Lögberg - 15.12.1932, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.12.1932, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER 1932. Bls. 5 Gjöf, sem vissulega verður vel þegin, og reynist í fullu samræmi við margra ára val hins gjör- hugula gefanda, er full stærð af SWIFT’S PREMIUM HAM. Matsali yðar hefir Premium Hams — hina endurbættu OVENIZED tegund— í fögrum helgidaga umbúðum. Hann sendir vör- una með glöðu geði heim til hvaða heimilis, er þér mælið fyrir. SWIFT’S PREMIUM ioo Herbergi, meS eða án baðs. Sanngjarnt verð INNILEGAR HATÍÐAÓSKIR Winnipeg, Man 277 Market St C. G. Hutcliison, framkv.stj Gleðileg Jól og gæfuríkt nýtt^ár! Þökk fyrir viðskiftin á Hðnu ári. Maryland & Sargent Service Station S Bennie Brynjólfsson, eigandi slept. Hann eignaðist annan hóp af börnum með Guddu, og voru þau einnig öll veikluð. Og Kjafta- Gudda nöldraði við hann og skammaði hann myrkranna á milli. Hún var óvæg í kröfum sínum við hann, og Eyvindur Grímsson hafði engan frið á sér í húsi konunnar sinnar, ef það brást, að hann drægi alt að heim- ilinu, sem hún heimtaði. Þegar hér var komið sögunni, var hann orðinn alþektur fyrir hnupl eða smáþjófnað. Ef til vill var það ekkert, sem gerði Eyvindi lífið eins erfitt, þó leynt færi, eins og nágrannar hans. Lífið gýnist vera einkennilega glettið stundum, ekki síður í þvi smáa en hinu, sem stórvægilegt er. Fyrir nokkrum árum hafði Dabbi bygt lítið steinhús, kalkað að utan; var það alt gljáandi og glitrandi. Húsið stóð á grasi- vöxnum hrygg, sem skalgaði fram í ] höfnina, þar sem útsýnið var ó- hindrað og báruniðurinn við sandinn vakti hann eins og töfr- andi tónleikur snemma á morgn-j ana og söng hann í svefn í rökkr- inu á kveldin. Landskikar þeirra Dabba og ekkjunnar, sem Eyvindur kvænt- ist, iágu saman. Annar nábúi Eyvindar var Niels Hansson, ríkur kaupmaður, sem jafnframt verzlunarstörfum hafði lítið bú, er hann sjálfur stundaði sér til heilsubótar. Hann var grannvaxinn og taugaveiklaður, en stoltur og drambsamur, og lét sér ekki á sama standa, hverni^ umhverfið var í kringum bann. Niels Hansson skoðaði Eyvind eins og hverja aðra viðurstygð í mannsmynd, sem einskis virði væri og skaparinn hefði smíðað einhvern tíma, þegar hann var í illu skapi, bara til þess að hegna syndumspiltum mönnum með ná- vist hans. Niels fór ekkert dult með fyrirlitning sína á Eyvindi og þótt Eyvindur væri ekki sér- lega hörundssár, fann hann til þess alveg eins o!g hann værj stunginn með nálum. En þótt hann bæði óttaðist Niels og hefði óbeit á honum, þá stóð honum samt enn meiri ótti og uggur af Dabba. Og þegar Dabbi sá Eyvind, var eins og veifað væri rauðri dulu framan í manýgt naut; það var þá eins og hulgur hans yrði að logandi eld- fjalli, sem hlyti að gjósa. Dabba hafði græðst fé. Hann hafði aldrei kvænst. Hin dæma- fáa hamingja hans í öllum sjó- ferðum, var kunn um alt fsland. Þegar hann eltist, sköpuðust um hann alls konar kynjasögur; hann varð á vörum og í huga þióðar- innar eins og fornaldarhetjurnar. En!gin sjómenzku- né siglingasaga þótti fullkomin, án þess að inn í hana væri vafið einhverju um yfirnáttúrlega björgun, sem Dabi átti þátt í. Dabbi hafði verið á sjó í hverju einasta mannskaðaveðri í meira en fjörutiu ár. Hann hafði bar- ist við' höfuðskepnurnai’, þegar þær voru sem allra grimmastar og Áy92 ára stöðug reynsla v/> í þjónustu, er bezta tryggingin, sem vér getum veitt vorum íslenzku vinum. Oryggi—Þægindi—Þjónu^tu Þegar ferðast er milli Canada eða Bandaríkja og íslands Um brezku eyjarnar sigla stór, nýtízku olíubrenslu skip þéttar ferðir — Stór íbúðarherbergi, rúmgóð skemti- þilför, afbralgðs fæði. Lágt fargjald á öllum farrýmum. Skrifið eftir upplýsingum í sambandi við verð, siglingar, o.s.frv. Upplýsingar veita umboðsmenn járnbrauta og línuskipa í nágrenni yðar. THE CIJNARD LINE 270 MAIN STREET. WINNIPEG, MAN. hlífðarlausastar; félagar hans höfðu druknað hver af öðrum, en Dabbi lifði þá alla; hann komst æfinlega einhversstaðar og ein- hvernveginn að landi. Hann komst lífs af, þegar aðrir fórust, þang- að til það var orðin nókkurs kon- ar þjóðtrú, að hann gæti ekki dá- ið eins og annar menskur maður. Þrátt fyrir þetta, var Dabbi ekki hamin!gjusamur maður — ekki á- nægður. Það var eitthvað, sem lá eins og farg á huga hans. Ef til vill hefir það verið af því, að hann hafi verið hjátrúarfullur, eins og flestir sjómenn eru, að honum fanst það eitthvað ískyggi- legt, hversu heppinn hann var. Sérstaklega veitti eg þessu eft- irtekt eftir síðasta mannskaða- veðrið, þegar hann hafði bjargast með svo óskiljanlegu móti. Eg var lögfræðingur, og átti heim^ í Reykjavík. Það var einn bjartan veðurdag í marzmánuði, snemma morguns; stinningstormur blés frá norð- austri; það var auðsjáanlega að herða veðrið. Eg tók eftir því, að fjöldi fólks þyrptist niður að sjónum; kvenfólkið hljóðaði upp yfir sig 0g allir voru sýnilega í geðshræringu. Eg komst brátt að því, hvað um var að vera. Fyrir utan höfnina, á milli Eng- eyjar og þess hluta Viðeyjar, sem óbygður var, sást seglskip. Eitt- hvað hafði sjáanlega orðið að stýrinu og skipið komst ekki inn á höfnina. Einn þeirra hræðilegu sorgarleikja, sem svo oft áttu sér -stað á sjónum, fór nú fram um hábjartan dag, þar sem þúsundir manna horfðu á með hluttekningu og skelfingu, en gátu enga bjðrg veitt. Alt í einu barst þetta litla skip fyrir heljar afli storms og straums með geysi hraða upp á grjótrifið, sem var í kafi; en það nær frá eyjaiændanum nokkur hundruð fet út í sjóinn, sem nú var úfinn af storminum. Veðrið hafði ver^ ið að harðna og var nú komið afspyrnu rok. f heila klukkustund barðist skipið' við ofurefli höf- uðskepnanna; í heila klukkustund var ekki hægt að sjá, hvernig sú barátta mundi enda; í heila klukkustund stóð fólkið á öndinni þar sem það hafði þyrpst saman til þess að horfa á þennan hrika- lega sorgarleik. (Framh.) : \ Verið ekki í myrkrinu um Jólin! Kaupið Edison Mazda Lampaglös. — Ef að betri glös væru á boðstólum, myndum vér að sjálfsögðu selja þau. Allar stærðir og litir við hendina, kosta ekkert meira hjá oss, en niðri í bæ. SARGENT BIGYCLE WORKS 675 Sargent Avenue SUMARLIÐI MATTHEWS, eigandi FRA ÍSLANDI. Reykjavík, 17. nóv. London, 16. nóv. United Press. F.B. — Nefnd sú, er skipuð var til að vera ráðgefandi í innflutn- ingstollamálum, hefir í bréfi til Sambands brezkra botnvörpu- skipaeigenda lýst því yfir, að hún viðurkenni algerlega, að það sé rétt, sem fram hafi komið til sönnunar því, hve sjávarútvegur- inn sé illa staddur af völdum al- varlegra kreppuerfiðleika. “Þetta erfiðleikaástand er þó ekki svo mjög því að kenna, hve mikið fisk- magn erlendir botnvörpungar leggja á land í brezkum höfnum, heldur hinu, að kaupgeta almenn- ings er minni yfirleitt en áður var.” — “Auk þess,” stendur í bréfinu, “telur nefndin vafasamt, að aukinn innflutningstollur á fiski, sem erlendir botnvörpungar setja á land í brezkum höfnum, muni hafa bætandi áhrif fjárhags- lega á sjávarútveginn.” Gjöf frá konungi til mötuneyt- isins. — Frá hr. forsætisráðherra Ásgeiri Ásgeirssyni voru mér í dag afhentar kr. 1,145.00 (d. kr. 1000.00), að gjöf frá konungi ís- lands til starfsemi mötuneytis safnaðanna. Er þetta rausnar- legasta gjöfin, sem mötuneytinu hefir borist og er mér sérstök á- nægja að þakka fyrir hana. — 15. nóv. Gísli Sigurbjörnsson. “Borgin” heitir nýtt tímarit, sem nú er að hefja göngu sína. Er það prentað í Herbertsprenti og er með mörgum myndum. f efninu kennir margra grasa, og koma þar fram margir ungir rit- höfundar, sem þó eru áður kunn- ir. Þetta hefti ber svip af nýj- ustu “Magazinum” erlendis, sem kappkosta að ná til fjöldans með því að hafa létt og f jölbreytt efni. Frá Norðfirði var blaðinu sím- að í gær: Ásmundur Ásgeirsson tefldi nýlega í Eskifirði 15 sam- tímaskákir, vann 13, tvær jafn- tefli. Kveldið eftir telfdi hann 32 samtímaskákir,.vann 25, tapaði 3, en fjórar urðu jafntefli. Sein- ast tefldi hann þar 6 blindskákir, vann 3, tapaði einni, en tvær urðu jafntefli. í Norðfirði hefir hann teflt 16 samtímaskákir, vann 13, tapaði einni, en tvær urðu jafntefli. — Frá Norðfirði er símað í gær: Nægur fiskafli hér; enginn karl- maður atvinnulaus. — Mbl. Saga Fálkanna Byrjun sögunnar, “The Romance of The Falcons”, skrifuð af Fred. Thordarson, birtist 14. desember í tímaritinu “Canadian Sports and Outdoor Life”. Margar myndir, gamlar og nýjar, af klúbbnum og skautaköppum, birtast með sög- unni. Um leið og íslendingar gjörast áskrifendur að þessu prýðilega tímariti, sem í næstu 5 til 6 útgáfum inniheldur hina glæsilegu sögu íslenzkra hockey- leikara frá því fyrst að klúbbarn- ir Viking og I. A. C. voru myndað- ir, eru þeir að láta mikla hjálp í té, því áskriftagjöld, sem koma inn gegnum Fálka klúbbinn, ganga til stuðnings yngri Fálk- unum. Nú hefir klúbburinn flokka í Juvenile (undir 18), Junior (und- ir 20>, Intermediate og Senior. EÍftir átta ára hvíld eru þeir ný- komnir á stað aftur, en í þetta skifti er mikil áherzla lögð á að styðja og æfa yngri íslendingana, sem verða til sóma og frægðar á komandi árum. Er það vel gjört af löndum vor- um, að styðja þá og veita eftir- tekt íþróttum þessara ungu pilta okkar Nota má “coupon”, sem birtist hér með. Fyrir þá, sem vilja gefa áskriftargjöld þessa tímarits semi 1 meir en þriSjung aldar hafa Dodd'a Kidney Pills veriC vtOurkendar rétta meBaliB viB bakverk, gigt, þvagteppu og mðrgum fleiri sjökdómum. Fist hJA öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eBa sex öskjur fyrir $2.50, eBa belnt fró The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. jólagjöf, verður sérstakt jóla- spjald serit út með nafni gefanda. COUPON I am interestied íh the “Romance of the Falcons”. Please make me a subscriber to Canadian Sports and Outdoor Life. Name ............................ Address ......................... $1.00 per year. Turn this coupon in to F. Thord- arson, Sec.-Treas., Falcon Hockey Club, c-o The Royal Bank of Can- ada, Sargent and Arlington, Win- nipeg, Canada, or telephone to residence evenings: 35 704. Ur bænum og grendinni Mr. Gísli Bergvinsson, sem ver- ið hefir hér í borginni undanfar- in ár og stundað húsabyggingar, lagði af stað til íslands fyrir tveimur vikum og gerði ráð fyrir að verða þar framvegis. Hefir hann áður verið á íslandi um tíma, en uppalinn er hann hér í landi. Gefið að Betel. Mrs. J. T. Maynard, Kamloops, B. C......... $5.00 Mrs. A. Þ. Eldon, 6 exempl. “Hag-1 yrðingur”. The Kandahar Ladies Aid, í minningu um Mrs. G. J. Svein- björnson, Kandahar ...... 10.00 Mrs. Sigríður Hallgrímsson. 1880 Grand Ave., St. Paul 5.00 Innilega þakkað, J. Jóhannesson, féh. 675 McDermot Ave„ Wpeg. lálHÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÉÍÍÍÍÍÍlÍlÍÍÍÍÍÍÍÍHÉÍÍHHHHHMHBHHHÍÍÉf Gleðileg Jól og Farsoelt Nýár! The Canada Metal Co. Ltd. LEAD PIPE BABBITT SHEET LEAD METALS T0R0NT0 - MONTREAL - HAMILTON - WINNÍPEG - VANCOUVER

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.