Lögberg


Lögberg - 22.03.1934, Qupperneq 4

Lögberg - 22.03.1934, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MARZ 1934 Högíjerg OeflS ðt hvern fímtudag af T H E COLUMBl'á. P R E B 8 L I M I T E D 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritatjðrans. BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um áriO—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 88 327 St. Lawrence samningarnir Bandaxíkja senatið hefir neitað að stað- festa samninga þá, sem stjórnir Canada og Bandaríkjanna höfðu gert viðvíkjandi St. Lawrence skipaskurðinum. Þessir samningar voru í alla staði viðun- anlegir, að því er virtist, og kom mörgum á óvart að þannig skyldi fara. Mótspyrna gegn samningunum kom aðal- lega frá New York og Illinois ríkjunum. Ibúar ihins fyrenda ríkis ætla að auknir flutningar um St. Lawrence skurðinn, verði til þess að New York borg tapi tals- verðu af þeirri verzlun, sem hún hefir ætíð haft, sem stærsta hafnarborg Ameríku. Verstu féndur þessa máls hafa þó ætíð verið hin öflugu raforkufélög austur frá, sem telja sér hættu búna, ef hið opinbera tæki að sér að starfrækja þau miljón hestölf raforku, sem New York ríki fengi í sinn hlut, ef skurður- inn væri gerður. Afstaða New York ríkis er því skiljan- leg. Hitt er einkennilegra að Illinois ríki skuli einnig hafa barist gegn þessutn samn- ingum. Það liggur í augnim uppi, að ef skip- gengt yrði upp til stórvatnanna, þá myndi Chicago Verða ein af stærstu hafnarborgum heimsins. Astæðan fyrir þessari mótspymu að hálfu Illinois ríkis, er sú, að komið hefir til tals að byggja skipaskurð eftir farvegi Mississippi fljótsins, alla leið suður í mexi- kanska flóann. Eln til að koma því í fram- kvæmd, verður að grafa svo djúpan skurð að aðrensli fáist úr stórvötnunuip til Mississippi. Ohicago hefir í mörg ár tekið vatn á þennan hátt í leyfisleysi og er nú svo komið að stór- vötnin hafa grynkað svo að til vandræða horf- ir. Enn meira vatn yrði að taka, ef Missis- sippi leiðin ætti að verða nothæf. Þessi ráð- stöfun er því stórhættuleg fyrir okkur í Canada. Alitið var að Roosevelt forseti væri St. Lawrence samningunum hlyntur, og bíður hann því ósigur í þessu máli. Samt fanst mörgum að forsetinn væri ekki mVgu ákveð- inn með að framfylgja samningunum í þing- inu, og féll það aðallega á herðar Roberts La- Follette, yngra, að berjast fyrir málinu í senatinu. Hann var ofurliði borinn, og mun nú þetta þarflega fyrirtæki úr sögunni til margra ára. Ekki er því að neita að Canada á nokkra sök á því að svona er komið. Á stjórnardögum Hoovers var talið lík- legt að samningarnir næðu fram að ganga í Bandaríkja þinginu, en þá stóðu bæði Quebec og Ontario fylki svo fast á móti þeim, að engu varð um þokað. Þegar Bennett komst til valda, tók hann svo djarft í taumana að mót- mæli þessara fylkja komu fyrir ekki. Frammi- staða hans í þessu máli er því í alla staði hin bezta. Ætlunin var í fyrstu, að grafa 27 feta djúpan skipaskurð, þar sem tálmanir væru, svo að hafskip gætu farið leiðar sinnar frá Montreal til Chicago. Kostnaðurinn í sam- bandi við fyrirtækið var áætlaður um 543 miljónir dollara, og áttu Bandaríkin að greiða rúman helming af þessari upphæð. En þar sem Canada hafði þegar lokið við Welland skurðinn, sem kostaði um 130 miljónir, þá hefðu nv útgjöld af okkar hálfu ekki numið meir en 141 miljón, eða þar um bil. Raforka, sem fengist hefði, ef skurður- inn hefði verið grafinn, var áætluð um 2 miljón hestöfl. Þessu átti að skifta jafnt með New York ríki og Ontario fylki. Allir, sem unna framtíð þessa lands, munu finna sárt til þess, að svona skyldi tak- ast með svo þýðingarmikið mál. Hvað eina, sem greiðir samgöngur og j eykur viðskifti þjóða á milli, horfir til fram- fara og hefði hér verið stórt spor stigið í rétta átt, ef þessi volduga hugmynd hefði komist í framkvæmd. Við megum hér sjálfum oss um kenna, og dugir ekki að skella allri skuldinni á Bandaríkin. Þar, eins og hér, eru ávalt marg- ir, sem meta eigin hagsmuni meir en þjóðar- velferð, og tókst þeim í þetta sinn, sem oftar, að stöðva framgang mála þeirra, er að ein- hverju leyti gátu hnekt hag einstakra, öflugra félaga. En þótt að svona færi í þessu tilfelli, er ekki ólíkiegt að St. Lawrence skurðurinn verði grafinn síðar meir, landi og þjóð til heilla. I Merkileg útgáfa íslenzkra rita Eftir prófessor, dr. Richard Beck Bg er þess fullviss, að fjölda margir landa minna vestan hafs eiga enn svo óbrjál- aða ættgenga fróðleikshneigð sína, að þeir vilja fegnir fregna af hverri þeirri starfsemi, s<‘m miðar að aukinni þekking á íslenzkum merkisritum og vaxandi útbreiðslu þeirra. Með það í huga, skal hér stuttlega sagt frá liinni stórfeldu útgáfustarfs(‘mi bóksalans og bókfræðingsins danska, Ejnars Munksgaard, í þágu íslenzkra fræða. Eb lesendur munu vilja vita nokkur deili á þeim athafnasama hugsjónamanni, sem með þeirri útgáfustarf- semi héfir gerst brautryðjandi og bjargvætt- ur á sviði íslenzkra menta og bókfræði. Dr. Sigurður Nordal, sem gagnkunnugur er Munksgaard, og fræðistörfum hans, lvsir hon- um á þessa leið: “Fyrir rúmum 15 árum kom ungur mað- ur til Kaupmannahafnar að leita sér fjár og frama. Hann var vinfár og félítill, en hafði alt frá æsku vitað hvað hann vildi, og aflað sér óvenjulegrar þekkingar á starfi sínu. Ejnar Munksgaard er jóskur að ætt, fæddur í Vébjörgum 1890. Þar byrjaði hann bók- salanám sitt, en fór, tvítugur að aldri, suður í lönd og vann þar í bókaverzlunum í Þýska- landi, Svisslandi og Frakklandi í sjö ár. Þeg- ar til Hafnar kom, gekk hann í félag við ann- an mann, Levin að nafni, og byrjuðu þeir félagar í smáum stíl og seldu fyrst einkum gamlar bækur. En brátt kom það í ljós, að Munksgaard var framtakssamur og fundvís á nýjar leiðir. Fornbóksala þeirra félaga óx og varð sífelt f jölbreyttari, og áður en langt leið tóku þeir að færast ýms meiri háttar út- gáfufyrirtæki í fang. Nú er svo komið, að Levin og Munksgaard' er stærsta vísindafor- lag Norðurlanda og fyrirtæki þeirra eru vel þekt af fræðimönnum um allan hinn siðaða heim. Vísindatímarit þau, sem þeir gefa út, hafa áskrifendur í 500 bæjum víðs vegar um lönd. “Það er ekkert launungannál, að það er Munksgaard, sem er lífið og sálin í þessari miklu starfsemi, enda hefir hann til þess ó- venjulega hæfileika, bæði að gáfum, lærdómi og sþaplyndi. Hann er f jölmentaður og fræði- maður að upplagi, prýðilega ritfær sjálfur og hefir samið og gefið út rit um bókfræði og bókasöfnun í hjáverkum. Og hann er höfð- ingi í lund, stórtækur og stórhuga, kaupsýslu- maður og víkingur í senn. Hann er óvenju- legt ljúfmenni í framgöngu og munu flestir íslendingar, sem átt hafa því láni að fagna að kynnast honum, hafa fengið á honum miklar mætur. Spillir það ekki til, að hann er jósk- ur, því að Islendingar hafa jafnan átt betur skap saman við Jóta en EydaniV (Lesbók Morgunblaðsins, 5. febr. 1933). Alþingishátíðarárið (1930) byrjaði Munksgaard að gefa út ljósprentanir af hin- um merkustu handritum íslenzkum með afar glæsilegri og vandaðri útgáfu af sjálfri Flat- eyjarbók, sem víðfrægust er og fjölbreyttust að efni af íslenzkum skinnbókum, en hún hefir meðal annars inni að halda Noregskonunga- sögur, Grænlendingaþátt, Færeyingasögu og Jómsvíkingasögu; er þar því girnilegt til fróð- leiks og þó hvergi nærri alt talið. Finnur pró- fessor Jónsson fylgdi útgáfunni úr hlaði með fróðlegri greinargerð um efni og sögu þessa nafnkunna ritsafns. Hefir Flateyjarbók, í heild sinni, aðeins verið prentuð einu sinni áður, í Kristianiu, 1860-68. Stóðu Norðmenn að þeirri útgáfu, Dr. Ouðbrandur Vigfússon og prófessor C. R. Unger sáu um hana. í þessu ljósprentanasafni Munksgaards hafa síðan komið út þessi handrit: Ormsbók Snorra-Eddu (1931), Konungsbókarhandrit Grágásar (1932) og Fríssbók (1933). Auk ýmislegs annars hefir hin fyrst nefnda að geyma eitt elsta handrit Snorra-Eddu; hefir dr. Nordal ritað glöggan formála að útgáfu þessari; en dr. Páll Eggert ólason gerir Grá- gás sömu skil í gagnorðum inngangi, en hér er um að ræða annað höfuðhandrit vorrar fornu og frægu lögbókar. Fríssbók er aðal skinn- handrit Heimskringlu, sem nú er við lýði, og er þar að finna konungasögur Snorra ( að Ólafs sögu helga undanskilinni) og sögu Há- konai* gamla eftir Sturlu sagnritara Þórðar- son. Formáli Halldórs prófessors Hermanns- sonar að þessari útgáfu Fríssbókar er hinn fróðlegasti, eins og vænta mátti. Næsta bindið í þessari stórmerkilegu handritaútgáfu er á uppsiglingu, og verður það Möðruvallabók, eitt hinna stærstu og verðmætustu íslenzkra handrita, því að hún er hö£uð handrit fjölda hinna merkustu og vinsælustu Islendinga- sagna—Njáls sögu, Egils sögu Skallagríms- sonar, Kormáks sögu og Laxdælu. Hefir dr. Einar Ólafur Sveinsson fengið það hlutverk, að rita formálann að útgáfunni og má fylli- lega búast við hinu bezta af honum í því efni. Síðari bindi ljósprentana þessara eru öll með sama rausnaúbragðinu, hvað frágang snertir, eins og Flateyjarbók, og munu fleiri á Becu ín 'hluid CLEANUNESS OF PLANT AND PRODUCT Drewry’S Standard |ager ESTABLISHED IÖ77 PHONE57 2QI I eftir koma í svipuSum stíl. Munks- gaard lætur því sannarleka ekkert til þess sparað, að útgáfur þessar megi verða sem mestur sómi Islandi, og þar með honum sjálfum; en þessi starfsemi hans lýsir hvorutveggja í senn glöggum skilningi hans á menn- ingarlegu og bókmentalegu gildi ís- lenzkra fornrita og ríkri ást hans á þeim og íslandi. Verðsins vegna er það eðlilega á færi fæstra einstakra mann að eignast þessar ljósprent- anir af handritunum; en bókasöfn víðs vegar um lönd, allar götur aust- ur i Japan, hafa gerst áskrifendur að þeim. Og með þeim er íslenzku- og norrænufræðingum hvarvetna gert greiðar fyrir með, að ná til sjálfra heimildanna, þar sem þær verða nú fáanlegar í ýmsuni helztu bókasöfnum fiestra menningarlanda. Stórhagur er einnig að því, að for- málarnir að þessum útgáfum exu rit - aðir á útbreiddasta heimsmálinu— ensku. Handrita-ljósprentanir Munksgaards eru, eins og dr. Nor- dal orðar það réttilega: “rækileg á- minning um að sirína fornbókment- um vorum og eitt stærsta sporið, '• sem stigið hefir verið síðustu árin til þess að efla hróður íslands út á við.” Með þessari handritaútgáfu sinni einni saman, einstakri í sinni röð, hefir Munksgaard þegar reist sér þann minnisvarða, sem standa mun meðan fræðimenn halda áfram að sinna íslenzkum fornbókmentum. En hann hefir gengið feti framar í starfsemi sinni íslenzkum bókment- um og menningarsögu í hag. Fyrir uppástungu og hvatning dr. Nordals hefir hann hafið ljósprentaða út- gáfu hinna elztu og fágætustu prent- aðra bóka íslenzkra; hefir prófessor Nordal umsjá með útgáfu þessa rit- safns og ritaði hann formálann að fyrsta bindi þess, sem út kom i fyrra; var það ljósprentun af Nýja- testamentis-þýðingu Odds biskups Gottskálkssonar, sem er elzt prentuð bók á vora tungu (1540) og geysi merkileg í máls og menningarsögu íslands. En af henni segja lærðir menn að eins til vera ellefu eintök, og þrjú ein í heilu lagi, Er þá auð- sætt, hver fengur fræði- og fróð- leiksmönnum hin ljósprentaða út- gáfa hennar er. Annað bindi þessa safns fágætra íslenzkra bóka er rétt nýlega komið á prent, en það er ljósprentun af Guðspjallabók Ólafs biskups Hjalta- sonar (1562), næst elstu eða þriðju elstu prentaðri bók íslenzkri á Is- landi; af henni er aðeins til eitt ein- tak á bygðu bóli, að því er menn vita, í konunglega bókasafninu í Kaup- mannahöfn, og þó gallað. Merkisrit þetta barst mér fyrir skemstu í hend- ur og ýtti það undir mig að rita greinarkorn þetta. Dr. Halldór Hermannsson, en hann var til þess manna hæfastur vegna afburða þekkingar á íslenzkri bókfræði, hef- ir ritað ítarlegan og sérstaklega eft- irtektarverðan inngang að útgáfunni, bæði á ensku og íslenzku, og er það viturlega ráðið, íslenzkum og er- lendum lesendum jafnt til gagnsemd- ar. Varpa hinar fróðlegu og skarp- skygnu athugasemdir Halldórs nýju Ijósi á ýmislegt í sögu íslenzkrar prentlistar og verður það eigi rakið hér, en mjög er margt óljóst í þeim fræðum. T. d. vita menn eigi hve- nær hin fyrsta prentaða bók kom til íslands. Meðal þeirra merkisat- riða, sem Halldór tekur hér til með- ferðar er sú skoðun sumra fræði- manna, að Ólafur biskup Hjalta- son hafi gefið út sálmabók, en það telur Halldór ósennilegt. Að sömu niðurstöðu kemst hann viðvíkjandi því, að Jón biskup Arason hafi látið snúa Guðspjöllunum á íslenzku. (Sbr. ritgerð H. Hermannssonar, “Prentsmiðja Jóns Matthíassonar,” Almanak O. S. Thorgeirssonar 1930). Hér sem annarsstaðar eru skoðanir Halldórs settar fram með strang-vísindalegri varfærni; hann hættir sér aldrei út á hála-gler beisl- islausrar ímyndunar; tilgátur hans eiga sér jafnan rætur í staðreynd- um. Að öllum frágangi eru þessar Ijós- prentuðu útgáfur sjaldgæfra, ís- lenzkra rita hinar prýðilegustu og tiltölulega ódýrar. Er von á fleiri íslenzkum merkisritum í safn þetta á næstunni; má treysta því, að heppi- lega verði valið, þar sem dr. Nordal hefir það verk með höndum. Það er því ekki ofsögum sagt, að Munksgaard er með hinni víðfeðmu og merkilegu útgáfustarfsemi sinni að vinna íslenzkum fræðum og Is- landi ómetanlegt gagn og aukna frægð. Á traustum grundvelli þess starfs hans munu fræðimenn byggja um komandí aldir. En það eru ekki fræðimennirnir einir, sem eiga Munksgard skuld að gjalda; bók- elskir og þjóðræknir íslendingar al- staðar mega vera stórþakklátir hon- um og þeim öllum, sem styðja hann að því verki, að gera bókmenta-f jár- sjóðu vora arðbærari og aðgengi- legri á íslandi og meðal hinna fjar- lægustu menningarþjóða. Farið ekki í háskóla! (Þessi smágrein er þýdd úr Maga- zine Digest, og er eftir írska rithöf- ‘indinn velþekta, George Bernard Shaw.). Eg álít að heppilegast væri að rífa niður allar háskólabyggingar ver- aldarinnar og strá salti á grunna þeirra. Ekki alls fyrir löngu lá nærri að ógurlegur ófriður eyðilegði siðmenn- ingu þjóðanna. Vér vitum ekki nema um verulega eyðileggingu hafi verið að ræða, því ófriðurinn sýndi að sið- menning þessi átti sér ekki djúpar rætur. Ófriðurinn var háður að tilhlutan manna með háskólamentun. Það eru tvær verulega hættulegar stéttir manna í veröldinni: hinir hálfment- uðu, sem eyddu hálfri siðmenning- unni og hinir hámentuðu, sem næst- um eyðilögðu veröldina. í mínu ungdæmi, þektu menn ekki fornar siðmenningar, að undanteknu litlu einu um Grikki og Rómverja. Til þess dags, er próf. Flinders Petrie byrjaði að grafa upp minjar um fornar siðmenningar, höfðum við enga hugmynd um að þær hefði átt sér stað, og verið svo svipaðar nútíma siðmenningu. En þær hurfu. Lærdómurinn varð þeim að falli. Eg álít að til viðhalds siðmenn- ingar þurfum við að eignast menn, með frumlegan hugsanaferil. En háskólinn mótar menn með ófrumlegan hugsunarhátt. Hann nemur hurt það sem frumlegt er, en veítir í staðinn utan að lærðar hug- myndir. Þessvegna spái eg hruni þessarar okkar siðmenningar og bráðri endurkomu þess, sem kallað hefir verið “miðalda myrkur.” Ef þú spyrðir mig hvort þú ættir að hætta námi í háskólanum, þá gæti eg ekki svarað því. Þú getur lært nokkuð í háskólanum. Þar er þér kent að hugsa á almenna vísu, og er það hagkvæmni, sem eg myndi mæla með við son minn, ef eg ætti nokk- urn. Eg myndi senda hann í háskóla, og vara hann við að gleypa ekki við utan að lærðum hugmyndum, og að líta ekki í þær bækur, sem honum væri þar sagt að lesa. . . Kenslubækur eru í rauninni ekki til lestrar. Eg er ekki lærdómsmað- ur, vegna þess að eg hefi aldrei lesið kenslubækur. Þeim tíma, sem eg átti að nota til slíks lestrar, varði eg á nytsamari hátt, og las góðar bæk- ur,—bækur skrifaðar af fólki, sem kunni að skrifa. En slíkt er ekki hægt að segja um þá, sem skrifa kenslubækur. Þessvegna segi eg: lestu góðar bækur; líttu ekki i kenslubækur, nema þegar nauðsyn krefur, svo að þú verðir e^ki rekinn úr háskólan- um. Lestu góðar, vel skrifaðar bækur; kyntu þér vel bækur um gjörbreyt- ingar-stefnur, og viðfangsefni þeirra. Ef þú ert ekki gjörbreyt- inga-sinni á tvítugs aldri, þá verð- urðu gamaldags í hugsunarhætti um fimtugt. Ef þú ert byltingamaður um tvítugt, þá er vegur að þú verðir að manni um fertugt. Ræddu ýms málefni við háskóla- kennarana. Hlustaðu á álit sögu- kennara þíns og farðu svo til ann- ars kennara og fáðu álit hans á sama málefni. Athugaðu jákvæðar og neikvæðar hliðar allra mála, og þú munt komast að raun um að tilraun- ir eru gerðar til að gera mentun þina einhliða. Fæstir þeir ungu menn, sem sækja háskólana, eru megnugir þess að hagnýta sér kensluna. Þeir verða að standast prófin, og þess vegna er þeim kent að svara spurningum. Ef þeim er sagt að það séu tvær hliðar á hverju máli, þá standa þeir uppi yáðalausir. Það, að standast próf, á ekkert skylt við leit eftir sann- leika. Með ánægju vil eg læða inn hjá þér efasemdum; þær skemta þér í bili, en þú munt brátt gleyma þeim. Á mínum yngri árum var eg gagn- rýnandi. Eg dæmdi um málverk og leikrit. Þegar eg kom inn á mál- verkasafn, þar sem voru nokkrar þúsundir mynda, þá vissi eg vel að aðeins ein eða tvær myndir úr öllu safninu, gátu orðið fyrir valinu. Eg leit því í flýti yfir safnið og valdi svo sem tyflt mynda, sem til greina gætu komið. Þetta er það sem þú ættir að gera: Þegar háskólakennararnir benda þér á staðreyndir, þá áttu að segja við sjálfan þig: “Ekkert af þessu er þess virði að leggja það á minnið.” Eins og sá, sem leitar i ruslakistu, áttu að virða það sem þú finnur; halda því sem einhvers er virði, en kasta hinu. Þá verður þú lærður maður. Þá muntu þekkja nokkrar staðreyndir, sem eru þess virði að muna þær. Einstaklingur, sem geymir i huga sínum margt, sem hann i rauninni ætti að reyna að gleyma, getur auð- veldlega fengið hæsta vitnisburðinn í háskólanum, en samt væri betra að brenna þann á báli hið fyrsta. x. DAYTIME CREPE * Ný vefnaðaraðferð, sem tekið er með fögnuði. Þegar konur fundu að því að Crepe-kjólarnir vildu festast við sokkana—sérstaklega crepe-sokka—þá af- réðu vefararnir að bæta úr þessu. Nú er ný vara komin á markaðinn, sem heitir Daytime. Rétthverfan er eins og fínasta crepe var áður, en ranghverfan er slétt og mjúk eins og satin. Þetta eru sumir litirnir: Lotus blue, schooner blue, temple gold, fisherman red, plum brown, mustard, araby rose, rio rust, sandeen, santaupe, nippon g.reen, choa blue, bernese blue. $1.95 yarðið —Dress Silks and Woolens Section, Second Floor, Portage. *'T. EATON C9,Umo

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.