Lögberg


Lögberg - 21.09.1933, Qupperneq 6

Lögberg - 21.09.1933, Qupperneq 6
Bls fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1933 Örlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER (Framh.) “Já, svo sannarlega sem eg lifi,” svaraði Jamieson og horfðist í augu við hann. Gamli maðurinn kinkaði kolli. Það var eitthvað í þessu svari, sem honum geðjaöist að. Frásögn unga mannsins hafði yfirbragð sannleik- ans. En Fielding var samt sem áður talsvert tortrygginn. “Þér hafið haft bréaskifti við Jerome, að því er eg hefi heyrt,” mælti Fielding alt í einu. “Þér haf- ið skrifað honum öðru hvoru. Hvernig liggur i þvi?—Voruð þið þá svona góðir kunningjar?” “Nei, en hann var einasti maður- inn, sem gat frætt mig um það, hvernig Maríu liði. Því þótt María hefði vísað mér á brott og neitað að sjá mig framar, hugsaði eg samt alt af um hana, og eg hafði áhyggj- ur út af líðan hennar. Eg hefi hugsað um hana daga og nætur. Eg varð að vita, hvernig henni liði. Þér skiljið það—eg var alt af með ótta og angist hennar vegna. Svo datt mér í hug að skrifa Jerome og biðja hann að segja mér, hvernig henni liði. Hann svaraði mér líka. Eg hefi annars eitt bréfið frá honum hérna hjá mér.” Hann tók upp vasaveski sitt og úr því skrifaða örk, er hann rétti lög- manninum. Skriftin var erfið aflestrar, og réttritunin mjög bágborin; en F-ield- ing var vanur margskonar undarleg- urn brqfaskriftum, og hann komst því tiltölulega létt fram úr bréfi Jerome’s gamla. Það hljóðaði á þessa leið; Eg þakka yður margfaldlega fyr- ir peningana, þeir komu að góðu ZAM-BUK læknar fljótt BLÖÐRUR og FÓTASÁR Ointment 50c Medicinal Soap 25c haldi. Það er fremur þröngt í búi hjá mér. .Barling eftirlét mér ekki neitt, þótt eg hefði þjónað honum í svo mörg ár. Þér skiljið því, að eg hefi ekki annað til að lifa á en það litla, sem eg hefi lagt frá af hinum litlu launum mínum, og eg hefi því fulla þörf fyrir þá upphceð, sem þér haf ið verið svo góður að senda mér. Ungfrú Maríu líður eins og vant er. Það er ekkert sérstakt nýtt að segja yður. Hún hefir mjög hljótt um sig, og eg held, að hún sé með heila- brotum út af bróður sínum, sem- druknaði á hafinu. Ungfrúin talar aldrei um yður við mig. í húsinu eru ekki 'aðrir en eg og frœnka mín, Fanny.—Ungfrú María fœr aldrei neina heimsókn. Það koma oft ýms- ir og vilja tala við hana, en hún vill ekki tala við neinn. Menn skilja ekkert í, að hún skuli vilja búa á- fram í þessu húsi, því að það sé ekki holt fyrir hana. .Enn þá einu sinni beztu þakkir fyrir peningana.—Eg er alt af yðar reiðubúinn, virðingarfylst, George Jerome. Fielding leit upp. “Þér hafið sent honum peninga?” mælti hann skarpt. “Hvers vegna?” “Eg sendi honum peninga, af því eg vildi fá fregnir um það, hvernig Maríu liði,” svaraði ungi maðurinn viðstöðulaust. “Það er ekkert furðulegt við það né óalgengt, að maður gefi þjóni skildinga fyrir þes háttar greiða.” Lögmaðurinn kinkaði kolli og var hugsi. “Þér komið vel fyrir yður orði, Jamieson,” mælti hann. “Það er ekki hægt að flækja yður í neinu.” “Ef hefi ekki búið mig undir það, sem eg ætlaði að svara,” mælti Jamieson. “Eg hefi aðeins sagt yð- ur sannleikann, bláberann sannleik- ann.” Hurðin á klefa Belmonts var opn- uð, og Fielding lögmaður kom inn. Ralph leit upp. “Nú er Jamieson hérna kominn, svo að þér getið talað við hann,” mælti Fielding. “Eg áleit, að það væri bezt, að þið hittust.” “Eg kæri mig ekkert um að tala við hann,” mælti Fielding. Eg á- leit, að það væri bezt, að þið hitt- ust.” “Eg kæri mig ekkert um að tala við hann,” mælti Ralph. “Málið er ósköp einfalt og blátt áfram. Ann- aðhvort játar hann á sig sökina eða neitar. Eg get ekkert gert í því efni.” “Það getur samt verið æskilegt, að þið fáið að tala saman,” mælti Fielding. “Annars er það sannfær- ing mín, að Jamieson sé ekkert við morðið riðinn.” “Það get eg samt ekki skilið,” mælti Ralph þungbúinn. “Eg trúi ekki öðru, en að Maria segi satt. Hvers vegna ætti hún að ljúga— núna ?” “Nei, nei, en nú getið þér sjálfur heyrt skýringu hans á málinu. Eg tók hann með mér hingað til þess, að hann fái tækifæri til að segja yður, hvað hann veit um málið. Þér kom- ist ekki hjá að hlýða á hann. Það væri rangt gagnvart honum, ef þér neituðuð því.” Fielding gekk út úr klefanum, og er hann kom inn aftur, hafði hann Jamieson með sér. Ungu mennirnir stóðu nú and- spænis hvor öðrum. Jamieson steig feti framar og rétt Belmont hendina, en Ralph stóð grafkyr og tók ekki i hana. “Hr. Fielding óskaði þess, að eg kæmi hingað,” mælti Jamieson. “Hann hefir heyrt frásögn mína og hefir nú beðið mig að endurtaka hana fyrir yður. Eg veit ekki hvort þér kærið yður um að hlusta á mig ?’ ’ “Eins og yður þóknast,” mælti Belmont stuttur i spuna. “Eg er til taks.” “Gott og vel. Eg skal þá segja yður, hvað fram fór milli okkar Barlings, kvöldið, sem hann var drepinn. Eg skal halda mér við staðreyndirnar, svo getið þér sjálf- ur dregið yðar ályktanir.” Belmont kinkaði kolli. Jamieson hugsaði sig um allra snöggvast, svo byrjaði hann og skýrði Belmont frá þátttöku sinni í viðburðum kvöldsins. Hann sagði sögu sína í áþekkum orðum og hann hafði notað, er hann skýrði Fielding frá málinu, og lög- maðurinn hlustaði gaumgæfilega á hann til þess að ganga úr skugga um, hvort það væri enginn munur á frásögninni. En það var ekki. Jamieson sagði hvert atriði nákvæm- lega á sama hátt og áður. En hvað svo? Þeir voru samt engu nær en áður. Ralph og Jamie- son voru báðir þeirrar skoðunar, að Maria hefði sjálf framið glæpiíin, en þeir nefndu það ekki með einu orði. Þeir vissu hvor um sig, að þeir voru saklausir, og það fór nú að verða Jamieson ljóst, að Ralph var ekk- ert við morðið riðinn frekar en hann sjálfur. Það var þvi—eins og Fielding neyddist til að gefa í skyn —enginn annar möguleiki en sá, að María væri hinn seki. “Við skulum svo ekki fjölyrða frekar um það,” mælti Belmont í ó- skýrum málróm. Hann stökk upp og stóð beint andspænis Jamieson. “Jamieson,” mælti hann og greip hönd hans, “littu beint framan í mig. Eg hefi þekt yður í mörg ár, og eg hefi ávalt talið yður heiðarlegan mann, er aldrei mundi ljúga sig frá neinu. Eg trúi því heldur ekki núna, að þér séuð að ljúga yður frá þessu. Segið mér nú hreint og beint—voruð það þér, sem drápuð Austery Barling?” “Nei, í Guðs nafni—nei!” “Eg trúi yður,” svaraði Belmont. Svo sneri hann sér að Eielding. “Við erum jafn nær og áður og komumst ekki lengra,” mælti hann, “og það er því tilgangslaust að fást nokkuð frekar við þetta. Það sem á að verða, það hlýtur fram að ganga. Eg hefi frá upphafi tekið skömm- ina og sökina á mig, og ætla eg mér að ljúka því, sem eg hefi byrjað á. Eg æski ekki eftir frekari rannsókn- um, og eg óska yfirleitt ekki frekari aðgerða í þessu máli. Jamieson,” bætti hann svo við. “Verið góður við Maríu og hjálpið henni. Eg trúi yður og treysti, og eg vona að yður þyki svo vænt um hana, að þér munið geta hjálpað henni til að bera alt þetta.” Jamieson beygði höfuðið. Hann var mjög fölur í andliti, er hann sneri sér við og flýtti sér út úr klefanum. “Jæja, hvað nú?” spurði Jamie- son, er þeir Fielding voru komnir út. “Nú er um að gera, að komast eftir, hver það er, sem hefir myrt Austery Barling,” mælti Fielding. “Nú verður að fara að leita sann- leikans.” 38. KAPÍTULI. Heitorði brugðið “Er þetta alvara þín, Elsa? Ertu alveg ákveðin í þessu?” spurði Sir John Ventor. “Já, mér er fylsta alvara,” mælti unga stúlkan rólega. “Mér hefir aldrei geðjast að Giles—það finn eg bezt núna. Eg hefi aldrei treyst honum. Ef þú aðeins vissir, frændi . . . .” Hún þagnað snöggvast, eins og hún væri að hugsa sig um, en hélt svo áfram og horfðist í augu við Sir John. “Ef þú vissir, hvern- ig Giles hagaði sér, meðan við vor- um á eynni, þá mundir þú aldrei hafa leyft honum að setja fót sinn inn fyrir þínar húsdyr.” “Hvað áttu við?” spurði Sir John alveg forðviða og leit á hana. “Hvað á þetta að þýða? Eg hélt að Giles hefði reynst eins og hetja, og að það væri honum að þakka, að þú komst lifandi út úr þessum æfin- týrum.” Elsa brosti biturt. “Sannleikurinn lítur talsvert öðruvísi út, frændi,” mælti hún. “Giles hagaði sér eins og bleyða, því það er hann. Þú getur ekki ímynd- að þér hvílik andstygð mér hefir verið það, að sjá honum hælt og hossað, bæði á leiðinni hingað með skipinu og svo hér í Lundúnum! Blöðin hafa hlaðið honum lofkesti, og honum hefir verið hælt á hvert reipi. Hvað mundi alt þetta fólk segja, ef það vissi sannleikann í málinu! Og sannleikurinn, frændi minn, sannleikurinn er sá, að alt það, sem Giles hefir hlotið lof og hrós fyrir, það hefir annar maður gert, en alls ekki Giles. Meðan Giles lá marflatur, skjálfandi af hræðslu og angist, framdi hinn mað- urinn öll afrekin. Það var ekki Giles, sem varði mig og verndaði— '-=-—-----•-----■-•-•-----.-, POLLYANNA ÞROSKAST Eftir ELEANOR II. PORTER °—,—,—.— — “Frænka! þetta er Jimmy Bean! Þú hlýtur að muna eftir honum. 1 ofboðinu hafði Pollyanna gleymt því að sá, er hún talaði við var nú orðinn fullvaxta maður, en ekki drengur, eins og ætla hefði mátt af mæli hennar. Mrs. Chilton hafði veitt þessu eft- irtekt. “Eg efast ekki um,” sagði hún, “að Mr. Pendleton sé prúðmenni; en mér þykir fyrir því, að Timothy skyldi leggja á sig svona mikið ómak okkar vegna.” ‘ ‘ Þetta er ekkert ómak, ’ ’ sagði hinn ungi maður. “Með ykkar leyfi vildi eg mega ná haldi á farangrinum. “Þökk fyrir, innileg þökk,” sagði Mrs. Chilton; “við hefðum nú auðveldlega getað annast um þetta sjálfar. ” En úr því sem komið var gat frúin ekki ann- að, virðingar sinnar vegna, en þegið þetta vinsamlega boð. Ferðin heim var hljóðlát; Timothy hafði fundið til móðgunar yfir því hvernig fyrver- andi húsmóðir hans tók honum; liann sat þungbúinn í framsætinu með herptar varir. “Það verður víst svo að vera, bamið mitt,” sagði Mrs. Chilton liálf þreytulega. “Við verðum vafalaust að aka með honum heim, lir því sem komið er. ” Pollyanna kinkaði vingjarnlega kolli til þeirra allra, er liún kannaðist við og kom auga á; hún var líka dálítið þreytuleg og fámælt. Þó gat hún ekki orða bundist, er henni varð litið á Jimmy. “En hvað hann hefir tekið yndlslegum þroska frá því er eg sá hann síðast og hve brosið er töfrandi,” sagði hún, án þess að veita því nokkra minstu eftirtekt hverjár viðstaddir voru. Orð hennar dóu út í geiminn, því eng- inn svaraði henni. “Mér dylst það samt sem áður ekki hvílíkum feikna framförum þessi ungi maður hefir tekið,” bætti hún við. Timothy hafði verið í of þungu skapi til þess að ljáta í ljós við Mrs. Chilton hvernig um- horfs væri heima; það fékk því frúnni engan veginn lítillar undrunar, er hún steig inn fyrir þröskuldinn á heimili sínu 0g sá stof- urnar skreyttar fe^urstu blómum; um alt þetta hafi Nancy gamla annast, og það var heldur enginn ómyndarbragður á því. Polly- anna gat ekki orða bundist. “En hvað öllu er haganlega fyrirkomið. Og hér er Nancy til þess að bjóða okkur velkomnar. Er ekki þetta alt saman blátt áfram dásamlegt. Rödd Pollyönnu titraði lítið eitt þó í henni væri engu að síður nokkur ánægjublær. Undarlegt fanst henni það samt, að koma heim án læknisins, eins 0g hann líka hafði ávalt borið hana á örmum sér; en á hinn bóg- inn var henni það þó fullljóst, að frænku henn- ar væri að sjálfsögðu tómleikinn margfalt til- finnanlegri. Pollyanna vissi það vel að þó andlitsblæja frænku hennar væri þykk, þá gátu þó þeir, er bezt þektu til, greint á bak við tárvot augun. Henni var það ennfremur Ijóst, að auðveldlega gat svo farið nær sem vera vildi að hún léti óánægjuna bitna á sér, eða þá Nancy, eins og til þess að dylja skap- ferli sitt öðrum. Það kom því engan veginn flatt upp á hana, er hún heyrði frænku sína viðhafa eftirgreind ummæli við Nancy: “Að vísu hefir þú komið öllu haganlega fyrir, og vafalaust hefir það kostað þig ærna fyrir- höfn; þó hefði eg miklu fremur kosið, að þú hefðir látið alt þetta umstang ógert.” Það var engu líkara en veslings Nancy stirðnaði öll upp við ummæli húsmóður sinn- ar; hún var stórlega móðguð, sem sízt var að furða. “Eg hélt, Miss Polly, nei Mrs. Chil- ton, að tilraun mín yrði einhvers metin; alt þetta litla, sem eg gerði var þó ábyggilega gert í góðri meiningu.” “Eg vil ekki heyra þetta framar nefnt á nafn,” sagði Mrs. Chilton, um leið og hún vatt sér snarlega út úr stofunni. Fáum mín- útum síðar heyrðu þær að hún gekk til svefn- herbergis síns og skelti í lás. Þetta fékk mikið á Nancy; henni varð afskaplega órótt innanbrjósts. “Kæra Pollyanna,” sagði liún svo í hálf- um hljóðum. “Hvað hefi eg til saka unnið. Þetta litla, s(em eg vann að undiirbúningi heimkomunnar, svo sem að snyrta vitund til í húsinu, gerði eg alt í beztu meiningu, og trúði því statt og stöðugt að það hiyti að verða minni gömlu húsmóður til ánægju.” “Um tilgang þinn er heldur ekki að vil'ast,” sagði Pollyanna, um leið og hún seildist eftir vasaklút til þess að þerra af sór tárin. “Þetta var alt saman undurfalleg gert af þér, já yndislega fallegt,” sagði hún. “Þó féll húsmóður þinni það ekki.” sagði Nancy, döpur á svip, og, og með hálfgerðan örvænting'arhreim í röddinni. “ Henni þótti nú reyndar vænt um undir- búning þinn að heimkomunni engu að síður, þó hún vildi ekki kannast við það fyrir þér,” sagði Pollyanna góðlátlega. “Hún óttaðist auðsjáanlega að opinber þakklætis viðurkenn- ing gæti leitt til þess að opirtbera eitthvað er hún helzt vildi geyma vandlega með sér sjálfri. Hugsunarsemi þín vakti hjá mér ó- umræðilegan fögnuð.” Svo greip Pollyanna til vasaklútsins á ný og hallaði sér grátandi upp að Nancy. “Eg veit að eg má ekki gráta þegar frænka sér til,” mælti Pollyanna; “hennar byrði er margfalt þyngri mínum byrðum, hennar sorg minni sorg. Mér hefir verið það langa lengi ljóst hvernig henni er innan- brjósts.” “Aumingja, blessuð konan,” sagði Nancy. ‘ ‘ En að liugsa sér annað eins og það, að fyrsta verk mitt, eftir að hún kom heim, eða undirbúningur minn að heimkomu hennar skyidi verða til þess að særa hana, er þyngra en tárum taki. ’ ’ “Frænka er ekkert sár við þig,” sagði Pollyanna í hughreystandi róm. Framkoma hennar gagnvart því fólki, er hún umgengst, •stjórnast af skapgerð hennar; hún hefir í rauninni aldrei getað á heilli sér tekið frá því er læknirinn lézt; hún varpar stundum yfir sig þessari kaldhranablæju til þess að leiða athygli frá því, hvernig henni er í raun og veru innanbrjósts; hún kemur oft og ein- att nákvæmlega eins fram við mig, og mér er kunnugt um ástæðuna. ” “Nú skil eg betur hvernig í öllu liggur,” sagði Nancy blíðlega. ” “Blessuð sálin, já, hún á sannarlega bágt, blessuð sálin; hún hefir mikið mist. Mér þykir vænt um að eg skvldi samt. sem áður snúast í þessu lítilræði kringum húsið og innan um stofurnar, ekki h\rað sízt þín vegna, kæra Pollyanna.” “Eg er þér ósegjanlega þakklát,” mælti PoIIyanna ofur lágt. Nú líður mér margfalt. betur, góða Nancy. Nú er farið að verða framorðið og tími kominn fyrir þig að fara.” “Eg hafði hugsað mér að dvelja dálítið lengur,” svaraði Nancy. “Lengur, svo þú ætlar að dvelja hér lengur; eg hélt þú værir gift kona, eða ertu ekki gift Timothyf ” “Auðvitað erum við gift; hann amast ekki við því þó eg tefji hérna stundinni leng- ur; honum þykir meira að segja vænt um það, þín vegna, barnið mitt. ” “Nancy, kæra Nancy; þu getur ekki í- lengst hér; við gætum ekki látið þig gera það,” sagði Pollyanna. “Við getum ekkert fólk haft, eins og þú sennilega veizt. Eg ætla sjálf að annast um lieimilisstörfin. Frænka hefir gefið í skyn, að við yrðum að gæta alls hugsanlegs sparnaðar, og skilst mér á því að f járhagur hennar sé ekki sem beztur. ’ ’ “Eins og eg myndi krefjast peninga fyr- ir nokkra smásnúninga innan húss! Ekki nema það þó. ” Pollyanna var þannig á svip, að Nancy þagnaði í miðju kafi; flýtti sér fram í eldhúsið til þess að gæta að hvernig hænsna- steikinni í ofninum liði. Það var ekki fyr en löngu eftir kveldverð, að Mrs. Timothy Dur- kin var fáanleg til þess að fara beim með manni sínum. Áður en hún fór liafði hún margítrekað það, að hún væri fús til að koma nær sem vera vildi til þess að létta undir á heimilinu. Þegar Nancy var farin gekk Pollyanna inn í dagstofuna til frænku sinnar, er sat þar alvarleg og hugsi með hönd undir kinn. “Á eg ekki að tendra eld,” sagði Polly- anna blíðlega við frænku sína. “Eg held það.” “Var ekki veslings Nancy hugsunarsöm, að búa svona yndislega undir heimkomu okk- ar?” Mrs. Chilton svaraði engu til. “Eg stend undrandi yfir því hvar og hvernig hún hefir viðað að sér öðru ein ó- grynni af skrautlegum blómum og þessum; hún hefir fylt með þeim eitt herbergið eftir annað; jafnvel svefnherbrgin líka.” Ekkert svar. Pollyanna varp mæðilega öndinni, um leið og’ hún leit rannsakandi augum til frænku sinnar. Eftir stundarþögn mælti hún á ný. Eg hitti gamla Tom úti í garðinum. Veslings maðurinn. Eg held hann sé langtum verri af gigtinni en nokkru sinni fyr; hann var allur í keng. Hann spurði mig spjörunum úr, og mest alt var það að einhverju leyti um þig. ’ ’ Mrs. Chilton greip snögglega fram í fyr- ir henni. “Reyndu nú einu sinni að líta á málin frá alvöruhliðinni, Pollyanna. Segðu mér hvað við eigum að taka til bragðs. Eins og nú horfir við, er ekki annað sjáanlegt, en að tekjulindir mínar þorni í botn nær sem vera vill. Að vísu er ef til vill eitthvað af eignum mínum einhvers virði, þó enn sé alt á huldu um það; þó hefir Mrs. Hart sagt mér, að eins 0g nú hagi til sé lítil von um að þær gefi nokkuð af sér í aðra hönd. Við eigum ennþá eitthvað af skildingum í bankanum, og ef til vill eitthvað svolítið annað. Við eigum þetta hús. En hvað gagnar það okkur. Ekki neytum við þess; við kaupum heldur ekki fyr- ir það fötin utan á okkur. Það er langt of stórt fyrir okkur, eins og högum okkar -*nú er háttað, 0g eins og sakir standa eru tæpast líkur til að það seldist fyrir hálfvirði, nema þá af einhverri tilviljun.” “Selja húsið, þetta yndislega hús; það gæti ekki kornið til nokkurra mála,” sagði Pollyanna. “Það getur auðveldlega rekið að því,” sagði Mrs. Cliilton með þungan alvöruhreim í röndinni. “Við verðum að afla okkur brauðs; hjá því verður ekki komist. ’ ’ “Þetta alt saman skil eg,” mælti Polly- anna; eg sem altaf er svöng, hvað mikið sem eg borða. Og fagnaðarefni hlýtur það að vera miklu fremur en hitt, að hafa góða mat- arlyst.” “Sennilega. Þú getur vafalaust ávalt glatt þig við eitthvað. En nú snýst alt um það, hvernig ráðist fram úr með framtíð okk- ar; um þetta verðurðu að hugsa, og hugsa um það í fylstu alvöru.” “Eg hefi alt af verið að hugsa og alt af verið að hugsa í al- vöru, að því er mér finst. Eg hefi meira að segja verið að hugsa um að vinna mér sjálf inn peninga.” Þungt andvarp leið frá brjósti Mrs. Chil- ton. “Ekki nema það þó; hvern myndi hafa deymt um að dóttir Harrington fjölskyldunn- ar yrði að vinna í búð eða á skrifstofu til þess að afla sér daglegs brauðs.” “Engin lítilsvirðing getur verið í því,” svaraði Polly- anna. “Ef til vill ekki, en óneitanlega kem- ur það mjög í bága við þann metnað, er ein- kent hefir Harrington fjölskylduna mann fram af manni.”

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.