Lögberg - 05.05.1932, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.05.1932, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FImiUDAGINN 5. MAÍ 1932. Bla. 3. SÓLSKIN Sérstsök deild í blaðtnu Fyrir börn og unglinga Dísa gamla Eftir Sig. Júl. Jóhannesson. (Frh.) ' ------ Eg fylgdi Bjarna litla til prestsins. Hann var hálf einurðarlaus fyrsta kastið; en það var samt ekki lengi. Eg var eina nótt hjá prestinum og fór svo heim daginn eftir. Bjarni litli fylgdi mér út í túnjaðarinn og þar kvaddi eg hann. Eg áminti hann um það, að vera nú duglegur að læra og um- fram alt að vera góður og siðsamur piltur. Hann lofaði mér því. “Eg skal skrifa þér, mamma mín,” sagði hann, “þegar eg er byrjaður að læra, til þess að láta þig vita, hvemig mér gengur.” Svo kysti eg blessaðan drenginn minn og fór heim. — Mánuði síðar fékk eg bréf, sem hljóðaði þannig: “Hvammi, 2. nóvember 18— Elsku bezta mamma mín! Eg lofaði að skrifa þér og láta þig vita, hvernig mér gengi að læra, og eg má ekki svíkjast um það. Eg er byrjaður á latn- esku málfræðinni og þykir fjarska 'gaman að henni. Presturinn segir að eg muni verða fljótur að læra. Það er hjá honum annar drengur, sem er líka að læra undir skóla, og við keppum alla daga hvor við annan; það er hann Árni, sonur sýslumannsins; liann er á seytjánda árinu. Það væri gaman að geta orðið fyrir ofan hann í vor við prófið; eg ætla að reyna það. Heldurðu ekki að þér þætti vænt um, ef eg gæti það, mamma mín? Hérna eru allir ósköp góðir við mig, og mér leiðist ekkert. Bömin prestsins eru ósköp skemtileg, og eg fæ alt af leika mér við þau á hverjum degi. Eg vona, að þér leiðist ekki, góða mamma, þó eg sé farinn. Eg á líka að fá að finna þig um jólin, og eg hlakka til þess. Presturinn biður' að heilsa þér og eg bið að heilsa honum Munda litla í Norðurkoti og henni Siggu á Brekku, og segðu þeim, að eg hafi lært svo fjarska marga leiki af prestsbömunum, að þeim muni þykja gam- an, þegar eg finn þau næst. Vertu alt af blessuð og sæl, elsku mamma •mín, og líði þér sem bezt, Þess óskar þinn Baddi.” Mér þótti vænt um þetta bréf og eg las það mörgum sinnum. Nú leið veturinn. Bjami kom heim um jólin og var hinn kát- asti. Börnin í nágrenninu fögnuðu honum eins og bezta broður sinum og hann var mér til hinnar mestu ánægju. — Þegar kom fram í maímánuð, var farið að búa hann til suð- urferðar; presturinn fór suður með honum; honum gekk ágætlega við prófið og hann kom aftur sigrihrósandi; hann varð fyrir ofan Árna, son sýslumannsins — langt fyr- ir ofan hann. Nú var Bjarni heima hjá mér um sumar- ið. En um haustið bjóst hann í skóla ásamt öðrum piltum. Eg fylgdi honum af stað, og þegar eg kvaddi hann, þá bað eg hann þess lengstra orða4 að muna vel eftir henni mömmu sinni heima; hafa það liugfast, hversu innilega það mundi geðja hana, ef honum gengi vel og hann yrði virtur og elskaður í skólanum, bæði af stallbræðrum sínum fog kennurun- um, og hversu gleðileg tilhugsun það væri fyrir hana, ef hann yrði mikill og góður maður og ástúðlegur sonur, sem hún gæti lifað hjá þegar hún væri orðin gömul, og loksins hversu það mundi hryggja hana, ef einhverjum slörkurum tækist að leiða hann út í svall og gjálífi, svo að allar fögru von- irnar, sem hún hefði gert sér um hann, yrðu að engu. Það er víst, að Bjarni hafði þann einlæga ásetning að muna eftir orðum mínum, og þótt hann hlakkaði mikið til þess að fara í skólann, þá kvaddi hann mig samt grátancti; það var eins og honum þætti fyrir að skilja við leiksystkini sín, við gamla bæinn hrör- lega, þar sem hann hafði fæðst og lifað í fjórtán ár; skilja við alt, sem hann þekti, alt sem hann elskaði í barnslegu sakleysi. Það taka allir menn nærri sér að skilja við þær stöðvar þar sem þeir hafa alist upp; þeir kveðja þá með söknuði, hvern mann, sem þeir hafa þekt, hverja skepnu, hverja hæð, hverja laut, hvern stein, hvert strá, yfir höfuð alt, sem hægt er að nefna. Méir fanst jafnvel, að honum þætti sárt að skilja við hann Hrekkja-Finn í Norðurbæn um, sem þó kafði alt af verið svo vondur við hann; hann klappaði lionum grimma hvutta, sem hann þó aldrei liafði getað litið réttu auga síðan liann beit hana litlu kisu. Hann leit hýrlega til gamla kattarins, sem einu sinni hafði þó drepið hænuunga svo hann horfði á og grét yfir því heila kvöldvöku; þá vildi hann endilega láta hengja ótætis. köttinn, svo hann dræpi ekki fleiri hænu- unga, en nú var honum ekkkert illa við hann lengur. Honum þótti vænt um hana For-' ystu-Flekku, sem liafði þó svo oft venð o- þekk við hann. Það var eins og honum þætti vænt um alt, eins og hann elskaði alt, sem hann var nú að kveðja. Þegar Bjarni litli var farinn, settist eg úti við glugga í gömlu, lirörlegu haðstof- unni minni og horfði út um hann. Kveld- sólin var að hverfa á bak við fjallsbrunma, oí gullnir geislar léku á vatnsfletinum fvnr neðan bæinn. Móða var á glugganum og hann “grét”. Þú veizt lxvað það er, þegai S e*um að gfaupr Það ve.t alt af á gott veður, segir gamla tolkiö. Mér duttu í hug tvær vísur, sem eg hafði heyrt, þegar eg var ung, og eg for osjalfiatt að raula þær í hálfum hljóðum: “Hví eriu’ að gráta, glugginn minn? hvað getur angrað þig? Þú átt að kætast, kjáninn þinn, því káta sérðu mig.” “ Já, glöð þú sýnist, satt er það, og sælli virðist fár, en samt þér gengur eitthvað að þú áðan feldir tár. ” Eo- raulaði seinni vísuna í sífellu. Eg var alt af hugsa um hann Bjarna minn og brjota heilann um það, hvað steinmnn ætti að þvða; mér fanst eg vera viss um, að bann þvddi eitthvað, þó eg reyndi að telja sjalfri mér trú um, aS þaS væri vitleyaa - allir draumar vœru vitleysa. Svo le.ddist mer líka, þégar Bjarni var fannn. Þegar klukkan var orðin tólf fyrsta kveld- ið, fór eg að hátta og sofa — og mig drevmdi margt þá nótt. Um morguninn, þegar eg vaknaði, var þykt loft og rigning. Mér dauðleiddist; það var eins og öllu öðru leiddist lika, bæði lif^ andi og dauðu; það var ekkert óeðlilegt, þó deyfð hvíldi yfir öllu á Hóli, þegar Baddi var farinn, því hann hafði verið þar lífið og sálin í öllu, og allir söknuðu hans. Börnin í nágrenninu léku sér ekkert þenn- an dag; það var auðséð, að þau vantaði eitt- hvað. Kötturinn lá í rúminu mínu eins og hann var vanur, en hann kunni ekki við sig. Hann stóð upp öðru hvoru, teygði sig eins og hann gat og geispaði, stökk niður á gólf og svo upp í rúmið aftur. Þesisi dagur leið án nokkurra sérstakra vúðburða; en ósköp fanst mér hann langur; og svo leið hver dagur á fætur öðrum. Böm in í nágrenninu komu á hverjum degi til þess að spyrja, hvort ekki hefði enn þá kom- ið bréf frá Bjama; þau komu löngu áður en von var á nokkrum pósti, og löngu áður en nokkur ferð var, að sunnan. Bömin eru alt- af svo bráðlát. — Svo kom loksins póstur- inn, þá hlupu þau öll í póstafgreiðslustöðina til þess að spyrja eftir bréfi til hennar Þór- dísar á Hóli. “Lofið þið mér að spyrja eftir bréfinu!” sagði Sigga litla, í Norðurkotinu. “Nei,” sagði Gvendur á Tóftum. “Eg værð að fá að spyrja eftir því!” “Nei, nei!” sagði Jón á Hala. “Eg geri það! Þið fáið það ekki; þið skuluð ekki fá það!” “Eg spyr eftir því, livað sem þið segið,” sagði Árni á Bakka. “Eg er langfljótastur að lilaupa, og verð þess vegna fyrstur á póstafgreiðslustofuna. Eigum við bara að reyna okkur?” Svo lilupu þau öll af stað eins og fætur toguðu. Árni á Bakka var fljótastur, en Sigga í Norðurkotinu seinust — lang sein- ust. Þegar drengirnir komu að póstafgreiðslu- stofunni, gengu þeir upp og niður af mæði. “Aha! ólió! Aha!” Nú tók ekki betra við. Það var svo þröngt í dýrunum, að þeir komust ekki inn. Þeir urðu að bíða lengi. Svo litu þeir aftur og sáu hvar Sigga kom á eftir. “Nei, sko stelpuna!” sagði Gvendur; “sú er fljót á fæti, eða hitt þó heldur! ætli við verðum ekki fvrir nokkru búnir að ná bréfinu, þegar hún kemst inn!” (Frh.) Guðrún Guðmundsson Undir nafni manns hennar. I. Ef heyrirðu bænir þíns blinda vinar þöglar stíga frá þungu brjósti, mun hugur þinn enn mig örmum vefja, með ástúð sömu og í æsku forðum. Erfið varð mér æfi á ýmsa lund. Höfugir harmar heim mig sóttu. Og enn stend eg eftir með opið sár ellimóður á æfikvöldi. “Þá vill hugur harma telja”, er ljós öll slokkna, þó líf vari. Sjá má eg ei dagsljós, en sárara er þó, að sál mín dvelur í sorgar myrkri. Alfaðir! nú er eg albúinn veröld að kveðja í vertíðar lok. Þrái eg ástvini, er eg hefi mista, sonu fjóra og þig, sofnaða fljóð. Leyf mér, drottinn, að líta aftur alskygnum aulgum ástvini mína. Þá ve'rð eg ungur í annað sinn og myrkri gleymi í mannheimi. II. Undir nafni barna hennar. í heimi er eitt, sem aldrei brást, hin allíknandi móðurást, því lífið ekkert eins bjart á og aldrei hennar líka sá. Ó, elsku móðir! ástin þín á okkar sál í framtíð skín. Og guð einn veit hvað góð hún er, við gleyma aldrei munum þér. Nú húsið er svo hljótt og kalt, því heimilið þú vermdir alt, og gladdir alla og 'græddir sár og guði vígðir daga’ og ár.. Nú ertu’ að fara alfarin og alla’ að kveðja í hinzta sinn. Og þúsundfalda þökk og ást tak þú, sem aldrei neinum brást. J. S. frá Kaldbak. “Jafnvel þettalíðurhjá” Einhvern tíma í fornöld lét Austurlanda konungur grafa þessi orð á hringinn sinn. Aldir hafa liðið síðan og ein kynslóð komið eftir aðra. Friður kemur á eftir ófriði og góðæri eftir harðæri.1 Svo hefr það ávalt verð. Núverandi kynslóð hefir lifað gegn um hið stórkostlegasta stríð.j sem átt hefir sér stað, og nú á hún við óskaplega fjárhags örðugleika að stríða. Ef þeir héldu alt af á- fram, þá gæti maður sagt, að sag- an væri hætt að endurtaka sig. En þessi kreppa líður líka hjá, eins og aðrar fjárkreppur hafa áður gert. Vestur-Canada hefir áður átt við erfiðleika að stríða, og komist yfir þá. Svo mun verða enn. Fólk er farið hafa meiri skiln ing á innkaupum, heldur en það hafði áður. Þegar erfiðleikarnir byrjuðu, reyndi fólk að spara með því að kaupa ódýran mat. Nú er það farið að skilja betur, hvað það þýðir. Það er farið að koma í ljós, að konur, sem fyrir nokkrum mánuð- um keyptu ódýrt hveitimjöl, eru nú orðnar þreyttar á þesu þung.i og bragðlausa brauði. Þær hafa fundið annan veg til að spara án þess að hætta heilsu sinni, eða sinna. Robin Hood hveitimyln- urnar, sem hevtimylnur hefir Moose Jaw, Calgary" o'g Saska- toon, segir að nú sé meiri sala fyrir sitt vel þekta Robin Hood hveitimjöl. Samkvæmt stjórnarskýrslum, hefir verið sýnt fram á, að verð-j munurinn á bezta hveiti og öðru.j sem lélegt er, er að eins 1 cent ái dag fyrir fjölskyldu, sem hefir(því þær finna, að það borgar sig fjóra meðlimi. Konur, sem áðui-jbetur. Þær vita, að það réttist úr keyptu þetta ódýra mjöl, eru nú þessari kreppu, eins og öllum fyrri aftur farnar að kaupa það betrajkreppum. Rafkæliskápur sparar peninga með þvl að fyrirbyggja úrgang. Hann verndar jafnframt heilsu fjölskyldu yðar gagnvart skemdri fæðu. KomiS i sýningarstofur hjá Hydro og skoSiS þessa kœliskápa, eSa simiS 848 134, og mun um- boSsmaSur vor pá heimsœkja ySur. VÆGIR BORGUNARSKILMÁLAR Myndin að ofan sýnir hinn nýja GENERAL RI.ECTRIC KÆLIÖKAP Gftxj of Wömfpeg ' iHectrfcr PROFESSIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Oraham og Kennedy St». Phone: 21 834 Offlce tlmar: HeimiU 776 VXCTOR ST. Phono: 27 122 Winnipeg, Manitoba Dr. L. A. Sigurdson 216-220 Medical Arta Bldg. Phone 21 834. Office tímar 2—4 Heimili: 104 Home St. Phone: 72 409 H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœdingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Are. P.O. Box 1656 PHONBS: 26 84» og 26 14« DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Oraham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Offlce tlmar: HeimlU: 764 VICTOR ST Phone: 37 186 Winnlpeg, Manltoba Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TBUST BUILDINQ Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE: 26 645 WINNIPEG W. J. LlMDAL og BJÖRN STEFaNSSON islenxhir lögfrœSingar á öðru gölfl 325 MAIN STREET T&lslml: 24 963 p.f. elnnlg ekrlfetofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta fyreta mið- vlkudag I hverjum mAnuðL DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal ArU Bldg. Cor. Graham og Kennedy SU. Phone: 21 834 Oíflce timar: 3— Helmlll: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 22 296 Heimllis 46 054 j. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœSingur Skrifst.: 411 PARIS BLDO. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical ArU Bldg. Cor. Graham og Kennedy SU. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka ■júkdöma.—Er að hltta kL 10—13 f. h. og 2—6 e. h. HeimiU: 373 RIVER AVB. Talslmi: 42 6»1 DR. A. V. JOHNSON Islenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Stmi: 23 742 HelmllU: 33 838 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaSur 606 Electric Railway Chambers Winnlpeg. Canada Siml 23 082 Helma: 71 T»l Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21213—21144 Hetmlli: 403 675 Winnipeg. Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Ukkistur og annaat um út- farlr. Allar útbúnaður sá. beat) Ennfremur selur hann allakonar mlnnUvarða og legateina Skrifatofu talalml: 86 607 HeimlUs talatml: 68 801 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœSingur Skrifstofa: 703 CONFEDERATON LIFS BUILDING Main St. gegnt Clty Hall Phone 24 587 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar aérataklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hltta frk kl. 10—12 f. h. og 8—6 e. h. Offlce Phone: 22 296 HeimiU: 806 VICTOR ST. Sími: 28180 A. C! JOHNSON 907 Confederatlon Llfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að aér að ftvarta aparifé fölks. Selur eldaflbyrgð og blf- relða ébyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað aamstundla. Skrifstofua.: 24 263—Heimaa.: 33 318 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfræSingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Phone 24 206 Oííice Phone 89 991 Dr. S. J.JOHANNESSON atundar lmkningar og yfiraetur Til viðtaia kL 11 f. h. U1 4 a. h. og frá. kl. *—8 að kveldinu 533 8HERBURN ST. SlMI: 30 377 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir »1 FURBY 8T. Phone: 31137 Viðtalstimi klukkan 8 til 9 að morgninum J. J. SWANSON & CO. LIMITID 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Faatelgnaaalar. Lelgja húa. Út- vega penlngalán og eidaáhyrgð af öllu tagi. Phone: 26 84»

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.