Lögberg - 05.05.1932, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.05.1932, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. MAl 1932. Bla. 7 Getur núverandi mann- félagsskipulag staðist ? Eftir Ralph Connor. ANNAR Partur. MENNING OG VINNA. Menning, siðmenning,. er það fyrirkomulag í mannféla'ginu, þar sem ríkið ábyrgist óhultleik einstaklinganna innan vébanda einkaréttinda þeirra, og einstak- lingarnir að sínu leyti undirgang- ast hátíðlega, að hjálpa ríkinu með öllu móti, sem þeir geta, að tryggja þennan óhultleik. Einkaréttindi eða undirstöðu- réttindi, einstaklingsins sem manns, eru líf, frelsi og vöxtur eða Þroski. Ef einstaklingurinn- er sviftur einhverju einu af þess- um réttindum, er hann ekki leng- ur fullkominn maður, sem hlekk- ur í mannfélagsbyggingunni. Sú stjórnarskipun, sem ekki tryggir einstaklingunum slík réttindi, ger- ir ekki skyldu sína, hefir fyrirgert tilverurétti sínum og ætti að leys- ast upp. Og mun ekki heldur eiga sér langan aldur. Réttindi ■ einstaklinsins eru bundin við réttindi annara ein- staklinga. Réttindin eru sameig- inleg, og er því nauðsynlegt að koma sér saman um, hver undir- stöðuatriðin séu. Hver borgari á rétt á andrúmslofti, birtu og rúmi (til hreyfingar). Annars væri líf ómögulegt. Hvorki nokkur ann- ar einstaklingur, né hópur ein- staklinga, má leyfa sér, né vera leyft, að svifta hann slíku frelsi. Líka hefir einstaklingurinn rétt til þess, að gan!ga eftir alfaraveg- um; en hann má ekki ganga yfir blómabeð í garði nágranna síns. Þýðing og samband þessara rétt- inda eru ákveðin og framkvæmd með reglugerðum, sem kallaðar eru lög. Aðferðin við að mynd^ og framkvæma lögin sýnir, undir hvaða stjórnarfyrirkomulaigi menn lifa hvar sem er. Hið fyrsta stjórnarfyrirkomu- lag, sem menn þekkja, er stjórn ættföðursins. Hin fyrsta félags- heild, sem um getur verið að ræða, er fjölskyldan, þar sem einstak- lings réttindi voru ákveðin og fullnægt af föður, eða ættföður. Ættföðurs stjórnarfyrirkomulagið er í samræmi við eðli fjölskyld- unnar og er einföldust og áhrifa- mest alls sem menn þekkja stjórn- arfarslega. Höfðingjastjórn, — þegar fjöl- skyldan kvísJaðist, og ættbálkur, jafnvel marigir ættbálkar mynd- uðust, og þessir ættbálkar gengu í bandalag, þá komst á höfðingja- stjórn. Hinn áhrifamesti eða hinn slægvitrasti á meðal margra höfð- ingja, varð nú æðsti höfðingi, maðurinn, sem stjórnaði samkvæmt sínum eigin geðþótta. Höfðingja- stjórn er án efa hin einfaldasta og áhrifamesta tjórn, sem menn þekkja, eins lengi og höfðingi sá, sem stjórnar, er rétti maðurinn, það er að segja eins lengi og hann hefir vilja og mátt til þess að tryggja mönnum undirstöðurétt- indi þau, er öllum mönnum bera: líf, frelsi og þroska. Reynslan hefir sýnt, að það er mjög erfitt að finna slíkan mann. sem hefir hin nauðsynlegu skilyrði og er nægilega stöðuglyndur til þess að breytast ekki, eftir að hafa tekið við stjórnartaumunum, gefa ekki eigingirninni rúm. Þetta hefir valdið svo miklum erfiðleikum, að menn hafa hætt við höfðingja- stjórn, sem óframkvæmanlega hugsjón — draum — og reynt ýmsar aðrar tegundir stjórnar- skipulags. Lýðveldi eða þjóðræði. — Loks- ins hafa menn komið sér saman um, að stjórnin eigi ekki að vera í höndum neins eins manns, og ekki heldur í höndum vissra stétta mannfélagsins, né heldur fárra manna, heldur skuli allir menn og konur sameiginlega hafa stjórnina á hendi; þar sem þjóðin öll eða lýðurinn ræður, köllum vér Lýðveldi eða Þjóðræði, og er það skilið þannig, að fólkið sam- eiginlega stjórni sér sjálft, það er að segja ákveði réttindi ein- staklinganna og sjái til þess að menn njóti óhultir frelsis þess, sem mönnum er ætlað. Svo eru réttindin ákveðin og séð um, að fólkið njóti þeirra óhindrað. Reglugerðir eru samdar og sam- þyktar af fólkinu með milligöngu vissra manna, fulltrúa fólksins, sem kosnir eru til þess. Þetta eru hin svokölluðu lög. Þá eru vissir menn kosnir til þess að hafa á hendi framkvæmdir í sambandi við lögin. Þeir verða stjórnin og einhvers sérstaks flokks í þjóð- félaginu, sem gæti á einhvern hátt komið í bága við fullkomið sam- ræmi og fullkomna samvinnu mi’.li hinna fjögra þátta. Orsakir núverandi “kreppu” hafa verið nefndar og útlistaðar eru því fulltrúar fólksins, þjónar allra hinna. Það eru viss atriði, í sambandi við stjórn og lög, sejn allir borg- arar ættu að muna, sem vilja njóta fullkomlega réttar síns: 1. Máttur stjórnarinnar hvílir í skauti alls fólksins, ekki í hönd- um neinna útvaldra manna. 2. Lögin sýna vilja fólksins, samþykt með meiri hluta greiddra atkvæða. 3. Lög, sem samþykt hafa ver- ið, með hvað litlum meiri hluta sem er, eru fullgild lög, öllum borgurum ríkisins. Hver sá þegn eða borgari, sem hlýðir og hjálp- ar til að framkvæma að eins þau lög, sem hann er samþykkur, er sekur við lögin, glæpamaður og föðurlandssvikari. Hann er ekki lengur löghlýðinn þegn; hann er á sérstakan hátt stjórnleysingi; vín-leyniverzlarar og viðkiftavin- ir þeirra, til dæmis, eru hættuleg- ir glæpamenn og föðurlandssvik- arar. 4. Hegningin fyrir brot 'á lög- unum er tap um stundarsakir, eða æfilangt, á einhverjum borgara: legum réttindum. Stjórnin svift- ir hann, ef til vill, eignum hans, sem er partur af lífsframfærslu hans, frelsi eða vexti. En eftirtektavert er: (a) Tilgan!gurinn með að hegna. er ekki hegningin sjálf né endur- gjald. (b) Hegningin á að vera til þess að halda mönnum frá að gjöra rangt. Meiningin er ekki sú, að láta manninn líða vegna þess, að hann er þjófur. En hegnin'g hans á að verða öðrum mönnum til við- vörunar. (c) Hegningin á aðallega að vera til þess að lækna. Hún er tilraun til þess að koma einstak- lingnum á sinn stað aftur á með- al ráðvandra borgara. (d) Hegningin hefir meiri eða minni áhrif, ekki vegna þess að hún sé svo eða svo ströng, heldur vegna þess, að hún er óumflýjan leg, hraðfara, og framkvæmd hæfilega. Eftir að hafa tekið þennan út- úrdúr, kem eg aftur að aðal um- ræðuefninu: Siðmenning og vinna Siðmenningin leitast við að afla einstaklingnum þess allra bezta sem unt er, í sambandi við og í samræmi við þarfir og heill allra annara einstaklinga. Vinna, heiðarleg vinna, er und- irstaða lífsviðurhalds manna í hvaða ríki sem er. Frum-maðurinn byrjar að vinna sem einstaklingur. Hann hugsar að eins um sjálfan sig í öllum sín- um hugsjónum og aðferðum og framkvæmdum. Á þessu stigi er maðurinn á lægsta stigi, félagi og jafnoki skynlausu skepnunnar. Hinn siðmentaði maður upp- götvar, að hann verður að vinna með öðrum, og samkvæmt því verður verk einstaklinganna sam> einað, iðnaður ríkisins. Vér getum kallað iðnað: sam- einað þrek einstaklinganna í þjóðfélaginu, sem beitt er að ó- unnum afurðum landsins, til þess að breyta þeim til hagnaðar þjóð- félaginu, með aðstoð peninga inn- stæðu. Hinir fjórir þættir iðnaðarins eru: innstæða, stjðrn, vinna og þjóðfélagið, og vér sjáum að hvað fyrir sig er sérstök mynd af því sama: krafti og þreki. Innstæða er kraftur,_samansafn- aður. Stjórn er leiðbeinandi kraft- ur. Vinna er kraftur, sem beitt er. Og þjóðfélagið er kraftur, sem er að þróast. Hinir fyrstu þrír þætt- ir framleiða, en sá síðasti er rið- inn við að safna nýjum krafti, sem notast skal í þarfir iðnaðarins aft- ur. Hinar tvær aðal eða leiðandi hugmyndir iðnaðarins eru: (1) Samvinna viðvíkjandi að- ferð og tilgangi, og (2) Gagnið, sem þjóðfélaginu er unnið með framleiðslunni. Samvinna er alveg nauðsynleg í sambandi við iðnað. Án hehnar fer alt í mola, algerlega, eins og einmitt nú á sér stað. Það er eitt af skyldum ríkisins, að sjá um, nákvæmlega, að ekkert í sambandi við iðnaðinn eða innan vébanda ríkisins sé Iátið viðgang- ast, sem kemur í bága við fu’ll- komna samvinnu og fullkomið samræmi milli hinna fjögra þátta iðnaðarins. Það er að segja, stjórnin má ekki leyfa eða líða neina refelugerð, né óvana, í sam- bandi við iðnreksturinn, né leyfi, né áhrif, né fyrirhugaðan gróða með ýmsu móti og af ýmsum; en flestir hugsandi menn hafa kom- ið sér saman um þrjár aðalorsak- ir, nefnilega: (1) Stríð, sem eyða fé og deyða menn; (2) Sællífi, þar sem menn ng konur eyða peningum sínum o!g öðrum eignum; en hafa mjög litl- ar, máske engar, inntektir, eyða eignum sínum fyrir það, sem þeir geta vel án verið, en sem “kostar ríkið mikið” — eyða heimsku- lega; og (3) Verzlun með verðbréf, þar sem verðbréfin eru annað hvort algerlega svikin eða í svo heimsku- lega háu verði, að ómögulegt er að fá það fyrir þau, sem þau eru seld fyrir frá fyrstu hendi. Þetta þrent hefir, með tíman- um þurkað út getu meiri hluta manna — að minsta kosti mjög margra manna — að kaupa. Mikil framleiðsla er ekki or- sök 'hins mikla atvinnuleysis Fólk hefir yfirleitt ekki svo mik- ið af hlutum þeim, sem iðnaður framleiðir, og ekki heldur hafa menn tapað lönguninni til þess að kaupa hlutina. Kaupmagnið er þrotið. Það er alt og sumt. Þegar þetta er brotið til mergj- ar, kemur í ljós, að allar þessar þrjár orsakir, sem hér hafa ver- ið taldar, eiga rót sína að rekja til þess sama skorts á samræmi og samvinnu í öllu því, sem tilheyrir iðnaði, innan lands og utan. Eg er hér að tala aðallega um það. sem innanlands má kalla, og það er all-ljóst, að þessi dauði í verzl- un o'g viðskiftum, er afleiðing ó- samræmis og vöntun á amvinnu milli hinna nauðsynlegu þátta iðnaðarins og viðskiftalífsins. Þessi greppa og ósamræmi í hlut- unum, er ekki ný bóla. Eitthvað líkt þessu hefir verið að koma fyrir aftur og aftur síðan iðnað- arrekstur hófst, fyrir hundrað og fimtíu árum síðan, og alt af með sömu hryggilegu afleiðingunum fyrir allar stéttir mannfélagsins. en sérstaklega þó fyrir verka- menn og bændur o'g fjölskyldur þeirra, sem er meiri hluti manna í þjóðfélaginu hvar sem er. Það væri auðvitað órétt að á- saka stjórnina fyrir atvinnuleys- ið; en það hlýtur að vera skylda stjórnarinnar, að sjá og útrýma úr iðnaði og viðskiftum manna, öllum þeim aðfreðum og ágengni, sem viðgengst og sem augljóslega kemur í bága við alla samvinnu og samræmi í verzlun og viðskift- um. í síðastliðin 25 til 30 ár hefir samvinna aukist talsvert manna á meðal, og stjórnin hefir komið í gegn ýmsum lögum, sem hafa dregið úr úlfúð þeirri, sem löngum hefir bólað á milli verkgefenda og verkþiggjenda, svo sem við- víkjandi kaupi, vinnutíma, vinnu- aðferðum, verkföllum og uppi- haldi á vinnu; en ekki man eg eftir neinu tilfelli, þar sem stjórn- in gekst fyrir slíkum umbótum. Vanaleiga hafa slík lög verið sam- þykt eftir langa og erfiða baráttu verkamanna. Það er einmitt í sambandi við slíka baráttu, að jafnaðarmaður- inn lætur til sín heyra. “Hvers- vegna,” segir jafnaðarmaðurinn, “ættum við að neyðast til að berj- ast upp á líf og dauða fyrir hverju einu, sem laga þarf? Hvers vegna kynnir stjórnin sér ekki fullkomlega ásigkomulagið og lagar það, sem aflaga fer, áður en í óefni er komið? Hvers vegna lætur stjórnin sama ófögnuðinn viðgangast svo lengi, að mörgum mannsöldrum skiftir? Til dæmis, er allur hinn mentaði heimur nú búinn að koma auga á baráttu þá, sem stafar af því hvað auðmagni alheims og hverrar þjóðar er mis- skift — sumir baða í rósum, en fleiri svelta sí og æ og sótugir, druslum klæðast. En hver af hinum mentuðu þjóðum hefir nokkurn tíma rannsakað nákvæm- lega orsakirnar á kjörum manna í hinum svo kallaða siðmentaða heimi? En einmitt þetta, sem hér er um að ræða, hefir orsakað mest af stjórnarbyltingum þeim, sem átt hafa sér stað á liðinni tíð. Þessi ófögnuður hefir framleitt sameignar hugsjónina og bylting- una í Rússlandi. Og einmitt þetta er undirrótin að flestum okkar fjárhagslegu vandræðum.” í Bandaríkjunum er þjóð, þar sem lýðveldi eða þjóðveldi virðist hafa tekið djúpar rætur. Síðan stríðið mikla geysaði, hefir þjóðin orðið einhver hin mesta iðnaðar- og verzlunarþjóð í heimi. Hún er einnig álitin hin auðugasta þjóð í heimi. En einmitt hjá þessari þjóð, þar sem lýðstjórn á sér dýpstar rætur, og þar sem auður er meiri saman kominn, en hjá nokkUrri annari þjóð, þar ber: meira á misskifting auðsins en i nokkurs annars staðar. Mikill fjöldi fólks hefir ekki nægilegt til lífsframfærslu, en um 120,000 hafa handa á milli fimta part af öllum tekjum þjóðarinnar. Hér um bil 4,500 hafa árstekjur, sem að meðaltali nema $400,000 fyrir hverja fjölskyldu. Útlitið fyrir framtíðina er enn þá skuggalegra en það, sem hér er sýnt. Þeir ríkustu hafa tvö- faldað inntektir sínar á síðustu tíu árum; allir hinir ríku hafa haldið við, en hinir fátæku hafa ekkert grætt á nokkurn hátt. Eftirtektavert er: Síðan 1927 hefir framleiðsla aukist 11%; KaUp hefir hækkað um 4%; gróði auðmanna hefir hækkað um 51%. Þessi hræðilega ósamkvæmni í líðan hinna fátæku og hinna ríku hjá þjóð, sem stendur þjóða fremst sem iðnaðarþjóð og hefir jafn- ægilegum auðmögnum fram að fyJgja, sem Bandaríkin hafa, er ógnandi bending, og ægilegur á- fellisdómur yfir ástandinu í þjóð- félagsskipun vorri, yfir fyrir- komulaginu í verzlun og við- skiftum, sem ábyggilegu þjóðfé- lagsskipulagi. Fjárhagsskýrslur Canada myndu ekki sýna eins mikla ósamkvæmni eins mikið óamræmi, eins og Band- ríkin, en skipulagið er það sama. og grundvallaratriðin þau sömu og útkoman hlýtur að verða eitt- hvað svipuð og hjá nágrönnum vorum sunnan við línuna. Þessi hræðilega misskifting á auðnum, sem fyrst og fremst or- sakast af misskifting afurða láðs og lagar og iðnaðar, er aðallega að kenna ranghverfri meðhöndlun peninga. Auðsafn, sem lagt er í vinnu- vélar á verkstæðum, yfirbugar og útilokar mannkraftinn alveg. Við vefnað getur einn maður með vélakrafti ofið eins mikið o'g 45,000 menn á dögum Arkwrights. Á amerísku verkstæði, þar sem búnar eru til sérstakar smá um- gjörðir, geta 120 menn, með nýj- ustu vélum, búið til 8,600 um- gjörðir á dag, þar sem 200 menn með lé’egum vélum áður bjuggu til 35 á dag. Enginn sanngjarn maður fyrir- dæmir vé’.akraftinn í sambandi við iðnrekstur; ef maður getur, með hjálp vélanna, gert kostnaðinn við framleiðsluna minni en ella þá er það fullkomlega í samræmi við alla heilbrigða hagfræði. En eftir því sem vélanotkun eykst ' iðnaði, eykst jöfnum höndum þörfin á því, að sjá um líf, þroska og lífsframfærslu karla og KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjó THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HEMtY AVK. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Office: 6th Floor, Bank of Hamilton Chambers. kvenna. í iðnaði, verzlun og við- skiftum er það alt af maðurinn sem er mest um vert. Það er mað- urinn, sem gefur peningunum og vélunum gildi. Án hans er hvorttveggja einskis virði. Vandræðin eru, að iðnaður verzlun og viðskifti öll í höndum. vissra manna, sem eru ábyrgðar- fullir fyrir að leiðbeina og stjórna iðnrekstri, hefir ekki enn lagað sig eftir nýja tímanum og sambandi hans við auðmagn, vélar og þarfir manna, sem skapast hafa á “véla- öld” vorri. Slíkt er bæði heimsku- legt og ómannúðlegt í mesta máta. Og þeir, sem mestu ráða — stjórnin—, hafa ekki enn áttað sig á því, hvað slík lagfæring er nauðsynleg og sjálfsögð. Getur nokkur ímyndað sér, að hagfræði, bygð á svo hræðilega óréttlátum og fölskum grundvelli, geti stað- ist til tlengdar? Eg er ekki vanur að vekja ótta að óþörfu; en hver sá maður í ’Canada, sem ekki hræðist í þessu efni, er eitthvað tæpur, bæði að viti og siðferði. “öxin er reidd að rótum trés- ins”. Og skógarhöggsmaðurinn verður enginn flóttalegur sam- eignasinni, áhangandi Karl Marx, heldur einhver þessara drengja: sem ferðaðist yfir Vimy Ridge, heilvita, og jafnvel glaður piltur, en í baráttunni við harðstjórn, hræðilegur, ósveigjanlegur og voðalegur. Hann mun sópa öllu úr vegi, sem á végi hans verður— Góðkunn yfirsetukona fœr heilsubót Kona í Alberta Notar Dodd’s Kidney Pills. Mrs. J. Monvoisifl Talar Mjög Lofsamlega Um Þetta Canada Helzta Nýrnameðal St. Llna, Alta., 5. mai (Einkaskeyti). “Pyrir eitthvaS fimtán árum datt eg og meiddist I nýrunum. Eftir þa6 fékk eg oft kvalaverki inýrun, stundum næstum óbærilega. Eg fór aC reyna Dodd’s Kidney Pills og verkirnir létu altaf undan þeim eftir einn eða tvo daga.” Pessi vitnisburður kemur frá Mrs. J. Monvpisin, sem hér er gððkunn yfirsetukona. Hversu vel Dood’s Kidney Pills reyn- ast má sjá af þvi hve margir hafa þær ávalt við hendina. pað er vegna þess að fðlki hefir skilist, að vegurinn til að halda nýrunum í gððu lagl, er að nota þær strax þegar eitthvað gengur að nýrunum. Dood’s Kidney Pills hafa bein áhrif á nýrun. Með því að styrkja þau og halda þeim I lagi, geta þau hreinsað öll óholl efni úr blóðinu. ekki láta stein yfir steini standa. Næst mun eg minnast á annan kost í þessum efnum. J. E. Það er miðdagsverðartími í her- mannaskálanum. “Nokkrar aðfinslur?” hrópaði matreiðslumaðurinn. “Kjötsúpan er eitthvað skrítin,” svaraði einn mannanna. “Skrítin,” át matreiðslumaður- inn eftir. “Ef svo er, ættir þú að hlæja að henni.” INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man....................B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota.................B. S. Thorvaldson Arborg, Man....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man............................J. K. Kárdal Baldur, Man.......................................O. Anderson Bantry, N. Dakota...............Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..............Thorgeir Símonarson Belmont, Man..........................O. Anderson Blaine, Wash..................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask.................. S. Loptson Brown, Man..............................J. S. Gillis .Cavalier, N. Dak®ta.............B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask......................S. Loptson Cypress River, Man..............F. S. Frederickson Edinburg, N. Dakota.............Jónas S- Bergmann Elfros, Sask.................Goodmundson, Mrs. J. H. Foam Lake, Sask.................GuSmundur Johnson Garðar, N. Dakota...............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask............................C. Paulson Geysir, Man....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man..........................F. O. Lyngdal Glenboro, Man...................F. S. Fredrickson Hallson, N. Dakota..............Col. Paul Johnson Hayland, Man...................................Kr. Pjetursson Hecla, Man..................................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota....................John Norman Hnausa, Man..........................J- K. Kárdal Hove, Man...........................A. J. Skagfeld Húsavik, Man..........................G. Sölvason Ivanhoe, Minn............................B. Jones Kristnes, Sask................................Gunnar Laxdal Langruth, Man....................John Valdimarson Leslie, Sask..........................Jón Ólafson Lundar, Man...........................S. Einarson Lögberg, Sask.........................S. Loptson Markerville, Alta....................O. Sigurdson Minneota, Minn............................B. Jones Mountain, N. Dakota..............Col. Paul Johnson Mozart, Sask...l.........'............Jens Eliason Narrows, Man....................... Kr. Pjetursson Nes, Man..............................J. K. Kárdal Oak Point, Man......................A. J. Skagfeld Oakview, Man................................Ólafur Thorlacius Otto, Man.............................S. Einarson Pembina, N. Dakota..................G. V. Leifur Point Roberts, Wash..................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.......................O. Sigurdson Reykjavík, Man.......................Árni Paulson kiverton, Man.........................G. Sölvason Séattle, Wash........................J. J. Middal Selkirk, Man...............................Klemens Jónasson Siglunes, Man..................................Kr. Pietursson Silver Bay, Man.................Ólafur Thorlacius Svold, N. Dakota................B. S. Thorvardson Swan River, Man........................A. J. Vopni Tantallon, Sask.....................J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota........,......Einar J. Breiðfjörð Vancouver, B.C................... Mrs. A. Harvey Víðir, Man.................................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man...............................Guðmundur Jónsson Westbourne, Man..................Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man..................G. Sölvason Winnipegosis, Man.........................Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask..................Gunnar Johannsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.