Lögberg - 22.03.1934, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.03.1934, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MARZ 1934 5 SCHOOLo/ COMMERCE 4TH FLOOR, NEW TELEPHONE BLDG| Cor. Portage Ave. and Main St. WINNIPEG, MANITOBA Phone 9-5678 EASTER TERM COMMENCES MONDAY, APRIL 2nd A Better Environment Attracts Better Students . . . A modern College of Commerce in a modern office building, equipped and staffed to effectively train well- educated young men and young women of the right business type for business careers. ENROLMENT DEFINITELY LIMITED TO 100 STUDENTS Enroll at Any Time Day School, $15 Half Days, $10 Night School, $5 Vestur-Islendingar og heimaþjóðin í mörg ár var íslenzka þjóÖin af- skekt og langt frá öörum þjóÖum, og hún er það enn, landafræðislega, en samgöngurnar, og það sem þeim er samfara, hefir fært hana nær stærri þjóðunum og kynt liana. Bók- mentir þjóðarinnar hafa einnig kynt hana víða um lönd, en engin kynn- ing á þjóðinni, siðum hennar, á venjum hennar og á allri menning hennar, hefir verið eins víðtæk og áhrifa mikil eins og vesturflutning- arnir, því þó ferðalög einstaklinga, auglýsingar, myndasýningar og ann- að þvi likt, sé mikils virði, þá eru lifandi myndirnar—fólkið sjálft— áhrifamest. Eg ætla mér ekki að fara að lýsa því hér hvernig aug- lýsing að Vestur-íslendingar hafa reynst heimaþjóðinni, né heldur hvernig að þeir gera það nú. Eg vil aðeins minna menn á þann ómót- mælanlega sannleika að þeir hafa verið það, eru það nú, og verða um lengri eða skemri tíma. Eg veit ekki hversu skýr að sú aðstaða gagnvart heimaþjóðinni hef- ir verið, eða er, alment talað, en eg veit að hún hefir verið ljós fyrir allmörgum og ósjálfrátt hafa þeir allir fundið til hennar. Það er ekki íslenzkur maður, eða íslenzk kona, né heldur afkomendur þeirra til í Ameríku, sem ekki hafa tekið upp þykkju er þeim' hefir fundist að þjóð þeirra eða landi hafi verið hall- mælt að ósekju—sem ekki gleðjast út af velgengni íslenzku þjóðarinn- ar og hryggjast út af mótlæti henn- ar. Þetta er nú ekki aðeins eðlilegt, heldur með öllu óumflýjanlegt, þar sem skyldleikinn er svo nákominn og sifjaböndin svo sterk: en mönn- um þótti miður við þá móðgun, ekki aðeins vegna móðgunar þeirrar, sem þeir persónulega urðu fyrir, það var rnóðgun gegn þeim, að sjálfsögðu, en það var líka móðgun gegn þjóð þeirra, þeir vissu og vita að sómi einstaklingsins og sómi þjóðar hans var eitt og hið sama i augum hérlends samtiðarfólks hans. Vestur-íslend- ingar og íslenzka þjóðin í sama númerinu og sama álitinu, í sömu niðurlægingunni, eða í sömu upp- hefðinni. Vestur-Islendingar voru og eru óumflýjanlega kjörnir til að vera merkisberar íslenzkrar menn- ingar í Vesturheimi, sem aftur gjör- ir það að verkum, að þeir verða ekki aðeins að vaka yfir sínum persónu- Iega sóma og heiðri, heldur líka heiðri þjóðar sinuar. Þegar um Vestur-íslendinga er að ræða frá þessu sjónarmiði, þá verður að deila þeim í tvent. Fyrst sem einstaklingum, og í öðru lagi sem heild. Sem einstaklingar hafa þeir reynst vel og í hvívetna komið fram sjálfum sér og þjóð sinni til sóma. Þeir hafa fylt og fylla æðri og lægri stöður hér í álfu, og áunnið sér virðingu og tiltrú alstaðar og á því sviði komið fram sem merkis- berar, er hver þjóð má vera meira en ánægð með. Sem heild er nokkuð öðru máli verið að gegna. Þar hafa þeir verið og eru skiftir, sem hefir veikt þá svo, að þeir hafa ekki getað náð sama haldi á hlutunum og þeir hefðu getað og gætu, ef þeir væru allir samtaka, en þrátt fyrir þann farar- tálma, hafa þeir þó sótt fram sem heildir, svo að önnur þjóðarbrot hafa ekki gjört það betur, þegar til- lit er tekið til mannfjölda, nema ef vera skyldu Gyðingar, sem að því er samheldni og þjóðrækni snertir, eru víst einstæðir, sem hefir og gef- ið þeim það afl að þeir ráða nú lof- um og lögum um þýðingarmestu mál þjóðanna. Þegar um heildarsamtök Vestur- íslendinga er að ræða, þá eru það stofnanir þeirra, sem til greina koma, því um þær safnast þeir sam- an. Þær eru brennipunkturinn í tilberu þeirra, sem sérstakrar heild- ar» í þeim felst menningarkjarni sá, sem þeim er annast um—sern lif- rænastur er og þar af leiðarídi felur í sér flest skilyrðin til menningar- legs þroska. Þessar stofnanir eru því fjöregg Vestur-Islendinga.dífs- akkerið, sem ekki aðeins heldur þeim í höfn í róti lífsinsv, heldur og líka spegillinn, sem þeir eru séðir í, og þjóð þeirra. Stofnanir þessar tákna aðal menningarstraumana í lífi islenzku þjóðarinnar, eða það væri máske réttara að segja að þær væru kvíslir frá þeim. Þessa strauma, eða straumkvíslir tákna blöðin, kirkjurnar og skólinn — menningarstrauma hins islenzka þjóðlífs í aldaraðir. Ef að þessir straumar hættu að renna, þá hættu Vestur-Islendingar að vera til sem sérstök heild og þá hættu þeir líka að vera merkisberar hinnar íslenzku þjóðar hér í álfu, því þá væri ekkert til að sérkenna þá frámar. Eg hefi heyrt menn spyrja að því hve lengi að þessir strauinar geti haldið áfram að renna, eða með öðr- um orðum, hve lengi að hinar sér- stöku stofnanir Vestur-íslendinga geti staðið hér vestra, því get eg náttúrlega ekki svarað, eg veit það ekki, en annað veit eg, og það er, að það er sjálfum Vestur-Islending- um, meðborgurum þeirra og hinni íslenzku þjóð fyrir beztu, að þess- ir menningarstraumar haldi sem lengst áfram að renna. Jóns Bjarnasonar skóli er tákn hins þyngsta og dýpsta menningar- straums, sem vermt hefir sál hinnar íslenzku þjóðar—þess straumsins, sem ylaði þjóðinni um löng og dimm vetrarkvöld, á einum mannsaldrin- um eftir annan, og sem flutt hefir hugsanir, þekking og andlegt at- gjörvi þjóðarinnar út yfir höfin. Menningarstraumur sá hefir verið, og er, arineldur hinnar íslenzku þjóðar og hann hefir verið, og er, arineldur vor Vestur-íslendinga. Hvers virði er Vestur-Islendingum það leiðarljós? Er það ekki þess virði, að það sé glætt og látið brenna. Er ekki sá lífskjarni, sem veitt hefir þjóðinni íslenzku þrótt til að vinna sigur á erfiðustu við- fangsefnum hennar, og erfiðustu aðköstum, sem henni hefir að hönd- um borið, þess virði fyrir Vestur- íslendinga, sem' eru hold af hennar holdi og blóð af hennar blóði, að láta nokkur cent af hendi árlega, þeim lífskjarna til viðhalds? Er hann ekki hverjum einasta íslenzk- um manni og hverri einustu islenzkri konu eins dollars virði á ári? Meira þyrfti ekki, og ekki einu sinni það, ef allir vildu vera með til þess að vernda þann lífskjarna og heiður sinnar eigin þjóðar. Það hefir verið sagt að skólinn islenzki eigi sér enga framtíð, eða framtíðar möguleika, sem er sama og segja, að menningarhugsjónir þær, sem hann táknar, eigi sér enga framtíð í þessari álfu. Náttúrlega er eg ekki samþykkur þessari skoð- un. I fyrsta lagi fyrir þá skuld, að það er algjörlega á valdi Vestur-ís- lendinga sjálfra, hvort skólinn og menningarhugsjónir þær, sem hann táknar, eiga langt eða skamt líf fyrir höndum, algjörlega á þeirra valdi, hvað mikið að þeir vilja leggja í sölurnar fyrir þær, hversu mikils virði þær eru þeim sjálfum, og hversu þýðingar miklar þeir álíta þær fyrir afkomendur sína og þjóð sína í heild. » Ef að hverjum einum þeirra fynd- ist þær vera dollars virði á ári, fyrir sig og sína, þá getur líf skólans orð- ið langt, þvi ef afkomendur þeirra sæu alvöru foreldra sinna í þvi máli, og væru látnir skilja þýðingu þá, sem slíkar hugsjónir hefðu fyrir þá og aðra, er eg viss um, að þeir myndu ekki bregðast þeim frekar á meðal íslendinga, en þeir hafa gjört á meðal annara skandinaviskra þjóða, þar sem reynslan ber nú vitni. I öðru lagi, fyrir þá skuld, að norrænar hugsjónir, norrænar bókmentir, og norræn lífsreynsla, er að ryðja sér til rúms i menningar- löndum heimsins og hjá hugsandi mönnum æ tneir með hverju liðandi ári. Hví skyldu Vestur-íslending- ar vera þeir einu, sem væru van- trúaðir á lífræni þeirra, gagn þeirra og þörf? Menn munu nú máske hugsa og segja, að Jóns Bjarnasonar skóli fullnægi ekki, til að ná því takmarki, sem hér um ræðir, að íslenzka mál- inu fari stöðugt hnignandi á meðal Vestur-íslendinga, að tala þeirra, sem þessvegna sæki skólann fari fækkandi, eins og hún hefir gjört siðustu árin, og að Vestur-Islend- ingar sjái enga ástæðu til að halda 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá öllum lyfsöium, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. uppi skóla til að menta syni og dæt- ur innlendra manna, og enn frem- ur, að skólinn sé svo settur að Vest- ur-íslendingar geti ekki alment not- ið hans. Eg verð að játa að í fljótu bragði hafa þessar mótbárur nokk- uð til síns ágætis, en þegar betur er að góð, verða þær ekki eins rót- tækar og þær sýnast við fyrstu at- hugun. Hvað skólann sjálfán snert- ir, þá er hann, eins og allar aðrar stofnanir. það sem aðstandendurnir gjöra hann. Engin stofnun getur náð settu takmarki, án þess að sam- tök, atorka og vilji þeirra, sem að henni standa, flytji hana að því. Jóns Bjarnasonar skóli ekki held- ur, svo það er alveg undir Vestur- Islendingum komið hvort hann nær takmarkinu, eða hversu langt á- leiðis að hann kemst að því. Mundi það ekki vera dolíars virði fyrir hvern einasta Vestur-íslending, að reyna að ná takmarkinu? I sambandi við íslenzkt mál og aðsókn islenzkra námsmanna og meyja, er það að segja, að skólinn á þar enga sök að máli. Hann hefir gjört sitt ítrasta, og gjörir enn, til að viðhalda málinu og vekja athygli nemandanna á menningarhugsjónum þeim, er það geymir, og einnig til að fá íslenzka nemendur inn í skólann. Ef það hefir ekki tekist, þá er það ekki skuld skólans, heldur aðstand- enda námsfólksins, og getur staðið til bóta, og gjörði það áreiðanlega, ef velviljinn til skólans gæti orðið nógu almenhur og riógu sterkur. Um það hvort nokkur sanngirni mæli með því, að Vestur-íslending- ar séu að kosta til þess að menta syni og dætur innlends fólks, er það að segja að mér finst sú hugsun misbjóða hugsjónum þeim, sem Jóns Bjarnasonar skóli er bygður á, og vonum þeirra manna, sem stofnuðu hann og hafa haldið honum við fram á þennan dag. Ef vér, sem sér- stakur mannflokkur, höfum eitthvað verðmætt að bjóða, þá erum við að bjóða það þjóðunum, sem við er- um búsettir hjá, og að þær skuli hafa, að meira eða minna leyti, kom- ið auga á það, virt það og notfært sér það, ætti sizt að vera Vestur- íslendingum sorgarefni. Svo fjarri finst mér sú hugsun vera norrænum drengskaparanda og kristilegri bróð- urkenningu, að hún fái alls ekki staðist í sambandi við hugsjónir slíkar sem þær, er Jóns Bíjarnason- ar skóli, og allar aðrar almennar skólastofnanir, eru bygðar á. Hún getur ekki á nokkurn hátt aukið sjálfsvirðingu okkar, þjóðanna, sem við erum búsettir hjá, fyrir menn- ingarþroska vorum, né heldur okk- ar eigin þjóðar. Það ætti að minsta kosti að vera dollars virði hverjum Vestur-íslending, á ári, að vita að innlendir menn eru farnir að viður- kenna 'þessa menningarviðleitni Vestur-íslendinga og færa sér hana í nyt. Þá síðast um það, hvernig að skólinn er settur. Ekki get eg meint að það geti verið alvarlegt ágrein- ingsefni. Það er engin stofnun, slík sem skólinn íslenzki er, sem þannig er settur, að allir hlutaðeigendur nái beint til he’rínar og geti hagnýtt sér hana persónulega, og samt er þeim haldið við. Hversvegna er þeim haldið við? Af því að þær tákna eitthvað það, sem fólki því er á bak við þær stendur, er heilagt og kært og þess virði að því sé hlúð—eitt- hvað það, sem því er meira virði fn peningarnir, sem það leggjur til þeirra stofnana. Vonir þess fólks eru bundnar við þær og heiður þess. Það er ekki persónulegur hagnað- ur, sem knýr bræður vora, Norð- menn, eða frændur vora Dani og Svía, til að halda uppi menningar- og mentastofnunum sínum í þessari álfu, heldur sameiginlegt áhugamál —sameiginlegar þroskahugsjónir. Þannig þarf það að verða með Jóns Bjarnasonar skóla og Vestur-ís- lendinga líka, og eg er sannfærð- ur um að þótt að hagurinn væri enginn annar en sá, sem flestir þeirra hefðu af skólanum, en að vita og finna til þess, að þeir væru þátttakendur i að vernda, efla og útbreiða menningarþroska sinnar eigin þjóðar, sér cg henni til heið- urs, þá væri það margsamlega eins dollars virði á ári, menningarlega, fyrir þá sjálfa. Landar góðir, gjörið það að fastri reglu, að senda Jóns Bjarnasonar skóla eimi dollar á ári nú og hér eftir og látið það ekki begðast. /. J. Bíldfell. Allar gjafir til skólans sendist til S. W. Melsted, féhirðfá; 673 Banna- tyne Ave., Winnipeg. Frá Gimlisöfnuði Gimlisöfnuður hélt ársfund sinn eftir messu þ. 25. febr. s. 1. Messan var kl. 3 e. h. og mátti heita vel sótt. Fundurinn á eftir var með fjöl- mennasta móti, eftir því sem safn- aðarfundir venjulega gerast. For- seti safnaðarins hefir í seinni tíð verið Friðfinnur O. Lyngdal, kaup- maður. Tók hann við forstöðunni af Þórði bónda Ásfjörð, er í mörg ár hafði verið forseti safnaðarins. Skrifari Gimlisafnaðar hefir Iengi verið J. B. Johnson, bóndi og út- gerðarmaður á Bfrkinesi. En sök- um umfangsmikillar vinnu við út- gerð sina og langrar burtveru frá heimili sínu, lét hann af því starfi síðastliðið ár. Var Guðfnundur bóndi Narfason þá kosinn skrifari í hans stað.— Féhirðir safnaðarins hefir undan- farin ár verið Haraídur Bjarnason kaupmaður. Hagur Gimlisafnaðar má heita í mjög góðu lagi. Tnntektir til safn- aðarstarfs hofðu verið á árinu vel yfir þúsund dollarar. Svo hafði og söfnuðurinn kóstað til allmikillar viðgerðar á kirkjunni, lagt á hana nýtt spónþak, meðal annars, auk ýmissa smærri viðgerða. Kirkja Gimlisafnaðar hefir verið rafíýst í nokkur undanfarin ár. Kostaði Mrs. C. O. L. Chiswell ljósaútbúnaðinn, og gaf kirkjunni. Var þess getið á þeim tima. Lét hún safnaðarstjórn tiltaka hve mörg ljósin skyldu vera og hvar sett. Eft- ir þvi var svo farið með verkið. Var alment fagnað yfir ljósunum ríýju. Seinna fundu menn þó til þess, að nefndinni hefði láðst að setja ljós úti, við hvorutveggja dyr kirkjunn- ar, þó strætisljós séu raunar þar ekki langt frá. Úr þessu var bætt á liðnu ári. Þau Mr. og Mrs. C. P. Paul- son gáfu ljós, bæði við framdyr og hliðardyr kirkjunnar, og mintist forseti þess með þakklæti, fyrir safnaðarins hönd, rétt eftir að hann hafði sett fund.— I safnaðarstjórn Gimlisafnaðar fyrir komandi ár voru kosin: F. O. Lyngdal, forseti; Guðmundur Narfason, skrifari; Ketill Valgarðs- son. féhirðir; Mrs. C. P. Paulson, Haraldur Bjarnason, J. B. Johnson og Guðmundur Pétursson. Djáknar eru Mrs. C. P. Paulson, Mrs. Á. Hinriksson, Mrs. D. Pét- ursson, Mrs. G. Hannesson og Miss R. Johnson. Yfirskoðunarmenn voru endur- kosnir þeir H. P. Tergesen kaup- maður og C. P. Paulson bæjar- stjóri. Forstöðukona sunnudagsskólans var endurkosin Mrs. C. P. Paulson. Innritaðir nemendur þar nú um 120, eða vel það.—Mikill og lifandi á- hugi sýnist nú ráða bæði í sunnu- dagsskólanum og í safnaðarstarfinu yfirleitt.— Kvenfélag Gimlisafnaðar er frá- bærlega duglegt. Hefir það starf- að í fjöldamörg ár með miklum á- huga og hefir jafnan verið vakandi fyrir velferð saínaðarins. Sömu- leiðis hefir Dorkas-félag ungra kvenna unnið með lifandi áhuga. Tók það félag mikinn og góðan þátt Þ viðgerðarstarfi kirkjunnar síðast- liðið sumar.—Er safnaðarstjórn þakklát konunum, eldri og yngri, fyrir þeirra umfangsmikla og veg- lega starf. — Þakklætisatkvæði greiddi fundurinn presti, safnaðar- stjórn og öðru starfsfólki safnaðar- ins á umliðnu ári.— (Fréttaritari Lögb.) VEfíKFALL I' AÐSIGI Eftir fregnum frá Bandarikjum að dæma er útlit fyrir að stórkost- legt verkfall vofi yfir í bíla-verk- smiðjum þar syðra. Verkamenn General Motors og Chrysler félaganna og margra ann- ara smærri, hafa lýst því yfir, að verkfallið byrji næstu daga, ef að vinnuveitendur verði ekki við kröf- um þeim, sem gerðar hafa verið. Samkvæmt viðreisnar ráðstöfunum Roosevelts, er hverjum manni heim- ilt að gerast meðlimur í verkamanna - manna félögum (Trade Unions) og um leið að kjósa sjálfur talsmenn sina til að gera samninga við vinnu- veitendur. Að vísu hefir þetta ætíð verið heimilt, en ýms stærri félög þar syðra hafa neitað að viðurkenna verkamannasamtök og margir hafa tapað atvinnu, ef það sannaðist að þeir væru þeim tilheyrandi. Þetta lofaðist stjórnin til að lagfæra, en verkamenn segja að félögin haldi áfram uppteknum hætti. Allsherjar samband verkamanna i Bandaríkjunum (American Fed- eration of Labor) stendur á bak við hið fyrirhugaða verkfall, og óttast menn að stór skaði sé búinn, ef til þess kemur. Nú hefir verið skorað á forsetann að skakka leikinn, en ekki er víst að það dugi til, svo megn sem óánægj- an er nú orðin á báðar hliðar. Innbrotsþjófurinn: Hvar er mað- urinn yðar? Konan (skjálfandi) : Hann faldi sig undií rúminu. Innbrotsþjófurinn: Þá ætla eg ækki að hreyfa neitt. Það er nógu mikið böl að eiga ragan mann, þó tnaður sé ekki rændur í þokkabót. Tvöföld raun Það er mikið þrauta stríð, Þungan harm að bera. Öðrum háður alla tíð Ekki er gott að vera. /. K. Jónasson. standard ^RMaldehydI í> DREPUR MYGLU ÁHRIFIN 100% VERNDAR K0RNIÐ Eyðið ekki Formalde- hyde. F&ið bolla til að mæla það í hjá kaupmanninum fyrir 5 cents. Kaupmaður yðar hefir nú þessa árs birgðir! Hafið ÞÉR pantað yðar?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.