Lögberg - 15.12.1932, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.12.1932, Blaðsíða 6
R!« fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER 1932. MacklÍD kapteinD — Endurminningar hans. — EFTIR RICHARD HARDING DAVIS. Fáum vikum síSar fékk eg einu sinni nokk- urra klukkustunda frí, og tók eg þá tækifær- ið til að fara heim og kynnast frænku minni og til að sjá hvernig heimilið liti út undir þessari nýju stjórn. Eg fann, að það hafði tekið breytingum, og að því undanteknu, að nú var eg þar gestur, og altaf eftir þetta, þá skildi eg, að breytinggrnar voru allar til hins betra. Eg sá strax; að það fór að öllu leyti miklu betur um afa minn nú en áður. Mæðgurnar voru báðar nærgætnar og elskulegar í garð hans, enda hlaut öllum, sem þektu afa minn, að þykja vænt um hann. En þær skÖpuðu hjá honum ýmsar þarfir, sem hann hafði ekki sjálfur þekt áður, og uppfyltu þær, án þess þó að taka frá honum það-, sem liann hafði áður haft og vildi hafa, eða breyta í nokkru yerulegu hans fyrra lífi. Mary frænka er einstaklcga óeigingjörn manneskja og nægju- söm og iðin við að gera eitthvað til gagns i húsinu, öllum til ánægju sem þar voru. Auk óeigingirni hennar, sem að mínum skilningi er hin göfugasta dygð, cins og hún er flestra dygða fágætust, þá var liún líka framúrskar- andi blíðlynd-, og skapferli hennar alt var hreint og göfugt. Hún var einhver hin bezta sál, sem eg hefi nokkurn tíma þekt. Eg get sagt nokkurn veginn það sama um Beatrice frænku mína. Það fyrsta, sem mér datt í hug, þegar hún kom inn, var það, hve afar lík hún væri myndinni af alþýðustúlk- unni, sem hékk á veggnum í stofunni okkar. Sú mynd var mér fyrirmynd kvenlegrar feg- urðar og yndisleika, þegar eg var drengur. Síðan á þeim árum hafa hugmyndir mínar brevzt mörgum sinnum, og oft með stuttu millibili, en altaf finst mér Beatrice vera lík myndinni, sem mér þótti svo falleg, þegar eg var lítill. Hún hafði barðastóran stráhatt á höfðinu og hann var skreyttur tilbúnum blómum, og annað barðið hékk niður. Hún hafði verið að vinna úti í garðinum og hélt á spaða í hendinni og hún hafði vetlinga á höndunum. Þegar hún kom inn, reis afi minn strax á fætur og gerði okkur kunnug og það á töluvert hátíðlegan hátt. •— “Royal,” sagði hann, “þessi stúlka er Beatrice frænka þín”. Hefði hann ekki verið viðstaddur, held eg að við hefðum tekið í hendina hvort á öðru alveg feimnislaust, en hann gerði þessi fyrstu kynni okkar dálítið erfið og ekki alveg eðlileg. Eg heilsaði henni, eins og mér hefir verið kent að heilsa á hermanna- skólanum, og hún setti sig líka í stellingar og heilsaði mér með mestu kurteisi, en þar sem hún horfði beint framan í mig, þá sá eg, að það voru dálitlar glettur í huga hennar. Ef eg er hræddur við nokkuð, ])á er það á- reiðanlega ekki stúlkurnar; við þær hefi eg aldrei hræddur verið, en í þetta sinn var eg í dálitlum vandræðum. Mér fanst þessi frænka mín vera eitthvað töluvert öðruvísi heldur en allar aðrar stúlkur, sem eg hefi kvnst. Hún var alt öðru vísi heldur en stúlk- urnar, er eg hafði dansað við á ýmsum stöð- um, og stúlkan, sem eg ga£ koparhneppana einu sinni á Ástagötu. Hún var fínlegri í framgöngu og tali og kannske dálítið meira gamaldags, sem gerði það að verkum, að manni fanst hún stundum næstum barnaleg, en á næsta augnabliki fast manni hún and- lega þroskuð og elskuleg ung stúlka. Hún lét mér finnast, að hún væri miklu eldri, en eg sjálfur, og að hún hefði miklu meiri þekk- ingu og lífsreynslu. Svona kom þessi frænka mín mér fyrir sjónir í fvrsta sinn sem eg sá hana. Svona hefir mér altaf fundist hún síðan, ýmist barn eða þroskuð kona. Aðra stundina blíð og góð og glöð, liina óvingjarn- leg og erfið í skapi. Þangað til eg kyntist Beatrice, hafði mér aldrei dottið í hug, að hægt væri að eiga stúlku að vin. Það var nú reyndar enginn piltur heldur, sem eg gat skoðað sem vin minn, en eg var kannske stundum full vina- legur við stúlkurnar. Mér leizt dasmalaust vel ó stúlkurnar og eg dáðist mikið að þeim. Ef þær vildu ekkert á það lilusta, ])á skildist mér, að ])«'r væru stoltar og stærilátar og litu of stórt á sig. Mér datt það aklrei í hug þá, að það væru til stúlkur, sem kærðu sig ekkert um það, að piltar, sem þær kvntust, færu strax að segja þeim, hve mikið þeir elskuðu þær, og hvers vegna. Þær ætlast beinlínis til ])ess af piltunpm að þeir hafi hljótt um sig í þeim efnum. Eg man ósköp vel eftir því, hvað mér þótti það undarlegt og næsta ótrúlegt, þegar stúlka lét mig einu sinni ^ita, hvað hún hugsaði um mann, sem segði sér að hún væri falleg. Hún sagðist á- líta, að hann væri ósvífinn. Það, sem mest af öllu gerði mér þetta óskiljanlegt, var það, að þessi sérstaka stúlka var svo fjarskalega falleg, að þegar maður sá hana, þá sýndist varla geta komið til mála, að tala um nokkuð annað, en fegurð hennar. Öll önnur umtals- efni sýndust þá smóvægileg í samanburði við þetta eina, en samt virtist hún segja þetta alveg í einlægni og vildi ekkert á það hlusta, “hvað eg er fyrir þig”, eða “livað þú ert fyrir mig.” En það var einmitt umtalsefn- ið, sem eg vildi langhelzt ræða um. Kunn- ingskapur við stúlkurnar fanst mér svo lang- skemtilegastur af öllu, sem eg hafði reynt, eða gat hugsað mér, og eg efaðist- svo sem ekkert um það, að þetta, sem kallað er ástir, væri öllu öðru yndislegra og það væri ])au gæði lífsins, sem bæði menn og konur sækt- ust mest eftir og legðu sig langmest fram um að höndla. Mér mundi hafa þótt það bæði heimskulegt og ókarlmannlegt þá, ef eg hefði ekki reynt að kvnnast hverri ungri og lag- legri stúlku, sem eg sá, og gert mitt bezta til að koma mér í mjúkinn hjá henni, og láta henni títast vel á mig. Þetta sýnist mér dá- lítið skrítilegt nú. en þegar eg var á aidrin- um fjórtán til tuttugu, þá lá ekki nærri að eg sæi, að þetta væri nokkuð öðruvísi, en rétt eins og það ætti að vera. Nú er eg farinn að líta öðruvísi á málið. Það er alt of auð- velt, að vinna ástir kvenna, oftast nair, til þess að maður geti verið nokkuð upp með sér af því. En hér er töluverð hætta á ferðum, sem auðvel er að lenda í, en erfitt að sleppa óskaddaður út úr. En það gekk mér illa að muna, fyr en ])að var orðið of seint. Skóla- bróðir minn sagði einu sinni við mig: “Þú minnir mig á mann, sem gengur eftir götu þar sem girðingar eru á báðar hliðar, en girðingahliðin öll opin. I stað þess að halda rakleitt áfram þína leið, þá stanzar þú við hvert hlið, og það er eins og þú hugsir sem svo: ‘ Hér skal eg fara inn og sjá hvert þessi stígur liggur og hvert hann leiðir mig’. Og svo kemur það fyrir, að þú ert annað hvort rekinn út og hurðinni skelt aftur á eftir þér, eða þú leiðist lengra og lengra og kemst ekki út, nema með því einu móti, að brjótast út. En lærir þú nokkuð af ]>eirri reynslu? Nei! T stað þess að halda rakleitt áfram, beina en þröngva veginn, stanzár ]>ú við næsta hlið og fellur í sömu freistnina, og þú segir, eða hugsar að minsta kosti: ‘Þetta er verulega, fallegur garður! En hvað þessi hvítmálaða girðing er falleg. Sg má til að fara inn og sjá meira af þessari fegurð.’ Og svo endurtek- ur sama sagan sig upp aftur.” Eg viðurkendi, að það væri mikið hæft í þessu, en erfiðleikarnir, fvrir mig, eru þeir, að það er ekki nóg pláss fyrir tvo á þessum þröngva, en beina vegi. Og svo er ekki nema rétt fvrir mig að segja það eins og það er, að sumir af þessum blómagörðum voru einstak- lega fallegir og ánægjulegir og þar var gott að vera, og endurminningarnar voru þægi- legar, þegar eg aftur kom út á hina einamana- legu, rykuga og vindbörðu braut, sem eg átti að þræða. Og enginn maður, eða kona, get- ur með sönnu sagt, að Roval Macklin hafi slitið upp blómin í þessum fögru görðum eða troðið þau niður, eða brotið greinarnar af trjánum, eða níðst á eihkaréttindum annara. Það var Beatrice frænka mín, sem átti sök á því, að eg fór að hugsa minna um stúlkurn- ar, en eg hafði áður gert. Því skömmu eftir að hún kom á okkar heimili, fór mér að þykja minna til þeirra koma, nema þá rétt einátöku. Eg kannaðist ekki við þetta fyrir sjálfum mér og því síður fyrir henni, enda gerði hún lítið úr öllum stúlkum, sem mér þótti mest varið í, og hæddist að þeim. Það var ekki rétt af henni, að gera ]>etta, því hún þekti þær ekkert, })ó eg hefði að vísu sýnt henni myndir af þeim, sem eg átti margar, og sagt henni ýmislegt um þær. Mér féll það ekki vel, eins og nærri má geta, að því meira sem mér ]>ótti sjálfum til þessara stúlkna koma, því minna gerði hún úr þeim, en talaði bezt um þær, sem eg gerði minst úr. Einu stúlk- urnar, sem eg þekti, og hún þekti líka og voru vinstúlkur henngr, voru systur tvær, er heima áttu í okkar nágrenni, og faðir þeirra átti mestan hluta af Dodds Ferry, og þar að auki skemtibát, sem liann fór í til skrif- stofu sinnar á hverjum morgni. En Beat- rice liélt að framkoma mín, jafnvel við þess- ar vinstúlkur hennar, væri ekki eins og vera bæri. Eg væri of frekur og nærgöngull og’ ætti að sjá það, að með þessu móti væri *hg þeim til leiðinda. Eg gat ekki vel sagt henni, sem þó var satt, að framkoma ]>eirra gagn- vart mér, væri töluvert öðruvísi, þegar hún sæi ekki til, heldur en þegar.hún væri með okkur. Það vora ekki bara stúlkur, sem komu betur fram þegar Beatrice var við- stödd, heldur karlmenn líka og ekki síður. Hver maður, sem kyntist henni, reyndi að taka á því bezta^ sem hann átti til, þegar hann talaði við hana, eða þegar hún var við- stödd, eða að minsta kpsti forðast alt, sem þeir héldu að henni mundi miður falla. Það var ekki vegna þess, að hún væri svo stæri- lát, og heldur ekki vegna þess, að hún væri neinn saklaus engill, en hún var að eðlisfari prúðmannleg og kom jafnt fram við alla og sýndi öllum hina mestu kurteisi, og því fanst öllum, eins og sjálfsagt að gera henni sömu skil, að svo miklu leyti sem þeir gátu. Eg veitti þessu nána eftirtekt, þegar hún kom á hermannaskólann. Menn, sem vanalega voru frekir og opinskáir, urðu ])ögulir og hæglát- ir í nærrist hennar. Það voru vitanlega fyr- iriiðarnir, sem sýndu henni alt það merki- legasta, sem þarna var að sjá, en við yngri mennirnir fylgdum ó eftir. Vegna afa míns, var bæði henni og móðursystur minni strax sýnd mikil virðing á hermannaskólanum af öllum yfirmönnum skólans, og þegar þær komu aftur, var þeim vel tekið vegna þeirra sjálfra, og eg fann, að í hvert sinn sem þær komu, uxu mínar eigin vinsældir. Eg hefi alt af verið næmur fyrir skoðunum annara. Jafnvel þó mér þætti sjálfum heldur lítil til þessa eða hins koma, [>á sóttist eg samt eftir kunningsskap við hann, ef eg vissi að hann var í miklu afhaldi hjá öðrum. Það gilti alveg jafnt um karla og konur. Þetta var einhvern veginn svona, að eg reyndi að ná kunningsskap þeirra, sem aðrir reyndu að koma sér í mjúkinn hjá, þó mér félli þeir lakar en hinir, sem minna veður var gert með. Af Jvessu lilauzt það eðlilega, að mér fór að þykja enn meira en áður til frænku minnar koma, sem eg hafði nú reyndar alt af dáðst að vegna hennar mörgu ágætu kosta og sem allar beztu stúlkur eiga sameiginlega, en sem eg hafði ekki gert mér néma óljóisa grein fyrir hingað til. Það kom aukheldur hvað eftir annað fyrir, að eg spurði sjálfan mig í fullri alvöru að því, hvort eg væri ekki í raun og veru ástfanginn af Beatrice. Eg átti við þessa einlægu, sönnu ást, sem maður talar naumast um við sjálfan sig, og alveg fráleitt við stúlkuna. Eg hafði hugsað mér það, að eg væri erfingi afa míns og eg ætti að líta á Beatrice eins og yngri systur mína. En í raun og veru leit eg alls ekki á hana þannig. Það kom oft fyrir, þegar eg á nóttunni var að gegna skyldum mínum sem varðmaður, að eg stóð lengi í sömu sporum og glevmdi öllu nema lienni. Það var æði oft á þessum sumarnóttum, að eg í einverunni glevmdi því, sem eg hafði lofað sjálfum mér, að eg skyldi aldrei giftast. Eg hugsaði oft um það ])á, að það va*ri ekki einhver ímynduð hersveit, sem eg ætti að verja og varðveita, heldur væri það í raun og veru Beatrice ein, sem eg ætti að verja fyrir öllum háska og liættum. t einverunni, á þessum kyrlátu nóttum, sá eg hvað eg var sjálfur í raun og veru lítilmót- legur og eigingjarn, og sjálfsálitiþ hvarf frá mér og skildi mig eftir óendanlega smáan í mínum eigin augum. Eg sá sjálfan mig eins og veibburða, ósjálfstæðan dreng, sem þurfti ekki aðeins að þroskast, heldur líka að breyta alveg um hugsunarhátt og stefnu, ef hann átti að geta orðið maður með mönn- um, á sinn liátt eins og Beatrice var meðal ungu stúlknanna. Mér þótti vænt um, að minn góði ósetning- ur var henni að þakka. Mér þótti vænt um, að það var hún, sem hafði beint hugsun minni í rétta átt. Þegar eg stóð þarna á nóttunni og hallaði mér fram á byssuna, þá bjó eg mér til ýmsar vonir um sælu hjónabandsins. Eg var að hugsa um það, hvert eg gæti nú látið henni þykja veralega vænt um mig, og ef eg gæti með nokkru móti orðið henni samboð- inn. Og eg lofaði sjálfum mér því ákveðið, að eg skyldi olska hana meira en nokkui' kona hefði verið elskuð. En svo fann eg til þess, hve bvssan var liörð og ónotaleg, sem eg studdist við, og hún meiddi mig, og þá vaknaði eg frá þessum draumum, og }>að fóru einhver ónot um mig, og ]>að var eins og þrengdi að hálsinum á mér. Þá hrakti eg frá mér þessa ljúfu ástar- drauma og festi í huga mér þann hollustu- eið, sem eg hafði svarið landi mfnu og fán&. Á þriðja árinu, sem eg var á hermanna- skólanum, dó afi minn. Frá því um liaustið hafði alt af verið að draga af honum og hann sat klukkustundunum saman í stóra stólnum sínum, framan við eklstæðið, og það var eins og hann vissi svo sem hvorki í þennan heim né annan. Og svo var það einn morguninn, þegar hann var einsamall, að dauðinn, sem hann hafði svo oft liorfst í augu við, en sem hafði hlíft honum þangað til hann hafði af- lokið sínu dagsverki, kom til hans og snerti hann, en hann gerði það varlega og þrauta- laust. P1áum dögum seinna, þegar líkfylgd hans fór um okkar litla þorp, stóð hver mað- ur úti fvrir húsum sínum berhöfðaðir í kaf- aldinu, og skeyttu því engu, þó snjórinn félli í höfuð þeim. Gamlir liermenn úr hans eigin herdeild, en sem nú ráku margskonar iðnað og verzlun í hinni miklu borg, þar í nágrenn- inu, komu og gengu nú á eftir honum, í fylk- ingi, í síðasta sinn. En það voru ekki bara hermenn, sem komu til að fylgja honum til grafar, heldur líka fjöldi annar, sem þektu hann ekki að öðru en því, sem liann liafði gert fyrir föðurlandið. Líkfylgdin var afar stór, alt frá liúsinu ,út að opnu gröfinni, sem beið lians. Þangað til nú, hafði eg ekki fyllilega skilið, hvað þetta þýddi fyrir mig. Síðan afi minn dó, hafði eg verið eitthvað sljór og hugsunarlítill. En þegar kistan var látin síga ofan í gröfina og sálmsver-s var sungið, þá gat eg ekki lengur ráðið við til- finningar mínar, en lagði höfuðið á öxl móð- ursystur minnar, og grét eins og barn. Og mér fanst eg vera aftur orðinn barn, og eins og þegar afi minn kom inn til mín á kveldin og lét mig lesa bænirnar mínar og fór svo út úr herberginu og lét aftur hurðina og skildi mig einan eftir í myrkrinu. En eg var ekki alveg einsamall, því Beat- rice var mér góð frænka og skildi mig. Hún var sjálf vafalaust sorgmædd, en hún lét ekki á því bera, til þess að geta verið mér til huggunar og styrktar. Næstu tvo daga, gengum við tvö ein klukkutímum saman um lauflausan skó,ginn og hugsuðum og töluðum um hann, sem við höfðum mist. Og stundm sátum við langa Jengi án þess að segja orð, helzt um sólsetursleytið og fórum svo inn í stofuna okkar og settumst við eldstæðið, hjá stóra stólnum auÖa. St. Charles Hotel, New Orleans. Hefði einhver sagt mér það fyrir, að eg mundi verða þakklátur fyrir dauða afa míns, þá mundi eg blátt áfram hafa vikið honum utanundir. En síðustu vikuna hefir mér að minsta kosti nærri því þótt vænt um, að hann skyldi vera dáinn. Það versta, sem fyrir gat komiÖ, liefir nú komiö fyrir. Eg liefi hlotið hina mögnuðustu vanvirðu, og eg er þakklátur fyrir það, að afi minn fékk að deyja, áður en ]>etta kom fyrir mig. Eg hefi verið rekinn úr hermannaskólanum. Hinn síðasti af Macklinunum, som allir voru hraustir bardagamenn, hefir hlotið þann dóm, að vera talinn óhæfur til að vera fyrir- liði í her föðurlandsins. Mér er skilyrðis- laust hrundið frá þeirri stöðu. Það er fulln- aðarúrskurður og honum verður ekki breytt, enginn æðri dómstóll til að skera úr því máli. Eg verð aldrei í samskonar búningi, eins og fyrirliðarnir í Bandaríkjahernnum, og sem liermaÖur, get eg aldrei lotið fánanum, þeg- ar liann er dreginn niður um sólsetur. Þó eg sé að reyna að ná mér aftur, eftir þetta skakkafall, þá er það aðeins tilraun til að spengja brotiÖ ker. Þeirri staðreynd verð- ur ekki hrundið, að herinn vill ekkert hafa við mig að gera. Eg hefi verið rekinn frá West Point með óvirðingu. Það var stúlka, sem varð þess valdandi, eða réttara sagt, heimskupör mín gagnvart stúlku. En það var ýmislegt, sem leiddi til þessa. Það er ekkert ])ægilegt fyrir mig að skrifa um það, en í þessum endurminningum mínum, hefi eg ásett mér, að segja alt eins og er, gott og ilt, og þar sem eg á enga afsökun skyida, þá reyni eg ekki að afsaka mig. Yeturinn, sem afi minn dó, reyndi eg að gera eins vel og eg gat í West Point, og eins um vorið eftir. Eg vildi sýna ])eim, að þó liann væri dáinn, þá vildi eg fara að óskum hans og láta dæmi hans vera mér til fyrir- myndar. Og þó eg væri ekki mikill lærdóms- maÖur, þá var eg þó hraustur hermaður og eg bar mig ávalt hermannlega. Þegar eitt- hvað þurfti að finna að við mig, þá var það helzt það, að eg reykti í herberginu mínu, eða bryti einhverjar aðrar smáreglur og Iioimskulegar fyrirskipanir, en aldrei fyrir það, að eg gengi álappalega, eða hofði beltið á treyjunni minni snúið, þegar eg tók þátt í heræfingmm. Eftir annað árið hækkaði eg í tig-ninni og var nú hinn fjórði í röðinni af foringjunum yfir sjötíu manna herdeild. Þetta gaf mér að vísu þau sérréttindi, að mega hafa ljós, þangað til klukkan ellefu á kveldin, en eg var alt af á ferðinni á daginn og eg var þreyttur og nenti lítið að lesa á kveldin, enda gat eg aldrei séð, að ]>að væri mikið gagn að þessu bóknámi. Hvernig all- ur þessi reikningur og öll þessi eðlisfræði, sem fyrirliðarnir eiga að læra í skólanum, gætu nokkurn tíma orðið til ])ess, að vinna sigur í orustu, skildi eg ekki, og mér er enn ofvaxið að skilja það.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.