Lögberg - 01.12.1932, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.12.1932, Blaðsíða 1
45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN I. DESEMBER 1932 NÚMER 48 Samsæti iSkemtilelgt og ánægjulegt sam- sæti var haldið, að heimili Dr. og Mrs. B. J. Brandson, á mánudags- kveldið, hinn 21. nóvember. Það var kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, sem fyrir því gekst, en heiðursgestir voru þær Mrs. Ásdís Hinriksson og Miss Eleanora Júlíus, fyrverandi forstöðukonur elliheimilisins Bet- el, en þær hafa nú báðar látið af því umfangsmikla starfi og gera sér nú vonir um að njóta rólegra ellidaga. Það var kvenfélagið, sem stóð fyrir þessu samsæti, eins og fyr se'gir, og það voru aðeins kven- félagskonur, sem þátt tóku í því, um sjötíu alls. Þegar konurnar voru allar komnaf og búnar að fá sér sæti, setti forseti félagsins. Mrs. Hansína Olson, samsætið og flutti ávarp það, sem hér fer á eftir/ “Kæru heiðursgesíir! Mrs. Hinriksson o!g Miss Júlíus. Það er í tilefni af því, að þið eruð að leggja niður ykkar göfuga starf sem forstöðukonur elliheim- ilisins Betel, að kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir stofnað til þessa samsætis. Kvenfélagið vill færa ykkur sitt innilegt þakk- læti fyrir starf þetta, sem þið nú í seytján og hálft ár hafið Int af hendi, með svo mikilli alúð og kærleika. Félag vort hefir í öll þessi ár staðið í svo nánu sambandi við Betel, að því er vel kunugt um hvað mikla sjálfsfórn þið einatt hafið sýnt, hvor í sínum mismun- andi verkahring. Þú, Mrs. Hin- riksson, með bústjórnina, dugn- aðinn og fyrirhyggjuna, en Miss Julius-með nákvæmnina og alúð- ina við að hjúkra þeim sjúku og niðurbrotnu, hvort heldur var á sál eða líkama; en þó starfssvið ykkar væri svona mismunandi, þá átti það sammerkt með því, að þið unnuð í félagi að ha'g heimilisins á allan hátt. Þegar maður lítur til baka og lítur inn í litla heimilið á Winni- peg Ave. 1915) og hugsar svo um þetta sama heimili nú, sem þannig hefir vaxið undir ykkar stjórn, þá gengur það næst kraftaverki. Og það er stór sigur. Nú, þegar þið leggið niður starfið, þá er það fyrir það, að það var farið að hausta á æfiferli ykk- ar, en við biðjum og vonum, að haust ykkar verði blitt og fagurt, og það færi ykkur ró og frið, svo það verði regluleg hvíld, eftir langt og þarft æfistarf. Kvenfélagið langar til að af- henda ykkur litla 'gjöf, sem þið ættuð í minningu um þessa stund. Gjöfin er lítil en við vitum að þið virðið ekki gjöfina að verðgildi, heldur hlýhugans sem stendur á bak við. Það er mest um vert.” Gjafir þær, sem vikið er að í þessu ávarpi, voru bækur tvær, sín handa hvorri konunni, sem Mrs. Olson afhenti. Þá skemti Mrs. S. K. Hall með einsöng, sem allar konurnar höfðu mikla unun af að hlýðaá. Mrs. W. Dalman lék undir á hljóðfærið. Söng Mrs. Hall hvað eftir annað um kveldið og stundum sungu kon- urnar allar. Þá bauð Mrs. Olson Mrs. F. Johnson að, segja nokkur orð, og var það sem hún sagði á þessa leið: “Mér dettur í hug að -í gamla daga heima á íslandi var konum við öll hátíðlega tækifæri skautað, og þegar eg fyrst man eftir mér, áttu flestar konur Gamla skautið svo- kallaða. Með því voru brúkaðir mjög stórir og skrautlegir silki- klútar, sem voru vafðir um höfuð- ið hver utan yfir annan líkt og Þinghlé Sambandsþinginu var frestað á föstudagskveldið í vikunni sem leið, og kemur ekki saman aftur fyr en um mánaðamótin janúar og febrúar 1933.’ í þetta sinn sat þingið í fimtíu daga og einum betur. Verkið, sem eftir þingið liggur í þetta sinn, er að leggja blessun sína yfir allar gerðir sam- veldisfundarins, sem haldinn var í Ottawa í sumar. öll nauðsyn- leg löggjöf, viðvíkjandi viðskifta- samningum Canada við hinar sam- veldisþjóðirnar, þeim er gerðir voru í sumar, er nú samin og sam- þykt. Ekki gekk þetta samt orða- laust af og er áætlað að í neðri málstofunni hafi orðafjöldinn á þessu þingi, orðið 1,250,000, en ekki nema 150,000 í efri deildinni. Kostnaðurinn við þetta þing nam $765,000, o’g er það hér um bil $600,000 meira, en stjórnin gerði ráð fyrir. “túrban”, og því efnaðri sem konan var, því fleiri voru. klútarnir, og þaðan er máltækið runnið, að það sé hver silkihúfan upp af annari. Það hefir nú breytt merkingu og er oft notað sem háðsyrði, en e!g nota það í beztu merkingu. Við, kvenfélagskonur, erum í kveld áð skauta -þessum IVinkonum okkar með skauti kærleika og virðingar fyrir þeirra langa og dygga starf í þarfir líknarstarfsins, og vildi eg gjarnan mega le!ggja til einn silkiklútinn. Við þektum báðar þessar konur áður en þær byrjuðu starf sitt á Betel, og okkur þótti vænt um þær þá, og okkur þótti enn vænna um þær þar og vænst þykir okkur um þær nú, eftir að þær hafa aflokið sínu langa og ó- gleymanlega starfi á Betel. En 1 sambandi við þetta tækifæri finst mér ekki óviðeigandi, að íhuga nú | það sem fram undan okkur Ii!gg- ! ur, og það er það, að vefa þráð kærleika og góðvildar utan um konurnar, sem nú taka við þessu ábyrgðarmikla og vandasama starfi, sem þessar vinkonur okkar hafa haft á hendi síðan heimilið var stofnað. Við, ■ sem elliheimilinu Betel unnum, megum þakka góðum Guði fyrir hversu vel forstöðunefnd heimilisins hefir tekist að velja því forstöðukonur í stað þeirra, sem við nú erum að heiðra. Við vitum, að þær eru miklum hæfi- leikum og dygðum gæddar. Við allar þekkjum Ingu Johnson og hennar mannkosti og lífsferil, og hún er þekt af fleirum en hennar eigin þjóð. Á vígstöðvunum á Frakklandi offraði hún öllu fyrir það mesta kærleiksverk, sem nokkur manneskja getur int af hendi, og þar var hún af konung- um tveggja þjóða sæmd hæstu heiðursmerkjum, sem hægt er að veita nokkurri konu. Æfinlega var hún þar sem mest á reyndi, og seinasta hermannmum, sem særð- ist á vestur-vígstöðvunum, rétt áður en sá boðskapur var kveðinn upp, að le&gja niður vopn, hjúkr- aði hún. Það kom út í Lundúna- blaði mynd af þessum manni og Ingu, þar sem hún er að hjúkra honum. Þessi kona verður nú húsmóðir á Betel. Þvílík undur- samleg náð! — Guðríður Swain- son er líka þekt af mörgum, þótt. hennar kjör og verkahringur hafi verið dálítið á annan hátt, þá vita þeir, sem þekkja hana, að hún er gædd óvenju miklu sálargöfgi og hæfileikum, og verklega fjölhæf í bezta lagi. — Mrs. Nordal er minna þekt af okkur og eg fyrir mitt leyti veit ekki skírnarnafn hennar, en að hún er ráðin af nefndinni að Betel til að hafa eft- (Framh, á 5. bls.)i Bæjarráðsmaður VICTOR B. ANDERSON. Hann náði kosningu sem bæjar- ráðsmaður í 2. kjördeild, við bæj- arstjórnar kosningarnar í Winni- peg á föstudaginn í vikunni sem leið. Mr. Aderson er reglulegur Winnipeg-maður og hefir verið hér alla æfi, siðan hann var fimm ára, en nú er hann rétt fimtugur að aldri. Hann er prentari og vinnur, hjá T.he Columbia Press, Ltd., og hefir unnið í mörg undan- farin ár. Af Victor Anderson má góðs eins vænta í bæjarráðinu, því hann er Igreindur maður og dreng- ur hinn bezti. Lögberg óskar hon- um allra heilla í hinni ábyrgðar- miklu og vandasömu stöðu, sem hann nú h.efir verið valinn til að gegna. Eiga nú tveir íslendingar sæti í bæjarráðinu í Winnipeg, Paul.Bar- dal, sem kosin var í fyrra, og Victor B. Anderson, sem nú hlaut kosn- ingu. Frá íslandi ísafirði, 29. okt. 1 fyrrakvöld rákust tveir- bátar á fyrir utan Hnífsdal. Var annar þeirra Samvinnufélagsbáturinn Gunnbjörn, er var á leið til fiskj- ar, en hinn Þorsteinn Svörfuður. er var á leið norðan frá Siglu- firði. Sökk Þorsteinn samstund- is svo skipverjar björguðust með naumindum yfir í Gunnbjörn, er ekki sakaði. Prófum er ekki lok- ið út af árekstrinum. Fremur tregur afli að undan- förnu. Mestallur fiskur settur í ís. Enskur botnvörpungur á veg- um Samvinnufélagsins fór héðan í gærkvöldi með 60 smálestir. Sur-| prise fór einnig í gærkvöldi með fisk frá Bolvíkingum o!g Hnífs- dælum. Hávarður seldi afla í Grimsby í gær fyrir 1200 sterlingspund. — Mgbl. Borgarnesi 4. nóy. FB. Eldur eyddi íbúðarhúsinu í Mun- aðarnesi í Stafholtstungum mið- vikudagsnótt síðastliðna. Við húsið eru áfastir skúrar, sinn við hvorn enda, og var verið að svíða í öðrum skúrnum um kveldið. Kviknaði þá í torfgólfi og var eld- urinn slöktur, að því ér menn ætl- uðu, en um kl. 5 að morgni var orðið alelda undir gólfi íveru- hússins. Hefir eldurinn læst sig undir það úr skúrnum. Var þegar tekið til að bera út húsmuni, því að séð varð, að engin tiltök voru að kæfa eldinn, en ekki björguð- ust allir munir fólksins. Húsið var bygt af timbri og var 10x12 álnir. Var það vátrygt, en hús- munir ekki. Munaðarnes stepdur við Norðurá, nokkru ofar með ánni en Haugar, en hinum megin árinnar er Hlöðutún, litlu neðar en Munaðarnes, og þangað fór fólkið um morguninn. — Vísir. Mrs. J. Gillis heiðruð með kveðjusamsæti í Glenboro. 0 Á fimtudagskvöldið 27. okt. s. 1. var fjölment samkvæmi í sam- komusal íslenzku kirkjunnar i Glenboro, til þess að kveðja Mrs. J. Gillis, sem þá var á förum frá Glenboro, eftir 36 ára dvöl í bæn- um. Það var almenn þátttaka ís- Iendinga i þessari kveðjuathöfn, sem var hin ánægjule!gasta í alla staði. Samkomunni stýrði séra E. 'H. Fáfnis og ávarpaði heiðurs- gestinn. G. J. Oleson mælti einn- ig nokkur orð við þetta tækifæri og flutti heiðursgestinum ávarp fyrir hönd fs’endinga í Glenboro, og afhenti hann henni vandað úr (wrist watch að gjöf frá íslend- ingum í Glenboro, með viðeigandi áletran, er gert hafði hr. G. Lam- bertsen !gullsmiður. Mrs. R. A. Anderson, forseti íslenzka kven- félagsins, talaði fyrir hönd kven- félagsins og í lipurri ræðu mint- ist á starf Mrs. Gillis, mintist þess, að hún hafi verið fyrsti for- seti kvenfélagsins og væri nú heiðursforseti þess. Séra E. H. Fáfnis söng nokkra einsöngva, og einnig voru sungnir almennir söngvar, bæði enskir o'g íslenzkir, sem allir tóku þátt í. Þakkaði heiðursgesturinn með fáum en vel völdum orðum fyrir gjöfina og heiður þann, er henni var sýndur. Veitingar voru þá fram reiddar öllum viðstöddum. Við borðið með heiðursgestinum sátu dætur hennar, Mrs. A. E. Oleson og Mrs. R. Nelson; einnig tenigdasonur hennar, Mr. Nelson, og Mr. og Mrs. E. H. Fáfnis. Samsætið var í alla staði hið ánæigjulegasta, hlýhug- ur einlægur frá öllum til heiðurs- gestsins á þessari skilnaðarstund var auðsær í einu og^ ollu. ^^^ Mrs. Gilis er nú alfarin^rá Glenboro, áleiðis til Californíu/, til að dvelja hjá dætrum sínum. Hún misti mann sinn Jon Gillis^íGísla- son) síðla í seplember. Hann var fæddur 1861 á Kambi í Hróars- holti í Árnessýslu, lærði járnsmíði í Reykjavík, kom til Vesturheims árið 1885. Mrs. Gillis er fædd á Leirvogstungu í Gullbringusýslu 1863. Þau hjón bjuggu í Glenboro i 36 ár, tóku mikinn þátt í félags- lífi íslendinga. Mr. Gillis stund- aði járnsmíði öll árin, er hann bjó í Glenboro. Hann var dugnaðar- og hagleiksmaður til allra verka. Þeirra hjóna verður lengi minst *af íslendingum og mörgu hérlendu fólki á þessum slóðum. Hugheil- ar haminjuóskir fylja Mrs. Gillis i í hennar nýja umhverfi. G. J. Oleson. Ávarp til Mrs. J. Gillis. Flutt í kveðju-samsæti í Glenboro 27. okt. 1932. Við erum komin hér saman í kvöld, öll í sama anda, til þess að kveðja þig og þakka þér fyrir ár- in, sem við höfum átt samleið, ár- in mörgu, sem við sameiginlega eigum svo margar hugljúfar end- urminningar frá. Við höfum öll fundið til þess einum hu!ga, að við gætum ekki séð þig fara frá okkur án þess að sýna þér lítinn vott þakklætis fyrir samleiðina og samstarfið, sem hefir verið svo margbrotið; stundum erfitt, en oftar gleðiríkt. Við þökkum þann góða þátt, sem þú hefir lagt til á- hugamála vorra, með klökkum huga á þessari skilnaðarstund; Við slík tímamót rifjast svo margt upp úr endurminninga sjóðnum, þá liggur sem opin bók fyrir framan mann svo fjölmaiigt, sem á dagana hefir drifið, , sem er geymt og verður geymt í hug og hjarta sem helgidómar. Leiðin Baejarstjórnarkosningarnar í Winnipeg Bæjarstjórnarkosningarnar á föstudaginn í síðustu viku, fóru þannig, að R. H. Webb var end- urkosinn borgarstjóri. FéLlu at- kvæði þannig, að Webb hlaut 25,079 atkvæði, Queen 20,812 og Penner 3,496. Hafði Webb því 771 atkvæði fram yfir báða gagn- sækjendur sína. Er þetta í sjöunda sinn, sem Webb er kosinn borgarstjóri í Winnipeg. Árlega ber að kjósa níu bæjar- ráðsmenn, til tveggja ára, en í þetta sinn voru kosnir 11, því einn af þeim, sem áður voru, hafði sa!gt af sér og annar dáið á árinu. í stað þessara tveggja voru að sjálf- sögðu kosnir nýir menn og tveir af hinum fyrverandi bæjarráðs- mönnum náðu ekki kosningu. Það voru þeir Mr. Cuddy í 1. kjördeild og Mr. McLeanJ 3. kjördeild. Hin- ir nýju bæjarráðsmenn eru því fjórir: C. H. Gunn og W. B. Low í 1. kjördeild, Victor B. Anderson í 2. kjördeild og Dr. H. Oelkers í 3. kjördeild. Hefir verkamanna- flokkurinn, I.L.P., unnið tvö sæti og hefir nú sjö af átján alls í bæjarráðinu. Þar að auki er gert ráð fyrir, að tveir af þeim, sem óháðir teljast, muni fylgja verka- mannaflokknum í ýmsum málum, þegar til atkvæða kemur. Það eru þeir T. D. Ferley og Dr. Oelkers. í skólaráðinu urðu litlar breyt- in!gar frá því sem áður var. er orðin löng, sem við höfum ferð- ast saman; stundum hefir verið dimt í lofti, lífið er svoleiðis, það skiftast á skin og skúr. En þegar við horfum yfir árin og lífið, þá er skuggahliðin hverfandi í sam- anburði við sólskinshliðina, Líf- ið á svo mikið af ’gleði og sólar- ljósi, ef maður hefir rétta sjón á því. Þú hefir átt bjartsýni og framsóknarþrá, og fyrir það þökkum við þér eitt og öll. Gleð- in, sem hefir auðgað líf okkár á þeim 36 árum, sem þú hefir verið með okkur, hefir verið mæld okk- ur ríkulega og til þess hefir /þú lagt þinn stóra skerf. Við vonum og óskum, að í endurminningunni megir þú geyma glaðar og bjartar minnin’gar um árin og dagana, sem þú hefir átt heima í Glen- boro, þegar sólin og bliðviðris- blærinn í hinum suðræna aldin- garði, leikur þér um vanga. 1 okkar litla mannfélagi hefir þinn verkahringur verið stór. Þú hefir tekið þátt í okkar félags- skap frá fyrstu tíð með heilum hug. Sem forstöðukona kvenfé- la!gsins um mörg ár, lagðir fram krafta þína og beittir þér heil og óskift fyrir þau velferðarmál, sem barist var fyrir. í, söfnuðinum frá því hann var stofaður og fram á þennan da!g hefir þú verið lif- andi meðlimur og lagt fram það bezta, sem þú áttir, ,sem djákni starfaðir þú með alúð og ein- lægni, og frá því um embættis- árin sem djákni, og bæði fyr og síðar eru mörg dæmin fögur, er þú hlyntir að sjúkum og sorg- mæddum á ýmsa lund; þess minn- ist nú margur með þakklátum hu'ga. Þú hefir verið gestrisin og glaðvær jafnan. íslenzkan gest- risnisanda fékst þú í vöggugjöf. Það var jafnan svo ánægjulegt að koma á heimilið snyrtilega. Það var svo bjart í húsinu þínu. And- rúmsloftið var svo heilnæmt. Við kveðjum þig með söknuði og með þakklæti fyrir alt gott. Guð blessi þig og þína, og gefi þér björt og farsæl árin, sem fram- undan eru. Með þessar hugsanir réttum við þér einlæga vinarhönd, og sem Söngsamkomur Guðmundar Kristjánssonar 'Þess var nýlega getið í Lög- bergi, að Guðmundur söngmaður Kristjánsson væri væntanlegur til Norður Dakota til þess að syngja á vikulegum samkomum tveggja helztu mentastofnana rík- isins. Söng hann þar eins og á- æt’.að hafði verið og er verðu'gt, að segja stuttlega frá komu hans norður hingað. Það ber ekki til á degi hverjum, að íslenzkur söng- maður haldi samkomur hér. Fimtudaginn 10. nóvember söng Guðmundur á samkomu kennara og nemenda Norður Da- kota háskóla, í Grand Forks. Þrátt fyrir versta hríðarveður, storm og fannfergi, sótti marg- menni samkomuna, um þúsund manns, að því er talið var, o'g söngmanni var óspart klappað löf í lófa. Miklu fleiVi, einkum af bæjarbúum, hefðu samt viðstadd- ir verið, ef illviðrið og snjóþyngsl- in hefðu' eigi hamlað. Söngfróðir menn * háskólans luku lofsorði á kunnáttu Guðmundar og raddfeg- urð hans. “Grand Forks Her- ald”, eitthvert útbreiddasta blað hér í ríkinu, flutti ítarlega frá- sögn um samkomuna ásamt mynd af söngmanninum, og sagði, að söngskráin hefði verið ágætlega valin og jafn prýðilega með lögin farið. “Grand Forks Skandinav”, sem frændur vorir Norðmentt standa að, fór einnig fögrum orð- um um samkomuna, lagði áherzlu á listasmekk söngavarans, en hrós- aði þó mest meðferð hans á ís- lenzku lögunum á söngskráni. Má bæta því við, að lögin þessi, eftir Sigvalda Kaldalóns, Árna Thor- steinsson og Sveinbjörn Svein- björnsson, vöktu sérstaklega at- hygli og aðdáun áheyrenda. Föstudaginn næstan eftir söng Guðmundur á samkomu kennara og nemenda kennaraskólans í Mayville, Norður Dakota. Var þá hríðinni slotað og sæmilegt um- ferðar, enda var samkoman fjöl- sótt mjög, 6—800 manns að sögn kunnugra. Kennarar gagnfræða- skóla bæjarins höfðu komið með alla nemendur sína, auk þess var þar fleira bæjarbúa. Söngmaður- inn hlaut ágætar viðtökur; í sam- komulok hélt forseti kennaraskól- ans snjalla ræðu, þakkaði Guð- mundi fyrir komuna og minti.til- heyrendur sína á það, hve drjúg- an skerf íslenzka þjóðin hefði lagt til heimsmenningarinnar, einkum með hinum sérstæðu fornbók- mentum sínum. En skólastjórinn er maður norskur að ætt og lærð- ur vel. Laugardagskveldið 12. nóvem- ber söng Guðmundur norsk, sænsk og íslenzk lög í útvarp frá stöð- inni KFJM í Grand Forks. Hafa margir getið þess, að þeim hafi þótt þetta hin bezta skemtun og að söngvaranum hefði tekist sér- staklega vel; nýtur hin fágaða og fagra rödd hans sín ágætlega í út- varpi. útvarpssöngur þessi var ákveðinn með svo litlum fyrirvara, að ekki var unt að auglýsa hann í vikublöðunum íslenzku. Þörf gerist ekki, _að orðlengja frekar um söngsamkomur þessar. En skrumlaust má segja það, að koma Guðmundar norður hingað var mörgum til ánægju og sjálfum honum til sóma. Richard Beck. lítinn vott þess, að hér fylgi hug- ur máli, viljum við biðja þig að þiggja þessa litlu gjöf, sem hér með er afhent, sem minnismerki og trygðapant frá íslendingum í Glenboro.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.