Lögberg - 22.03.1934, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.03.1934, Blaðsíða 6
6 LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 22. MABZ 1934 Maðurinn frá Indiana Eftir BOOTH TARKJNGTON Skuggarnir lengdust og eldurinn dó í píp- unni. Rauðbrystingarnir flugu úr trjánum, þegar hópur svartfugla settist að í greinum þeirra. Fuglarnir rifust og flugust á nokkra stund, svo stungu þeir nefjunum undir væng sér og sofnuðu, en Harkless fylti pípuna sína aftur, og sat kyr á girðingunni, í þungum hugsunum. En hann mundi það mi—í dag útskrif- aðist stór hópur frá háskólanum hans. Hon- um fanst hann sjá þennan alvörugefna hóp ungra manna, sem nú voru að útskrifast. Þeir sátu á hringmvnduðum bekkjum framan 'við altarið, en bak við þá sátu foreldrar þeirra, systkini og kærustur. Alsstaðar voru blóm og annað skraut. Ljósið streymdi inn um litaða gluggana og varpaði undraljóma yfir þessa hátíðlegu athöfn. Hann mundi glögt eftir þeim degi er hann sjáífur hafði útskrif- ast. Daginn eftir hafði sá hópur tvístrast. Annar þeirra fór með lestinni að sunnan; hinn hélt í norður. Þannig skvldu þeir. Margir þeirra sáust aldrei aftur. Harkless kveikti aftur í pípunni. Hann hvíslaði að skuggunum draugalegu, sem eltu hver annan á bleikum sandinum. “Sjö ár eru síðan.” Miklú höfðu menn spáð um framtíð hans fyr- ir sjö árum síðan. Enginn þótti honum jafn í þá daga. Nú sat hann á trjábol vestur í ó- bygðum Indiana. Svona fór um þá spádóma. Kerra kom eftir veginum í áttina til hans. Hesturinn gekk löturhægt og hengdi niður hausinn. Harkless varð einskis var, fyr en kerran staðnæmdist rétt fyrir framan hann á veginum. Ökumaðurinn, sem .var rauður í andliti og sveittur, stöðvaði iiestinn og kall- aði til ritstjórans: “Hvað ertu að gera þarna, Mr. Hark- less? Ertu að njótá’Veðurblíðunnar ?” “Já, veðrið er dæmalaust. En hvernig líður þér, Rowlder?” “ Bærilega, l>akka þér fyrir, konan er í bænum, og eg er að sækja hana.” “Eg bið að heilsa henni. Hvernig líður Hartley?” Andlit bóndans varð alvarlegra. Hann hefir verið góður síðan þú komst honum heim um kveldið. Það eru nú einar sex vikur síð- an. En eg er hélf smeykur um morgundag- inn, það er sýning í Plattville, eins og þú veizt og hann vill endilega fara. Það verður þá að eiga undir því. Jæja, eg verð.að halda áfram, konan er eflaust orðin leið á að bíða. Vilt þú ekki verða samferða?” “Nei, ekki núna. Eg fæ betri matarlyst ef eg geng. ” “ Ekki myndi eg vilja eta of mikið, ef eg • dveldi á Palace hátelinu. Það kostar víst skildinginn að borða þar.” Bowlder sló í hestinn og keyrði af stað. “Tlvítu húfurnar hafa ekki náð í þig ennþá, sé eg er.” “Nei, ekki ennþá.” Harkless hló. “Samt vilja ungu mennimir í Plattville síður að þú ferðist mikið eftir að rökkvar. Jæja, þú lítur inn til okkar einhvern daginn, ef þú ert ekki upptekinn hjá dómaranum.” Bowlder hló dátt að þessu, en Harkless skildi ekki meiningíma og svaraði engu. Bowlder var nú kominn nokkuð á leið. Hann sló aftur í hestinn og hvarf bráðlega út í rökkrið. Harkless stóð upp og leit í kringum sig. Nokkrir fuglar voru enn á flugi. Hunangs- flugurnar suðuðu í loftinu. Þær voru einnig á leiðinni heim til sín. I fjarlægð sást þorp- ið umkringt af stórum trjám. Annars var alt slétt og tilbreytingarlítið framundan. Síðustu hóparnir af svartfuglunum voru að leita sér hvíldar. Þeir virtust detta úr hvítum skýj- unum, svo iiægt toru þeir, og settust að lokum í trén hjá Plattville. Kýrklukka hljómaði í fjarska. Nokkru seinna heyrðist annar klukkuhljómur, miklu voldugri. Harkless fór að hlæja. Þetta var sjálf ba'jarklukkan. Fyrstu fjögur slögin voru reglubundin og ákveðin. Hringjarinn var maður, sem fann glögt til þeirrar ábyrgð- ar, sem á honum hvíldi. En svo urðu slögin veikari og óreglulegri. Hringjarinn bafði tap- að tölunni. Harkless taldi átta slög, og leit svo á úrið. Klukkan var 20 mínútur gengin í sjö. Harkless gekk nú inn í bæinn. Hringj- arinn sat á tröppum ráðhússins og þurkaði svitann af andlitinu. “Gott kveldið, Scho- fields. Vel tókst hringingin í þetta sinn. ” “Við þurfum fleiri góða borgara hér í [)essum bæ. Ekki þarf að kvarta undan þér, Mr. Harkless, en við þurfum menn eins og þeir hafa í Rouen. Menn, sem eitthvað vilja gera fyrir þennan bæ. Menn, sem létu stein- leggja Aðalstræti, bvggja verksmiðjur, og gera aðrar framkvæmdir. Sjáðu til dæmis menn eins og fíflið hann Martin gamla, sem hlær að öllu og öllum. Eg geri þó það sem eg get, til að halda uppi heiðri þessa bæjar. ’ ’ “ Já, en Tom Martin gerir engum mein,” sagði Harkless. “Oftast nær meinar hann ekkert ilt með því, sem hann segir. Honum er sjaldnast nokkur alvara.” “Það er nú einmitt það versta við hann,” svaraði hringjarinn. “Maður veit aldrei hve nær honum er alvara. Horfðu á karlskratt- ann núna. Skyhli hann ekki vera að gera gys að hringingunum mínum, enn einu sin’ni.” Ilarkless varð litið í áttina til gistihúss- ins. Þar stóð iMartin gamli og talaði við hóp af mönnum, sem sátu á skyrtunni framan við bygginguna. Allir horfðu þeir í áttina til hringjarans, og var auðséð að Martin var að skemta þeim með einhverju gríni um þann merka embættismann. .Henry Scliofields, svo hét hringjarinn fullu nafni, var ennþá reiðari. “Sjáðu karl- fjandann,” lirópaði hann. “Hver skyldi ann- ars taka nokkuð mark á því, sem hann segir. Látum hann rausa.” Þetta heyrðu þeir, sem sátu hjá gistihúsinu og ráku nú upp skelli- hlátur. Schofield steytti hnefann í áttina til Toms gamla: “Farðu til horngrýtis, þrjótur- inn þinn.” Ilarkless gekk nú yfir til gistiliússins til að fá sér kveldverð. Öll borðin í gestastof- unni voru auð, nema það, sem gestgjafinn og vinir hans sátu við. Gestir voru fáir í Platt- ville, nema einstaka kaupahéðnap, sem af tilviljun urðu að dvelja þar næturlangt, og vanalega fóru mjög óviðeigandi orðum um bæinn og gistihúsið. Gestgjafinn, Columbus Landis, sat fyrir miðju borði. A bak við hann stóð rauðhærð stúlka í bláum kjól. Hún hélt á stórum vendi i hendinni, sem hún notaði til að banda við flugunum, en ef henni fast samtalið sérstak- lega fróðlegt, þá lagði hún vöndinn á öxl ein- hvers við borðið og hlustaði með eftirtekt. Þetta kom fyrir í hvert skifti, sem Harkless sagði nokkuð. Allir, sem settust að borðum lieilsuðu henni og s*ögðu: “Gott kveldið, Cynthy. ” Harkless kallaði hana alt af Charmion; enginn vissi hvers vegna. Þegar Harkless settist, þá færði stúlkan sig ætíð þannig, að liún sá framan í hann, og aldrei hafði hún augun af honum með hann borðaði. Martin gamli tók eftir þessu og brosti alt af til hennar og sagði: “Jæja, Cynthy. ” Cynthy fleyði til höfðinu í hvert sinn er þetta var sagt og Tom Martin skellihló. “Schofield reiddist víst við mig í kvöld. Aldrei hefi eg þekt mann eins vanþakklátan. Eg var bara að segja livað þessi bær mætti vera ánægður með að eiga þvílíkan ágætis mann. Hvað haldið þið að yrði um PJattville, ef hann væri hér ekki. Þá þyrði enginn að veðja hvort hann hringdi of oft eða of sjald- an, eða hvort hann hringdi 15 mínútum of snemma eða of seint. Við myndum týna niður málinu, ef við hefðum hann ekki til að tala um. Hugsið ykkur bara hvað hann gerir manni auðvelt að halda uppi samtali. Til dæmis þá er sagt að Anna Belle Bardlocks eigi kærasta—” Tom hallaði sér aftur á bak í stólnum og leit ósköp sakleysislega framan í William Todd, sem þarna sat sótrauður yfir mat sínum. “Og þeir segja að hann sé dá- lítið smeykur við Anna Belle og viti ekki hvað liann eigi að segja. Jæja, hann kemur í heim- sókn til hennar hvert sunnudagskvöld, frá ldukkan hálfsjö til níu. Svo sest hann í stól og horfir á gólfið og krítarmyndirnar á veggj- unum þangað til klukkan er sjö. Þá segir hann: ‘ætli Schofield fari nú ekki að hringja klukkunni,’ og eftir svo sem klukkutfma þegar Schofield hefir hringt fjögur eða fimm slog, • þá segir hann. ‘ Skyldi karlinn ekki hafa ætl- að að hringja átta sinnum.’. Og þegar klukk- an er næstum því orðin níu, þá segir kærast- inn: ‘ Ætli hann hringi á undan tíma eða eft- ir. ’ Og Anna Belle segir fyrir kurteisissak- ir. ‘Bg vona að hann hringi á eftir tíma,’ en í hjarta sínu óskar hún að Schofield hringi löngu áður en klukkan er níu. Nokkru seinna hringir Schofield átján eða tuttugu sinnum og kærastinn hennar Önnu Belle tekur hatt- inn sinn og fer út. Fyrir nokkrum vikum síð- an sneri hann sér við í dyrunum, áður en hann fór út, og sagði: ‘Þvkir þér góð epli?’ En hann flýtti sér svo út, áður en stúlkan gat svarað. Svoná er það á hverjum sunnudegi, og Jim Bradlock segir að enginn þekki nú Önnu fyrir sömu stúlkuna. Þeissi óskapa spenningur fer fljótt með taugarnar.” Aumingja William Todd grúfði sig nið- ur, og lézt ekki heyra það, sem sagt var. Allir viðstaddir hlóu að vandræðum hans. Svo þögæuðu allir og ekkert heyrðist nema í f jaðravendinum hennar Cynthy. Loks sagði gestg.jafinn: “Maður skyldi ekki ætla að sýningin væri í nánd. Það ber ekki neitt á neinu. Samt eru krakkaormarnir farnir að biðja um aura. Þau gera það alt af ef eitthvað svoleiðis stendur til. Nú koma þau á hverjum degi og bjóðast til að gera mér eitthvað til þægðar. Maður veit að annað- hvort jólin eða sýningardagurinn er í nánd, ef þau bjóðast til að gera eitthvert vik. William Todd, sem vildi láta menn halda að hann væri ekki lengur feiminn, lét þess getið að gamli Wilkerson væri orðinn fullur enn einu sinni. Það var víst mark að “circus- inn” var á leiðinni. “Það er nú maður eftir mínu hjarta, hann Wilkerson,” sagði Martin. “Hann er sannur borgari, ætíð bænum til sóma. Við jarðarfarir er hann ennþá alvörugefnari en presturinn, þótt hann sé blindfullur, og þeg- ar trúðaflokkurinn kemur til bæjarins, þá gengur hann um strætið syngjandi og hljóð- andi eins og heil lúðrasveit. Hann veit alt af livað við á, sá gamli. Fólk kann lireint ekki að meta hann.” Nú voru allir búnir að borða, nema Hark- less. Martin stjaldraði við og beið eftir hon- um. Þeir stóðu báðir upp og staðnæmdust snöggvast í dyrunum. “Ætlarðu að heimsækja dómarann í kvöld, ” spurði Martin. “Nei, því heldurðu það?” svaraði Hark- less. “Sástu ekki stúlkuna, sem var með dóm- aranum og dóttur lians þarna um daginn. “Jú, eg sá hana rétt sem snöggvast. Bowlder hefir auðvitað átt við það.” “Ekki veit eg hvað Bowlder hugsaði, en betra væri fyrir þig að fara þangað sem fyrst. Það er óvíst að hún dvelji hér lengi.” 4. KAPITULI. Rostungurinn og smiðurinn Kerra Briseoes fór hratt eftir brautinni. Brúnu folarnir hertu sprettinn þegar þeir beygðu fyrir hornið. Brautin lá nú austur og þeir voru á heimleið. “Þeir fara þessar átta mílur á einum 45 mínútum,” sagði dómarinn. Hann benti með kevrinu. Þarna við bugðuna förum við í gegn- um ‘ ‘ Krossgöturnar. ’ ’ Miss Sherwood hallaði sér áfram. “Sjá- um við húsið hans Wimbys frá brautinni?” “Nei, það stendur nær bænum. Við kom- um að því seinna. Það er eina þokkalega hús- ið á öllu þessu svæði. ” Dómarinn herti enn meir á folunum. Eg kann betur við að fara greitt meðan við erum í þessu nágrenni. Það væri óskemtilegt að þurfa að staðnæmast hérna.’ ’ Þau komu nú að nokkrum gömlum og ljót- um húsum, sem bygð voru í kringum drykkju- krá og stóra járnsmiðju. Nokkrir kofar stóðu hér og þar meðfram veginum, og á stöku stað voru illa ratktaðir akrar, og með fram þeim stóðu gömul fjós hálf-hrunin. Nokkur .svín voru á kafi í forarpolli. Staðurinn var í alla staði hinn óhuggulegasti, jafnvel að deginum til, og Miss Sherwood fór að skiijast hvers vegna menn sneiddu hjá honum í myrkri. “Þetta er ömurlegt hverfi,” sagði hún. “Búa hvítu húfurnar hérna.” “Já, þeir eru óþokkar allirsaman,” svar- aði dómarinn. “Svona hverfi munu finnast í flestum stórborgum og jafnvel í flestum sveitum, en þetta er eitt af þeim allra verstu. Þeir kalla sig ‘hvítu húfurnar,’ en það er að- eins gerfinafn. Vanalega er það nafn á þeim, sem taka sig saman um að framfylgja lögun- um, ef að dómstólarnir eru of vægir. 1 þessu tilfelli hefir það verið þvert á móti. Þeir hafa beitt hverskyns ólögum og ofstopa, brent hey og byggingar þeirra, sem eitthvað höfðu gert á hluta þeirra, að því þeim fanst. Stund- um tóku þeir bændur úr rúmum sínum að nóttu til og hýddu þá og misþyrmdu. Konur þeirra tóku oft þátt í þessum óknyttum, að því að sagt er. “Var Harkless fyrstur til að mótmæla þessu,” spurði Miss Sherwood. ‘ ‘ Það var nú svona. Við vorum orðin svo vön yfirgangi þeirra að þeim leyfðist alt að gera. Það þurfti ókunnugan mann til að taka í taumana, og það gerði hann. Hann kom ein- um átta í fangelsið. Sumum til tuttugu ára.” I þessu óku þau fram lijá drykkjukránni, og maður kom út í dyrnar og horfði á þau. Hann var á skyrtunni, og föt hans voru gul af svita og óhreinindum. Höfuð hans var herfilega vanskapað og andlitið magurt og fölt. Hann var hár vexti, grannur og liarð- iegur. Hann horfði með fyrirlitningu á fóik- ið, sem ók hjá, og rak upp hvellan hlátur, þeg- ar það fór fram hjá. “Þetta var Bob Skillett, versti óþokkinn af þeim öllum,” sagði dómarinn. “Harkless sendi son hans og bróður í fangelsið, en gat, því miður, ekki sannað neitt á hann sjálfan.” Miss Sherwood þorði tæpast að draga andann, fyr en þau voru komin út úr bænum. “Þetta var hræðilegur hlátur. Eg hefi heyrt um svona menn, en ahlrei séð J)á fyrri,” sagði hún. “Bru þeir allir svona, sem búa við Krossgöturnar ? ” “Þeir eru víst fæstir mikið betri. Þeir bmgga sitt eigið brennivín, býst eg við. Mað- ur veit annars lítið af því, sem þeir gera sín á milli. Þeir jafna það sjálfir, en fara ekki með það til annara. Þú hefir heyrt Lige Wil- letts getið. Hann er góður vinur Minnie. Einu sinni var hann á veiðum og elti rjúpna- hóp lengst út eftir sléttunum, loks kom hann að skógarrunna einum og sá þá hóp af hræ- fuglum utan um skrokk. Lige sór og sár við lagði að það hefði verið hundshræ, þó hljóp hann svo hart alla leið til Plattville, að Iiann var næstum sprunginn af mæði. ” “1 öllum bænum segðu ekki Helen þessar voða sögur,” hrópaði dóttir hans. “Hún hlýt- ur að lialda að hér séu ekkert nema illmenni. ’ ’ “O-jæja. Þetta er nú reyndar engin barnasaga,” sagði Brisooe og' leit gletnislega til Miss Sherwood. En eg býst ekki við að hún verði sérlega hrædd þótt hún heyri annað eins. Mér lýst svoleiðis á þig að þú hræðist ekki margt, og svo er ólíkt með Plattville og Krossgöturnar. Annars hafa ‘hvítu húfurn- ar’ ekki sýnt sig í neinu upp á síðkastið, nema hvTað þeir hafa reynt að ná í Harkless.” “En Ameríkumenn taka öllu rólega, það er skammarlegt,” sagði Miss Sherwood. “Því gerið þið ekkert til að koma í veg fyrir þessa hættu. ’ ’ ‘ ‘ Það er nú eins og eg sagði áðan, ’ ’ madti Briscoe, “við erum farin að venjast þessu. Svo gerum við það sem liægt er til að vernda Harkless. Við látum fylgja lionum, ef hann er einn á ferð í myrkrinu. Ef við gætum bara gert honum skiljanlegt hvað hann er í mikilli 'hættu, þá væri alt gott. Harkless þelckir ekki sögu þessarar bygðar, né hatrið á milli þessa fólks og okkar. Það er gömul saga og fáum kunn. Gamli William Platt og forfeður þeirra Bardlocks, Tibbs, Briscoes og Scho- fields tóku sig upp frá Norður-Carolinu og settust liér að. Astæðan til þess var sú, að óvinátta var með þessum mönnum og ná- grönnum þeirra, sem flestir voru af ættum þeirra Skilletts og Johnsons. Bófar þessir höfðu drepið tvó syni Platts. Þegar Platt og flokkur lians var fluttur liingað komu hinir á eftir alla leið til Indiana, og drápu William Platt við kofadyr hans, þar sem ráðhúsið stendur nú. Loks tókst að reka illmenni þessi burt, en þá settu þeir upp bygð sína við Krossgöturnar, aðeins sjö mílur frá Platt- ville. Svo var það einu sinni að hópur hálf- 'brjálaðra Indíána kom við hjá Krossgötun- um, á leið til eins spámannsins, sem alt af voru að æsa Indíánana í þá daga. Krossgötu- hyskið keypti sér frið með brennivíni og sendu hópinn til Plaftville. Þá voru flestir af karlmönnum vorum að berjast undir for- ustu Harrisons, og þegar þeir komu heim, voru aðeins fáeinar hálftryltar konur og nokk- ur smábörn á lífi. Þau höfðu falið sig í skóg- inum. Hermenn okkar ætluðu þá að hefna sín, og lögðu strax af stað, en Krossgötubúar vissu af ferðum þeirra, gerðu þeim fyrirsát, og drápu þá flesta. Þannig hefir það alt af verið. Óþokkar þessir hafa alt af orðið hlut- skarpari, þótt undarlegt megi virðast. Það var ekki fyr en ókunnugur maður kom bingað að við fórum að rétta hlut okkar. Aðeins eg, og einn eða tveir gamlir menn, muna nú þessa sögu. En flestir yngri menn í Plattville vita þó að við eigum þeim grátt að gjalda og ætt- um helzt að afmá þá af jörðunni.” Dómarinn þagnaði snögglega og kastaði kveðju á gamlan og væskilslegan mann, sem ók út af brautinni og heim að litlu og þokka legu húsi, sem stóð meðfram veginum. “Þetta er maðurinn hennar Mrs. Wimby,” hvíslaði dómarinn. Miss Sherwood tók sérstaklega eftir því hvað maður þessi var aumingjalegur og lítill. Andlitið var gnilleitt og magurt, augun ljós- blá og dapurleg. Dökki sloppurinn hans var svo stór að ermarnar voru brotnar upp, svo að hendurnar stæðu fram úr þeim. Hann fór nú ofan úr kerrugarminum sínum, til að opna hliðið og var þá augljóst að buxurnar liöfðu einnig verið ætlaðar stærri manni. Enginn gat hugsað sér meinlausari né lítilfjörlegri mann. Samt hafði hann orðið fyrir heimsókn ‘hvítu húfanna,’ og verið herfilega leikinn. Mrs. Wimby var ekkja, sem átti snoturt og gott heimili og vildu margir eignast það. Hún hafði engum tekið, fyr en mann-aumingi þess kom til sögunnar. Kendi hún í brjósti um hann, gáftist honum og klæddi hann í föt síns fyrri manns. Þetta fanst ‘hvítu húfunum’ ósæmilegt og höfðu það fyrir ástæðu til að brjótast þar inn að nóttu til. Fantarnir tóku karl-aumingjann úr rúminu og flengdu hann með tágum, þar til hann var nær dauða en lífi. Konunni skip- uðu ]>eir að horfa á refsinguna. Hundshvolp, sem reyndi að verja húsbónda sinn, tóku þeir of dýfðu í steinolíu og kveiktu síðan í lionum. Maðurinn náði aftur heilsu, en Ilarkless, sem frétt hafði alt saman, sór þess heit að koma fram hefndum. Hann gerði sitt til að láta yfirvöldin rannsaka málið, en alt kom fyrir ekki. Engar sannanir voru fyrir hendi, svo ritstjórinn tók upp á því að sofa á þeim heimilum, sem ‘hvítu húfurnar’ höfðu hótað að heimsækja. Loks tókst að ginna þá, og fengu þeir þá þær viðtökur, að tveir þeirra voru teknir höndum en hinir reknir á flótta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.