Lögberg - 15.12.1932, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.12.1932, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 1 Seven Lines "1 i USisf* For Service and Satisfaction 45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 15. DESEMBER 1932 NÚMER 50 Vilja ekki átytta vinnu- daginn Verkamannaflokkurinn á Enlg- landi lagði frumvarp fyrir brezka þingið þess efnis, að stytta hinn löglega vinnudag ofan í sex klukkustundir, að viðlögðum tíu sterlingspunda sektum, ef vinnu- veitendur brjóta >essi lög. Dag- launin áttu að haldast eins og þau eru, eða ekki að lækka fyrir þetta. Þegar frumvarpið kom til at- kvæðagreiðslu á þinginu, voru heldur fáir þingmenn viðstaddir, en frumvarpið var felt o!g urðu að eins 40 atkvæði með því, en 137 á móti. Stjórnin var eindregið á móti þessu frumvarpi, og var því haldið fram, að þetta mundi hafa öfug áhi*if við það, sem til væri æt’ast og það mundi koma vinnu- samningum og öðru þess konar á ringulreið. Frumvarpið fékk lít- inn byr í þinginu. ISIIII i:im:HiniH"!i Harðindi Harðindatíð má heita að verið hafi hér um slóðir það sem af er vetrinum. Snjór er kominn miklu meiri en vanalega gerist um þetta leyti árs. 1 nóvembermánuði voru oft miklir kuldar, nema síðustu daga mánaðarins, en þá var mjðg milt veður og jafnvel töluvert vatn á götunum í Winnipeg, suma dagana. í vikunni sem leið, var afar kalt, og einn daginn, 8. des- ’ember, komst frostið ofan í 34 stig, og var kuldinn þá þvílikur víðast hvar í Manitoba. Samt er það eftirtektavert, að í Churchill var frostið ekki nema 24 stig þann dalginn. Þessi miklu frost í vik- unni sem leið, gerðu töluverðan skaða hér í borginni. Vatnsrenn- ur sprungu og símarnir biluðu og ýmislegt fleira þesskonar kom fyrir,. og járnbrautalestir urðu á eftir áætlun töluvert. Víða kviknaði í húsum og eldliðið hafði mikið að gera, köldustu dagana. Vill ekki biðja afsökunar Aðal blað Soviet stjórnarinnar ! Moscow, flutti þá fregn fyrir skömmu, að stjórn Breta hefði boðið umboðsmönnum sínum í Riga, að komast yfir öll skjöl, ekta og fölsuð, viðvíkjandi starfsemi rússneskra komúnista á Bretlandi. Þótti Bretastjórn þetta móðgandi og krafðist þess, að Soviet stjórn- in beiddi afsökunar á ummælum blaðsins, þar sem það væri blað stjórnarinnar. Þessu hefir Sovi- et stjórnin neitað og segist enga ábyrgð geta borið á því, sem blaðið flytji, því það sé ekki nema óbeinlínis undir sinni stjórn. Þykja nokkrar líkur til, að þetta muni leiða til viðskiftaslita milli Breta og Rússa, og munu Bretar hafa hótað því. Herjöfnuður Einn af hinum mörgu fundum stórþjóðanna til að ræða um af- vopnun, eða takmörkun herútbún- aðar, hefir staðið yfir í Geneva, og lítur út fyrir að þeim hafi orð- ið þar nokkuð ágen'gt. Hafa Bret- ar, Frakkar, Þjóðverjar, Banda- ríkjamenn og Italir samþykt, að vinna að því á næsta afvopnunar- fundi, sem ef til vill verður hald- inn í janúar í vetur, að verulegar ráðstafanir verði til þess gerð- ar, að takmarka herútbúnað og að draga úr honum svo um muni. Eru Þjóðverjar nú aftur til þess búnir, að taka þátt í þess- um afvopnunartilraunum, gegn því að þeir njóti jafnréttis við aðrar þjóðir, hvað hermensku snertir. Virðast Frakkar nú til- leiðanlegir að ganga inn á það. * Avarp í nafni Borgarfjarðar, til hjónanna, EGILS ÁRNASONAR og GUÐLAUGAR STEFÁNSDÓTTUR frá Bakka, á sextuganda brúðkaupsdegi þeirra, annan desem- ber, nítján hundruð þrjátíu og tvö. Nú til heimilis að Leslie, Sask., Canada. Sæl, góðu hjón, und hærukrans!— til heiðurs efnt er minnis, í nafni æsku átthagans, — er ástin vitjar kynnis, — þar fegurst ykkar fífill skein, í frjóum Bakkahaga, — en fram, sem stundin óska ein, leið ykkar ferðasaga. Nú Borgarfjörður minja-mær, í mjallar vafinn skrúðann, þars dvelst hinn ríki rausnarbær, við Ránar arminn prúðan, — til kærra vina man um mar, þótt mörg sé síðan ævi, þið bjugguð ykkar búi þar við björg af landi’ og sævi. Hann man hve höldur hélt sinn garð, — því hugspekt veldur mann.sins, að bóndi stólpi búsins varð, og búið stólpi landsins. — Þá víkka tún o>g veggir ranns, og vaxa’ að hæfi sannsins, þau efni’ er streyma’ að heima hans, frá heið og flæði sandsins. Hann man, hve húsfrú bjó í fcæ, — frá brúðkaups degi fyrsta !— Hún kastaði ekki gulli’ á glæ, en geymdi drykkja’ olg vista. Þeim feng, sem bar þeim brim og land, hún breyta kunni’ í fæði. Hún vissi’ að snúa snúð á band, og sníða’ úr voðum klæði. Þá utan húss og innan stjórn, í atgjörð firrist halla, er starfsins ekki fórnað fórn, á falsguðanna stalla. En heimað verður hofgarð líkt, að hofsókn sveitar-prýði. Þau fær um andi’ og orku vígt þótt ár og dagar líði. Því saknar fjarðar fóstur-sveit, þess fólks, sem heiman vendi, og frælgan garðsins goðareit, þar gerði forsjár hendi.^ Hún einnig gleðst á gæfuleið ef geimur Vínlands brýnir, — því ræktin lifir há og heið, sem himinfjalla sýnir Að heiman margir hurfu þar, — þótt heilla þyrru’ ei keldur, — Úr koti ekki komið var, — í kot ei vísað heldur. Sem áar Dofrafjöllum frá, — til frelsiskosta gnægðar, — fyrr lendu ströndum íslands á, — og ævarandi frægðar!— Með sonu’ og dætur sóttuð þið, um sæ til nýrra landa, og numuð villi-valla svið, með veizlu arfahanda. Þar reistuð þið upp bæ og bú, — með björn og úlf að granna. — En hæstri elli hrósið nú, við heimskaut dagfaranna. — Á sextugundu samlífs stund, er safnast ykkur kringum, með ást og þökk við hal og hrund, frá horfnum leiðarþingum. — Forn land-sveit drekkur ykkur á, að afmælisins fulli. En marklönd andans óska brjá, í aptanroðans gulli !--------- Chicago, 15. nóvember, 1932. Lárus Sigurjónsson. Tuttugu og tveir teknir fastir Út af upphlaupinu í Árborg hafa 22 menn verið teknir fastir og var komið með þá til Winni- peg. Hefir mál þeirra komið fyr- ir rétt, en á mánudaginn var því frestað um viku, eða þangað til á mánudaginn kemur, hinn 19. þ. m. Eru menn þessir nú allir látnir lausir gegn tryggingarfé, $1,000 fyrir hvern, sem Canadian Labor Defence League leggur fram. Eru flestir menn þessir úr Bífröst sveit, en þó nokkrir úr nærliggj- andi sveitum. llilHlltll 'Hl'! Mikil snjókoma Um helgina, sem leið, féll mik- ill snjór um þver Bandaríkin, alla leið milli New York og San Fran- cisco, og í hinni síðarnefdu borg, var snjókoman aiveg óvanalegá mikil, eftir því sem þar gerist. í mörgum stórborgum fengu mör!g hundruð manna vinnu við að moka snjó í nokkra daga, en ekki bætir það mikið úr atvinnuleysi þeirra tólf miljóna, sem nú er talið að atvinnulausir séu í Bandaríkjun- um. Hitt er miklu nær sanni, að harðindatíð eykur mjög á örðug- J ólaguðsþ j ónuáta I Fyrstu lútersku kirkju Sunnudagskvöld, 18. desember, kl. 7. (Útvarp) Til hægðarauka fyrir þá, er í fjarlægð vilja taka þátt í guðsþjónustunni, er ágrip þetta birt. Innganga (Processional)—“Dýrð sé Guði í hæstum hæðum”. Sálmur, nr. 86. Pistill. Dýrð sé Guði föður, syni og heilögum anda. Guðspjall. Dýrð sé Guði í upphæðum. Bæn. Faðir vor. * Kórsöngur. 1. “Guð hæst í hæð”. 2. “When Christ was born” — Bridger. 3. “Behold, thou shalt conceive” —Handel Sálmur nr. 94. Ræðan. Sálmur, nr. 90. Skapa í mér hreint hjarta. Offur. Kórsöngur—“’How far is it to Bethlehem?” — Shaw. iSálmur, nr. 275. Blessan. Útgánga (recessional)—“Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara.” \ X i í 1 i i j j atvinnulausir. Frá Selkirk Þann 5. nóv. síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband í Selkirk, leika þeirra, sem fátækir eru og Ingjaldsson og Sigríður Sæ- mundsson, að heimili foreldra brúðarinnar, Kristjáns og Sigríð- ar Sæmundsson. Eru hlutaðeigendur velþekt sæmdarfólk. Mr. Ingjaldsson hef- ir aktýgjaverzlun þar í Selkirk, og er hinn vinsælasti meðal ungra manna. Einungis nánustu ætt- ingjar voru viðstaddir. Séra Jónas A. Sigurðsson gifti. Hinn 25. s. m. komu nálega all- ir íslendingar í Selkirk á samkomu í beiðursskyni við hin nýgiftu hjón, Jón og Sigríði Ingjaldson. Var sá mannfögnuður margmenn- ur og hjónunum afhentar góðar igjafir frá vinum þeirra og frá sunudagsskóla nemendum og með- kennendum brúðgumans. Fyrir hönd fólksins mælti safnaðar- presturinn, séra Jónas A. Sig- urðsson, og afhenti hann brúð- hjónunum gjafirnar og stýrði Alt af að taDa skemtiskrá, og voru aðal atriði ^ hennar einsöngvar, er þær Miss Heimsverzlunin hefir minkað Dóra ^nson og Mrs. Lillian ofan i 40 per cent samanborið við Mur(joch sungu og hljóðfæra- 1929, og er alt af að minka, seg- sláttur frá Miss Liney Björnsson. ir J. A. McLeod, bankastjóri við Nova Scotia bankann. Árið 1929 nam heimsverzlunin 24% biljón dala, en nú minna en 10 biljónum. Mr. McLeod lét þess jafnframt getið, að þó málið um stríðs- skuldirnar, sem nú er svo mikið talað um, kæmi ekki Canada bein- línis við, þá hefði það þó afar- mikla þýðingu fyrir vora þjóð, hvernig það mál réðist, vegna við- skifa landsins út á við. Giftingar, fæðingar, dauðsföll Eins og betur fer, er ástin söm við sig, hvað sem allri kreppu líð- ur, eða svo sýnist það vera í WinnV peg að minsta kosti. í nóvember- mánuði giftu sig 279 hjónaefni, og eru það flieri giftingar held- ur en í nokkrum öðrum mánuði síðan í september fyrir tveimur árum, þá urðu hjónaböndin 307. í október í haust urðu giftingar 250, en-- í nóvember í fyrra 253. Fæðingar í nóvember urðu ekki nema 302, en í október 398, og í nóvember í fyrra 343. DauðsföR urðu í nóvember 153, í október 158 og í nóvember í fyrra 149. Nýr landátjóri á Irlandi Fyrir nokkru sagði hinn brezki landstjóri Fríríkisins af sér vegna ósamkomulags við De Valera og stjórn hans. Nú hefir verið skip- aður i þetta háa embætti maður, sem Donal (Daniel) Buckley heit- ir, búðarhaldari í smábæ á lr- landi. Reglulegur íri, talar þeirra mál og hefir tilheyrt Sinn-Feiner flokknum. Hann er lýðveldisynað- ur og barðist með þeim 1916. Þyk- ir þetta nokkuð einkennileg ráð- stöfun, en mælist frekar vel fyr- ir á írlandi. Gullframleiðsla í Canada Hún nam í síðastliðnum októ- bermánuði 253 únzum, eða $5,231,152. Þetta er dálitið minna heldur en í september, en miklu meira heldur en í október 1931. Frá íslandi Reykjavík, 15. nóvember. Útflutningur íslenzkra afurða nam í október 6,404,400 krónum, en alls hefir útflutningur á árinu fram til 1. nóv. numið 36,019,400 kr. Er það með minsta moti. 1 fyrra nam útflutningur 2 milj. kr. meira, í hitteðfyrra 12 milj. kr. meira og 1929 nær 21% milj. kr. meira. J. A. Juul,- sem rekið hafði Lyfjabúð Seyðisfjarðar síðastlið- in 10 árin, fluttist þaðan í haust ásamt fjölskyldu sinni til Dan- merkur. Seldi hann lyfjabúðina Johan Ellerup, sem nýlega er kom- inn þangað frá Fredericia. Elle- rup hefir áður dvalið á íslandi, var tvö ár í lyfjabúð Reykjavíkur. Hann er kvæntur Astrid, dóttur Forbergs heitins landsímastjóra. Á sunudaginn gengu tveir menn á fjöru í Vík í Mýrdal og fundu þar sjórekið lík. Líkið hafði auðsjáanlega legið lengi í sjó, því að það var mjög skaddað og aðeins litlar fatatætlur á því. Af fata- tætlunum og vaxtarlagi mátti þó þekkja, að þetta var lík Dagbjart- ar Ásmundssonar, búfræðings í Skálmabæ í Álftaveri, sem, ásamt tevim mönnum öðrum, druknaði í lendingu í Vík í Mýrdal 23. apríl í vor. Thomas Flye yfirgefur verkamannaflokkinn Thomas Flye bæjarráðsmaður í Winnipeg, hefir sagt skilið við hinn óháða verkamannaflokk, sem hann hefir lengi tilheyrt og látið þar töluvert til sín taka. Orsök til þessa er sú, að Flye hefir hald- ið því fram, að enginn flokksmað- ur ætti að sækjast eftir, eða taka við nema einu embætti í einu. En þetta gerði Queen verkamanna leiðtogi, sem vi ð síðustu kosn- ingar sótti um borgarastjóra em- bættið í Winnipeg, en hann er, eins og kunnugt er, fylkisþing- maður í Manitoba. Hafði Flye eitthvað látið til sín taka, og hald- ið þessari skoðun sinni fram á bæjarráðsfundi nýlega, og tóku sumir af flokksmönnum hans það illa upp af honum og vildu endi- lega reka hann úr flokknum. Mun það þó hafa mætt mikilli mót- spyrnu, en nú hefir Flye sjálfui sagt sig úr flokknum. Kaþólsku skólunum Iokað Nú um áramótin verður átta barnaskólum í Winnipeg lokað alveg, þann tíma sem eftir er af þessu skólaári, og tveimur meir að nokkru leyti. Þessa skóla hef- ir kaþólska kirkjan séð um og kostað, en sér nú ekki fært að gera það lengur, eða ekki sem stendur, að minsta kosti. Hefir Sinnott erkibiskup tilkynt borgar- stjóranum þetta og hann aftur skólaráðinu, en það verður nú að sjá um mentun þeirra barna, sem á þessa kaþólsku skóla hafa geng- ið. Þau eru um 2,500, eða rúmleiga það. Ekki telur skólaráðið nein vankvæði á því, að taka við þess- um kaþólsku börnum, því lítið þurfi annað að gera, en að auka við nokkrum kennurum. I faðmi þínum Hvar sem mennirnir marka spor og meinvillufleyin stranda, í faðmi þínum, faðir vor, farmóðu börnin standa. Sérhverja stund á storð og mar stafar alveldis sólin. Mannanna stóru meingaUar meta’ ekki blíðu skjólin Glapsýnir ofmjög girnumst vér, gálausa aldarháttinn. Trúin í ge:gnum tjöldin sér tilveru andardráttinn. Fr. Guðmundsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.