Lögberg


Lögberg - 15.12.1932, Qupperneq 4

Lögberg - 15.12.1932, Qupperneq 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER 1932. Högtierg GeílB tlt hvern fimtudag af TBE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáakrift ritatjðrans. EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerS 63 00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” ls printed and publislied by The Columbia Press, Llmited, 695 Sargent Ave.. Winnipeg, Manitoba. PBONES «tfl 327—8« 328 Utflutningur Þess er ekki langt að minna-st, að mikið kapp var á það lagt, að fá fólk frá svo að segja öllum löndum heims, þeim er hvítir menn byggja, til að flytja til Canada og taka sér hér bólfestu. Þetta er ekki neitt undar- legt, því landið er fáment mjög í samanburði við stærðina, og hér er hægt að framleiða brauð handa fleira fólki, en hér er enn, og það svo mörgum miljónum skiftir. Nú hefir verið skift um stefnu í þessum efnum. Stjórn Canada styður ekki að inn- flutningi fólks til landsins um þessar mund- ir, heldur þvert á móti. Hún lítur vafalaust svo á, að fólkið sé of margt, en ekki of fátt í landinu. En það er ekki nóg með það, að innflutn- ingur fólks hefir verið heftur, heldur hefir útflutningur fólks verið hafinn. Á síðast- liðnum þrjátíu mánuðum, hafa 15,368 mann- eskjur verið fluttar burt úr Canada, sam- kvæmt ráðstöfunum stjórnarinnar. Meir en 60 per cent af þessu fólki hefir verið sent burtu úr landinu fyrir þær ástæður einar, að það hefir ekki getað haft ofan af fyrir sér. Ekki getað fengið atvinnu, og því orðið að þiggja styrk af hinu opinbera, sér til lífs- framfærslu. Vitanlega er þetta fólk, sem burt er flutt, ekki borgarar þessa lands. Hefir ekki verið hér nógu lengi til þess, eða ekki hirt um að gerast borgarar. Framfærsluskyldan hvílir því á einhverju öðru landi, frá sjónarmiði laganna. Hitt er álitamál, hvaða skvldur Canada í raun og veru hefir að rækja við það fólk, sem stjórnin hefir þegar veitt viðtöku og átt þátt í að hingað kæmi. Fólk, sem hingað kemur í þeim tilgangi, að hafa hér ofan af fyrir sér af eigin ramleik, og fylgii’ þeim ásetningi fram eins og það bezt getur, á ekki sök á því, þó það geti ekkert fengið að gera, eða ekkert fengið fyrir það, sem það framleiðir. Það er alt öðru máli að gegna með glæpamenn og aðra stórgallagripi, sem ófyrirsynju hafa slæðst inn í þetta land. Það er kannske ekki nema rétt, að þeir fari aftur til þjóðarinnar, sem ól þá upp. Það sýnist ekkert ósanngjarnt, að Canada segi við þá pilta, eins og presturinn sagði við drenginn, sem hélt, að boðorðin væru fjörutíu:: “Farðu -heim laxi og lærðu betur.” Flestir menn kannast við hina raunalegu starfsemi sumra hreppsnefndanna á íslandi, fyrir svo sem hálfri öld, eða þar um bil, þeg- ar þær voru að braska við að koma fátæk- asta fólkinu til Vesturheims, helzt stórum fjölskyldum, svo þetta fólk lenti ekki á'sveit- inni. Eða þá að koma því af sveitinni, ef það hafði þegar lent þar að einhverju leyti. Nú vifðist Hon. Wesley Gordon, innflutn- ingsmála ráðherra í Canada, hafa tekið upp stefnu sveitastjórnanna á íslandi, éins og hún var fyrir hálfri öld. Franklin D. Roosevelt Fyrir rúmum mánuði kusu Bandaríkin sér nýjan forseta, þó ekki taki hann við völdum fyr en í marzmánuði á næsta ári. Verður hann þá æðsti valdhafi hins mikla lýðveldis, Bandaríkjanna í Vesturheimi, og þar með einhver allra voldugasti þjóðhöfðingi í heimi, naastu fjögur árin fyrir það fyrsta. Gera má ráð fyrir, að margir af lesendum vorum viti rétt eins mikið um hinn nýkjörna forseta, eins og vér vitum, og sumir sjálf- sagt miklu meira. En sumir vita væntan- lega lítið um hann og væri því sjáfsagt ekki úr vegi, að segja hér fáein atriði úr æfisögu hins nýkjörna forseta Bandaríkjanna. Frankin Delano Roosevelt er fæddur 30. janúar 1882. Fæðingarstaður hans er stór- býli í Dutchess héraði í New York ríki, ekki langt frá Hudson ánni. Roosevelt á enn þá bújörð og telur þar heimili sitt. Það er því ekki langt frá lagi, að hann sé bóndi, þó hann hafi að vísu gefið sig að öðru frekar um dag- ana, en búskap og oft dvalið langvistum, ann- arsstaðar en á bújörð sinni, þegar það hefir verið nauðsynlegt vegna ýmsra opinberra starfa, sem hann hefir haft á hendi. Foreldrar Franklin D. Roosevelt voru James Roosevelt og kona hans áarah Delano. Er hinn nýkjörni forseti því af sömu ætt eins og Theodore Roosevelt, liinn frægi Banda- ríkjaforseti, en af annari grein ættarinnar og honum því fjarskyldur. Þar á móti er kona F. D. R. bróðurdóttir hins fræga fonseta. Var faðir hennar Elliott Roosevelt, en sjálf heit- ir hún Annie Eleanor. Er þessi ætt upphaf- lega frá Hollandi, eins og nafnið bendir til. Þegar F. D. R. var fjórtán ára og hafði notið góðrar kenslu, var hann sendur á und- irbúningsskóla í Groton, Massachusetts og útskrifaðist af þeim skóla eftir fimm ár með lofsamlegum vitnisburði. Fór hann þá til Harvard háskólans og lauk þar fjögra ára námi á þremur árum, einnig með góðum vitnisburði. Lögfræðisnám stundaði hann við Columbia háskólann og tók þar ágætt próf. Öll sín námsár tók hann mjög mikinn þátt í margskonar íþróttum, en ávalt var það sérstaklega sund og sjómenska, sem heillaði huga hans, þó hann 'væri sjálfur alinn upp í sveit. Var hann oft í frítímum sínum á sumrin í New Brunswick, og lagði þar mikla stund á sjómensku. tíina ferð fór hann til Þýzkalands á þessum árum. Árin 1905—1910 stundaði Roosevelt lög- fræðisstörf og dvaldi hann þá oftast í borg- inni New York, en stundum á heimili sínu í Hudsonárdalnum, Hyde Park. Haustið 1910 var Roosevelt kosinn ríkis- þingmaður í New York ríki. Lét hann þar þegar mikið til sín taka og barðist vasklega á móti Tammanv. Átti hann í hörðum deil- um við foringja þeirrar óvinsælu klíku, Char- les F. Murphy, sem stundum var nefndur Tammany-tígrisdýrið. Bar Roosevelt þar hærra hlut, og hlaut af frægðarorð, því hér var ekki við lambið að leika sér. Hefir Tam- many-klíkan lengi Iiaft afarmikil stjórnmála- áhrif í New York, þó hún hafi ekki haft gott orð á sér. Roosevelt barðist á móti þvi, að Woodrow Wilson næði útnefningu sem for- setaefni Democrata. En um það leyti kynt- ist hann Joseph Daniels, frægum blaðamanni, sem varð flotamálaráðherra, þegar Wilson var orðinn forseti, en Daniels réði því, að Roosevelt var gerður að aðstoðar flotamála- ráðherra. Lét hann fljótt mikið til sín taka, að endurbæta flotann, sem hann taldi í illu ásigkomulagi, og óx virðing hans af því, þar sem nú varð sú raunin á, að Bandaríkin þurftu fljótlega á flotanum að hahla, þar sem þau urðu þátttakendur í Evrópustríðinu og sendu þangað afarmikinn lier. Eina ferð fór Roosevelt til Frakklands meðan á ófriðnum stóð. Vann hann mikið verk fyrir Bandarík- in, meðan ófriðurinn stóð yfir. t kosningahríðinni, þegar Harding var kjörinn forseti, baðst Roosevelt lausnar frá embætti sínu, til að geta tekið þátt.í kosning- unum, af fyálfu Democrata. Ferðaðist hann þá um mestalt landið og hélt nálega átta hundruð ræður. Mælti hann þá mjög fast- lega með þátttöku Bandaríkjanna í Þjóða- bandalaginu. En mótsypraan gegn því, að Bandaríkin ættu þar nokkurn hlut að máli, var afar sterk, og biðu Democratar þar lægra hlut, en Harding náði kosningu. Fór Roosevelt nú aftur að gefa sig við lög- fræðisstörfum í New York, en sumarið 1921 tók hann sér langa hvíld og var þá í Maine- ríkinu. En svo kom það fyrir eitt sinn við sundiðkanir, sem hann stundaði mjög mikið, að hann ofkældlst og upp úr þeirri ofkælingu fékk hann lömunarveiki. Var hún svo mögn- uð, að honum var um langt skeið ekki líf hugað. Eftir langa legu fór hann smám sam- an að hressast lítið eitt, og þegar hann loks- ins komst úr rxíminu, varð hann að ganga við hækjur, sem hann varð að nota lengi og höfðu læknar litla von um, að hann mundi nokkurn tíma verða svo styrkur, að hann gæti gengið án þeirra. En hann ásetti sér að ná aftur fullum kröftum, og viljaþrek hans var mikið, og með daglegum æfingum, sem þó þjáðu liann mjög, hepnaðist lionum að ná aftur heilsu sinni, eða að minsta kosti svo, að hann gat kastað frá sér hækjunum og það ber ekki á öðru, en heilsa hans sé góð. Þó halda margir, að hann hafi enn ekki náð sér að fullu. Það er mælt, að hann hafi aldrei kvartað yfir veikindum sínum meðan þau stóðu yfir og samkvæmt beiðni hans, hafi fólk hans aldrei á þau minst. Franklin D. Roosevelt fór aftur að gefa sig við stjómmálum, þegar heilsa hans batn- aði, og hefir liann nú í nokkur ár verið ríkis- stjóri \ New York ríki. Nýtur hann þar mik- ils trausts og þykir dugandi ríkisstjóri. Al- fred E. Smith og Roosevelt hafa lengi verið vinir og stutt hvor annan við kosningar. Var Smith forsetaefni Democrata 1928, og bjóst aftur við að ná útnefningu í sumar. En það fór á aðra leið og varð Roosevelt lilutskarp- ari. Urðu hinir gömlu vinir og samherjar óvinir út af þessu, en nú hafa þeir aftur sæzt heilum sáttum. Franklin D. Roosevelt var hinn 8. nóvem- ber í haust kjörinn forseti Bandaríkjanna með afar miklum meiri hluta atkvæða franuyfir Pfoover, sem verið hefir forseti síðustu fjögur árin. í næstkomandi marzmónuði verður hann æðsti valdhafi hins mikla lýðveldis. Dabbi Eftir J. H. GÍSLASON. Athugasemd.—Þessi saj?a birtist í helzta og útbreiddasta tímariti Canada: “Maclean’s Maigazine” 1. ágúst síðastliðið sumar. 1 bví riti birtast aldrei aðrar sögur en þær, sem góðar þykja. Fyrir þessa stuttu sögu borgaði ritið $100.00 (hundrað dollara).—Þýðandinn. Ný saga frá gamla íslandi. — Sagan af Dabba hinum hugprúða og það, sem hann lagði í sölurn- ar fyrir frið. Þetta var fyrsta morðið, sem framið hafði verið á íslandi um fjöldamörg ár. Það var samt sem áður ekki aðalástæðan fyrir hin- um mikla æsingi og gauragangi, sem því var samfara, heldur öllu fremur hitt, að Davíð Guðbrands- son — “Dabbi”, eins og hann var alment kallaður, kom ótilkvaddur á fund logreglunnar og kvaðst vera morðinginn. Allir þeir, sem nokkuð þektu til sjómensku og fiskiveiða á fslandi, könnuðust við “Dabba.” Þessi játning hans kom eins og reiðarslag yfir þá, sem voru að rannsaka málið. Lögreglan var að gefa út skipun til þess að taka fastan Eyvind - Grimsson, því sterkur Igrunur hafði fallið á hann um þetta morð — svo sterk- ur, að allar líkur, sem yfirvöldin höfðu náð í, styrktu þá skoðun, að Eyvindur væri hinn seki; sér- staklega vegna þess, að morðið hafði auðsjáanlega verið framið til fjár. Annað einkennilegt atriði í sambandi við þetta einkennilega mál var það, að Eyvindur Gríms- son var eini maðurinn, sem menn vissu til að Dabbi hataði. Það hatur hafði kviknað fyrir meira en tuttugu árum. Þegar þeir voru ungir, höfðu þeir báðir lagt fyrir sig sjómensku. Þeir unnu fyrir sama manninn og voru sam- an á tveggjamannafari. Þetta var áður en gufubátar eða gasolíu komu til sögunnar. Það var á meðan járnsterkir vöðvar og glöggskygn hugur íbörðust við höfuðskepnurnar á opnum bátum, sem nú væru kallaðir manndráps- bollar. Dabbi hafði þegar fengið á sig það orð, að hann væri heppinn sjómaður. Það var komið fram undir ver- tíðarlok. Allir höfðu róið snemma um morguninn, því veður var hið ákjósanlegasta. Um hádegisbilið byrjaði að draga upp ský og hvessa á norðaustan. Milli há- degis og miðaftans varð hvass- viðrið svo mikið ofan af fjöllun- um, að næstum líktist fellibyl. Öldurnar risu og hnigu eins og risavaxin fjðll, sem ýmist voru að hefjast upp til himins eða sökkva niður til heljar. Þær köstuðu litlu bátunum fiskimannann alla vega, ýmist soguðu þá niður í hina djúpu dali, eða spýttu þeim upp á freyðandi toppana; það var engu líkara, en reiðir o!g grimdarfullir guðir léku sér þar að þessum litlu skeljum — og þeim, sem þar áttu líf sitt að verja — eins og þeir væru einskisverð leikföng. Enginn sá, sem ekki þekkir öfl stormsins og sævarins, þegar þeim lendir saman í alvöru, getur skilið baráttu sjómannsins á slikum stundum sem þessari. Dabbi var lánsamur í þetta skifti eins og endranær. Þeir Eyvindur og hann urðu fyrstir til þess að komast inn í vík nokkra, þar sem botn var sendinn. Sköguðu háir standklettar fram í sjóinn hér um vil 200 fet beggja megin víkurinn- ar; var þar því örulgt lægi og hið bezta skjól; en þjakaðir voru þeir félagar, þegar þangað var komið eftir langan og strangan róður á móti öldum og stormi. Þeir voru holdvotir, svo að segja uppgefnir og hendurnar alþaktar blöðrum. Þessi (gandvík var ekki nema 400 feta breið, en engin hætta á ferð- um, þegar þangað var komið. En hamingjan hjálpi þeim, sem hrekj- ast á bátum sínum upp að hinum köldu og hrikalegu klettum. Dagur var kominn að kveldi og rökkrið færðist ægilegt og dular- Auk þess að vera ábyggilegur og fullnægjandi i viðskiftum, hefir The Royal Bank of Canada á- valt tamið sér að vera vinsamlegur og greiðvik- inn við viðskiftavini sína. Þér munuð finna viðskifti við The Royal, ekki aðeins sanngjörn, heldur ánægjulelg, vegna þess að fullkominni afgreiðslu fylgir vinsemd og góð- vild, sem hver kynslóð eftir aðra hefir metið síð- an 1869. The Royal Bank of Canada Höfuðstóll og varasjóður Allar eignir gfir $74,155,106 $700,000,000 fult yfir láð og lög. Þeir félagar höfðu neytt sinna síðustu krafta til þess að festa bátinn og búa um hann, þegar þeir höfðu náð lend- ingu eftir allan hrakninginn og lífshættuna. Dabba varð litið út á sjóinn og sá hann í 'gegnum dimm- una, hvar annar bátur veltist á öldunum, og var það auðséð, að hann mundi ekki ná inn á víkina; hann stefndi beint upp að hinum geigvænu klettum, þar sem ekkert gat tekið við annað en skipbrot og dauði. Konur og börn voru að þyrpast niður að ströndinni*hrópandi, kall- andi og biðjandi guð að miskuna sér og bjarga ástvinum þeirra úr lífsháskanum; veifuðu þau ljós- kerum, ef ske kynni, að ljósglamp- inn frá þeim Igæti leiðbeint þeim, er úti á sjónum voru, svo þeir röt- uðu inn á víkina. > “Komdu, Eyvindur!” kallaði Dabbi. “Við skulum fara og reyna að bjarga þeim!” “Fjandinn hafi það!” svaraði Eyvindur. “Eg hætti ekki lífi mínu út í þetta manndrápsveður !’* Um ieið og hann sagði þetta, gekk hann þunglamalega upp eftir sandinum á ströndinni. “Bölvuð raggeitin!” kallaði Dabbi. “Þú lifir ef til vill lengi, en þú lifir gagnslausu ræfilslífi! Mudu það, Eyvindur, að þetta eru sjómanns bölbænir!” Að svo mæltu ýtti Dabbi bátn- um fram sterklega og án þess að á honum sæjust nokkur þreytu- merki, stökk upp í hann og settist undir árar. Einmitt á þessu augnabliki, þegar of seint var orðið fyrir nokkurna mann að aftra honum frá því að fara, stökk ég upp í bátinn. Eg var tveimur mánuðum yngri en fjórtán vetra og faðir minn var einn af fiskimönnunum, sem ekki voru lentir. “Drengur!” sagði Dabbi, “ýttu á hendurnar á mér um leið olg eg tek áratogin, svo eg geti neytt mín betur!” Það var auðséð, að honum mislíkaði, að eg stökk upp í bátinn, en samt sást það jafn- framt i djúpu, bláu, góðlátlegu augunum, að hann dáðist að hug- rekki mínu — eða mér fanst sem svo væri. Svo réri hann af alefli og sagði ekki eitt einasta orð. Hamingja Dabba virtist krafta- verkum næst í þetta skifti, sem oftar. Eg skil það ekki enn þann dag í da!g, hvernig við komumst að bátnum, sem allur var hálflið- aður í sundur í hafrótinu, — en við komumst þangað og björguð- um tveimur mönnum af fjórum. Á meðan Dabbi var að tosa þeim inn í bátinn sinn, brotnaði hinn báturinn í tvent um miðj- una; hinir tveir mennirnir höfðu hangið á honum að framan, en nú bar stormurinn og öldurótið þá svo fljótt í burtu, að Dabba var ómögulegt að ná þeim, þrátt fyrir það heljarafl og þann ótrúlega hraða, sem hann var gæddur. Mennirnir voru horfnir á svip- stundu, enda sást mjö!g skamt, því náttmyrkrið var dottið á. Þegar Dabbi mintist á þetta síð- ar, stóð hann altaf á því fastar en fótunum, að ef Eyvindur hefði farið með honum, þá hefðu þeir getað bjargað öllum mönnunum, fjórum. Og hann hataði Eyvind heilu hatri fyrir þá* ástæðu. Hugleysi var sá löstur, sem Dabbi fyrirleit meira en nokkuð annað; hugleysi var eins fjarri eðli hans og vestrið er austrinu. Hugleysingjar voru í l/ans auguiw allra manna andstyggilegastlr. Eyvindur var frá hans sjónar- miði persónu'gerfi alls þess, sem verst var og lélegast. Þótt eg hefði bæði takmarka- lausa ást á Dabba og væri honum þakklátari, en eg gæti lýst með orðum, þá er það ekkert tiltöku- mál — annar maðurinn, sem hann bjargaði í manndrápsveðrinu, var faðir minn. Svo virtist, sem bölbænir Dabba fylgdu Eyvindi Grímssyni alla æfi eins og hefnigjarn draugur. Alt, sem hann tók sér fyrir hend- ur, endaði með skelfingu. Sem sjómaður var hann frábærlega ó- heppinn; jafnvel þótt allir aðrir lentu með hlaðna báta af fiski, fékk Eyvindur varla í soðið. Hann kvæntist un!gur, góðri og velgefinni bóndadóttur; þau eign- uðust átta börn og voru þau öll að einhverju leyti vansköpuð. Þau hjónin voru bláfátæk og áttu heima í torfkofa við fjöruborðið vestarlega í Reykjavík. Þessi kofi þeirra var einn af þeim fáu, sem eftir stóðu af lélegustu húsakynn- um þeirra tíma, þegar fátækt og fávizka héldust í hendur við húsa- gerð bæjarbúa; kofinn þeirra minti þannig á tíma neyðar og niðurlægingar, ;sem stöfuðu i af verzlunareinokun og útlendri harðstjórn. Eftir tuttulgu og tveggja ára basl í hjónabandinu, dó kona Eyvindar, beinlínis af bágindum og skorti. En Eyvindur syrgði hana ekki lengi; hann kyntist tafarlaust ungri ekkju og kvæntist henni eftir örstuttan tíma. Hún hót Guðríður, en var aldrei kölluð annað en Kjafta-Gudda. Hún var lág og þéttvaxin; líkamlega sterk, en grunnhyggin og orðlðgð fyrir igeðríki og óhemjuskap. Gudda átti dálítinn landskika, sem lá niður að sjónum rétt fyrir austan bæinn; hún átti tvær kýr, fáeinar sauðkindur og allmörg hænsni. Þetta fanst Eyvindi vera heil- mikil auðlegð; en eins og flest jarðnesk gæði, varð það enda-

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.