Lögberg - 05.05.1932, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.05.1932, Blaðsíða 2
eu. 2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 5. MAl 1932. Austur á Hvalsbak Eftir Bjarna Sæmundsson. Á SKALLAGRÍMI. “Austankaldinn á oss blés.” Klingelinjfeling! Það var fónn- inn, sem hringdi kl. 7 að kvöldi 2. maí 1930. “1505”, sa'gði eg, um: vörðinn. Stýrishúsið var opið, en leið og eg lagði hlustina við og aðgangurinn að skipstjóraherber'g- heyrði hin hreimþýðu og djúpu inu (“brúnni”)i lokaður, og lét eg rodd Guðmundar skipstjóra. “Við því fyrir berast í stýrishúsinu og skortur á vélhúsþakinu og fót- brotnaði, svo hann varð að hverfa heim aftur og var því ekki með í þessari ferð, og saknaði eg þar vinar í stað. Það var gamli Gísli. Það var heldur dauf aðkoma þarna, ekki nokkra lifandi hræðu að sjá eða heyra á skipinu nema vindur og hæpið, að sólin mundi sjást koma upp. Kaus eg því að leggja mig, en “Ska'lli” rann lið- ugt út flóann, “góður á lensin” og átti fyrir sér að “lensa” betur áður lyki. Mun eg hafa sofnað á Bollasviði, og vaknaði ekki fyr en kl. 7, er við vorum við Reykjanes og Grindavíkursjórinn blasti við fram undan, hálfúfinn, eins og hann er vanur að vera í “austan- landsynningi”, þ. e. þegar vindur- förum líðandi miðnættinu”, sagði var þar gott að vera, því stýris- inn stendur með landinu frá Eyj- hann, “og verði eg ekki kominnj vélin hafði fengið svo ríkulegan veiztu hvar þú átt að halla þér að.” “Aíright, ekki skal standa á mér,” sagði eg og klukkan 11% var eg kominn í bil með alt mitt hafurtask og fylgdarlið, og eftir að hafa slagað í ýmsar áttir í 2 mínútur, vorum við komin niður á litlu bryggjuna, þar sem “Skalli” lá með ‘'dampinn uppi”, ferðbú- intt austur á Hvalsbak, en svo nefna togaramenn nú vanalega öll hin víðáttumiklu djúpmið togar- anna fyrir austan “Austurhorn”» Var “Skalli” heldur skuggalegur þar sem hann lá þarna í rökkr- inu, ljóslaus með öllu, en margs- konar dót til fararinnar um skip- ið. En sú var bót í máli, að það stóð svo vel á sjó, að bátadekks- brúnin var nákvæmlega jafnhá bryggjubrúninni, svo að bíllinn hefði getað ekið með mig út á skipið, ef piáss hefði verið þar fyrir hann. Þurfti því ekki neina sérstaka fimi, eða stofna sér i neinn háska við að komast um borð, sem hvorttveggja getur ver- ið nauðsynlegt, þegar blásandi stórstraumsfjara er og skipið er sokkið niður fyrir allar hellur. Dótinu var skotið yfir á skipið; eg kvaddi fylgdarliðið og sté -há- tíðlega yfir hyldýpið milli skips og bryggju, yfir í “Skallagrím” og gat ekki búist við að stíga á fasta grund fyrri en eftir 11—12 daga, en það var nú engin eilífð. Það var sem sagt skuggsýnt um borð og aill-ógreiðfær leið “yfir fjallið”, þ. e. af bátadekkinu, eft- ir þakinu á vélhúsinu, fram hjá reykháfnum og öskurennunni og upp á brúnina; en það var bót í máli, að eg var nauðakunnugur leiðinni og auk þess alinn upp í Grindavíkurhraununum, hafði svo að segja lært að ganga í þeim og yl í kroppinn, að hún var vel af- lögufær og bætti mér þannig upp ónæðið, er hún hafði stundum áð- ur bakað mér, með skvaldri sínu og háreysti á nóttunni. Það er svo sem ekkert “spenn- andi” niðri við höfnina á þessum um á Reykjanes, en það -var ein- mitt beint í nefið á “Skalla”, sem öslaði á móti austansjó og 6 stiga gusti og fékk sér nú ærlegt þrifa- bað, eftir dvölina í höfn, þar sem kolaryk, aska frá eldunum, lýsi og úrsalt úr fiskinum leggjast á eitt. til að gera togarann, sem kemur tima dagsins, eða næturinnar öllu þveginn og snyrtilegur af veiðum. heldur, við afskekta bryggju á ag einhverju endemi, sem hvergi mannlausum og ljóslausum “fiski- dalli”, í skugga af bryggju, sem sjálf er dauflega lýst af raf- magni höfuðstaðarins. 12. tíminn var því lengi að líða og ekkert bar fyrir augun, sem vakti athygli nema 2—3 mannhræður, sem komu niður á bryggjuna og hurfu aft- ur jafnharðan; áttu auðsjáanlega lítið erindi og ekkert á “Skalla- grím”. Loks sló bæjarklukkan tólf, og úr því fór fólkið að tínast að, meðal annars brytinn, en það var ekki vor góði gamli Hilli, held- ur einhver nýr náungi, sem eg þekti alls ekki. Hann opnaði að vísu fyrir mér hið allra helgasta en þá vantaði ljós. Ljósastraum- urinn var ekki kominn á, og Jónas eða aðrir vélamenn ókomnir. Bryt- inn gat grafið upp eldspýtur ein- hvers staðar aftur í og fékk eg þá Ijós, nægilegt til þess að fara að koma mér fyrir í rúmi skip- stjórans. Samt fór eg ekki “til köjs”, því að eg vildi gjarna vera uppi, þegar farið yrði af stað. Skipsmenn drifu nú sem óðast að labbandi með sína svörtu “synda- poka á öxlunum, eða sumir — burgeisarnir og hinir flottari, í bílum og fór nú að lifna við og birta af iljósum. Um eittleytið kom “Manden for det Hele”, skip stjórinn, en hann var ekki hinn síð- asti um borð, og klukkan var orð- in nærri tvö, þegar hann skipaði þeim að leysa landfestar. Smám er komandi nærri. Þegar komið það segir ekki svo lítið, ef um ó-l saman virtist bryggjan fara af greiðfærar leiðir er að ræða. Eg náði í skipsvörðinn, sem hjálpaði mér með dót mitt, og lagði svo á “fjallið”, og gekk ferð- in slysalaust. Eg segi það ekki til þess að stæra mig, heldur af því, að við næstu burtför skips- ins á undan, hafði einn af hinum vönustu hásetum farið sömu leið, þegar eins stóð á, en orðið fóta- stað — aftur á bak — og á næsta augnabliki rann “Skalli” út hafn armynnið og hin sofandi höfuð- borg f jarlægðist oss meir og meir, eða við hana. Það var nú komin afturelding og var það ætlan mín að doka við uppi til þess að sjá sólaruppkom- una um fjögurleytið, en nenti því svo ekki, enda var napur austan- Þegar þér þarfniát iiiiflffliiaBiniiraiiinfflniiinimnHiiHiiiffliiinniiniRiiiiiiiiiHiHiiiinnmiimiimHiiiiHrainiflnnniiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiniiiiHiiimHmiiiiHininmitiniiiiniiiiHinmniitJiimniiniiniiiiiiiiiiiiiniiiimimii PRENTUNAR ■iiiiiifliiiM )á lítið inn eða skrifið til iiiffliiiiifflRi(iiiiiifflii!iiiKiiHniiiiiiiiiiniiiiHiiniiiiiiiiiiiiiiniiiiii!!ir One Columbia Press Limited iiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiii sem mun fullnægja þörfum yðar var austur úr Grindavíkursjónum, hafði ágjöfin skolað hann hreinan og flekklaus- an og gert laugardaginn að sönn- um laugardegi fyrir skipið og spar- að skipshöfninni mikla fyrirhðfn. — Fórum við um innanverðan “Bankahn” um hádegisbil og var þar nú ekkert að sjá, nema fáein- ar færeyskar eftirlegukindur (þ. e. kúttarar)i, er voru að hirða rök- in eftir hina miklu hirðingu und- anfarna daga. Skipstjóri var að hugsa um að athuga "Hraunið”, en hætti við og var því haldið rak- leiðis austur milli Eyja, milli Stórhöfða og Suðureyjar, og vor- um við þar um þrjúleytið. Mér hafði ekki liðið sem bezt um daginn, "Skalli” var órólegur og ‘trópiskur’ hiti (25—30 gr.) í “brúnni” og gaf það alt velgju; tók eg þann sjómannlega kost, að hai’.da mér í bólinu fyrst um sinn. Nýr og óþektur bryti færði mér morgunmatinn óumbeðið á sæng- ina. Hilarius hefði aldrei gert svo lítið úr mér, en hann var nú í landi; hann hefði komið niður og sagt með sinni vanalegu kurteisi: Gerið þér svo vel, það er “frúkost- ur” og eg hefði farið aftur í og etið hann, þ. e. frúkostinn, líklega með sæmilegri lyst. Eg át matinn með herkjum og lítilli lýst, en hélt honum niðri, og eins fór um mið- dagsmatinn; en svo 'lét eg ekki bera mér fleiri máltíðir, því nú fór eg að hressast og um nónbil var e'g orðinn heill heilsu — og sýnir það, að bezta ráðið við sjó veiki er að éta, eins og ekkert sé um a vera og fara svo á fætur. Annars þurft eg ekki að fyrir- verða mig svo mjög, þó eg léti færa mér þessar tvær máltíðir í “kojuna”, því að mér var sagt, að selt hefði verið upp um daginn fram í, en aldrei fékk eg að vita hverjir það voru; það hafa víst verið einhverjir blessaðir “busar” á sjónum, en enginn af þeim góðu gömlu “Sköllungum”. Þegar kom austur að Eyjum, fór að lygna og sjór að lagast. Við fórum svo nærri Stórhöfða, að vitinn hvarf um hríð bak við höfðabrúnina. Seinna um sumar- ið ók eg í bíl upp í vitann, sem er syðust allra íslenzkra vita, aðeins sunnar en Dyrhólavitinn. Er úr honum hið bezta útsýni í allar áttir, og bílvegur liggur nú upp á höfðann, svo að auðvelt er að komast upp að vitanum, en æði bratt fyrir bílinn á köflum og all- skamt út á bergsbrúnina sum- staðar, fanst mér, en Gís'la Lár- ussyni varla. Við Vestmannaeyjar var nú lítið um að vera, fáir eða engir bátar á sjó, enda farið að líða að vetrar- vertíðarlokum. Fáeinir útlendir togarar voru fyrir vestan eyjarn- ar, eitthvað um 10 í vestanverðum Mýrdalssjó og álíka margir út af Hjörleifshöfða. Flestir voru þeir þýzkir og enskir. Fá þeir töluverð- an afla hér á vorin eftir vertíðar- lokin, einkum ýsu og þá sennilega nýgotna og grindhoraða, ef um stórýsu er að ræða. Austur með söndunum gerðist ekkert merkilegt, fremur en á hverju strandferðaskipi, sömu fuglana (fýl, skúm, súlu og svart- fugl) að sjá og vanalega, en fátt af öllum. Eg fór að sofa undan Kúðaósi og vaknaði ekki fyr en næsta morgun um sjö-leytið, er við vorum við Ingólfshöfða. Við höfðum á 18 klst. farið fram hjá þrem höfðum, sem þegar eru nefndir, Stórhöfða, H'jörleifs- höfða og Ingólfshöfða. Nafnið höfði er dregið af höfuð (sbr. Er Þér Ilt í Nýrunum? J>að er undravert hve fljðtt og vel Nuga-Tone læknar nýrnaveiki og blöðrusjúkdóma og eyðir þessum þreyt- andi bakverk, Bftir það er ekki nætur- friðinym raskað og þú ferð á fætur á morgnana heilbrigður og glaður. Nuga-Tone hefir þessi gððu áhrif, vegna þess að það hreinsar úr líkam- o, , , . r. ianum Þau óhollu efni, sem sjúkleikan- Skovshoved a Sjalandl, Rlxhoft(um, valda og styrkir nýrun svo þau í V.-Preussen, Dunnet Head a seti unnið sitt verk betur- Par að auki C1, .i nA- r. u ' - K 1 er Nu&a-T°ne heilsugjafi, sem styrkir Skofclandl, Capo, Cabo 1 romónskujöll líffærin, læknar hægðaleysi, eyðir málunum Og Caput á latínu). Af,8^* 1 maganum og innýflunum, læknar u v , , höfuðverð og svima og kemur í veg þessum þrem hofðum svarar Stor-1 fyrir að maður megrist og verði veik^ höfði bezt til merkingarinnar í burða> Sem hlýtur að verða ef maginn orðinu; hann hefur sig upp einsj NuBa-Tone er að tt hjá öiium lyf- Og kúpt fell eða fjall suður Úr sölum. Ef þinn lyfsali hefir það ekki Heimaey, tengdur við hana með heJidsJiuhúsinu.1'1' han" útveffað það fr?l lágu eiði, en skagar annars út í sjóinn, !grasi gróinn að ofan, með afsleppum brúnum og standberg neðanundir, álútur að sjá frá h'lið, rétt eins og þar væri hausinn á “hólmabaki’, sem ætlaði að fara að stinga sér, en eyjan að öðru leyti væri kroppurinn sem veifaði sporðinum — Heimakletti og Yztakletti — í kveðju skyni. Hjörleifshöfðinn stendur, sem kunnugt er, á neðanverðum Mýr- dalssandi, hár og hxúúkóttur að ofan, eins og hvert annað fjall, en við nánari athugun sést, að hann er hömrum girtur á allar hliðar, svo varla er fært upp að bænum. sem stendur uppi í höfðanum vestanverðum, nema á einum stað. — Hann hefir í fyrndinni verið eyja, líkt og Dyrhólaey o!g Péturs- ey úti í Mýrdalnum, umkringdur af sjó á allar hliðar og nokkrir drangar í kring um hann. En nú er sjávarflöturinn orðinn sand- flötur og úthafsaldan, sem áður hamaðist á höfðanum, verður nú að brotna langt úti, á flatri sand- strönd, sem ávalt er að færast lengra og lengra út, fyrir atbeina Kötlu o!g jökulvatnanna, sem falla þar til sj^var, síðast og ekki sízt við gosið 18. október 1918, þegar Kötlutangi varð til á örfáum klukkustundum og ströndin færð- ist 1% km. út, svo að nú eru tvær sjómílur frá sjó upp að höfðanum og sjávarniðurinn heyrist að eins í fjarska. Líkt hefir farið fyrir Víkurhömrum og Höfðabrekku- fjalli, sem sjórinn hefir áður gengið upp að, eru nú skilin frá honum með allbreiðum sandi. Nú er það að eins fuglinn — fýllinn — sem suðar í þessum fornu sjáv- arbjörgum. Ingólfshöfði er ekkert höfðalelg- ur á marflatur að ofan, líkt og utan- vert Langanes, en standberg alt i kring, nema hvað sandbrekka er upp að honum vestanverðum, frá sandinum, svo að þar má komast upp og gæta vitans, en annars er hann umflotinn af sjó að sunnan og austan, en afar breiðum vatna- vaðli að norðan. Seitlast þessi vaðall eins og gljá yfir marflata og lálga sanda, sem skilja höfð- ann frá Öræfabygðinni, og eru fjórar sjómílur á milli; lítur hann út eins og marflöt sæbrött eyja séður úr svo mikilli fjarlægð, að vatnar yfir sandana og er hann ekki hár í loftinu þegar “snæfjalla konungurinn” öræfa-ás, rís í allri sinni tröllslegu tign á bak við hann. Nú var þoka í lofti, svo að ekki sá til fjalla. Við sigldum sem leið liggur austur Mýrabu'ginn og voru um hádegi út af Hornafirði, og gerðist ekkert sögulegt, nema að við mættum tólf kríum, sem voru að koma af hafi. Voru þær nokkuð fljótar í tíðinni, því að við Faxaflóa er það sagt, að krían komi ekki fyr en um krossmessu (14. maí, en nú var að eins 4.) og virðist reynslan sýna, að það skakki ekki miklu. Kl. 1% vorum við komnir á fiski- slóð á Papagrunni, á 70 faðma dýpi, 12—15 sjómílur út af Eystra- Horni (Stokksnesi). Þar er mið sem Guðmundur skipstjóri hefir lengi fiskað á, öðrum fremur; hefi eg því með hans samþykki leyft mér að skira það “Gvendar- mið’” — (Frá þessu o'g hinum fiskifræðilega árangri, þessarar ferðar hefi eg greint í. skýrslu minni í Andvara LVI. bls. 48-110, en í pistlum í Verði 1925 og 1926 frá fyrri dvöl minni á þessum slóðum.—Höf.) Var ekki beðið boðanna: vörp- unni var kastað óðara komin upp aftur eftir eina klst.. en afli Iítill. Var svo togað, það sem eftir var dagsins til og frá þar í grendinni og út í Lónsdjúp- ið, innan um fimm enska togara, en með því að aflinn var tregur, 1—3 pokar af blönduðum fiski, var ekki lefeið lengi yfir því, en farið eftir miðnætti út í Hvalbaks- hallann og komum við þangað kl. 4. Vorum við þar svo næsfu daga, ýmist á 120—150 fðm., eða uppi á brún Breiðdalsgrunnsins, og inni á því, 80—90 fðm., þangað til við urðum að leita í landvar á Papa- grunni, undan NA-stormi, 9. maí En þaðan fórum við aftur undir eins og lygndi, því að þar var fátt um fisk. Fórum við svo aft- ur út í hallann og komumst að lokum austur í Litla-Djúp, sem er við A-horn Breiðdalsgrunnsins, og toguðum þar á 110—140 fðm. Uppi á 'grunninum var aflinn lítill, en í Hallanum og Litla- Djúpi var hann nokkuð misjafn, tregur með köflum, en þess í milli ágætur og mjög fljóttekinn. Fyrstu dagana í Hallanum fengum við 60 poka af fiski (á 500 fiska) í 13 hálftímadráttum, eða alls 30 þús fiska, mest þorsk og stútung, á rúmum 2 sólarhringum. Var tíð- ast 3—7 skiftur poki; einn morg- un voru teknir 20 pokar — um 10,000 fiskar á 2 klst., og eitt sinn fykst 10-skiftur poki eftir 20 mín- útna drátt á 140—150 fðm., mest alt þorskur. f brún Berufjarðar- áls fékst einu sinni 11-skift (5500 fiskar!)i í hálftíma-drætti. 1 Litla--Djúpi’var hann o!g vel við og þar var, á 110—140 fðm., mergð Æfiminning RAKÚEL JÓHANNSSON (JOHNSON) Dáinn 2. apríl 1932. Alt af fækkar landnemunum í þessari bygð. Rakúel var fæddur 27. júlí 1851, að Hólabaki í Þingi í Húnavatns- sýslu á íslandi. Foreldrar hans voru Jóhann Guðmundsson og Metonía Guðmundsdóttir. Hann ólst upp með móður sinni til fermingaraldurs, fór þá í vinnumensku, lengst af í Mjóadal, og þar giftist hann 1873 Guðbjörgu Björnsdóttur, og byrjuðu þau að búa á parti af jörðinni. Þau eign- uðúst þrjú börn, tvo drengi.erdóu ungir, og eina dóttur, sem lifir og er nú Mrs. J. Bergmann, í Blaine, Washington. Árið 1878 misti hann konu sína o!g brá þá búi og fór til Reykjavík- ur og lærði þar trésmíði hjá hr. Jóni Gunnlaugssyni. Þegar hann var útlærður, fór hann til baka á æskustððvar sínar og vann þar að iðn sinni á ýmsum stöðum. Giftist í annað sinn árið 1886, Soffíu Guð- mundsdóttur Ólafssonar prests að Hjaltabakka. Móðir Soffíu var Hal’dóra Sveinsdóttir, en móðir Halldóru var Sigríður Skúladótt- ir prests í Múla og Þórvarar konu hans. Árið 1887 fluttu þau Rakúel og Soffía til Ameríku og settust að á Gardar, N D., voru þar í tvö ár, fóru þá til Grafton, N. D., reistu af stútungi og vænum þyrsklingi. sér þar myndarlegt heimili og þar sem fiskurinn var annars yf-jbjuggu þar í 14 ár. Þar stundaði irleitt þorskur (málsmiskur), og Rakúel iðn sína, mest húsasmíð- svipinn, lágur í loftinu og'margt af því vænn fiskur. Virð- ar; tóku þar fósturbarn, sem þau ist hafa verið þarna feikn af fiski | ólu upp og mentuðu, sem er nú Mr. á blettum, og margt af því upp- S. M. Cook, Los Angeles, Ca'lif. vaxandi og ókynþroskaður fiskur, sem eftir ýmsu að dæma var aust- firzkur að uppruna, þ. e. dvalið fyrstu ár sín við Austurland. Dregur þessi fiskur sig þá út 5 djúpin við útjaðra landgrunnsins að vetrinum til, en gengur svo að því er fiskimenn ætla, norður með grunnbrúnunum eða inn á Árið 1904 fluttu þau til þessar- ar bygðar og tóku land skamt norður af þorpinu Mozart, og bjuggu þar góðu búi 1 14 ár, fluttu þá til þessa bæjar, Wynyard, hvar þau hafa búið síðan. Rakúel var prúðmenni í hví- vetna, hægur og stiltur í fram- komu, en þó æfinlega glaður og grunnin og inn undir landið ó ræðinn, greindur vel og marg- sumrin. Stundum er hann mjög, fróður, og var æfinlega skemtilegt smár, “Hvalbaks-smákinn”; hann að heimsækja hann, gestrisinn, og nær varla hand-fisks- eða vildi láta 'gestum sínum líða vel. Mikið gefinn fyrir bækur, enda las hann mikið; hagmæltur, en fór labra-stærð (þ. e. smáþyrsk- lingur) og er aðgerðarmönn- um pest, því að aðgerðin tekur feikna tíma, þegar mergðin er mikil. Á sðari árum er lítið um “smáka”, hjá því sem áður var, inni á Hvalbaksbankanum. Frh. —Lesbók. SKILVIS FINNANDI. Fyrir skömu stóð eftirfarandi auglýsing í blaði í Kaupmanna- höfn: —Sá sem fann í gær seðlaveski með 100 krónum á leiðinni milli Ráðhústorgsins og Kongsins Nýja- trogs, er beðinn að skila því þegar í stað til eigandans, en nafnspjald hans var í veskinu. Eg veit hver finnandinn er. Daginn eftir kom þessi auglýs- ing í sama blaði: — Sá, sem fann seðlaveski með 100 krónum í fyrradag á leiðinni milli Ráðhústorgs og Kongsins Nýjatorgs, biður eigandann að sækja það til sín, vegna þess aðj ur dult með, og góður skrifari. Góður heimilisfaðir og hugsaði um að alt væri sem þægilegast, því skylduræknin var svo rík 1 huga hans, að honum fanst að hann aldrei geta gert nógu vel, eða lát- ið þeirra líðan vera nógu góða, sem hann unni. Trúmaður var hann o'g hélt við sína barnatrú. Fáskiftinn um annara gerðir, en vildi láta menn og málefni æfin- lega njóta sannmælis. Fastur fyr- ir og varði sínar skoðanir með rökfærslu og skynsemi, enda átti hann víst fáa óvini. Kona hans, sem hefir verið veik og er enn, og sem þess vegna gat ekki fylgt honum til grafar, hún þakkar öllum af hjarta, sem sýnt hafa henni hluttekning í hennar erfiðu sorg og veikinda tímum. Hún biður góðan guð að blessa þá. Jarðarförina framkvæmdi prest- ensku kirkjunnar. Athöfnin eg hefi ekki tíma til að heimækja hann, og úr því að hann þekkir mig. — Lesb. “Svo það er silfurbrúðkaup þitt? óska til hamingju, vinur minn.’ “Jú, það eru fyrstu tuttugu og og hún fimm árin búin.” fór fram bæði að heimilinu og frá lútersku kirkjunni þ. 8. þ. m. (apríl). Gamall vinur. Fyrsti flækingur: Eigur mínar voru einu sinni óteljandi. Annar flækingur: Eg átti aldrei neitt heldur. JÉ

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.