Lögberg - 05.05.1932, Blaðsíða 6
Bls. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. MAÍ 1932.
Náman með járnhurðinni
EFTIR
HAROLD BELL WRIGHT.
IV. KAPITULI.
Junmy Hurton laoknir og móðir hans, voru
í Tuscon og Oracle fyrsta árið, sem þau
voru í Arizona. Þegar þau urðu sannfærð
um, að Jimmy mundi lifa, ef hann hætti við
sín erfiðu læknisstörf, og væri kyr þar suður
frá, en að hann mundi deyja, ef hann gerði
þetta ekki, þá bygðu þau hvíta húsið þarna
í fjallshlflðinni,' hjá Juniper lindunum.
Jimmy sagði, að það væri nauðsynlegt, að
þau hefðust við, þar sem útsýni væri gott.
Það var strax fyrsta sumarið, þegar þau
voru í Oracle, að nágrannarnir fóru að hafa
orð á því, hve góður hann væri við móður
sína. Jafnvel þegar hann var svo veikur, að
hann gat ekkert aðhafst annað en að hugsa,
þá hugaði hann bara um hana. Hennar
vegna reyndi hann alð bera sjúkdóm sinn
þannig, að sem allra minst bæri á honum.
Hann reyndi að vera glaður og vongóður og
hughreysti móður sína sem bezt hann gat,
og sætta sjálfan sig við þau litlu þessa heims
gæði, sem í hans skaut féllu. Fólkið dáðist
að því, hve glaður og ánægður hann var,
eða virtist vera. Fólk sagði stundum með
töluverfóri viðkvæmni í röddinni, að það
væri vafamál, hvort Dr. Burton þyrfti móð-
ur sinnar eins mikið við, eins og hún þyrfti
hans. En móðir og sonur vissu það, hvort
um sig, að þau þurftu hvert annars við.
Bæði fengu þó nokkra uppbót á þeim von-
brigðum, sem þau höfðu orðið fyrir. 1 stað
þess að sonurinn nyti mikils heiðurs og
tiltrúar sem la'knir, eins og hún hafði gert
sér svo miklar vonir um, þá naut hún þess
nú að sjá ^ætta umkomulausa fólk elska son
sinn og virða, Vonirnar höfðu svo margar
orðið að engu. Þær voru dánar og grafnar.
En Jimmy hafði bygt sér nýjar vonir, og
hann kunni að gleðjast af hinni einkennilegu
náttúrufegurð fjallanna, trjánna ogt blóm-
anna, á jæssum hálfgerðu eyðistöðvum, og
þá ekki sízt við fegurð hins stjörnubjarta
nEöturhimins. Lífið í stóúborgunum, með
öllu þe&su kapphlaupi eftir auð og metorð-
um, gleymdist honum smátt og smátt, og
með hverjum deginum sætti hann sig betur
og betur við hið einfalda og óbrotna líf,
þarna úti í fámenninu og auðninni.
Allir þeir, sem áttu nautgripahjarðir í
þessu nágrenni, eða voru þarna að leita að
gulli, þektu hvíta húsið þama í hlíðinni.
Þangað leituðu líka margir, þegar einhvern
vanda bar að höndum, því þarna var vinur,
sem æfinlega var til þess búinn að taka þátt
í annara kjömm og leggja öðram heilræði.
Margar stúlkur og einnig fullorðnar konur,
komu líka til Dr. Burton, þegar þær þurftu
huggunar og hughreystingar. Það var líka
oft, að þeir, sem gripahjarðanna gættu, fóru
fram hjá hvíta húsinu, og heyrðu þá stund-
um Jimmy spila á flautuna, og þó þeir væru
þreyttir, kom það þeim í gott skap; þeir
brostu og tóku jafnvel ofan sína barðastóru
hatta. Sama var að segja um ýmsa gull-
leitarmenn, ef þeir áttu þarna leið um, þá
vakti hljómur hljóðfærisins hjá þeim þægi-
legar endurminningar, sem þeir höfðu gleymt
í gullleitinni. Þetta voru orsakirnar til
þess, að Dr. James Burton hlaut nafnið
“Saint Jimmy” og móðir hans var oftast
nefnd “Móðir Burton”.
Það var ekki nema eðlilegt, að þessi góði
læknir yrði kennari Mörtu Hillgrove, og að
Mrs. Burton tæki hana að sér og léti hana
finna til móðurumhyggjunnar, sem Marta
litla hafði aldrei fyr haft neitt af að segja.
Það var hreint og beint vegna þess, hvað
þessi læknir og móðir hans höfðu gert mikið
fyrir Mörtu, að þessir gömlu félagar höfðu
verið þarna svona lengi. Aldrei fyr, síðan
fundum þeirra bar saman, höfðu þeir félagar
verið svona lengi í sama stað. Fjögur —
nærri fimm ár — hafði Marta nú verið að
læra hjá Saint Jimmy, eins lengi og fólk
gengur á hærri skóla. Bækur þær, sem Mrs.
Burton hafði valið henni, voru hinar sömu
sem hún mundi hafa valið sinni eigin dóttur.
En ekkert vissu þessir ágætu kennarar meira
um uppmna stúlkunnar, heldur en þetta
hugsunarlitla og kærulausa fólk, sem altaf
var að tala um hana og geta sér til hver hún
í raun og veru væri, og hvaðan hún hefði
komið og hverjir kynnu að vera foreldrar
hennar.
Það er rétt að taka það fram, að það var
bara góðvildin, sem því réði, að þau Saint
Jimmy og móðir hans tóku að sér að kenna
Mörtu og lögðu mikla alúð við það. Þegar
gömlu mennimir fóra að tala um það við Dr.
Burton, að það væri svo sem sjálfsagt, að
þeir borguðu honum, alveg eins og öðram
kennurum væri borgað, þá sagði hann þeim,
að það gæti ekki komið til mála, því ánægjan,
sem hann hefði af þessu, væri meira virði,
heldur en það gagn, sem hann gerði Mörtu,
með því að segja henni til. Mrs Burton sagði
þeim líka, góðlátlega, en alvarlega þó, að
borgun fyrir þetta skyldu þeir aldrei oftar
nefna á nafn, því vel gæti verið að það hætti
þá og ekkert yrði meira af þessari kenslu.
En þegar árin liðu og Marta náði meiri og
meiri andlegum þroska, fór Mrs. Burton að
gruna, að syni sínum væri kannske farið að
lítast betur á þessa stúlku, heldur en hann
jafnvel gerði sér sjálfur grein fyrir.
Þennan fagra vormorgun, þegar Marta
reið til Oracle og gömlu mennirnir töluðu. sín
á milli um sín eigin vandamál, sat Saint
Jimmy á grasfletinum framan viðhúsið sitt.
Hann var að virða fyrir sér alt blómskrúðið,
sem hann gat séð í öllum áttum, og hann var
að dáðst að því með sjálfum sér, og láta það
gleðja huga sinn.
Mis. Burton hætti sem snöggvast við hús-
verkin, sem hún var að vinna, og kom fram í
húsdyraar og stóð þar stundar korn og
horfði á fegurð náttúrunnar, eins og sonur
hennar, og bentu þau hvort öðru á það, em
þeim þótti fegurst.
“Þegar maður sér alt þetta blómskriið og
alla þessa náttúrafegurð, þá er eins og vakni
hjá manni þrá eftir einhverju, sem ekki er
hægt að tala um og ómögulegt er að lýsa
með orðum, eða finst þér það ekki, mamma?”
sagði Saint Jimmy og brosti til móður
sinnar, næstum bamalega.
Mrs. Burton brosti líka.
“Eg býst við að Marta komi bráðum með
póstinn frá Oracle, þetta er laugarrdagur,
eins og þú veizt.”
“Já, eg veit það,” svaraði Jimmy ofur
góðlátlega og fór að hugsa um, hvort móðir
sín gæti getið sér rétt til um það, sem hann
þráði, en gat ekki talað um, jafnvel ekki við
hana. ;
Mrs. Burton var rétt að snúa við inn í
húsið, þegar þau heyrðu að einhver var á
ferð þar í grendinni, og rétt á eftir komu
gömlu félagarair tveir heim að húsinu. Þau
þóttust strax vita, að þeir mundu eiga eitt-
hvert annað erindi heldur en að heimsækja
þau, svona rétt sér til gamans.
Þegar þeir voru búnir að heilsa og segja
þeim Saint Jimmy og Mrs. Burton, að Mörtu
liði ágætlega, sátu þeir þegjandi og horfðu
hvor á annan, og voru mjög vandræðalegir
á svipinn.
“Jæja,” sagði Bob loksins, “því segirðu
ekki það, sem þú ætlar að segja? Hún er
þín stúlka þesða vikuna, og þar sem þú ert
pabbi hennar, þá er það þín skylda að gera
þetta, sérðu það ekki?”
Thad strauk skallann og reyndi hvað eft-
ir annað að taka til máls, án þess að hepnast
það. Loksin sneri hann sér að Mrs. Burton
og tók til máls, en með allra metu erfiðis-
munum.
“Félagi noinn og eg höfum verið að tala
um það okkar á milli, að þess verði nú ekki
langt að bíða, að dóttir mín hætti að vera
barn og verði fullorðin stúlka.’
“Það er enginn efi á því, að hún er að
verða fullorðin stúlka, ” sagði Mrs. Burton
brosandi.
“Þetta er það, sem við Bob höfum verið
að tala um, og okkur hefir fundist, að hún
ætti að fá að vita alt það, sem við vitum um
hana. Eg geri ráð fyrir að þið vitið það, sem
allir aðrir hljóta að vita, að það getur ekki
átt sér stað, að við séum báðir feður henn-
ar.”
“Já,” sagði Mrs. Burton, “en við höfum
aldrei með einu orði minst á það við
Mörtu.”
“Nei, kona góð,” svaraði Thad, “við höf-
um ekki gert það heldur.”
“ Það er nú einmitt það, sem að er, ”
sagði Bob. “Stúlkunni hefir aldrei verið
sagt neitt.”
Mrs. Burton leit til sonar síns.
“Eg er alveg viss um, að þetta er rétt hjá
ykkur,” sagði Saint Jimmy. ‘‘Eg hefi
lengi verið að hugsa um að tala um þetta
við ykkur. Þið ættuð að segja Mörtu alt
sem þið vitið um hana og hennar fólk, og
hvernig hún komst til ykkar, alt sem þið
vitið.”
Þeir félagar horfðu hvor á annan, rétt
eins og þeir væru að reyna að komast eftir
því hvor hjá öðrum, hvað hinn hugsaði. Svo
leit Thad á Saint Jimmy og horfði nokkuð
lengi á hann, eins og hann vildi sannfæra
sjálfan sig fullkomlega um það, hvort hon-
um væri full alvara, eða ekki.
“Er nokkur ástæða fyrir því, að yðar
skilningi, að stúlkunni ætti að vera sagt
þetta rétt núna?”
Það var auðfundið, að Saint Jimmy
þóttist alveg viss í sinni sök, þó hann gerði
ekki annað en brosa góðlátlega.
“Engin sérstök ástæða rétt núna, sem eg
veit um,” sagði hann. “Þið vitið, að það
hefir alt af verið talað töluvert um þetta.
Það getur ekki hjá því farið, að stúlkan
heyri eitthvað um það sjálf, fyr eða síðar.
Hún ætti að vera við því búin á þann hátt,
að vita sjálf sannleikann.”
Bob og Thad litu aftur hvor á annan ráða-
leysislega.
“Ef sannleikurinn væri þannig vaxinn,
að það væri kannske ekki hægt að segja, að
henni væri mikil vörn í lionum, hvað þá?”
sagði Thad loksins.
“Já, livað þá?” endurtók Bob. “Setjum
svo, að eg og félagi minn getum kannske
ekki sagt, að alt þetta slúður, sem fólk seg-
ir, sé ósatt?”
Saint Jimmy svaraði engu. Mrs. Burton
horfði í aðra átt. Thad gamli strauk skall-
ann og leit út fyrir að hann væri að hugsa
sig vandlega um eitthvað.
“Dr. Burton,’ sagði Bob hægt og seint,
rétt eins og honum fyndist hann væri í hættu
staddur og þyrfti hreint og beint að þreifa
fyrir sér. “Thad og eg erum ekki orðnir
blindir enn þá, þó við séum farnir að eldast.
Við getum enn séð hver liturinn er, sem ber
fyrir okkur. ” Hann leit til félaga síns og
Tliad hneigiði höfuðiðtil jil samþykkis. >—
“Okkur þykir fjarskalega vænt um, hvað
þið hafi gert fyrir stúlkuna okkai’.” — Nú
þagnaði hann alt í einu, því hann fann, að
hann hafði sagt nokkuð, sem hann mátti
ekki seg'ja. — “Fyrirgefðu, félagi — fyrir
stúlkuna þína, á eg við.”
Thad rétti upp hendina, sem átti að
merkja, að það væri bezt að sleppa þessari
vangá í þetta sinn, þó það væri vitanlega
fjarri honum, að gefa nokkuð eftir af sínum
föðurrétti.
Það var eins og Bob gamli yrði að taka á
öllu afli, til að geta talað í þetta sinn, þó
honum væri vanalega heldur liðugt um
málbeinið.
“Eg býst við að þér skiljið það, að það er
svo langt frá að við séum yður og móður
vðar vanþakklátir, fyrir alt sem þið hafið
gert fyrir Mörtu, því það erað þið, sem haf-
ið gert hana að þeirri myndastúlku sem hún
er. Við, félagi minn og eg, höfum líka gert
það, sem við höfum getað, og hefðum verið
meir en viljugir að gera meira, ef við hefð-
um getað. En við skiljum samt
hvað þetta þýðir fyrir stúlkuna’. Ef
hún hefði ekki 1 fengtið þessa mentun,
sem þið hafið veitt henni, en bara verið
hjá okkur, þá hefði það líklega ekki gert
henni mikið til, þó hún vissi hvert fólk henn-
ar var og hvemig hún komst til okkar.”
“Eg skil þetta,” sagði Saint Jimmy góð-
látlega, “og eg veit að stúlkunni gæti ekki
þótt vænna um ykkur, heldur en henni þykir,
þó þið í raun og veru væruð feður hennar.
Eg veit líka, að henni þykir alt af alveg
eins vænt um ykkur, hveraig sem þessu kann
að vera varið. En eg er sannfærður um,
að hún ætti að vita alt, sem þið vitið um
hana.”
“Við hefðum sagt henni alla söguna fyr-
ir löngu,” sagði Thad, “ef við hefðum vitað
dálíþið meira, en við vitum, eða kannske ef
við hefíium vitað dálítið minna, eða þá ef
þetta litla, sem við vitum, væri ekki alveg
eins ískyggilegt, eins og það er.”
“Henni sýnist það áreiðanlega miklu
verra, heldur en okkur sýndist það nokkurn
tíma,” sagði Bob.
“Það er svo sem auðvitað,” sagði Thad,
“svo þér sjáið, frú mín góð, að við höfum
verið að draga þetta í þeirri von, að við
kæmun^st kannske einhvern veginn að því,
sem við vitum ekki í þessu máli. Þér skilj-
ið hvernig þessu er varið, Mrs. Burton.”
“Já, eg skil það,” svaraði Mrs. Burton
góðlátlega, “en eg er á sama máli og sonur
minn. Hvernig sem sagan er, þá er eg viss
um, að hún hefir engin áhrif á velvild
Mörtu til ykkar, eins og hún hefir engin á-
brif haft á velvild ykkar til hennar.”
“Já,” sagði Thad, “en hvaða áhrif kynni
það að hafa á —” hann þagaði snöggvast,
“eg á við—”
Bob hjálpaði honum út úr vandræðunum.
“Hann á við ykkur, hveraig þið munduð
líta á málið.”
Mrs. Burton svaraði honum blátt áfram.
“Hvað sem þið gættuð sagt 'mér um
Mörtu, hefði engin áhrif á góðvild mína til
hennar. Mér þætti eklfi vænna um hana,
þótt hún væri dóttir mín.”
Báðir karlamir litu foi-vitnislega til
Saint Jimmy.
“Er það líka alveg víst, að það breytti í
engu yðar áliti á henni?” spurði Bob.
“Alveg áreiðanlegt ? ” bætti Thad við.
“Alveg eins víst, eins og eg á einhvern
tíma að deyja,” svaraði Saint Jimmy
brosandi.
Thad leit til félaga síns og var nú sjáan-
lega léttar í skapi.
“Fyrst það er svona, félagi, þá legg eg
það til, að við segjum Dr. Burton núna það
sem við vitum, og hann getur svo sagt stúlk-
unni, eða sagt henni það ekki, eftir því sem
honum sýnist.”
“Þetta var einmitt það, sem mér datt í
hug,” sagði Bob. “Bara gerðu þetta.”
V. KAPITULI.
“Það var fyrir hér um bil sextán árum,”
byrjaði Thad, eftir langa þögn.
“Seytján í miðjum næsta mánuði,” sagði
Bob.
Thad hélt áfram:
“Eg og þessi fólagi minn vorum á leið til
Tucson og komum frá Santa Rosa fjöllun-
um, sem eru nærri Mexico landamærunum.
Yið höfðum verið þar í eina þrjá mánuði og
við þurftum að fá okkur meiri matvæli.
Seint annan daginn sem við voram á ferð-
inni, frá þeim stað þar sem við höfðum ver-
ið að vinna, komum við á bóndabæ, svo sem
þrjár mílur héraa megin landamæranna, til
að fá okkur vat^ að drekka. Þar áttu heima
hjón frá Mexico, sem við þektum eins og
allir aðri,r, sem voru að flækjast þarna í
fjöllunum, en enginn hafði neitt gott um þau
að segja.”
Þetta var nú byrjun sögunnar.
“Við fyltum vatnsflátin, sem við höfðum
með okkur og stóðum þarna og vorum að
tala við gömlu konuna, en maðurinn var ein-
hvers staðar að heiman, eða það leit út fyr-
ir, að svo væri, en þá kom svolítill drengur
hlaupandi, sem hafði verið einhvers staðar
bak við kofann.”
“Svo sem þriggja eða fjögra ára,” skaut
Bob inn í.
“Eitthvað um það bil,” sagði Thad. “En
þegar hann sá okkur, stanzaði hann og varð
sjáanlega dauðhræddur og fór að hágráta.”
“Okkur Bob grunaði strax, að hér væri
eitthvað öðru vísi, en þa,ð ætti að vera, og
að þetta bani ætti í raun og veru ekki hér
heima. Við vissum, að ef þessi hjón ættu
einhver börn, þá hlytu þau að vera orðin
fullorðin fyrir löngu, og þetta bara leit alls
ekki út fyrir að vera bam neinna Mexico-
búa. Það leit ekki út fyrir, að gömlu kon-
unni væri neitt um það gefið, að við sæum
barnið, eða værum neitt að gefa því gætur,
og hún fór að segja okkur, að þessi drengur
væri sonar-sonur sinn. En þegar hún fór
að sneypa drenginn, fyrir að vefla ekki kyr
aftan við kofann, eins og hún hafði sagt
honum, og talaði spönsku við hann, þá fór
okkur að gruna, að hér væri ekki alt með
feldu. Krakkinn var heldur ekki meira Hk-
ur Mexicobúa, heldur en við erum líkir
Kínverjum.
CASABIANCA.
Effit* M. Ilemans.
Um þilfar næstum logi lék,
en litli sveinninn stóð
þar einn og hvergi undan vék,
þótt æstist, tryltist glóð.
Þar stóð hann bjartur, fagur, frjáls,
sem fylkir hafs og lands, —
það voru straumar brana’ og báls,
sem brunnu’ í æðum hans!
Hann vildi hvergi hopa frá,
unz hitti’ liann föður sinn;
en nár hann lá með brostna brá
og brunnin herklæðin.
Hann æpti hátt: ‘ ‘ Mér er svo heitt,
ó, elsku pabbi minn!”
En ekki heyrði hróp hans neitt
hinn hnigni foringinn.
“Ó, má ég ekki fara frá,
minn faðir hjartakær?”
því gegndu skotin hvell og há
og hóf sig loginn nær.
Hann fann- hans anda’ á enni sér,
er yfirlokka’ hann strauk.
Á dauðans var'ðstöð dapurt er
þar drífa’ af neinstum fauk.
Hann hrópaði enn þá hátt og snjalt:
“O, heyrfðu, faðir minn,
má ég nú fara?” — En yfir alt
þá æddu bálfljótin.
Á fleyið loga-leiftrum sló,
í loga fáninn stóð, —
á varðstöð sinni sveinninn dó
með sömu festu’ og ró.
Það kvað við þruma heljar há.
En — hvar var drengurinn?
Ó, spurðu storminn, sem um sjá
ber sorg og náhljóðin. —
Hann svelgdi þarna sérhvers flak,
hvert siglutré og streng.
En sárast .var að sjá á bak
þeim sanna, gófí/i dreng.
—'Casabianca var sonur sjóliðsforingjans
á herskipinu “L’Orient” og með föður sín-
um í oruistunni við Níl. Faðir hans bað hann
að gæta stýrisins meðan hann gengi frá að
segja fyrir. Sjóliðsforinginn féll skömmu
síðar, en drengurinn sá það ekki fyrir reykn-
um. Skipið tók brátt að loga og skipverjar
hlupu í bátana til að bjarga sér. Drengur-
inn var beðinn að*koma, en hann vildi ekki
óhlýðnast föður sínum, heldur beið eftir
leyfi hans og brann með skipinu.—Unga Isl.