Lögberg - 22.03.1934, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.03.1934, Blaðsíða 1
47. ARGANGUR FRÁ ÍSUNDI HÖFUÐBÓLIÐ SVALBARÐ sELT Þorsteinn M. Jónsson, bóksali á Akureyri hefir nú keypt höfuðbóliÖ SvalharÖ á Svalbarðsströnd á 41,- 200 kr. af ekkjunni Berthu Líndal. Byrjar hann þar búrekstur me8 vor- inu, en heldur þó áfram bóksölu og útgáfustarfi á Akureyri. Björn heitinn Líndal keypti Svalbarð árið 1908. Hús jarðarinnar voru þá léleg og tún þýft og gaf af sér aðeins 200 töðuhesta. Líndal slétti túnið og færði það svo mikið út, að nú gefur það af sér 1,000 hesta töðu. Hann girti og tún, engjar og haga og bygði upp öll hús jarðarinnar úr steini, íbúðarhús hið vandaðasta, 2 hæðir auk kjallara, f jós yfir 24 naut- gripi, fjárhús yfir 300 f jár, hesthús yfir 10 hesta og hlöður yfir 600 hesta heys. Auk þess gerði Lindal mjög mikil mannvirki á Svalbarðs- eyri, er þá fylgdi eigninni, þar á meðal stórt og vandað íshús, en þær eignir keypti Kaupfélag Eyfirðinga í fyrra.—Vísir. IBÚATALA REYKJAVlKUR Á bæjarráðsfundi, 23. febrúar, tilkynti borgarstjóri, að bráðabirgða- niðurstaða á manntalinu siðast sýndi íbúatölu í bænum ca. 31.484. —Vísir. FRA SEYDISFIRÐI 22. FEBR. Hjálmar Vilhjálmsson hefir ver- ið endurkosinn bæjarstjóri hér með öllum atkvæðum. — Atvinnulausir voru í byrjuri þessa mánaðar 82 menn, með 178 menn á framfæri sínu. Ársf jórðungstekjur þeirra voru samtals 7,349 kr. Daglega vinna nú um 20 menn í atvinnubóta- vinnu, við upp.fyllingu hafnarlóðar, en að öðru leyti er atvinnulítið. —Nýja Dagbl. FRA SAUÐARKRÓKI 23. FEBR. Stefán Jóhannesson og kona hans Hólmfríður Þorstdinsdóttir fund- ust á föstudagsmorgun meðvitund- arlaus af kolsýringi frá ofni. Álit- ið er, að spjald í ofnpípunni hafi snúist af súg í ofninum. Konan kom til meðvitundar um hádegi, og er talin úr hættu. Stefán var ekki vaknaður um miðaftan, en læknir vonast eftir að geta bjargað honum. —Nýja Dagbl. KAFFI OG SYKUR Árin 1881—85 var kaffineyslan á mann hér á landi 5,4 kg. Árið 1931 var hún 6.9 kg. Mest hefir hún ver- ið um og eftir heimsstyrjöldina, ár- in 1916—20. Þá var hún 7.3 kg. á mann. Sykurneyslan var á árunum 1881—85 7-6 kg. á mann, en hún hefir alt af farið vaxandi og var 1931 40 kg. NÝTT ISLENZKT LEIKRIT Hið nýja leikrit Guðmundar Kambans, “Skálholt,” var leikið í fyrrakvöld, 16. febr., fyrir fullu húsi á konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Var leikritinu mjög vel tekið og Kamban kallaður fram mörgum sinnum. KONA DRUKNAR Gunnólfsvík 26. febr. í gærmorgun var frú Guðrúnar Jónsdóttur frá Lindarbrekku* við Bakkafjörð saknað af heimilinu. Leit var þegar hafin og fanst lik hennar nokkuru síðar rekið á fjöru þar stutt frá. Eigi er kunnugt með hverjum hætti hún hefir druknað. Guðrún heitin lætur eftir sig eiginmann og þrjú uppkomin börn. KOLLU-MALIÐ Mál hefir verið höfðað gegn Her- manni Jótiassyni, lögreglustjóra í Reykjavík, fyrir að skjóta æðar- kollu út í Örfirisey 1. des. 1930. Einnig hefir hann verið kærður fyrir brot á friðunarlögunum, fram- ið í október s. 1., og er kæra þessi hér birt eftir Nýja Dagblaðinu: “í s. 1. október mánuði var eg undirritaður, Oddgeir Bárðarson, Njálsgötu 60, staddur úti í Örfiris- ey. Sá eg þá hr. lögreglustjóra, Hermann Jónasson, þar með byssu, og skjóta af henni. Að því er eg hygg á sjófugla. Þar sem eg nú veit, að þessi verknaður ljögreglustjórans er brot á lögreglusamþykt Reykjavíkur, og þar sem eg tel mig með vitnum geta fært sönnur á þetta lagabrot lög- reglustjórans, þá leyfi eg hérmeð að kæra það fyrir hinu háa Dóms- málaráðuneyti, í von um að það fyrirskipi rannsókn í málinu. Jafnframt leyfi eg mér að kæra yfir broti því, er lögreglustjórinn hefir gert sig sekan um, gegn frið- unarlögunum, og sem frá er skýrt af Sigurði Jónssyni rafvirkja í sjö- unda tölublaði Morgunbiaðsins þ. á. Reykjavík, 12. jan. 1934. (sign.) Oddgeir Bárðarson. Til hins háa dómsmálaráðuneytis íslands." Arnljótur Jónsson, lögfræðingur, er að rannsaka málið. Það hefir valdið miklu umtali.i Reykjavikur- blöðunum. VÉLBATUR FEfíST Miðvikudaginn 21. þ. m. reri vél- báturinn Sæbjörn frá Hornafirði, en hann kom ekki aftur úr róðri. Var bátsins svo leitað, en árang- urslaust. Var einnig fenginn stór vélbátur frá Eskifirði til þess að leita, en hann hafði einskis orðið var. Er því talið víst, að báturinn hafi farist með allri áhöfn. Á bátnum voru f jórir menn, þess- ir: Þorsteinn Sigurðsson, formaður frá Hoffelli í Nesjahreppi, ókvænt- ur; Hermann Jónsson, Höfn í Hornafirði, kvæntur og átti tvö börn; Þorsteinn Einarsson, Höfn í Hornafirði, kvæntur og átti eitt barn; Sigurður Bjarnason, Höfn í Hornaf., ókvæntur.—Mbl. 25. febr. MERKILEGT FUGLALIF Haraldur Jónsson i Gróttu hefir tekið eftir því í vetur, að margir fuglar, sem annars fara héðan alt af á haustin, en koma á vorin, hafa staðnæmst hér yfir veturinn. Munu þeir ekki hafa áttað sig á vetrinum, sökum þess hvað hann er mildur. 8. febrúar segist hann t. d. hafa séð lunda úti í Gróttu, en lundinn fer allra fugla fyrstur á haustin, og sézt hann næstum aldrei eftir að október er liðinn. Lóuhópur hefir einnig haldið til þarna úti í vetur. Tvo hegra hefir Haraldur séð hér í allan vetur og er það mjög sjaldgæft að þeir séu hér, og allra sízt á þessum tíma árs. Auk þessa hafa hér verið skógarþrestir og stelkar. —Nýja dagbl. 26. febr. DANARDÆGUR Tveir merkir Norður-Þingeyingar eru nýlátnir, þeir Siggeir Pétursson bóndi á Oddsstöðum og Jóhann Baldvinsson bóndi og vitavörður á Rifi. Báðir aldraðir menn, og lét- ust af völdum illkynjaðrar kvefsótt- ar, sem gengið hefir í héraðinu. —Nýja dagbl. BJÖRG C. PORLAKSDÓTTIR dr. phil. andaðist i Kaupmannahöfn sunnudaginn 25. febrúar.—Mbl. WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 22. MARZ 1934 MINNISVARÐl LENINS Rússneska stjórnin hefir ákveðið að reisa bráðlega afarstóra bygg- ingu i Moskva, og á hún að vera einskonar minnismerki vfir Lenin. i Bygging þessi verður sú stærsta og hæsta í heimi, eða um 1,360 fet. (Empire State byggingin í New York er um 1200 fet). Neðri hæð- irna á að nota sem samkomuhöll eða leikhús, og á einn salurinn að rúma 20 þúsund manns, en annar 6 þús- und. Grunnurinn verður úr granít og marmara, en efri hæðirnar úr blá- rauðri, eldrunninni steintegund, sem fundist hefir i Kákasus-héruðunum. Ofan á bygginguna verður reist likneski af Lenin, og á það að standa á sex risavöxnum súlum. Líknesk- ið sjálft verður 260 fet á hæð. Sá er uppdráttinn gerði, er Boris lafan, velþektur, rússneskur bygg- ingameistari. IIVER ER MESTURf Nemendur við hermannaskólann í Valley Forge, Pennsylvania, voru nýlega látnir greiða atkvæði um það hver væri mestur af forsetum líandaríkjanna. Niðurstaðan varð sú að Abraham Lincoln fékk 43 at- kvæði, Washington 44 atkvæði, en Franklin D. Roosevelt 202 atkvæði. Sýnir þetta, með mörgu öðru, að vinsældir forsetans fara ekki þverr- andi, enn sem komið er. ÆFISAGA LANSBURY Edgar Lansbury, sonur verka- mannaleiðtogans, George Lansbury, gaf nýlega út bók, sem hann nefndi /Efisaga föður míns (My Father). I bókinni er skýrt frá deilunni, sem klauf ráðuneyti McDonalds fyr- ir þremur árum síðan. Eins og menn muna varð ágreiningur um það hvaða afstöðu stjórnin ætti að taka gagnvart hruni sterlingspunds- ins og annara vandamála. Afleið- ingin varð sú að stjórnin féll, og þrír ráðherrarnir, þeir McDonald, 'Snowden og Thomas, mynduðu nýja stjórn með eldri flokkunum. George Lansbury var einn af þeim, sem ekki vildi styðja samsteypu- stjórnina, en hélt þó þingsæti sínu er gengið var til kosninga 1931, sök- um dæmafárra vinsælda. Bók Edgars segir skýrt frá öllu, sem gerst hafði á stjórnarfundum, áður en verkamanna ráðuneytið féll, en það kvað vera á móti viðtekinni reglu að minnast á samtol eða um- ræður, sem gerast á fundum brezka ráðuneytisins. Höfundurinn hafði hvorki ráð- fært sig við konung né forsætisráð- herra áður en bókin var prentuð, og kom hún því þeim á óvart. Konungur lét sig þetta litlu skifta, en McDonald reiddist og lét gera bókina upptæka. Útgefendur dróu bana þá úr umferð og kliptu úr henni þá kaflana, sem hneykslað höfðu forsætisráðherrann. George Lansbury er nú orðinn maður gamall og heilsulítill, og er nú ekki lengur fær um að veita flokk sínum forustu á þingi, eins og hann hefir gert siðustu þrjú árin. IIEARST ÓANÆGÐUR William Randolph Hearst, blaða- maðurinn nafnkunni, hélt nýlega ræðu í útvarpið í Los Angeles. í ræðu þessari fór hann hörðum orð- um um gerðir endurreisnarráðsins i Bandarikjunum. Honum þykir gengið of nærri stærri iðjuhöldum og stjórnin of afskiftasöm um ýms- ar verslunar aðferðir, sem hingað til hafa verið látnar viðgangast. Hearst-blöðin eru, svo sem kunn- ugt er, mjög áhrifamikil og hafa alt til þessa fylgt Roosevelt að málum. Baráttan gegn stefnu forsetans er nú fyrst að hef jast í alvöru og sjá margir það sem eitt tákn timanna, að Hearst skuli mótmæla gerðum stjórnarinnar. BÆJA RKOSNINGA RNAR 1 LONDON Yerkamannaflokkurinn vann stór- an sigur í bæjarstjórnarkosningun- um í London á Englandi, i vikunni sem leið. Þetta er i fyrsta skifti, sem verka- menn hafa farið með stjórn I,und- únaborgar, og kom sigur þeirra tnörgum á óvart. Bæjarráð Lund- úna stjórnar allri borginni, að und- anskildum miðparti hennar, sem er um hálf fermíla að stærð. Svæði þetta er nefnt “City of London,” og er stjórnað af einum tnanni, sem nefndur er Lord Mayor. Þetta er æfagamalt embætti og talin hin mesta virðingarstaða, þótt umdæm- jð sé smátt. \’erkamenn lofast nú til að breyta ýmsit til batnaðar i London, svo sem að lagfæra húsakynni verkafólks og útrýma fátækrahverfunutn illræmdu. Þetta er erfitt verk og óliklegt að það takist fyrst um sinn. ENGIN VAXTALÆKKUN Forsætisráðherra, R. B. Bennett, Iýsti því yfir í þinginu á mánudag- inn var, að ekki gæti kontið til mála að lækka vexti af skuldum ríkisins, né fylkjanna, að svo stöddu. Ástæðan fyrir því kvað vera sú, að ríkissjóður þarf bráðlega á nýj- um lánutn að halda til að mæta skuldabréfum, sem falla í gjalddaga á næstunni, og til að mæta tekju- halla Þjóðeignakerfisins, sem nem ■ ur þetta ár 68 miljón dollurum. Ef vextir yrðu lækkáðir, myndi reyn- ast erfitt að fá þessi lán. Eorsætisráðherrann taldi það ó- gerning að Canada, sem i framtíð- inni þyrfti á miklu fjármagni að halda, gerði nokkuð það, sem skerti lánstraust þjóðarinnar. Hann sagði einnig að vextir yrðu ekki lækkaðir, nema með leyfi þeirra, er skulda- bréfin eiga, en þar sem þeir væru dreifðir um alla veröld, myndi slíkt ómögulegt. “Það má segja, sem svo að skulda- byrðin sé að verða oss ofvaxin. Hvað sem því líður verðum við samt að bera hana,” sagði ráíSherr- ann. STÓR VtGAHNÖTTUR Á sunnudaginn var sá f jöldi fólks i Alberta og Saskatchewan vígahnött afarstóran, og gaf hann frá sér svo mikla birtu að glögt varð séð í 100 mílna fjarlægð. Til að sjá var hann á stærð við fult tungl og ljós- grænn að lit. Hann féll með geisi- hraða og sprakk nokkru áður en hann kom til jarðar, nálægt Eerin- tosh þorpinu í Alberta.. Sprenging- in var svo mikil, að hús skulfu í Ferintosh, að því er blaðafréttir herma. Bær þessi er um 100 mílur suðaustur af Edmonton, og sáu í- búar þeirrar borgar til hnattarins. Ekki hafa enn fundist nokkur merki hnattarins, og telja menn lík- legt að hann hafi brunnið til ösku áður en hann náði til jarðar. Þeir, sem sáu vigahnöttinn, segja að það hafi verið tilkomumikil sjón, og stórfengleg, og hefði verið sem alt himinhvolfið stæði i loga. INSULL FLÝR FRA GRIKKLANDI Fjármálabraskarinn, Samuel In- sull, sem átt hefir griðastað hjá Grikkjum síðastliðið ár, er nú strok- inn þaðan úr landi. Stjórnin gríska hafði loks ákveð* ið að selja hann í hendur Banda- ríkjunum, en Insull beið ekki boð- anna, heldur strauk í kvenmanns- gerfi frá Aþenuborg, og komst á skip. Þá var hafin leit, og fanst hann þá bráðlega og var fluttur til baka. Samt var honum slept einu sinni enn, og nú mun hann vera á siglingu úti á reginhafi, því ekki þorir hann að taka land nokkurs- staðar. NÚMER 12 Hveitilögin lögð fyrir þingið Bracken stjórnarformaður lagði hveitilaga-frumvarpið fyrir þingið á miðvikudaginn í siðustu viku. Frumvarp þetta, ef það verður að lögum, veitir fylkisstjórninni leyfi til að framkvæma ráðstafanir þær, sem Bennett forsætisráðherra gerði á Lundúna fundinum síðast- liðið haust, viðvíkjandi sölu hveitis til útlanda. Frumvarpið gerir ráð fyrir að sett verði nefnd til að hafa umsjón með sölu hveitis ef upp- skera verður meiri en 385 miljón mælar i haust. Nefnd þessari verð- ur gefið líkt vald og gamla hveiti- nefndin (Wheat Board) hafði árið 1920. Um tuttugu þjóðir skrifuðu und- ir Lundúna samningana í fyrra, og lofaði Bennett þá, fyrir hönd þessa lands að ekki yrðu seldir meir en 200 miljón mælar út úr landinu á komandi ári. Með takmörkun út- flutnings er ætlast til að fram- leiðsla minki, og verðið hækki um leið. Hvort þetta tekst, er enn óvíst, en reynt verður það eflaust. Annars er ekkert ákveðið enn um það hvaða leiðir verða teknar til takmörkunar á sölu hveitis, ef upp- skeran verður góð í haust. Löggjöfin miðar þvi eingöngu að þvi að veita fylkisstjórninni vald til að ráðstafa allri hveitiframleiðslu og sölu hennar, hér í fylkinu. Svipuð löggjafar frumvörp liggja nú fyrir í Saskatchewan og Alberta, og þykir líklegt að þau nái fram að ganga í öllum sléttufvlkjunum. Þingmenn Brackens munu ekki á eitt sáttir um gildi þessara laga, en enginn vafi er þó talinn á því, að þau fái staðfestingu, þar sem um stjórnarfrumvarp er að ræða. San- ford Evans, foringi íhaldsmanna á þingi, hafði einnig margt við frum- varpið að athuga, en lét þess þó getið, að ekki væri annað hægt en að samþykkja þau svo að Canada gæti staðið við gerða samninga. Messuboð HÁTIDA-MESSUR I Fyrstu lútersku kirkju Páimasunnudag: Kl. 11 f. t.—ensk guðsþjónusta með altarisgöngu. Kl. 7 e. h.—íslenzk guðsþjónusta. Þriðjudag í páskaviku: Kl. 8 e. h,—Sameiginleg guðsþjón- usta þriggja safnaða: Fyrsta lút. safnaðar, Enska lúterska safnafi- arins og Norska lúterska safnað- arins. , Skírdag: Kl. ,8 e. h.—Altarisgöngu-guðs- þjónusta (íslenzk). Föstudaginn langa: Kl. 7 e. h.—Guðsþjónusta og Cantata, “Komi riki þitt” eftir Björgvin Guðmundsson. Páskadag: Kl. 11 f. h.—Ensk hátíðarguðs- þjónusta (yngri söngflokkurinn). Kl. 7 e. h.—íslenzk hátíðarguðs- þjónusta (eldri söngflokkurinn). Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega í kirkju Mikleyjarsafn- aðar á páskadaginn, þ. 1. apríl, kl. 2 e. h.—Fólk í Mikley er beðið að láta fregn þessa berast um eyna og að fjölmenna við messuna.— Séra Jóhann Bjarnason býst við að messa á þessum stöðum í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 25. marz (pálmasunnudag), og á þeim tíma dags, sem hér er tiltekinn: I gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h., og í kirkju Gimlisafnaðar kl. 7 að kvöldi.—Fólk er beðið að veita þessu athygli og að koma til messu. Séra Jóhann Fredriksson messar á Lundar næsta sunnudag, þ. 25. marz kl. 2.30 e. h. í Lúters söfn- uði á föstudaginn langa kl. 2 e. h., og á Lundar á páskadagiqn á venju- legum tima. Sunnudaginn 25. marz, messar séra H. Sigmar í Vídalínskirkju kl. 2 e. h. Fötudaginn langa (30. marz) messar séra H. Sigmar í Péturs- kirkju við Svold, kl. 2 e. h. Áætlaðar messur um páskaleytið í prestakalli séra Sigurðar Ólafsson- ar’: Skírdag, Hnausa, kl. 2 síðd. (ársfundur) ; föstud. langa í Geys- ir, kl. 2 síðd. (ársfundur); Föstud. langa, Árborg, kl. 7 síðd.; Páskadag, Riverton kl. 2 síðd. Insull kvað hafa leigt snekkjuna “Maiotis,” til apríl loka, og verður hann ekki handtekinn á meðan. Sumir ætla að hann reyni að kom- ast á land i Afríku eða Litlu-Asíu, svo litið beri á, og fela sig þar, unz Ur bænum Men’s Club heldur fund 3. apríl kl. 8 að kvöldinu. Frekar getið í næsta blaði. Mr. íngimar Ingaldson fór til Ot- tawa á mánudagskvöldið, þar sem hann verður kvaddur sem vitni á fimtudaginn fyrir Stevens-nefnd- inni, sem nú er að rannsaka gripa- rækt og markaðsaðferðir. Hann mun einnig konia við í Montreal og Toronto og kvnna sér horfur þar fyrir sölu á gripum. Mr. Ingaldson kemur til baka um mánaðamótin næstu. Gustaf A. Williams, póstmeistari að Heckla, Man., var í borginni fyrri part vikunnar. Mr. J. K. Jónasson, Vogar, Man., hefir, eftir ósk blaðsins, tekið að sér að gerast innheimtumaður þess á Vogar, Siglunesi, og Hayland póst- húsi. Kaupendur Lögbergs eru beðnir að taka eftir þessu. FRA LUNDAR Það slys vildi hér til, að Jón Hör- dal, yngri, fótbrotnaði fáum klukku- stundum eftir lát föður síns. Lækn- ir setti beinið, sern var illa brotið. Næsta dag var Jón borinn í sæng til kirkju, til að vera við útfararat- höfn föður síns sáluga. Kaldara veður hefir hjálpað fiski- mönnum mikið. Fiskur er tregur, en verð með bezta móti. ÞAKKARAVARP Öllum þeim, skyldum og vanda- lausum, sveitungum okkar og öðr- um, er sýnt hafa okkur hjálp, samúð og hluttekningu við fráfall okkar ástkæra föður og tengdaföður Eiríks Eiríkssonar á Kárastöðum i Árnes- bygð, vottum við okkar hjartanleg- asta þakklæti. Sér í lagi þökkum við peningagjöf til minningar um hinn látna, frá lúterska kvenfélag- inu í Árnesi, er gefin var í stað blóma.—Þetta, og allan kærleika auðsýndan, þökkum við af alhug, og biðjum Guð að launa. Fyrir hönd systkina og tengda- fólks, Mrs. Hólmfríður Jónatansson, Nes P.O., Man. Mrs. Louisa Benson er komin til bæjarins aftur og vonar að kunn- ingjarnir heimsæki sig. Mr. J. K. Jónasson, Vogar, P.O., Man., kom til borgarinnar fyrir helgina og hélt heimleiðis á þriðju- daginn. Hann sagði líðan manna allgóða í sinni sveit.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.