Lögberg - 01.12.1932, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.12.1932, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. DESEMBER 1932. Bls. 5 þar þá verði, séu látin gilda, hvorn' veginn sem falla. Málið sé þá þar með útkljáð. Útígáfumál var þá tekið fyrir. Samþykt var að færa niður verð á bi'blíusögum kirkjufélagsins, úr 40c. í 30c., og verð á Sunnudags- skólabókinni úr 65c niður í 50c. í ritstjórn Sameiningarinnar, í stað dr. B. B. Jónssonar, er sagði af sér rétt eftir síðasta kirkjuþing, var kosinn í e. hlj.,séra J. A. Sig- urðsson. Samþykt var að biðja forseta, ef hann sjái sér það með nokkuru móti fært, að ferðast um prests- laus svæði mánaðartíma eða leng- ur, fyrir næstkomandi kirkjuþing. Þá var o!g rætt nokkuð um heið- ingjatrúþoð, ungmennafélög og sunnudagsskólamál. í þeim mál- um engar nýjar ákvarðanir tekn- ar. Jóhann Bjarnason, (skrifari fr.kv.n.) Sólskinsbrosið þitt (Eftir Leonard Cooke.) Þýðingin tileinkuð Gróu og Sveini Pálmason 14. nóv. 1932. Þín ásýnd ljómar—ljúft þú brosir mér; hvað líf mitt væri kalt, í burt frá þér! Mín sáluhjálp er sólskinsbrosið þitt, á sælu þeirri nærist lífsþrek mitt. Þitt ástarljós eg öllu fremur kýs, því enginn þekti sælli paradís; á jörð né himni ég veit enga sýn, er jafnast megi við sólskinsaugun þín. Þó dökkir skuggar sveipi lönd og sjá og sólin öðrum dyljist himnum á; mér bjart er alt, því bezta lífs míns gjöf er brosið þitt, og lýsir fram að gröf. Þitt ástarljós mér öllu fremur kýs, því enginn þekti sælli paradís; á jörð né himni ég veit enga sýn, er jafnast megi við sólskinsaugun þín. Sig. Júl. Jóhanneson. Fálkar 3 -- Selkirk 2 Á mánudagskveldið í þessari viku komu þeir saman á skauta- svelli Amphitheatre hér í borg, Fálkarnir, heiðurskunnu “hockey” leikararnir, og gömlu keppinautar þeirra, Selkirk klúbburinn. Þetta var í fyrsta sinn, að þeir hafa mætt hver öðrum síðan fyrir meir en tíu árum, og var gott að sjá þá fyrnefndu reynast svo vel, sam- kvæmt vonum landa þeirra og vina. óska þess margir hjartan- lega, að þeir haldi uppi heiðurs- nafninu, sem gamli klúbburinn vann svo vel fyrir forðum. Leikurinn var fyrirtaks skemti- legur, þó varla væri við að búast að leikendurnir mundu sýna það, sem réttilega má búast við i “Manitoba and District Senior Hockey League” samkepninni dá- lítið seinna í vetur, — eða réttara sagt, eftir að þeir verða búnir að leika nokkrum sinnum aftur. Þó að Fálkar hefðu aðeins fjóra íslenzka drengi í leiknum á mánu- dagskveldið (flieri eru í klúbbn. um, sem' leika seinna), þá unnu þeir meiri part sigranna í þetta sinn. Fyrsta goal skaut Harald- ur Benson, eftir ellefu mínútna kappleik, og mínútu seinna kom annað frá skörungnum litla, Con- nie Josephs.. Hið þriðja var sér- staklega vel unnið af Albert Le- may, öðrum af tveim frönskum bræðrum, sem tilheyra klúbbnum og sem að mikils má af vænta. Selkirk drengirnir gerðu vel, þó að hraði og samstilling Fálkanna héldi þeim aftur að mjög miklu leyti mikinn hluta tímans. Hefði ekki verið fyrir eina Islendinginn í þeirra liði, Bill Goodman, hafn- vörð, hefði óefað farið ver fyrir Selkirk. Fálkar gáfu honum sannarlega nóg að gera, og er honum mikið að þakka, að þeir gerðu eins vel og raun varð á. ILeikur þessi var, eins og fyr segir, skemtilegur og lofar miklu, þegar á veturinn líður. Þeir, sem 1 silfurbrúðkaupi Mr. og Mrs. Pálmason Winnipeg, 14. nóv. 1932. Að flytja nokur orð á ykkar degi var ætlað mér — en slíkt var helzt um of; því einn er vandinn; satt þó reyndar segi, að sveitin glaðvær taki það sem lof. Svo ég skal ykkur ekki mikið hæla, og orð min þó við samtíð mína sníð; en aðeins geta þess, sem margir mæla, að myndarhjón þið voruð alla tíð. Og það er nóg. — Og samt það mætti segja, að Sveinn og Gróa reyndust mörgum vel; og nú í kvöld ég veit það allir eygja, þau áttu bæði veglegt hjartaþel. Og það er skylt að þakka’ á slíkum degi, að þakka dáð og manndómslyndið bjart; því hver, sem aldrei vék af réttum vegl, hans virðing beið við æfistarfið hart. Oss þakka ber — og því má ekki gleyma, og það skal verða sagt í mínum óð, að hjá þeim átti lag og listin heima er löngum dáð er mest af frónskri þjóð. Því, sjáið börnin — öll þau sýna’ og sanna, að sigur býr í fögrum móðurdraum, og þau svo ung um leiðir listamaiina öll ;leitá fram og upp í tímans straum. Og má það ekki fögnuð ykkur færa, þið frjálsu hjón og ykkar þjóðardeild? Og af því líka öðrum hægt að læra, að en þá ríkir dáð hjá Snælands heild? Og nú er kveðjan — orð af insta grunni, að enn þá verði framtíð björt og heið; og alt, sem fylgir fögru tímans unni, það fögnuð ykkur veiti á hinztu leið. Jón Kernested. - FRÁ REYKJAVÍK. 29. okt óber. Stilt og góð tíð um alt land. Hæg A- og NA-átt nær alla vik- una. Á föstudag var vindur þó vestlægur, en gekk aftur í NA að- faranótt laugardags með snjóélj- um nyrðra. Um miðja viku (þriðjudag til fimtudags() var vindur hvass á A eða ASA í Vest- mannaeyjum (veðurhæð 8—10 vindstig)). Alla vikuna var úr- komulítið og stundum bjartviðri. Oft nokkurt frost, einkum norðan lands. í Reykj’avík varð hiti mest- ur á sunnudag, 5.7 st., og minstur aðfaranótt mánudags, 3.0 st. frost. Talsverð raunabót er það fyrir útgerðina að tekist hefir að ná samningum við Þjóðverja um sölu á ísfiski þangað. Eru þeir samn- ingar með líku móti og í fyrra. íslenzkir útgerðarmenn geta selt ákveðið fiskmagn í þýzkum fiski- höfnum, gegn því að andvirði afl- ans sé notað til þess að kaupaj þýzar vörur. ísienzka stjórnin hefir náð samningum þessum með aðstoð danska ræðismannsins í Berlín. Þegar á annað borð fiskimark- aður í Þýzkalandi er opinn, kem- ur það fyrir, að hægt er að kom- ast þar að góðum aflasölum. En Þýzkalandsmarkaðurinn er að því leyti hentugur samhliða enska markaðnum, að Þjóðverjar eru sem kunnugt er jafnan kaupendur að öðrum fiskitegundum en Eng- lendingar. Brezka stjórnin hefir boðið Dönum að byrja viðskiftasamn- inga í London þ. 18. nóvember og Svíum hafa þeir boðið þ. 20. s. m. Hefir íslenzku stjórninni verið boðið að senda menn til samn- inga um sama leyti, og er talið, að ráðlegt sé, að íslenzkir samninga- menn verði í London um sama ileyti og sendimenn annara Norð- urlandaþjóða. íslenzka stjórnin hefir farið þess á leit við sömu menn og önn- uðust norsku samningana, þá Ólaf Thors alþm. og Jón Árnason framkvæmdastj., að þeir tækju að sér að semja í London. En enn þá hafa þeir ekki gefið svar um það, hvort þeir vilji taka það starf að sér., MINNING Samsæti (Framh. frá 1. bls.) irlit með gamla fólkinu og hjúkra því, er nóg til að gera sér vonir um, að hún verði heimilinu til blessunar. Það, sem við nú þurf- | um að gjöra, eins og eg sagði áð- j an, er að vefa þráð kærleika og . góðviildar-í hugsunum, orðum og !°r? ,V.ÍLStafdír “' gjörðum utan um þessar konur, til þess að gjöra það sem í okkar valdi stendur að heimilinu auðn- ist að halda þeim til frambúðar. Af því við kunnum ekki að hrópa húrra eins og kynsystur okkar á íslandi eru svo leiknar í, við svip- að tækifæri og þetta, þá gjöri eg það að tillögu, að við allar, sem hér erum, stöndum á fætur til að bjóða hinar nýju starfskonur vel- komnar að Betel, og til að þakka Betel-nefndinni hve giftusamlega í vali sinu, og ekki kvíða því, að Fálkarnir kafni undir nafni. Allir piltarnir, sem þátt tóku í leiknum, reyndust á- gætlega, bæði íslendingar og aðr- ir, enda hafa þeir leiðsögn góða, því Frank Frederickson hefir æft þá, og heldur áfram að gera það. Leiðrétting. báðar fóru þær nokkrum orðum um þá miklu og ánægjulegu sam- vinnu, sem þær hefði haft við kvenfélag Fyrsta lúterska safnað- ar, öll þau ár, sem þær hefðu ver- ið í Betel. Voru nú mjög rausnarlegar og ágætar veitingar fram bornar, og undir miðnætti var samsætinu slitið og var það einkar skemfilegt og hið ánægjulegasta í alla staði. LEIÐRÉTTING. í dánarminningu Þóru Jónsdótt- ur Johnson, er kom út í síðasta! ú)laði Lögbergs, er dálítil missögn j henni hefir tekist eða prentvilla, sem mig lsftigar til að leiðrétt sé í næsta blaði. Þar sem er getið um að Þóra heitin hafi flutt til Foam Lake er sagt, “og átti hún heimili á landi Bernhardar Jónssonar”, en á að fyrir alla hina oeigingjörnu um- önnun fyrir heimilinu fyr og síðar.” Stóðu þá allar konurnar á fætur. Til máls tóku enn fremur: Mrs. Björg Johnson og Mrs. Guðrún vera þannig: “og átti hún heim- Swanson og var góður rómur gerð- ili á landi Bjarna Jasonsonar. 1| næstu setningu, í staðinn fyrir j ur að máli þeirra, en þær ræður voru ekki skrifaðar og er því ekki ekkju” hans, á að vera: “ekkju j kostur á að birta þær hér. Bernharðar Jónssonar. Einnig, | Að endingu töluðu heiðursgest- þar sem getið er um að Helga j irnir, Mrs. Hinriksson og Miss móðir Þóru hafi andast hjá Julius. Þær þökkuðu einkar hlý- Mér kemur mjög ókunnuglega fyrir lýsing sú af Símoni Dala- skáldi, er Oddur Oddsson gefur fólki í ritum sínum um flakkara. Hann telur hann hafa verið hroka- fullan, vanþakklátan og skömm- óttan. Varla mun sá Norðlend- ingur, er vildi skrifa undir þessa lýsingu af Símoni. Hjá þeim var hann jafnan boðinn og velkominn. Hann var einkar skemtilegur gest- ur; jafnan kvaddi hann með bros “Bjarna bónda Jónassyni”, á það að vera: hjá Bjarna bónda Jasons- syni. B. U Sigvaldason lega fyrir þann sóma og þá góð- vild, sem kvenfélagið sýndi sér með þessu ánægjulega samsæti, o!g á vörum og ef til vildi ljóð af munni, þakklátur fyrir viðtökurn- ar. Símon Dalaskáld var aldrei með flökkurum talinn; hann fór um landið með ljóð sín, sem marg- ir aðrir höfundar, án þess þó að vera kallaðir flakkarar. Vinsæll var hann sem ljóðasmiður; ljóð hans runnu út, sem kunugt er. — Annars eru þessi skrif Odds nokk- urs konar nart í náinnn, þótt fólk hafi gaman af því; það fiðrar eyrun. Ragnheiður J. Davíðson. Á því hefir borið á vissum stöð um, að menn lifi í þeim misskiln ingi, að innflutningshöft okkar og innflutingshömlur komi ekki öðr- um við en okkur sjálfum, við get- um heft og bannað innflutning til landsins eins og okkur býður við að horfa um sama leyti og við erum að semja við viðskiftaþjóðir okkar um sem hagkvæmust kjör fyrir sölu á afurðum okkar til þeirra. Það ætti þó að liggja í augum uppi, að sú þjóð, sem þarf á því að halda, að fá ívilnanir og vel- vild hjá viðskiftaþjóðum sínum fyrir afurðir sínar, getur ekki í sömu andránni með köldu blóði I lokað fyrir innflutning frá samn- ingaþjóðum sínum. Hér þarf að leita þess fylsta jafnvægis og samræmis, ef við eigum að geta vænst beztu kjara fyrir útflutn- ing okkar. Enn sem komið er, virðist skorta nokkuð á réttan skilning á þessu á æðstu stöðum, þar sem með þrákelkni er haldið í inn- f.lutningshöftin, jafnvel eftir að þau hafa verið notuð til að koma fram óafsakanlegu óréttlæti og hlutdrælgni innan lands. Nægir í því efni að benda á hinn marg- um rædda innflutning á þurkuð- um ávöxtum, þar sem fáeinum mönnum er leyfður innflutningur, er svo geta í skjóli haftanna selt Mbl. JÓN EGGERTSSON. “Frá þér erfði okkar sveit æfisögu góða”—Stephan G- Hann var fæddur 20. ágúst 1865, að Höll í Þverárhlíð í Mýrasýslu. Foreldrar hans voru þau Eggert. bóndi Jónsson, er þar bjó, og Sig- ríður kona hans Jónsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sín- um og flutti með þeim til Vestur- heims 1887. Settust þau að í Win- nipeg og voru þar nokkur ár þan:g- að til þau fluttu út til Narrows- bygðar við Mánitobavatn. Þar and- aðist faðir Jóns; bjó hann þá með móður sinni, enda hafði hann ver- ið aðstoð heimilisins, því hann var elztur þeirra barna, sem heima voru. Þau mæðginin fluttu til Álftárbygðar (Swan River) um aldamótin; nam Jón þar land og reisti bú. Árið 1903 þ. 15. júní, kvæntist hann Guðrúnu Þorbergsdóttur Fjeldsted; bjuggu þau í Álftárbygð þangað til 1906, að þau fluttu til Winnipeg og voru þar þangað til 1918. Var móðir Jóns hjá þeim alla tíð og andaðist á heimili þeirra í Winnipeg. Móðuramma Guð- rúnar konu Jóns (Guðrún Gísla- dóttir frá Hamraendum i Stafholts- tungum) var einnig hjá þeim um langt skeið og andaðist þaiv Bar Jón óvenjulega mikla umhýggju fyrir þessum gömlu konum báðum. Árið 1918 fluttu þau aftur á jörð sína í Álftárbygð og bjuggu þar í tíu (10) ár; en árið 1928 brugðu þau búi og fluttu enn til Winni- peg. Jón var heilsuveill um nokkur ár og andaðist eftir langa legu að heimili sínu í Winnipeg, 12. febrú- ar 1932. Auk ekkjunnar lifa hann sex börn, öll heima hjá móður sinni, ta’.in hér eftir aldri: ing að nafni; Kristín, gift Paul kaupmanni Reykdal, Winnipeg; Sigríður, gift Sigurði bónda Sig- urðsyni í Álftárbyfeð, Man. Þrjú systkini Jóns dóu fullorð- in hér í landi; þaií voru þessi: Guðjón, kvæntur Hélgu ljós- móður Sigvaldadóttur frá Sól- heimatungu; Halla, gift Gísla kaupmanni Lundal að- Deer Horn, Man.: Halldór, kvæntur Ingi- björgu Sveinson frá Glenboro, Man. Atvinna Jóns var sú, að kalka hús; vann hann að því á eiginn reikning um mörg ár; auk þess bygði hann hús og seldi; var hann orðlagður fyrir samvizkusemi og áreiðanlegheit í viðákiftum; enda frábærlága vandaður maður í hvi- vetna. Hann var hinn mesti starfs- og áhugamaður og lagði sig allan fram til þess að sjá borg- ið sínu fjölmenna heimili. Hafði hann unnið baki brotnu frá því hann var unglingur og sannaðist það á honum, sem skáldið segir: “Foríög búin heimi hjá hendur trúar sýna; skorið er lúa letur á lófa og hnúa þína.” Heimili Jóns var fyrirmynd og öllum opið, er að garði bar, því þau hjón voru samhent o!g sam- huga i íslenzkri gestrisni; enda var hugur hans ekki síður heima en hér og fylgdist hann þar með öllu af miklum áhuga, þótt hann væri ungur að aldri, er hann flutti vestur. Hann fór til ís- lands þjóðhátíðarárið 1930, en það sagði hann mér, er eg átti tal við hann eftir að hann kom úr þeirri ferð, að þótt hann hefði haft hina mestu ánægju af för- inni, þá hefði hann fyrst skilið til fulls vísuna hans Stephans G., þegar hann kom heim; en vísan er svona: “Já, báran kveður eins og áður út við fjörusand, en ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland.” “0!g svona held eg að hafi ver- ið tilfinríingar okkar margra,” bætti hann við. Jón Eggertsson var enginn há- vaða- né fyrirferðarmaður, en hann var góðum gáfum gædd- ur, fylgdist vel með opinberum málum og átti sér ákveðnar skoð- anir. Hann hafði ekki notið mik- illar mentunar í æsku, en jafnað það upp með stöðugum lestri góðra bóka og rita; var hann óvenjulega vel að sér í fornsöigum íslendinga Ingiríður Regina, Sigríður Helga, íog sérstaklega ættfróður. Lilja Þorbjörg, Eggert Jón, Kristín Guðrún, Lára Ásgeira. Systkini Jóns á lífi eru þessi: Helga, ekkja Helga sál. Paulsons, bónda að Elfros, Sask.; Árni, fyr- verandi bæjarráðsmaður, Winni- peg; Guðrún, gift Jóni bónda Borgfjörð, að Árborg, Man,; Dýr- finna, gift hérlendum manni, Eld- Það ætti ekki við að skrifa langt mál um jafn yfirlætislau'san mann og Jón Eggertsson var; en um það mun öllum, sem hann þektu, koma saman, að taka undir með skáldinu og segja: “Frá þér erfði okkar sveit æfisögu góða.” Sig. Júl. Jóhannesson. bannvöru þessa okurverði. Enn meiri hraði Brezka flugkonan fræga, Amy Johnson Mollison, flaug fyrir skömmu frá London til Cape Town í Suður-Afríku á fjórum dögum, sex klukkustundum og þrjátíu og) sex mínútum. Sömu leiðina hafði maður hennar, Mollison, filogið áð- ur, en hann var tíu klukkustund- um og tuttugu og sex mínútum lengur á leiðinni. Your Car Ready Heated Using an Automatic a./va. TIME SWITCH No more rushing out on a frosty morning to turn on the heater! No more waiting while the car warms up! The auto- matic switch does it all —sets the heater to go on at any time you wish, from 15 minutes to 12 hours after the time of setting. Come in at night—ad- just the time switch for any hour in the morning, and your car heater is , connected wihout any bother to yourself. A wonderful invention! Made to fit any flush switch box—no trouble to install. Price with Plate’ $6.75 Electrical Section, Seventh Floor, Donald T. EATON C°u UMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.