Lögberg - 15.12.1932, Blaðsíða 2
iils. 2.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER 1932.
Hugurinn hvarflar víða
Eftir G. Elíasson.
(Framh.),
Laugardaginn 4. júní komum
við Villi Björnsson að Mýri. Okk-
ur var tekið, eins og sagt er, tveim
höndum. Frændfólkið mitt hafði
gaman af að sjá mig, sérstaklega
un'ga fólkið sem ekki hafði séð
mig áður. Því fanst eg ekki vera
neitt verri en sextugir karlar al-
ment gerást, og það má nú þykja
gott hjá öðru verra.
Þetta heimili, Mýri, hafði mér
alt af þótt fallegt; það hafði altaf
síðan 17. júlí 1891, að eg sá það
fyrst, stuttu fyrir sólaruppkomu
þennan áður áminsta dag, átt eins
og sérstakan reit í huga mínum,
reit, sem eg enn þann dag í dag
hefi sérstaka löngun til að líta
yfir. Á þessu heimili byrjaði eg
nýtt líf í nýju landi, fátækur og
fákunnandi. Það þóttu nú engar
nýjungar í þá daga, þó nú sé önn-
ur öldin, og sízt við hæfi þessar-
ar yfirstandandi menningaraldar
að vera að rifja upp erfiðleika
eða ánytjungs sðgur frá þeim
tima, af mér eða mínum likum.
Mér þótti fallegt fyrir austan
Mountain, í Norður Dakota, á þeim
árum; eg hafði þá ekki víða farið |
um þessa álfu, þó eg sé dálítið
farinn að kynnast núna. Eg hafði
mikla skemtun af að horfa vestur
til Pembina f jallanna, þó þau væru
ekki eins há og Snæfellsjökull, var
það þó mikil tilbreyting fyrir aug-
að. — Nú hafði eg ekki komið að
Mýri síðan að áliðnu sumri 1903,
og nú voru gömlu frumherjarnir,
sem eg þekti á þeim tima, flestir
til grafar gengnir o!g mörg heim-
ili alveg í eyði. Mikil er breyt-
ingin.
Þennan sama dag fór eg með
Joseph frænda mínum austur til
St. Thomas, og virtist mér vera
sama sagan, þegar austur á slétt-
urnar kom, eða þar sem eg hafði
þekt til, verið í skóla við að læra
algenga bændavinnu; kennararn-
ir mínir voru horfnir af sjónar-
sviðinu, en heimilin stóðu eftir;
þeim hafði sumum ekki farið mik-
ið fram, miklu heldur á hinn veg-
inn; gömlu bændurnir höfðu þó,
að mér fanst, unnið trúlega, en
erfingjunum orðið lítið úr. Þegar
eg fór fram hjá gamla W. J. Ves-
tolls plássinu, sem átti sína sögu
geymda hjá mér, eða máske rétt-
ara sagt, sínar endurminningar,
frá liðnum skólatíma, komu mér i
hug orð Gísla Brynjólfssonar úr
'kvæðinu, sem hann kallar “Far-
aldur”. Það er nóg að birta hér
aðeins tvær eða þrjár hendingar:
“Kartagó ösku dreyfði á dreyf
vindur og síðan reiði Róms
rústir yfir sveif.”
Þessi áminsti maður, Vestoll,
sem var frá Ontario, átti fjöguf
lönd og þrjá-fjórðu úr því fimta,
þegar eg var þar, og þar að auki
landeignir, bæði vestur í Devils
Lake og fyrir suðaustan Winni-
peg. Af sjö börnum hans, hefir
ekkert þeirra getað átt heimili á
neinu af þessum eignum, og mér
var sagt, að fyrir víst eitt af lönd-
um hans, milli Crystal og Eyford,
hefði verið selt fyrir skatti, ekki
fyrir löngu síðan; einmitt það
sama land keypti hann af systur
sinni og manni hennar rétt fyrir
aldamótin fyrir 5,000 dollara. —
Fleiri dæmi þessu lík ætla ég ekki
að tilfæra, þó eg gæti það, en
þetta sýnir, að bezt er að láta
hóglega og vinna sig ekki alveg
dauðan fyrir eignir þessarar jarð-
ar, þær verða ekki æfinlega að
notum, þar sem til er ætlast.
Við lifum í trú en ekki í skoðun.
Miklir voru þurkarnir og mikl-
ar voru engispretturnar, en samt
var blessað fólkið vongott um að
þá og þegar mundi fara að rigna
meira, og þá mundi ökrunum fara
fram og engispretturnar minka.
Já, Von! litilsvirði væri lífið
fyrir utan þig, þó margt hnjóðs-
yrðið hafirðu nú fengið að heyra,
þá ertu samt hlekkurinn, sem
hanga verður í, jafnvel þó eg oíg
margir fleiri verði að taka und-
ir með Þorsteini Erlingssyni:
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjft
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD
UKNKY YVE. F.AST - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlœ: Sth Floor, Bank of Hamllton Chambers.
“Vonin mín á valtan knör,
veður gæftir baga,
sú hefir maga fýluför
farið um sína daga.” ^
Það yrði samt mikill hljómur í
loftinu, ef allar þær raddir hefðu
sig upp í einu, sem geta með sanni
sagt með skáldinu: “Vonin styrk-
ir veikan þrótt” o.s.frv.; og alt
af finst mér hugfróun að hafa yf-
ir orðin, sem Benedikt Gröndal
hefur upp eftir Örvar-Oddi, þau
eru eitthvað svo blátt áfram og
endingargóð:
“Og ekkert nema vonin varir,
að veröld aftur birtist ný,
til hennar augað andans starir,
án þess að vita neitt af því”.
Líð þú þá út, hraðfara straumur
tímans og berðu mig á vængjum
vonarinnar inn á ókunna landið,
inn í eilífðina.
Það verður að segja hverja sögu
eins o!g hún gengur til. Það reynd-
ist rétt, sem Villi Björnsson hafði
sagt mér, gamli kunninginn minn
var horfinn, sem mér hafði þótt
svo vænt um; það var stóra eik-
in, sem stóð spölkorn fyrir austan
Mýrarhúsið, og sem eg hafði
hlakkað svo mikið til að finna;
það var svo margt, sem eg ætlaði
að tala við hana um, og segja
henni frá, sem eg gat enfeum öðr-
um trúað fyrir. Þú mátt brosa að
mér, lesari góður, en gáðu að
einu, orsakir liggja til alls. Þetta
var eini kunninginn, sem eg hafði
að flýja til, þegar leiðindin ætl-
uðu alveg að yfirbuga mig, fyrstu
árin mín í þessu landi; til hennar
flúði eg og henni einni safeði eg
frá öllu, sem að mér amaði. öllu
sem mér lá þyngst á hjarta, og
aldrei brást mér það, að eg færi
glaðari í bragði í burtu undan
fallegu skjólhlífinni hennar held-
ur en eg hafði komið þangað. Og
nú ætlaði eg að þakka henni fyrir
allar áminningarnar, öll heilræð-
in, öll huggunarorðin, sem hún
hafði við mig talað, og ætlaði að
friðmælast við hana út af því,
hvað mér hefði gengið illa, hvað
það hefði oft komið fyrir að eg
hefði gleymt því, sem hún varaði
mig við og sagði mér að eg ætti
að forðast, og eg var alveg viss
um, að hún mundi ekki ávíta mig.
heldur þvert á móti reyna að bæta
úr öllum misfellunum, og hug-
hreysta mig; og eg var viss um,
að það mundi verða alveg eins og
áður, og eg mundi, þegar eg færi
frá henni, geta tekið undir með
Steingrími Thorsteinssyni og
sungið með mínu lagi: “Upp glað-
ur nú rís eg af grösugum blett”
o. s. frv.
Stóð eg þögull, steini lostinn,
starði í geiminn, þreki lostinn,
fyrir minnar sálar sjón
hvörfluðu myndir horfnra tíða,
hvað er mannleg æfi—að stríða
gegn um lífsins tap og tjón.
Eikin mín með öllu horfin
allur stofninn burtu sorfinn,
bara flagið eftir eitt;
ekkert merki unt að finna,
á þig nái framar minna,
að.eins hefir bústað breytt.
Einmana þú stóðst í stríði
starði ég oft á þína prýði,
íturvaxna eikin mín.
Þú varst systra þinna blómf,
þ'egar morgunroðans ljómi
skartaði á þitt skrúða lín;
þú varst minna augna yndi
úti í lífsins kulda vindi
hjá þér fann eg frið og skjól;
undir þínum grænu greinum
gafst mér bót við hugarmeinum,
þegar skygði ský á sól.
Þó að burtu færi frá þér,
frjáls minn hugur dvaldi hjá þér,
blessuð, aldna eikin mín!
Nú þig framar fæ ei líta
fyrir aungvum skal þó síta,
með mér lifir minning þín.
Það var fagurt veður, sunnu-
dagsmorguninn 5. júní. Heimil-
isfólk á Mýri var alt að búa sig á
stað i skemtiferð vestur á Pem-
binafjöll. Það er fallegur íslenzk-
ur siður, að skemta sér á sunnu-
dagana; það er gaman að vera
með góðu fólki; er ekki þessi
vísa falleg, þegar hún er látin
njóta sín á réttan hátt:
“Saklaus skemtun, samt þér kær,
sé með igóðum mönnum,
anda mannsins oft það fær
auðgað heillum sönnum.”
Eg er fjalla barn; góðkunningi
minn í Dakota ætlar að fara með
mér 200 mílur vestur á fjöll, þeg-
ar eg kem næst til Dakota, en at-
vikin verða nú sjálfsagt að ráða,
hvort það verður nokkurn tíma.
Það er ekki vert að láta það trufla
hugann núna.
Það Ieit ekki út fyrir, að það
ætlaði að verða voðalega heitt
þennan dag, og var það öllum á-
nægjuleg tilhu!gsun. Svo var lagt
á stað; tveir bílar fullir af fólki
frá einu heimili; það þykir nú
mikið hér í landi, því víða^t hvar
hagar svoleiðis til, að heimilis-
fólk er fátt.
Þegar við komum upp á fjalla-
brúnirnar fyrir vestan Mountain-
! bæinn, höfðum við dálitla víðdvöl
og gengum upp á háan hól, og var
töluvert útsýni þaðan yfir bygð-
ina til austurs, norðurs og suðurs.
og í góðum sjónauka gátum við
greint frá öðru bæði kirkjuna að
Hallson og líka á Sandhæðunum,
en bæirnir, bæði Cavalier og
Hamilton við járnbrautina, eru
farnir að sjást ógrenilega af
fjallatindunum, af þeirri orsök, að
á siðastliðnum aldarfjórðungi
hefir plantaði skógurinn vaxið
svo gríðarlega á sléttunum, að
mér fanst eg varla geta áttað
mig, þó eg hefði átt að vera pláss-
inu nákunnugur; samt sem áður
hafði e!g sérlega mikla nautn af
því að vera þarna staddur og fá að
horfa út yfir þessa inndælu sléttu,
þessa söguríku bygð, sem eg oft
hefi hugsað til að væri partur af
æskustöðvum mínum, ef eg mætti
svo að orði komast. En það getur
vel verið að það ætti betur við að
heimfæra vísuna hans Þorsteins
Jóhannessonar.
“Þið eruð mig að flýja, fjöll,
eg flý nú ykkur sjálfur,
mér er hart að hasla völl
heims um víðar álfur.”
Við héldum svo á stað aftur og
komum að heimili Stefáns heitins
Guðmundssonar og frú Kristínar
systur Guðmundar Grímssonar
dómara; þar býr sonur hennar
myndarlegu búi; þar. er fallegt
heimili; þar rétt hjá bjó Jón Guð-
mundsson, sem nú er nýle’ga lát-
inn að Wynyard, Sask.
Og ef hún Helga Stefánsdóttir
frá Dalgeirsstöðum í Miðfirði
skyldi lesa línur þessar, get eg
fullvissað hana um, að nú sýndist
mér eyðilegt á hólnum hennar.
Við héldum áleiðis til Milton,
og áðum, sem kallað var á íslandi,
á gilbarminum skamt fyrir norð-
an bæinn; hafði kvenfólkið búið
sig út með lystfengt nesti handa
öllum hópnum, kalda drykki og
svo blessað kaffið, sem aldrei má
gleymast.
Eftir að hafa hvílt okkur um
stund, teigað svalt og tært fjalla-
loftið og notið indæla útsýnisins,
litið yfir n,ýju keyrslubrautina,
sem verið var að byggja vestur
fjöllin, og skoðað undur fallega
brú, sem var í smíðum yfir hið
nafntogaða Milton gil, sem reynd-
ists vo torsótt yfirferðar á frum-
býlingsárum bygðarinnar, á með-
an engir vegir voru . Mikill ertu,
munur; nú líða menn áfram yfir
allar torfærur sitjandi í hægum
sessi, með hendurnar á stýrishjól-
inu. Miklu orkar mannleg hönd,
og hugur líka, við megum játa
vissu slíka.
Svo var haldið austur á hið
nafnkenda óðinssæti, og er það-
an fagurt útsýni yfir Rauðárdal-
inn. En það voru smáský að drag-
ast upp í vestrinu, og það var
töluverð móða austur í dalnum,
svo útsýnið var ekki eins bjart og
æskilegt hefði verið; og þó við
værum með nokkurn veginn full-
kominn sjónauka, gátum við ekki
séð mikið austur fyrir Rauðána.
Það lítur helzt út frá Óðinssæti,
eins og annars staðar af fjalla-
brúnunum, að hver skógartoppur-
inn taki við af öðrum þvert og
endPangt yfir allar slétturnar.
Það er eins og hver sgógarrunn-
urinn taki við af öðrum; og víst
er það tilkomumikil og dýrðleg
sjón og ógleymanleg þeim, sem í
fyrri daga sáu sléttuna auða,
skjóllausa og nakta, þar sem ekk-
ert var til að hvíla augað, þennan
guðdómlega neista mannssálar-
innar, sem altaf þráir nýja og
nýja blómsturreiti á eyðimörk-
inni stóru, sem i raun réttri altaf
virðis auðug af nýjum frumefnum
mannssjóninni • til óumræðilegs
gagns og gleði.
Við frændurnir fórum að renna
augunum aftur í tímann, af þess-
um litla sjónarhól, sem við stóð-
um á; allur Rauðárdalurinn, sem
var kallaður eitt stórt Winni-
pegvatn. Hæðin, sem við stóðum
á, lágmarkið á 45 hundruð feta
háum skriðjökli, og grjótið, sem
| nú sést neðan við og í fjallabrún-
j unum sennilega borist alla leið
vestan úr Klettafjöillum með fram-
[ rás jökulsins. >.
Hæðirnar austur í Minnesota,
i austan við Rauðárdalinn, alveg á
i sinn máta eins; annar jökull að
sjó fram, og vatnið á milli jökl-
i anna, nú Lake Winnipeg og Red
! River Valley, þá einu nafni kall-
j að Lake Agazzis.
Miklum breytingum hefir þessi
j jörð, sem við lifum á, tekið, enda
1 er sagt að hún hafi verið auð og
tóm og myrkur yfir djúpinu
| Það var dagur að kvöldi kom-
inn, og eg varð að kveðja íallega
hólinn, sem kallaður er óðins-
• sæti. Eg bera þaðan hlýjar og
j mér ógleymanlegar minningar, þó
stundin væri stutt; og eg er fólk-
inu, sem með mér var, innilega
| þaklátur fyrir samfylgdina, alúð-
! ina og góðvildina, sem það auð-
sýndi mér, og eg segi að gömlum
og góðum alíslenzkum sið. Kæra
þökk fyrir mig, drengir góðir.
Við héldum svo öll heim að
hinu forna bóndabýli, Mýri, og
vorum eftir lítinn tíma farin að
hlusta á íslenzka messu, sem fram
fór frá Fyrstu lútersku kirkjunni
1 Winnipeg. Sálmurinn 31 var
sunginn; textinn, Guð birtist
Móse í honum loganda runni:
ræðan hljómaði í eyrum okkar eins
og við værum í kirkjunni norður
I Winnipeg; presturinn vonaði, að
þó að mennirnir væru misskiftir
um margt, mundu þeir þó allir
koma saman í því, að trúa á einn
sannan Guð. Sálmurinn 35 var
sunginn, og að síðustu sálmurinn
45. Mrs. S. K. Hall söng tvö vers-
in næst því síðasta af sálminum
44 í Passíusálmunum, og þótti
öllum, sem viðstaddir voru, aðdá-
anlega yndislegt að heyra á söng-
inn hennar. Við vorum samdóma
um, að þeta hefði verið bæði há-
tíðleg og alvarleg stund, en sér-
staklega held eg að það hafi ver-
ið eg sjálfur, sem í fáfræði minni
átti þá í þann svipinn bágt með
að átta mig á þessum miklu breyt-
ingum, sem mér fanst hafa orðið
alstaðar og í öllu á þessu sem næst
30 ára tímabili, síðan eg hafði
komið á þessar stöðvar síðast, og
eg spurði sjálfan mig, hvort hafi
meira græðst en tapast. Auðvit-
að fékk eg ekkert fullnægjandi
svar og varð að sætta mig við
þöignina, eins og allir sem tala við
sjálfa sig verða að gjöra; En rétt
þegar eg var að leggja aft,ur aug-
un þetta áminsta kvöld, duttu mér
óafvitandi í hug þessi raunveru-
legleikans orð míns kæra Þor-
steins Erlingssonar, úr kvæðinu
j “Brautin”, sem eg hefi lengi dáðst
að:
“Munið, að ekki var urðin sú
'greið,
til áfan'gans þar sem við stöndum,
því mörgum á förinni fóturinn
sveið,
en frumherjar mannkynsins
ruddu þá leið,
af alheimsins öldum og löndum.”j
Eg sofnaði fljótt, og mig fór að
dreyma. Það er galli á gjöf
Njarðar, sagði hann séra Sig-1
valdi forðum daga; það er líkt
með draumana okkar flestallra;
satt sagt hefir mér aldrei tekist
að fá úr því ríki neina verulega
ráðningu að því sem eg hefi mest
þráð. Eg er sjálfsagt einn af
þeim mörgu nú, eða þeim fáu, sem
verð nauðugur viljugur að láta
mér nægja það, sem ber fyrir í
vökunni, í þeirri von, að á mér
rætist, þó ólíkum sé saman að
jafna það sem skáldið með barns-
hjártað biður sér til lífsviður-
halds að þessu lífsstríði loknu:
“Gef mér dag í dauða” o. s. frv.
Þetta kvæði sem skáldið kallar:
“Bæn eftir vissan lestur” er svo
fagurt og þróttmikið að það ætti
að nægja sem leiðarstjarna í
myrkrinu mikla bara að mönnum
takist að ráða svo fram úr öllu
því sem sljófgar og lamar sjónir
friðarins, að þetta líf geti orðið
viðkunnanlegur tyústaður jafnt
fyrir vesala og volduga, þá væri
miklu afkastað, og ekki fyrir eins
miklu að kvíða í framtíðinni, eins
og margir nú gera sér í hugar-
lund um að kunni að verða, ef
ekki er bráð bót ráðin. Það er
um að gjöra, að nú takist að sýna
með orðum og gjörðum, að menn-
irnir trúi á sigur hins góða. Það
er lítt hugsanlegt, að þetta basl,
þessi kreppa, sem kölluð er, vari
lengi; mennirnir sjá sjálfsagt
nóga vegi til að breyta um til
batnaðar, og þá fyrst, en ekki
fyr, fer þetta líf að verða undir-
búninigur undir annað og betra og
fullkomnara fyrir handan hafið
NÝTT LIFSVIÐHORF
Hversu margir myndu ekki fúsir tii að
leggja fram hvað sem væri í þeim tilgangi
að öðlast að nýju athafnamagn æskunnar?
Enginn getur ábyrgst sllkt aö fullu, en
I námunda við það takmark má komast me5
því að nota heilsugjafa eins og Nuga-Tone,
meðalið, sem lækna sérfræðingur uppgötvaði,
og komið hefir þúsundum til heilsu.
Reynið eina flösku—mánaðarskerf. Þé<*
greiðið lyfsalanum einn dollar, en séuð þér
ekki ánægð eftir 20 daga notkun, verður
andvirðinu skilað aftur. Fátt virðist sann-
gjarnara.
frelsarans, þegar hann var negld-
ur á krossinn.
Af öllum þeim, er þessi undur
hafa komið fram á, er Theresa
Neumann langsamlega nafnkend-
ust. Fyrir fimm árum var ekki
meira um annað talað í öllum
blöðum heimsins, heldur en undr-
in í Konnersreuth, um það leyti er
5—600 manns fór dalglega píla-
grímsferðir þangað. Mergir em-
bættismenn kaþólsku kirkjunnar
skoðuðu Theresu og þeir fullyrtu
að engin brögð væri í tafli, og á
hverjum föstudegi tæki hún út
þjáningar frelsarans.
Theresa Neumann er fædd árið
1898. Þegar hún var 14 ára að
aldri var hún send í vist. Frá
æsku hafði hún verið framúrskar-
andi alvörugefin.
Árið 1918 varð hún fyrir áfalli
o'g veiktist hún af gigt, hún
varð hölt o'g allur líkami hennar
bæklaður. Margar lækningaað-
ferðir voru reyndar við hana, en
ekkert dugði. Tennurnar duttu
úr henni og læknarnir sögðu að
hún þjáðist af móðursýki. Árið
1919 varð hún blind og máttlaus
og neitaði algerlega um hríð að
bragða neina fæðu.
En svo var það á messu binnar
heilögu Theresu, 29. apríl 1923,
að hún fékk alt í einu sjónina aft-
ur Og 17. maí 1925 fékk hún
vitrun. Hún sá skært hvítt ljós
og heyrði rödd, sem talaði til
hennar. !Svo leið og beið þanlgað
til á föstudaginn langa 1926. Þá
mikla, þar sem við syngjum um
núna að “hylli undir lönd”. Nú á
dögum er of mikið gruflað út í
það, hvernig þar sé að vera, og
hvað þar sé aðhafst. Þeim penna-
dráttum ætti öllum að verja til
þess, að gjöra þetta virkileg’eik-
ans líf, sem fram fer á þessari
jörð, sem bróðurlegast og full-
komnast, í þeirri trú, hverju nafni
sem hún mundi nefnast, það gjör-
ir minna til; bara að hún gæti
varpað skæru ljósi þar sem dimt
er, svo skæru,,að það hrekti burt
alt það, sem í myrkrinu felst.
Undrin í Konnersreuth
Nú á að fara að rannsaka þau
vísindalega..
Á ráðsfundi kaþólskra biskupa
í Freisingin nú nýlega, var það á-
kveðið, að reyna að fá föður Ther-
esu Neumann til að gefa leyfi til
að hún og fyrirbrigði hennar sé
rannsakað vísindalega i háskóla-
sjúkrastofu.
Fram að þessu hafa ýmsir vís-
indamenn farið til Konnersreuth
til þess að rannsaka fyrirbrigðin
hjá Theresu Neumann, en þeir
hafa farið svo að segja jafnnær,
þeir hafa ekki getað fengið full-
vissu um það„ að hún nærðist
ekki á neinu og svæfi ekki.
Ákvörðun biskuparáðsfundarins
bendir til þess, að kaþólska kirkj-
an hafi nú sannfærst um það, að
vísindaleg rannsókn á fyrirbrigð-
unum geti ekki orðið til annars en
góðs fyrir kirkjuna. Undrin í
Konnersreuth gerast stöðugt. Á
hverjum föstudegi gengur Ther-
esa í gegn um allar þjáningar
frelsarans, daginn sem hann var
líflátinn. En langt er síðan, að
fólki var bannað að þyrpast
þangað.
Sagan getur um mörg dæmi
þess, að menn hafi, eins og Ther-
esa, liðið þjáningar frelsarans,
sérstaklega um páskaleytið eða
öllu heldur á föstudaginn langa.
Hin ytri merki þess eru, að blóð-,
dropar koma fram þvert yfir enn-J
ið, á sama stað og þyrnikórónan
særði frelsarann, blóð kemur
einnig fram á höndum og fótum á
sama stað og naglarnir voru rekn-
ir í gegn um hendur og fætur
hófust þjáningar hennar fyrir al-
vöru. Þá komu sár á hendur
hennar og fætur og á síðuna.
Seinna hefir hún fengið sár á
kinnarnar og grætur tæru blóði.
Meðan hún er i þessu ástandi tal-
ar hún annarlega tungu, sem vís-
indamenn segja að sé arameiska,
það mál, sem talað var á Gyðinga-
landi á dðgum Krists. Og þegar
það vitnaðist fyrst, vakti það á-
kaflega mikla athygli.
Síðan hefir Theresa liðið þess-
ar sömu þjáningar á hverjum ein-
asta föstudegi. Þær byrja kl. 11 <4
og kl. 12% líður hún krossfesting-
arpíslirnar. Þá opnast sárin á
höndum hennar og fótum. Hún
liggur í svitabaði og seinast finst
henni hún líða dauðann á kross-
inum. Þá hætta þjáningarnar og
hún líður út af magnþrota.
Því hefir verið haldið fram, að
athulganir þær, sem gerðar * hafa
verið á fyrirbrigðum þessum, hafi
ekki verið nógu nákvæmar, og
margir efast um að neinn fótur
sé fyrir þeim. Og læknar hafa
reynt að skýra þau á eðlilegan
hátt — að það sé ímyndunaraflið,
að vísu ótrúlega sterkt ímyndun-
arafl, sem valdi þeim.
En fari nú vísindaleg rann-
sókn fram, þá verður allur efi
tekinn af um þetta efni. — Lesb.
Stórkostlegt rán.
Reykjavík, 10. nóv.
f gærkveldi, rétt áður en blaðið
fór í prentun, barst sú fregn um
bæinn, að tveir menn hefðu í
'gærkvöldi um kl. 9, komið inn í
skrifstofu Fiskifélagsins í Lands-
bankahúsinu, til Sveinbj. Egil-
son. Gerðu þeir sér það til erind-
is, að spyrja Sveinbjörn um skip.
Er Sveinbjörn opnaði skúffu til
að ná í einhver gögn, og laut nið-
ur, réðust þeir á hann, börðú
hann, svo hann tapaði meðvitund
og bundu hann. Síðan hafa þeir
látið þarna greipar sópa og stolið
á þriðja þús. krónum. Komið var
að Sveinbirni þarna tveim klst.
síðar, þar sem hann lá bjargar-
laus. — Mbl.
“Þér segist elska mig — og þó
genguð þér fram hjá mér í gær,
án þess að líta á mig.”
“Þér vitið, að ástin gerir menn
blinda.”