Lögberg - 23.02.1933, Page 6

Lögberg - 23.02.1933, Page 6
Bl* K LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. FEBRÚAR, 1933 Macklin kapteinn — Endurminningar hans. — EFTIR RlCIíARD IIARDING DAVIS. ‘ ‘ Sannleikurinn! ” sag'Si Laguerre með mik- illi tilfinningu og leit um leið upp og sá eg þá, að augu hans voru alt í einu orðin fuli af tárum. “Þetta er í fyrsta sinni í mörg ár, að eg hefi heyrt sannleikann sagðan. Þetta er það sem eg hefi verið að segja sjálfum mér helminginn af lífinu; það sem eg hefi lifað fyrir og barist fyrir. Meðan eg liefi setið hér og hlustað á yður, hefir mér fundist að eg væri aftur eins og eg áður var og mínar gömlu hug'sjónir komnar til mín aftur, og minn forni áhugi. ” En svo breyttist svipur hans og málrómur alt í einu og hann hristi höfuðið og tók um hendumar á mér næstum með viðkvæmni. “En eg gef yður viðvörun, því þér eruð enn ungur. Þér hafið byrjað ungur, en það er enn tími fyrir yður að snúa við. En ef þér eruð að gera yður vonir um peninga, eða stöðu eða einhvers konar upp- hefð, þá hafið þér áreiðanlega valið ranga leið. Þér verðið þá einn af steinunum, sem alt af eru að velta niður hlíðina. Eg byrjaði þeg- ar eg var jafnvel enn yngri en þér eruð. E'g barðist ávalt með þeim, sem eg sjálfur hélt að hefði rétt fyrir sér. Stundum hefi eg bar- ist með uppreisnarmönnum og föðurlandsvin- um, stundum með konungum og stundum með æfintýramönnum. Eg hjálpaði Garibaldi, vegna þess að eg hélt að hann mundi stofna lýðveldi á ítalíu. Eg barðist á móti lýðveldi í Mexico vegna þess að fólkið þar er mestu g'allagripir og eg hélt að keisarinn mundi stjórna þeim vel og réttlátlega. Eg hefi æfin- lega valið sjálfur hverri hlið eg fylgdi og æfinlega kosið þá hlið, sem eg hefi sjálfur haldið að væri betri liliðin og ætti að vinna. En þrátt fyrir það er eg þar sem þér sjáið mig í kveld. Eg er orðinn gamall maður og á nú ekkert föðurland, tilheyri engum stjómmála- flokki, á enga fjölskyldu og ekkert heimili. Eg hefi farið svo að segja um víða veröld og reynt að finna eitthvert land, sem þannig væri stjórnað, að almenningur fengi að njóta gæða lífsins og eg hefi barist fyrir þá menn eina, sem lofað hafa að stjóma vel 0g án eigingirni og vera þjónar fólksins. En þegar stríðið var búið og þeir voru orðnir öraggir í stjórnar- sessinum, þá höfðu þeir ekkert meira við mig að gera. Þeir hlógu að mér og kölluðu mig draumóramann. ‘ Þér erað enginn stjórnmála- maður, hershöfðingi, ’ sögðu þeir, ‘þér eruð bara bardagíimaður. Það er bezt fyrir yður að halda því áf ram. ’ En samt, þegar eg liugsa um hvernig þeir hafa stjórnað, þá finst mér að eg hefði getað stjómað éins vel, en samt gefið fólkinu meira fresli 0g látið fleiru af því líða vel.” Tunglið kom upp og varpaði daufri birtu yfir herbúðirnar og nóttin varð töluvert köld. En samt sátum við kyrrir, og eg hlustaði eins og eg hafði gert þegar eg sat við kné afa míns og hann sagði mér sögur að stríðum og her- mönnum. Þeir færðu okkur mat 0g kaffi og við notuðum kassa, sem skotfæri voru geymd í fyrir borð. Hann talaði mikið og mig lang- aði til að spyrja hann um margt, en vildi þó varast að trufla hann meir en góðu hófi gegndi. Hann sagði frá stórum orustum, sem mikil áhpif höfðu liaft á sögu Evrópu og mörgu í sambandi við hemað, sem aldrei hafði skráð verið, svo menn vissu, og liann sagði frá-uppreisnum, sem lengi hcfðu verið fyrirhugaðar, en bældar niður á einum sólar- hring. Og hann sagði frá keisuram og kon- ungum, föðurlandsvinum og einnig skrumur- um og skottulæknum. Það var ekkert sem mig hafði langað til að gera, eða hafði hugsað mér, að eg mundi gera, sem hann hafði ekki í raun og veru gert og vissi öll skil á. Hann hafði kynst flestum helstu leiðtogum sinnar samtíðar um víða veröld, og hann hafði svo afar mikla lífsreynslu og hann hafði unnið sér það flest til heiðui’s og frama, sem eg hafði sjálfur gert mér svo glæsilegar hug- myndir um, að eg mundi sjálfur áviixna mér með tíð og.tíma. Umhverfið gaf orðum hans enn meiri lit og líf. Tunglið varpaði einkennilegri birtu á mennina, sem sátu umhverfis eldana og þeir sýndust allir eldrauðir í andliti þar sem þeir sátu gagnvart glóðunum. Þama sá maður líka þessi ljótu og ómerkilegu skýli og svo marga hesta á beit, ekki langt frá. Öll þessi herstöðvalykt, sem mér þykir betri en lyktin í blómagöi'ðunum, barst til okkar með gol- unni. Af því hljóði, sem við lieyrðum bar mest á lækjamiðnum og hófasparkinu í liest- unum, því altaf vom þeir að stappa í jörðina. Það var komið fram yfir miðnætti þegar hershöfðinginn stóð upp, og í huga mínum voru ótal myndir, sem hann hafði dregið upp fyrir mér. Ef mér hafði nokkurntíma dottið í hug að snúa aftur, þá var eg nú algerlega frá því horfinn. Ef hann hafði ætlað að sann- færa mig um, að það líf, sem eg hefði ætlað mér að lifa, líf hermannsins, væri einmitt það sem eg ætti að forðast, þá hafði honum áreið- anlega alveg mistekist það. Þá vissi eg af engum, sgm eg vildi eins vel líkjast, eins og þessum manni. Æ’fistarf hans fanst mér göf- ugra en allra annara, sem eg þekti, jafnvel ósigrar lians fundust mér nú vera miklir sigr- ar og af einlægri sannfæringu sagði eg hon- um þetta. Eg held honum hafi ekki falfið illa ]iað sem eg sagði við hann, eða fallið eg illa. Honum virtist falla vel, það sem eg hafði sagt honum um sjálfan mig og skilning minn á hernaðarmálum. Hafði hann hvað eftir annað látið í ljós ánægju sína yfir skoðunum mínum og skilningi á heraaðarmálum. Um leið og hann sneri sér við til að fara inn í tjaldið, tólc hann í hendina á mér. “Bg veit ekki hvað er langt síðan eg hefi talað eins mikið, eins og í kveld,” sagði hann glaðlega, “eða,” bætti hann við og var nú alt alvar- legri, “hvenær eg hefi haft eins skilnings- góðan og eftirtektasaman áheyranda. Góða nótt.” Alt kveídið hafði hann haldið á sverðinu mínu, en nú þegar hann fór inn í tjaldið, rétti hann mér það. “Eg var nærri búinh að gleyma að fá yður sverðið yðai', kapteinn,” sagði hann. Tjalddyrnar lokuðust og eg var þarna einn úti og eg áttaði mig einhvernveginn ekki á því sem liann sagði og vissi ekki hvað eg átti að gera. Eg opnaði því tjalddyrnar 0g fór inn. “Fyrirgefið, hershöfðingi,” stamaði eg út úr mér, “eg skildi ekki fyrir víst hvað þér sögðuð.” Ilann liafði þegar lagst fyrir, en reis nú upp við olnboga. “Hvað er um að vera?” spurði hann. “Fyrirgefið þér, ” sagði eg aftur, “en hvað var það sem þér kölluðuð mig rétt áðan?” “Kallaði yðui',” sagði liann. “Eg bara kallaði yður kaptein. Þér eruð kapteinn. Eg skal gera það formlegt á morgun.” Hann snéri sér við og grúfði sig niður í koddann og eg gat okki einu sinni þakkað lionum. Eg fór út úr tjaldnu og stóð þarna með sverð afa míns í hendinni og horfði upp í loftið, á stjörnurnar, og eg var svo glaður og ánægðui', að eg held eg hafi beðið þess, að afi minn gæti nú litið niður til mín og séð mig. Þetta'var fyrsta staðan, sem eg var skip- aður í sem hermaður, og eg tók þeirri stöðu með þeim fögnuði, sem eg nú hefi reynt að lýsa, þó þetta færi fram í flóunum í Honduras og það væri útlendingadeild Laguerres hers- höfðingja, sem eg var að innritast í; sjálfur lá hann nú hálfsofandi í ómerkilegu xrámi í tjaldi sínu. Haldi eg áfram á þeirri lífsbraut sem eg hefi valið mér, getur verið að eg hljóti einhverntíma hærri titil frá einhverjum her- málaráðherra, konungi eða forseta eða sol- dáni. Það getur vel verið að eg eignist ein- hvern tíma f jölda af þeim. En-hvað sem verða kann, skal eg æfinlega hugsa um sjálfan mig sem Macklin kaptein. Ekkeig annað skal nokkurntíma skyggja á kapteins titilinn, sem eg nú lxlaut án þess þó að hafa til hans unnið og sem kom frá manni, sem hafði að minsta kosti mjög vafasaman rétt til að veita slíkan titil. En fyrir mig var hann cins 0g ómetanleg blessun. Fyrirrennari minn, eða sá, sem eg tók við af var Þjóðverji, Hei'bei't von Ritter, barón. Hann hafði einhverntíma verið í lífverði konungsins í Bavaria, 0g á andlitinu á lionum var stórt ör, sexn liann liafði fengið í einvígi á yngri árum sínum. Enginn vissi hversvegna hann hafði farið úr þýska hernum. Hann hafði verið einn af fyrirliðunum, og þegar Laguerre, daginn eftir, lét hann vita, að nú ætti eg að taka við af honum, þá var svo langt frá, að hann væri nokkuð óánægður út af því, að það leit meira að segja út fyrir, að honum þætti bara vænt um. “Það er erfitt að komast af við þennan ná- unga,” sagði hann við mig um leið og við fórum frá hershöfðingjanum. “Eg verð feg- inn að losna við þessa náunga.” Herdeildinni var skift í fjórar smærri deildir, og voi'u um fimmtíu menn í hverri. \Það var ekki nema svo sem helmingurinn, sem hafði hesta eða múlasna til reiðar. En leiðin var svo ógreiðfær, að þeir sem gang- andi voru, komust áfram rétt eins greiðlega eins og hinir, sém ríðandi voru. Næsta morgun tilkynti Laguerre herdeild- inni, að eg hefði gengið í herinn 0g hann hefði skipað mig kaptein. Svo hélt liann áfram: “ Við erum bixnir að bíða hér í tvær vikur eftir vélabyssum. Þær eru ókomnar enn og eg get ekki beðið eftir þeim lengur. Herdeildin verður að leggja nú strax af stað til Santa Barbara 0g þangað geri eg ráð fyrir að við komum annað kveld. Þar hittum við Garcia hershöfðingja, og höldum svo áfram með hon- um þangað til við komumst til höfuðstaðar- ins.” Mennimir, sem vom orðnir þreyttir á að vera þama í dældinni, tóku þessari fyrirskip- un með miklum fögnuði og háværam gleði- ópum. “Meðan við höfum verið hér og ekkert haft fyrir stafni, hefi eg látið ykkur njóta meira sjálfræðis, heldur en eg ef til vill hefði átt að gera. En þar sem við nú aftur leggjum upp í hergöngu, þá verðum við á allan hátt að haga okkur eins og sannir hermenn, 0g öllum her- reglum verður stranglega fylgt eins og í Evrópu. Síðan í gær höfum við fengið liðs- auka þar sem er Macklin kapteinn, sem boðið hefir fram þjónustu sína. Maeklin kapteinn er afkomandi frægra hermanna og sjálfur hefir hann lært hemaðarlist á West Point. Eg hefi skipað hann kaptein, og þess ber ykkur öllum að gæta hér eftir. Nú takið þið saman alt sem okkur tilheyrir 0g eftir hálfan klukkutíma leggjum við af stað. Skömmu eftir að við lögðum af stað, kom- um við að skarðinu út úr þessu (lalverpi, sem við vorum í og Laguerré skipaði fyrir hvern- ig við ættum að fara um skarðið. Miller kap- 'teinn var sendur á undan með eina tólf inn- lenda kynblendinga, sem hann átti yfir að ráða, því þeir vora manna bezt kunnugir leið- inni. Næst kom Heinze með sína menn, þá Laguerre með nokkra menn og svo Reeder, en milli þeirra vora múlasnarnir, sem flutn- ing okkar báru. Þeir voru einir tólf og flutn- ingurinn var nokkrir sekkir af kaffi 0g nokkr- ir af hveiti og af baunum og svo skotfæri 0g tjald hershöfðingjans og svo sá litli flutn- ingur, sem við fyrirliðamir höfðum. en sem reyndar var ekki mikill fram yfir fötin, sem við stóðum í. Eg kom svo seinast með þá menn, sem eg átti yfir að ráða. Yegurinn var svo þröngur, að við urðum að fara þarna hver á eftir öðrum. Burtför okkar hafði orðið með svo skjótum hætti, að eg hefði engan tíma liaft til að kynnast þessum mönnum, sem eg nú var * settur yfir. Fór eg því ofurlítið til annarar hliðar og lét þá ganga fram hjá mér, svo eg gæti séð þá og virt þá fyrir mér. Það sem þeir gengu fram hjá mér með riffla sína á öxlinni og ábreiður sínar vafðar saman á bakinu, þá leist mér ekki svo illa á þá, og eig- inlega miklu betur, heldur en þegar eg sá þá fyi'st. Eftir því sem á daginn leið varð eg meir og meir stoltur af minni nýju stöðu og af þeim möunum, sem eg átti nú yfir aJð ráða. Baróninn hafði bent mér á þá af þessum mönnum, sem óhætt væri að treysta, og sagt mér að eg gæti sjálfur fundið, áður en langt liði, hverji^ af þeim kynnu nokkuð til hem- aðar og hvérjir ekki. Þegar eg spurði þá hvar þeir hefðu áður verið í herþjónustu, þá virtist þeim þykja beinlínis vænt um að eg skyldi veita sér eftirtekt og hafa þekkingu á því hverjir væru æfðir hermenn 0g hverjir væru bara viðvaningar. En ef eg var ánægður með mennina, þá var eg ekki síður ánægður með sjálfan mig, eða öllu heldur með það hve heppinn eg liefði ver- ið. Fyrir aðeins tveimur vikum hafði eg verið rekinn af hermannaskólanum á West Point, sem óliæfur maður til að vera fyrirliði í her Bandai’íkjanna. En nú var eg reglulegur fyrirliði í her og hafði yfir fimmtíu mönnum að ráða, sem eg var nú að leiða til þess áð taka þátt í reglulegri orustu, ef svo vildi verk- ast. Það var enginn maður í þessari deild, sem ekki var að minsta kosti nokkram árum eldri en eg, og þegar eg leit aftur og sá þessa löngu lest af hermönnum, sem allir voru mínir menn. Eg held eg hafi fundið eins mikið til mín eins og Napóleon, þegar liann kom heim til Parísar, eftir sína miklu sigra. Eg fann til þess með afannikilli gleði, að eg var fyrir- liði, leiðtogi. Þegar kom fram undir hádegi, var hitinn orðinn afar mikill og kómum við þá að ein- hverju þorpi og skipaði Laguerre svo fyrir, að þar skyldum við hvíla okkur og fá okkur að borða. Eg reyndi að hafa hér röð og reglu á öllu, setti vissa menn til að vatna reiðskjót- unum og aðra til að standa á verði og fékk eg leyfi hjá tveimur mönnum, sem þarna áttu heima, til að mega nota kofa þeirra handa mönnum mínum til að matast í. í hinum deild- unum vora mennirnir að kveikja sér eld hver í sínu lagi til 0g frá úti á víðavaugi, stundum íimin eða sex saman. En með því að láta vissa menn gei'a viss verk, af því, sem gera þurfti, voru allir mínir menn búnir að hafa góða og þægilega máltíð, áður en flestir hinna voru bvrjaðir. Von Ritter hafði sagt méi', að þessar tvær vikur, sem þeir hefðu haldið kyrra fyrir, liefðu mennirnir brúkað upp næstum alt það tóbak, sem þeir hefðu með sér. Vissi eg vel hvaða áhrif það hefir á skapsmuni tóbaks- mannsilis, ef hann verður að vera tóbakslaus. Eg fór því til 0g fann mann, sem liafði tóbak til sölu, og keypti af honum þrjú hundruð vindla fyrir þrjá silfur dali. Lét eg svo von Ritter xxthluta þessu meðal manna minna og fékk hve)r maður sex vindla. Það var mér mikið gleðiefni að sjá hve mikla ánægju mennirnir höfðu af þessu, og hve vænt þeim þótti um að fá vindlana. Næstu mínútumar hafði hver maður, sem eg mætti, vindil í munninum og allir litu þeir glaðlega til mín 0g sögðu: ‘ ‘ Þakka yður fyrir, kapteinn. ’ ’ Eg gaf þeim ekki þessa vindla til að afla mér vin- sælda, en mér skilst að í hemaði sé hermönn- unum tóbak eins nauðsynlegt, eins og matur- inn. Og mér skildist líka, að fyrii’liði, sem reynir að kaupa sér vinsældir manna sinna, fái lahgoftast alt annað, en það, sem þeir ætl- ast til. Hermenn þekkja vel mismuninn á fyrirliða, sem mútar mönnum sínum og reynir að hafa þá góða með fagurgala 0g hinum sem gerir sér engan mannaun, en sýnir öllum sanngimi og veit hvað hann vill og gerir ekki mönnum sínum óþarfa fyrii'höfn með því að vera oft á báðum áttum. Kftir að eg hafði sannfært sjálfan mig um, að alt væri í röð og reglu hjá mínum möxrn- um, fór eg að finna hershöfðingjann, og fann eg hann í húsi þar í þorpinu og voru nokkrir af fyrirliðunum þar hjá honum. Þeir höfðu fengið mikilsverðar fréttir. Tvær undan- fai'nar nætur höfðu verið hafðar einhverjar árásir á Garcia, í Santa Barbara og hann hefði farið xir bænum án þess að til verulegs bardaga liefði komið. Fréttirnar náðu ekki lengra, nema að Garcia mundi annaðhvort vera á leið til vor, eða bíða vor utan við borg- ina. Laguerre lét þegar blása til brottferðar, og eftir örfáar mínútur vorum við allir lagðir af stað og fórum eins hratt og við gátum. Ef við hefðum tapað Santa Barbara, þá hefði það verið okkur afskaplegt tjón. Það var þriðji helsti bæi'inn í Honduras 0g þar hafði upreisnarherinn haft sínar helstu stöðvar. Það hafði verið öllu uppreisnarliðinu hinn mesti styrkui', að vita til þess að Garcia héldi þeim bæ, því það hafði gefið miklar vonir um mikinn árangur af uppreisninni. Laguerre þótti það undai’legt, að. Gai'cia, sem hafði um tvö þúsund menn og mikið af vopnum, skyldi þurfa að yfirgefa bæinn, eða liann skyldi gera það án þess að berjast til þrautar. Landið, sem við fórum nú um var að mestu leyti óbygt og algerlega óræktað, en náttúra- feg-ui'ðin var þarna framúrskaraudi mikil. Svo að segja allstaðar var vegurinn svo þröngur, að við gátum ekki komist áfram, nema fara hver á eftir öðrum. Samt vorum við liér á einum af þjóðvegunum í Honduras frá Ai’ibbean sjónum til Kyrrahafsstrandar og eina leiðin til Tegucigalpa, en þangað var eiginlega ferðinni heitið. Höfuðstaðurinn var aðeins hundrað mílur fi'á Porto Cox-tez, en þannig var háttað, að ekki varð komist þang- að með austurströndinni á skemmri tíma en sex til níu dögum. Það var ekki til þe^4 liugs- andi að fara þar með vagna eða kerrur, og leiðin var meira að segja illfær fyrir gang-- andi menn. Um sólsetur settumst við að í litlu þorpi, þar sem fólkið tók okkur vel og lét það ótví- ræðlega í ljós, að það væri uppreisnaraiönn- um hlynt. Tunglið var rétt nýkomið upp, og rykið þyrlaðist upp í loftið undan fótum her- sveitarinnar og fanst mér þá, að þetta liefði eg komist næst því að sjá reglulegan lier og nú greti þess naumast verið langt að bíða, að þær vonir mínar rættust, að eg lenti í reglu- legri orustu. Miller, sem hafði farið á undan oklíur og tilkynt bæjarbúum komu okkar, stóð þar utan við þorpið þegar við komum. Hann sagði að við mintum sig á Bandaríkja her- menn, eins og hann hefði séð þá í New Mexico og Arizona. Það var xnitt hlutvex'k að koma varðmönnunum á sinn stað og þegar eg kom aftur þótti mér mikið til komn, að sjá skugga mannanna og reiðskjótanna, bera við hvít húsin. Hermennirnir vora þreyttir af göngunni og sofnuðu fljótt, en lengi sat eg úti 0g talaði við Laguerre og tvo af Bandaríkjamönnun- um, Miller og gamla Webster. Þeir voru að tala um Aiken, sem hafði fylgst með'okkur, eins og nokkurs konar fangi, án þess að mál hans væri rannsakað. Af því sem hann liafði sagt við mig og af því sem eg hafði heyrt fara milli hans og Leeds skipstjóra, þegar skip- stjórimj sagði honum, að byssurnar hefðu ekki komið, hafði eg sannfærst um, að hann væri ekki sekur um það, sem hann var grunaður um. Eg var viss um qð hér hafði hann engin svik haft í frammi. Eg sagði hiuum hvað frám liefði farið nið- ur við hofnina, og eftir að Laguerre hafði sjálfur talað við Aiken, varð hann viss um, að Aiken væri eltki sekur um nokkur svik við sig og að það væri Quay, sem selt hefði leyndar- mál þeirra. Laguerre bauð Aiken þá'að velja um hvort hann vildi heldur, fara með sér eða snúa aftur ofan á ströndina. Aiken sagðist heldur vilja fylgjast með okkur, þ'ví þar sem Isthmian línan vissi nú að hann hefði reynt að hjálpa Laguerre, þá hefði hann lítið meira að gera niður við ströndina. Hann var ekkert að fara í felur með það, að eina ástæðan, sem hann hefði til að vera með Laguerre, væri sú að hann héldi að hann mundi vinna.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.