Lögberg - 22.03.1934, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.03.1934, Blaðsíða 7
LÖGBEÍRG, FIMTUDAGINN 22, MARZ 3934 7 QjjP Eiríkur Eiríksson Á KARASTÖÐUM 1 ÁRNESBYGÐ. F. 25. júlí 1861-—D. 19. febrúar 1934. “—í þolinmæÖi og trausti skal styrkur yðar vera.” Þegar að hinsti bjarmi þess 19. febr., s. 1., var að hverfa fyrir hækkandi tjaldi nætur, kom engill Guðs og nam á brott til sælli heima, sálu Eiríks Eiríkssonar landnámsmanns og bónda að Kára- stöðum í Árnesbygð, Man. Hinn látni var fæddur á Tröðum í Hraunhreppi í Mýrasýslu, sem að ofan er ritað. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigurðsson, hreppstjóri á Tjaldbrekku, Jónssonar, og konu hans Hólmfríðar Eiríksdóttur frá Ketilsstöðum. Kona Eiríks Sigurðssonar, en móðir Eiríks á Kárastöðum var Guðrún Þorbergsdóttir Sigurðssonar bónda í Tröðum, ættuð úr Snæfells- nessýslu. Móður sína misti hann aðeins þriggja ára að aldri, var hann jafnan þaðan af með föður sínum, unz hann náði þroskaaldri. Ungur fór hann að stunda sjó, eins og þá tíðkaðist: fyrst í fiskiveri heima í átthögum sínum, en síðar suður á Vatnsléysuströnd. Þar reri hann nokkur ár með Gunnlaugi Helgasyni, er síðar varð mágur hans. Ungur að aldri kvæntist hann Guðlaugu Helgadóttur Gunn- laugssonar, fór gifting þeirra fram 23. okt. 1883. Bjuggu þau fyrst um tveggja ára bil í Stapakoti í Vogum, en fluttu þá að Álftár- bakka á Mýrum, og bjuggu þar, ásamt Eiríki eldra, þar til að þau, árið 1890 fluttu til Vesturheims. Þau settust strax að í Nýja ís- landi, voru þau fimm fyrstu árin hjá ísleifi Helgasyni, bónda í Brautarholti, Var hann tengdabróðir Eiríks. Að þeim tima liðn- um nam Eiríkur land þar í grend, og nef ndi á Kárastöðum; var það árið 1895, að hann nam landið. Óslitin dvöl hans þar varði því um fjörutíu ár; er það langur starfstimi—og mörg hafa sporin verið. Konu sína misti hann í nóvember 1927, eftir langa legu; var hún þreytt eftir langt og vel unnið æfistarf. Naut hún ágætrar aðhjúkrunar eiginmanns síns, og barna sinna; kom ein dætra þeirra heim til þess að stunda móður sina í sjúkdómi hennar. Börn þeirra hjóna voru alls ellefu að tölu, og eru þessi á lífi: Herdís, gift Helga Þórðarsyni, bónda við Árnes, Man.; Guðrún, hjúkrunarkona í Winnipeg; Eirikur Óskar, bóndi við Árnes, Man., kvæntur Ingibjörgu Bell; Hólmfríður gift Jóhanni Valdimar Jóna- tansyni, bónda á Brú í Árnesbygð ; Jóhanna Helga, gift Jack Swan, Charleswood, Winnipeg; Anna Helga, kona Frank Frisk, Redverse, Sask.; Guðlaug, gift Earl Burkitt, Winnipeg, Man. Helgi, bóndi á Kárastöðum, kvæntist Þorbjörgu dóttur Mr. og Mrs. Einar Jónasson, Árnes, Man., er Þorbjörg kona hans nú látin fyrir tveimur árum síðan. Meðal ættmenna Eiríks heitins má nefna Þorberg, bróður hans, búsettan á Point Roberts, Wash. Tveir föðurbræður Eiríks komu einnig vestur um haf; settust þeir að í grend við Eundar, Man., báðir vel kunnir og merkir menn: Daniel Sigurðsson og Kristján Sigurðsson. Sá fyrnefndi á lifi, háaldraður, hinn síðarnefndi dáinn. Þeir eiga allmikinn hóp af- komenda, vel þekt fólk. Á íslandi dvöldu einnig tvö föðursystkini hans: Sigurður, hreppstjóri á Kárastöðum, og Hólmfríður, kona Sigurðar Jónssonar frá Hjörsey á Mýrum, síðar í Reykjavík, og kendur við Steinhúsið (Sigurður i “Steinhúsinu’ ’), eins og margir, er kunnugir voru i Reykjavík, munu við kannast; faðir Geirs skip- stjóra og frömuður í mörgum framkvæmdum, útveg og sjómensku aðlútandi. — Þeim, sem ritar þessar linur, sem að_ einnig mælti kveðjuorð við útför Eiríks heitins, fanst sem að orðin, er notuð voru sem kveðjuorð: “—í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera” (Jesaja 30:15) væru vel viðeigandi, og lýstu flestum orðum fremur, lífsafstöðu og stefnu hins látna vinar. Hann var einn af hinum “kyrlátu í landinu.” Stilling og ljúflyndi í allri framkomu einkendi hann. Þið nánari kynningu skildist manni að stilling hans var ekki afleiðing af ytri þjálfun, er hann hafði tamið tér, heldur hafði innri friður, er á sálu hans ríkti, göfgað hugsunarhátt 'hans allan og mótað framkomu hans. Á all-langri æfi, hafði hann sann- færst um nálægð Guðs, og föðurlega handleiðslu sér til handa; frá því að hann smábarn misti móður sína, til þess að hann aldraður og þreyttur lagðist til hinztu hvíldar.— Hin ytri kjör hjónanna á Kárastöðum voru um hríð afarþröng, olli því hinn stóri barnahópur og miklar þarfir við framfæslu þeirra; gerði það frumbýlingsbaráttuna afar erfiða, þar sem að við bættist mörg og erfið ár, er um þetta bil gengu ytir nýlenduna alla: kyrstöðu tímabil, er hér átti sér st^ð, og það af eðlilegum ástæðum, er tóku höndum saman, að hindra vöxt og viðgang bygðarinnar um alllangt skeið. — Eiríkur naut nokkurrar hjálpar frá tengdafólki sínu, þannig ólu þau Guðmundur Helgason og Ánna kona hans upp eitt barn hans, ef til vill réttu aðrir einnig hjálparhönd.—En smám saman birti til, og börn þeirra, er þau uxu upp, veittu foreldrum sínum hjálp eftir megni. Hin örðuga barátta varð smám saman léttari, og um sýnilegan sigur var að ræða. Eiríkur var jafnan maður affarasæll og sló engin vindhögg; hann bygði snemma bæði vönduð útihús og síðar gott íbúðarhús. Mátti, að eg hygg, með sanni segja að öll afstaða hans til samtíðar og til sveitafélags sins, væri uppbyggileg og affarasæl. Mitt í þröngum kjörum innti hann auk þess sérstaka þjónustu af hendi í þarfir sveitunga sinna; á eg þar við læknisstörf hans, er margir nutu góðs af, bæði fyrir og síð- ar, og hann innti af hendi, mönnum og málleysingjum til blessun- ar. Kom sú hjálp sér vel, á þessum erfiðu landnámsárum, þegar brautir voru því nær sem engar, og læknar fáir og stundum í mik- illi fjarlægð. Eirikur hafði ótvíræða hæfileika í þessa átt, hann bar gott skyn á marga hluti, lækningum aðlútandi, fyrir ólærðan mann að vera. Hann var mjög heppinn yfirsetumaður og mistókst sjaldan eða aldrei; geyma margir í þakklátu minni, aðstoð hans og hjálp. Er og ekki illa til fallið að minnast á þetta nú í verðtíðar- lokin,—þegar skilnaðarstundin er gengin í garð. Þáttur sá, er hann tók i málum bygðarlagsins síns var all-mikill, og vel af hendi leyst- ur. Hann var starfandi meðlimur lúterska safnaðarins í Árnesi, og oft mun hann þar í forsæti verið hafa. Bar hann mikla trygð í brjósti, til feðrakirkju sinnar. Dulrænn að eðli, bjartsýnn og inni- lega trúaður var hann, sannfærður um persónulega handleiðslu Guðs, á langri æfi, var hann því öruggur og átti innri sælu og sannfæringu trúarinnar sér í sál. Umönnun hans á sínum aldraða föður var ágæt, svo eðlilega ástúðleg sem hún var. Hann var á- gætur eiginmaður, og með öllu ógleymanlegur faðir börnum sínum og stórum hóp afkomenda. Skilvís og áreiðanlegur í öllum við- skiftum, naut hann þvi trausts og álits hjá samferðamönnum sinum, sem undantekningarlaust hefir verið mjög hlýtt til hans. Sem þegar er áminst, bar dauða hans að fljótt og fyrirvaralít- ið. Hann var við góða heilsu, einnig hin síðari ár, þótt þreytu væri hann farinn að kenna. En síðastliðið sumar mun hafa slitnað æð fyrir brjósti hans og varð hann þaðan af að fara varlega með sig, en leið þó ekki, en hafði sig lítt til verka þaðan af. Mun hann hafa búist við að kallið kærni fyrirvaralítið, sem og reyndist að verða. Hannr var jarðaður þann 27. febr., s. 1.; fór athöfnin fram frá heimilinu og frá lútersku kirkjunni í Árnes,—margmenni á báðum stöðunum. Börn hans öll, að einni dóttur undanskilinni voru við- stödd, ásamt fjölmennum hópi afkomenda og sveitunga hans. Veð- ur var mjög gott, bjart og hlýtt og minti mann nærri ósjálfrátt á manninn, sem að verið var að kveðja, og einnig á það að rósamt og fagurt einstaklingslíf var runnið að ósi fram. Sá er línur þessar ritar minnist þess persónulega, hve samstarf og kynning tengdu hann ljúfum vinarböndum við manninn, sem hér var kvaddur. Samúð hans og ljúfleiki, samfara hreinskilni og fús- leika á að meta starf og starfstilraunir sóknarprestsins síns, gerði hann yndislegan samverkamann og ógleymanlegan vin, er eg mun jafnan minnast með þakklæti og trega. Sigurður Ólafsson. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER THE EMPIRE SAShT& DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET. WINNBPEG, MAN. PIIONE 95 551. Alexander Kielland og Gestur Pálsson Eftir Stefán Einarsson, dr. phil. IV. ' Sagan Vordraumur er eitthvert hið bezta vi,tni þess, hve líkir þeir Gestur og Kielland voru í grund- vallarskoðunum sínum. Og það má liklega deila um það hvort hér sé um verulegt lán að ræða. Einar Kvaran álítur að svo sé ekki, ef eg skil hann rétt. Eg hygg lika að ekki geti verið um vísvitandi lán að ræða. Gestur mun hafa haft þá skoðun samtíðarmanna sinna og síð- ari höfunda, að ósvinna væri að viða svo greinina að sér úr landi ná- ungans. Honum hefði líklega ekki orðið um sel, ef einhver hefði bent honum á, að þessi saga hans væri mestöll frá Kielland. Eg er sann- færðtir um að hann hefði neitað því. En er þá ekki rangt að tala hér um lán eða áhrif frá Kielland? Um lán, ef til vill, en ekki um áhrif. Ekki er að efa að Gestur hafi Iesið beztu sögu Kiellands, og það líklega oftar en einu sinni. Hún hefir hlotið að falla honum vel í geð, svo gersam- lega sem hún var skrifuð í hans anda. Ef nokkur bók hefir getað sezt að í huga hans, þá átti hún að geta það. En nú er það svo, að í skáldsögunni Garman og JVorse er sagan um kaupmannsdótturina og prestinn alls ekki eins áberandi eins og virðast rnætti, þegar hún er leyst út úr samhenginu og sögð út af fyr- ir sig, eins og eg hefi gert hér að framan. í skáldsögunni er hún sögð í pörtum, á víð og dreif (í kapítulunum 5, 8, 9, 11 og 13). Vera má að Gestur hafi aldrei— vísvitandi—litið á hana sem heild út af fyrir sig. Engu að síður hefir hún getað kristallast í hug hans að honum óafvitandi og komið fram í hinni nýju sögu: Vordraumur. Það styður og þessa skoðun, að langt var um liðið síðan bókin kom út og því líklega langt síðan Gestur hafði les- ið hana; bókin hafði því haft tóm til að hverfa úr meðvitund hans og verka á ímyndunarafl hans. “Alla hluti skilja mennirnir jarð- ligri skilningu, þvi að þeim er eigi gefin andlig spektin,” segir Snorri, og verð eg að játa, að þetta sannast á mér, þegar eg reyni að gera mér grein fyrir verkum skáldanna, því eg er ekki skáld og hefi því enga samskonar reynslu til samanburðar. \rera mætti þó, að til samanburð- ar mætti benda á afdrif lagstúfa í minni manns—og þar get eg talað af eigin reynslu. Heyri eg lagstúf, sem mér fellur vel í geð og eg vildi gjarnan lært hafa, er það mjög sjaldan að eg muni hann strax á eftir. En partur úr laginu, eða lagið alt, getur dottið upp úr mér nokkrum dögum seinna, án þess að eg sé nokkuð að hugsa um það. Stundum kemur það og fyrir, þótt sjaldnar sé. að mér detta í hug lagbrot, sem mig rekur alls ekki minni til að eg hafi heyrt áður. Ilefi eg stundum fest þess háttar lagstúfa í minni og orðið hissa, er eg hefi heyrt þá utan að mér löngu síðar. Ef minni skáldanna er nú eitt- hvað áþekt þessu, sem ekki mætti ó- líklegt þykja, þá má að visu gera ráð fyrir að stundum geymi þeir á- hrif frá öðrum óafvitandi í huga sér (undirvitund) og noti þau síðan í sínum eigin verkum, án þess að kannast við uppruna þeirra. í sambandi við þetta vakna tvær spurningar, sem mikils er um vert, að menn átti sig á. Hvernig stend- ur á því, að bókmentasögufræðing- ar finna hvert dæmið á fætur öðru af hliðstæðum lánum, áhrifum. o. s. frv., er þeir bera saman verk rithöf- unda, en rithöfundarnir sjálfir neita því mjög oft, að þeir hafi fengið að láni eða orðið fyrir áhrifum frá öðrum rithöfundum? Þetta tvent sýnist í fljótu bragði ósamrýmanlegt. Liklega liggur sannleikurinn, eins og oftar, mitt á milli andstæðanna. Þegar bókmentafræðingurinn ber saman tvö rit í þeim tilgangi að ganga úr skugga um, hvort áhrif frá öðru ritinu finnist í hinu, þá tekur hann alt, sem hann finnur nokkra líkingu með. Ekki er víst, að alt, sem likt er, þurfi að vera lán. En því fleiri sem líkingarnar eru, því meiri eru likurnar til að svo sé. Eða því einkennilegri sem lík- ingarnar eru, þvi meiri eru likur til láns. Sbr. t. d. skoðun þeirra Gests og Kiellands á uppeldisgildi hunds- ins fyrir manninn, sem er svo ein- kennileg, að eg held þeir hljóti að hafa hana frá sameiginlegri fyrir- mynd. En hvernig stendur þá á því, að rithöfundarnir sjálfir eru svo fá- fróðir, sem raun ber vitni um þessar lántökur sínar? Eg hygg að ástæð- an sé fyrst og fremst sú, að þeir vilja ekki vita af neinum lánum, á- hrifutn o. s. frv. Fyrsta krafa til rithöfundar nú á dögum er, að hann sé frumlegur. Allir kannast við það, hvað ungum rithöfundum er illa við það, að menn bregði þeim um áhrif, stælingar o. s. frv. Og að skáldsagnahöfundur nefndi heimild sína, mundi þykja álíka höfuðsynd eins og ef vísindamaður léti það undir höfuð leggjast. Menn muna kannske hvaða hneyksli það olli, er H. K. Laxless vitnaði í allskonar höfunda í Vefaranum mikla. For- dild! Sú var þó tíðin að þessar til- vitnanir þóttu fínar, enda var þá ekki örgrant um að skáldin skrökv- uðu upp heimildum og heimildar- mönnum. Rithöfundar nútímans vilja vera frumlegir, þeir loka meðvitundinni fyrir öllu því, sem þeir hafa lært af öðrum og gleyma þvi bókstaflega, hvaðan þeir hafa hlutina. Þetta við- horf þeirra til fyrirrennara sinnar er ágætt dæmi til sönnunar þeirri kenn- ingu Freuds, að menn fylgja oft vilja sínum óafvitandi til verka, sehi menn ekki mundu láta eftir sér að ósvæfðri meðvitund. Annað dæmi: Eg á að borga gamia skuld og þarf að fara á pósthúsið til þess að senda póstávísún. Mér leiðist að þurfa að borga þessa skuld: afleiðingin verð- ur sú, að eg gleymi að fara á póst- húsið. Þriðja dæmi: Til eru þær vinnukonur, sem brjóta alt leirtau, er fer i gegnurn greipar þeirra. Af hverju? Af því að þeim hundleið- ist að fara með það og óska því i hjarta sínu norður og niður. Auð- vitað kemur það ekki til mála, að þær láti það eftir sér að fleygja öll- um postulínsborðbúnaði frúarinnar út um gluggann. Þeim dettur það ekki einu sinni í hug. Þeim verður meira að segja dauðilt við, í hvert sinn sem þær brjóta nýjan bolla. En brjóta gera þær. Þótt náttúran sé lamin með lurk. íeitar hún út um síðir. \ Stefán Einarsson. —Eimreiðin. Nú endurskapast alt á jörð og gfær, og æska vorsins grænan skrýðir hólinn, en gróðrarbylgjur flökta fjær og nær, með f jör og líf í instu skuggabólin, þvi lífið fram á bárum tírnans brunar og bergmál vekur þar sem fáa grunar. Og sólböð þrá vor andans orku-ver því alheiminn sér langa til að kynna, þó syngi þar með sínu nefi hver. Þeir samt til Iífsins mega til að finna, því vorsins gróður hrekur sál af svefni, og ségir til hvar verði bezt að efni. NUGA-TONE ENDURNYJAR HEILSUNA NUGA-TONE styrkir hin einstöku líífæri, eykur matarlyst, skerpir melt- inguna og annað þar að lútandi. Veitir vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að almennri vellíðan. Hefir oft hjálpað. er annað brást. Nokkurra daga notkun veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf- sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. Áður fyr varð hver ungur maður óhamingjusamur, er stúlkan, sem hann unni giftist öðrum. En nú er hann hamingjusamur ef hann getur orðið seinni maður hennar. Vor- vísur Lækirnir fossa nótt og nýta daga, náttúran rik af djúpum ástar-þokka gervallan lýð í faðm sinn fýsir draga, frjómilda grund og bjarkir að sér lokka. Hver óskar lengur dáðleysi’ í að dvelja, dásemdir slíkar um er megum velja? Lundinum i er ljúft á vori að dreyma, liljublóm fagurt, margt er þar að skoða. Sólarljós gyllir láðs og lagar heima; lífgeislar öllu styrk og nægju boða. Bölsýnn nú enginn ætti að vera lengur, allra heill er vorsins dýrðar fengur. M. Ingimarsson. Frænka: Unnustinn þinn er korn- ungur, Molly. Hefir þú sagt hon- um hvað þú ert gömul ? —Já, að nokkru leyti. GEFINS Blóma og matjurta fræ ÚTVEGTÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AD BLAÐ- INU EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Frœid er nákvæmlega rannsakað og 'áhyrgst að ölln leyti. TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðið fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar, 1935, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2, og 3. (I hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingln ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur nr. 1. 2. og 3 og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1. 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu. NO. 1—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Long Blood PARSNIP, Early Short Round (Large Packet) (Large Packet). CABISAGE, Emkhuizon (Large RADISH, 1' rench Breakfast Packet) (Large Packet). „ , ,, , n.í TURNIP, Purple Top Strap CARROT, Chantenay Half Leaf (Large Packet). The Long (Large Packet). early whit« summer table ONION, Yellow Globe Danvers, turnip. (Large Packet). rURNIP, Swede Canadian Gem LETTUCE, Grand Rapids. This (Large Packet). packet will sow 20 to 25 feet ONION, White Pickling (Large of row. Packet). NO. 2.—ANNUAL FLOWER COLLECTION Large Size Packets ASTERS, Queen of the Market. MATHIOLA. Evening Scented. BACHELOR S BUTTON, Fine Stock. Mixed. POPPY, Shirley Mixed. COSMOS, New Early Crowned. sURPrÍse’ FLOWER CLIMBERS, Fine Mixed. GARDEN. EVERLASTINGS, Fine Mixed. SNAPDRAGONS, New Giant CALIFORNIA POPPY, Fine Flowered. Mixed. SPENCER SWEET PEAS — MIGNONETTE, Fine Mixed. Mixed. NO. 3—SPENCER SWEET PEA COLLECTION 6 — Big Packets — 6 Here are six splendid Spencer Sweet Peas that will hold their own either in the garden or on the show bench. Conceded by experts to be six of the best in their respective color class. DEEP PINK, Pinkie — SALMON, Barbzara — CRIMSON Crim- son King — LAVENDER, Austen Frederick Improved—BLUE, Heavenly Blue — MAROON, Warrior. NO. 4 — WINTER VEGETABLE COLLECTION BEETS, Detroit Dark Red (Ounce). The best round red Beet. t Ounce will sow 100 fet of drill. CABBAGE, Danish Ball Head (Large Packet). This packet will grow 1,000 lbs. of as good cabbage as you ever tasted. CABBAGE, Red Rock Pickling (Large Packet). This packet will easily produce over 300 heads. CARROT, Chantenay Half Long (Ounce). Ounce will sow 250 feet of drill. PUMPKIN, Sweet or Sugar (Large Packet). Packet will sow 10 to 15 hills. ONION, Yellow Globe Danvers (Large Packet). Will sow 25 to 30 feet of drill. PARSNIP, Half Long Gucrnsey (Ounce). Ounce enough for 250 feet of drill. SQUASH, Imported True Hubbard (Large Packet). Sufficient seed for 12 to 20 hills. VEGETABLE MARROW, Long White Vining (Large Packet). Packet will sow 20 to 25 hills. TURNIP, Purple Top Swede (Ounce). Will sow 300 feet of row. Sendið áskriftargjöld yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos. : Nafn .... ......................................... Heimilisfang....................................... Fylki .............................................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.