Lögberg - 19.07.1934, Side 6

Lögberg - 19.07.1934, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JÚLÍ, 1934 Maðurinn frá Indiana Eftir BOOTIi TABKINGTON “Eg bara veit að henni þykir vænt um hann, hvað sem hún segir eða hvað sem liún gerir. Veistu hvað hún er að gera fyrir hann í dagú’ “Nei.” ‘ ‘ Þegar þau töluðust við í þessu samsæti um daginn, þá sagði hann eitthvað, sem gaf til kynna að hann myndi ekki kæra sig um að koma aftur til Plattville. — Þú mátt eng- um segja þetta, ekki nokkrum manni.—Hún trúði mér fyrir því. ” “Nú, hvað var það V' “Veistu hversvegna þessir menn eru komnir hingað til að hafa tal af henni. Þeir Warren Smith, Landis, Horner, Boswell og Tom Martin og Keating frá Amo, og þessir tveir frá Gaines?” “Eitthvað í sambandi við stjórnmál, er það ekki í” “Eig held nú það. Bíddu þangað til í kveld, þá skal eg segja þér hvað um er að vera,—ef þú getur })agað.” Minnie lagði saumakörfuna frá sér. “Eg get sjállfsagt 'þagað yfir því. Eh hvað kemur það málinu við?” “Þú ahlar þó ekki að skifta um skoðun; það er bara þakklátssemi af hennar hálfu?” “Hún veit að Harkless gaf föður hennar vinnu og bjargaði honum frá því að leggjast í drvkkjuskap.” “Það veit eg vel. Hún ásakar sjálfa sig fvrir að hafa ekki hugsað um Fisbee, heldur látið aðra gera það. Hún veit að Harkless bjargaði honum. Það hefir Eisbee sjálfur sagt henni. Reyndar þarf hiín ekkert að á- saka sig, því að hún vissi ekki hvernig ástatt var fyrir gamla manninum. Auðvitað er hún þakklát, en það er meira en það. ” “Nei.” “Jæja, eg bjóst aldrei við því að eiga síðasta orðið.” “Það stóð ekki til.” “Auðvitað ekki, auðvitað ekki,” sagði dómarinn stuttur í spuna. Minnie svaraði engu, en fór að raula gamalt lag. Warren Smith kom fram í dyrnar. “ Viltu koma inn til okkar snöggvast, dómari góður ? Við þurfum þín með.” Briscoe kinkaði kolli og reis á fætur. Þegar hann kom að dyrunum heyrði hann að Minnie sagði: “Hún er óútreiknanleg; samt held eg að hún elski hann ekki.” “Þarna ertu lifandi komin,” sagði dóm- arinn og hló. “Eg vissi að þú myndir eiga síðasta orðið.” Svo stóð hann nokkra stund í dyrunum, en gekk inn í húsið, þegar kallað var á hann í annað sinn. Briscoe hafði fært fram sínar skoðanir á kæti Helenar, samt efaði hann ekki það sem Minnie sagði, að þessi unga stúlka myndi skemta sér ágætlega í Carlow. Ag þætti starfið ánægjulegt. Hún gat komið og farið eins og henni sýndist og sameinað starf og skemtun. Alt af hafði hún nóg að gera, og sóttist eftir nýjum verkefnum. Hún kom til Carlow eins óvön öllum staðháttum, eins og Harkless var í fvrstu; þekking hennar á starfinu miklu minni, og reynslan engin. En bæði voru þau fædd í þessu ríki og bæði áttu í.ríkum mæli þá eiginlegleika Ameríkumannsins, að geta hagað sér eftir öllum aðst.æðum, og unað sér við hvaðeina, sem forsjónin hafði ráð- stafað. Helen reyndi aldrei að gera nokkuð til þess að sýnast önnur en hún yar. Hún um- gekst alla, sem jafningja sína. Eftir viðtalið Við Harkless hætti hún alveg að rita um toll- málin. Rodney McCune var nú farinn að láta á sér bæra og þeir, sem fylgt höfðu hinum særða mótstöðumanni hans, þótti nú sem málstað- ur þeirra væri tapaður. Gamli félagsskapur- inn, sem Herald hafði eyðilagt. fór nú að styrkjast og þeir, sem svikist höfðu úr leik, fengu kjarkinn aftur. Þeir fóru að öllu í laumi, en þó var nú svo í pottinn búið að Halloway hlaut að tapa útnefningu. John Harkless lá veikur og Rodney McCune myndi ná útnefningu og kosningu til þings. En einn góðan veðurdag vöknuðu menn upp við það að flokkur Harkless hafði eignast leiðtoga. Margir þeirra trúðu því að hann væri ungur lögmaður, Keating að nafni, frá Arno; en Keating leit öðruvísi á málið. Helen var hálf smeyk og mjög óstyrk á taugum, út af þessum stjórnmálafundi, sem hún hafði boðað til hjá dómaranum. Hún hafði ráðstafað öllu sem best. Hún ætlaði sér að koma ýmsu í framkvæmd, en vildi að tillögurnar kæmu frá Arno eða Gaines, svo að fólk þaðan ímyndaði sér að það ætti upptök- in að öllu saman. Þess vegna lét hún nú kalla á Briscoe. Dómarinn var áhrifamaður innan flokksins, þegar hann vildi beita sér. en seinni árin hafði hann látið duga að kasta atkvæði sínu, án þess að skifta sér moira af málefnunum. Þegar hann kom inn í stöfuna sá hann að allir voru í hálfgerðum vandræðum. Helen sat út við glugga og talaði við Fisbee gamla í hálfum hljóðum. Annar erindrekinn frá Gaines gekk um gólf og hrópaði: “Agæt hugmynd, ágæt hugmynd!” (Hann þóttist eiga þessa hugmynd sjálfur). Martin strauk skegg sitt og ræddi við Landis og Horner, og mennirnir frá Arno sátu úti í horni, en um leið og dómarinn kom inn, stóð annar þeirra á fætur og sagði með hvellum róm: “Þetta er maðurinn. ” “Hvaða maður er eg, Keating?” spurði Briscoe glaðlega. “Við ætlum að útskýra þetta betur,” svaraði hinn og sneri sér að sveitunga sínum. .“Segðu honum frá því, Boswell.” “Jæja, það er nú svona,” sagði Bosweli og stamaði, svo leit hann í kringum sig vand- ræðalega og þagnaði alveg. “Nú, hvernig er það ?” spurði Briscoe. Helen hló og leit yífir hópinn. ‘ ‘ Þetta er viðkvæmt mál. Við erum, sem sé, að ráð- leggja að láta Halloway fara.” Nú fór feimnin af þeim, sem þarna voru og allir tóku til máls í einu. “Bíðið þi<5 nú dálítið og lofið mér að skilja þetta. Hvað viljið þið að eg geri.” “Eg skal segja þér það,” sagði Keating “Þú veist að menn eru farnir að hugsa til útnefningar. Flokkur McCune, sem Herald tvístraði, er nú aftur farinn að láta til sín taka. Nú vita þessir kauðar að McCune sigr- . ast á Halloway, af því að Harkless er fjær- verandi. Ejns og þú veist, þá viljum við ekki McCune. Hann gerði okkur nóga bölv- un áður en Harkless kom honum burt, en nú kemst hann að atftur, ef við ekki gætum okkar. IMcCune er versti fjandans óþokki—eg vona að ungfrú Helen Ifvrirgefi orðbragðið—og Herald kom honum burt, þó að enginn vissi hvemig 'það var gert. Nú verðum við að fá einhvern, sem getur sigrað hann. Okkar flokkur ratður öllum nefndunum, en hinír ra:gja nefndirnar og kalla þær ‘tól John Hark- less.’ Fyrir svo sem viku sáum við að Hallo- way lilaut að tapa; það er áreiðanlegt að hann er úr sögunni. Við skrifuðum Harkless og sögðum honum alla málavexti og báðum hann að koma, en vinur hans í Rouen svaraði bréf- inu. Hann sagði að Harkless hefði versnað aJftur, og að hann myndi ekki þola að standa í neinu ]>rasi. Þessi vinur hans las því þréf- ið og samkvæmt læknisráði fekk Harkless ekki að sjá 'það, en okkur var vísað til rit- stjóra Herald. Þá snerum við okkur til.Miss Sherwood, og þannig atvikaðist þessi fundur. Halloway er mesti heiðursmaður, það vita allir, og ef til vill var hann bezti maðurinn, sem Harkless gat sent á þing, en hann er ekki sérstaklega gáfaður—” Martin gamli tók fram í. “Þú hefir lík- lega ekki hejrrt fvrirlesturinn hans, ‘Fortíð, nútíð og framtíð’?” “Þar að auki,” hélt Keating áfram, “hefir Halloway verið þingmaður nógu lengi og fengið nógan heiður af }>ví embætti, og eg geri ráð fyrir að hann myndi til með að draga sig í hlé. Jæja, við höfum rætt um þetta fram og aftur og ekki komist að neinni niðurstöðu. Við viljum ekki berjast vonlausri baráttu, ef hægt er að finna mann, sem getur leitt okkur til sigurs. Samt vitum við að Harkless vill að við fvlgjum Halloway, og það hefði hann gert ef hann hefði verið hér nú. En Helen Sherwood sagði okkur að hún hefði fengið bréf frá Harkless eftir að hann veiktist í seinna sinn, þar sem hann gaf henni fult vald til að stjórna blaðinu og stefnu þess eftir því sem henni sýndist bezt. Mr. Smith sagði að við yrðum að láta Kedge fara og útnefna einhvern, sem að flokkurinn væri ánægður með. Kedge er sanngjarn og myndi strax fallast á þessa róðstöfun. Miss Sherwood sagði okkur að hún væri enn ókunnug hér og bað okkur að benda sér á einhvern mann, sem mikið hefði starfað, en aldrei gegnt opinberu embætti, og væri svo vinsæll af alþýðu. að hann væri viss um að sigra McCune. Ef við gætum bent á slíkan mann, þá ætlar hún að styrkja hann með ráði og dáð. Þar sem Hark- less er ekki, sem stendur, forráðamaður blaðs- ins má treysta því að þetta loforð verði efnt. Nú, okkur datt víst öllum það sama í hug, en það var Mr. Bence, sem fyrstur kom orð- um að því.” Mr. Bence var sá, sem gengið hafði um gjólf og hrópað, “ágæt huggnynd,” og nú stakk hann annari hendinni í barm sér og veifaði hinni, og setti á sig eins mikinn hötfð- ingssvip og nokkrum ungum manni með hvít- ar augabrýr er mögulegt að gera. “Nafn Harkless.” sagði hann með ákatfa, “nafn Harkless hrífur hugi fólksins. Frétt- in um að hann verði í kjöri, fer eins og logi. yfir akur um alla sveitina. Allir góðir menn munu fylkjast um merki hans. Á útnefning- arþingi mun nafn hans bergmála í salnum, og óvinir hans munu verða að athlægi.” ‘ ‘ Harkless. ’ ’ hrópaði Briscoe. ‘ ‘ Því datt engum það í hug tfyrir löngu síðan?” “Þú ert þessu þá samþykkur?” spurði Keating. “Já, eg held nú það.” Keating tók í hönd honum. “Við sigr- um auðveldlega. ” sagði hann. “Hvar sem er munum við hafa meirihluta. Margir úr mótstöðuflokknum snúast með okkur. Fólk skammast sín fyrir það sem Krossgötumenn gerðu og vill gjarnan bæta það upp með því að kjósa hann nú á þing. Það er aðeins tvent til fvrirstöðu, Halloway og Harkless sjálfur. Það er áreiðanlegt að liann tekur ekki 'í mál að keppa við Halloway. Þess vegna verður að halda þessu leyndu fyrst um sinn. Það gerðu hinir og við skulum gera það sama. Við höfum ráðstafað öllu.” “ Já, það er alt fyrir fram ákveðið, ” sagði Bence. “ Því nafn Harkless—,” Keating tók fram í fvrir honum. “Við útskýrum þetta fyrir erindrekum Halloways. Svo tölum við um þetta við hina, sem eru hálf-volgir með McCune. Þeir verða færri, sem verða á móti Harkless; við þurf- um aðeins að koma orðrómnum af stað. Alt þarf að gerast í laumi. Þegar útnefningar- fundurinn kemur saman og" nöfn Halloways og McCune verða borin fi’am, þá fáum við einhvern góðan ræðumann til að útnefna Hax-kless. Svo fer fram fyrsta atkvæða- giúpiðslat Harkless fær þau atkvæðc, sem farið hefðu til McCune, ef við hefðum setið aðgerðarlausir. Halloway fær öll þau at- kvæi, sem hann hefði fengið ef hann hefði sótt gegn MeCune einum. Við aðra atkvæða- greiðslu fær Harkless öll atkvæði Halloways, og þá er sigurinn vís. Það verða engin vand- ræði, ef við förum skynsamlega að öllu. Tím- inn er naumur, en alt mælir með okkur. Auð-, vitað má Halloway ekkert vita um okkar ráða- gerðir. ” “1 fljótu bragði virðist þetta undirferlis- legt,” sagði Warren Smith. “En Miss Sher- wood sagði að hjá því yrði ekki komist, sér- staklega þegar um eins heiðvirðan mann eins og Harkless er að gera. Samt eru engin svik í þessu og hann verður ánægður með alt sam- an, þegar það er um garð gengið og hann út- nefndur.” “Auðvitað er })etta heiðarleg aðferð,” sagði Bence. “Við þurfum mannsins með og við skulum ná honum. ” “Eitt er varhugavert,” bætti Keating við. ” Kedge er heiðvirður maður, en hann er nógu eigingjarn til þess að ónáða sinn bezta vin á banasænginni og það gæti vel farið svo að hann yrði hræddur á síðustu stundu og sendi Harkless skeyti um að koma á sjvikra- böi’um til útnefningarfundar. Það dyg’ði alls ekki, en Miss Sherwood hélt að við gætxxm kannske komið í veg fyrir það með því að kalla fuxxdinn einxxm þremur dögum fvr en áætlað var. Það er hættulegt, vegna þess að það styttir tímann. Samt ætti ekki að muixa mikið xxm eina þrjá daga. Þú verður útnefn- ing 7. september. Nú viljum við xrita, dóm- ari, hvort þú værir fáanlegur til að mæta sem erindreki og flytja xxtnefningarræðuixa fyrir Harkless. Viltu gera það?” “Vil eg gera það?” hrópaði Briscoe og barði hnefanum í borðið. “Gei’a það? Eg skyldi gjarnan fara fótgangandi til Rouen og' til baka atftur, til að flytja slíka ræðu.” Allir stóðu á fætur og þyrptust ptan um dómarann. Þau tóku í hönd lians og höguðu sér eins og þau væru þegar viss xxm sigur. Martin beygði sig yfir Heleix og spui’ði ósköp sakleysislega hvort hún vihli taka í hönd þess manns, sem greitt hefði atkvæði með Shem í örkinni hans Nóa. “Eg vei’ð að þakka þér fyrir að ráða nið- urlögum Kedge Hallowavs,” sagði Martin. ‘Eg hét því að greiða ekki oftar atkvæði með Iionum, þegar eg heyrði ræðuna hans um skor- kvikindið.” “Hv’aða skorkvúkindi, Martin?” spurði hún ráðalaus. Hann stxxndi. “Eg get aldrei gleymt því. Eg héfi ekki getað sofið almennilega síðaxx. Ert })ú búin að gleyma þeim fyrirlestri?” “Nei, nei, nú man eg það,” sagði Helen og hló. “Eg man vel eftir flugunni.” “Eg var nú reyndar aldrei sérlega hrif- inn af Kedge. Mér hefir ekki fxxndist hann sérlega gáfaður. Einu sinni hélt eg að haxxn væri að fá eiixhvei’ja hugsuix í hausinn á sér, en hann fekk haixa frá Harkless. Hún dó, auminginn.” “Haltu áfram að tala illa um hann,” sagði Helen. “Hg hefi þá minna samvizku- bit út af því að koma honum frá og' fara svona illa með hann.” “Já, eg hefi samvizkubit líka. Hann gerði mér stóran greiða einu sinni. Ég fór á stjórnmálafund til að heyra hanxx tala, en þá varð hann veikur og gat það ekki.” Warren Smith ávai-paði hópinn. “Það er þá alt útkljáðí bráðina. Hefir ekki öllu verið ráðstafað?” “Bíðið þið ofurlítið, ” sagði Keating. “Eg vildi gjarnan fá að \Tita livaða afstöðu Herald ætlar að taka í þessu máli, ef að Miss Sherwood vill segja okkur það.” “Já, sjálfsagtf,” svmraði hún. Stefna blaðsins er auðskilin. Finst ykkur að við get- um mikið gert, fyrst um sinn? Við mælum ekki með neinum sérstökum, en reynum að prenta eins mikið unx starfsemi McCune og liægt er, en mér skilst að mest áherzla verði lögð á það að tala einslega um fvrirætlánir okkar, en þegar útne'fningunni er lokið, þá gef eg út aukablað, þá vei’ður búið að útnefna Hai’kless. Eg er svo vúss um sigur, að blaðið verður fullgert daginn áður. Við reynum að sjá um að Harkless sjái ekki blaðið, sem aug- lýsir breytinguna á útnefningarfundinum, ef að dagsetningunni verður þá breytt, og eg held eg geti séð um að það sjáist ekki heldur í Rouen blöðunum. Þetta er nú alt og sumt.” “Eg þakka,” sagði Keating. “Þessu fylgjum við.” Allir hneigðu sig, eða létu í ljós samþykki sitt með hæversklegum orðum. Keating og Bence tóku Helen afsíðis og töluðu v’ið hana í hálfum hljóðum. Hinir fóru að svipast e'ftir höfuðfötum sínum og bxxast til ferðar. “Bíðið þið við; ekkert liggur á,” sagði dómarinn. 1 þpssu kom Minnie í dvrnar með stóra könnu fulla af eplalegi. Á eftir þenni kom Mildy Upton með bakka fullan af sæta- brauði. Dómarinn tók upp vindlaveskið, og karlmennirnir tóku sinn hver, héldu á þeim milli fingranna og þorðu varla að reykja án levfis kv’ennanna. “Eg skal nú í eldspýtur,” sagði Helen. Hún fann kassa á borðinu og fékk Keating. Allir voru í bezta skapi og reykjarilminn lagði um alt herbergið. “Því kallar þú hana ‘Miss Sherwood’?” hvíslaði Boswell að Keating. “Hún heitir það.” “Er hún ekki dóttir gamla mannsins vúð gluggann? Heitir hún ekki Fisbee?” “Nei, hún er dóttir hans, en Shervv’ood nafnið 'fekk lnxn þegar hún var tekin til fóst- urs. Hún er fósturbarn-----” “ Já, já. Elg- lield eg viti það. Hvert ein- asta mannsbarn hér í sveitinni veit það. Svo býst eg við að það verði hvorki Fisboe eða Shei’wood lengi. Hún ætti ekki að vera í vandræoum, stúlkan sú. Ef hún yrði skotin í mér, til dæmis. Eg er ókvæntur, og—” “Mér þvkir fremur ólíklegt að hún sæk- ist eftir þér fvrst um sinn. Þeir segja mér að það sé Hai’ldess.” “Þv’í v’arstu nú að segja þetta. Getui’ðu ekki unt mér þess að lifa í voninni?” Warren Smith spurði Helen livort lnin v’ildi ekki syngja fyrir þá nokkur lög. Hún gekk að slaghörpunni og túk að spila nokkur gömul lög. Svo fór hún að syngja. Karl- mennirnir sátu hugfangnir. Loks þurftu utanbæjarmennimir að fara til að geta náð í kveld-lestina, Helen kallaði þá saman og þeir stóðu í hring á miðju gólf- inu. Hún fylti aftur. glösin. “Áður en við skiljum vil eg að við drekk- um skál —” Hún bióðroðnaði og stamaði, “skál þingmannsefnisins okkar.” Karlmennirnir teiguðu til botns úr skál- um sínum, svo hrópuðu þeir margfalt gleði-óp fyrir John Harkless. “ Vinir mínir,” sagði Keating, um leið og gestirnir óku af stað, “vinir mínir, nú byrjar kosningabaráttan. Eg vil Harkless á þing. Allir vilja----” “Ágæt hugmynd,” sagði Bence. “Nafn Harkless— —” Keating tók fram í fyrir honum. ‘ ‘ Svo er annað. Þessi unga stúlka v’ill að Harkless komist á þing. Það dugar, ])angað skal hann fara.” Seinna um kveldið voru þau Minnie og faðir hennar að ganga sér til skemtunar í garðinum. “Jæja, liv’að heldur þxi nú?” spurði dóm- arinn. “Eg lie'fi ekki breytt minni skoðun,” svaraði Minnie. “Hefir hún ekki sagt þér fi’á ráðagerð- unum?” “Nei, ekki enn þá. Hún og Fisbee fóru .strax á skrifstofuna, eftir að hinir fórxx. ” “Veiztu ekki hvað hún var að gera á þessum tfundi? Vissir þú ekki hvað hún átti við þegar hún sagði ‘þingmannsefnið okk- 'ar ?’ ” “Nei, hvernig átti eg að vita það?” “Sástu ekki að hún roðnaði?” “Jú, en það liefðu allar stúlkur gert, meðal svo margra karlmanna. Þeir störðu líka, á liana. ” “Vitleysa, Hún ráðstafaði þessu öllu. Og hvers vegna?” “Auðvitað er það einhver pólitík.” “Póltík!” Brisooe hotfði aftur fyrir sig og sagði svo í lúgum róm: “Eg segi þér þetta í tnxnaði. Hún ætlar að senda hann á þing. ”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.