Lögberg - 30.11.1933, Síða 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. NÓVEMBER, 1933.
Varðveizla íslenzkra
erfða
Eftir prófessor Ricliard Reck.
(Erindi flutt 20. nóvember 1933,
á samkomu félagsskapar þess, sem
vinnur að stofnun islenzks bóka-
safns og kennarastöðu í islenzkum
fræÖum viÖ Manitoba-háskóla).
ViÖ samningu þessa erindis hafa
mér þráfaldlega hvarflaÖ í hug orð
boðorðsins: “Heiðra skaltu föður
þinn og móður, svo aö þér vegni vel,
og að þú verðir langlífur í landinu.”
Eflaust hefir fleirum farið á sömu
leið, þegar þeir hafa hugleitt, hvert
verða muni framtíðarhlutskifti vort
og afkomenda vorra í landi hér. Séð
hefi eg þess einnig getið á prenti, að
leiðtoginn mikilhæfi, séra Jón
Bjarnason, hafi minst á boðorðið
það i sambandi við þjóðernislega
starfsemi vora í þessari álfu. Ekki
er það heldur undravert, þó að þeim,
sem láta sér ant um hlutdeild vora
,í hérlendri menningu, finnist boð-
orðið um ræktarsemi við foreldr-
ana tala til sín beinna og kröftugar
en til annara. Vanræksla við ætt og
erfðir hefir aldrei til langframa
reynst einstaklingum eða þjóðum
hamingjuspor. Það hefir alt af
hefnt sín grimmilega, að afneita
hinu bezta í sjálfum sér, i ætt sinni
og arfleifð, og gerast hermikráka
annara. Slíkt er einhver greiöasta
leiðin niður á jafnsléttu meðal-
menskunnar og allar götur niður í
djúp gleymskunnar.
Skáldið Stephan G. Stephansson
hefir fært þessa hugsun í snildar-
legan og kjarnmikinn búning Jk
kvæðinu ‘‘Gróðabrögð.” Honum
skildist fyllilega, að það er ekki ein-
hlýtt til varanlegrar auðsöínunar að
afla sér fjár; um hitt er ekki minna
vert, að menn kunni að gæta fengins
fjár, svo sem fornkveðið er. Ligg-
ur í augum uppi, að sú meginregla
á engu síður við öflun og varðveislu
andlegra verðmæta heldur en við
auðsöfnun í venjulegri merkingu.
Enda þarf enginn að draga í efa, að
umhyggjan fyrir andlegum gróða,
óttinn við hið menningarlega tap,
var efst í huga skáldsins þegar hann
orkti þetta ágætis-kvæði sitt. Meðal
annars farast honum svo orS:
“í tvent skiftast gróðabrögð: gæsl-
una og aflann—
en geymslan snýst þrátt upp í
vandræða-kaf lann
eins flókian um menning sem fé.
Því byggja oft ættlerar frægustu
feðra
in fallandi vé.
Það leiðir af annara loftunga að
vera,
en lítið og ekkert úr sínum hlut
gera.
Það lækkar. Menn hefjast við
hitt,
að horfast í augu við hátignir allar
og hagræða um sitt.
Að skreyta sig glingri frá erlendum
álfum
er örvasans fávit, en týna sér hálf-
um .
Því tap er hvert góðyrði gleymt.
En manndáð sú hagsælir heimili
og nágrend,
sem hnoss sín fékk geymd.”
Með þessa heilnæmu kenning i
huga, að menn vaxi af því andlega,
að varðveita erfðagull sitt og ger-
semar, er það engin tímaeyðsla, að
rif ja upp fyrir sér stuttlega í hverju
vorar islenzku erfðir eru einkum
fólgnar; ekki til þess, að vér fyll-
umst hroka, heldur til hins, ef verða
mætti, að auka oss skilning á arf-
leifð vorri og heilbrigðan metnað
vorn. Oss íslendingum hefir löng-
um orðið tíðrætt um smæð ættlands
vors, um mannfæð þess og fátækt.
Að slá á þann strenginn er fjarri
mér að þessu sinni. Hitt er mér hag-
stæðast, að minna yður á, að vér
íslendingar erum stórauðug þjóð,
miklu ríkari en margir vor á meðal
gera sér fulla grein fyrir. Vér er-
um hluthafar í margþættum og
glæsilegum menningararfi. Þau
verðbréf vor standa í gulls gildi hvað
sem líður sveiflunum á stormasöm-
um heimsmarkaðinum.
Vér eigum sígildar (klassiskar)
fornbókmentir, jafn snildarlegar að
efnismeðferð, málfæri og mannlýs-
ingum. Sannur aðalsbragur er þar
tíðum á frásögninni, tíguleiki i efn-
isvali og framsetningu. Hið litilmót-
lega og sauruga er þar ekki leitt til
hásætis, eins og nú gerist mikil bók-
mentatíska. í íslendingasögum er
heiðríkja og hreinviðri; því er það
hugarhressing og göfgun, að eiga
samneyti við þá menn og konur,
sem-þar klæðast holdi og blóði fyrir
sjónum lesandans. Listgildi og lifs-
gildi haldast þar löngum dyggilega
í hendur. Of mikil áhersla verður
ekki lögð á það, að í fornsögurnar
hefir þjóð vor sótt næring og þrótt
til framsóknar á liðnum öldum;
þær hafa einnig verið öðrum þjóðum
nægtabrunnur. í því tilliti nægir að
minna á, hver orkulind fornsögurn-
ar íslenzku reyndust frændum vor-
um Norðmönnum í sjálfstæðisbar-
áttu þeirra á öldinni, sem leið. Og
vel megum vér þá íslendingar hafa
það hugfast, að gnægð lífsvatns er
enn að finna í brunninum þeim.
Prófessor Halvdan Koht, einhver
allra fremsti sagnfræðingur Norð-
manna, núlifandi, bendir réttilega á
það í upphafi hinnar eftirtektar-
verðu bókar sinnar um fornsögur
vorar (The Old Norse Sagas, 1931)
að fæst rit miðaldanna séu við skap
nútíðarlesendanna; jafn réttilega
bætir hann því við, að það sé ein-
mitt hið furðulega um fornsögurn-
ar íslenzku, að þær séu þann dag í
dag lifaijdi bókmentir, og finni því
frjósaman jarðveg hjá lesendum
vorrar tíðar engu síður en fyr á öld-
um. Sjálfur hefi eg reynt, að þetta
er ekki talað út í bláinn; eg hefi
farið-yfir Njáls sögu, í enskri þýð-
ingu, með nemendum, sem ekki voru
af íslenzkum uppruna, né heldur af
norrænum ættstofni, og séð þá hríf-
ast af mikilleik atburðanna og snild-
inni á frásögninni. Má þá ætla, að
þeir, sem af íslenzku bergi eru brotn-
ir, finni í þeim ritum eitthvað vert
aðdáunar, sé hugur þeirra laðaður
að snildarverkum fornrita vorra.
Ekki er minni andleg nautn að þvi,
að setjast við fætur skálda Eddu-
kvæðanna og nema af þeim ljóð-
speki og lífsspeki. Litauðugar og
stórfeldar eru þær myndir, sem
brugðið er upp í “Völuspá” af upp-
runa og endilokum veraldar og ör-
lögum mannanna barna. Mikið
mannvit, “hyggindi, sem í hag
koma,” geyma “Hávamál.” Björt-
um geislum stafa þau inn á sálar-
djúp forfeðra vorra; og við bjarm-
ann af því ljósi verður oss greiðar,
að ráða rúnir vors eigin sálarlifs.
Hinu ber eigi að neita, að í forn-
kvæðum vorum liggur gullið, jafn-
aðarlega, hvergi nærri eins laust
fyrir og í fornsögum vorum.
Menn þekkjast af vinum sínum,
segir talshátturinn. Bókmentirnar
þekkjast einnig af sínum aðdáend-
um. Eins og oft hefir verið bent á
—en það er þess virði að endurtak-
ast—hafa það einmitt verið margir
hinir ágætustu og fjölmentuðustu
menn erlendir, sem ástfóstri hafa
tekið við fornbókmentirnar is-
lenzku; óneitanlega eru það þeim hin
ákjósanlegustu meðmæli. Sem dæmi
nefni eg þann manninn, sem af öll-
um útlendingum hefir rausnarlegast
sýnt í verki ást sína á„íslenzkum
fræðum og íslandi — göfugmennið
Willard Fiske, en hann var jafn-
framt einn hinn fjölhæfasti og lærð-
asti sinna samtíðarmanna, amerískra.
Eg hefi staðnæmst við fornbók-
mentir okkar af því, að þær eru
mestu kjörgripirnir í menningarlegri
arfleifð vorri, og enn sem komið er
nær eina hlutdeild lands vor i
heimsbókmentunum. En þó öss
verði að vonum starsýnt á þessar
klassisku bókmentir vorar, má oss
ekki gleymast, að til eru síðari alda
bókmentir íslenzkar, og þær hvergi
nærri ómerkilegar. Leit er á snild-
arlegri eða andríkari trúarljóðum
heldur en Passíusálmum Hallgríms
Péturssonar, “er svo vel söng, að
sólin skein í gegnum dauðans göng.”
Og ennþá færa brennheit bænarmál
hans svölun þreyttum sálum. Nú-
tíðarmaðurinn, jafnvel sá, sem enga
samleið á með séra Hallgrími í trú-
málum, fær eigi arinað en dáð snild-
ina í sálmum hans. Þeir eru ekki
rýr þáttur bókmenta-arfleifðar vorr-
ar. ,
Ófyrirgefanlegt væri það einnig, I
að ganga orðalaust fram hjá hinum *
næsta auðugu og f jölskrúðugu bók- |
mentum vorum frá síðustu hundrað j
árum. Eðlilega er þar ekki alt j
þungt á gullvog gagnrýninnar. En :
mikla andans auðlegð og fegurð er
að finna i ritum höfuðskálda vorra
frá þeirri tíð, hvort heldur er í
bundnu máli eða óbundnu. Þörf
gerist eigi að þylja nöfn þeirra, þau
munu ykkur öllum í fersku minni.
Það eitt er víst, að stórt rjóður yrði
höggvið í ^kóglendi bókmenta vorra,
ef hið bezta, sem þær hafa auðgast
að á síðustu hundrað árum, væri
brott numið. Arfleifð vor hin ís-
lenzka yrði fyrir það stórurn fá-
skrúðugri og fátækari.
En íslenzk arfleifð vor er ofin
fleiri þáttum. Forfeður vorir voru
brautryðjendur þjóðfrelsis og lýð-
ræðis. í merkilegri ritgerð um
stjórnarskipun og lög lýðveldisins
íslenzka kemst prófessor Ólafur
Lárusson, sem er þeim hnútum
manna kunnugastur, svo að orði:
“Islendingar hinir fornu hafa reisf
sér veglegan minnisvarða einnig þar
sem er lögigjöf þeirra.” (Timarit
Þjóðræknisfélagsins, 1930). Trúin
á manngildið og virðingin fyrir ein-
staklingnum, grundvallar-atriði
lífsskoðun forfeðra vorra, eru skráð
Ijósu letri í löggjöf þeirra. Að
stjórnfrelsislegum og félagslegum
þroska voru þeir langt á undan sam-
tíð sinni. Hér er sannarlega um
merkilegan menningararf að ræða
En nokkur ábyrgð fylgir því einnig,
að vera arftakar þessara *“frum-
herja frelsis.” Umhugsunin um það
ætti að hvetja oss til drengilegrar og
frjósamrar þátttöku í þjóðfélags
málum.
Ekki er þess að dyljast, að í orðs-
ins list hefir islenzk listhneigð nær
eingöngu fundið sér framrás og hæf
an búning á liðnum öldum. Sér-
fræðingar í tónment halda því samt
fram, að myndast hafi “sérstæður
íslenzkur stíll í alþýðusöng.” (Emil
Thoroddsen). Hljómlist, í viðtæL-
ari og æðri merkingu þess orðs, hef
ir þó fyrst þroskast á íslandi á síð-
ustu sextíu árum. Skal hér nefnd-
ur brautryðjandi vor í þeirri ment,
Sveinbjörn tónskáld Sveinbjörnsson.
Skemtilegt er einnig að minnast
þess, að margir prýðilega gáfaðir og
skapandi tónsmiðir hafa fylgt hon-
um í spor. Söngmenn vorir, sem
sungið hafa frumsamin lög íslenzk
fyrir erlendum áheyrendum, bera
þvi einnig vitni, að lögin þau falli
jafnan í frjóa jörð hjá tilheyrend-
um, þyki ósjaldan bæði sérkennileg
og fögur. Tónment vor er ung, en
engu að síður eigum vér þar langt
frá ómerkilega arfleifð.
fslenzk myndlist hefir einnig fyrst
fengið byr undir vængi á síðasta
mannsaldri. Þó hefir land vort bor-
ið gæfu til, að eignast í myndhöggv-
aralist, einhvern hinn djúpsæasta og
sérstæðasta snilling í þeirri grein á
vorri öld—Einar Jónsson. Frum-
leiki, háfleygi og fegurð sameinast
i meistaraverkum hans. Sagt hefir
verið með réttu. að verk hans væru :
“óður um baráttu og sigur hins
góða.” í málaralist eigum vér og
orðið marga menn gædda ríkri list-
gáfu, sem hlutgengir myndu teljast
meðal stærri þjóða. Menn eins og
Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson,
Jóhannes Kjarval, og Guðnnind
Einarsson, að taldir séu nokkrir hin-
ir kunnustu í listmálarahópnum,
hafa að vísu þroskast við erlend
áhrif, en eru i insta eðli sínu ramm-
íslenzkir og hafa, i beztu verkum
sinum, brugðið upp fögrum og stór.
fenglegum myndum af íslenzku
landslagi og þjóðlífi. Ríkharður
Jónsson, einn hinn ramm-þjóðleg-
asti og f jölhæfasti listamanna vorra,
hefir með'frumleik sínum og hug-
myndaauðlegð hafið íslenzkan tré-
skurð i hærra veldi. Oss má vera
það óblandið fagnaðarefni, að
merkileg myndlist er áreiðanlega að
skapast á íslandi; hún er þegar orð-
inn all-glæsilegur þáttur í menning-
arlegum arfi vorum.
Hefi eg þá dregið athyglina að
hinu merkasta í íslenzkum erfðum;
og þó aðeins hafi stiklað verið á
stærstu steinum, vænti eg, að það
sé augljóst orðið, að eg fór ekki
ramBuk
Er
Óviðjafnanlefft fyrir
ECZEMA, KÝLI,
KULDABÓLGU
og kuldapolla,
skurði, öll brunasár,
HRINGORM, GYLLINI-
æð, ígerð og eitursár
með öfgar einar eða ímyndun, þegar
eg sagði í byrjun máls míns, að vér
íslendingar vrerum stórauðug þjóð
að andlegum verðmætum. Það er þá
einnig sérstaklega af þrem ástæðum,
að eg hefi, við þetta tækifæri, dreg-
ið huga yðar að auðlegð og fjöl-
breytni íslenzkra erfða. í fyrsta
lagi vegna þess, að þær ættu að vera
oss hin öflugasta eggjan til góðra
verka og stórra; í öðru lagi vegna
hins mikla menningarlegs gildis
þeirra; og í þriðja lagi vegna þess,
að þekking á þessum erfðum vorum
er oss nauðsynleg til dýpri og sann-
ari skilnings á sjálfum oss. Eg
skal aðeins dvelja við síðasta atrið-
ið :—ættarerfðir vorar og aukinn
skilning á skapgerð vorri; og nægir
í því sambandi, að benda á þennan
mikilvæga og löngu viðurkenda
sannleika. í bókmentum og listum
þjóðar hverrar klæðist insta eðli
hennar hlutrænum búningi. Þar
birtast oss hæstu hugsjónir hennar
og dýrnstu draumar, sorgir hennar
og gleði, sigrar hennar og ósigrar;
segja má, áð þar getum vér heyrt
hjartslátt hennar og andardrátt. 1
íslenzkum bókmentum og listum,
einkum þó í hinum fyrnefndu, er
geymd lífsreynsía þjóðar vorrar,
sem keypt hefir verið dýru verði í
þrautum þúsund ára ; þar er að finna
þá lifsspeki, sem hún hefir eignast
gegnum aldaraðir. Þjóðarsálin ís
lenzka, eins og hún hefir þroskast
við eld og ís, í meðlæti og mótbyr,
lifir og hrærist í bókmentum vor-
um. Auðsætt er þá einnig, hver
uppspretta þær geta orðið oss til
aukinnar sjálfsþekkinptr.
Er þá komið að kjarna máls míns:
—varðveislu hinna íslenzku erfða
vorra. Vegna þess hve afar mikil-
vægar þær eru frá sjónarmiði þjóð-
ræktar og menningar, svo sem þeg-
ar hefir sýnt verið, er mörgum vor
á meðal það hjartfólgið alvörumál,
og vinna að því eftir mætti, að vökva
og frjóvga líf afkomenda vorra hér
í landi. Þeim hinum sömu, sem að
þvi marki starfa, er full-ljóst, að
mikið menningartjón hlýst af því,
ef íslenzkir menn og konur hér í
álfu varpa frá sér íslenzkum erfð-
um. Þeir, sem það gera, verða þá
sem rótlaus tré, því að menn skjóta
ekki andlegum rótum á einu dægri;
en af slíkum trjám er ekki mikilla.
ávaxta að vænta. Nú kemur mér
ekki til hugar að halda því fram, að
erfiðleika og fyrirhafnarlaust verði
varðveittar íslenzkar erfðir hér í
Vesturheimi; engu að síður er eg
fasttrúaður á það, að hægt sé, í ein-
hverri mynd, að varðveita þessa arf-
leifð vora hér í landi, ef vér, sem
einstaklingar og flokksmenn, stönd-
um saman og teljum eigi eftir oss,
að leggja dálitið á oss þeim málum
til stuðnings.
Þá um ræðir varðveislu íslenzkra
erfða í landi hér, virðist mér höfuð-
atriðið vera þetta:—afstaða hinnar
vngri kynslóðar vorrar til þessara
mála. Takist oss eigi, að vekja á-
huga hennar á þeim og vinna hana
til fylgis við oss, getur vart orðið
um miklar framhaldandi sigurvinn-
ingar að ræða af vorri hálfu. Kem-
ur þá til sögunnar spurningin marg- '
umþráttaða: — viðhald íslenzkrar \
tungu í Vesturheími. Eg hefi altaf
verið, og er, eindregið þeirrar skoð—
unar, að vér eigum, af fremsta
megni, að kappkosta að kenna af-
komendum vorum mál feðra þeirra,
sjálft móðurmál margra okkar hinna
eldri. Því að vér verðum að muna,
að tungan út af fyrir sig er langt
frá ómerkasti þátturinn í íslenzkri
arfleifð vorri. Hún er sá töfra-
lykill, sem opnar oss hliðin gullnu
að fegurstu heimum bókmenta
vorra. Þar við bætist, að með gild-
um rökum má segja, að hægt sé að
lesa í tungu þjóðar hverrar menn-
ingarsögu hennar. Matthías misti
ekki marksins þegar hann eggjaði
Vestur-íslendinga lögeggjan með
þessum hreimmiklu og snjöllu ljóð-
línum:
“Tungan geymir í tímans straumi
trú og vonir landsins sona,
dauðastunur og dýpstu raunir,
Darraðarljóð frá elstu þjóðum;
heiftar-eym og ástarbrima,
örlagahljóm og refsidóma,
land og stund í lifandi myndum
ljóði vígðum—geymir í sjóði.”
Á hinn bóginn er þess ekki að
dyljast, hvort sem oss líkar betur
eða ver, að fjölda margir eru þeir
í hópi yngri kynslóðar vorrar, sem
eigi hafa lært mál feðra sinna, og
því miður vex sá hópur hröðuin
skrefum. Illa felli eg mig við þá til-
hugsun, að þessi hópur niðja vorra
komist alls ekki undir göfgandi,
menningarleg áhrif íslenzkra erfða.
Ættum vér því undir öllum kring-
umstæðum að glæða, eftir föngum,
áhuga þeirra á bókmentum vorum,
sögu og menningu, með því að fræða
þá um þessi efni á þvi máli, sem
þeir skilja—enskunni. Skal það að
vísu játað, að hvað bókmentirnar
snertir, fer löngum eitthvað að for-
görðum, þegar þær eru fluttar af
einu máli á annað. Hitt er þó jafn-
satt, að til eru á enskri tungu marg-
ar góðar, og ekki all-fáar ýgætar
þýðingar úr islenzkum bókmentum,
og hreint ekki fátt afbragðsrita um
íslenzk fræði. Ekki hefir t. d. bet-
ur eða skarplegar verið skrifað um
sögur vorar og fornkvæði heldur en
í ritum þeirra Sir William Craigie
og Dame Bertha Phillpotts.
Enginn má þó skilja orð mín svo,
að eg sé að verja þá grunnsæju
fræðistefnu, sem segir, að menn eigi
aðeins að læra eitt tungumál. Slík
skammsýni hefnir sin; hún fæðir
af sér andlega fátækt. Það, sem
fyrir mér vakir, felst í spakmælinu
forna: “Betri er hálfur skaði en
allur.” Mér finst vér ekki mega við
því, að heilir hópar hinnar yngri
kynslóðar vorrar snúi bakinu við
menningarlegum erfðum vorum,
vegna þess, að vér neitum þeim um
fræðslu í þeim efnum á þeirri tungu
sem þeir skilja. Það er bjafgföst
sannfæring mín, að vér eigum, til
hins ýtrasta, að kenna tungu vora í
hcimahúsum og skólum, og nota
hana í kirkjum vorum og öðrum fé-
lagsskap eins lengi og hægt er og
hagkvæmt. En jafnframt megum
vér ekki vanrækja þá af yngri kyn-1
slóð vorri, sem feðratungan er ó-!
numið land. Að minsta kosti uni eg
því sárilla, að sjá þann hóp ungra
Vestur-íslendinga sviftan allri hlut-
deild í glæsilegum menningararfi
þeirra, og þar með stórum snauðari
að sjálfsþekkingu, lífsspeki og and-
legri auðlegð.
Áður en eg lýk máli mínu, vil eg
þá víkja nokkrum orðum að verk-
efni því, sem félagsskapur yðar hefir
sérstaklega með h.öndum:—stofnun
bókasafns og kennara-embættis í
norrænum fræðum og ' íslenzkum
við Manitoba-háskóla, og einnig að
því, hvernig slik stofnun fái styrkt
°£ Iry&t varðveislu íslenzkra erfða
í Iandi hér. Eg veit, að þér vænið
mig ekki um hræsni þegar eg segi,
að mér er sú varðveisla arfleifðar
vorrar, eigi aðeins áhuga og alvöru-
mál, heldur biátt áfram metnaðar-
mál. Því mæli eg til yðar, sem gerst
hafið forgöngumenn að stofnun slíks
bókasafns og embættis. Þér hafið
valið yður “hið góða hlutskiftið.”
Eg álít þetta mál eitthvert hið allra
merkasta, sem íslendingar hér í álfu
hafa tekið upp á dagskrá sína, og
hvað líklegast til hollra og varan-
legra áhrifa. Hér ræðir ekki um,
að tjalda til einnar nætur; heldur er
hér verið að byggja frá grunni fvrir
framtíðina, óbornum kynslóðum í
hag. Þá er hér ennfremur ’stefnt
að því piarki, sem mér hefir stund-
um virst gleymast í þjóðræknisstarfi
voru, markinu því, að veita strauin-
um norrænnar og íslenzkrar menn-
ingar inn í farveg hérlends þjóðlífs.
Á þjóðræknisstarfsemi vorri eru
tveir fletir; snýr annar inn á við,
að sjálfum oss; en hinn út á við, |
að öðrum þjóðum. Hvor þáttur
þeirrar starfsemi fyrir sig er verð-
ugt verkefni góðum Islendingum.
ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ
NUGA-TONE er dásamlegt meCal
fyrir sjúkt og lasburða fólk. Eftir
vikutima, eða svo, verður batans vart,
og við stöðuga notkun fæst góð heilsa.
Saga NUGA-TONE er einstæð í sinni
röð. Miljónir manna og kvenna hafa
fengið af því heilsu þessi 45 ár. sem
það hefir verið I notkun. NUGA-
TONE fæst I lyfjabúðum. Kaupið að-
eins ekta NUGA-TONE, því eftirlíking-
ar eru árangurslausar.
En vel megum vér í minni bera, að
það er glæsilegt hlutverk, og stór-
þarft, að gera hin íslenzku menn-
ingar-verðmæti vor kunn og arð-
berandi í lífi þjóða þeirra, sem vér
búum saman við.
Af ofagnreindum ástæðum voru
ntér það góðar fregnir þegar eg
heyrði að Þjóðræknisfélagið hafði
tekið mál þetta upp á starfsskrá sina
fyrir nokkrum árum; mér hljóp
kapp í kinn þegar eg las í fyrra vet-
ur hina snjöllu og ítarlegu ræðu dr.
Björns B. Jónssonar um þetta efni;
og íslendingurinn í mér tók reglu-
legan fjörkipp þegar eg frétti, að
félagsskapur ykkar hinna yngri,
framsæknu landa minna hefði tekið
málið upp á sína arma.
Hér er hvorki staður né stund til
að ræða nánar fyrirkomulag um-
rædds bókasafns og embættis, enda
gerði dr. Björn það í ræðu sinni.
Hann dró einnig athyglina að Fiske-
stofnuinni íslenzku í Cornell. Þar
sem eg hefi átt því láni að fagna,
að sitja við Mímisbrunn islenzka
safnsins þar, er mér ljúft að geta
sagt: Þar hafið þér fyrirmyndina,
og hvergi getur aðra glæsilegri. Frá
Fiske-stofnuninni hafa menningar-
straumarnir borist víðsvegar um
j þessa álfu, og enn víðar, en því lýsti
] eg svo í minningar-grein urn Wil-
lard Fiske: “Síðan safnið var stofn-
að hafa ýmsir fræðimenn dvalið þar
lengri eða skemmri tíma við bók-
| mentalegar rannsóknir, nemendur
j Cornell-háskóla í Norðurlandantál-
urn og bókmentum, en þeir eru all-
margir á ári hverju, hafa og að
j sjálfsögðu notað safnið, og bækur
! þaðan svo hundruðum skiftir hafa
verið lánaðar bókasöfnum og lær-
dómsmönnum víðsvegar um Banda-
ríki. Má því óhætt segja, að safnið
hafi þegar orðið til mikilla nytja. Og
það er sá höfuðstólþ.sem heldur á-
fram að greiða íslendi ríkulega vexti
um komandi ár.” (Eimreiðin, 1931).
Hér við bætist svo hið ágæta og víð-
tæka fræðimannsstarf Halldórs pró-
fessors Hermanssonar, sem hefir um
langt skeið verið og er hinn dygg-
asti útvörður íslenzkrar menningar.
Landar mínir ! Félagsskapur yð-
ar hefir með höndum hið merkileg-
asta menningarmál, sem allir íslend-
ingar hér í álfu ættu að geta sam-
einast um og telja sér skylt að
styrkja eftir bestu getu. Minnugur
er eg þess, að “kreppan” þrengir nú
skóinn.að oss öllum, en engu að síð-
ur er það mikilsvert, að halda þessu
merkismáli vakandi, t. d. með fund-
arhöldum svo sem þessu, svo að á-
hugi almennings fyrir því verði lif-
andi þegar raknar fram úr f járhags
og atvinnu-vandkvæðunum.
Með því að koma á stofn við
Manitoba-háskóla íslenzku bóka-
safni og kennarastöðu í íslenzkum
fræðum, í líkingu við Fiske-stofn-
unina í Cornell, reisið þér eigi að-
eins sjálftim yður hinn óbrotgjarn-
asta bautastein, heldur gjaldið þér
einnig á þann hátt íslandi, fóstur
landinu, fyrir andlegt uppeldi, ef
ekki líkamlegt. Því að sé vandlega
og rétt um hnútana búið, þá ætti
þessi fyrirhugaða fræðistofnun við
Manitoba-háskóla, að geta orðið, á
svipaðan hátt og Fiske-stofnunin,
miðstöð íslenzkrar menningar hér í
Vesturlandinu og þar með “sá höf-
uðstóll, sem heldur áfram að greiða
íslandi ríkulega vexti um komandi
ár.” ----------------------
Skuldir helztu Evrópurikjanna
við Bandaríkin, atik Bretlands, nema
svo sem hér segir: Frakklands $3,-
920,oooxx)o, ítalíu $2,000,000,000,
Belgíu $400,000,000, Póllands $215,-
000,000. Tékkoslóvakíu $165,000,-
000, Rúmeníu $63,000,000, Austur-
ríkis $23,750,000, Eistlands $17»-
200,000, Finnlands $8,000,000,
Grikklands $20,000,000, Ungverja-
lands $2,000,000, Lettlands $7,000,-
000, Lithaugalands $1,219,000 og
Jugoslaviu $61,000,000.