Lögberg - 07.06.1934, Page 7

Lögberg - 07.06.1934, Page 7
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 7. JtrNÍ, 1934 7 Komi ljós—þverri myrkur Eftir Halídór Friðleifsson. Hver er þarna uppi á tindinum að benda á sólina; heyriÖ þiÖ hvað hann segir. ÞaÖ var um daginn verið að taka um það að betra væri að hafa frið heldur en stríð. Eg hefi heyrt að sumir væru með því en aðrir á móti. Þetta er svona alt af, einn vill þetta annar hitt. Það er sumt af lífinu, sem sefur á næturnar, sumt á daginn. Sumt notar ljósið til þess að afla sér lifs- nauðsynja, annað notar myrkrið til þess. Sumt teygir sig upp í birtuna eftir meira ljósi; annað þrífst að- eins í skugganum. Svona er það. En hvað er svo fullkomnast; hvað er bezt af þessu? Eg verð að hlaupa aftur í sögu framþróunar og vita hvað eg get ályktað eftir henni. Eg verð að fara eftir þeirri sögu, sem andlega lífið hefir lagt mér til og þar stend- ur þetta: Þegar jörðin okkar var lengi búin að veltast í geimnum; búin að sprengja tunglið út frá sér, þá komst hún inn í það undraverða sólnasamband, er velti henni eins og kjöltubarni á milli sín. Ein sólin slepti, önnur tók í, og þannig héldu þær áfram að hossa jörðinni á milli sín, þá var liðið langt fram á tíma framþróunar, en eg sleppi því, því eg er aðeins að leita að því hvort er betra eða fullkomnara fyrir lífið, Ijós eða myrkur. Hvorttveggja er lífinu nohæft. Þetta finn eg, þegar eg leita í sögunni. Jörðin er orðin það köld að hún hefir skurn utan um heita eldleðjuna, en vatnið er þá að myndast og er mest gufa. Þá er alt af ljós, því sólirnar eru svo margar að þær eru alt í kring um jörðina. Þá er þetta einda-líf, eða það sem sumir nefna “atoms” og “electrons” myndað, en öðruvísi heldur en það er nú, því alt er l^reyt- ingum háð. Þá er það sem þetta afl, er sumir nefna lífsafl fer að hlaða upp efninu og mynda fyrsta persónulíf, sem er þó ekki svo að geta haft neina fasta mynd, og er því ekkert form og engin mynd, en þar finnum við firstu myndun per- sónulífs og það er fyrsta myndun persónulifs í alheimi. Þeir voru sterkir sólargeislarnir þá, og kveiktu fyrstu starfslöngun. Þetta finnutn við að er ekki sam- boðið því sem við höfum lært hjá prestum og ýmsum kennifeðrum. En það gerir mér ekkert til, eg segi frá eins og ntér er sagt og held þvi fram að andar og englar eigi hægara með að finna þennan sannleika held- ur en mennirnir, þó þeir gangi nokk- ur ár á skóla og hlusti á mismunandi kennara. Það er þessvegna að eg bið alla, sem vilja mótmæla þessum sögnum mínum að prófa sinar sög- ur og bera þær saman við náttúr- unnar ríki. En eg sleppi því, og gef það til þeirra, sem vilja rannsaka. Eg finn svo margt ef eg leita. Eitt er það að ungu börnin vilja láta hampa sér. Það var mikil hreyfing og umbrot fyrst fram eftir tímun- um, á jörðinni, þegar lífið var fyrst að myndast í persónuform. Það er þarna einn skildleikinn, sem er finn- anlegur hjá börnunum. Læknavís- indin sýna með myndum er maður- inn er að myndast i sköpuninni, að hann tekur ýmsum breytingum. Hann er sýndur eins og maðkur, hann er sýndur flatur líkt og skata, hann er sýndur að brettast saman og lokast seinast um naflann. Þetta er önnur bending annar skyldleiki, og sannar þær sagnir, sem eg hefi. En eg sleppi því til þeirra, sem leita vilja. Eg held áfram og segi það lif, sem elskar ljósið, vill vinna í ljósinu er meira í samræmi við lifs- heildina heldur en það sem sækist eftir myrkrinu og þvi sem mest er framleitt bak við tjöldin. Það er verið að iðka þá grein svo undra mikið að vinna á bak við tjöldin; koma ekki fram í dagsbirtuna. Láta einhverja skýlu fyrir andlitið, svo menn þekkist ekki. Það er sagt að fortíðar kennimenn hafi dregið upp mynd til skilningsauka, og lýst henni með þessum orðum: Varist þá. sem koma til yðar í sauðaklæð- um en eru að innan gráðugir vargar. Hvað eru það margir i heiminum, sem svona koma fram og hvað skýr- ir nútíminn okkur? Hvað hefir liðin tíð lýst upp; var ekki óhætt að hafa það ljón, tígrisdír, flug- dreka, krókódíl og eiturslöngu, sem nefnt var eftir fornspekingnum gráðugir vargar. Máske að hann hafi ekki þekt þessi dýr og því síð- ur öll svik og pretti nútíðarinnar. Eg læt það nægja að setja einn kross yfir legstað þeirra, sem dánir eru, en geng með hækkandi sól upp á sjónarhól til þess að vita hvort eg heyri til þess, sem stendur á fjalls- tindinum. . Það sem tekur langan tíma, er vanalega vandað og stórkostlegt verk, en það sem hefir lítið þekk- ingargildi í för með sér er vanalega óvandað. Það er samt undantekn- KAUPIÐ AVAL.T LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE ÁND ARGYLE STREET. WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551. ing á þessu, en eg er ekki til þess hér að sigla fyrir öll annes, eg eftir- læt það þeim, sem það vilja gera. Eg ætla að sýna þeim, sem eru á því stigi að vilja leita að virkileika í hlutunum,—sýna þeim hvað eg hefi orðið var við, og hvernig þetta og hitt vinnur sig áfram. Það er surnt, sem sýnist vera æ- varandi, alt af gildandi, og alt af að bæta við sig, byggja sig upp og þroskast. Eitt af þvi er þekking- in; hún er að aukast, og af því hún er að aukast, þá hlýtur hún að hafa verið lítil einu sinni, og þar áður ekki neitt. Þið menn, sem eruð að leita að sannleika tilverunnar, hversvegna leitið þið ekki fyrst i kringum ykk- ur; Fyrst í ykkar eigin huga, svo i þeim litla umheimi, sem þið þekkið, og reynið að leita Vel á þeim bletti, sem ykkar þekking nær út yfir. Þeg- ar þið farið að leita svo, þá verðið þið aðeins að byggja á ykkar eigin þekkingu, en ekki á annara kenn- ingum,—ekki á annara reynslu, að- eins ykkar eigin, þvi enginn getur gefið öðrum sina þekkingu, þvi þekkingin er séreign persónunnar. Eg veit að þið kallið þetta villu, því börnin læri af þeim eldri, og svo eru allir skólarnir, sem kenna yngri og eldri, svo þið segist með þessú hafa sannað mótsögn við það, sem eg sagði. En þegar betur er aðgætt, þá verður það aðeins mannsins eigin það sem hann getur prófað. Við skulurn taka dæmi: Þið kennið börn- um að tala; það er mikill lærdóm- ur og barnið prófar jafnóðum og það lærir orðin, gildi orðanna. Þeg- ar þvi er kent að Jón heiti Jón, þá kallar það Jón, og Jón kemur og fer til barsins. Þar kom vissan til barnsins og eins er þegar sagt er að hestur heiti hestur, þá prófar barn- ið það með tímanum að svo er, því hitt fólkið kallar hestinn hest. Svona kemur til barnsins vissa í gegnum lærdónt tungumálsins. Það reynist því rétt kensla og þekkingarauki til barnsins. Sama gildir nteð ntargar aðrar lærdómsgreinar, bæði verk- legar og bóklegar. En þegar kent er urn það sem barnið getur ekki Þegar þér þarfniát Prentunar þá lítið inn eða skrifið til The Golumbia Press Ltd. sem mun fullnægja þörfum yðar prófað og alt af er hlaðið upp rneiru og nteiru i huga þess af því sem enginn hefir prófað og það sagt að era rétt. Það er með því verið að eyðileggja þroska barnsins á sviði þekkingarinnar, því þá fer einn á- reksturinn að korna eftir annan og i sumurn tilfellum verða þeir að ein- lægum þrumum og sprengingum, svo ntiklum að persónan tapar allri löngun að læra og verður svo að i sumum tilfellum styttir hún sér ald- ur til þess að losna við árekstur og eldhríð mótlætisins. Þetta finst mér þurfa að laga. Eg er ekki að setja mig á móti kenslu og skólalærdómi nútímans, en hann er í svo mörgum greinum gall- aður, að það er þörf á því að þjóð- irnar taki það mál alvarlega til yfir vegunar. En áður en hægt er að fá hæfa menn til þess að lagfæra þessa galla, sém eru á flestu skóla- fyrirkomulagi, þá þurfa menn að vita hvað heiminn vantar. Á hverju er mest þörf ? Eg ætla að reyna að benda á það, sem eg hefi tekið eftir að gæti orðið til einhvers gagns. Þessvegna ætla eg að vita hvað þessi segir, sem stendur á fjallstindinum og bendir í austurátt. Hann er lík- lega búinn að sjá sólardansinn, þó við, sem erum djúpt ofan í dalnum höfum ekki getað séð hann. Það er gaman að heyra hvað hann segir. Á fyrsta morgni lífsins, þá Ieit eg sólna fjöld, þær voru að verk hreinu, en vöntuðu ekki gjöld. Þá leit eg lítið blómstur í lögun eins og jörð; þær hömpuðu því svo hlýjar. Eg heyrði þakkargjörð. Eg timi er talinn vera og tók þvi eftir því að lífið fór að lifna, það laugast stmx ljósi i, og áfram hélt verk og vilji, en vönt- un var þekking á, þá komu fleiri og fleiri, það fékk eg líka að sjá. Svona var þetta; það var tilviljun en ekki guð almáttugur, sem setti lífið fyrst á stað. Eg hefi nú leitt í Ijós það sem mér finst vera þörf á að athuga, sem er hvort það er betra að lifa í ljósinu ellegar í myrkrinu. Þeir, sem ekki eru vissir um það, ættu að reyna að prófa hvað eg hefi sagt og svo að koma út í sólarljósið og leita að meiri sannleika, því lífið hefir svo mikið að bjóða af honum. Hvernig stendur á þvi að menn- irnir eru í óvissu með það hvort betra sé að vera sannur eða ósann- ur — hreinskilinn eða undirförull. Eg verð að útlista með nokkrum orðum hvað má tileinka hvorri lynd- iseinkuninni. Eg tek fyrst þann undirförla. Hann hefir verið vanninn á það, stundum strax ,í æsku. Stundum ! venur hann sig sjálfur á það, og þetta eru hans einkenni: Hann vill vera í skugganur, hafa eitthvað til þess að skýla sér með; hann gerir mikinn hávaða úr því, sem hann heldur að verði sér til hróss, þó það sé aðeins til þess að setja blett á ná- ungann — sem þó er ekki sannur blettur, heldur tilbúinn uppspuni— Það gerir honum lífið að ímyndaðri sælu. Ilann vil láta alla bera virð- ingu fyrir sér, þó ekkert sé i hans fari, sem er virðingarvert. Hann er oft lýginnar höfundur. Hann smýgur bak við öll tjöld og er alt af að hlusta eftir einhverju, sein hann geti svo notað til þess að ó- frægja aðra með, og kemur ætíð úlfúð og styrjöldum á stað. Þetta eru hans einkenni, að hafa ánægju af annara böli. Framh. Gamla hríslan (Framh. frá bls. 3) an! Eg held að fólkið sé orðið hringlandi bandvitlaust!” “Heyrið þið, Gisli og Björn!” sagði prestur við vinnumenn sína: “Takið þið nú kaðlana þarna, vef jið þeim utan um hrísluna og reirið hana þangað til hún réttist, fyrst hann Gísli gat ekki rétt hana með höggunum.” “Hvaða vitleysa er þetta I” sagði Björn. “Eg er ekki viss um að eg sé skyldugur að hlýða þessu.” Samt tóku þeir til starfa, reirðu alla hrísluna böndum, spyrntu i hana með fótunum og toguðu af alefli í langan tíma. En það var árangurslaust; hríslan var jafn bog- in eftir sem áður. “Eg held að nú sé bezt að hætta,” sagði prestur loksins. “En hvernig lízt vkkur á, börnin mín?” sagði hann við Hallgrim og Þóru. “Eg veit ekkert hvað þetta á að þýða,” sögðu þau bæði i einu hljóði. “Það er ómögulegt annað en að þú skiljir það, Hallgrímur,” sagði prestur. “Svona vildir þú fara með hann Láka gamla í gær; hann er alveg eins og þessi gamla, kræklótta hrísla; hún hefir vaxið með þessum hlykkjum og krókum, og hún verð- ur hvorki rétt með höggum né bönd- um. Láki gamli hefir vanist á ýmsa ósiði af þvi hann hefir ekki verið eins gæfusamur og þú, að alast upp hjá góðu fólki. En þetta verður ekki vanið af honum með hörku. Það mætti, ef til vill, rétta gömlu hrísluna með því að setja við hana stoðir; binda þær við hana og herða á böndunum smátt og smátt, þá gæti skeð að hún lagaðist með löngum tíma. Það mætti lika óefað venja hann gamla Láka af því að drekka, ef hann ætti heimili hjá góðu fólki. Nú ætla eg að láta hann vera hjá okkur framvegis og þið eigið að hjálpa til að laga hann,—gera hann að reglumanni.” Hallgrimur starði á föður sinn, og honum vöknaði um augu. Hann bað hann að fyrirgefa sér það, hvernig hann hefði breytt við hann Láka gamla, og lofaði að bæta það alt. — Hallgrímur efndi það loforð trúlega. Láki gamli var mörg ár hjá prest- inum, og Hallgrimur gerði alt, sem hann gat honum til hjálpar. Eftir nokkurn tíma var hann orðinn reglu- maður, og það hefir hann verið síð- an. Hann er nú sýsluskrifari þar i sýslunni, og stendur ágætlega í stöðu sinni.” Séra Árni hafði lokið sögunni og öll börnin fögnuðu henni með lófa- klappi. Svo var farið að leika sér. Dóri var vanur að taka þátt í öllum leikj- um og hugsa um ekkert annað með- an þeir stóðu yfir; nú vildi hann helzt ekkert leika sér. Hann var alt af að hugsa um söguna, sem hann séra Árni sagði, og horfa á myndina á veggnum. Hanti mundi nú eftir mörgum gömlum mönnutn, sem voru líkir honum Láka í sög- unni. Þeir höfðu oft komið heim til pabba hans og Dóri hafði einmitt hlegið að þeim álveg eins og Hall- grímur hafði hlegið að Láka. Þegar þau komu heirn systkinin létu þau vel yfir skemtuninni. Næsta sunnudag kom Dóri til systur sinn- ar og bað hana að koma með sér í barnastúkuna. Hún varð steinhissa. Hann, sem alt af hafði afsagt það áður. Þau gengu bæði inn, sytkinin, og for- eldrar þeirra nokkru siðar. Sig. Júl. Tóhannesson. (Úr “Sögum Æskunnar”). ► Borgið LÖGBERG! INNKÖLLUNAR-MENN LOGBERGS Arras, B. C.............................M. Elíason Amaranth, Man....................B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota.................-B- S. Thorvardson Árborg, Man.....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man............................ G. Sölvason Baldur, Man...........................O. Anderson Bantry, N. Dakota...............Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash........... .Thorgeir Símonarson Belmont, Man..........................O. Anderson Blaine, Wash..................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask........................S. Loptson Brown, Man........................,....J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota..............B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask......................S. Loptson Cypress River, Man...................O. Anderson Dafoe, Sask ..... ................J. G. Stephanson Darwin, P.O., Man...................J. K. Jonasson Edinburg, N. Dakota. ...........Jónas S- Bergmann Elfros, Sask................Goodmundson, Mrs. J. Hi Garðar, N. Dakota...............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask............................C. Paulson Geysir, Man.....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man...........................F. O. Lyngdal Glenboro, Man..........................O. Anderson Hallson, N. Dakota..............................J. J. Myres Hayland, P.O., Man...................J. K. Jonasson Hecla, Man........................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota....................John Norman Hnausa, Man........................... G. Sölvason Húsavík, Man...........................G. Sölvason Ivanhoe, Minn................ ............B. Jones Kandahar, Sask................. J. G. Stephanson Langruth, Man.. .................John Valdimarson Leslie, Sask...........................Jón ólafson Lundar, Man.........................Jón Þlalldórsson Markerville, Alta.....................O. Sigurdson Minneota, Minn............................B. Jones Mountain, N. Dakota....................J. J. Myres Mozart, Sask..........................Jens Eliason Oak Point, Man......................A. J. Skagfeld Oakview, Man.........................Búi Thorlacius Otto, Man.......................................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash...................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta...........................................O. Sigurdson Reykjavík, Man........................Arni Paulson Riverton, Man.......................... G. Sölvason Seattle, Wash.........................J- J- Middal Selkirk, Man.......................... W. Nordal Siglunes, P.O., Man...................J- K. Jonasson Silver Bay, Man..................................Búi Thorlacius Svold, N. Dakota................B. S. Thorvardson Swan River, Man........................A. J. Vopni Tantallon, Sask............................. J- Kr. Johnson Upham, N. Dakota.......................Eit.ar J. Breiðfjörð Vancouver, B.C......................Mrs. A. Harvey Víðir, Man.......................Tryggvi Tngjaldsson Vogar, Man..........................J. K. Jonasson Westbourne, Man..................Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man..........................G. Sölvason Winnipegosis, Man.........................Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask....................J. G. Stephanson

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.