Lögberg - 22.03.1934, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.03.1934, Blaðsíða 3
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 22. MARZ 1934 3 Sólskin 1 _ _ _ _ i*> § »4Ai»»&«>».-s>-»oooo,vooooooooooooooooeo<>oo<»»»|,.»o*oooooooooooooooo»oooooooooooooo<»oo^-v,ww Sérstök deild í blaðiru Fyrir börn og unglinga DR. KNUD RASMUSSEN. Rétt fyrir jólin misti danska þjóSin einn af sínum mætustu mönnum, víking, sem þó liann dæi í blóma lífsins hafði unnið svo mörg afrek og góð, að rómuð voru um allan heim, maim, sem dó öllum á óvart frá starfi, sem var mikið, en virtist þó ekki vera nema hálfnað. Þessi maður var dr. Knud Rasmussen, land- könnuður og rithöfundur og fróðasti maður sinnar samtíðar um líf og háttu Eskimóa.— Ilann andaðist á sjúkrahúsi í Gentofte að- faranótt 21. desember eftir langvinn veikindi, sem hann hafði tekið í Grænlandi í sumar. Varð hann skvndilega veikur í Angmasalik og var fyrst haldið, að liann liefði fengið eitrun í sig af kjöti. Var hann þá fluttur á næsta sjúkrahús, en það var í Julianehaab, um 800 km. leið frá Angmasalik, og komst þar undir læknishendur, fárveikur af inflú- ensu og lungnabólgu en hjarnaði við næsta hálfan mánuð og fór til Kaupmannaliafnar með “Hans Egede” og lagðist á amtssjúkra- liúsið í Gentofte. Þar batnaði honum svo, að fjölskvlda hans var farin að vona að hann kæmist heim fyrir jólin, en þá skifti um. Lífsþrótturinn var þrotinn. Æfisaga dr. Knud Rasmussens er lengri en svo, að hún verði sögð í stuttri blaðagrein, nema aðeins sé stiklað á því stærsta. Hann var fæddur í Jakobshavn í Vestrjbygð 7. júní 1879 og var faðir hans prestur þar. Séra Chr. Rasmussen var kvæntur Louise Fleis- cher, en móðir hennar var grænlenzk, en fað- irinn norskur kaupmaður. Hann ólst upp í Grænlandi bernskuúr sín og lifði sig þegar inn í þjóðlíf Eskimóa, en síðar varð faðir hans prestur í Danmörku og gekk lvnud þar á latínuskóla og varð stúdent árið 1900. Það ár kom hann til Islands í för dönsku stúdent- anna, en sumarið eftir fór hann í fyrstu för- ina, er segja má að hafi haft vísindalegt markmið hjá honum, til Lapplands, í þeim erindum að kynnast hreindýrárækt, því að honum hafði hugkvæmt að Grænlendingar gæti haft mikið gagn af hreindýrum og vildi, að Danir flyttu dýr frá Lapplandj þangað. Bvrjaði því snemma áhugi hans fyrir græn- lenzkum málefnum og sá áhugi dvínaði aldrei. Fyrstu vísindalega Grænlandsför sína fór dr. Rasmussen með Mylius-Eriolisen skáldi og Iíarald Motke málara til Norðvestur Gænlands 1902 til ’04. Var för þessi nefnd “Den litterære Grönlandsekspedition” og markmið hennar var að rannsaka siði af- skektra Eskimóaflokka, safna vísum og sög- um þeirra og því um líku. Dvöldu þeir félag- ar heilan vetur uppi í York-héraði, óraveg fyrir norðan hinar eiginlegu bygðir. Þarna stofnsetti Rasmussen síðar Thule-nýlenduna ásamt P. Freuchen. Arið 1905 starfaði hann að undirbúningi hreindýraflutnings til Græn- lands, en úrið 1906—’08 dvaldi hann ýmist í nýlendunum dönsku eða meðal hinna af- skektu Eskimóa og safnaði þjóðsögum Eiski- móa og gerði athuganir á þjóðtrú og forn- eskju, með svo góðum árangri, að heimildir hans vörpuðu alveg nýju ljósi yfir menningu þjóðarinnar. Hann hafði eftir veruna í Thule, skorað á dönsku stjórnina að stofna selstöð í Thule, sem væri í senn aðstoð norð- urfara og verzlunarstöð pólar-eskimóanna, en því var ekki sint og fékk því Rasmussen sjálfur héraðið að léni hjá Dönum og rak þar verzlun síðan, seldi veiðimönnum vörur og keypti skinn. Árið 1912 gerði hann, ásamt Freuchen út leiðangur til Pearylands, norður yfir jökulinn og til baka aftur. Tókst sú för ágætlega, þó að útbúnaður allur væri eigi full- komnari en sá, sem Eskimóar hafa á slíkum ferðum. Var ferð þessi. nofnd 1. Thuleleið- angurinn. Annan Thuleleiðangurinn fór dr. Rasmussen 1916, var hann fjölmennari, og meðal þátttakenda voru Mr. Lauge Koch, sem nvi er orðinn frægur maður fyrir rannsóknir sínar á Grænlandi, og Svíinn dr. Wulff, sem var hér á ferðinni 1911, ásamt Albert Eng- ström. Þessi ferð var farin með endilangri norðurströnd Grænlands og varð mesta glæfraför. Þeir félagar sultu heilt sumar, og dr. Wulff dó úr hungri. Höfðu þeir ætlað sér að vera 5 mánuði í ferðinni, en voru 25. Og eiginlega var þessi leiðangur fyrir utan verksvið Rasmussens. Hann var fyrst og fremst mannfræðingur og menningarsögu- fræðingur, hann vildi kynnast sem flestum groinum Eskimóa og stöðum þeim, sem þeir höfðu áður lifað á, til þess að fá gögn til yfir- lits um flutning þeirra og menningu á ýmsum tímum, en hrein landkönnunarferð eins og norðurferðin 1916—T8 var honum allsendis óþörf. Og eftir þetta eru það ekki landfræðis- rannsóknir heldur verkefnið: Þjóðfræði Eskimóa, sem allur liugur hans beinist að. Hann skoðaði fornleifar þeirra, hann safnar vísum og sögum og lögum, íiann heimsækir hverja bygð og talar við alla. Hann innlifast Eskimóum, þeir elska hann eins og goð og dást að honum, og enginn maður hefir verið jafn vinsæll í Grænlandi og hann, fyr eða síð- ar. Bn honum er ekki nóg að kynnast Eski- móunum í Grænlandi. Verkefnið var vaxið up í heildarrannsókn á Eskimóum hvar sem er í heiminum og þessvegna gerir hann út leið- angur þann hinn mikla, sem hann varð fræg- astur fyrir: Sleðaferðina vestur yfir nyrstu jaðra Canada alt vestur til Alaska, og heim- sældr í þeirri ferð nálega alla núlifandi Eski- móaflokka þar. Þessa ferð fer hann á árun- um 1921—’24 og hún varð til þess að afla honum heimsfrægðar. Eftir hana er dr. Ras- mussen jafnan talinn í flokki lielstu land- könnuða. heimsins. Hefir ítarleg bók í þrem- ur bindum komið út um þá ferð, og ennþá er ekki lokið útgáfu vísindaritsins um ferðina, sem er afar yfirgripsmikið verk. Eftir þessa ferð dvaldi dr. Rasmussen meira heima en áður og vann úr dagbókum sínum og söfnum frá Canada-ferðinni, ásamt félaga sínum dr. Therkel Mathiasen. Dvaldi hann þá löngum úti í sveit í litlu húsi, er hann átti þar, til þess að hafa sem bezt næði. En Grænland kallaði. Seinustu ár æfi sinnar var dr. Rasmussen í Grænlandi á hverju sumri og vann aðallega að rannsóknum á fomum bú- stöðum Eskimóabygða, sem nú eru fyrir löngu komnar í eyði. Af þessum rannsóknum ætlaði liann að komast að niðurstöðu um ferðir Eski- móa og þjóðflutninga, fyrst og fremst í Græn- landi, ef verða mætti, að af því mætti fá svar við hinni vandasömu spurningu um, livaðan Eskimóar séu í raun og veru komnir, svo og skyldleika þeirra við mongólska kynþáttinn. Jafnframt starfaði hann að kvikmyndatöku, sumarið 1932, með dr. Franck er hann var að taka mvndina ‘ ‘ Grænland kallar! ” og í sumar að kvikmyndinni “Bolos Bryllup,” sem hann tók fyrir þýskt félag. En eigi er nema hálfsögð saga, þó sagt sé frá ferðum dr. Rasmussens. Hann var eigi aðeins vísindamaður, heldur einnig skáld og merkur rithöfundur. Fyrstu bækur hans voru “Nye Mennesker,” “Under Nordenvindens Svöbe” og “The People of the Polar North” (um Eskimóana í Tliule). Árið 1915 gaf hann út “Min Rejsedagbog” og “Foran Dagens Öje. ” Frá ferðinni 1916—’18 segir hann í “Grönland langs PolhavCt” og árangur af þjóðsögusöfnun sinni birtir hann í “Mytlier og Sagn fra Grönland.” Þá koma hinar miklu bækur lians frá Canada-ferðinni o. fl. o. fl. liann hefir skrifað fjölda af smásögum, og lýsa þær einkum lífi og liugsunarhætti Eski- móa. Nokkrar þeirra hafa birst í þessu blaði. Einnig hafa komið nokkrar bækur út eftir hann á grænlenzku, en það mál skrifaði hann og talaði til fullhustu. Knud Rasmussen seg- ir aðdáanlega vel frá, sögur hans eru þrungn- ar af innsýni og samúð og málið létt og leik- andi. Og eflaust verður þess langt að bíða, að nokkur rithöfundur kunni jafngóð skil á því að lýsa Eskimóum, eins og hann. Knud Rasmussen kom, eins og áður er sagt, til Islands sumarið sem hann varð stú- dent, og má vera að hann hafi komið hér áð- ur er hann fluttist sem unglingur til Dan- merkur. Nokkrum sinnum kom hann við hér á landi á ferðum sínum, en vorið 1929 dvaldi hann.hér í Reykjavík í fyrirlestrarerindum við háskólann, sendur af liáskóla Kaupmanna- hafnar. Var hann hér þá nokkrar vikur. Fyrsti fyrirlesturinn var haldinn hér í kaup- þingssalnum, en það kom á daginn, að þau húsakynni reyndust of lítil. Fólkið stóð í lmapp úti á gangi, því að allir vildu sjá Knud Rasmussen, þennan fræga mann, sem hafði farið fyrir norðan alt Grænland og norðan alt Canada. Og fyrirlestrarnir voru fluttir í Nýja Bíó. En þeir, sem í fyrsta skifti komu til að sjá manninn komu aftur til að heyra liann. Því að vísu var gaman að sjá dr. Knud Rasmussen, þenngn lá-vaxna, síkvikandi og iðandi mann, með hrafnsvarta hárið, hvassa nefið og snöru augun, en það var þó ennþá. meira gaman að heyra hann tala. Um manninn Knud Rasmussen mætti skrifa langt mál, því að þó að hann væri fræg- ur sem ferðamaður og sem mesti Eskimóa- þekkjandi heimsins um sína daga, þá var per- sónuleiki 'hans eigi síðri. Alþýðlegri mann getur ekki, meiri fjörkálfur var ekki til, og alúðlegri manni mun leitun á. Það var ekki þur og ])óttalegur vísindamaður, drembinn af heimsfrægðinni, scm hittist undir nafninu dr. Knud Rasmussen. Það var ungur mað- (Framh. á bls. 8) PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS I..................................... PHYSICIANS QAid SURGEONS DR. B. J. BRANDSON DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Dr. P. H. T. Thorlakson 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Qr&ham og Kennedy Sta. 206 Medlcal Arts Bldg. Cor. Crahaui og Kennedy St». Talsími 26 688 Phone 21 SJ4—Office timar 2-1 Stundar augna, eyrna, nef og Cor. Graham og Kennedy Sta Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnlpeg, Manitoba kverka sjúkdóma.—Er aö hitta kl. 2.30 til 6.30 e. h. Helmili: 638 McMILLAN AVE. Talalmi 42 691 Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 2U0 DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. 729 SHERBROOKE ST. Cor. Oraham og Kennedy 8ta. Phone 21 834—Office timar 4.30-6 VíÖtalstlmi 3—6 e. h. Phone 24 206 Office tímar: 3-6 og 7-8 e. h. Heimill: S 8T. JAMES PLACE Wlnnipeg:, Manitoba 532 SHERBURN 8T.—Slmi 3« 177 Heimili: 10^2 Home St. Phone 72 409 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur ISofrœtfinpur Skrifstofa: Room Sll McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 165* PHONES 95 062 og 19 049 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœOingvr 801 Great W«st Perm. Bldg. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœðingar 325 MAIN ST. (á ööru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta aö Gimli fyrsta þriðjudag f hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON B A, LL.B. LögfrœOinovr E. G. Baldwinson, LL.B. tslenekur löofrceOingur William W. Kennedy, K.C., LL.B. Fred C. Kennedy, B.A., LL.B. Kenneth R. Kennedy, LL.B. Kennedy, Kennedy & Skrlfst.: 702 CÓNFEDERATION LIFE BUILDINO Maln St., gegnt City Hali Phone 97 024 Residence Phone 24 20* 729 SHERBROOKE ST. Kennedy liarristers, Solicitors, Etc. Offices: 505 Union Trust Bldg. Phone 93 126 WINNIPEG, CANADA DllUGGlSTS DENTISTS WINNIPEG DRUG COMPANY, LTD. H. D. CAMPBELL Prescription Specialists Gor. PORTAGE AVE. and EENNEDY ST. Winnipeg, Man. Telephone 21 621 DR. A. V. JOHNSON tslenakur Tannkeknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEO Gegnt pósthösinu Slml 96 210 Heimilis 33 323 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m PHONES: Office 3fi 19(1 Res. 51 455 Ste. 4 Norinan Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Take Your Prescrlption to Drs. H. R. & H. W. BRATHWAITES LTD. Dr. A. B. Ingimundson TWEED Tannkeknir Tannlœknar PORTAGE & VAUGHAN Opp. “The Bay” 4 06 TORONTO GENERAL 6 02 MEDICAL ARTS. BLDG. TRUST BUILDING Slmi 22 296 HelmlUa 46 054 Cor. Portage Ave. og Smith 8t. Telephone 23 3 51 We Deliver PHONE 26 646 WINNIPEG OPTOMETRISTS * MASSEUR Harry S. NOWLAN Optometrist Tei. 28 833 Res. 35 719 C. W. MAGNUSSON NudAUrknir 804 TORONTO GENERAL TRUSTS BLDG. ( *y*s '^VoiasjíA lotAMINIO/ J FITTtO 1 41 FURBY STREET Phone 36 117 Portage and Smith 305 KENNEDY BLDG. Phone 22133 (OPP. Eaton’s) BHmlS og »001118 um aamtalatlma BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsfml: 86 607 Heimilis talslmi 501 562 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We specialize in Permanent Waving, Finger Waving, Brush Curling and Beauty Cuiture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 801 PARI8 BLDG., WINNIPBG Fastelgnasalar. Lelgjc. hús. Ot- vega peningalán og eidsábyrg* af Ulu tagl. i »one 94 121 A. C. JOHNSON 9 07 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sp&rlíé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundls. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 38 328 MOORE’S TAXI T elephone 28 333 J. SMITH Guaranteed Shoe Repairing. First Class Leather and workmanship. Our prices always reasonable. Cor. TORONTO and SARGENT Phone 34137 HOTEL f WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Doton Town Totel" 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, Jinners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALL, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pcegilegur og rólcgur bústaður i miðbiki borgarinnar. Herbergi $.2.0J) og þar yfir; með baðklefa $3.00. og þar yfir. Ágætar máltiðir 40c—60c Free Parking for Guests HOTEL CORONA 26 Rooms with Bath, Suites with Bath Hot and cold water in every room Monthly and Weekly Rates Upon Request Cor. Main St. and Notre Dame Ave. East. J. F. Barrieau, Manager THE WINDSOR HOTEL HOTELST. CHARLES M c L A R E N HOTEL J. B. GRAY, Mgr. & Prop. ‘ In the Heart of Everything Enjoy the Comforts of a First European Plan WINNIPEG Class Hotel, at Reduced Rates. Rooms $1.00 and up Rooms from $1.00 Up $1.00 per Day, Up Hot and cold running water Special Rates by Week or Month Dining Roorn in Connection Excellent Meals from 30c 197 GARRY ST. Phone 91 037 !■ D ■ A J _ * ■ l UJ •• 1 lt rays to j Advertise m tti ie Logl berg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.