Lögberg - 01.12.1932, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.12.1932, Blaðsíða 6
Rla. fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. DESEMBER 1932. Macklin kapteÍDD — Endurminningar hans. — EFTIR RICHARD HARDING DAVIS. I. Það sýnist kannske ofdirfskufult af mér, svo ungur sem eg er, að ráðast í það, að skrifa æfisögu mína, eða að minsta kosti nokkrar endurminningar úr lífi mínu. Menn láta það vanalega dragast þangað til þeir hafa afrekað eitthvað í lífinu, sem einhverja þýðingu hefir og þess or vert að segja frá, eða ef það er ekki fyrir iiendi, þá bíða þeir þó að minsta kosti þangað til þeir eru orðnir g'amlir menn. Þá fara þeir margir að segia frá því tímabili í sögunni, sem þeir hafa lif- að, og þá sérstaklega frá því, sem þeir hafa gert, eða þá því, sem þeir höfðu ætlað að gera. En lífsstaða mín, sem er sú göfugasta lífsstaða sem er til, hermenska, er slfk, að henni fylgir mikil hætta, og er því vissara fvrir mig að byrja lieldur fyr en seinna að skrifa endurminningar mínar, því þó enginn viti hvenær dauðann kann að bera að hönd- um, þá verður því ekki neitað, að þar er her- maðurinn þó í enn meiri óvissu heldur .en flestir aðrir menn. Hverjum þeim, sem þátt tekur í roustum, er hollast að treysta aldrei mikið á morgundaginn. Hann kemur kann- ske aldrei — ekki fyrir hann. Eg er því að liugsa um, að segja frá þvl núna strax, þessu litla, sem eg hefi gert og sem fyrir mig hefir komið; fyrstu tuttugu og þrjú árin af æfi minni, eða eg ætla að skrifa það niður á blöð, hvort sem nokkur kann að lesa þau eða ekki. Eg ætla svo að halda þessu áfram, mánuð eftir mánuð, svo ef eg skyldi hrökkva upp af einhvern tíma bráðum, fyrirvaralaust, þá verður lífsbók mín, með siínum tekju- og útgjalda dálkum, fullgerð til síðustu mánaðamótanna á æfi minni. rétt eins og höfuðbókin hjá góðum bókhaldara. En ef svo skyldi fara, að eg yrði gamall maður, sem náttúrlega getur vel verið, því sumir hermenn verða gamlir, og ef eg skvldi þá ráð- ast í að skrifa æfisögu mína eða endurminn- ing, þá gætu þessi blöð komið að góðu haldi og orðið til þess að þar yrði minna af mi.s- sögnum, sem oft eiga sér staS í slíkum skrif- um, en sem gleymksan veldur. Þegar eg nú hugsa um það verk, sem eg hefi tekið mér fyrir hendur að gera, þá skilst mér, að það sé tvent, sem mestu varðar í lífi hvers manns, og það er hvernig honum hepn- ast að velja sér konu og hvaða lífsstöðu hann kýs sér. HvaS mig snertir, kemur nú ekki til með konuna, þar sem eg er ógiftur, en um mína eigin lífsstöðu hafði eg ekkert að segja, því strax meðan eg var barn, var mér valin lífsstaða, og eg átti aldrei neins annars kost, en að verSa hermaður. Eg er alinn upp á heimili, þar sem hermenskan sat í fyrirrúmi fyrir öllu öðru og öll mín mentun á uppvaxt- anírunum var við það miðuð, að eg ætti að verða hermaður. Jafnvel þótt mig hefði langað til að búa mig undir einhverja aðra lífsstöSu, sem reyndar var ekki, þá efast eg mjög um, aS eg hefði átt þess nokkurn kost. Jafnvel þótt eg hefði verið undir eitthvað annað búinn, þá er eg hér um bil viss um, að mér hefði svo kipt íkyniS, aS eg hefSi orSiS hermaSur engu aS síSur. ÞaS er hvort- tveggja, aS eg er af hermönnum kominn í báðar ættir, og það var eins og mér væri það runnið í merg og blóð, að hafa einhverja innri þörf á því, aS-'lenda í orustum og víga- ferlum, og eg vona fastlega, aS ef þaS ein- hvern tíma kemur fyrir mig, aS lenda í veru- legri orustu, þá reynist eg, þessi síðasti Macklin, ekki nein ættarskömm. * f Eg kalla sjálfan mig hinn síðasta af ]>ess- ari ætt, eða með þessu nafni, Macklin, vegna þess, að í fyrra, á afmæiisdaginn minn, þeg- ar eg var tuttugu og tveggja ára,,þá fastréð eg, að eg skyldi aldrei gifast. Eg virði kon- umar og dáist að þeim og eg hefi orðið veru- lega ástfanginn af tveimur þeirra að minsta kosti, en hermaSurinn má ekki skifta sjálfum sér milli konunnar og föðurlandsins. ÞaS er mikið hæft í því, sem einhver prófessorinn sagði einu sinni, að fáni föðurlandsins væri ekki ósvipaður afbrýðissamri unustu. Sá, sem ákvað það, strax þegar eg var barn, að eg skyldi verSa hermaður, var afi minn, faðir móður minnar. Hinn afi minn var dáinn fyrir mitt minni og báðar ömm- ur mínar. Þessi afi minn var hinn mikli og þjóSkunni hershöfSingi, John M. Hamilton. Eg er enginn ritliöfundur og eg bæði óttast og gleðst jdir ]>ví, aS sverðið verði mér á- valt handtamara og þægilegra í hendí, held- ur en penninn. En eg vildi, þó ekki væri nema rétt sem snögvast, að eg gæti liaft svo gott vahl á pennanum, að eg gæti réttilega og skilmerkilega lýst Iireysti hans og dreng- skap, en ekki síður blíðlyndi hans og prúð- mensku. Eg veit, að hann var umhyggju- samur og blíðlyndur, því þó eg liafi aldrei átt móður til að annast mig, eins og inóðir annast son sinn, þá saknaði eg þeirrar um- hyggju aldrei. Og eg veit hve hugaður og hraustur hann var, því um það má lesa í sögu þjóðar minnar. I mörg ár var hann mér bæði faðir og móðir, vinur og félagi. Hann kendi mér skólalexíur á daginn og hann kendi mér bænir á kveldin, og þegar eg var veikur af öllum þessum sjúkdómum, sem börnin verða að ganga í gegn um, flest eða .öll, þá sat hann hjá rúminu mínu og raulaði við mig, þangaS til eg sofnaði, eða hann sagði mér sögur af stríðinu. Það var sakleysi barnssins og hreinskilni, sem hann átti svo mikið af ílund sinni,'sem var þess valdandi, að eg gat talaS við hann um alla hluti, alveg eins og hann væri jafningi minn og jafn- aldri. Seinna hætti mér við að skopast dá- lítið að umhyggjusem hans. ÞaS var þegar mér fanst eg vera orðinn fullorðinn maður, En honum fanst eg vera bara bam. Þar skifti í tvö horn og hvorugur hafði alveg rétt fyrir sér. Aldrei á æfinni finst manni víst, að maður sé eins vitur, eins og þegar maður er átján ára, eða þar um bil, og svo aftur, ]>egar maður er um áttrætt. Og þegar eg var átján ára, þá fanst mér afskiftasemi hans af mer vera alt of mikil. JleS umburðarleysi æskunnar gat eg ekki séð, að þetta kom alt af því, að honum þótti svo vænt um mig. HefSi eg bara getað skilið þetta, þá hefði eg hugsað um hann á annan hátt, en eg gerði á þeim árum. Xú sé eg þetta, en nú er það orð- ið of seint. En hann hlýtur að hafa skiIiS mig. Hann vis.si, hvernig eg leit alt af upp til lians og hvað eg elskaði hann og reyndi að líkjast honum í öllu, og aldrei var eg svo heimskur eða ósanngjarn, að skella skuldinni á hann, Jtegar mér gekk illa, en afsaka sjálf- an mig. Ef liann skiidi mig ekki þá, þá er eg viss um, að hann gerir það nú. Eg má ekki til þess hugsa, að hann skilji mig okki og fyrirgefi mér ekki. Bezti hluti æfi minnar voru bernskuár mín á heimili Iians viS Hudson-fljótið. ÞaS er í dálítilli lægð, sem er skógi vaxin og það er há girðing kring um húsið, svo það sést varla af akveginum. Herbergið, sem eg man bezt eftir, snýr þannig, að þaðan sézt út á ána. Ef maður horfir út um gluggana, þá sér mað- ur þessi stóru skip alt af á siglingu, upp og ofan ána og skemtiskipin með ótal flöggum, smábáta og stór vöruflutnings skip. Það er opið eldstæði í þessu herbergi og milli þess og bókaskápsins var mitt uppáhalds sæti. Afi minn sat í leðurstól viS borðið, og oft sat , eg á sessu við fætur hans. KrosslagSi eg þá fætuma og sneri bakinu að knjám hans, en andlitinu að eldstæðinu. Eg get enn séð blað- síðurnar á bókunum, sem eg las við birtuna af viðareldinum í eldstæSinu. Og eg get enn heyrt, hvininn í vindinum í strompinum á húsinu og í trjánum fyrir utan, og eg get heyrt til skipanna á ánni, þegar þau gáfu hvert öðru merki í þokuni um leið og þau keptpust við að komast sem fyrst til hinnar miklu borgar, sem þarna var fyrir neðan oss. Enn get eg líka fundið, hve 'brennandi heitt mér var á andlitinu, sem sneri að eldinum, þó hrollur færi nm bakið' á mér, þar sem eg sat við kné afa míns og hann sagði mér af Indíánum, sem höfðu veitt villidýr í skógn- um, rétt aftan við húsið okkar, og frá Indí- ánunum, som hann hafði sjálf'ur barist við úti á sléttunum. Með ímvndunarafli barns- ins, gat eg heyrt hróp þeirra og háreysti, þegar þeir á nóttunni komu úr fylgsnum sín- um og réðust með mikilli grimd á hvítu mennina, og eg get lieyrt gólið í úlfunum, þar sem þeir fóru hópum saman um snævi þakt- ar slétturnar. Þegar eg hugsa um sjálfan mig, eins og eg var þá, þykir mér vænt um litla drenginn, sem sat þarna og hugsaði svo mikið um sögurnar, sem honum voru sagðar og allar kyngimyndimar, sem hann sá i elds- loganum, litinn dreng, sem enn átti enga ó- vini, eða öfundarmenn; hafði ekki orðiS fyrir einum sárum vonbrigðum og hafði engum orðiS til meins og þekti svo sem ekkert utan þeirra veggja, sem skýldu honum, og svo -sem enga menn, aðra en hinn gamla, hugaða her- manna, sem var hans fvrirmynd í öllum hlut- um, traust hans þegar á reyndi, vinur og leik- bróðir. Eg vissi þá ekkert, og eg veit mjög.lítið enn, um göður minn og móðu'r. 1 hvert sinn, sem eg spurði afa minn einhvers þeim við- víkjandi, svaraði hann á þá leið, að hann skyldi segja mér um þau einhvern tíma seinna, þegar eg væri kominn til aldurs. Hvort hann átti við það, að eg yrði myndug- ur, tuttugu og eins árs að aldri, eða þá aS það væri einhver viss tími í lífi mínu, sem mér væri hentast að heyra þetta, það vissi eg aldrei og fæ ahlrei að vita það. En eg gat mér til um þetta, og réði ýmislegt af orSam, sem hann lét stundum falla þessu viðvíkj- andi og af ýmsu„ er eg hefi síðan heyrt, þó það sé reyndar lítiS, því eg spyr aldrei ó- kunnuga um mitt eigið fólk. Af einhverjum ástæðum skildu foreldrar mínir skömmu eft- ir að þau voru gift og komu mér til afa míns, en faðir minn gekk í her Sunnanmanna. Mig langar til að láta mér finnast, að eg muni eftir móður minni,-og mér finst að það hljóti að vera svo, því eg hefi einhverjar end- urminningar um ungan kvenmann, sem var vön að sitja viS gluggann og horfa á skipin, sem fram hjá fóru. ÞaS var stór mynd af móður minni í stofunni okkar, og það er ekki ómögulgt, að ])essar endurminningar mínar stafi frá þeirri mynd. Hún dó skömmu eftir að við komum til afa míns, og eg var á þriðja árinu, en eg er hér um bil viss um, að eg man eftir henni. ÞaS var aldrei nein önnur kona í húsinu og mynd hennar er býsna skýr í huga mínum, þar sem hún sat við gluggann. FaSir minn var af írskum höfðingjaættum kominn og fyrirliSi í hernum, en kom til Bandaríkjanna til að bæta kjör sín. ÞaS var rétt fyrir stríðið, og strax þegar það byrjaði, gekk hann í her Sunnanmanna, þó hann sjálf- ur væri þá í Norðurríkjunum, eða borginni New York. Af því litla, sem eg hefi heyrt um hann, ræð eg það, að hann hafi verið nokkuð kæruláus og ófyrirleitinn. En þeir fáu, sem þektu hann nokkuð verulega, segja allir, að hann hafi haft marga ágæta kosti og þeim þótti öllum vænt u rnhann; eg er hrædd- ur um, að stúlkunum hafi þótt fullvænt um hann líka. Eg veit ekki meira um hann en þetta, nema eina sögu um hann, sem afi minn sagði mér. “Þú skyldir ekki trúa öllu, sem þér kann að verSa sagt um föður þinn,” sagði hann, “því það getur vel veriS, að þeir, sem mest liafa um hann að segja, hafi ekki skilið hann. Þegar þú ert orðinn fullorðinn, skal eg segja þér sögu hans, en alt, sem þú þarft að vita þangað til, er livernig liann dó.” Það er stutt saga. Faðir minn var í skotgröf, sem hann og menn hans höfSu haldið í nokkrar klukku- stundir gegn harðri skothríð. Þegar óvin- irnir voru komnir svo nærri, aS þeir fóni að beita byssustyngjunum, þá bjóst hann þegar til að taka á móti þeim, en rétt í þeim svifum var einhvers staSar kölluð skipun um að halda undan og meir en helmingur af mönn- um hans hlupu sem fætur toguðu. Faðir minn stökk upp úr gröfinni og kallaði til manna sinn: “Komið þið aftur, drengir, við skul- um taka á móti þeim.” ÞaS getur skeS, að hann liafi misskilið fvrirskipanirnar og þess vegna ekki hlýtt þeim. En nokkuð var ]>aS, aS liann stóð þarna og baðaði út höndunum og kallaSi á menn sína, og var því-í eins góðu skotfæri eins og vera mátti. En þeir komu ekki til hans og óvinirnir skutu og hann féll endilangur á jörðina. Fyrirliði óvina deild- arinnar var á undan sínum mönnum, og þeg ar hann kom á skurðbakkann, sá hann aS all- ir voru farnir. Þeir höfðu allir flúið. Hann sneri sér hlæjandi til sinna manna og kallaði til þeirra: “KomiS þið hingað, hér er bara einn maður, og hann er dauður!” En faðir minn leit upp og á manninn, sem stóð þarna yfir honum og greip í sverðskeið- arnar hans. “Ekki dauður, en að devja,” sr.gði faðir minn» “Og það ep betra en að leggja á flótta, eða finst yður það ekki?” “Og þetta er nú sagan,” var afi minn van- ur aS segja við mig, “sem þú þarft að Iæra og muna um föður þinn, en um alt annað, sem hann gerði, skiftir ekki miklu máli.” Þegar eg var tíu ára, var eg sendur á skóla í grend við Dodd's Ferrv, sem var nokkurs- konar undirbúningsskóli fyrir hermanna- skólann. Eg var ósköp ónýtur í skólanum. Eg lærði dálítið í leikfimi og ýmsu þess kon- ar, en þar fyrir utan varð sú skólaganga mér að litlu gagni, og ekki varð eg lieldur skól- anum til mikillar ánægju eða sóma. Hefði eg verið nokkuð svipað því eins áhugasamur um skólalærdóm minn, eins og afi minn var, þá hefði eg fengið verðlaun í öllum greinum, en eg gat ómöguloga fengið nokkurn áhuga fyrir þessum skólalærdómi, hvaS mlkið sem eg reyndi til þess, til að þóknast afa mínum. Sérstaklega var það reikningurinn, sem var mér alveg óviðráðanlegur, og það svo, að eg gat ekki einu ,sinni skilið einföldustu reikn- ingsreglur. Á hermannaskólanum var reikn- ingurinn líka nærri orðinn þess valdadi, að Bandaríkin mistu góðan hermann, þar sem eg var. Eg held sjálfur, að eg hafi haft liæfi- leika til að vinna orustu með djörfu áhlaupi, en eg get aldrei reiknað út hæðarmismun á landslagi og margt, annað því líkt, sem her- listin telur nauðsynlegt. Mér var illa við allar námsgreinir, nema helzt “ utskýringar” Cæsars. ÞaS var ekki að- eins vegna námsgreinanna sjálfra, heldur líka vegna þess, að vegna þessa náms átti eg þess ekki kost, að eiga eins oft tal við afa minn og hlusta á allar sögurnar, sem hann var vanur að segja mér á hverju kveldi. Margar þess- ar 'sögur kunni eg svo að segja orð fyrir orð, en eg bað hann oft að segja mér þær aftur og aftur, og altaf vöktu þær hjá mér metnað og löngun til hernaðar og hetjudóms. Mér fanst herfrægðin þá vera það eina, sem nokk- úrs væri um vert. Afi minn hafði tekið þátt í stríðinu við Mexico, átt í ótal skærum yið Indíána, og loks verið í borgarastríðinu, og hann kunni frá mörgum stórmerkilegum at- burðum að segja, eða það fanst mér, að minsta. kosti. Hann var mjög yfirlætíslaus og laus við alla sjálfrhælni, sem er nú reynd- ar dygð sem eg hefi aldrei getað gert sérlega mikið úr,. því mér hefir altaf fundist, að álit heimsins á sjálfum þér, fari að miklu levti eftir því, hve mikið eða lítð þú sjálfur gerir úr þér. Ef þú heldur þér ekki sjálfum fram, þá er þess heldur lítil von, að aðrir geri það. ÞaS getur þú verið viss um. Eg man ekki til þess, að eg heyrði hann nokkurn tíma segja nobkrum eldri mönnum þær sögur, sem hann sagði mér, en sem hefðu vel getað orðið til að vekja hans eigið frægðarorS. Einu sinni heyrði eg hann aukheldur segja öðrum hreystsögu af sjálfum sér, sem eg kunni, en hann léi eín þar ekki við getið, en sagði að einn af mönnunum í sinni herdeild hefði gert ])etta. Eg var eins og hver annar krakki, fljótur til að leiðrétta þetta,, því nú þóttist eg eg vita betur, en eg fann að honum líkaði það stórum miður og hann roSnaði eins og ung stúlka, og áminti mig síðar um að vera ekki svona frekur, þar sem fullorðnir menn væru við staddir. Svo yfirlætislaus var hann, að hann faldi í svefnherbergiuu snnu þrjú sverð, sem lionum höfðu verið gefin, sitt í livert sinn, í heiðursskyni fyrir hreystilega fram- göngu á vígvellinum. Eitt þeirra var frá hahs eigin liersveit, annað frá fólkinu, sem heima átti í sama bæ og hann, og var það gef- ið honum, þegar hann kom frá Mexico, og hið þriðja frá fólkinu í New York ríki. Eg gat ekki með nolckru móti fengið hann til að taka sverðin ofan í stofuna, svo gestir ættu kost á að sjá þau. Fvrir mitt leyti fæ eg ekki skilið, til hvers slíkar heiSursgjafir eru, ef maður má ekki sýna þær vinum sínum, en þarf að fara í felur með þær. Vanalega eru slík sverð þannig gerð hvort sem er, að þau koma að heldur litlu haldi í bardögum. Þau eru ekki til þess gerð. Ef ekki hefði verið fyrir nokkrar litmynd- ir af bardögunum í Mexico, sem héngu á veggnmn í stofunni okkar og nokkrir Tndí- ána bogar og örvar og eitthvað af skamm- byssum, hefði enginn getað látið sér detta í hug, að okkar heimili væri heimili eins af helztu hershöfðingjum vorra tíma. Þið meg- ið vera viss um, að eg gleymdi því ekki, að sýna gestum okkar þessa dýrgripi í hvert sinn, sem eg hafði nokkurt tækifæri til þess. Sérstablega var eg samt áhugasamur um, að sýna öllum vopn Indíánanna og svo skamm- byssumar, sem eg vissi að hefðu stundum vérið notaðar til að vinna á óvinunum í bar- dögum. f hvert sinn, sem afi minn fór út, annað livort til að ganga eitthvaS sér til hressingar, eða þá að spila við nagrannana, þá tók eg þessar skammyssur og liáði einvígi við sjálfan mig fyrir framan spegilinn, og hafði eg mikla skemtun af þeim leik. MeS vinstri hendinni hélt eg vasaklút yfr höfðinu, en hélt skammbys-sunni í hægri hendinni nið- ur með síðunni. Svo lét eg klútinn detta og miðaði þá vandlega á sjálfan mig í spegl- inum og lézt skjóta. Stundum féll eg og dð og flutti þá altaf dálitla ræðu áður en eg gaf upp öndina. En sundum feldi eg óvin minn og stóð þá brosandi yfir honum um stund. Afi minn tilheyrði Aztec klúbbnum, _svo nenfda, sem var sofnaður af herforingjum frá Baiularíkjunum, sem ])átt tóku í hernað- inum í Mexico. Hann sótti ársfundi þessa félags og einu sinni, þegar sá ársfundur var lialdinn í Philadelphia, fékk eg aS fara með ^ honum. Það var lengsta ferðin, sem eg hafði þá farið að lieiman, og enn man eg vel oftir flestum atvikum úr þeirri ferð. ASal- atriðið á þessum fundi var miðdagsverður, sem haldinn var í húsi Pattersons hershöfð- ingja, og um morguninn, áður en sá miðdags- verður var fram reiddur, söfnuSust allir fé- lagarnir saman í garðinum utan viS húsiS. Afi minn lét mig fara þangað með sér og þarna voru einmitt margir þeirra manna, sem eg liafði svo oft heyrt hann tala um. Eg var f jarskalega feiminn og eg varð fyrir von- brigðum, því þessir menn, sem eg hafði liugs- að um eins og hetjur, voru allir gamlir og gráhærðir öldungar. HvaS Patterson liers- höfðingja viðvíkur, þá var hann sá eini, sem var nokkurn veginn eins og mér fanst liann ætti að vera, því þó hann væri að vísu gam- all, þá var hann samt ekki eins ellilegur ems og hinir og hann hélt sér meira til og var betur til fara heldur en hinir. Eg man að eg gerði mér hugmynd um aS hann mundi vera mjög líkur hertoganum af Wellington. • Þó eg væri þá ekki nema tíu eða tólf ára gam- all, skapaði eg mér hugmynd um alla mikla hershöfðingja, alt frá Alexander mikla nið- ur til vorra tíma.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.