Lögberg


Lögberg - 15.12.1932, Qupperneq 7

Lögberg - 15.12.1932, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER 1932. BI.b 7 Adrög og ástæður kreppunnar Eftir Ingimund gamla. (Framh. ) Eg sagði áðan, að þeir, sem stjórn gjaldeyris þjóðanna hefðu í hendi sér, — baukarnir, með meira og minna af þjóðarviljanum á bak við sig — hafi neytt allrar orku til þess að tryggja gullið sem undirstöðu gjaldmiðilsins að stríðinu loknu, og ekki síður síðan kreppan heltók þjóðirnar. f því sambandi er vert að geta um tvær undantekningar: Rús&land og Þýzkaland. Þær þjóðir báðar héldu áfram að prenta gjaldeyrir, seðla, þar til þeir voru orðnir verðlausir. Ekki skal hér sagt, hvort þær gjörðu það af ásettu ráði, eða að kringumstæðurnar ráku þær áfram. En áhrifin í báðum tilfellunum, urðu hin sömu. Öll verðbréf og alt verð- mæti féll niður í núll og því allar innanlandskuldir, og hvað Rúss- land snertir, allar skultíir, en Þjóðverjar reistu aftur við á nýj- um grundvelli — á nýju gull- marki, með innanlandsskuldir all- ar fallnar, en stríðsskuld ægilega á herðum sér, eftir að búið var með Versalasamningunum al- ræmdu, að taka af þeim 13% af landeignum, sem þeir áttu í Ev- rópu, tíu prócent af fólki því, sem þeim taldist í Evrópu fyrir stríð- ið, allar nýlendur þeirra, sem að rúmmáli voru 5 sinnum stærri en Þýzkaland; tuttugu prócent af öllum kolaforða þeirra; sjötíu og fimm prócent af járnnámum þeirra; tuttugu prócent af stál- verksmiðjum þeirra, fimm þúsund eimreiðar og hundrað og fimtíu þúsund járnbrautar flutnings. vagna; flutningsskip, sem til samans voru 47,000,000 ton, og 28 biljónir marka, sem þeir höfðu lánað eða lagt í iðnfyrirtæki utan landamæra sinna. — En þrátt fyr- ir þetta alt, eru Þjóðverjar nú betur settir til lífsframfærslu og frambúðar, en nokkur önnur þjóð í Evrópu, að minsta kosti, ef ekki væri fyrir stríðsskulda baggann þunga, sem þeim var bundinn af bræðrum þeirra í Versölum. Menn spyrja ef til vill, hvað þessi- klausa komi málinu við. Hún kemur því við á tvennan hátt. Fyrst, að sýna anda þann, sem réð við samningaborðið í Versölum, Og í öðru lagi að sýna, að fall innbyrðis skulda Þjóðverja varð þeim til lífs, þó það kannske hafi verið blóðtaka fyrir marga, því ó- kleift hefði þeim verið með öllu, að borga vexti, þó maður tali ekki um höfuðstól, bæði á útlendum og innlendum lánum. Eg hefi orðið langorður um þessa hlið málsins, gjaldmiðils- hliðina, sökum þess, að hún er annar aðal þáttur kreppunnar, og vona eg, að mér hafi tekist að gjöra Ijóst hér að framan, hvers vegna að gjaldmiðillinn hefir ver- ið og verður annar aðal þáttur hennar. Nefnik af því, að lög þjóðanna leyfa, að gjaldmiðillinn sé notaður takmarkalaust af stofnunum þeim, sem ráða yfir honum, til eigin hagsmuna, án tiiiits tii hagsmuna almennings. Annar aðal-þáttur kreppunnar eru vinnuvélarnar, sem raskað hafa öllu jafnvægi, sem áður var þekt og menn höfðu vanist. Mér dettur ekki í hug í þessum hugleiðingum að far að ráðast á eða fordæma vinnuvélarnar. Hitt er skapi mínu nær að1 dás.t að þeim, eins og nálega allir hafa gjört og eru að 'gjöra. En mér hefir ekki dulist og getur ekki dul- ist, að vandi fylgir vegsemd hverri, og vandinn er’að sjá og skilja breytinguna, sem vélaöldin hefir fært inn í heiminn með sér. Það er sagt, að menn séu að taka vélarnar í þjónustu sína, og það er satt, — þeir taka ekki að- eins vélarnar, heldur náttúruöfl- in líka. En þeir taka það í nálega öllum tilfellum til þess að auka og efla eilgin hagsmuni. Vélaöld- in öll hefir stefnt að stóriðnaðar- takmarki. Meiri fraipleiðslu á styttri tíma en áður var og í stærri stíl. Afleiðin'garnar af þessu hafa verið þær, að vélarn- ar hafa verið að taka að sér meira og meira af verki því, sem áður var eingöngu unnið með handafla. Mönnum fanst þetta gott, og það hefði máske getað verið það, ef vélaeigendurnir og aðrir hefði í byrjun skilið, eða viljað hugsa um, að áður en vélarnar eyddu vinnutækifærum manna með öllu út úr vinnuvíngarðinum, þá yrði eitthvað sögulegt að ske. En því ver og miður var það ekki gjört. Vélaiðnaðurinn óx og margfald- aðist, unz að vél var fundin til að vinna flest þau verk, er menn áð- ur unnu með höndum sínum, og vinna það á skemmri tíma en mennirnir gátu unnið það á. Og samkvæmt lögmáli samkepnisiðn- aðarins urðu mennirnir að þoka fyrir vélunum. En á þessu bar ekki mikið'fyrst í stað, því ný tækifæri komu með nýjum vélum, því altaf þurftu vélarnar ein- hverja hjálp. En þegar að fram- leiðslu fyrirtækjum fór að fækka, fór að harðna á æ meir fyrir verkamanninum, unz að, kreppan tók hann því heljar taki, sem hún heldur honum nú í, og verka- maðurinn kemst aldrei aftur út úr, nema með galgngjörðri breyt- ingu á vélaiðnaðar framleiðslunni. Sökum þess, að þessi vélaiðnað- ur er í nálega öllum tilfellum gróðafyrirtæki einstaklinga eða séreignafélaga, þá er hann í eðli sínu miskunnarlaus — er í raun- inni uppihaldslaust stríð um yf- irráð og einkahlunnindi á sviði iðnaðarframleiðslunnar. Nýjar, fullkomnari og kraftmeiri vélar eru aðal grundvöllurinn og líka driffjöðrin í allri þeirri misk- unnarlausu samkepni. Þær gefa einum tækifæri á að tvöfalda framleiðslu sína og selja þess velgna ódýrara en keppinautur hans, sem ekki hefir jafn full- komnar vélar, og verður því und- ir í baráttunni, og allir þeir, sem unnu fyrir lifibrauði sínu hjá honum, verða vinnulausir á torg- inu. Sem dæmi upp á þessa véla-j samkepni má benda á, að það sem tók 3700 verksæði 1929 að fram- leiða til húsabyggingar, hjá einni þjóð, gjörði ein verksmiðja árið 1931. Einn maður bjó til 600 vindl- inga á gefnum tíma, fyrir nokkru síðan. Nú býr vél til 4,000 á sama tíma. Ágætar vélar eru til til j þess að, búa til Rayon-silki, sem margir hafa atvinnu við. Nú er búið að setja vél á stokkana í: Bandaríkjunum, sem vinnur Ray- on-silki 24 klukkutíma í sólar- hring, án þess að nærri henni, komi nokkur maður. Þannig hefir verið og er haldið áframj koll af kolli í öllum iðn- greinum. Vélarnar eru bættar og margfaldaðar, jafnvel þó að fram- leiðslan sé meiri en þörfin, eða markaðurinn, semi á móti henni tekur. T. d. eru nú framleidd um níu hundruð miljón pör af skóm árlega í Bandaríkjunum, en með- al sala árlega innan Baniaríkj- anna sjálfra, er frá 3—4 hundr- uð miljón pör, og sama er að segja um vélaframleiðsluna í öll- um öðrum atvinnugreinum. Og þetta á sér ekki aðeins stað í Bandaríkjunum, heldur á meðal allra þjóða heimsins. Og með þessaj staðreynd fyrir framan sig og tollmúra, sem til- finnanlega hefta öll viðskifti þjóða á milli, eru blöðin,1 stór og smá, og stjórnmálamenn þjóðanna að telja fólki trú um, að 'gæfa og góðæri sé á næstu grösum. Frá mínu sjónarmiði er þetta annað hvort fávizka, eða vísvit- andi blekking, og er hvorttveggja jafn-skaðlegt. |, Þegar um meinsemd mannlegs líkama er að ræða, er fyrsta og aðal skilyrði læknisins, að gjöra sér grein fyrir meinsemdinni eins og hún er, áður en nokkur von er til þess að' hann geti læknað hana. Þannig er það með alheims- mein það, sem nú þjáir þjóðirnar. — Látum okkur gera okkur grein fyrir þeim sannleika í sambandi við kreppuna, að vélaframleiðsl- an hefir komið því til leiðar, að það er ekki lengur til atvinna fyrir alla þá menn og konur, sem atvinnu þurfa sér til lífsfram- færslu, og verður aldrei framar, með því vélaframleiðslu fyrir- komulagi, sem nú á sér stað. Nú sem stendur, er tíundi hver mað- ur, sem lífsframleiðslu sína á undir handafla sínum, * atvinnu- laus, og eg held því fram, að það séu engar sjáanlegar líkur til þess, að nokkur þeirra fái nokk- urn tíma handarvik að gjöra aft- ur, eða, ef einhver þeirra fær það, þá verða einhverjir aðrir út af atvinnu. Og ekki nóg með það, heldur hlýtur hópur atvinnulausra að vaxa æ meir, undir því gjald- eyris og iðnaðar fyrirkomulagi, sem nú á sér stað. Eg hefi áður sýnt fram á, hvað gjaldeyris og vélaframleiðslu fyr- irkomulagið er að gjöra í þessa átt. En það eru fleiri atriði, sem hér koma til greina. Fyrir nokk- öð löngu síðan var það viðkvæði í Bandaríkjunum, þelgar einhver var á lausum kjala: “Go wesf, young man’’ (Farðu til vestur- landsins). Nú er ekkert vestur land til lengur, í þeim skiln ingi, til þess að taka á móti fólki því, sem ofaukið er í austurríkjum, svo það geti mynd- að nýjar bygðir og nýja atvinnu vegi sér og öðrum til lífsfram- færslu. Það er upptekið, og á- standið að en'gu betra nú vestur við Kyrrahaf, en það er austur við Aatlantshaf. Fólk verður nú að vera þar sem það er komið og bíða þess, að nýjar sparnaðar- vélar ýti æ fleirum út í örbyrgð og auðnuleysi. “Hann fer ver með mig en hund.” “Svo — hvernllg?” “Hann vill ekki einu sinni gefa mér hálsband.” ÁRNI JÓNSSON frá Kaldrananesi. og kona hans, VALGERÐUR EINARSDÓTTIR. Árni er fæddur þann 26. októ- ber 1847, á Kleppustöðum í Strandasýslu. Hann var son Jóns Árnasonar á Kleppustöðum og Jó- hönnu konu hans Jónsdóttur, frá Hlíð í Þorskafirði. Rúmlelga tví- tugur fluttist Árni að Kaldrana- nesi, og var þar hjá hjónunum, Árna Guðmundssyni og konu hans Önnu Guðmundsdóttur; stundaði þar sjómensku og önnur störf. þaðan fór hann að Kleifum, og svo aftur þaðan að Kleppustöðum, var þar í lausamensku og stund- aði sjómensku við Steingríms- f jörð. Þann 22. september 1877 gekk hann að eiga Valgerði Einarsdótt- ur, eins og getið er að ofan. Fluttu þau hjón að Klúku og síðan að Sunnudal; þar næst að Kirkju- bóli. Þá voru þau á ýmsum stöð- um þar í grendinni. Stundaði Árni róðra o'g sagði til börnum þess á á milli. Árið 1890 fluttust þau hjón til Canada; settust að fyrst í Tre- hern í Manitobafylki; fluttust, þaðan til Brandon og voru þar í tólf ár samfleytt. Voru þá ís- lendingar margir í bænum, og meðal þeirra allmikið félagslíf. Undi Árni þar hag sínum vel, og stundaði öll þau störf, sem voru á boðstólum; græddist honum fé nokkurt. Þá fluttust þau hjón til Ballard í Washington-ríkinu; en þaðan fluttust þau eftir hálft annað ár; leiddist Árna þokur og; rigningar, sem þá gerðust þar tíðar. Árið 1904 fór Árni í leiðangur^ til Saskatchewan-fylkis, til þess- að kanna lönd undir bú, og flutt-j ist þangað árið eftir, og settist að á landi, sem hann nam í grend við: bæinn Mozart. Keypti hann sér^ vinnu-uxa tvo, nautgripi fleiri og nauðsynlegustu búshluti. Blómg-j aðist nú hagur Árna. Keypti hannl sér allmikið land landnám sitt, og Hljóp það upp á dali. Hann reisti í viðbót við nokkra hesta. fjórða þúsund og fjós með THE Domimoim Baok Stofnaður 1871 Vér seljum bankaávísanir, ferða- manna peningaávísanir og send- um peninga með síma eða póáti til allra landa, fyiir lægátu hugs- anleg ómakslaun. Vér veitum sérstaka athygli við- skiftareikningum þeirra viðskifta- vina er búa utan borgar. Upp- ar fúslega látnar í té. Vér bjóðum yður að skifta við oss og leggja peninga yðar inn í nœstu sparisjóðsdeild vora. heyhlöðu, mikið hús. Brann það mjög bráðlega, ásamt miklu af heyi og korni. Aftur reisti Árni j fjós en!gu minna. Var því verki lokið 1917. Átti hann þá 50 naut- gripi, 12 hesta,og góðan stofn ali- fugla. Árið 1927 var Árni búinn að búa í bygð þessari um 22 ár. Áttu þau hjón þá 50 ára giftingarafmæli sitt, þ. 22. september. Og þ. 27. október var Árni áttræður. Þeim hjónum, Árna og Val- gerði, varð 5 barna auðið. Þar af lifa tvö: Jóhann Guðbjörg, gift í Vancouver í British Columbia, ofe Árni Valdimar, búandi á föður- leyfð sinni nálægt Mozart. Árni var kominn af góðu fólki, að langfeðga tali. Hann var at- orkumaður og hagsýnn; hreyfur í viðmóti og tali, sjálfstæður í hugsunum. Hann var með afbrigð- um skýr á bóklegar mentir, víð- lesinn og minnulgur. Hann naut talsverðrar mentunar í uppvexti, og jók við það æ síðan. Hann rit- aði ágæta hönd og gott mál. Hann var blátt áfram í viðmóti og frjálslegur í tali; var mann- borlegur á velli og vakti eftirtekt í hópi manna. Tillitið var fjörugt o'g greinilegt, og samræður með honum voru skemtilegar og upp- byggilegar. Hann dó á Almenna sjúkrahús- inu í Winnipeg þ. 1. maí 1930. Valgerður, kona Árna, er fædd þ. 28. febrúar 1849, við ísafjörð á íslandi. Ekki er mér unt að rekja ætt hennar né æfiferil fram að giftingu, vegna þess að enfein eru handbær skýrteini um það fyrir hendi og vegna ókunnugleika míns. En eina eiga þau söguna að mestu, Árni og Valgerður, að haf- inni samleið. Víst má segja um Valgerði, að hún reyndist manni^sínum hinn bezti kvenkostur. Stóð hún jafn- fætis landnámskonum hér, þeim helztu. Hún var prúðmaunleg í viðmóti, þýð, en þó alvörugefin í skoðunum. Var umburðarlynd og hafði mikið þolgæði og sýndi mikla þolinmæði, og trúarlega undirgefni, í þjáningum þeim, sem hún bar. Glögtgskygn var hún á hugsunarhátt manna; mat meira það, sem var innan brjósts, en út- vortis gáfur og glæsimensku. Augu hennar litu fremur djúpið, en yfirborðið, án þess þó að lítils- virða það, sem er gott í sjálfu sér. Hinn sýnilegi heimur var henni þýðingarmikið verksvið, en þýð- ingarmeiri miklu var þó sá heim- ur, sem var ofar stjörnum og sól —hinn ósýnilegi heimur Guðs. Þar átti hún sér borgararétt og skjól, Þar átti hinn þjáði andi hennar marga fagnaðarríka stund með Guði, sem efldi hana að ganga undir krossinum. Þetta gaf henni þá glöggskygni, að hún mátti vel lesa sundur helga hluti og hégómlega. Starfssvið Guðs taldi hún sitt eigið; og rækti það ung. Er það haft á orði, að hún kendi tveimur unglingum kverið utanbókar á ís- landi, um leið o'g hún vann vinnu sína. Meðan hún var í Brandon, til- heyrði hún safnaðarfélagi Bapt- ista, og eins meðan hún var á Ströndinni. Mun hún hafa verið um tíu ár í Baptista söfnuðinum í Brandon. Bænin var henni “yndæl iðja”. Bað hún fyrir sér og sinum, börn- um og barnabörnum. Lét hún svo um mælt, að sízt mundi hún hætta að biðja fyrir ástmennum sínum, eftir burtför sína úr heiminum. Og mundi blessa þau með andlegu samfélagi, þótt horfin að sýnilegri sambúð. Valgerður var sárþjáð af andar-* I teppu um all-mörg ár. Hún var I til heimilis hjá syni sínum, Árna Valdimar, við Mozart, og lézt þ. 17. nóvember síðastliðinn. Jarð- arför hennar fór fram þ. 24 s. m. Var sungið yfir henni af þeim, sðm þetta ritar, að viðstöddu mörlgu fólki. Hvíla hennar jarð- nesku leifar í grafreitnum í grend við Mozart, við hlið manns hennar. Mér er falið að flytja þakklæti Árna V. Jónssonar og skyldmenna hans, þeim Mr. og Mrs. Laurie Johnson, Gí&la Guðjónssyni, S. S. Bjarnason og syni hans Franklin, og þeim öllum, sem með alúð og liðsemd hjálpuðu þeim í veikind- um þeirra eigin, og í þjáning hinn- art burtkölluðu móður. Guð blessi alla þessa vini og velgjörara. S. S. C. Útibú í Winnipeg: Main Office—Main St. and McDermot Ave. Main St. and Redwood Ave. North End Branch—Main St. near C.P.R. Station Notre Dame Ave. and Sherbrooke St. Portage Ave. and Kennedy St. Portage Ave. and Sherbrooke St. Union Stockyards, St. Boniface. Fullkomnasta gjöfin! L0ÐKAPA frá Holt, Renfrew jfprív Jóltn KAUPIÐ STRAX og SPARIÐ! Sjaldgæft tækifæri til að fá sér loðskápu fyrir jólin. Jólagjöf, sem metin verður árum saman! Caracul Paw úr mjúku, hlýju og haldgóðu skinni. $98.50 Muskrat með fögrum Kolinsky blæ $125.00 Hudson Seal Mesta uppáhald árstíðarinnar $159.50 Holt, Renfrew & Company Limited

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.