Lögberg - 15.06.1933, Síða 7

Lögberg - 15.06.1933, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚNI 1933 Bls. 7 Joffre hershöfðingi Mrs. Jakobína J. Stefánsson þýddi (Joffre hafÖi yfirherstjórn alls Bandamannahersins á Frakklandi lengi framan af, í heimsstyrjöldinni miklu 1914—1918. í hans herliði voru eigi allfáir Islendingar, sem innritu'Öust í herdeildir þær, er Canada-stjórn sendi til Frakklands á ófriðartimunum). Þann 3. jan. 1931 andaðist í París á Fraktkandi, Joseph Joffre, hers- höfðingi. Var hann með mikilhæf- ustu herstjórum sem uppi hafa ver- ið, og um langt skeið yfirherstjóri alls Bandamanna-hers á Frakklandi í heimsstyrjöldinni miklu 1914— 1918, og var því einn af þeim ör- fáu mönnum, sem það hlutverk hlaut, að hafa forustu á hendi þegar gera skyldi út um örlög heilla þjóða. Var hans þvi, við fráfall hans, vel og ítarlega minst í helstu blöSum flestra þjóða beggja megin hafsins. Hann hafði aldrei beðið ósigur í orustum, og var þó 78 ára að aldri er hann lést. Var sorgin svo almenn við fráfall hans, útför hans svo f jöl- menn og viðhafnarmikil, að slíks munu fá dæmi, — jafnvel ekki á Frakklandi, sem er þó söguríkari flestum þjóðum. Joffre var fæddur í smábænum Riversaltes við Pyreneaf jöll, 4. jan. 1852. Var faðir hans beykirjt fleiri voru þau sytkini, og var einn af systursonum Joffre í Bandaríkj- unum, þegar heimstyrjöldin braust út. Ungur að aldri fékk hann góða undirbúningsmentun, og gekk siðan í hermannaskólann um hríð, og fanst kennurum hans mikið til um náms- hæfileika hans, einkanlega stærð- fræðis- og reikningsgáfu hans. En um þær mundir braust fransk- þýska stríSið út (1870) og innrit- aðist hann þá þegar í franska her- inn. Þó hann ungur væri, hélt hann þegar þangað sem hættan var einna mest, og dugði svo vel, að hann vann sér mikil álit. Svo þegar stríðinu lauk, þá var honum falin á hendur yfirstjórn á byggingu á víggirðing- um Parísarborgar. McMahon, hinn frægi franski marskálicur, kom og leit yfir verkið, og líkaði svo vel, að hann sæmdi Joffre þá þegar “kaf- teins’’ nafnbót og vakti það eigi all- litla eftirtekt meðal hermanna, því þá var Joffre aðeins 22 ára að aldri, einnig vegna þess, að fáir hermenn urðu slíks aðnjótandi á friðartím- um, en Joffre var þess verðugur, og hann ofmetnaðist aldrei af því, þó ungur væri. En þetta varð til þess, að honum var falið á hendur að byggja víg- girðingar í nýlendum Frakka, eink- anlega i Asíu, fyrst í Pontarlier og svo í Tonkin, og um leið falið á hendur að ráða bót á neyðarástandi hins franska nýlenduhers er þar hafðist við, því margir veiktust og dóu af sóttkveikju ólofti því, sem upp úr jarðveginum lagði, þvi ó- nógar varnir voru. Joffre lagði nú alt kapp á að ráða bót á þessu, og áður en mjög langt leið, var hann búinn að gjörbreyta svo allri híbýla- skipun að þar sem áður voru ó- heilnæin hibýli, voru nú komnir vandaðir hermannaskálar, með vörn- um gegn sóttkveikjuefnum og raka. Hefði De Lesseps haft Joffre með sér við Panama stórvirkin, þá hefði mörgum frönskum mannslífum orð- ið við bjargað sem þar fórust, af samskonar orsök. Eftir að þessu verki, ásamt öðr- um fleiri var lokið, og méðan hann var enn í Tonkin, kom þangað Courbet herforingi. Courbet var mannþekkjari, og hafði hann ekki lengi kynst þessum fáorða unga manni, áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að það væri sverð- ið en ekki múrsleifin, sem hann ætti að bera. Courbet hafði nú Joffre með sér til Formosa, og þar hafði Joffre yfirstjórn við byggingu varnar- virkja, undir skothrið frá óvinun- um. Nokkru seinna fór hann til Madagaskar, þar sem hann kom upp ágætum viggirðingum í Diego- Suareg. Joffre hvarf nú aftur-heim til Frakklands. Hafði hann þá ver- ið 3 ár i Asíu, eða frá 1885—1888. Var hann nú sæmdur heiðurs- medalíu, og majors stöðu fékk hann ári seinna. Þar næst var hann skip- aður kennari í herfræði, því hann var álitinn að vera manna bezt að sér í öllu er að nútíðarhernaði laut, og þóttu fyrirlestrar hans lýsa frá- bærri þekkingu á hernaðarlist, og orðavali og framsetning ekki siðri. Við það starf var hann hátt á annað ár, og hlaut prófessors nafnbót. í árslok 1892 var Joffre falið á hendur að fara til Afríku, og byggja járnbraut í einni nýlendu Frakka þar. Var það slikt vandaverk, vegna þess hvernig stað og^landi var háttað, þar sem iárnbrautin átti að leggjast, að .engutn hafði tekist að kom því í framkvæmd. Joffre tókst að ráða fram úr örðugleikunum, og var farið að skifa vel áfram með verkið, þegar boð komu til hans um að fara með herdeild eina til Tim- buctu til Bonnier herforingja sem þar var, og nýbúinn var að bæla niður uppreisn þarlendra manna. Þegar Joffre lagði af stað, vissi hvorki hann né fylgisveit hans að neins ófriðar væri von; en þegar þeir voru komnir mikið áleiðis, þá fengu þeir þá fregn, að búið væri að myrða Bonnier, og að þarlendir menn hefðu aftur hafið uppreisn gegn Frökkum. Þó Joffre væri alt annað en vel undir bardaga búinn, j>á brá hann við hið snarasta, og fór á móti landsmönnum og þá sýndi það sig bezt, að hermaður var hann ekki siður en verkfræðingur. Hon- um tókst að stöðva flótta þeirra manna sem áttu að berjast undir merkjum Frakka, barðist svo við ó- vinina, og eftir nær sex mánaða viðureign voru þeir sigraðir að fullu, og hafa ekki hafið uppreisn síðan. Einnig kom hann á greiðum sam- göngum milli strandarinnar og að- seturstöðva Frakka ofar í landinu. En hann dvaldi alllengi i Afríku eft- ir að þessum framkvæmdum var lokið. Var hann þá í Soudan, þvi þar þurfti umbóta og lagfæringa við á ýrnsu, þar til árið 1895, þá kvaddi hermálaráðuneytið hann heim til Frakklands aftur; fékk hann nú afar-háa stöðu í hernum; einnig var hann gerður að ráðanaut í nefnd þeirri, sem sett hafði verið til að gera nothæf fyrir landherinn öll nýjustu og margbrotnustu hernaðar- tæki og allan útbúnað er þar fylgdi. Árið 1899 kvaddi utanríkisráð- gjafi Frakka hann enn á ný til að fara til nýlendanna, og sagði brýnni þörf fyrir hann þar, en annarstað- ar, svo Joffre fór til Madagaskar, til að koma betra skipulagi á þar, en áður hafði verið. Hann kom heim aftur 1902; var hann þá gerð- ur að umsjónarmanni (irispector) hermannaskóla ríkisins, og einnig að yfirumsjónarmanni allra strand- varna og vígvirkja Frakklands. Ár- ið 1911 var hann gerður að yfirhers- höfðingja alls Frakkahers, og þá stöðu hafði hann, þegar heimsstyrj- öldin braust út. • Joffre var tvíkvnætur. Fyrri kon- una misti hann eftir mjög stutta sambúð, þá ungur maður að aldri. Tuttugu árum síðar kvæntist hann að nýju, og gekk að eiga Mdm. Lazes, dóttur hins fræga listmálara Penons, sem skrautmálaði keisara- höll Napoleons 3. Eignuðust þau þrjú börn, einn son og tvær dætur, en Mdm. Lazes hafði átt tvær dætur af fyrra hjónabandi. Alt að árinu 1914, eða þar til styrjöldin hófst, var nafn Joffre litt þekt, nema með^l hermannastétta. En þegar Þjóðverjar, 1914 sögðu friðnum slitið, og til sannindamerkis um að svo væri, óðu inn á Frakk- land i miljónatali, til að leggja land- ið undir sig, þá sýndi Joffre að hann var verðugur þess trausts, sem landsmenn hans báru til hans. Þó hér verði ekki rakin saga þessa mikla veraldarstríðs—því það yrði of langt mál—þá verður vikið að helstu stórviðburðum þess, er gerðust i byrjun, undir hans yfir- stjórn, og mörkuðu svo djúpt spor á æfileið hans, og gerðu hann á stuttum tíma að heimsfrægum manni. Þegar Þjóðverjar sögðu Frökk- um'stríð á hendur í ágúst 1914, voru Frakkar hvergi nærri eins vel undirbúnir og skyldi, þegar til þess kom að berjast móti hinu ægilegasta hervaldi, sem til var. Þeir óðu yfir Belgíu, eins og kunnugt er, einnig hertogadæmið Luxenburg, og inn á sjálft Frakkland, i miljónatali og herþunginn svo mikill, að tæplega verður með orðum lýst. Sló nú felmtri miklum á landsfólkið á Frakklandi jafnt æðri sem lægri, eins og við var að búast, því fremur sem hroðasagnir höfðu borist af meðferð Þjóðverja á landsfólkinu, þar sem þeir áður höfðu farið yfir. Vildu nú flestir meðal Frakka að farið væri þegar móti óvinahernum með öllum þeim krafti sem til var, og lagt til stórorustu við þá, strax og yfir landamæri Frakklands kom, til að stöðva þá, svo þeir færu ekki lengra. Joffre var á öðru máli i þessu efni, enda duldist engum dugandi herfræðingi meðal Frakka það, að verra en árangurslaust mundi verða að reyna að veita hinu þýska hervaldi fullnaðar-mótstöðu í byrjun, þegar þeir réðust inp fyrir landamæri Frakklands — til þess voru Frakkar og j eirra bandamenn hvergi nærri nógu vel undirbúnir. Þessvegna var það ráð tekið, að tefja fyrir þeim eftir megni, til að hægt væri á meðan að safna meira liði og undirbúa til úrslita-orustu til varnar, þegar mest lægi á. Blöð stríðstímanna létu þess stundum getið, að “eigi hefði það verið smámenni hent að standa i sporum Joffre í stríðsbyrjun.” Þeim hefði nú verið óhætt að taka dýpra i árinni; enginn nema sá einn, sem var mikilmenni að upplagi og eðli, hefði þar getað veitt forstöðu, á þeim örlagaþrugnu tímamótum, eins nauðuglega eins og hin frakk- neska þjóð var þá stödd. Staða hans var, um þessar mundir slikum vandkvæðum bundin, að fá dæmi munu annars eins. Óvinirnir þokuð- ust nær og nær París, landsfólkið gagntekið af ótta og kvíða, stjórn- málamennirnir ekki síður en aðrir, og fáir gátu þessvegna skilið að þörf væri fyrir allun þennan undir- búning: Joffre hafði æðstu her- völdin og hlaut að verða þar fyrir svörum, og taka upp á sig ábvrgð- ina af að láta á móti vilja flestra á þessum háska-tímum. Þar við bætt- ust erfiðleikarnir á að geta undirbú- ið á svo stuttum tíma að öllu sem til vantaði, því æsingárnar voru víða svo miklar meðal fólks, sumstaðar ótti og skelfing, að við sjálft lá, að alt færi á ringulreið, og ekki mundi við neitt ráðið. Stjórnarráðinu í París svaraði Joffre á þessa leið “Eg ætla að leggja til stórorustu, en eg geri það ekki fyr en mér sýnist, og kringumstæður eru til slíks, og á þeirri stund og stað, sem eg álit heppilegastan þar til, éf nauðsyn krefur, mun eg láta herinn halda undan. Eg bíð þar til tími og tæki- færi kemur. Eg breyti engu af þess- uxn fyrirætlunum mínum.” Og hann lét herinn halda undan, og óvinaher- inn þokaðist nær og nær—en hvað sem menn sögðu, lét hann ekki telja sér hughvarf, og yrði seint upptalið alt það andstreymi og erfiðleikar er Joffre átti við að striða um þessar niundir. 1 byrjun septembermánaðar flúði stjórnarráðið frá París til Bour- daux, og eftir það varð Joffre held- ur hægra um vik en áður, því hann þurfti þá ekki lengur að snúast við sífeldum afskiftum þess að hermál- unum. Eftir þetta leið eigi á löngu áður en skreið til skarar. Óvina- herinn átti ekki eftir nema nokk- urra stunda leið að múrum Parísar- borgar og margir voru farnir að óttast umsátur, þegar hin tröllaukna fylkingaskipun hans breyttist. Hvað kom til? Þeirri spurningu gat eng- inn svarað eins og stóð. Herfræð- ingarnir frönsku, sem aðgættu hverja hreyfingu óvinanna, sáu brátt að viðhorfið var nú orðið töluvert annað, og Joffre sá manna fyrstur að væri þetta tæki- færi gripið þá væri von um sigur, enda þótt liðsmunurinn væri eigi all- lítill, því Þjóðverjar voru liðfleiri. Hann afréði að leggja til stóror- ustu tafarlaust. Að kveldi hins sama dags gekk hann í herbúðir French yfirforingja bandamannanna bresku og mælti stillilega: “Við ^e&gjum til stórorustu á morgun.” Að morgni næsta dags (6. sept.) flutti hann svohljóðandi ávarp til hermanna sinna: “Nú verður að leggja til höfuðorsutu og undir úr- slitunum er framtið föðurlands vors komin, þess vegna verður að gæta þess, að nú dugar ekki undanhald lengur; vér verðum nú að hefja þá sókn á hendur óvinunum, að þeir láti undan siga. Þær liðsveitir, sem ekki geta sótt á, mega ekki halda undan. Verða heldur að deyja í þeim sporum sem þeir nú standa í, heldur en að leggja á flótta.” Nú var lagt til atlögu. Hófst nú sú stærsta orusta — sá ægilegasti hildarleikur, sem nokkru sinni hefir fram farið meðal menningarþjóöa síðan sögur hófust. Þar gengust að ekki einungis tugir þúsunda heldur miljónir manna, meðan allur heimur stóð undrandi og lostinn skelfingu yfir blóðbaðinu. Joffre stýrði at- lögunum, og sá enginn maður hon- um bregða, enda þótt svo tæpt stæði þá, að hefði honuin skeikað hið minsta gat það valdið framtíðar- eyðilegingu hinnar frönsku þjóðar, og mun skapf esta hans og karlmanns kjarkur lengi í minnum haft. Hermennirnir virtust fullkomlega hafa skilið og viljað uppfylla kvöð foringja síns um að falla heldur fyr- ir föðurlandið, heldur en að hopa, svo eftir að barist hafði verið nær uppihaldslaust í fjóra daga, fengu Frakkar og þeirra bandamenn sig- ur, þó liðfærri væru, og Þjóðverjar lögðu á flótta. Varð nú fögnuöur mikill í Parísarborg er sigur var fenginn, í stað skelfingar þeirrar er áður hafði gagntekið hugi allra borgarbúa. En ekki urðu viðfangsefni Joffre léttari í bráð fyrir það. Eftir að Frakkar og þeirra banda- menn höfðu rekið flóttann nokkra daga, staðnæmdist óvinaherinn við ána Aisne. Þeir höfðu enn ógrynni liðs; sveið þeiin meir en meö orðum verði lýst, að hafa beðið þennan ó- sigur fyrir Frökkum, sem þeir álitu sig eiga í fullum höndum við, og að hafa ekki getað tekið París. Fylktu þeir nú liði, snérust gegn mótstöðu- mönnum sínum, réðu á þá af slík- um vígamóði, að alllengi var sem enginn mannskraftur mundi til hrökkva að stöðva þá, svo sóttu þeir fram. Varð sá aðgangur hinn ógurlegasti, eins og við Marne, nema mikið langdregnari, stóð i fimm vik- ur, pieð mannfalli svo miklu, að flestum hreis hugur við. \ ar all- lengi eigi fyrirsjáanlegt hversu fara mundi. Var stundum barist bæði dag og nótt. Joffre fór um vígstöðvarnar, sagði fyrir, lagfærði, talað hug- hreystingárorðum til hersins og ströngu valdboði hlaut hann stund- um að beita,—svo mikið erfiði, á- hyggjur og annpki hafði hann oft um þessar mundir, að stundum mátti hann vart svefns né matar neyta. Við ána Aisne fóru svo leikar, að framsókn Þjóðverja varð stöðvuð, enda'virtist nú loks mesti vígamóð- urinn af þeim. Tóku þeir nú til skotgrafahernaðar, svo inestu skelf- ingaraðförunum linti, enda. voru hvorutveggju af því sem uppi stóð af herliði Þjóðverja og bandamanna svo örþreytt orþið, og þjakað, jafnt yfirmenn sem undirmenn, að með þegjandi samþykki beggja var bar- dögum hætt um nokkurn tíma. Þessar tvær orustur voru þær stærstu og ægilegustu, sem fram fóru á Frakklandi í þessari miklu og langvinnu styrjöld. Og afleiðingarnar urðu þær, að Þjóðverjar gátu aldrei tekið París, eða lagt undir sig Frakkland, því þeir unnu þar aldrei á eftir þetta svo um munaði. Og þannig sýndi tíminn og tilfell- in að ráð Joffre reyndust happa- drýgri en þeirra, er annað vildu. Hann bar gæfu til að forða Frakk- landi og hinni frönsku þjóð úr járn- greipum hins prvissneska hervalds, þegar mest reyndi á, og hættan var sem bráðust. En hvernig stóð á að hinum þýsku yfirmönnum skyldi skjátlast þannig í stjórn á skipulagi herfylkinga sinna, er þeir nálguðust París? Það hafði komið af því, að óhug sló á yfirhershöfðingjana, eftir því sem lengra dró inn í óvinalandið, þeir skildu ekki í hversvegna ekki var af meiri krafti hindruð för þeirra, — eftir sögn krónprinsins þýska, að stríðinu loknu. En þó þannig yrði nokkurt hlé j um stund, og mesta aðganginum j linti, eins og áður er sagt, þá gat j ekki sá friður staðið til lengdar á öllu hinu afarlanga orustusvæði, sem var 250 milur á lengd og náði frá París alla leiö til Vosges; það var aftur tekið til að berjast á ýmsum hlutum þess, svo herútreikningar þeir, er Joffre hafði, og sífelt ann- ríki, þar eð fátt inátti gera, Frakka megin, á hinu afarlanga orustu- svæði, • það er þýðingu hafði, án hans samþykkis, var svo stórfelt, að fáir .hefðu verið þar færir um, því sífelt var þar einhversstaðar barist, og yfir heildina tekið unnu hvorugir á öðrum aö mun. Þannig leið tim- inn og var eigi fyrirsjáanlegt hversu fara mundi, og áhyggjur þeirra manna, er með æðstu hervöld fóru, af hvorutveggju, voru meiri en menn geta gert sér nokkra hugmynd um. Eins og kunnugt er, kom til vopnaviðskifta í heimstyrjöld þess- ari víðar en á Frakklandi. Voru orustur miklar háðar eigi óvíða ann- arsstaðar. Bandamenn (Frakkar og Englendingar) sendu her til Darda- nella-sundsins (í Tyrkja löndum) eigi mjög löngu eftir að striðið byrj- aði, til að berja á Tyrkjum, sem voru bandameon Þjóðverja. Ráða Joffre var leitað í þvi efni, áður en það var gert, en hann var því aíar- mótfallinn. Svo fór þó, aö þangað var sendur her, mest að ráði Kitcheners lávarðar, en eftir því sem tíminn leið, urðu fréttir þær og skeyti þau, sem komu frá Darda- nella-sunds hernum æ. ískyggilegri, þar til að engum athugulum her- fræðingi gat lengur dulist það, að til eins mundi draga með þann leið- angur, en ekki fyrir aðra að kalla herinn heim en Kitchener og bresku stjórnina—en þeir tóku ekki slíkt í mál. En Joffre sá, að eigi mátti svo búið standa, og þó hann annríkt ætti um þessar mundir—því þetta var ekki mjög löngu eftir að stríðið byrjaöi—þá brá hann við, fór yíir til Englands, til að tala um fyrir Kitchener og stjórnarráðinu breska, í þessu efni—um að bjarga þvi sem eftir lifði af hersveitunum. Um það var svo að orði komist í einu frétta- blaði ensku á stríðstímunum: "Þeg- ar Joffre kom til London á fund hinna bresku stjórnmálainanna og herfræðinga, og hélt ræðu meðal þeirra, þá var sem ný útsýn opnaðist fyrir þeim, gagnvart stríðinu, og öllu viðhorfi þess .... fersku lofti hleypt inn,”— Stjórnarráðið breska hafði búist við að fyrirfinna her- fræðing eingöngu, þar sem joffre var, en þeir fundu brátt, að hann hafði einnig mælsku til að bera, og einnig allan þann ákafa, sem mál- snildinni er oft samfara, og Kitchen- er lávarður sagði: “Hann er ekki einungis mikill herstjóri—hann er einnig mikill maður';” og áttu þeir all-langt tal saman, Kitchener og Joffre. * Þó Joffre stæði ekki lengi við i London, þá hafði hann sitt fram, og Kitchener var á hendur falið að fara til Dardanella-sunds, og sækja það, sem eftir lifði þar af hersveitum Bandamanna. Það gerði hann þó nauðugur væri. En þegar hann kom heim aítur, hefir hann víst haft aöra skoðun en áður fyr á því efni, því hann hafði sagt við mann einn, er hann átti tal við um þær mundir, “að aldrei hefði hann haldið að jafn ömurlegt neyðarástand—ásamt und- anförnum hörmungum—gæti verið til, eins og þar hefði átt sér stað.” “Blöðin,” bætti hann við “gæfu ekki og hefðu aldrei gefið neina hug- mynd um það, eins og þaö í raun og veru var.” Eftir því sem lengur leið á stríðs- tímann, gerðust hernaðar-viðfangs- efni Frakka og þeirra bresku banda- manna, víðtækari, því víða var bar- ist bæði í Evrópu og Asíu. Grikkja- stjórn hafði lengi verið málefnum þeirra á Balkanskaganum erfið, og meira en það. Hún var hermálum þeirra þar til stórhnekkis, og kom það þeim enn ver við, sem hin gríska þjóð átti Englendingum og þeirra bandamönnum frelsi og fjör að launa, frá þvi fyr á tímum, en Bandamenn hikuðu viö að vísa þeim mönnum úr stjórnarráðinu gríska, sem að þessari mátstöðu voru vald- ir,—einkanlega þótti Englendingum það of djarftækt, til að á væri hætt- andi, en með tímanum tóku Frakk- ar að líta öðruvísi á það mál, og litlu siðar viku þeir úr sessi þeim stjórnmálamönnum Grikkja, sem voru andstæðingar þeirra, og við það rýmkaðist úm fyrir þeim á Balkanskapaganúm. Mál manna var það, að í þessu hefði ráöum Jofíre verið fylgt. Eins og áður er að vikið, voru oftast bardagar einhversstaðar á hinu afar víðlenda orustusvæði á Frakklandi, þar sem Joffre hafði yfirstjórn Bandamannahersins, en i raun og veru unnu hvorugir á öðr- um að mun, og mun Joffre ekki hafa komið það á óvart, því löngu áður en þessi styrjöld hófst, hafði hann lá'tið í ljós þá skoðun “að næsta stríð mundi verða mjög lang- dregið, og eftir því víðtækt, þol- gæðis og þrautseigju mundi þar meir við þurfa, en skjótra áhlaupa, —útreikhinga meir en snarræðis. En eftir því sem lengur drógst að hægt væri að koma Þjóðverjum al- gjörlega burt úr Frakklandi, eftir því óx óþolinmæði margra, og þar á meðal sumra stjórnmálamannanna frönsku. Það virtist ekki vera á færi nema herfræðinga að skilja þá staðreynd, að hið ægilega þýska her- bákn með öllum stærstu vígvélum, sem til voru, yrði ekki hrakið eftir vild. Svo þegar Joffre lét af yfir- herstjórn í árslok 1915, (eða eftir meir en hálft annað ár) var ekki eins bjart yfir burtför hans af vig- stöðvunum, og við hef'Öi mátt búast, eftir alt hans erfiði. En tíminn hefir fyrir löngu eytt þeim skugga, svo menn hafa fyrir löngu séð í réttu ljósi, og honum hagstæðu, afstöðu hans við kringumstæðurnar, eins og öllu hagaði til um þær mundir. Eftir að Joffre lét af yfirher- stjórn var hann þegar í staö gerður að hermálaráðgjafa hinnar frönsku stjórnar, og fáum dögum seinna að “marskálki af Frakklandi” — sá fyrsti maður)#sem þá tign hlaut, sið- an 1870. Bftir Joffre, tók við yfir- herstjórn Nivelle nokkur, en hann reyndist ekki stöðunni vaxinn, og var brátt settur frá. Eigi löngu seinna tók við Foch hershöfðingi, sem lengst hafði verið með Joffre, og var hann við þar til stríðinu lauk. En eftirmenn Joffre áttu ekki við eins margvíslega örðugleika að stríða eins og hann haföi átt, því það urðu ekki eftir það aðrar eins stórorustur eins og við Marne og Aisne. Einnig voru allir farnir að venjast stríðsbölinu og taka því með meira jafnaðargeði en í fyrstu, og þektu betur en áður fyr hernaðar- brögð og mannafla óvinanna. Joffre gegndi nú stöðu sinni sem hermálaráðgjafi þar til vorið 1917, að atburður sá kom fyrir, sem olli því, að hann varð að snúa sér að öðru' um tima, það dró til ófriðar með Bandaríkjamönnum og Þjóð- verjum. Var nú Joffre kvaddur til að fara til Ameriku, og finna að máli stjórnarráð Bandaríkjanna, viðvíkjandi striðinu og horfum þess. Nokkrir merkir menn frá Frakk- landi voru einnig í þessari för; svo og sendisveit frá hir.ni bresku stjórn, þar á meðal hinn frægi stjórnmála- maður Balfour. Þegar Parísarbúar vissu að Joffre bjóst til þessarar farar, þá varö þar víða fögnuður mikill, og voru honum sýnd mörg virðingarmerki áður en hann lagði af stað—því menn vonuðu að hann mundi enn reynast heilladrjúgur föðurlandinu, og sú von rættist, eins og síðar mun sagt verða. Gekk hinum frakknesku og bresku sendisveitum ferðin vel, þó eigi væri hættulaust að fara yfir hafið á þeim tímum. Var nú mikið um að vera í Bandarikjunum er þeir komu þar, enda voru sumir þessara manna svo nafnkendir af framgöngu sinni sem hermenn og sem stjórn- málamenn þeirra tíma. Tók stjórn- arráð Bandaríkjanna vel á móti hin- um nafnkendu gestum, og svo gerðu allir. En það sögðu þeir menn, er umgengust þá, þann stutta tíma er þeir stóöu við, að þeir hefðu allir meira og minna verið eins og lang- þjáðir menn, þegar nánar var að gætt. Meira.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.