Lögberg - 30.06.1932, Síða 4
Bls. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JÚNÍ 1932.
Högtierg
Geíið út hvern fimtudag af
THE COLVMBIA PRESS LIMITED
69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Verð $3.00 um áríð—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia
Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
PHONES 86 327—86 328
Canada
Á föstudaginn í þessari viku er 1. júlí,
þjóðminningardagur Canada. Þann dag tek-
ur Canada þjóðin sér hvíld frá daglegum
störfum sínum, og minnisit síns eigin afmæl-
isdags. Fyrir 05 árum, eða 1. júlí 1867, var
sambandið myndað milli fylkjanna í landinu,
sem þá voru til og höfðu einhvers konar
stjórn hvert um sig. Frá þeim tíma telst
aldur Canada sem sérstaks ríkis, í samveld-
inu brezka.
Sextíu og fimm ár er ofboð stuttur j)jóð'-
araldur. Canada er enn á bernskuskeiði,
hvað aldurinn snertir. En þjóðin hefir engu
að .síður tekið afar miklum þroska. Hún
hefir kannske tekið of bráðum þroska, en það
jafnar sig þegar tímar líða.
Landið, Canada, er eitt af allra auðugustu
löndum heimsins frá náttúrunnar hendi.
Landið getur fætt og klætt afskaplega mikinn
fólksfjölda, og það getur ekki hjá því farið,
að Canada þjóðin verði ein af stórþjóðum
heimsins, þegar tímar líða. Engin þjóð hef-
ir meiri ástæður til að hafa bjargfasta trú á
framtíð síns lands, heldur en vér, Canada-
menn.
1 Canada eru fleiri Islendingar, heldur en
í nokkru öðru landi, utan íslands sjálfs.
Þeir íslendingar allir, sem gerst hafa borg-
arar þessa lands, eru einn hluitinn af hinni
margþættu, canadisku þjóð, sem enn er í
myndun. Allar vorar borgaralegu skvldur
eigum vér að rækja við þetta land, og því
betur sem vér íslendingar lærum að unna
þessu landi, sem nú’er orðið “vort eigið
land, vort fósturland,” því betra er það
fyrir oss sjálfa. Það er öllum mönnum gott
að unna sínu eigin landi, en til þess þarf
maður fyrst og fremst að gera sér grein
fyrir kostum þess og meta þá og sjá fegurð
þess og gleðjast yfir henni.
Enginn má skilja orð vor svo, að vér séum
að amast við íslenzkri þjóðrækni landa vorra
hér í landi, eða viðhaldi íslenzkrar tungu.
Það er ekkert í þá áttina. En þegar um rétt-
indi og skyldur borgarans er að ræða, þá
verðum vér ávalt að gæta þess, að vér erum
fyrst og fremsit Canadamenn. Canada er
landið, sem vér eigum að njóta, og sem á að
njóta vor.
Látum þjóðminningardaginn, 1. júlí, minna
oss ,á þetta.
Kirkjuþingið
Viér byrjuðum á því lítilsháttar í síðasta
blaði, að segja lesendum Lögbergs frá kirkju-
þinginu, sem lialdið var í Fyrstu lútersku
kirkju í Winnipeg, dagana 16.—21. þ. m.
Hvað presta og fulltrúa snertir mun þing-
ið liafa verið álíka vel sótt, eins og vanalega
gerist. Voru þeir alls 63 og þar af tólf prest-
ar, en urðu þrettán, áður en þinginu lauk,
því einn maður var prestvígður á þinginu,
eins og þegar hefir verið tekið fram. En
auk þeirra, sem sæti áttu á þessu kirkjuþingi,
var þar á flestum fundunum margt aðkomu-
fólk, bæði frá Winnipeg og víðar að. Fanst
oss það, meðal annars, benda til þess, að
áhugi fyrir málum kirkjufélagsins væri enn
engu minni heldur en áður, þó þar sé nú
viitanlega erfiðara við margt að eiga, heldur
en áður var, því ekkert kemur fjárkreppan
síður við íslenzka og lúterska kirkjufélagið í
Vesturheimi, heldur en aðra.
Málefni þau, sem kirkjuþingið hafði til
meðferðar, voru að mestu, eða öllu leyti, hin
sömu, eins og á mörgum undanfömum þing-
um. Og naumast verður annað sagt, en fram
úr þeim hafi ráðist mjög á sama veg, eins
og áður, þó einstaka breyitingar væru gerð-
ar hér og þar.
Það málið, sem mestar umræður urðu um
og sem helzt virtist valda töluverðum ágrein-
ingi, var það, hvort kirkjufélagið skvldi
ganga inn í hið mikla kirkjusamband, sem
nefnt er “United Lutheran Church in
America. “ Hefir það mál verið til umræðu
innan kirkjufélagsins nú í nokkur undanfar-
in ár og verið rætt á kirkjuþingum áður, en
aldrei eins ákveðið eins og á þessu kirkju-
þingi. Er sú hugmynd gömul innan kirkju-
félagsins, að sameinast einhverju af hinum
sitóru lútersku kirkjufélögum, sem aðallega
eiga sín heimkvnni í Bandaríkjunum. Samt
hefir aldrei orðið af þessu, og sýnir það, að
eitthvað meir en minna hefir þótt athuga-
vert við það frá kirkjufélagsins hálfu, að
sameinast öðrum kirkjufélögum, því fast-
lega hefir stundum verið með því mælt.
Á þessu nýafstaðna kirkjuþingi var meira
um þetta mál í-ætt, heldur en á nokkru öðru
kirkjuþingi áður, þó ekki stæði til að vísu, að
þetta inngöngumál yrði afgreitt á þessu
þingi, eða þar samþykt, að ganga inn, í þetta
sinn.
Tva>r tillögur komu fram í málinu. Önnur
sú, að vísa málinu af starfsskrá kirkjuþings-
ins. Hin að fela framkvæmdarnefnd kirkju-
félagins að hafa málið til meðferðar til næsta
kirkjuþings. Var sú síðari samþykt.
Málið er því alveg óráðið enn, en þetta
inngöngumál virðist nú sótt af miklu meira
kappi heldur en áður, en ef til vill er mót-
staðan líka enn ákveðnari en verið hefír.
Þrátt fyrir það, að þetta mál hefir nú
lengi verið á dagskrá kirkjufélagsins, ])á
dvlsit oss þó okki, að fæstum, innan kirkjufé-
lagsins, er þetta mál enn svo kunnugt, að
þeir hafi, þess vegna, skilyrði til ac$ skapa
sér fasta og grundvallaða skoðun á málinu.
En sú þekking fæst ekki fyrirhafnarlaust,
frekar en annað, og þeir, sem vilja verulega
kynnast þessu máli og skilja það, mega við
því búast, að þeir þurfi töluvert mikið fyrir
þ\u að hafa. Samt er þekkingin ekki mikils
virði, ef hennar er leitað að eins í þeim til-
gangi að finna ásitæður fyrir inngöngunni,
eða gegn henni.
Kirkjufélagið þarf að gera sér Ijósa grein
fvrir því, að hér er um mál að ræða, sem er
fyrst og fremst mikils vert og hefir víðtæka
þýðingu fyrir framtíð félagsins, en sem er
enn ekki orðið almenningi nærri því full-
ljóst. Þar að auki eru skiftar skoðanir um
málið og munu ýmsir hafa myndað sér á-
kveðnar skoðanir á því nú þegar, prestarnir
að minsta kositi, og sjálfsagt einhverjir
fleiri. Hér er því ástæða til að gæta allrar
varfærni og góðgirni, en forðasit að gera
þetta að kappsmáli, ef mögulegt er að kom-
ast hjá því.
Eins og áður er sagt, var þessu máli vísað
til stjórnarnefndar kirkjufélagsins og hefir
hún það með höndum til næsta kirkjuþings.
Sjálfsagt er að vona, að hún fari vel og viitur-
lega og góðgjarnlega með þetta viðkvæma
vandamál. En það er ekki nóg að prestamir
og kirkjufélagsstjórnin hugsi um málið. Söfn-
uðirnir hver um sig, þurfa að gera það líka.
Kirkjufélaginu ríður á að viita hvað það vill
í þessu máli, áður en það afræður, hvað gera
skal.
Skólamálið yar afgreitt á sama hátt og í
fyrra, eða með sömu þingsamþykt: “að
skólaráðinu sé leyft að halda áfram skólan-
um annað ár, ef það, ásamt öðrum vinum
skólans, treysti sér til að standa straum af
fjárhag skólans, með frjálsum samskotum.”
Efitir því sem oss skilst, hefir skólanum
gengið vel árið sem leið. Aðsókn hefir ver-
ið meiri heldur en nokkru sinni fyr. Skóla-
gjöld hafa borgast vel og gjafir til skólans
hafa verið næstum furðulega miklar, þegar
tekið er tillit til árferðisins. Samt mun einn-
ig þetta síðasta ár, hafa orðið nökkur tekju-
halli á rekstri skólans,.eða um $600.00. Skól-
inn heldur því vafalaust áfram, eins og áður.
Kirkjulþinginu var slitið um miðjan dag á
þriðjudaginn í vikunni sem leið, og stóð það
því yfir nokkuð lengur, heldur en vanalega
gerist. Sagði einn af kirkjuþingsmönnum
oss, að það hefði verið vegna þess, að prest-
amir væra alt af að verða mælskari og
mælskari. Sumir þeirra hefðu talað í hverju
máli og oft í sumum. Hélt hann að ástæða
væri tH, að því mikla mælskuflóði yrði ein-
hver takmörk sett. Auðvitað á þetta ekki
nema við suma þeirra.
Síðasta verk þingsins var að kjósa em-
bættismenn og nefndir. Séra K. K. Ólafson
var endurkosinn forseti og séra Jóhann
Bjarnason skrifari. Féhirðir baðst undan
endurkosningu og var S. O. Bjerring kosinn
í hans stað. 1 Betel-nefnd og skólanefnd eru
hinir sömu og áður, en framkvæmdarnefnd-
in er nú nokkuð öðruvísi skipuð, en áður var.
í henni eru nú, auk forseta, séra Sigurður
Ólafsson, séra Jóhann Bjaraason, séra Jónas
A. Sigurðsson, séra Rúnólfur Marteinsson,
J. J. Myres og G. J. Oleson.
Það var ekki ákveðið á þessu kirkjuþingi,
hvar næsta kirkjuþing skyldi haldið. Enginn
af söfnuðunum bauð kirkju])inginu til sín
næsta ár, en þegar svo vill til, er það ávalt
haldið í Winnipeg. Má því gera ráð fyrir, að
svo verði einnig næsta ár, nema því að eins að
boð komi síðar frá einhverjum hinna safn-
aðanna.
Að skilnaði þakkaði kirkjuþingið Fyrsta
lúterska söfnuði fyrir góðar viðtökur og ósk-
^iði honum allra heilla.
Ný ættfræðibók
BERGSÆTT.
Nú eru 250 ár liðin síðan sá
maður fæddist, sem fjölmargir
íslendingar, einkum þó Sunnlend-
ingar, geta rakið ætt sína til, en
það er Berlgur Sturlaugsson í
Brattsholti, f. 1682.
Hefir hr. Guðni Jónsson magi-
ster nú samið og prenta látið
ættartölu Bergs og niðja hans,
en þeir eru nú svo fjölmennir
orðnir, að höf. gerir ráð fyrir því
í formála bókarinnar, að á sínum
tíma muni mega segja hið sama
um Berg og afkomendur hans, sem
sagt hefir verið um Jón biskup
Arason, sem talið er að jafnvel
allir íslendingar séu nú frá hon-
um komnir. Höf. segir: “Eftir
svo sem tvær til þrjár aldir verða
allir íslendingar af sama Bergi
brotnir.”
Enn fremur er í formálanum
prentuð skiftagerð frá 27. maí
1763, um “eftir látið sterbú Sig-
ríðar” konu Bergs; er skiftagerð-
in fróðleg og nákvæm og má af
henni ráða, hverskonar búshlutir
og búfénaður hafi verið til á
sæmilega efnuðu sveitaheimili á
öndverðri 18. öld, því alt er til-
tínt, smátt og stórt, frá álnarvirði
til hundraða.
Ættbálkur Bergs og niðja hans
hefst eiginlelga á Vopna-Teiti (f.
1529), en hann var fráafi Bergs
og er framætt Bergs rakin alla
leið til landnámsmanna.
í nafnaskrá bókarinnar eru all-
ir þeir taldir, er bókin getur um,
—nál. 5300 nöfn—, en meðal
þeirra eru margir nefndir og ætt
þeirra rakin, i framætt, þótt ekki
eigi þeir neitt annað skylt við
ætt Bergs en það; að þeir giftust
ættmönnum hans. T. d. má benda
á, að H. J. er kominn af Bergi,
en kona hans ekki, og er ætt henn-
ar rakin til Sigvalda lanlgalífs (á
síðari hluta 15. aldar). J. V. D.
er giftur konu af Bergsætt og ætt
hans rakin til Torfa Jónssonar
hins ríka í Klofa (d. 1504). Þá
er ætt Sn. G. rakin til Barna-
Sveinbjarnar í Múla (d. 1489), en
kona hans er af Bergsætt. Þann-
ig er og um marga aðra.
Sem dæmi þess, hversu höf. rek-
ur ættir manna ýtarlega, en þó
glögglega, er þetta m. a.:
“7. a. Árni Silgurðsson fríkirkju-
prestur í Reykjavík f. 13. sept.
1893, kvæntur 10. ág. 1922 Bryn-
dísi (f. 10. des. 1899) Þórarins-
dóttur prests á Valþjófsstað, Þór-
arinssonar bónda á Skjöldólfs-
stöðum á Jökuldal (d. 3. júní
1870), Stefánssonar prests á
Skinnastað (d. 1849), Þórarins-
sonar prests í Múla (d. 7. ágúst
1816), Jónssonar þrests /í Mý-
vatnsþingum (d. 1791b Þórarins-
sonar prests í Nesi í Aðaldal (d.
1751), Jónssonar prests í Stærri-
Árskógi (d. 1696), Guðmundss.
lögréttumanns í Flatatungu, Ara-
sonar, Guðmundasonar, Finars-
sonar í Bólstaðarhlíð, Þórarins-
sonar lögréttumanns s. st. (d.
1544), Steindórssonar á Hofi í
Vatnsdaþ Sölvasonar; þ. b.:
8. a. Þórarinn, f. 3. febr. 1932”,
o. s. frv.
All þá ættmenn, sem fæðst hafa
utan hjónabands, kallar höf. laun-
börn—-til aðgreiningar frá hjóna-
bandsbörnum — og eru þau æði-
mörg, sem við er að búast um
svo fjölmenna ætt. Er það föst
regla höfundarins, en undantekn-
ing frá þessu eru þó börn, sem
fædd eru á undan hjónabandi, ef
foreldrarnir Igiftast síðar. Mun
það eflaust engan hneyksla, þótt
þessari málvenju sé fylgt. Fátt
er um hjónaskilnaði í ætt þess-
.
ari.
Meðal annars merkilegs fróð-
leiks, er bók þessi hefir að geyma,
er það, að fæðingarár og dagar
flestra þeirra, er bókin getur um,
eru tilfærðir við nöfn þeirra, svo
og dánardægur fjölmargra lát-
inna manna. Bókin er því harla
merkileg og víðtæk árstíðaskrá
maTgra ættmanna Bergs og ann-
ara, sem búsettir hafa verið um
land alt, í Ameríku og víðar. Auk
I meir en þriðjung aldar hafa Dodd'a
Kidney Pills verið viðurkendar rétta
meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum fleiri sjúkdðmum. Fást hj.I
öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða
sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylgir.
þess hefir höf. stráð ýmsum
skemtilegum ^fróðleik ,innan utn
bókina hér og þar; m. a. þessu, er
Friðrik Bjarnason kennari í Hafn-
arfirði hafði látið honum í té:
“Bergur var mikill söngmaður
og forsöngvari í Stokkseyrar-
kirkju. Eftir honum er þetta haft:
Meðan eg var í útbrotunum sá
eg alt, heyrði ég alt og vissi ég
alt, en síðan ég kom í kórinn,
sé ég ekkert, heyri é!g ekkert og
veit ég ekkert.”
Þegar Bergur sendi einhvern af
sonum sínum út af bænum, var
hann vanur að gefa þeim þetta
heilræði: “Spurðu margs, en
segðu fátt”. Er þetta tilfært sem
dæmi upp á varfærni hans og
hyggindi.
Þau S.tokkseyrar-Dísa og Berg-
ur í Brattsholti voru samtíða og
var þeim allvel til vina. Einu
sinni sem oftar átti Dísa í erjum
við mann nokkurn og sendi eftir
BeTgi sér til liðsinnis. Bergur
vildi ógjarna blanda sér í deil-
una, en fór svo að heiman á leið
fram að Stokkseyri og hleypti
hestinum, sem hann reið, á kaf í
Korphólslæk, sneri síðan aftur
heim til bæjar og þóttist löglega
afsakaður.”
Það hefir verið í almæli áður,
að Bergur Sturlaugsson hafi átt
sex sonu og sex dætur, en ekki
telur höf. ugglaust að telja dæt-
urnar fleiri en fjórar. “Má þó
vera”, segir jhann, “að börnin
hafi verið fleiri, en þá hafa þau
dáið ung”. — Á sonasæld hans
(þ. e. Bergs), bendir þessi !gamla
vísa, sem margir kunna:
“Sex eru taldir synir Bergs á
sigluhundi,
Ari, Valdi, Grímur, Gvendur,
Jón og Mundi.”
Bætir svo höf. við ýmsum at-
hugunum og fróðleik um Berg
Sjálfan og ýmsa ættmenn hans.
iNiðurröðun efnisins og nafna-
skráin er aðgen'gileg mjög og auð-
velt að átta sig á röð ættliðanna
og aðgreiningu þeirra, þar sem
ávalt er sýnt hversu langt hver
ætt manna og hvar í röðinni þeir
eru frá ættföðurnum og afkom-
endum hans.
Bókin er prentuð í ísafoldar-
prentsmiðju, í Skírnisformi, XVI.
og 439 bls. að stærð og hin vand-
aðasta að öllu leyti.
Loks má Igeta þess, að góða og
fróðlega viðbót við ættartölu
þessa er að finna í bókinni, þar
sem er “Gamlahrauns-ætt”, og
hefst hún á Þorkeli Jónssyni
skipasmið á Gamlahrauni (d. 28.
des. 1820).
Samning bókarinnar hefir höf.
haft í hjáverkum um síðastl.
tveggja ára skeið og með henni
int af hendi erfitt verk og vanda-
samt, sem mikla elju og natni
þurfti til, og það því fremur, sem
fjölda nafna, ártala og mánaða-
da'ga, sem ættartalan greinir frá,
er ekki að finna í kirkjubókum.
Reykjavík, 11. maí 1932,
—Lesb. Jón Pálsson.
Frú Ágústa Sigfúsdóttir
ekkja Sighv. heitins Bjarnasonar
bankastjóra, andaðist hér í bæn-
um í morgun.
Frú Ágústa var dóttir séra Sig-
fúsar Jónssonar, prests að Tjörn
og Undirfelli, systir Magnúsar
heitins Th. S. Blöndahl, Björns
Sigfússonar fyrv. alþ.m. á Kornsá
o!g þeirra systkyna.
Hún var nokkuð hnigin að aldri,
merk kona og góð.—Vísir 30. maí.
Islenzku tímaritin
(Framh.)i
Sjáum nú frekar, hvað Kvaran
segir um þennan sérstaka viðburð
sögunnar:
“í því sambandi, sem hér er
einkum tekið til meðferðar, er
þess helzt að geta, að Ragnheið-
ur, sem fengið hefir ást á manni,
finnur með sjálfri sér? að ásta-
líf hennar verður ekki nema hálf-
velgja og óveruleiki, nema hún
veiti útrás þeim líkamlegu hvöt-
um, sem samfélagi manns og
konu eru eiginlegar. Þrátt fyrir
alla sefjun tíðarandans um þessi
efni, er henni ókleift að finna til
blygðunar yfir tilfinningum sín-
um, og hún hefir til að bera
nægilegt stolt og höfðingsskap,
til þess að hlýða upplagi sínu, í
stað þess að skipa lífi sínu sam-
kvæmt utanað komandi venjum.”
Skulum vér ekki um þennan
kafla fjölyrða, en ekki er laust
við það, að manni finnist ósam-
ræmi í þessu og orðunum sem á
eftir fara og svo hljóða: “Þeir,
sem óánægðir hafa verið við höf-
undinn, segja, að hann hafi lýst
vergjarnri konu. Sú umsögn er
með öllu heimildarlaus.” Eg
samþykki þessi orð, en eg á bágt
með að samræma þau því, sem
sagt er í fyrri málsgreininni, en
það er máske fyrir ofan minn
skilning. Það er ekki ástin eða
ástríðan, sem kúgar Ragnheiði til
að stíga það óhappaspor, sem hún
stígur, það er hefndin, sem eg
hefi áður bent á. Eftir mínum
skilningi á sögunnit lifði Ragn-
heiður áður í saklausu ástálífi
með Daða, og við arineld sak-
lausrar ástar situr hún eitt stutt
sumar, eftir að hún hefir tening-
um kastað. Það er því algjört ó-
samræmi, sem kemur fram í
þessum orðum, að hún “finni með
sjálfri sér að ástalíf hennar
verði ekki nema hálfvelgja og
óveruleiki, nema hún veiti útrás
þeim líkamlegu hvötum, sem sam-
félagi manns og konu eru eigin-
legar.” Hún þráir ekki að neyta
hins forboðna eplis, hún þvingar
sig til þess til að ná vissu tak-
marki — koma fram hefnd, og
kannske í þeirri von, að með
þessu móti geti ástalíf þeirra
Daða orðið varanlegt. Annars er
meðferð Kambans á sögunni ó-
eðlileg, ósennileg, og getur varla
staðið, enda engar sögulegar
heimildir eða staðreyndir til að
bygggja á.
“Hugleiðingar um nýtt land-
nám,” eftir Steingrím Matthías-
son læknir, er all-löng ritgerð í
þessu hefti Iðunnar, skrifuð í
góðum anda. Vill hann opna
landið (ísland) upp á gátt öllum
dugandi landnámsmönnum, en
sérstaklega fyrir Vestur-íslend-
ingum. Vill hann bjóða þeim for-
gangsrétt, og vill hvetja stjórn
landsins til þess að veita þeim
sérstök hlunnindi til þess að
hefja nú landnám á ný. Er það
vel hugsað? og margt vitlausara
gætu Vestur-íslendingar gert en
það, að flytja til íslands og byggja
þar framtíð sína. Spursmál er,
hvort ísland er nú ekki eins far-
sæll reitur eins og nokkur annar
í heimi. Það er meiri auðlegð
annars staðar, en mennirnir hafa
nægar sannanir og rök fyrir því,
að auðurinn einn veitir ekki far-
sæld. Yfirstandandi tíð sannar
það, að þar sem mestur er auð-
urinn, þar verður mest örbirgðin,
og afleiðingin er mest bölvun fyr-
ir land og þjóð. Það má segja,
að öll lönd séu góð, náttúruauð-
æfi og lífsmöguleikar yfirgnæf-
andi alstaðar, ef mennirnir færu
skynsamlega að ráði sínu, ef eig-
ingirnin skipaði ekki æðsta sess í
hjörtum þeirra, sem með völdin
fara, sem skapar rammöfugt
mannfélags fyrirkomulag. Gull-
kálfurinn er dýrkaður af háum og
lágum, en hin gullvæga kenning,
að leita guðs ríkis og hans rétt-
lætis” er einskis vert talið, en þó
er það það eina, sem getur gert
mannkynið farsælt, — en það
mun verða lanlgt þar til menn
skilja svo vel örlagarúnir tímans.