðum þessum fundum hefir Mr. J. G. Jóhannsson skýrt all-nákvæmlega í Lög- bergi. Er fólki því ekki ókunnugt um málið með öllu, þó ekki hafi margir um það ritað enn þá. Eins og Dr. Jónsson tók fram í erindi sínu, því sem áður er getið, þá er þessi hug mynd ekki ný. Þessu máli hefir verið hreyft áður. En eftir því sem séð verður, hefir það engar rætur fest, alt til þessa, eða með öðrum orðum, framkvæmdir hafa engar orð- ið í málinu. Hér má því svo að orði kveða, að um nýtt mál sé að ræða, sem enn hefir ekki fest nein- ar rætur í hugum manna, nema þá sár-fárra. Vér geram naumast ráð fyrir, að, þeir sóu nema mjög fáir, sem nokkuð verulega hafa um það hugsað, alt til þessa. Það, sem gert hefir verið í þessu máli þessar síðustu vikur, hefir verið gert af hinum yngri mönnum, það er að segja mönn- um, sem annað hvort eru hér fæddir, eða þá uppaldir að mestu leyti, eins og áður er að vikið. Vitaskuld eru margir þeirra nú ekki lengur ungir menn, því Islendingar eru nú búnir að vera hér í landi um sextíu ár. Virð- ist það ekki illa til fallið, að þeir taki málið að sér strax frá byrjun, því á þeim hljóta framkvæmdimar að lenda aðallega og það eru þeir, sem verða að vinna þessu máli sig- ur, ef hann á að vinnast. Islendingunum, sem ólust upp á Islandi og fluttust til þessa lands, er óðum að fækka, eins og hlýtur að vera, þegar þess er gætt, að innflutningur fólks frá Islandi, hefir lítill verið síðan um aldamót, og svo sem enginn síðan 1914. Vér gerum ráð fyrir, að Islendingum, hvar sem þeir eru í heiminum og hvar sem þeir eru uppaldir, þætti vænt um að sjá þetta mál borið fram til sigurs. Það getur naum- ast öðruvísi verið, en að slík gróðrarstöð fyrir íslenzk og norræn fræði, eins og hér er um að ræða, væri þeim öllum mikið gleði- efni. Það er því ekki líklegt, að þetta mál veki nokkum verulegan ágreining. Ekki kjarai málsins að minsta kosti. Einhver auka-atriði gætu kannske gert það. En ó- þarfi er að gera ráð fyrir nokkru slíku að svo stöddu. Það er líklega fátt, eða ekkert, sem Vest- ur-lslendingar gætu gert, er vekti meiri samúð og gleði meðal bræðra vorra og systra á ættjörðunni, heldur en einmitt það, að stofnað væri prófessors embætti í íslenzk- um fræðum við háskólann í Manitoba og stórt og vandað íslenzkt bókasafn, veruleg gróðrarstöð íslenzkra fræða hér í miðju þessu mikla meginlandi, þar sem eru aðal- stöðvar Vestur-lslendinga. .Gæti þetta vafa- laust orðið til, að glæða mikla samúð milli Islendinga austan.hafs og vestan. Vér get um naumast hugsað oss nokkuð, sem lengra gæti gengið í þá átt. Má því sanngjarníega gera ráð fyrir, að þetta mál nyti einlægrar góðvildar Islendinga heima, mentamanna sérstaklega, og margskonar stuðnings. Gæti hann orðið málefni þessu til ómetanlegs gagns, þó ekki væri um bein peninga fram- lög að ræða. Með þessu máli er ekki verið að amast við nokkru öðru, sem íslenzka þjóðrækni mætti nefna, eða sem kann að vera eitthvað í ætt við hana. Vitanlega er þetta þjóðrækn- ismál, en það er sérstætt og ríður ekki í bága við neitt annað, sem verið er að gera í þá átt. En hér er þó ekki eingöngu um íslenzkt þjóðræknismál að ræða. Ef Islendingum hér í landi hepnaðist, að stofna prófessors em- bætti við Manitoba háskólann, sem væri vel trygt með nægilegu fð, þá væri þar með hér- lendu þjóðfélagi unnið mikið gagn, og sem canadiska þjóðin mundi að sjálfsögðu virða og meta mikils. Ekki síður en frá Islandi, mættum vér því frá Manitoba og frá Canada yfirleitt, vænta samúðar og stuðnings og góðrar samvinnu. Þegar um það er að ræða, hvort þessi hugmynd sé framkvæmanleg, þá skilst oss að það sé eitt, öllu öðru ffemur, sem mest á ríður. Það er, að Islendingum geti fyllilega skilist, að héf sé um gott og göfugt málefni að ræða, sem eigi það fyllilega skilið, að þeir styðji það með ráðum og dáð. Sjálfsagt má búast við því, að fjársöfnun til þessa fyr irtækis gengi ekki vel fyrst um sinn, þó hún yrði hafin. Það lætur ekki þannig í ári nú, að hægt sé við því að búast. En enginn skvldi ímynda sér, að fjárkreppan vari alt af. Og slíkt fyrirtæki sem þetta, má rétt eins vel byrja í harðærinu eins og-góðærinu. Hér er ekki um neitt það að ræða, sem ætlast er til að gefi skjótan arð. Gerir heldur ekki svo ósköp mikið til, þó það dragist í nokkur ár, að þetta mál komist í framkvæmd. Hitt væri æskilegt, að grundvöllurinn væri lagð- ur sem fyrst og að hann mætti verða sem traustastiy og ábyggilegastur. Oss er fyllilega ljóst, að í þessum línum er ekki sagt nema ör,lítið af því, sem segja mætti um þetta mál. En það er sagt af trú á málefnið og af góðvild til þess. Oss finst að hér sé mál, sem allir Islendingar ættu vel að geta verið samtaka um. Lindbergh og blöðin 1 ritinu “Outlook” (apríl 1932) er grein um Lindbergh og blöðin, eftir Bent fyrver- andi blaðamann. Það sem hér segir, er að efninu til þaðan tekið að miklu leyti. Það var reglulegur hvalreki á fjörur stór- blaðanna í Bandaríkíjunum, þegar barni Lindberghs hjónanna var stolið. Þá frétt mátti hæglega segja í fáeinum orðum, alt sem blöðin vissu um þetta og alt, sem þau vita um það enn í dag. En í þess stað var þessi frétt þanin yfir marga dálka í hverju blaði, dag eftir dag og viku eftir viku. Sum blöð- in höfðu jafnvel ekkert annað á framsíð- unni, suma dagana, en framsíðu fréttablað- anna hefir stundum verið líkt við stóru búð- argluggana, þar sem kaupmennirnir sýna vörur sínar. Það er svo sem enginn efi á því, að þessi barnsstuldur var mikil hvalsaga. Þegar drengurinn faxidist, höfðu blöðin í Banda- ríkjunum meira um það að segja, heldur en nokkur blöð hafa nokkurn tíma sagt um fæðingu ríkiserfingja. Það var sagt þá, og það ekki að raunalausu, að litli Lindbergh væri mest auglýsta og bezt þekta smábaraið í veröldinnL Það var því ekkert undarlegt, þó það vekti mikla eftirtekt, þegar það frétt- ist, að þessu barai hefði verið stolið, og það hlaut að vekja mikla samhygð með foreldr- unum. Þetta skildu blaðamennimir vel, en þeir færðu sér það í nyt, svo úr öllu hófi keyrði. En þrátt fyrir það, gerðu blöðin samt gagn með þessum fréttum fyrstu dag- ana, því þau færðu þær öllum lesandi Banda- ríkjamönnum, og vöktu almenna gremju og óbeit á þessu ódáðaverki. Þessu viðvíkjandi sendu sumar fréttastof- urnar út fréttir, sem voru 10,000 upp í 50,000 orð daglega. Það var engu líkara, en blaðamönnunum hepnaðist að beina allri hugsun þjóðarinnar svo að segja í þessa einu átt, um tíma. Öll önnur vandamál voru eins og smámunir í samanburói við þetta eina. Alveg tilhæfulausar sögur voru búnar til út af þessu, og ritstjóramir sögðu frétta- rituram sínum, að söguraar gætu aldrei orð- ið of langar, eða tekið of mikið rúm í blöð- unum. Blöðunum hepnaðist prýðilega að ná til- gangi sínum, en tilgangurinn var vitaskuld sá, að auka útbreiðslir blaðanna, auka söluna. í New York óx sala sumra stórblaðanna um 20 per cent, eða meir. Eitthvað svipað átti sér stað í Boston, Chicago og víðar. Enginn hefir lengra komist í þeirri blaða- mensku, sem hér er um að ræða, heldur en Arjhur Brisbane, sem fór á fund “Scarface Al” Capone í fangelsinu í Chicago, og skrif- aði svo langa grein og lýsti því nákvæmlega hvernig og hvers vegna þessi glæpamaður gæti fundið barnið, ef hann væri látinn laus. Sú grein kom í Hearst blöðunum undir fyr- irsögn, sem náði yfir átta dálka. John Grier Hibben, frá Princeton háskól- anum, sagði að “ef barn Lindberghs hjón- anna finst ekki, þá er afskiftum blaðanna af þessu máli um að kenna.” En áður en hann sagði þetta, var Lindbergh sjálfum orðið það fyllilega ljóst, að meðan alt af væru blaðamenn og myndasmiðir, kannske í tuga- tali, alt í kring um heimilið, þá væri ólíklegt að þeir, sem stolið hefðu barninu, þyrðu að koma með það. Charles A. Lndbergh hefir kannske orðið fyrir meira skakkafalli, af hálfu blaðanna, heldur en nokkur annar mað- ur. Flug hans til Parísar not- uðu þau sjálfum sér til hags- muna, eins og þau frekast gátu. Um sjálfan hann hafa þau myndað nokkurs konar goð- sagnir, sem hann hefir aldrei getað hrandið að fullu. Þegar hann gifti sig, voru blöðin hon- um svo ruddalega nærgöngul, að það gekk úr öllu hófi fram. Og nú hafa þau að minsta kosti gert honum það torveldara, heldur en hefði þurft að vera, að fá son sinn aftur. Lindbergh á dagblöðunum grátt að gjalda. Brúðkaupsveizlan Saga eftir J. J. Myres, 1932. Faðir minn sagði margar sögur frá Islandi. Hann kom hingað fullorðinn, svo honum var alt minnisstætt heima. Hann sagði sögur sínar vel, og hafði lag á að koma þeim í þann búning, að manni urðu þær minnisstæðar. Það leyndi sér heldur aldrei hvað honum þótti vænt um ísland, og ef maður hlustaði á það sem hann hafði.til að segja, þá varð manni að fara að þykja vænt um þg.ð líka. Jafnvel þó það væri eitt- hvað ógeðfelt, sem var verið að segja frá, þá varð endirinn æfin- lega sá, að alt varð íslandi í vil og Austur-íslendingum til sóma Hann lagði æfinlega áhrezluna á það, sem hreif tilfinningarnar í hag Fjallkonunnar. Ekki samt svo að skilja, að móðir mín væri neinn eftirbátur í þessari list. Af öllum sögum föður míns varð mér minnisstæðust ein. Það var líka fyrsta sagan, sem eg man eft- ir að hann segði, eða fypsta sagan sem e!g hafði nokkurt verulegt vit á að taka eftir. Svo heyrði eg hann segja þá sögu oftar, eftir að eg var orðinn stálpaður, og lærði hana þess vegna vel. Eg man hana rétt að segja orðrétta eins og hann sagði hana og hún var á þessa leið: “Foreldrar mínir voru ætíð ó- sköp fátæk. Frá því eg man fyrst eftir hafði faðir minn verið mjölg bilaður á heilsu. Jörðin, sem þau bjuggu á, v^r mjög léleg og erfið. Veturinn, sem eg varð * sextán ára, voru mikil harðindi. Það var langur o!g kaldur vetur. Enda lá hafísinn upp að landi langt fram á sumar. Það var mesti harð- indavetur, sem e!g man eftir. Margir urðu bjargarlausir, sem aldrei höfðu orðið það áður. Mikið áttum við móðir mín bágt. Faðir minn var búinn að liggja rúmfastur lengi. Við móðir mín urðum að komast af eins og bezt við gátum. Ærnar voru orðnar horaðar o!g fóru að velta út af í byrjun Þorra. Það var engin björg í þeim fyrir okkur. Horket- ið var náttúrlega ekki étið. Enda voru þetta baraorðnar beinagrind- ar, líka fóru margar þær síðustu ofan um ís og fundust aldrei, því jörðin var mesta hættu jörð. Um mið-Þorra var heyið búið, því við móðir mín höfðum svo lít- ið getað heyjað um sumarið. Dag- inn eftir að kúnni var gefið síð- asta heyið, komu góðir nágrann- ar o'g slátruðu henni, og var það síðasta skepnan fyrir utan hest- ana, sem gengu úti og björguðu sér svona eins og bezt þeir gátu. En það var nú ekki orðið mikið, sem þeir náðu í, því snjóþyngslin voru líka að gera þeim ómögulegt að bjarga sér. Við höfðum lifað mikið á mjólk- inni úr kúnni, og móðir mín hafði oft sagt, að hún hræddist ekki neitt meðan hægt væri að halda lífinu í kúnni. ‘En guð hjálpi okk- ur, ef við missum kúna’. Eg man vel, hvað lá illa á henni daginn sem kúnni var slátrað. Og sann- leikurinn var sá, að það var búið að spara svo fóðrið við hana, að hún var orðin svo horuð, að það var lítið frálag i henni. En þetta var þó síðasta björgin og ekki er því að neita, að það voru daprir dagar, þegar kjötið var að verða búið. Móðir mín reyndi að bera sig vel, svona þegar eg sá til. Hún sagði það væri ekki til neins að kvarta. Reyndar sagði hún, að það hefði stundum verið þröngt í búi, en það hefði þó æfinlega lagst eitthvað til. Auðvitað var mis- munurinn þessi, að faðir minn hafði þá verið á fótum, en nú var það þyngsta bölið, að við vissum að hann mundi ekki stíga á fætur aftur. Þá kom maður frá næsta bæ og sagði, að menn væru að leggja af stað norður í Steingrímsf jörð, því þar væri hægt að fá þorskhausa. Ráðlagði hann móður minni að láta mig fara með þeim. Hann sagði að mér væri engin vorkunn á því, svona stórum strák, það væri kominn tíminn til þess að eg lærði að vinna fyrir lifinu, maður gæti ekki búist við að fá alt fyrirhafn- arlaust upp í hendurnar. ‘En hvernig eigum við að kaupa þorskhausana?’ spurði móðir mín. Við höfum ekki peninga og ekkert sem eg get sent, sem er peninga virði.’ — ‘Þú átt þó líklega ein- hver föt, faldbúning eða eitthvað úr silfri’, sagði maðurinn. ‘Nei, því fer miður,’ sagði móðir mín, ‘það er alt farið.’—‘Ó, láttu dreng- inn fara samt. Hann gerir þá aldrei nema fara fýluferð,” sagði maðurinn. ‘Eg á bágt með að biðja að gefa mér,’ sagði móðir mín, ‘og mér líkar ekki að láta drenginn gera það heldur.’ ‘Þið eigið skilið að drepast,’ sagði maðurinn, ‘ef þið viljið ekki reyna að bjarga ykkur. Það er kominn tími til þess, að það sé hætt að kenna í brjósti um letingja í þessu landi.’ Nú stóðst eg ekki mátið lengur, og bað móður mína að lofa mér að fara og reyna þetta. Móðir mín kallaði á mig afsíðis. Hún sagðist sjaldan hafa tekið neitt svona nærri sér á æfinni eins og að tala um þetta. Hún sagðist ekki geta sent mig af stað svangan, nestis- lausan og mjög illa klæddan í þessa langferð í vetrarhörkunni. Hún sagði, eð eg yrði að gera mér grein fyrir því, að þetta væri að spila upp á líf o!g dauða, og eg væri ekki fær um svona ferðalag, eg væri allareiðu orðinn horaður af harðréttinu. Hún sagðist ekki treysta sér til þess að hugsa til þess, ef eg kæmi ekki til baka. Það væri betra að bíða átekta heima. Hún sagðist enn eiga einn poka af fjallagrösum, sem gætu hajdið í okkur lífinu æði tíma enn, og það væri alveg víst, að föður mínum versnaði, ef hann vissi að við værum komin að því að biðja um hjálp. Aldrei hefðu þau þurft þess enn o!g aldrei ætlað sér það, hvað sem á dagana drifi. En fortölur hennar voru til einskis. Eg sagðist fara með þessum manni og slást í för með þeim, sem norður færu frá næstu bæjum. Og varð það úr, að eg fór að kveðja Hún bað guð að hjálpa mér og leiða mig til baka, annað sagðist hún ekki igeta gert. Eg fór af stað með manninum. En þegar við fórum að kafa ó- færðina, kom það fljótt í Ijós, hvað eg var orðinn máttlaus.” Faðir minn sagði svo mjög vel ferðasögu sína til Steingríms- fjarðar, og.til baka. En af því eg er ókunnugur ö'llu landslagi og staðháttum þar, á eg bágt með að segja frá þeim parti. En það var sú mesta hrakningsför, þeir lentu í byljum og ótíð og lá við, að full- þroska menn, yrðu úti, hvað eftir annað. Samt komust þeir allir af. Allir báru föður minn á höndum sér og varð það honum til lífs. Góð- hjartaðir og göfugir menn í Stein- grímsfirði gáfu honum alla þá þorskhausa, sem hann gat flutt til baka o!g sáu ti-1 þess, að hann kom betur klæddur heim en hann fór af stað. Þegar hann kom með þessa björg til móður sinnar, sagði hann að hún hefði grátið af gleði, og aldrei sagðist hann hafa heyrt manneskju fyr eða síðar þakka í meir en þriBjung aidar hafa Dodd'n Kidney Pills veriB viðurkendar rétta meBaliB við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fieiri sjúkdómum. Fást hj.t öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eBa sex öskjur fyrir $2.60, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. guði betur fyrir neitt, en hún hefði gjört þá. Þorskhausarnir urðu til þess að þau lifðu af veturinn. Aldrei sagðist faðir minn hafa borðað mat, sem sér hefði þótt eins góð- ur og þorskhausarnir frá Stein- grímsfirði, og aldrei yrði hann svo gamall, að hann gleymdi þeim og góðvildinni og gestrisninni dæmalausu, sem hann mætti í þessari erfiðu og löngu vetrar- ferð. Svo bætti hann við: “Ef það hefði ekki verið fyrir þorsk- hausana, drengur minn, þá hefði eg aldrei Jifað til þess að verða landnemi í Ameríku.” Svo klapp- aði hann á kollinn á mér og bætti við: “Og þeim er það að þakka, að þú varst nokkurn tíma til. — En til þess er e!g að segja þér þessa sögu, að láta þig vita, að við erum í skuld við velgjörða- mennina í Steingrímsfirði. Það er skuld, sem ekki er beinlínis hægt að borga í peningum. Enda eru sumir, sem kærleiksverkið unnu, komnir undir græna torfu. En mér segir svo hugur um, að einhvern tíma verði hægt að borga þetta einhvern veginn, o!g heiður Vestur-íslendinga er í veði, að þeir borgi skuldirnar, sem þeir fóru frá á íslandi, og borgi þær eins og menn, með rentum og rentu-rentum. Við þeir eldri get- um ekki borgað þær, því er svo- leiðis varið. Þær eru ekki falln- ar í gjalddaga enn, og eg veit ekki nær þær 'gera það. Það er svo fjölda margt, sem ætti að borga. En það verður aldrei kallað eftir því. Eini gallinn, sem eg man eftir á Fjallkonunni, er sá, að hún kallar aldrei eftir sípu. Margar mæður eru svolieðis. En það er ekki. þar fyrir fallegt af börnun- um, að rífa og tæta alt út úr hönd- unum á þeim, og hugsa aldrei um að endurgjalda neitt. Fjallkonan er nú reyndar amma þín. Og svo verður hún lang- amma i þessari ætt og svo áfram koll af kolli. Það nauðsynlega er þá þetta, að ættin viti að við móð- ir þín fórum frá skuldum á ís- landi og þær skuldir hvíla á ætt- inni þangað til þær eru borgaðar upp í topp. Það kannske verður langt þang- að til þeir í Steingrímsfirði senda hingað til Dakota eftir björg. En margt kemur fyrir á langrr leið, og þegar sá tími kemur, að þeir senda hingað eftir einhverju, sem þá vanhagar um, þá er um að gera að þeir þurfi ekki að fara fýlu- ferð, á meðan þessi ætt er við lýði, að minsta kosti.” Úr því þetta var nú fyrsta sag- an, sem eg heyrði frá föðurland- inu, og faðir minn sagði hana með svo innilegri þakklætis-tilfinningu og lotningu, er mér ekki vorkunn þó mér þyki vænt um þorskhaus- ana og líka auðvitað vænt um Steingrímsfjörð og gestrisni fólks- ins á íslandi. Eitt sinn, þegar eg var fyrir innan tvítugt, var eg að vinna með jafnaldra mínum, sem var nýkom- inn frá íslandi; hann var þar fæddur og uppalinn. Við vorum að skrafa um hitt og þetta. Svo fór hann að segja mér eitthvað frá Islandi og spyr eg hann þá rétt í grandleysi, hvort þorsk- hausar séu góður matur. Hann varð strax reiður, og sagðist aldr- ei hafa etið þá, þeir hefðu aldrei verið borðaðir á íslandi og væru enginn manna matur. Eg sagðist vita betur. Kallar hann mig þá strax lygara. Sá eg, að eg hafði ó-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.