Lögberg - 08.03.1934, Síða 6

Lögberg - 08.03.1934, Síða 6
6 LÖGBMRG, FIMTUDAGINN 8. MAEZ, 1934. --------------------—-------.------> Maðurinn frá Indiana Eftir BOOTH TARKJNGTON ~--—------------------------- 1. KAPITULI. Ókunni maðurinn. Hinar frjósömu og víðáttumiklu sléttur Indiana blasa við gluggum járnbrautarlest- anna, og ferðamenn frá stórborgur austur- ríkjanna, sem leiðist þessi tilbreytingarlausa flatneskja, leggja aftur augun eða stara í gaupnir sér, unz þeir sofna úr leiðindum. Á veturna er sléttan eyðileg og köld, en á sumr- in rykug og heit. Tímum saman sézt ekki svo mikið sem einn lítill hóll, sem veitt gæti skugga fyrir brennandi sólargeislunum. Á stöku .stað sjást bændabýli og blómlegir akr- ar, og einstöku sinnum maður, sem gengur hægt á eftir plógnum sínum og lítur upp ó- lundarlega þegar lestin þýtur fram hjá. Með löngu millibili standa járnbrautarstöðvarnar, ferhvrnar, ljótar byggingar.. Á stöðvarpall- inum eru vanalega nokkrir stórir trékassar, sem leg'ið hafa þar, flestir hverjir, í marga mánuði. Slæpingarnir sitja á þeim tímunum saman, með pípur sínar milli tannanna, og horfa með fyrirlitningu á alla ferðamenn, eins og þeir hálfvegis kendu í brjósti um þá, sem ekki ættu heimili sín á þessum slóðum, og alt af væru á sífeldum flækingi. Stundum ber það við að brautin liggur í gegnum allstór þorp. Þau eru oftast nær aðsetur sveitarstjómarinnar í hverju héraði —nokkurs konar höfuðborgir. Stærsta bygg- ingin er vanalega ráðhúsið eða einhver verk- smiðja með stóran reykháf. Miðpunktur þessarar víðlendu sléttu er Carlow-héraðið. Stærsta þorpið er nefnt eftir William Platt, sem fyr-stur manna sett- ist þar að og bæinn hafði skýrt með blóði sínu. Þorpsbúar voru vanir að segja að íbúatalan væri milli fimm og sex þúsund. Þessi stað- hæfing var hvergi nærri lagi, en þó fyrir- gefanleg. Því þótti vænt um þorpið sitt, fólk- inu þarna. Öll stærri hús bæjarins voru bygð þannig að þau mynduðu ferhyrning og varð þannig stór auður flötur í miðjum bænum. Á sumrin, jiegar heitt var, gengu karlmennirnir með uppbrettar ermar á milli búðanna, sem þarna stóðu. Þarna stóð einnig lögreglustöð bæjar- ins, sem var einnig bæði ráðhús og réttar- salur. Þetta var stærsta byggingin í þorp- inu og stóðu risavaxin almtré alt í kring um hana. Þegar sólarhitinn varð svo sterkur, að menn höfðust ekki við á búðartröppunum, eða á pallinum framan við Palace gistihúsið, }>á leituðu þeir í skuggana undir stóru trján- um, eða láu bak við girðinguna, sem bygð var í kringum lögreglustöðina. Við þessa girð- ingu bundu bændur hesta sína, því þarna voru ætíð nógir til að stilla þá, ef að vargur- inn trvlti þá svo að þeir slitu sig lausa. Hænsnin kröfsuðu þama allan daginn og kom- ust jafnvel stundum inn fyrir girðinguna á flötinn hjá lögreglustöðinni, enda var hún ekki hærri en svo að jafnvel elstu hænurnar áttu hægt með að fljúga yfir hana, og ekki var hún þéttari en svo að einstaka smá-grís komst þangað inn og fór að róta í grassverð- inum. Á götunni fyrir framan lágu hund- arnir steinsofandi, í þeirri vissu að enginn, sem um veginn færi, myndi gera þeim mein. Aðeins ein gata bæjarins var svo mynd- arleg að henni væri gefið nafn. Auðvitað var hún kölluð Aðalstræti. Á veturna var aðal- strætið bara frosið dýki; vor og haust var þar botnlaust fen og á sumrin kolsvart moldar- flag. Samt var það nú lang-þéttbygðasta og fjölfarnasta gatan í Plattville. Fólkið í Plattville átti yfir höfuð fremur góða daga, og hvað sem á gekk í umheimin- um lifðu þeir rólegu lífi og voru ánægðir með sinn hag. Ef þeim hefði verið sagt að þeir byggju sem hverjir aðrir Skrælingjar á út- kjálka veraldar, hefðu }>eir vafalaust reiðst, enda fylgdust þeir vel með tímanum, að þeim fanst. í hvert skifti, sem gengið var til kosninga í landinu, vöktu þeir alla nóttina, til að frétta um úr'slitin frá New York, og þeg- ar forsetinn kom til Rouen, sem er sjötíu míl- ur vegar frá Plattville, þá fóru allir nema börn og örvasa gamalmenni til að sjá }>ann mikia mann, og hlusta á ræðu hans. Allir lentu í einhver æfintýri á þessari ferð, sumir fengu jafnvel að taka í hönd forsetan-s. Samt urðu þeir allir fegnir að komast heim til sín aftur, og hugsuðu sig um tvisvar áður en þeir lögðu upp í slíka langferð í anhað sinn. Á laugardögum komu bændurnir til þorpsins, í verzlunarerindum sínum, og lifn- aði þá alt af yfir búðarmönnunum. i\Iiss Libbs, sem var systir póstmeistarans og hon- um til aðstoðar við verk hans, lét þá aldrei bregðast að ganga fram og aftur um Aðal- stræti, og horfa með eftirtekt á alt sem fram fór. *Á þessum göngutúrum datt henni oft eitthvað í hug, sem hægt var að nota sem yrkisefni í kvæðin, sem hún var stöðugt að yrkja fyrir blað þorpsins, “Carlow County Herald. ” Þó ekki væru nema svo sem þrjá- tíu eða fjörutíu menn á götunni, þá fanst henni alt af að hún sæi risavaxna borg, þar sem óteljandi fjöldi fólks streymdi um göt- urnar. Þá orkti hún um “hin mannmörgu torg” og borgina þar sem “dómkirkjan gnæf- ir við himininn há, og hundruð um göturn- ar streyma. ” Þó að hún hefði aldrei úr Platt- ville farið, þá snerust öll kvæði heimar um stórborgir og fjölfamar götur. Hún hafði verið ein af þeim, sem ekki komst til Rouen að sjá forsetann, en oft hafði hún heyi’t vini sína lýsa þeirri dýrð, sem þar var. Áður hafði hún aðeins kveðið um blóm og smáfugla og lækjarnið, en nú voru kvæði liennar aðal- lega um Plattville og umhverfi þess. Kvæði hennar byrjuðu vanalega eitthvað á þessa leið: “Ó borgin mín! við Hibberts bláan straum. ” “Hibjberts blái straumur” var lækjarspræna vestanvert við Plattville, sem oftast var þur, nema í leysingum. En henn- ar bezta kvæði, og það bezta, sem nokkurn tíma hafði birzt í “Carlow Herald” var eitt- hvað á þessa leið: ‘ ‘ Þegar dagur er liðinn, og Ijósin þín glitra, leitar hinn þreytti sér hvíld- ar og ró. Hann gengur í draumi, en dreymir ei þó. ’ ’ Þetta þótti hreinaSta afbragð, og var prentað með borða í kring í “ Carlow Her‘- ald. ’ ’ Þetta vesalings blað var annars fleinn í síðu allra sannra föðurlandsvina í Carlow- héraði. Það var fremur lélegt blað. Allir vissu að það var lélegt. Það var svo lélegt að allir viðurkendu, að það væri ekki einungis lélegt, heldur afarlélegt. Amo-héraðið átti miklu betra blað. “Amo Gazette” Var það nefnt. Loks þreyttust allir á að kaupa “Her- ald” og fóru að lesa “Gazette” og þá fór það blaðið á hausinn, sem hætt var við að kaupa. Seinasta dagixrn sem það kom út var ekkert á f jórðu síðunni nema tvær litlar auglýsing- ar. Ritstjórinn, sem var gamall maður, með geitar-topp, og eineygður í þokkabót, sá að ekki var seinna vænna. Hann náði saman öllum útistandandi skuldum, en gleymdi að borga sínar eigin skuldir og með það fór hann frá Plattville, og kom þangað aldrei aft- ur. Daginn, sem hann fór, kom ungur maður með lestinni að austan. Þessi ungi maður kallaði á ökumann og skipaði að láta aka sér til “Carlow Herahl” byggingarinnar. Ekki sýndist liann vera sérlega léttlyndur, þegar hann kom, en svo mikið var víst að eftir að hafa skoðað bygginguna, og alt, sem í henni var, þá var hann orðinn miklu þungbúnari og alvarlegri á svipinn, en nokkru sinni fyr. íbúar Plattville tóku fljótt eftir því að ókunnugur maður var kominn í þorpið, og ræddu menn mikið um það, hvert erindið gæti verið. Loks gat Judd Bennett, ökumað- ur, frætt J)á á því, að þessi ungi maður myndi ætla að setjast að í þoi*pinu. Þetta voru stór- tíðindi, því enginn kom til Plattville, nema ef hann af tilviljun fæddist þar. Þá fór orð af því að maðurinn væri bæði myndarlegur og vel klæddur og allar ógiftar stúlkur, sem enn voru ekki orðnar vonlausar, gei'ðu sér eitt- hvert erindi, svo þær gætu farið fram hjá prentsmðijunni þá um kvöldið. A meðan á þessu gekk, sat aðkomni mað- urinn í litlu skrifstofunni á öðru gólfi, og horfðí út um óhreina gluggann, þangað til orðið var dimt. Samt fór hann ekki, en sat þarna alla nóttina í þungum þönkum. Hann hafði keypt “Carlow Herald” af einhverjum umboðsmanni, og án þess að hafa nokkra hug- mynd um blaðið eða bæinn. Svo hafði hann greitt alt of mikið fyrir það, og það sem verst var, sinn síðasta eyri. Næsta morgun tók hann til starfa. Hann fékk sér prentara frá Rouen. Það var ungur maður, Parker að nafni. Parker prentaði á nóttunni, en leitaði að auglýsingum á daginn. Baijarbúar hristu höfuðin og spáðu illa fyrir þessu nýja fyrírta^ii. “Herald” hafði aldrei verið gott blað, og var því ólíklegt að nokkur aðkomumaður ga^ti bætt það. Dag’ nokurn setti nýi ritstjórinn þes-sa til- kynningu á dyrnar hjá sér: “Kem aftur eftir fimtán mínútur. ” Maður, sem átti leið fram hjá bygingunni, skrifaði neðan undir: “Til hvers?” Þegar ritstjórinn kom aftur og sá þetta, })á brosti hann, og í næsta blaði var löng grein út af þessum viðburði. Fljótt varð sjáanlegt að “Carlow Ilerald” ætlaði að beita sér fyrir helztu framfaramálum sveitarinnar. Aðal- lega réðist það á })á, sem með völdin fóru bæði í þinginu og þar í bænum. Fyrst í stað brostu menn góðlátlega- að þessum unga manni, sem öllu vildi breyta, en þegar liann heimtaði að Rodney McCune, þingmaður héraðsins, yrði ekki útnefndur við næstu kosningar, þá þótt- ust menn vissir um að hann væri lireint geng- inn af göflunum. En ritstjóriiín lét ekki sitja við orðin tóm. Hann fekk sér hest og hnakk og heim- sótti alla bændur á þessum slóðum, og urðu þeir flestir á hans máli, en allir urðu for- vitnir að sjá hvemig þessu reiddi af, og keyptu því blaðið. Stjórnmálin snerta alla ameríska sveita- menn. Um þau er meira rætt en nokkuð ann- að málefni. Allir lásu ritstjórnargreinarnar, en engum duldist að ókunnugum manni hlyti að vera um megn að breyta í nokkru stjórn- málum þar í sveit. En viku fyrir útnefning- arfundinn kemur sú frétt að McCune hafi neitað útnefningu og ekki getað fært fram neinar ástæður fyrir ákvörðun sinni. Fregnin barst manna á milli og olli miklu umtali. Það eina sem menn vissu, var það að McCune hafði verið í Plattville að morgni þessa dags, og séðst koma út úr “Herald” byggingunni ná- fölur og skjálfandi af reiði. Parker hafði verið viðstaddur eitthvað af samtali þeirra McCune og ritstjórans, en enginn fékk orð úr honum um það, sem skeð hefði. Þegar hann kom í skrifstofuna, hafði McCune legið fram á skriðborðið, auðsjáanlega í mikilli geðshræringu. “Parker, ” sagði ritstjórinn, og veifaði skjala-pakka, sem hann hélt á. “eg vil að þú sért vottur að munnlegum samningi, sem eg ætla að gera við McCune. Þessi skjöl eru eiðsvarin afrit af samningum, sem gerðir voru við strætisvagnafélag hér í ríkinu, meðan McCune sat á þingi. Mér voru þau send af gömlum vini lians, sem nú liefir auðsjáanlega skift um skoðun. Við höfum nú gert þá samn- inga að McCune taki aldrei framar opin- beran þátt í stjórnmálum, annars verði skjöl þessi prentuð. Ef liann svíkur mig, þá læt eg undir eins birta þau og dómstólarnir taka svo við málinu. Nú, ef svo skvldi fara að mér ýrði eitthvað mein gert—” ‘ ‘ Þér'verður hegnt; því mátt þú treysta, ’ ’ hrópaði McCune. “Þú ert argasti bófi, og—” “Vertu rólegur,” sagði ritstjórinn liæg- látlega. “Þetta ætti að geta gengið liljóða- laust, alt saman. Mér er hreint ekkert illa við þig, ef þú aðeins lætur öll stjórnmál af- skiftalaus.” “Þú ert að svíkja flokkinn—þú færð að sjá að þér áður en lýkur—” Ritstjórinn brosti næstum því rauna- lega. “Farðu nú heim til konu og barna og láttu fara vel um þig. Konunni þykir eflaust gott að þú ert hættur við þingmenskuna. ’ ’ “Þú mátt vera viss um að “hvítu liúf- umar” ná þér, ef þú dvelur framvegis í Platt- ville. Þér er bezt að vara þig, drengur minn,” sagði McCune. “Vertu «æll, Mr. McCune, þú manst að senda mér tilkynningu þess efnis að þú neitir að taka útnefningu, áður en þú ferð úr bæn- um. ” Ritstjórinn hugsaði sig um svolitla stund, en rétti svo fram hendina. “Við ætt- um að takast í hendur. Mér þykir fyrir því, að þurfa að fara svona með þig, og geti eg gert þér einhvern greiða seinna meir, þá láttu mig vita.” Fréttin um þennan mikla sigur blaðsins barst um alt ríkið og vegur þess óx með degi hverjum. Allir vildu lesa það og varð það brátt stærsta og bezta blaðið í grendinni. Nú var farið að gefa það út þrisvar í viku. Lúðrasveitin í Plattville spilaði heilt kvöld framan við glugga “Herald” byggingarinn- ar. Annan mánuðinn sem blaðið kom út, bætt- ist því nýr starfsmaður. Kvöld eitt kom rit- stjórinn þar að, sem nokkrir slæpingar úr drykkjukránni voru að gera gys að gömlum manni. Höfuð hans var stórt og höfðinglegt, skeggið mikið og snjóhvítt, og ritstjóranum leist vel á manninn. Gamla manninum hafði verið fleygt út úr kránni og var auðséð að hann var dauða drukkinn. Hann studdist upp við vegg og skammaði þessa óvini sína á latínu. “Vilt þú ekki verða mér samferða, Mr. Fisbee,” sagði ritstjórinn. Mr. Fisbee var sá eini af íbúum bæjarins, sem enginn þekti neitt til. Menn vissu að hann hafði útskrifast af einhverjum háskóla og síðan ferðast í fjarlægum löndum áður en hann kom til Plattville. Fólk })reyttist aldrei á að geta sér til um uppruna hans og fyrri æfiár. Hann hlaut að búa yfir einhverju miklu leyndarmáli, það var auðséð á háttum hans og útliti. Hin fallegu augu hans virtust í sífeldri leit að einhverjum fjarlægum, leynd- um hlut. Það var engu líkara en hann væri í leit eftir kaleiknum, eins og riddararnir i’orðum. Ilann var mildur á svip og rauna- legur. Andlitið lýsti ættgöfgi og höfðing- skap, en í seinni tíð virtist hann lifa í nokk- urs konar draumi. Ritstjórinn nefndi hann “hvíta riddarann,” og honum fór strax að þykja vænt um hann. Fisbee hafði komið til Plattville sem kenn- ari. 1 tíu ár var hann skólastjóri við mið- skóla bæjarins, en þar sem liann fór lítið eftir settum reglum en eyddi miklum tíma í fyrir- lestra um fornleifafræði og annað, sem ekki þótti nauðsynlegt að nema í Plattville, var honum sagt upp stöðunni. Hann var þá orð- inn gamall og átti litlar eignir, enda ekki fær um að vinna fyrir sér með öðru en kenzlu. Fyrst í stað ráfaði hann um göturnar, en svo fór hann að venja komu sína á drykkjukrána, unz hann varð svo drykkfeldur, að engir vildu liðsinna honum. Bækur sínar seldi hann til að geta drukkið, og nokkrum sinnum hafði hann orðið svo fullur, að hann varð að liggja þar sem hann var kominn. Daginn eftir að ritstjórinn fylgdi lionum heim, kom Fisbee á skrifstofu blaðsins með nýjan hatt og í nýjum, svörtum fötum. Hon- um liafði verið borgað fyrirfram, bækur hans leystar úr veði, og nú var hann orðinn með- ritstjóri við “Carlow County Herald.” Hann safnaði fréttum og skrifaði greinar, heim- spekilegs efnis, í blaðið. Fyrst í stað fylgdi ritstjórinn honum heim á leið þangað til komið var fram hjá Palace gistihúsinu, en þess þurfti nú ekki lengnr með. Fisbee var alveg hættur að drekka. Fisbee gamli átti dóttur. Þegar hún kom til Plattville, sagði hann henni frá því hvað ritstjóri “Ilerald” hefði reynst sér vel. Nýi blaðamaðurinn vann svo að segja dag og nótt, og smám saman fór honum að skiljast að fyrirrennari sinn hefði ekki svikið sig eins mikið og fyrst, sýndist. En þrátt fyr- ir það leiddist honum æ meir og meir. Ekki hafði honum dottið í hug, þegar hann fyrst fór að byggja sér skýjaborgir, að hann myndi eyða æfi sinni á slíkum stað sem Plattville. Ekki bætti })að neitt úr skák, þótt hann væri nú talinn mikill áhrifamaður, og þingmaður héraðsins sæktist eftir vináttu hans. Árin virtust líða hægt og ekkert markvert gerðist, að honum fanst. Ibúarnir í Plattville voru þó á annari skoðuH, sérstaklega þegar “ Car- low Herald” fór að ráðast á leyniflokkinn, sem nefndur var “hvítu húfurnar.” Þennan flokk hræddust þeir miklu meira en ritstjór- inn, enda vissu þeir betur en hann, hve öflugur og hættulegur sá félagsskapur gat verið. 2. KAPITULI. Ókunna stúlkan. Nú var komið fram í júnímánuð. “Car- low Herald”, sem alt af fór batnandi, flutti myndir af greifafrúnum í Lundúnum og rík- ismanna konum frá New York. Blaðið skýrði nákvæmlega frá athöfnum konungshirðarinn- ar á Englandi og veizlunum, sem haldnar voru í Hvíta húsinu. Alt þetta var útbúið af stór- blöðum borganna og sent til sveitablaðanna, og skáldkonunni, Miss Tibbs, fanst að náið samband væri nú orðið með Plattville og stærstu borgum stórveldanna. Margt bar nú samt til tíðinda í Platt- ville. Fulltrúi héraðsins í kongressinum átti að halda fyrirlestur bráðlega. Nú var von á circus, og átti hann að sýna listir sínar. ý)ll mál í héraðsdómi voru útkljáð, enda sat dóm- arinn fram á nætur og vildi þá einu sinni svo illa til að eitt vitnið sofnaði. Sama daginn og þingmaðurinn átti að flytja ræðu sína, steig ókurinug stúlka af lest- inni í Plattville, og ríkasti maður bæjarins, Brisooe dómari og dóttir hans, Minnie, voru til taks að mæta henni, og það sem enn meiri undrun vakti,—Fisbee gamli var þar einnig. Öll fjögur óku til bústaðar Brisooe dómara. Ókunna stúlkan og Fisbee sátu aftast í vagn- inum og ræddust við í hálfum Iiljóðum. Ökumaðurinn, Judd Bennett, sá ókunnu stúlkuna bezt, en þegar hann var spurður um útlit hennar, setti hann upp spekingssvip og vildi sem minst, segja, nema það, að bún myndi vera af göfugum ættum og kæmi langt að. Miss Mildy Upton, þjónustustúlkan hjá Briscoe, vissi talsvert meira. Hún sagði að ókunna stúlkan liéti S'berwood og ætti heima í Rouen. Miss Shervvood liefði kynst dóttur dómarans á kvennaskóla einhversstaðar aust- ur í ríkjum. Þó var eitt, sem enginn vissi, og , það var ástæðan fyrir }>ví að Fisbee skyldi vera }>arna staddur. Hann hafði ekið með dómaranum til að mæta Miss Sherwood, og hafði borðað kveldverð með lienni. Mr. Tibbs. póstmeistari, gat þess til að Fisbee liefði ver- ið boðið, þar sem hann væri líklcga eini mað- urinn í þorpinu sem væri nógu mentaður til að tala við stúlkuna. Miss Tibbs fanst þetta samt ekki líklegt, þar sem ungi ritstjórinn hlyti að vita miklu meira en Fisbee. Þetta viðurkendu allir. “Finst ykkur ekki,” sagði Miss Tibbs, “að dómarinn hefði frekar boðið ritstjóran- um, ef liann var að hugsa um að skemta stúlkunni. Hann er þó eittlivað yngri og skemtilegri. Svo er hann að verða svo fölur og veiklulegur. Það hefði hrest hann mikið að fá að kynnast þessari fallegu og gáfuðu stúlku. Það verður fróðlegt að sjá þegar þau mætast. Svo hafa þau kannske kynst áður, —ef til vill á ferðum hans, áður en hann kom hingað. Þau eru máske gamlir kunningjar, eða elskhugar. Hver veit?” stundi Miss Tibbs. “Heldur þú að han myndi sitja allan lið- langan daginn á skrifstofu sinni, ef svo væri,” sagði póstmeistarinn, “og láta Fisbee aka út með henni og borða kveldverð lijá dómar- anum?”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.