Lögberg - 05.05.1932, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. MAl 1932.
Bla. 5
Ekki aðeins hin meiri vörugæði
“MODERN”
Mjólkur, rjóma og smjörs
eru nú kunn orÖin Winnipeg-búum, heldur er
líka hin reglubundna afgreiðsla á þessum meiri
vörugæöum, meir og meir metin af þeim.
✓
Sími 201 ioi
Modern Dairies Limited
“Þér getið þeytt rjóma vern, en hvergi fengið betri mjólk’’
viljandi sært tilfinningar hans og
bað hann forláts á því. En hann
kallaði mig föðurlandsníðing og
þess háttar, og sagðist ekki taka
sáttum við svoleiðis menn. Þessi
unglingur hét Jón og kallaði sig
Johnson. Hann er búinn að vera
nágranni minn nú fjarska lengi
en seinn hefir hann orðið til að
fyrirgefa mér.
Nú leið og beið. E'g reyndi nú
að vera varkárari og haga orðum
mínum svo að þau hneyksluðu
engan mann. Svo kom að því, að
eg giftist. Nokkru síðar vildi svo
til, að ung stúlka kom frá íslandi
og réði kona mín hana fyrir
vinnukonu. Þessi stúlka hét Guð-
rún, og var óalfsdóttir. Var húi
bæði lagleg o!g greind, mælsk með
afbrigðum, og talaði dæmalaust
góða íslenzku.
Konu minni þótti Guðrún gera
verk sín bæði fljótt og vel, og
fékk hún fljótt hið mesta dálæti á
Guðrúnu, en sagði samt, að hún
væri framúrskarandi stórlynd og
fljót til reiði. En það var bót í
máli, að hún var ekki langrækin
og sagðist kona mín geta fyrir-
gefið Guðrúnu þó hún væri fljót-
lynd, því það væri strax úr henni
aftur.
Mér þótti vænt um að hafa Guð-
rúnu, sérstaklega fyrir það, að eg
þurfti ekki nema að tala við hana
til að læra íslenzku. Það var held-
ur enginn vandi að koma Guðrúnu
til að tala, og það var bæði gam-
an og uppbyggilegt að heyra til
hennar, þegar henni tókst upp,
og það var helzt æfinlega.
Svo kom það fyrir einn da'ginn,
að við Guðrún vorum ein heima;
konan mín hafði vikið sér eitt-
hvað burtu, og eg var eitthvað að
gera úti. Guðrún kallar á mig
að koma inn og drekka kaffi. Hún
bjó til ágætt kaffi. Við vorum að
drekka kaffi við eldhúsborðið; eg
var búinn að koma Guðrúnu af
stað að tala, og fórst henni það
vel að vanda.
“Heyrðu, Guðrún,” sagði eg,
svona í mesta grandleysi, “mig
langar að tala dálítið við þig, fyrst
við erum tvö ein í næði, og er mér
þægð í, ef þú vildir vera svo góð
að segja mér alt það réttasta.”
“Já, velkomið,” sagði Guðrún,
“þér er alveg óhætt að treysta
mér til að segja þér rétt og satt
frá, ef eg annars get svarað.”
“Eg ber fult traust til þín, Guð-
rún,” sagði eg, “og því ætla eg að
tala við þig um dálítið, sem mér
hefir legið á hjarta, en hefi helzt
aldrei getað talað um við neinn.
Veiztu hvernig það er, Guðrún,
þegar manni liggur eitthvað á
hjarta og langar til að tala um
það við einhvern, sem skilur?”
“Já, víst veit eg það,” sagði
Guðrún, “og eg segi aftur, að þér
er það velkomið; eg er til með að
gera fyrir þig, hvað sem eg get.”
“Við skulum þá sleppa frekari
formála,” sagði eg; “segðu mér
rétt eins og er, eru þorskhausar
góður matur?”
“Eg veit þa§ ekki,” sagði Guð-
rún, “eg hefi aldrei étið þá. Þeir
hafa aldrei verið borðaðir á ís-
landi. Þeir eru en'ginn matur. Við
erum engir bölvaðir skrælingjar
enda höfum við nóg annað að
borða. Þorskhausar eru ekki einu
sinni boðlegir fyrir hund.”
“Ó, jú, Guðrún mín,” sagði eg
með hægð, “eg veit nú betur, þó
eg sé fæddur hér og hafi aldrei
ísland s#ð. Þeir voru stundum
borðaðir þar í viðlögum og þóttu
góðir.”
“Bölvuð lýgi,” hrópaði Guðrún
og stökk upp frá borðinu. “Hví
spyrðu mig, ef þú veizt betur?” og
nú var hún byrjuð. Annað eins
flóð af skömmum hafði aldrei
dunið yfir mig, eins og eg fékk nú
að heyra frá Guðrúnu. Það var
ekki ofsögum sagt, að hún var
stórlynd og að hún var vel máli
farin.
Hugsaði eg nú til orða konu
minnar og sat þegjandi og vonaði
að Guðrún jafnaði sig. Eg hafði
orðið til að særa tilfinningar
hennar í sambandi við föðurland-
ið og það var meira en hún gat
þolað, og hún sýndist ekki geta
hætt. Svo þegar mér fór að of-
bjóða, skipaði eg Guðrúnu að
gefa mér meira kaffi; þegar eg
var búinn að gera það svo sem
þrisvar sinnum og hækka röddina
í hvert sinn, þá heyrði Guðrún.
kom og þreif í bollann. Helti hún
svo sjóðandi kaffinu í bollann, yf-
ir eldavélina og jafnvel hendurnar
á sér. En hún var í of mikilli
geðshræringu, hún fann ekkert
til. Svo kemur hún með kaffið
og slengir bollanum niður með of
miklu afli, svo alt kaffið hellist
ofan í keltu mína og skaðbrendl
mig, og stökk eg þá upp og hljóð-
aði af kvölum. Guðrúnu varð ekk-
ert að orði, nema mér væri þetta
mátulegt, “skrattans mátulegt”
í þessu kom konan mín inn og
spurði hvað á gengi, og varð Guð-
rún fljót til svars og sagði, að eg
hefði svívirt sig í orði og sagðist
vera gengin úr vistinni. Konan
mín var ekki hálf-búin að skamma
mig fyrir, hvernig eg hefði farið
með Guðrúnu, þegar hún var bú-
in að tína saman föt sín og farin.
Ári síðar giftust þau Jón John-
son og Guðrún. Nú eru um þrjá-
tíu ár síðan þetta gerðist, en þeim
hefir ætið verið illa við mig síðan
og þeim hefir ekki verið nein
launung á því. Eg skildi, að sú
óvild var sprottin af föðurlands-
ást þeirra, og gat eg ekki misvirt
það við þau. En ljótt þótti mér,
hvað þau voru langrækin. Þetta
kom hart niður á mér vegna þess,
Reglubundinn flutningur til Riverton
PELISS1ER*S LTD.
Osborne & Mulvey Sts., Winnipeg‘*
Búa til þessar frcegu tegundir
CLUB BEER BANQUET ALE
GOLDEN GLOW ALE TRIPLEX XXX STOUT
Sé ferðafært eru vörur vorar fluttar hvern föstudag til
Selkirk, Winnipeg Beach, Hu^vick, Gimli og Riverton.
SimiC pantanir fceint til ölgerðarverksmiSjunnar.
Pbone 42 304 - 41111
Heiðingjatrúboðsoffur
Eg vil minna á þá ráSstöfun síðasta kirkjuþings að safna á
þessu ári $6oo til heiðingjatrúboðs innan kirkjufélagsins. Átti þó
tillag kirkjufélagsins til starfsins að standa óbreytt, $1200, með því
um $600 voru í sjóði á kirkjuþingi. Á undanförnum árum hefir
þessi f jársöfnun farið fram um þetta leyti árs, og hagar hver söfn-
uður og prestakall þessu eftir ástæðum. Það, sem á riður, er að
þessu stórmáli kristninnar sé stöðugt haldið vakandi í söfnuðunum,
í prédikunum, kenslu og uppfræðslu, svo trúboðshugsjónin megi
sífelt skýrast fyrir fólki voru sem samgróin og óaðskiljanleg frá
hjartapunkti kristindómsins. Ef kristnin aðhyllist hina postullegu
áminningu um að láta “sama lunderni vera í yður eins og var í
Jesú Kristi,” þá er trúboðsmálinu borgið. Það er hjartalag og inn-
ræti Jesú Krists, sem liggur þar til grundvallar. Hver, sem á hlut-
deild í því, verður að sjálfsögðu trúboðsvinur. Hann vill stuðla að
því að áhrif og blessun Jesú Krists megi ná til allra manna. Og
þar sem vakandi hugur er á þessu, finst einhver leið til að koma
því i framkvæmd. Það, sem kristnir menn þarfnast í þessu efni,
er stöðug endurnýjun kærleikans til Guðs ríkisins og hans sem er
ímynd þess, frelsara vors og Drottins Jesú Krists.
Hugsjónin er engu síður dýrmæt nú, þegar miklir eru erfið-
leikar á öllum framkvæmdum. Drottinn getur blessað og notað
hina veikustu viðleitni. Margir, sem áður hafa veitt þessu málefni
fjárhagslegan styrk, eiga nú erfitt með það eða geta það alls eigi.
En kærleikur þeirra og áhugi þarf ekki að dofna fyrir það. Liðs-
yrði við málið í tíma talað, getur á sínuni tíma borið mikinn og
blessunarríkan ávöjft. Vil eg biðja presta, embættismenn safnaða,
félög innan safnaða og aðra trúboðsvini, að taka að sér málið í
þetta sinn einnig og greiða fyrir því á allan hátt, svo árangurinn i
öllu tilliti megi vera sem heillavænlegastur. Trúboðar vorir, séra
S. O. Thorlaksson og frú hans, verða hjá oss á kirkjuþinginu, sem
í hönd fer. Verður það oss öllum til gleði og uppbyggingar, og
málefninu til eflingar. HJver veit nema koma þeirra nú verði til
þess að vekja einhverja vor á meðal til að sinna þessu heilaga mál-
efni með því að gerast sjálfir trúboðar.
Engin önnur áminning en þessi verður nú send söfnuðunum
um þetta mál. Eg treysti því að því verði sint eftir því sem á-
stæðúr frekast leyfa. öll tillög ber að senda til féhirðis kirkju-
félagsins, áður en fjárhagsárið endar, þann 10. júní. Utanáskrift:
Mr. Finnur Johnson, 1 Bartella Court, Winnipeg, Man.
Seattle, Wash., 15. apríl, 1932.
K. K. Ólafson, forseti.
að eg var ætíð í nágrenni við þau,
og þau hafa aldrei sett sig úr
færi, að vinna á móti mér og gera
mér alt til skammar. Guðrún
Johnson hefir sérstaklega gert sér
far um, að fólk fengi að vita það,
að þeim hjónum væri illa við mig
og að þau hefðu góðar og gildar
ástæður til þess að forsmá mig
sjálf og vara aðra við að hafa
alla varúð í frammi í viðskiftum
við mig. Samt hefi eg aldrei heyrt
um að þau hafi sagt frá tildrögun-
um að þessari óvild. Þau hafa
forðast eins og heitan eldinn, að
minnast á þorskhausana, og ekki
hefi eg þorað að minnast á þá við
nokkurn mann síðan. Þó býst eg
við að komi varla sá dagur fyrir,
að við hu'gsum ekki til þeirra með
talsverðri gremju út af þessu ó-
samkomulagi, sem þeir hafa or-
sakað.
Að öllu öðru leyti eru þau Jón
og Guðrún beztu manneskjur,
skykkanleg og ráðvönd í alla staði,
og mér er fyrir löngu orðið vel við
þau, þrátt fyrir alla mótspyrnuna.
Eg er fyrir löngu farinn að venj-
ast þessu,. og eg býst við mér
þætti eitthvað rangt við það, ef
þau hjón heilsuðu mér eða færu
að verða vingjarnle'g. Eg veit ekki
hvort mig mundi vanta það nú
orðið, eða svo mundi eg hafa hugs-
að þangað til það fór ekki að leyna
sér, að sonur minn og dóttir
þeirra Johnsons hjóna voru orðin
býsna sanirýmd. Hvorki eg eða
þau Johnsons hjón sýndust gefa
sig neitt að þessu. Við hugðum
fyrst, að þetta væri líklega ekkert
alvarlegt. En ef við höfum von-
að það, þá urðum við öll fljótt
fyrir vonbrigðum. Því það fór að
líta út fyrir, að þau væru trúlof-
uð, þó þau segðu lítið um það.
Og áður en varði, kom Jón til
mín einn góðan veðurdag og sagð-
ist vilja sættast við mig fullum
sáttum. Sagði hann þau hjón
væru komin á þá skoðun, að þau
hefðu ef til vill verið 0$ langræk-
in við mig 0g la!gt á mig mikla
óvild fyrir litlar sakir, sem mættu
vera fyrir ilöngu gleymdar. Hann
var svo innilega glaður yfir þeirri
vissu að eg mundi fyrirgefa alt
og gleyma öllu, sem á undan var
gengið, að eg tók þessu strax vel
og sagði honum að þetta hefði alt
verið mín skuld frá fyrstu. Og að
eg hefði fyrir löngu átt að vera
búinn að koma til þeirra hjóna til
að friðmælast og leita um sætt-
ir. Hann var fús að fyrirgefa, þó
það hefði dregist, og við komryn
okkur saman um að gleyma nú öllu,
sem miður hefði farið og vera
báðir frá þessum degi full-sáttir
og byrja nú að lifa sem góðum ná-
grönnum bæri, sem búnir eru að
þekkjast um lanjgt skeið.
Okkur kom saman um það, að
konur okkar mundu taka þessu
vel. Jón sagði meir að segja, að
Guðrún sín hefði beðið sig að
finna mig og biðja fyrirgefning-
ar á öllu, sem liðið er, og sagði
hann, að þegar hún Guðrún sín
vildi vera góð, þá sannarle'ga væri
það ekkert hálfverk. Eg fullviss-
aði hann um það sama, fyrir hönd
minnar konu. Svo kvöddumst við
með rækilegu og löngu handa-
bandi, glaðir og ánægðir yfir mála-
ilokurn.
(Niðurl. næst.)
Til Islendinga í
Winnipeg
Á öðrum stað í þessu blaði boð-
ar íslendingadagsnefndin til al-
menns fundar þann 10. þ.m. Ekki
er ósennilegt, að málefni það, sem
fyrir þeim fundi liggur til íhug-
unar og úrslita, sé nýtt til ýmsra,
þó maúgir hafi um það hugsað
og rætt áður. Virðist því ekki úr
vegi, að minnast hér lítillega á
tildrögin til þessa fyrirhugaða
fundar.
Það hefir verið venja íslend-
ingadalgsnefndarinnar undanfar-
in ár, að hafa það eitt af sínum
fyrstu verkum í undirbúnings-
starfi sínu, að leita eftir hentugu
plássi fytir hátíðarhaldið. Þetta
hefir alla jafna gengið illa, og
hefir River Park vanalega orðið^
vandræða ilendingarstaður nefnd-j
arinnar. River Park þarf ekki að
lýsa hér; það pláss er íslending-'
um hér í borg kunnugt orðið, nema1
ef vera skyldi að því leyti, að nú
er það enn lakara en nokkru sinni'
fyr. Samt sem áður, eftir mjög
ítarlegar tilraunir nefndarinnar j
til þess, að fá annað pláss, er ekki
annað fyrirsjáanlegt, en þangað
verði að leita eitt skiftið enn þá.
Er það fréttist, að nefndin
hefði í huga að bjóða gestum sín-
um til River Park þetta sumar,
bárust henni ótal óánægju radd-
ir út af því, og kváðust menn
frekar leita sér skemtana á öðr-
um stöðum þann da’g. Var þetta
svo tekið tiJ athugunar á nefndar-
fundi, því fyrir nefndinni vakir
ekkert annað en það, að gera það
bezta sem hún getur til þess, að
þessi árlegi hátíðisdagur Vestur-
ílsendinga megi verða sem vegleg-
astur og skemtilegastur fyrir alla,
sem hann sækja. Var þá minst á
Athygli! Athygli!
Þegar hart er í ári, sitja þeir venjulegast fyrir atvinnu,
er mesta sérþekkingu hafa. Verzlunarskólamentun, er
ein sú hagkvæmasta mentun og notadrýgsta, sem ein-
staklingum þjóðfélagsins getur hlotnast.
Arú þegar fást á skrifstofu Columbia Press Ltd.,
■ Scholarships við tvo fullkomnustu verslunarskóla Vest-
urlandsins, með afar miklum afslœtti. Leitið upplýs-
inga bréflega eða munnlega. Fyrirspurnum svarað sam-
stundis.
það, að reynandi væri að breyta
til og halda hátíðina utanbæjar
að þessu sinni, þar eð nokkrir
höfðu látið þá skoðun sína í ljós,
að alt annað væri betra en River
iPark. Fanst nefndinni, að ef
dagurinn væri haldinn utan bæj-
ar, þá væri í því sambandi ekki
um önnur pláss að ræða en Gimli.
Þar er góður listigarður, með stór-
um samkomuskála, og þangað væru
vegir færir hvernig sem viðraði
Nefndinni var það full ljóst, að
hún hafði ekkert vald til þess, að
taka neina fasta ákvörðun í þessu
máli, og yrði því að leita eftir
vilja og samþykki annars fundar
En áður almennur fundur yrði
boðaður, sýndist rétt, að ná sam-
bandi við Gimli-menn -og vita
hvernig þeir tækju í þetta mál,
og hvort nokkurrar samvinnu væri
að vænta frá þeim. Var því á-
kveðið að skrifa bæjarstjóranum
á Gimli og tveimur öðrum máls-
metandi mönnum þar og ileita á-
lits þeirra. Brugðu þeir strax við
og boðuðu almennan fund. Var
málinu vel tekið á þessum fundi og
tjáðu menn sig reiðubúna að að-
stoða Winnipeg-nefndina að öllu
leyti er þeir gætu, ef til þess kæmi
að dagurinn yrði haldinn að
Gimli. Var svo á þeim fundi kos:
in þriggja manna nefnd til að
mæta á nefndarfundi hér þann
29. apríl. Að svo komnu máli fanst
nefndinni hér sjálfsagt að boða
til almenns fundar þann 10. mai
n. k., og kvaðst Gimli-nefndin
mæta á þeim fundi.
Þetta er þá eins langt og þetta
mál er komið. Engu hefir verið
slegið föstu öðru en því, að ef svo
fer, að fundurinn 10. maí ákveði
að fara til Gimli, þá álítur nefnd-
in að heppilegast sé, að hafa dalg-
inn mánudaginn þann 1. ágúst
(civic holiday), annars laugardag-
inn þann 30. júlí.
Nú er óskandi, að íslendingar
hér í borg sæki ve>l fundinn 10
maí, og að menn ræði þar málið
hitalaust með það eina í huga, að
vinna deginum heilt; þar má ekk-
ert annað koma til greina en heill
dagsins, úr því ekki er verið að
stofna íslenzkri þjóðrækni í neina
hættu þó dalgurinn yrði haldinn í
Gimli Park þetta sumar í stað
River Park. Það er jafn drengi-
legt að vera þjóðrækinn á Gimli,
ZAM-BUK
Græðir Meiðsli og Varnar
BLÓÐEITRUN
sem í Winnipeg. Hér er verið að
ræða um það eitt, að halda Islend-
ingadag Winnipegmanna á öðrum
stað en að undanförnu.
Þetta er ekki að neinu leyti
kappsmál fyrir íslendingadags-
nefndinni. Hún æskir að eins eft-
ir að vita vilja húsbænda sinna í
þessu efni, fólksins sem kaus hana,
0g gera svo vilja þess.
Virðingarfylst,
G. P. Magnússon,,
ritari nefndarinnar.
Frá íslandi
Reykjavík, 9. apríl.
Þjóðlega skemtun ætlar fram-
kvæmdanefnjJ íslenzku vikunnar
að halda i Iðnó í kvöld kl. 8%.
Verður þar um mai^jar þjóðlegar
skemtanir að ræða, svo sem ís-
lenzk vinnubrögð í baðstofu i
sveit, sögu og rímnalestur, sýning
a forníslenzkum kvenbúningum
(með skýringum), og sýning á nú-
tímabúningi kvenna og karla og
fornmannabúningi. Verður þarna
sjálfsagt góð aðsókn, því að fátt
hefir verið hér um slíkar skemt-
anir — Mgbl. 8. apr.
íslenzkur matur. — Að tilhlutan
framkvæmdarnefndar islenzku vik-
unnar var í gær byrjað að selja
sérstakan íslenzkan mat í nýja
Hressingarskála Björnsbakaríis 1
Austurstræti 20, og ver-ður hann
seldur þar næstu daga við væigu
verði, til þess að kynna mönnum
hann. Matreiðsluna annast ungfrú
Helga Thorlacius.—Við þessa ný-
breytni er það merkilegt, að fram
eru reidd fjallagrös, söl og geita-
skóf, matreidd á lostætan hátt.
Úr geitaskófinni, sem er herra-
mannsmatur, er t.d. búið til mauk
(salat) og úr fjallagrösunum gló-
mauk (marmelade). Og úr ís-
lenzkri tröllasúru (rabarbara) er
gert sérstakt mauk (compot),
framreitt með pönnukökum. Auk
þessa er framreitt hangikjöt með
hrærðum efegjum, íslenzkur ostur,
pétursselja, kjðtsoðshíaup, lifrar-
kæfa o. fl. — Mgbl. 9. apr.
Allan Maí mánuð
verður um alla búðina
til sölu
SPIC-SPAN
Vacuum Cleaner
\
Þessar maskínur verða seldar á öllum gólfum búðar-
innar fyrir 50C niðurborgun, og með þeim skilmálum
að borga $1.75 á mánuði í 12 mánuði, eða $19.50 út í
hönd.
Þetta eru óvanaleg tœkifœriskaup !
<HT. EATON C?