Lögberg - 30.11.1933, Síða 5

Lögberg - 30.11.1933, Síða 5
^OGBERG. FIMTUDAGINN 30. NÓVEMBER, 1933. BIs. 5 ALBERT SIGURSTEINSSON fyrrum bóndi á SelsstöÖum í GeysisbygS, i Nýja Islandi, fæddur 25. maí 1867, dáinn þ. 9. mai, 1933- Albert Sigursteinsson var Þingeyingur a'ð ætt, fæddur aÖ Byrgi í Kelduhverfi, ár og dag sem aÖ oían er sagt.— Foreldrar hans voru Sigursteinn Halldórsson og Rannveig Friðfinnsdóttir. ÁriÖ 1876* flutti Sigursteinn af landi burt, þá meÖ síÖari konu sinni, er var SigríÖur Jónsdóttir, systir séra Eiríks sál. GarÖ- prófasts í Kaupmannahöfn. Var hún ágætis kona. Greind, glaÖlynd, frábærlega dugleg og hjartað fult af góÖvild og kærleika til allra. Lagði fyrir sig Ijósmóðurstörf. Tók á móti fjölda barna í land- námstíð Nýja íslands og raunar miklu lengur. árar þar ekki verið að hugsa um hvort nokkuð kæmi í aðra hönd, heldur eingöngu um fyrirgreiðslu og hjálp, þeim til handa, er þess þurftu. Fóru ljós- móðbrstörfin úr hendi hið bezta. Voru enda unnin í þeim anda, að lán og blessun hlaut að vera jafnan í för meþ þeim.— Þau hjón, Sigursteinn og Sigríður, voru mjög samhent í að gera gott þeim er bágt áttu. Munu þau hafa greitt eigi all-lítið fyrir ýmsum er að heiman komu, eftir að þau sjálf voru komin i efni og voru orðin sér nokkurs megandi. Sæmdarhjón er lengi verður minst með kærleika og þakklæti af þeim, er þau þektu. Albert sál. Sigursteinsson fluttist með föður sínum og stjúpu vestur um haf hið ofangreinda ár, 1876, þá níu ára gamall. Fluttist f jölskyldan tafarlaust til Nýja Islands. Var fyrst sezt að á Eyjólfs- stöðum, í Breiðuvík. En árið eftir, 1877, námu þau Sigursteinn og Sigríður land rétt fyrir norðan Eyjólfsstaði, og nefndu Nýjabæ. Lánaðist þeim það landnám mjög vel. Bjuggu þaú þar langa æfi, mikils metin og virt af öllum. Þar ólst Albert sál. upp til full- orðinsára og varð hinn mesti myndarmaður og dugnaðar. Árið 1888, þ. 20 nóv., giftist Albert ungfrú Sigurrósu Guð- rúnu Jónsdóttur, Árnasonar, sem ættuð er úr Hrútafirði á íslandi. Kona Jóns Árnasonar, en móðir konu Alberts, var Sigurlaug Jóns- dóttir, og Sigríðar konu hans, er bjuggu á Fossi í Hrútafirði. Var Sigríður á Fossi móðir Jóns óðalsbónda Jónssonar, á Melum í Hrútaíirði, er þar bjó stórbúi i fjöldamörg ár, og andaðist þar vorið 1900. Voru hálfsystkini hans þau Þorsteinn bóndi í Hrúta- tungu, Guðrún, ef"um eitt skeið bjó á Fossi og átti mann þann er Gunnlaugur hét, og Sigurlaug, móðir Sigurrósar Guðrúnar, konu Alberts Sigursteinssonar. Þorsteinn Jónsson í Hrútatungu, er var merkisbóndi, átti fyrir konu Ólöfu Guðmundsdóttur, frá Tannstöðum við Hrúta- fjörð. Systkini Ólafar voru Jónas bóndi á Húki i Miðfirði, faðir Sigríðar konu Ásmundar P. Jóhannssonar og Jónasar Jónassonar, í Winnipeg; Sigríður, kona Péturs bónda á Reykjum í Hrútafirði og síðar að Fossi þar í sveit, er voru foreldrar Danels Péturssonar á Gimli, er á fyrir konu Þóru Bergsdóttur; Agnes, kona Þorgeirs í Hnausakoti, og Guðmundur, þjóðhagasmiður á tré og járn, er lengi átti heima í Hnappahlíð. Dóttir þeirra Þorgeirs i Hnausa- koti og Agnesar konu hans var Sesselja, fyrri kona A. S. Bardal, útfararstjóra í Winnipeg.— Jón Jónsson á Melum í Hrútafirði, var sonur Jóns kammer- ráðs Jónssonar á Melum, er um allmörg ár gegndi sýslumanns- störfum í Strandasýslu. Var hann búhöldur mikill og talinn stór- auðugur að fé. Höfðu þeir Jónar Jónssynir búið hver fram af öðrum á Melum, í gegnum marga ættliði, og allir búið þar með höfðingsskap og rausn. Var af kunnugum talið sjálfsagt, að sú regla héldist áfram. En Jón Jónsson, móðurbróðir Sigurrósar, ekkju Alberts sál. Sigursteinssonar, varð hinn síðasti stórbóndi af þeirri ætt, með því nafni, á Melum, að minsta kosti er svo komið í bili, að því er séð verður.—Hvort Jónaröðin, með risnu og búsæld, á fyrir 'hendi að setjast í öndvegi á Melum í annað sinn, væri fróðlegt að vita. Vel gæti það orðið. Margt ólíklegra en það er sífelt að koma fyrir. Jón Jónsson á Melum, móðurbróðir Sigurrósar, konu Alberts, átti konu þá er Sigurlaug hét. Mesta ágætiskona. Elzti sonur þeirra var séra Jón prófastur í Bjarnanesi, í Austur-Skaftafells- sýslu, lengi alþingismaður, gáfumaður mikill og lærður vel, stór- merkur fræðimaður og skáld gott, yfirleitt talinn með hinum mikil- hæfustu mönnum íslands á nýliðinni tíð. Nú látinn fyrir nokkrum árum. Hefði Jón prófastur ekki tekið fyrir að nema kennimanp- leg fræði, hefði hann mjög sennilega orðið stórbóndi á Melum, og Jónaröðin því haldið þar þeim mun lengur áfram. Hefði sumum, ef til vill, þótt það bezt eiga við. En þá hefði lærðra manna stétt- in á íslandi orðið þeim mun fátækari. — Önnur börn þeirra Melahjóna, Jóns og Sigurlaugar, eru Ing- unn, ekkja Björns fyrrum alþingismanns Sigfússonar á Korsá í Vatnsdal; Guðlaug, ekkja Guðmundar bónda Ólafssonar á Lund- um í Borgarfirði; Jósef Jónsson, bóndi á Melum, er á fyrir konu Önnu, hálfsystur dr. Jóns sál. Bjarnasonar, (samíeðra), og Finnur Johnson, fyrrum ritstjóri Lögbergs, er á fyrir konu Guðrúnu Ás- geirsdóttir, frá Lundum, í Borgarfirði. Alsystir hennar er Oddný kona Hinriks bónda Johnson, í bygðinni norður af Sinclair hér í fylki. Hálfbróðir þeirra systra var Guðmundur bóndi á Lundum, maður Gauðlaugar frá Melum, en alsystir hans var frá Ragnhildur í Engey, hin mikilhæfasta kona, er átti Bétur Kristinsson, ágætan mann, er lézt tiltölulega ungur maður. Eru dætur þeirra hjóna nú /merkiskonur i höfuðstað íslands.—Hálfsystkini Guðrúnar, konu Finns, og Oddnýjar, konu Hinriks, börn Ásgeirs frá Llund- um, af fyrra hjónabandi hans, voru þau séra Þorvaldur Ásgeirs- son, síðast prestur á Hjaltabakka og Þingeyrum; frú Kristín, kona Lárusar sýslumanns Blöndal, á Kornsá, og Arndís, kona Böðvars Þorlákssonar bónda á Hofi í Vatnsdal, er síðar varð sýsluskrifari á Blönduósi og póstafgreiðslumaður þar, og gegndi enda fleir trún- aðarstörfum i bæ og héraði. Böðvar var einn hinna mörgu sona séra Þorláks prests Stefánssonar á Undirfelli, í Vatnsdal, og konu hans, Sigurbjargar Jónsdóttur, prests Péturssonar frá Steinnesi. —Böðvar andaðist fyrir skömmu síðan sjötíu og sex ára gamall.— Enn önnur börn þeirra Melahjóna voru Runólfur búfæð- ingur Jónsson, bráðvelgefinn maður, er andaðist kornungur, og Sigríður, sem var gift kona á Vesturlandi, og lézt þar miðaldra eða tæpt það.—Öll voru þau Melasystkin, frændsystkin Sigurrósar, ekkju Albert sál. Sigursteinssonar, búin ágætum hæfileikum, enda eru ættir þeirra báðar skipaðar greindarfólki og gáfna á ýmsa vegu. I sjón og málrómi svipar Sigurrósu allmikið til frú Ing- unnar, frænku sinnar. Er frá Ingunn orðin talsvert kunn sem rithöfundur, af ýmsu sem hún hefir skrifað á undanförnum árum. Þau foreldrar Sigurrósar, konu Alberts, munu hafa byrjað búskap sinn í Hrútafirðinum, envflutt æði snemma á tíð suður i Norðurárdal. Bjuggu á Gestsstöðum um hríð og síðar að Hreða- vatni. Þaðan fluttu þau að Brúarhrauni, í Kolbeinsstaðahreppi, og svo þaðan vestur um haf árið 1886. Fluttu þau undir eins til Nýja íslands. Voru fyrst um sinn á Eyjólfsstöðum, í Breiðuvik, í nábýli við það Nýjabæjarfólk, Sigurstein, Sigríði og Albert, er þá var rétt að verða fulltíða dugnaðarmaður. Vorið 1889, tæpu misseri eftir að þau giftust, reistu þau ungu •hjón, Albert Sigursteinsson og Sigurrós Guðrún Jónsdóttir kona hans, bú að Selsstöðum í Geysisbygð. Farnaðist þeim ágætlega. Kornust fljótt í sæmileg efni. Réði þar sparsemi, iðni, góð bú- hyggindi, reglusemi og samheldni þeirra hjóna. Blómgaðist bú- skapur þeirra vel, þrátt fyrir það að barnahópurinn stækkaði. Urðu börn þeirra átta að tölu og eru öll á lífi,—— Þegar flutt var að Selsstöðum, vorið 1889, fylgdust foreldrar Sigurrósar með þeim. Voru þau hjá dóttur sinni og tengdasyni til æfiloka, dóu bæði á Selsstöðum. Sömuleiðis voru þau Sigursteinn og Sigriður, faðir Alberts og stjúpa hans, hjá þeim Selsstaðahjónum síðustu árin, eftir að þau voru orðin of hrum til aö halda áfram búskap. Þau önduðust bæði í góðri elli á Selsstöðum. . Þau Albert og Sigurrós bjuggu á Selstöðum í f jörutíu og tvö ár. Fyrir tæpum tveim árum seldu þau að mestu bú sitt og fluttu að Nýjabæ, til æskuheimilis Alberts, bygðu þar upp aí nýju, því jörðin hafði verið að mestu í eyði í allmörg ár. Mun tvent hafa valdið breytingu þessari, fyrst það, að þarna voru æskustöðvar Alberts, og í öðru það, aS hægara mun fyrr þreyttan búmann að búa umfangslitlu búi á Nýjabæ, en á Selsstöðum, meðal annars allmikið og gott tún á hinni eldri jörð. Börn þeirra Selsstaðahjóna, Alberts og Sigurrósar, eru sem hér segir: (1) Sigursteinn, ógiftur; er heima með móður sinni. (2) Sigurjóna. Maður hennar er Jón Thórðarson. Þau hjón búa aS Aðalbóli, vestan við Breiðuvík. Eiga átta börn. (3) Guðrún Sigríður, gift Jakob Guðjónssyni. Þau eiga fimm börn. • Eru búsett í Breiðuvík. (4) Rannveig Jófríður. Maður hennar er Jón Vídalín Magnússon, sonur þeirra Magnúsar bónda Magnússonar og Ingi- bjargar konu hans, á Eyjólfsstöðum, í Breiðuvík. Þau hjón búa allskamt frá foreldrum Jóns. Eiga átta börn. (5) Kristján, ógiftur; er heima með móður sinni og Sigur- steini bróður sínum. (6) Guðlaug. Maður hennar er Hermann Snæfeld. Þau eiga fimm börn. Eru búsett í Breiðuvík. (7) Sigrún. Er gift Tryggva Snæfeld. Eiga þrjú börn. Þau einnig búsett í Breiðuvík. (8) Emelía Ingibjörg. Maður hennar er Jóhannes Mark- úrsson. Þau eiga tvö börn. Eru búsett í Árnesbygð,— Ein hálfsystir Alberts sál. er á lífi, Jónina, sammæðra við hann, kona Sigmundar bónda Gunnarssonar, á Grund i Geysis- bygð, sem er næsti bær austan við Selsstaði. Eru þrjú börn þeirra hjóna á lífi, Gisli kaupmaður •Sigmundsson, giftur Ólöfu Daníels- dóttur á Hnausum; Rannveig, gift Andrew bónda Finnbogasyni, sem er uppeldissonur Finnboga Finnbogasonar, frá Útibleiksstöð- um, og Ágnesar sál. Jónatansdóttur konu hans og Felix, sem heima er með foreldrum sínum og sér um bú þeirra. Jónína er ein af þessum afbragðs góðu íslenzku konum, er ekkert aumt mega sjá og öllum vilja gott gera, og eru sífelt reiðubúnar að rétta líkrj- andi hönd öllum er bágt eiga.— Faðir Sigmundar á Grund var Gunnar Gíslason, gáfaður maður og skákl gott. FÍutti vestur um haf á gamalsaldri. Var það í frásögur fært, að hann hefði lært að lesa og skrifa ensku um sjötugsaldur, af Jóhanni Magnúsi skáldi Bjarnasyni, er þá stund- aði kenslustörf i Nýja íslndi. Öll eru börn þeirra Alberts Sigursteinssonar og Sigurrósar Guð- rúnar konu hans gott fólk og myndarlegt. Dæturnar allar vand- aðar og góðar húsfreyjur. Þeir bræður, Sigursteinn og Kristján, frábærir dugnaðarmenn, reglumenn mestu og ágætir drengir. Sem framtaksmenn og athafna eru þeir oft i burtu við störf sín, en sjá þó með fyrirhyggju og framsýni, um hag móður sinnar hið bezta. Albert sál. Sigursteinsson var fyllilega meðalmaður á hæð, rekinn saman utn herðar og vafalaust karlmenni að burðum. Hann var hægur maður í fasi, stiltur og gætinn. Starfsmaður mikill, fyrirhyggjusamur og búhöldur ágætur; sá með snild fyrir f-jöl- skyldu sinni og heimili. Hann var hinn ábyggilegasti maður hvar sem á reyndi. Liðtækur maður og góður samherji i söfnuði og héraði. Verður minning hans geymd í heiðri hjá þeim, er þektu hann vel, og með ævarandi ástríki, lotning og þakklæti hjá konu hans, börnum hans, systur og ástvinum öllum. Lengst af æfi var Albert sál. Sigursteinsson við góða heilsu. Hann var hinn hrausti maður, er gekk sem víkingur að störfum sínum. En hin síðari ár fór hann að kenna hjartasjúkdóms, er smátt og smátt ágerðist. Hann andaðist snögglega, aðfaranótt hins 9. maí, siðastliðið vor, að Nýjabæ, sextán dögum minna en sextíu og sex ára gamall.— Jarðarförin fór fram þ. 12. maí frá kirkju Breiðuvíkursafn- aðar, undir umsjón Bardals. Sóknarpresturinn, séra Sigurður Ólafsson, jarðsöng. Var lík Alberts lagt til hvildar í vestari graf- reitnum á Hnausum, við hliðina á legstað föður hans og stjúpu.— Ekkja Alberts sál., börn hans og aðrir ástvinir, þakka fyrir kær- leiksríka hluttekning í sorg þeirra, blómagjafir við útförina, og öllum þeim stóra hóp er heiðruðu minning hans með návist sinni við kveðju-athafnirnar síðustu, bæði heima og í kirkjunni.— Með blessunaróskum til ástvina hins burthorfna, væna manns. Jóhann Bjarnason. Atvinnuleysið á Bretlandi minkar óðum Að júlímánuði einum undantekn- um hefir atvinnuleysingjum fækkað á mánuði hverjum, það sem af er þessu ári. Skýrslur verkamálaráðu- neytisins fyrir septembermánuð leiddu í ljós enn þá meiri bata á þessu sviði en menn höfðu gert sér vonir um. Atvinnuleysingjum fækkaði þá um 74,410, en tala hinna atvinnutrygðu í landinu jókst um 68,000 og var tala þeirra alls 9,943,- 000 í byrjun októbermánaðar. — Frá því í janúar hefir tala hinna at- vinnutrygðu aukist um 658,000. Horfurnar hafa mjög batnað í aðal- iðngreinunum. Fleiri menn hafa nú vinnu í járn og stáliðnaðinum, fleiri menn hafa vinnu í vélaverk- stæðum og í rafmagnsiðnaðinum og einnig í skógerðariðnaðinum. Sam- kvæmt upplýsingum í Times er yfir helmingur þess fólks í ullariðnaðin- um, sem atvinnulaust var í janúar, búið að fá vinnu aftur. I járn og stáliðnaðinum hefir einn af hverjum þremur, sem atvinnulaus var í jan- úar, fengið atvinnu, og í ýmsum öðrum greinum er sömu sögu að segja. Fjöldi námamanna hefir fengið vinnu á ný, en sennilega er ekki um varanlega atvinnu að ræða hjá þeim. Eftirspurn eftir kolum er alt af mikil á þessum tíma árs. Má því búast við að atvinnulausum kolanámumönnum fjölgi aftur er frá líður og eftirspurnin minkar aftur. Yfirleitt hefir ástand og horfur mjög batnað. Frœgur flökkulýður íslendingar hafa litið af flökku- mönnum að segja. Hér fyrrum var það að vísu alsiða að menn legðist í flakk og ætti hvergi heima, en nú er þessum mönnum fækkað svo, að “við landauðn nemur.” Gömlu flökkukarlarnir, sem allir voru landskunnir menn og enginn amaðist við, eru horfnir. Það var gaman að þeim sumum og flestum hús- bændum þótti útlátalaust að hýsa þá og gefa þeim að éta eina nótt eða orlofsnæturnar. — Þessir menn voru undantekningar; oftast nær voru þeir eitthvað brenglaðir á geðs- munum en meinlausir voru þeir.að jafnaði, ef þeir voru ekki ertir. ísland mun vera þa"ð land i ver- öldinni, sem lausast er við flakk og betl. Því að fjarlægð landsins hef- ir varnað því, að hingað kæmist sá erlendi flökkulýður, sem annarsstað- ar ferðast land úr landi og myndar sérstakar stéttir í mannfélaginu. | Flökkubetlarar á Norðurlöndum eru | vandræðamenn, sem fólki í afskekt- | um bygðarlögum stendur stuggur af, þeir eru uppvöðlusamir, frekir og þjófóttir og fljótir að gripa til kut- ans ef þeim líkar ekki. Þeir eru flestir kallaðir tatarar, en í Noregi kalla menn þá “fanta.” Þessir flakkarar eru meira og minna blandaðir afkomendur fræg- asta flökkulýðs Evrópu, sigeaun- anna svonefndu. Erlendis veit hvert mannsbarn hvernig þessi flökkulýð- ur lítur út, en hér þekkja menn það ekki, sem betur fer, því að sígeaun- ar munu aldrei hafa komið hingað til lands. Þá sjaldan að erlendir flakkarar hafa komið hingað til lands, hafa þeir verið af öðru bergi brotnir, Lappar. eða jafnvel Samo- jedar. sígaununum liggur það í blóði að flakka. Þeir geta ekki haldið kyrru fyrir, fest bú og stundað almenna vinnu og svo rík er þessi tilhneiging að sígaunarabörn, sem tekin hafa verið til fósturs af öðru fólki og al- ist upp eins og önnur börn, strjúka nær altaf úr fóstrinu þegar þau fara að stálpast og þetta er líka tilfellið, þó ekki hafi nema' annað foreldrið verið sígaunari. Þeir eru fremur litlir vexti, með langt, hrafnsvart hár, sem að jafnaði er sítt, augun eru hvöss og snör. Að jafnaði ganga þeir illa til fara og eru sóðalegir, Vísindamennirnir telja víst, að þeir séu ættaðir frá Vestur-Indlandi og styðja þá kenningu sina við mál- ið, sem þeir tala. Er það óskiljan- legt Evrópumönnum. Talsvert er í þessu máli af persneskum og arm- enskum orðum og bendir það á, að þeir hafi farið yfir þessi lönd, er þeir fluttust til Evrópu. Sjálfir kalla þeir sig “rom” eða “manuch,” sem þýðir manneskja, en sígaunara- nafnið er grískt og þýðir “katlá- klastrari,” enda taka þeir að sér að gera við katla og ílát, þar sem þeir koma. Snemma á miðöldum voru þeir komnir til Balkanlandanna og þegar kemur fram á 15. öld fara þeir að breiöast út um Evrópu. Árið 1417 héldu heilir herskarar af þeim vest- ur um Ungverjaland, voru flokk- arnir margir og höfðingi fyrir hverj- um. Hvar sem þeir komu sögðust þeir vera frá Litla-Egyptalandi og vera i. pílagrimsför til þess að af- plána, að forfeður þeirra hefðu út- hýst Maríu guðsmóður þegar hún flýði með Jesúbarnið til Egypta- lands. Trúðu margir þessu og tóku þessum gestum með alúð og flæddu þeir yfir löndin næstu ár. Um 1430 eru þeir komnir í flest lönd Evrópu nema Norðurlönd, en þangað komu þeir um 50 árum síðar. Hið rétta eðli þessara “pllagríma” kom brátt í ljós, þeir reyndust rummungsþjófar og siðlaus skríll, sem ekki tók nein- um menningaráhrifum. Það hefir reynst alveg ómögulegt að gera sið- aðan mann úr sígaunara. En hins- vegar er seiglan svo mikil í þeim, að þrátt fyrir allskonar ofsóknir og lagaboð hefir ekki tekist að útrýma þeim þar sem þeir voru einu sinni komnir. Hvergi er eins margt um sígaun- ara og Ungverjalandi. Frans Jósep keisari gérði írekaðar tilraunir til þess að afnema flakk þeirra, reyndi að láta þá taka sér bólfestu og lagði þeim til hús, akurlendi og bústofn. En þessi tilraun mistókst algjörlega og á sama hátt fór lík tilraun í Þýskalandi. Þjóðverjar ætluðu að menta þá, kenna fullorðna fólkinu á sama hátt og börnum er kent, en það tókst ekki og sígaunarnir flýðu. I Balkanlöndunum hefir verið reynt að ala börn þeirra upp á sérstökum hælum, en þau hafa strokið þaðan eða foreldrarnir komið og stolið þeim. Allar tilraúnir til þess að kenna sígaunurum aga og hlýðni við borgaraleg lög hafa mistekist. Séu þeir teknir með valdi og hafðir í gæslu veslast þeir upp á skömmum tíma, ef þeim tekst ekki að strjúka. Það er eins og flakkið sé þeim nauð- syn, sem þeir geti ekki án lifað. Það er ekki síst þjófnaðurinn og óþrifnaðurinn, sem hefir gert sí- gaunara óvinsæla. Þeir eru taldir einskonar úrþvætti, sem ekki sé bú- andi saman við, og þeir eru hataðir. Er þetta eigi að ástæðulausu, því að þeir víla ekki fyrir sér að vinna hermdarverk, t. d. stela börnum. En fróöir menn segja, að sígaunarinn sé alt annar maður út á við, gagn- vart sínum flokki. Hjá flokknum ræður sátt og samlyndi og ástúð foreldranna til barna sinna er talin annálsverð. Þeir eru eins og ó- þroskuð börn og geta aldrei komist af þvi stigi, hversu gamlir sem þeir verða. Sígaunararnir hafa mótað mjög þjóðlif sumra þjóðanna, sem þeir hafa verið fjölmennastir hjá, t. d. Ungverja. Hinir ungversku dansar, danslög og vísur, sem kunn eru um allan heim, eru að miklu leyti sprott- in frá sígaunurum. Og sjálfir eiga sígaunarar ágætis hljóðfæraleikara, einkum fiðlara, og dansfólk. Það er fjörið og eldurinn, sem einkennir list þessara framandi náttúrubarna, sem hvergi eiga samastað. Annars eru sígaunarar litlir iðju- menn. Þar sem þeir koma á flakki sínu bjóðast þeir til að brýna hnífa, lóða katla og potta og því um líkt og er sagt að þeir kunni vel til þess- arar iðju. Oftast nær ferðast ein fjölskylda saman, en hún verður oft stór, því að foreldrar ferðast með uppkomin börn sín og tengda- börn og börn þeirra allra. Víðast hvar hafa þeir vagn til ferðalaganna, einskonar hús á hjólum, og eiga hesta til að draga húsið, eins og úm- ferðatrúðar. En hinir fátækari verða að sætta sig við lélegri aðbún- að. Verstir þykja sigaunarnir við- ureignar þegar þeir eru einir sér, enda eru þessir flökkumenn oft ein- stakir óknyttaseggir, sem hafa orðið að skilja við hóp sinn fyrir einhverj- ar ávirðingar. — Ein atvinna sí- gaunarkerlinganna er sú, að spá fyr- ir fólki og er þá að jafnaði spáð i spil. Hafa kerlingar þessar góðar tekjur af atvinnu sinni, þegar þær koma í bæina á markaðsdögum. Sígaunarar eiga fjöldann allan af gömlum þjóðsögum og vísum, encla er það eðlilegt um svona flökku- menn. Segja þeir það alt æfagam- alt, komið fram úr forneskju. En eigi hefir tekist að ráða úr því, hvað af þessu er gamalt og hvað nýrra. —Fálkinn. Bretar vilja takmarka enn meira ihnflutning á dönsku fleski. Breska ríkisstjórnin hefir fyrir nokkru farið fram á það, að Danir féllist á það, að takmarkaður væri enn frekara innflutningur til Eng- lands á dönsku fleski eða um 20%. Svar Dana við þessari málaleitan hefir ekki verið birt, en þeir munu leggja mikla áherslu á, að koma í veg fyrir, að til þessara takmark- ana komi, þvi að ef til þess kæmi að þær næði fram að ganga, mundi svínarækt Dana biða við það óbæt- anlegan hnekki. — Danska ríkis- stjórnin hefir nú sent nefnd manna til London til þess að ræða þetta mál við bresku stjórnina. Mbl. V I

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.