Lögberg - 01.12.1932, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.12.1932, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. DESEMBER 1932. Högtierg GefiB út hvern fimtudag af THE COLVMBIA PRESS LIMITED 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjðrans. EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 «m árið—Borgist fyrirfram rhe "Lögberg” is printed and published by The Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES S6 327—86 328 Vilja fá skildingana Enn eru það stríðsskuldirnar, sem vaida þjóðunum mikillar áhyggju, þó fjórtán ár séu nú liðin síðan stríðinu lauk. Það er Banda- ríkjaþjóðin, sem á fé að heimta, en Evrópu- þjóðimar, sem eiga fé að gjalda, eins og öll- um er kunnugt. Pákki skal þetta skuldamál rakið hér, en þannig er ástatt nú, að hinn 15. þ. m. eigia Evrópuþjóðirnar að greiða Bandaríkja- mönnum $123,641,696. Langme.st af þessu fé ber Bretum að greiða, eða $95,550,000, en Frökkum $19,261,438, og svo ýmsum öðram þjóðum minni upphæðir. Bretar, Frakkar og Belgíumenn, hafa far- ið fram á það vúð Bandaríkin, að fá frest á greiðslu þessa fjár, en með þeim skilningi, að enn verði reynt að semja um stríðsskuldirn- ar, og þá sjálfsagt helzt á þann hátt, að skuldirnar verði gefn'ar eftir, eða þá mjög dregið úr þeim að minsta kost, eða í þriðja lagi, að fundið væri eitthvert ráð, sem gerði Evrópuþjóðunum mögulegt að greiða þessar skuldir. Mundi það helzt vera á þann liátt, að þær fengi að greiða þær í vörum, en ekki peningum. Þessum málaleitunum Evrópuþjóðanna, hafa Bandaríkin svarað á þá leið, að þau krefðust, að fá sína peninga greidda í gjalddaga samkvæmt gerðum samningi. Virðist þetta svar mikil vonbrigði, fyrir Breta að minsta kosti, og fréttir frá London segja, að brezku ráðherramir séu alls ekki á eitt sáttir um það, hvað gera skuli. Þegar þetta er skrifað, er brezka. stjórnin að undir- búa svar við skuldakröfunum, en það eru víst heldur litlar líkur til, að þessar hundrað tuttugu og fimm, eða sex, miljónir verði greiddar hinn 15. þ. m. Það er víst alveg óhætt að segja, að það eru mjög litlar, eða engar líkur tii þess, að Ev- rópa greiði Bandaríkjunum nokkurn tíma þessar stríðsskuldir, nema þá kannske eitt- hvað lítið af þeim. Vonir sínar, að geta borgað þessar skuldir, bygðu sambandsþjóð- irnar ávalt á því, að þaer gætu innkallað stríðsskaðabætur frá, Þjóðverjum. Það fé, sem sambandsþjóðirnar gætu fengið hjá Þjóðverjum, átti að ganga til að borga Bandaríkjunum. Þetta tvent, skaðabæturn- ar frá Þjóðverjum ng stríðsskuldirnar við Bandaríkin, var ávalt nátengnt hvað öðru í hugum hlutaðeigandi Evrópuþjóða. Nú hafa sambandsþjóðirnar loksins séð, að Þjóðverj- ar borga aldrei þessar miklu skaðabætur, sem krafist var af þeim, að minsta kosti ekki nema sára lítinn hluta af þeim. Þeir geta það með engu móti. Það hafa hlutaðeigend- ur nú séð og hætt að krefjast þeirra. En þær hættu ekki að krefjast þessa fjár, fyr en alveg var vonlaust um, að þær gætu nokkura tíma fengið það, og þeim gekk ærið erfitt að átta sig á því. Bandaríkin virðast þar á móti ekki sjá neitt samband milli skaðabótanna frá Þjóðverjum og stríðsskuldanna. Og þeim virðist enn ekki skiljast, að samherjar þeirra í stríðinu,- g’eti ekki greitt þessar miklu skuklir, þó nú sé vonlaust um að Þjóðverjar greiði meiri skaðabætur. Það er ekkert óvanalegt að sá, sem á pen- inga hjá öðrum, gangi nokkuð hart eftir sínu og eigi oft nokkuð erfitt með að sjá getu- leysi skuldunautsins. Sambandsþjóðirnar kröfðust skaðabóta af Þjóðverjum, meðan þær gerðu sér nokkrar vonir um að fá þær. Bandaríkin gera samherjum sínum í Evrópu sömu skil. Fjárhagskreppan mikla, sem nú þjáir all- ar þjóðir, stafar aðallega frá stríðinu. Fyr en þau mál, sem út af því risu, eru sanngjarn- lega og viturlega til lykta leidd, ér lítil von um að heimurinn komist aftur á réttan kjöl. Nú virðist ríða meira á Bandaríkjunum, í þessu efni, heldur en nokkurri annari þjóð, með sinn nýkjörna forseta, Franklin D. Roosevelt, í broddi fylkingar. Ekki sekur Lögberg leggur það ekki í vana sinn, að skýra nákvæmlega frá morðmálum, sem fyr- ir koma hér í landi, eða annars staðar. En réttarhald er rétt ný-afstaðið hér í Winni- peg, og dómsúrskurður fallinn, í einu slíku máli, sem ástæða þykir til að skýra nokkuð nákvæmar frá, heldur en vanalega gerist. Maðurinn, sem hér á hlut að máli, og sem sakaður var um morð, heitir Rudolf Metner og er 26 ára að aldri. Hann er bóndi og býr með móður sinni og systkinum í grend við Moosehorn, Manitoba. Hann var kærður fyrir að hafa myrt Dan. Numan, stjúpföður sinn. Báðir era menn þessir taldir þýzkir, en forfeður þeirra hafa um lanngt skeið verið í Rússlandi, og mættu þeir því í raun og veru frekar teljast Rússar en Þjóðverjar. 1 apríl 1927 dó bóndi að Moosehorn, Man., sem Joseph Metner hét. Hann eftirlét ekkju og nobkur börn og elzt þeirra var Rudolf Metner, sá, sem hér er um að ræða. Svo að segja rétt eftir, að Joseph Metner dó, giftist Mrs. Metner, ekkja hans, Dan Numan. ‘ Eftir því, sem fram kom við réttarhöldin, lifði Mrs. Numan jafnan hinu mesta hörm- unga lífi eftir þetta, meðan seinni maður hennar lifði, og sömuleiðis áttu böm hennar við hin hræðilogustu kjör að búa af hálfu stjúpföðursins. Samkvæmt framburði vitn- anna, hefir Numan þessi veiið einhver allra lakasti eiginmaður, húsbóndi, faðir og stjúp- faðir, sem sögur fara af. Hann var harð- stjóri, og fór svo illa með konuna og börain, að til slíks munu fá dæmi. Sögurnar um með- ferð hans á fjölskyldunni jafnast fullkomlega á við ljótustu sögurnar um meðferð á þra»l- um. Konan var hrædd við hann og ekki síð- ur bömin, og öll óttuðust þau um líf sitt fyrir honum. Svo kom það fyrir í marzmánuði 1928, að Dan Numan hvarf, og vissi enginn hvað um hann var orðið og varð ,ekkert uppvíst um það í fjögur ár. Þó lagðist einhver grunur á, að Rudolf Metner hefði ráðið hann af dög- um og var nokkru umtali um það jafnan hald- ið á lofti þar í nágrenninu. Metner vissi af þessum grun og sjálfur vissi hann vitanlega hvað um hann hafði orðið. Lagðist þetta nú svo þungt á hann, að hann gat ekki lengur risið undir þessari byrði, og nú í vor sagði hann lögreglunni frá því, að hann hefði drepið Numan, aðfaranótt liins 26. marz 1928 og síðan brent líkið, að svo miklu leyti, sem hann gat, og grafið það sem hann ekki gat brent. Vísaði hann lögreglunni til hvar leyf- arnar væri að finna, og fundust þær þar sem hann vísaði til. Var Metner nú vitanlega tekinn fastur og sat hann í varðhaldi þangað til í nóvember- mánuði, að mál hans kom fyrir rétt. Hann var sakaður um morð. Mörg vitni voru yf- irheyrð, sérstaklega úr hans nágrenni. Báru þau öll Metner bezta orð, en Numan hið hrak- legasta. Hvernig dauða Numans bar að, vissi vitanlega enginn með vissu, nema Metner einn. Sagðist honum þannig frá fyr- ir réttinum, að þeir Numan og hann hefðu verið að vinna við skógarhögg all-langt frá heimilinu og héldu þeir tveir einir til í kofa, og voru þar engir aðrir. Eitt kveldið kom Numan seint heim í kofann og var þá drukk- inn. Hótaði að drepa Metner og greip lurk og gerði sig líklegan að færa hann í höfuð hon- um. Greip Metner nú þunga leðuról úr ak- týgjum og barði Numan með henni og segir Metner, að hann hafi þá verið sannfærður um, að hann hefði veitt manninum banahögg. Varð hann nú viti fjær af hræðslu og reiði og greip byssu og skaut Numan í höfuðið. Fór hann svo með líkið eins og fyr segir. Sjálfsagt hefir. kviðdómurinn, sem dæmdi um þetta mál, trúað því, að hér hafi verið um sjálfsvörn að ræða, Metner hafi -haft ástæðu til að ætla, að líf hans væri í hættu og að hann hafi gripið til þeirra einu ráða, er hann átti kost á, til að verja líf sitt. Þar að auki hafði Metner vafalaust ástæðu til að óttast um líf móður sinnar og systkina, því Numan hafði oft hótað að drepa alla, fjölskylduna, ef liún gerði nokkuð móti sínum vilja. Eftir all-langa yfirvegnn, komst kviðdóm- urinn að þeirrí niðurstöðu, að Metner væri ekki sekur. Ánægjulegasta niðurstaðan, sem dómarar geta komist að, ef hægt er að gera það með góðri samvizku. Allir virðast una þessum úrskurði vel, þar á meðal hlutaðeig- anda dómari. Þeir sem kunnugir eru þessu máli, virðast alls ekki óttast að nokkrum stafi hætta af þessum manni, þó hann hafi orðið fyrir því óláni, að verða mannsbani og það á hroðalegan hátt. Kringumstæðurnar, sem hann hafði ekki vald á, leiddu hann til að vinna það verk, sem hann vann aðfaranótt hins 26. marz 1928, að því sem álitið er. Ef Metner hefði verið auðugur maður, mundu kannske margir liafa ímymíað sér, og sagt, að hann hefði sloppið við hegningu vegna auðsins. Slíkt tal heyrist svo oft. “Ein lög fyrir fátæka, önnur fyrir ríka.” Hér er því ekki að dreifa. Hann er fátækur mað- ur, og fólk hans, og hann er lítið mentaður og fjarri því að geta talist í tölu höfðingjanna. Nú er Rudolf Metner kominn heim til sín, frjáls maður — ekki sekur. Berohard R. Hubbards “jöklapresturinn.” Maður er nefndur Bernhard R. Hubbards. Hann er Jesúítaprest- ur, en frá æsku hefir hann feng- ist við háfjallarannsóknir. Hann er nú prófessor við háskólann í Santa Barbara og forstjóri jarð- fræðisdeildar Santa-Clara há- skólans í Alaska. í æsku dvaldi hann í Sviss og hneigðist þá hug- ur hans mjög til þess að ganga á hina illkleifustu fjallatinda. Varð hann brátt sá “Velbergklifrandi” að hann jafnaðist á við flesta fjallgöngumenn þar í landi. Kleif hann einn síns liðs á marga há- fjallagnýpu, sem enginn hafði fótum troðið, og gekk yfir skrið- jökla, þar sem aðrir þorðu ekki að fara. Af þessu hefir hann feng- ið nafnið “jöklaprestur”. í sumar fór hann í flugvél ásamt tveimur öðrum amerískum full- hugum, Frank Dobart flugmanni og Herb Larison vélamanni, til þess að skoða eldgí'ginn Aniak- chak í Alaska. Er það stærsti eld- gígur í heimi. Hann er umlukt- ur 600 m. háum hamraveggjum og er veggjabrúnin 32 km. um- máls. í botni þessa ferlega eld- gígs er stórt stöðuvatn, sem heit- ir /Lake tSurprise ; (iFurðuva'tn). Þar eru laugar og heitir goshver- ir. Og þar er líka stór eldgígur, sem alt af bullar í og gýs með köflum. Þeir félagar settust á vatnið í gígnum og gengu svo á land. Fóru þeir því næst yfir 5 km. breitt hraun, sem komið hafði upp úr eldgígnum í fyrra, og náðu svo fram á brún eldgígsins eða eld- sprungunnar, því að réttara er að kalla sprungu en gíg þar seín elds- umbrotin eru. Er sprungan 1% km. á lengd. Loftið var þarna á- kaflega heitt, þrungið gasi og brennisteinsgufu. En samt tókst þeim þarna á 5 kl.stunrum að gera þær rannsóknir, sem óefað munu hafa mikla þýðingu fyrir heildar- rannsóknir eldfjalla á jörðunni. Nú var þó þyngsta þrautin eft- ir — að komast upp úr gignum aftur. Gat flugvélin hafið sig svo hátt í þessu gasmettaða lofti, að þeir kæmist yfir hina háu hamra- veggi? Undir því var líf þeirra komið, því að ekki varð komist upp úr gígnum á neinn annan átt. Þeim var þetta öllum vel ljóst, en enginn þeirra hafði orð á því, o!g þeir gerðu að gamni sínu hver við annan um leið og þeir stigu á flugvélina aftur. Larison setti skrúfuna á stað og Dobart lét hreyfilinn taka til starfa. Flug- vélin rann á stað og hófst til flugs. En hún komst ekki hátt. Hvernig sem flugmaðurinn reyndi að skrúfa hana upp í loftið, varð það árangurslaust. Hann flaug alveg út að klettveggnum og hélt að sér mundi takast að hækka flugið þar, lengst frá gufunum upp úr eldsprungunni. En það fór á sömu leið, reyndist jafnvel erf- iðara að halda flugvélinni þar í sömu hæð og hún var komin. Þóttust þeir félagar þá vita, að kaldur loftstraumur sogaðist þar niður í gíginn til að halda jafn- vægi á móti hinu heita lofti, sem steig upp af eldsprungunni. Voru nú góð ráð dýr, því að ekki var um annað að !gera, en að freista þess að fljúga yfir gjósandi eldsprung- una og komast upp með heita loft- inu þar. Þetta var stórhættulegt og enginn flugmaður hefir enn dirfst að fljú|ra yfir gjósandi eld- gíg. En vogun vinnur og vo!gun tapar — og að þessu sinni vann hún. Um leið og þeir komu yfir hitastrókinn, sem lagði upp af eldsprungunni, sveiflaðist flug- vélin í háa loft, eða svo hátt, að þeir komust yfir gígbrúnina, og þá voru þeir sloppnir úr hættunni. Það væri gaman að vita, hvern- ig hinum djörfu flugmönnum hef- ir verið innan brjóst er þeir upp- . götvuðu' það, að þeir gátu alls ekki komist upp úr gígnum nema með því að fljúga yfir eldsprunguna. Á hverju augnabliki máttu þeir búast við því, að eldslogar eða glóandi steinar gysi uppúr sprung- unni o!g næði þeim/ Eldgígir eru ekki lamb að leika sér við. Skömmu síðar höfðu tveir vísindamenn, sem voru að rannsaka eldgíg, biðið hræðilegan dauðdaga. Það voru þeir prófessor Werner Bochardt frá Hamburger Institut og aðstoð- armaður hans. Prófessorinfi var aðeins þrítugur að aldri. Þeir voru að rannsaka eldgíg í fjallr inu Merapi á Sumatra. Stóðu þeir á gígbarminum, en alt í einu kom gos og í sama bili hrundi gíg- barmurinn, sem þeir stóðu á, og hröpuðu þeir niður í eldhafið í gígnum. ______ Þegar Pater Hubbards var kom- inn heim úr þessum leiðangri, til- kynti hann það, að nú ætlaði hann sér að fara í rannsóknarför til Beringssunds, til þess að athuga eldfjallaeyna Bogosloff, sem ým- ist sekkur í sjó, eða hefst úr sjó aftur, með svo sem tveggja ára millibili. Hann lagði svo af stað frá False Pass með mótorskipinu Pólarbjörn og hélt til Bogosloff. Rannsóknir hans á þessari merki- legu ey og eldsumbrotunum þar, eru ekki taldar standa að baki rannsóknum hans í Aniakchak- eldgígnum. Nokkrum mánuðum áður en þetta var, lagði Pater Hubbard á stað ásamt þremur stúdentum frá Santa-Clara og var förinni heitið upp á tind eldfjallsins Shishaldin (í AIaska)i. — Töldu allir, að engum menskum manni væri fært að komast upp á fjall- ið, endaTiöfðu margir, sem freist- að höfðu þess áður, orðið að gef- ast upp á leiðinni, en Pater Hub- bard og hinir tveir stúdentar kom- ust alla leið. Voru þeir 21 klukku- stund að klífa upp á tindinn. Varð leiðin æ örðugri eftir því sem of- ar dró. Það háði þeim og mikið, að þeir fengu stórviðri á móti sér. 0!g rúma klukkustund voru þeir að komast seinustu hundrað fetin. Tindur Shishaldin er 2,820 m. yfir sjávarmál, og þar er gígur- inn. Tveimur mánuðum áður en þeir félagar fóru þessa glæfraför, hafði fjallið gosið ákaft, og enn gaus það talsverðu af ösku, sem stormurinn feykti eldheitri fram- an í þá, svo að þeir ætluðu ekki að ná andanum. Öskubingurinn á fjallinu lét undan og skrapp úr hverju spori, svo að stundum runnu þeir niður aftur, styttri eða lengri spöl. Þetta tafði þá mikið, en ótrauðir héldu þeir áfram þangað til þeir komust upp á fjallið. Tæpum tveimur mánuðum áður hafði Pater Hubbard gengið á hinn háa jökul Mount Katmai. Var það í fyrsta sinn að tókst að ganga á hann að vetrarlagi. 1 þeirri för tókst Hu'bbard að sigrast á ótrú- legum örðugleikum. Þeir lögðu af stað frá Kodiak og gengu á fjall- ið í skafrenningi, sem snerist upp í asahláku. Og er þeir ætluðu að snúa heim aftur, var ekki viðlit að komast sömu leið o!g þeir fóru að neðan, því að smálækir í jökl- inum voru nú orðnir að beljandi elfum, sem engum manni var fært yfir. Urðu þeir þá að leita niður- göngu annars staðar, og gátu að lokum klöngrast niður skriðjökla niður að Shellikoff Straits. Oft og mörgum sinnum hafa borist fregnir um það, að Pater Hubbard hafi farist í hinum glæfralegu ferðum sínum. En alt af hefir hann þó skilað sér aftur. Og þá er vana-viðkvæðið hjá hon- um: “Það er stór munur á því að tefjast, eða að kunna sér engin bjargráð.” — Lesb. I meir en þriBjungr aldar hafa Dodd’a Kidney Pills veriB vlBurkendar rétta meBaliB víB bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hj.\ öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eBa sex öskjur fyrir $2.50, eSa beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Útdráttur úr fundargjörð framkvæmdanfendar kirkjufélags- ins þ. 11. nóv. 1932. Fundurinn var haldinn í Jóns Bjarnasonar skóla og hófst kl. 4 e. h. Mættir nefndarmenn voru: for- seti séra Kristinn K. Olafson, séra J. A. Sigurðsson, séra Rúnólfur Marteinsson, séra Sigurður Ólafs- son, herra G. J. Oleson o!g séra Jó- hann Bjarnason, skrifari nefnd- arinnar. Fjarverandi var einn nefndar- maður, herra J. J. Myres, er ekki gat komið sökum lítt færra vega. Forseti skýrði frá samvinnutil- raunum við “United Lutheran Church” á heimatrúboðssvæði kirkjufélagsins. Hafði nefndin falið honum þær mála-umleitanir á næsta fundi á undan. Hafði for- seti hins stóra kirkjufélags, dr. F. H. Knubel, svarað tilmælum forseta vors með vinsemd, sam- úð og góðum skilningi á erfiðleik- um vorum, en hafði virzt tregur að gera nokkura sainninga um þannig lagaða samvinnu, með fram af því, að þá gæti litið svo út sem verið væri að to'ga kirkjufélagið inn í hið stærra og sterkara félag. En slíkt gæti ekki komið til mála. í því efni yrði kirkjufélagið að hafa algjörlega óbundnar hendur. Heimatrúboð var þá tekið fyrir til umræðu. Hafði séra J. A. Sig- ursson vitjað fólks í Pembina, Piney og Winnipegosis. Sömu- leiðis hafði hann farið messuferð til Lundar. Aðalmaðurinn á heimatrúboðs- svæðinu, síðan eftir kirkjuþing i sumar sem leið, hefir verið séra Jóhann Friðriksson. Hefir hann starfað í Vatnabygðum í Sas- katchewan, í Grunnavatnsbygð, Langruth o!g Lundar hér í fylki. og bygðunum norður af þessum bæjum, 'beggja megin Manitoba- vatns. Var séra Jóhann staddur á fundi og skýrði nefndinhi ná- kvæmlega frá starfi sínu. Hafði það alt farið fram sem næst eftir þeirri áætlan, er áður var gjörð. Barst nefndinni sú fregn á fund- inum, að séra Jóhann Friðriksson væri í þann veginn að taka fastri ,'prestsköllun frá Herðubreiðar- söfnuði í Langruth, Lundarsöfn- uði og Lúterssöfnuði í Grunn^a- vatnsby!gð. Samþykt var að fara þess á leit við séra J. A. Sigurðsson, að vitja fólks í Keewatin, sjái hann sér það mögulegt. Þá var samþykt, ^ð bjóða guð- fræðisstúdentunum, sem eru á prestaskólanum í Minneapolis, þeim B. Theodore Sigurðsson og B. A. Bjarnason, að fara messuferðir í jólafríinu, ef þeir sjá sér það fært, sökum annríkis við próf, eða annara hluta vegna, Á fundi var mættur féhirðir kirkjufélagsins, herra S. O. Bjerr- ing. Skýrði hann frá, að alls væri nú til í sjóðum kirkjufélagsins um $500. Skuldir rúmlega $1,100. Þá var rætt um samband kirkju- félagsins við önnur íútersk kirkjufélö'g. Hafði kirkjuþing síð- astliðið falið framkvædanefnd að undirbúa þetta mál rækilega fyrir næsta þing. Samþykti nefndin nú, í e. hlj., eftir allmiklar umræður, að ganga svo frá skýringum þessa máls, að atkvæðagreiðsla um inn- göngu kirkjufélagsins, í United Lutheran Church, geti farið fram á næsta kirkjuþingi. Þau úrslít, sem

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.