Lögberg - 01.12.1932, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.12.1932, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. DBSEMBER 1932, Bls. 3. Sólskin Örlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER. Alt í einu féllu þeir báðir og veltust um í æðisgengnum átökum. Viðureign þeirra stóð eina mínútu eða vel það, en Elsu fanst það eilífðartími. Annar þeirra stóð upp, móður og lémagna. Það var Belmont. And- stæðingur hans hreyfði sig ekki, hann lá með- vitundarlaus á hinum brennheitu klöppum. Belont varð að styðja sig við klettavogg- ■ inn, til þess að detta ekki. Hann slagaði og var nær dottinn, en honum tókst að vfiYvinna svimann. Með síðustu kröftum síu’m beygði han sig niður að Giles og dró hann í skugg- ann, en féll svo sjálfur niður, eins og dauður væri. Honum sortnaði fyrir augum^ alt- virtist liringsnuast umhverfis liann, og það leið stundarkom áður en hann áttaði sig á hvað var að ske. Hann leit undrandi upp og starði á andlit hennar. “Þér höfðuð á réttu að standa,” sag'ði hún. “Eg skildi það fullkomlega. Hann — hann mátti okki fara. Hann Iiefði ekki kom- ist lifandi aftur. ” “Við hefðum goldið þess einnig,” sagði Belmont. “Það hefði kostað hann lífið og síðan yður og mig. ” Hann greip skyndilega í hönd henni, lyfti henni að hinum þurru vör- um sínum og kysti hana. Unga stúlkan stóð og liorfði á hann. Hún fann eigi til hrvllings, engrar andúðar eða ótta. ITún reyndi ekki einu sinni að draga að sér höndina, en lét hann halda henni að eigin vild. Hún vissi varla hve lengi hún stóð þarna, en svo slepti hann hönd hennar, og hún sneri sér undan og gekk til skúta síns, er Giles komst til meðvitundar. Hann settist upp og- horfði ringlaður í kring um sig og reyndi að átta sig á því, sem fram hafði farið. “Það var eg, som liafði á röngu að standa — auðvitað”, sagði hann loks samsinnandi við sjálfan sig. “Eg hlvt að hafa orðið brjálaður. Það var ágætt, að þér komuð í veg fyrir að eg fremdi þessa heimsku, Bel- mont. Eg þakka yður fyrir. ” “Verið þér ekki að þakka þetta,” sagði Belmont stuttur í spuna. Belmont var aldrei jafn tortrygginn gagn- vart Giles eins og þegar hann sýndi Belmont skriðdýrslegt viðmót. Hreinskilni Giles og játning var ekkert annað en gríma, sem hann duldi svikræðis svip sinn á bak við. Þegar hann hins vegar var þrár og þver- ljmdur, mótþróafullur og duldi eigi hið ó- slökkvandi, hatur til Belinonts, þá var auð- veldara að umgangast liann, því að þá vissi Belmont hvar hann hafði hann. En hinn kurteisi Giles, sem þakkaði fvrir hirtingu og hugulsemi, var náungi, sepi full ástæða var til að gæta sín fyrir. xvr. Frjáls! Enn breiddi nóttin hina dökku vængi sína yfir alt og alla. Belmont var í djúpum hugs- unum, sem hindruðu liann frá svefni. Hann var að brjóta heilann um það, hvort hann ætti að rísa á fætur og leggja upp í vistaleið- angur. Það var að eins lítið eftir af því, sem var útlit fyrir annað en að komandi dagur yrði svipaður ]>eim undanförnu; að líkindum hann hafði dregið að nóttina áður, og ekki lakari, því að ]>róttur }>eirra og þol þvarr stöðugt. Eigi að síður fann hann til megnr- ar andúðar gegn þeirri hugsun sinni, að yf- irgefa felustað þeirra. Það var ekki þrevtan, sem mestu réði í þessu efni, þótt ærin væri ástæða til Jiess. Fætur hans voru sárir og bólgnir og hann hafði hræðilega kvöl í þeim. Það var ekki luigsunin um hinar líkamleg’U kvalir, sem hindruðu hann í að fara. Nei, liann hafði sterkari grun um ótrúmensku Giles nú en nokkru sinni fyr. Hann var sam- vizkulaus þrjótur, það var engum blöðum um það að fletta. Giles var ekki þannig gerður, að hann mundi geta gleymt þeirri ráðningu, er B(>lmont veitti honum þá um daginn. “Eg fer ekki í kvöld. Eg hætti á ]>að að úr rætist,” endaði hann hugleiðingar sínar. Það var til nóg af ávöxtum handa Elsu á morgun. Hvað sjálfan hann snerti, þá^gat hann vel án matar verið og Giles varð einnig að sætta si"g við það. Hann gat ekki sofnað að þessu sinni, því að hann trúði Giles til alls hins versta. Ilann lá með opin augun og starði út í myrkrið, sem var eins og svartur hjúpur í kringum hann. Öðru hvoru hreyfði Giles sig órólega og \Tið og við heyrði hann þungar stunur þaðan, sem stúlkan var. Belmont var eitt augna- blik ekki í minsta vafa um það, að hann heyrði Giles læðast að sér — það var ná- kvæmlega sama ])ruskið og hann heyrði fyrstu nóttina, sem þeir voru saman á eynni. “Eg er vakandi,” sagði Belmont þurrlega, og undir eins varð hljótt aftur. Það tók Belmont langan tíma og mikla var- færni að færa sig úr stað. Hann komst þannig í annan enda skýlisins, og teygði þar úr sér á hinni liörðu hvílu, en sofnaði ekki. Við og við heyrði hann þruskið í Giles. ílvað gekk að honum f Hvers vegna var hann að skríða úr einum stað í annan í þessu svartamyrkri ? Var hann að leita að skammbvssunni ? Það var tæplega af góðum rótum runnið, þetta uppá- tæki hans. Belmont lá lengi og heyrði Giles söðugt vera á ferðinni, unz hann loks hætti hinni kynlegu leit sinni og skreið á sinn stað aftur og lagðist fyrir. Kyrð næturinnar var svo djúp, að Belmont gat hæglega séð í hugskoti sínu, að heimurinn kringum þau var eins og samanhrunin rúst, og að þau ein hefðu komist af. Út frá þessum innri sýnum sofnaði hann. Hann hrökk upp úr svefninum. Það var farið að birta. Bleik skíma færðist yfir* en ]>að hafði ekki raskað svefnró Belmonts. Hann lieyrði mannamál. Hann heyrði rödd ungu stúlkunnar, biðjandi og áminnandi, en sfðan hina ógreinilegu rödd Giles. Þau voru í fimm eða sex skrefa fjarlægð frá honum. Hönd Elsu hvíldi á anni Giles og hún horfði biðjandi á hann. Giles endur- galt tillit hennar með flóttalegu augnaráði. . “Þú ert kjáni. Það'yrði . . . .” Hann þagnaði snögglega. Hann hafði séð að Belmont var vaknaður. Hann hristi hond hennar af sér, sneri sér hægt undan og gekk að lága klettaveggnum og stóð þar og horfði til hafs. Ekki vissi BeTmont hvað ]>au hefgðu verið að tala um, og heldur ekki ástæðuna til hins sýnilega ósamlvndis þeirra. Unga stúlkan hafði ábyggilega verið að biðja liann ein- hvers, en þau verið trufluð við það, að Bel- mont vaknaði. Elsa fór þangað, sem hún hafði sofið, en Belmont reis á fætur og gékk til Giles. Hann hefði viljað mikið til vinna, að sjóinn gáraði. Það liefði verið honum stvrkjandi bað og fært honum jþrótt hans aftur. Aldrei hafði hann þráð neitt jafn innilega, kannske vegna þess að hann vissi að það var vonlaust. Giles mælti ekki orð frá vörum, er Belmont kom til lians. “Þér hafið ekki sofið vel í nótt,” sagði Belmont. “Eg heyrði að þér voruð á feríi. ” Hann horfði á Giles. Giles leit einnig á hann. Iíann var tekinn í andliti og angnaráð hans var ótryggilegt. “Já, eg svaf illa,” tautaði hann. “Bölv- anlega.” Belmont gaf ekkert út á þetta og þeir stóðu þegjandi og biðu þess að dagaði — biðu dags, sem áreiðanlega færði þeim nýjar þrautir. Hin gráa morgunbirta lýstist. Hin- ir gyltu geislar breiddust vfir himininn, og eftir nokkrar mínútur tók himininn stakka- skiftum fyrir augum þeirra. Alt breyttist í gullna geisladýrð. Aróra ók fram í allri sinni fegurð. Þýður vindblær gáraði hinn spegil- slétta hafflöt. Þeir fundu endurnærandi blæ- inn leika um vanga sér og Belmont teygaði í djúpum andardráttum hið stvrkjandi sjávar- loft. Klukkustund stóðu þeir þarna. Belmont hvíldi arminn á hinum lága klettavegg og starði út á hið dökka liaf, sem tevgði sig til- breytingarlaust að vzta sjóndeildarhring. Svo sneri hann sér við og gekk nokkur skref fram og aftur. Hann hafði ekkert liaft fyrir stafni, en hann varð alt af að liafa eitthvað að starfa. En hvað var hægt að gera hér? Hvað, nema bíða. Það var gripið liastarlega í arm hans. og Belmont snaraðist við. Það var Giles. “Sjáið!” hvíglaði hann. Belmont liorfði í þá átt, er Giles benti og kom auga á eitthvað, sem hreyfðist á sjónum og færðist frá eynni. Það var júnkan: Loks- ins voru sjóræningjamir á brottu — lokshins — loksins! Belmont dró andann léttara. Blærinn fylti segl skipsins, sem með all- miklum hraða klauf bylgjurnar. Belmont sá greinilega hvíta löðurrönd fram undan stefni skipsins. Júnkan stefndi á haf út. Það var fjöldi manns um borð. Belmont óskaði að liann hefði sjónauka, svo að hann gæti talið, hve ]>ar væri margir. “Guði sé lof — þeir eru farnir!” hvíslaði hann. “Þeir eru farnir,” sagði Giles, eins og sú staðreynd væri ökki nógsamlega ákveðlin. “Þeir eru famir!” Elsa reis á fætur. Hún gekk til þeirra og kom auga á þennan litla farkost, sem sýndist sikoppaði ánægjulega burt á öldunum. Hún brosti og leit á Belmont. Ivynlegt, að henni skyldi fyrst verða fyrir að líta til hans, en ekki Giles. Belmont hugsaði um þetta atvik, og ef til vill furðaði hana sjálfa á því. Belmont kinkaði kolli. “Þeir em brottu,” sagði hann. ‘^ú er eyjan okkar aftur. Eg óska þess, að þessi flevta komi mér aldrei aftur fvrir augu.” Júnkan hafði góðan byr og bar hratt und- an. Innan skamms tíma var hún eins og lít- ill-díll í fjarska, og þau buggust þegar til að yfirgefa felustað sinn. Sólargeislarnir voru órðnir þeim lítt þolandi, en blærinn frá haf- inu jók krafta þeirra. Þau fóru að klöngrast niður úr klettaskýlinu, en það var bæði erfitt fyrir þau og hættulegt. Þau liöfðu eigi ann- að við að styðjast, en hina hvössu kletta- snaga. Giles hugsaði um það eitt að komast niður sem allra fvrst. Hann gleymdi því, að Elsa var kvenmaður, sem var sérstaklega í hans vernd. Niðri var vatnið, kvnstrin öll af á- vöxtum og svalt í forsælunni undir grænum laufþökum. Þar var hægt að lig.gja og livíl- ast óáreittur af óþolandi sólargeislunum. Hann sýndi óvenjulegt áræði, er hann lient- ist yfir kletta og klungur og gilskorninga; liann hrasaði og datt, reif sig til blóðs, reif slitnu fötin sín, en áfram hélt liann. Þau hevrðu hann bölvandi og ragnandi færðinni, kippkorn á undan sér, en ekki leit hann eitt skifti aftur. Hann virtist alveg liafa glevmt þeim. En það varð hlutverk Belmonts, eins og jafnan, að hjálpa henni, og það gladdi hann. Hvað eftir annað staðnæmdist hann, þar sem ilt var yfirferðar, rétti henni hönd sína og hjálpaði henni. Hann lyfti henni yfir klung- ur og leiddi liana í torfærum skriðum. Án hjálpar hans liefði henni verið ógerningur að komast niður. Tvisvar kallaði hann á Giles, en hann an.saði honum ekki; hann hafði nóg að gera að hugsa um sjálfan sig. “Héðan af gerir það minst til,” sagði Elsa. “Það er hættulaust fyrir hann að fara nið- ur; er það ekki?” “Ekki held eg; þeir eru farnir, en . . . . ”. Belmont ætlaði að segja eitthvað meira, en þagnaði skyndilega og beit orðin í sig. “Hann hefir liðið mikið,” sagð Elsa af- sakandi. “Það var honum ofraun að vera þarna uppi . . .”. “En vður . . . .?” “Já, að vísu, en . . . .”. Hún þagnaði og beit sig í vörina. Þau mæltust lítt við, það sem eftir var leiðarinnar. Belmont var mjög undiyggju- samur við liana og gætti þess vandlega, að hixn ekki ofreyndi sig. Oft bauð liann henni að hvíla sig, þó að freistingin væri næsta mik- il að hraða sér til lækjarins. Þau sáu nú ekki lengur til Glles; hann var horfinn þeim með öllu. “Eg er hræddur um, að þér verðið að sætta yður við nærveru mína, ungfrú Ventor — fyrst um sinn,” sagði liann. Elsa liorfði á liann, þar sem hann stóð frammi fyrir henni hár og herðabreiður. Hann var glæsilegur ásýndum, þrátt fyrir þreytu, erfiðleika og matarskort. Augnaráð hans var, eins og ávalt, rólegt og hann horfð- ist í augu við hana einarðlega og án þess að depla augunum. “Eg er ekki hrædd við að vera ein í návist yðar,” sagði hún. “Þakka,” sagði liann alvarlega. “Það gleður mig að 'heyra þetta, því að eg gæti ásakað yður, ef þér óttuðust mig.” “Herra Belmont,” hún rétti honum alt í einu höndina, “viljið þér ekki segja mér dá- lítið — viljið þér trúa mér fyrir leyndarmáli yðar? Það er eitt, sem eg vildi ■ öllu öðru "framar spyrja yður um, en eg veit, að eg liefi engan rétt til ]>ess að bera þá spurningu upp við vður.” Hann grunaði við livað hún íétti. “Eg er hræddur um, að eg geti ekki svarað spurn- ingu yðar,” sagði hann snögglega. “Ekki . . . .? Er það alvara yðar?” Hún leit á hann, eins og hún væri að liugsa sig um. “ Það er eitt, sem eg vildi um fram alt vita. Þér eruð saklaus af þeim glæp, sem á vður er borinn—er það ekki? Þér hafið ekki 'framið það — það illvirki?” (Framh.) PROFESSIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Office tímar 2-3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone 27122 Winnipeg, Manitoba DR. O. B. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Offlce tlmar 2-3 Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 586 Winnip,ig, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office tlmar 3-5 Heimill: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdðma.—Er aC hitta kl. 10-12 f. h. of 2-5 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talslmi 42 691 Dr. P. H. T- Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Heimili 403 675 Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi 28 180 Dr. S. J. Johannesson stundar lækningar og yfirsetur Til viðtals kl. 11 f. h. U1 4 e. h. og fr& kl. 6-8 aO kveldinu 632 SHERBURN ST.-SImi 30 877 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Office tlmar 2-4 Heimili: 104 HOME ST. Phone 72 409 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 4 06 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEG Dr. A. B. Ingimundson / Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Sími 22 296 Heimilis 46 054 DR. A. V. JOHNSON Islenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá beztt. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsími 501 562 , A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðlr. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 G. W. MAGNUSSON Nuddkeknir , 41 FURBY STREET Phone 36137 Slmið og semjið um samtalstlma H. A. BERGMAN, K.C. fslenzkur löpfrœBinuur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœBingar 325 MAIN ST. (á öðru gólfi) Talslmi 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og er þar að hitta fyrsta miðvikudag I hverjum m&nuði. J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœBingur Skrifst. 411 PARIS BUILDING Phone 96 933 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B, LL.M. (Harv). íslenzkur lögmaBur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimasími 71 763 G. S.'THORVALDSON B A„ LL.B. LögfrœBingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St„ gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœSingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Phone 24 206 Offlce Phone 96 635 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG„ WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð «f öllu tagi. Phone 94 221

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.