Lögberg - 06.12.1934, Side 1

Lögberg - 06.12.1934, Side 1
47. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 6. DESEMBER 1934 NÚMER 49 Frá Islandi Frá Húsavík símar fréttaritari útvarpsins, a<5 fjögurra manna nefnd, er sýslumaí5ur Þingeyinga var formaður í, hafi nú metið tjón sem varÖ á Húsavík í ofviðrinu 27. f. m. og leyft að birta útdrátt þann er hér fer á eftir: Bátaskaði nem- ur tæplega 54 þús. króna að frá- dregnum 22,500 kr. verða væntan- lega greiddar úr Vátryggingarsjóði. Skemdir á bryggjum 42 þús. kr., á húsum 8 þús. kr. og skemdir á fiski, salti og fleiru 11,500 kr. eða hreint tap samtals 93 þús. kr. Nefndin telur að 26 fjölskyldu- feður missi aðalatvinnu sína og lifs- bjargarskilyrði vegna skipaskaða. Nefndin telur litlar skemdir hafa orðið á nýju bryggjunni, og her það vott um að hún sé traustlega gerð. Eigi að síður telur hún bryggjuna í stöðugri hættu, þar til hún er fullgjör, og búið að koma nökkvanum fyrir. Mbl. 9. nóv: Veðráttan í september. Tíðarfar var mjög votviðrasamt og óhagstætt til heyskapar. Eink- um var slæm heyskapartið á Norð- urlandi og Austurlandi og þar var mikið hey úti um mánaðarlok og stórskemt. Syðra og vestra skemd- ust hey einnig en þó voru ekki jafn- miklir þurkar þar. Garðávextir voru víðast í meðal- lagi, en sumsstaðar ekki teknir upp úr görðum vegna illviðra. Loftvægi var mjög lágt, 5.9 mm. undir meðallagi á öllu landinu. Hiti var 1.3 stig yfir meðallag á öllu landinu, tiltölulega hlýjast norðaustan lands, en kaldast norð- vestan lands. Hæstur hiti mældist 18.1 stig á Hvanneyri 2. sept., en lægstur 1.8 stig kuldi á Nefbjarn- arstöðum eystra, aðfaranótt 22. Sjávarhiti var 0.3 stig fyrir neð- an meðallag vestanlands, en frá Reykjavík suður og austur til Rauf- arhafnar var hann 1.4 stig yfir meðallag. Úrkoma var afar mikil, 97% um- fram meðallag, eða nær tvöföld úr- koma á öllu landinu. Mest var hún að tiltölu á Norðurlandi og Norð- vesturlandi, í Kjörvogi vestra t. d. 268% umfram meðallag. Mest mánaðarúrkoma mældist þar 267.9 mm., en mest úrkoma á sólarhring á Hrauni í Eljótum 67.8 mm. að morgni 19. Þoka var tiltölulega tíð á Norð- austur og Austurlandi. Vindar. Austanátt var langsam- lega tíðust, en SV- og V-átt sjald- gæfust. Logn var oftar en í meðal- lagi og veðurhæð fyrir neðan með- allag. Snjólag.—f hríð 19.—20. setti mikinn snjó til fjalla og hvítnaði í bygð á 7 stöðum á Vestf jörðum og vestan til á Norðurlandi, en snjóinn tók fljótt upp aftur. Sólskin var í Reykjtavík 105.3 stundir, en meðaltal undanfarinna ára er 125.1 st. Á Akureyri sá ekki til sólar nema í 19 daga. Mbl. 9. nóv. ROSSNESKUR STJÓRN- MÁLAMAÐUR MYRTUR 1 LENINGRAD Þann 2. þ. m., var Serge Kiroff, sá er næstur mun hafa gengið Stalin að mannvirðingum og stjórnmála- legum áhrifum i Soviet-stjórninni rússnesku, myrtur í einni af stjórn- arbyggingunum í Leningrad. Mað- ur að nafni Leonid Nicolieff, þrí- tugur að aldri, hefir verið hneptur í varðhald og sakaður um morðið. MIKIÐ UM DÝRÐIR Þann 29. nóvember síðastliðinn, var mikið um dýiðir i Lundúnum, enda stóð þá mikið til; þvi þá voru sameinuð í heilagt hjóhaband af biskupinum af Kantaraborg, þau Georg prins, núverandi hertogi af Kent, yngsti sonur konungshjónanna brezku, og Marina prinsessa hin gríska. Eins og geta má nærri, var við atburð þenna margt stórmenni saman komið víðsvegar að; þar á meðal konungar Norðurlanda ríkj- anna, ásamt drotningum sínum og öðru konunglegu föruneyti. Hjóna- vigslan fór fram í hinu sögufræga Westminster Abbey að sið hinnar ensku kirkju, en i Buckingham höll samkvæmt venjum grisku kirkjunnar. Að lokinni hjónavígslu, komst erkibiskup meðal annars þannig að orði: “Sennilega er það ekki ofmælt, að aldrei áður hafi jafnmörg vitni ver- ið að hjónavígslu sem þessari; valda þvi hin undursamlegu afrek vís- idanna að miljónir manna og kvenna vítt um heim geta hlustað i heima- húsum á það, sem fram fer á þess- um helga stað; þjóð vor öll, ekki einungis þjóðin hér heima fyrir, heldur og íbúar brezlca veldisins í heild, teljast til veizlugesta, eða rétt- ara sagt meðlima hinnar konung- legu fjölskyldu. Því svo innileg- um ástsældum á hin konunglega f jölskylda vor að fagna meðal þegn- anna, að þeir skoða hana sem sína eigin fjölskyldu. Mér finst eg geti auðveldlega sett mig inn í tilfinn- ingar yðar, virðulegu brúðhjón á þessari ógleymanlegu stundu; hve óumræðilegt fagnaðarefni yður hlýtur að vera alt það aðstreymi vináttu og virðingar, er nú leitar til yðar úr öllum áttum; eigi aðeins frá þúsundum, heldur miljónum, er fagna yfir gæfu yðar og óska yður langvarandi heilla.” KREFST ATKVÆÐA- GREIÐSLIJ Miðstjórn bændasamtakanna í Manitoba, er þeirar skoðunar, að því aðeins séu líkur til að sambands- lögin nýju um sölu búnaðarafurða megi að haldi koma, að meiri hluti framleiðenda sé þeim hlyntur. Tel- ur Miðstjórnin það þessvegna-óhjá- kvæmilegt, að leitað verði álits bænda um málið með atkvæða- greiðslu, og mælir með því að slíkt verði gert með þeim hætti, að kjör- skrár til sveitarstj órna verði við- hafðar; með því móti þurfi at- kvæðagreiðslan ekki að hafa til- finnanlegan kostnað í för með sér. M. W. WILSON, hinn nýkjörni forseti Royal bankans AUKIN KAUP A CANADISKU HVEITI Bandarikjastjárn keypti á föstu- daginn var 1,000,000 mæla af cana- disku hveiti, fimta og sjötta flokks tegundar, til skepnufóðurs. Þykir líklegt að viðskifti á þessu sviði muni mjög fara í vöxt á næstunni. FRAMBÖÐ TIL ÞINGS Þann 29. nóvember síðastliðinn, var Mr. J. E. Matthews útnefndur sem þingmannsefni frjálslynda flokksins í Brandon kjördæmi við kosningar þær til sambandsþings, er fram fara næsta ár. Sóttu fund þenna, er haldinn var i Brandon- borg, fulltrúar frá hverri einustu kjördeild kjördæmisins. Meðal að- komandi ræðumanna á fundi þess- um voru þeir Hon. J. A. Crerar og J. C. Davis, forseti liberal félags- skaparins í Manitoba. ÓKOMNIR FRAM Símað er frá Honolulu þann 5. þ. . m., að flugmdnnirnir, Capt. Charles T. P. Ulm og félagar hans, væri enn ókomnir fram og að al- ment sé óttast um öryggi þeirra. Fjöldi flugvéla úr loftflotadeild Bandarikjanna taka þátt i leit að æfintýramönnum þessum. RERNARD SHAW RÚMFASTUR Rithöfundurinn víðfrægi, Bern- ard Shaw, fékk aðkenningaf hjarta- slagi þann 30. fyrra mánaðar og liggur rúmfastur að því er símskeyti frá Lundúnum herma. Er hann freklega 78 ára að aldri. Hallur af Síðu Það lýðfrægt að Lögbergi gerðist er lá við að þingheinrur berðist með eggjanir. brynjur og brand, sér hljóðs beiddi Hallur af Síðu og 'heiftræknin snérist í blíðu, svo friðurinn ljómaði land. Þó sonur hans lægi þar látinn, af liðinu virtur og grátinn, hann matti þar sættina meir, og hafnaði manngjöldum háum, iþað hjartalag gefið er fáum með auð, sem ei eyðist né deyr. Við lögsætt af liðinu fríðu var lofaður Hallur af Síðu, er afstýrði óhappa för. Og framgjarnir foringjar undu við friðinn á sólríkri stundu, í stað fyrir liefndir og björ. Vér eigum í fornhelgum fræðum svo f jölmargt af listrænum gæðum, með þróttinn og liugtökin há. Enn hærra með kærleikans kliðinn er kallið um sættir Og friðinn, þeim lofsverða lýðmæring frá. M- Markússon. S. G. DOBSON, hinn nýkjörni aðalbankastjóri Royal bankans. ROYAL RANKINN SKIFT- 1R UM FORSETA $ Sir Herbert Holt, er verið hef- ir forseti Royal Bank of Canada í síðastliðin 26 ár, lætur nú af þeim starfa; við tekur Mr. Morris W. Wilson, er gegnt hefir vara-forseta stöðu undanfarið. Aðal fram- kvæmdarstjóri verður Mr. Sidney G. Dobson. Hinn fráfarándi forseti er 78 ára að aldri; er hann enn ern sem ungur væri. Liðin eru nú sextíu og fimm ár frá því að Royal bankinn var stofn- aður. RAÐGERIR AUKIN VIÐSKIFTI Stjórnarformaður Frakka, P. E. "Piandin, hefir lýst yfir því, að ráðu- neytið hafi ákveðið að hefja til- raunir um stóraukin viðskifti við frönsku nýlendurnar og draga með því úr kreppunni. Veitist hann mjög að fyrverandi stjórn fyrir óafsakan- lega vanrækslu í þessu efni. FÁRÁNLEGAR VERSLUN- ARVENJUR 'v^Ir. R. A. Sair, fyrrum forstjóri við Thrift Stores, Limited, í Mon- treal, var meðal þeirra vitna, er mættu fyrir “Stevens” rannsóknar- nefndinni í Ottawa í vikunni sem leið; komst hann meðal annars þannig að orði: “Framkvæmdar- stjórar við umræddar keðjubúðir bera einir fjárhagslega ábyrgð á þeim vörum, er þeir veita viðtöku; þetta reyndist þeim ókleift og þess- rl egna var gripið til örþrifaráða. Þegar skift var peningum, var ein- hverju af þeim haldið eftir; yrði sá, er fyrir slíku varð liallans var, var afganginum tafarlaust skilað og afsökunar beðið á mistökunum. Ef kona keypti körfu með hinum og þessurn varningi, var ávalt nokkrum skildingum bætt á reikninginn, og úttektarmiðinn látinn eins og af 'nendingu falla á gólfið; af hverju pundi sykurs, ávaxta og bauna, var ávalt dregin únza. Við röðun þess- ara vörutegunda í hillur, var rétt vigt þeirra ávalt látin vera í fremstu hillunni, í því falli að umsjónar- mann stjórnarinnar með máli og vigt bæri að, og færi að hnýsast inn í eitt og annað.” Fasta reglu kvað Mr. Sair það hafa verið að blanda mjólk; jafnfraint hefði edik ávalt verið drýgt með vatni. Mr. Sam. Factor, meðlimur rannsóknarnefnd- ar fyrir hönd frjálslynda flokksins, spurði Mr. Sair um það hvort hann hefði aldrei fundið til samvizku- bits i sambandi við þannig löguð viðskifti. Svarið var á þessa leið: “Eg var giftur maður og átti fyrir f jölskyldu að sjá; eg mátti ekki við því að tapa atvinnu minni. Mér var kent að svíkja vigt; okkur var öllum kent það.” “Hver skipaði fyrir um þetta?” spurði Mr. Factor. “Það gerði yfirframkvæmdarstjór- inn sjálfur,” svaraði vitnið. AIIRIFA KONA Þjóðabandalagið hefir nýverið kjörið Söru Waumbaugh, er heima á í bænum Cambridge í Massachu- setts ríki, í nefnd þá, er hafa skal með höndum yfirumsjón með at- kvæðagreiðslunni i Saardalnum, er fram fer þann 13. janúar næstkom- andi. SAMNINGAR TAKAST Eftir nýjum fregnum frá skrif- stofu Þjóðabandalagsins í Geneva að dæma, hafa samningar tekist milli Þj óðverj a og Frakka um þá fjárupphæð, er hinir fyrnefndu greiði Frökkum fyrir kolanámurn- ar í Saardalnum, í því falli að at- kvæðagreiðslan um yfirráð þess landshluta falli Þjóðverjum í vil. FRÓDLEGT ERINDI Þann 28. nóvember síðastliðinn, flutti Dr. J. A. Bíldfell erindi í Goodtemplarahúsinu hér i borginni um dvöl sina á Baffinslandi síðast- liðið ár og sýndi þaðan fjölda mynda, sem og af ferðalaginu; var erindi þetta skilmerkilega samið og brá upp mörgum skýrum dráttum úr lífi og lifnaðarháttum Eskimóa, er þetta norðlæga eyland byggja; bar hann þeim yfir höfuð söguna vel, og voru áheyrendur drjúgum fróðari eftir en áður um ýms megin sérkenni þessa fámenna mannflokks á norðurhjara veraldar. Dr. Bild- fell er gáfumaður og hefir auðsjá- anlega fært sér vel í nyt það, sem fyrir augu og eyru bar þarna nyrðra. Af myndunum mátti það meðal annars sjá, að blómgróðri Baffin- lands svipar allmjög til þess, er við- gengst á Fróni; er þar gnótt af holtasóleyjum og baldursbrám. Arðurinn af erindi þessu gekk til Jóns Bijarnasonar skóla. Dr. Jón Stefánsson hafði fundarstjórn með hendi og þakkaði Dr. Bíldfell hans ágæta erindi. FRÚ HULDA GARRORG l'atin Samkvæmt símfregnum frá Osló, er nýlátin þar i borginni, frú Hulda Garborg, ekkja Árna Garborg, skálds; var hún freklega sjötug að aldri; fékst hún mikið við ritstörf, og þótti lítt standa manni sinum að baki. LEIÐANGUR TIL HIMALAYA FJALLA París 29. okt. Hér er nú verið að undirbúa leiðangur til Himalayaf jalla og ætla þeir, sem þátt taka í leiðangrinum, að gera tilraun til þess að klífa Kinchijinga-tind. Leiðangursmenn njóta stuðnings frakkneska fjall- göngumannafélagsins. í leiðangr- inum taka þátt kunnir vísindamenn, jjarðfræðingar, eðlisfræðingiar og veðurfræðingar, útbúnir fjölda tækja i rannsóknarskyni, m. a. til jarðgeislarannsóknar, en auk þess hafa þeir kvikmyndatökutæki með- ferðis. Ráðgert er, að leiðangur- inn fari af stað héðan í bvrjun marzmánaðar næstkomandi, áleiðis til Indlands. Kinchjinga-tindur er annar liæsti tindur Himalayafjalla og 28,156 fet ensk. Leiðangurs- menn njóta f járhagslegrar aðstoð- ar og margháttaðs stuðnings annars ýmissa frakkneskra visindastofnana og félaga. * ÁRSÞING Sveitarfélagasambandsins í Mani- toba stendur yfir hér í borg um þess- ar mundir. Meðal þess er fram að þessu hefir þar gerst var það, að fella með miklu afli atkvæða uppá- stungu um lotteri-stofnun til stuðn- ings sjúkramálefnum. Or bænum Þjóðræknisdeildin “Brúin” held- ur fund í Samkomusal Islendinga í Selkirk, Man. á þriðjudaginn 11. desember kl. 8 e. h. Séra Jakob Jónsson flytur erindi. Fjölbreytt skemtiskrá. Meðlimir og aðrir vel- komnir. Fjölmennið! Frá Winnipeg B cadi Til Dr. Björns B. Jónssonar, út af víðvarpi lútersku kirkjunnar í Win- nipeg, sunnudagskvöldið 4. nóv. 1934: Ágætt fanst mér útvarpið í alla staði; Heyrðist vel þín hugðnæm ræða, Hætti lífs að fegra og glæða. Þakksamlegast, JÓ11 Kernested. í tilefni af áttræðisafmæli Mrs. Gróu Kjartanson, 551 Maryland Street, hér í borginni, verður stofn- að til Silver Tea á því heimili á laugardaginn kemur, þ. 8. des. frá kl. 1.30 til 6 e. h. Er þetta gert að tilhlutan Mrs. Julius Kjartanson, Mrs. Jóhönnu Þorðarson og Mrs. Guðbjargar Erstdin. Vonandi að sem flestir líti inn og gleðji með því hina áttatíu ára ungu konu. Mr. Tryggvi Ingjaldsson sveitar- ráðsmaður í Bifröst, er staddur í borginni; kom hann hingað i erinda- gerðum fyrir bygðarlag sitt. Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund sinn á miðvikudag-s- kveldið 12. desember að heimili Mrs. Hannes Lindal, 912 Jessie Avenue. I kvæði því um Ingimar heitinn Ingaldson, eftir B. J. Hornfjörð, er birt.var í síðasta Lögbergi, hefir fallið úr stafur í annari línu 3. er- indis, þar sem sagt er “komna tíma” fyrir “ókomna tíma.” Á þriðjudags- og miðvikudags- kvöld, þann 11. og 12. þ. m., flytur Miss Jenny Brown, erindi um Shetlandseyjar í háskólabygging- unni á Broadway (Theatre A), að tilhíutan mentamálaráðsins cana- diska. The Young People’s Club of the First Lutheran Church will meet at 8.30 p.m. on Friday, Dec. 7, in the church parlors. The Young People’s Club of the First Lutheran Church will hold a dance in the I.O.G.T. Hall, Sargent and McGee on Monday, Dec. 10, at 8.30. Admission 25 cents. THE MEN’S CLUB of the First Lutheran Church will hold their regular meeting in the Church par- lors on Tuesday evening, Desem- ber nth, at 8.15. D. B. J. BRAND- SON will deliver an address on “Cancer.” All members of the club are urged to attend and to bring a friend with them. Remem- ber the place and the time and, please be punctual. Light refresh- ments will be served. The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church, Victor St., will hold a “Yuletide Tea” in the Church parlors Friday, Dec. 14, from 3 to 5.30 o’clock, and 7.30 to 10.30 o’clock. Home cooking counter will sell Xmas Cakes, Xmas puddings and dainties. An enjoyable program will begin at 9.15 o’clock. Stefán Stephensen, smiður, lagði af stað til íslands í gær ásamt f jöl- skyldu sinni.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.