Lögberg - 06.12.1934, Blaðsíða 5

Lögberg - 06.12.1934, Blaðsíða 5
LÖGBERÖ, FIMTUDAGINN 6. DESEMBEE, 1934. 5 Royal Bank News Montreal, November 30th. After 26 years in office, Sir Herbert S. Holt has relinquished the presidency of The Royal Bank of Canada and now becomes Chairman of the Executive Committee. He is suc- ceeded by Morris W. Wilson as President and Managing Director, and Sydney G. Dobson follows Mr. Wilson as General Manager. These changes were announced at the end of the Bank’s íiscal year to-day, following a regular meeting of the Board. They are changes which constitute not only an im- portant milestone in the 65 years of Royal Bank history, but also an er-ent of national significance. Sir Herbert Holt’s retirement from the presidency marks the withdrawal from active duty of an outstanding Canadian, under whose leadership the Royal Bank has developed from a relatively small organization to its present status as one of the greatest financial institutions of the world. Furthermore, thé appoint- ment of Morris W. Wilson as President marks the first occasion this office has been attained by a man from within the ranks of the bank. In assuming the newly created positio'n of Chairman of the Board, Sir Herbert Holt will continue a connection with the Royal Bank which began nearly thirty years ago with his election as a Director in Fébruary 1905. He was appointed Vice-President of the bank two years later, and became its Presi- dent on November 16, 1908. The Royal Bank has been in ex- istence for sixty-five years. It was incorporated in Halifax in 1869 as The Merchants Bank of Halifax, its present name being adopted in 1901 and its Head Office removed from Halifax to Montreal in 1907, the year in which Sir Herbert be- came Vice-President. When he was appointed Presi- dent in the following year, the Royal Bank was recognized as be- ing soundly established upon long adherence to the conservative prin- ciples of its inception. It was not, however, outstanding in. the extent of its activities, and it was under Sir Herbert’s direction that the bank entered a new period of steady growth which gradually made it one of the leading banks of the world, international in scope and influence. In 1908, when Sir Her- bert became President, the Royal Bank had 107 branch offices; to- day it has nearly 800 branches, serv- ing all parts of Canada and located in twenty foreign countries. Its. assets during the same period have íncreased from less than $50,000,- 000 to more than $725,000,000, and the number of its shareholders from 800 to a present total of 12,000. Sir Herbert’s policy has been one of steady and constant enterprise, consistent with sound banking practices, and this has included an insistence upon development of an active and highly trained personnel. He has always emphasized the im- portance of providing opportunity for new ability, and the Royal Bank has become notable for the development of young men such as C. S. Tompkins, Inspector General of Banks, a position created by the Federal Government in 1924, and Graham F. Towers, the recently appointed Governor of the new Central Bank. It is understood that Sir PTer- bert’s retirement from the presi- dency now, at the age of seventy- eight, is dtte partly to his desire to harve more leisure for periods abroad, but principally to his policy of gradually transferring his direct responsibil'ities to younger shoul- ders. Morris W. Wilson, the new President and Managing Director of the Royal Bank, was formerly Vice-President and General Man- ager. He is fifty-one years old, the age at which Sir Herbert became President. He was born in Lunen- burg, Nova Scotia, where he enter- ed the service of the bank. His en- tire business career has been with the bank, and the thirty-seven years since he began have been marked by a series of promotions through which he has acquired experience in every phase of banking activity. In 1909, when he was twenty-six, Mr. Wilson was moved from the Maritimes to Vancouver, where he became Manager of the main office two years later. In 1916 he was transferred to Head Office in Montreal as Chief Inspector. The following year he became Super- intendent of Branches, and in 1922 was appointed Senior Assistant General Manager. He was pro- moted to General Manager of the bank in July 1929, and in 1931 be- came Vice-President as well. Each of his predecessors as President has been, like Sir Herbert Holt, a figure of prominence in industry or com- merce. He is thys the first profes- sional banker to become President of the bank. Sydney G. Dobson, who has been Sen’ior Assistant General Manager and who now succeeds Mr. Wilson as General Manager, has had a similar career. Like »Mr. Wilson he was born in the Maritimes, at Sydney, Cape Breton, and is fifty- one years old. He started with the bank as a junior clerk in his home town thirty-four years ago, be- coming Accountant at Winnipeg in 1906. After serving in various other positions, he was appointed Manager of Sydney Branch in 1910 at the age of 27. Five years later he became Assistant Manager in Montreal, and in 1916 he was trans- ferred to Vancouver to succeed Mr. Wilson as Manager. In 1918 he became Acting Supervisor of Mid- dle West Branches, with headquar- ters at Winnipeg, and in 1919 was promoted to General Inspector at Head Office. He became Assistant General Manager three years later, and has occupied this position for the last twelve years. Californíu-tíðindi Los Angeles, 18. nóv. '34. Herra ritstjóri Lögbergs:— Þegar þetta er skrifað er hér ný- afstaðin stórrigning. Að sönnu vor- um við hér búin að fá góða skvettu fyrir rúmum mánuði síðan, svo nú brosa við auga grænar grundir, sem áður í hinum langvarandi þurkum í sutnar voru gráar og dauðalegar. Að vísu er þetta ekki annað en vanalegar árstíðabreytingar á þess- um slóðum, er fara fram árlega, aðeins með mismunandi regnfalli. Og útlit hér er með bezta móti fyr- ir góða vetraruppskeru. Nú er alt fallið hér í dúnalogn, að lokinni þeirri hörðustu kosn- ingabaráttu, er nokkru sinni hefir háð verið í Califorftíu (og þó viðar væri leitað). Undarlega kom það fyrir sjónir margra að Upton Sinclair skyldi tapa í xríkisstjóra- framboði sínu með átta hundruð þúsund atkvæði á móti keppinaut sínum, F. Merriam, er hafði vitan- lega engin nýmæli til hjálpar þurfandi, atvinnulausu fólki, er telst að vera, ýkjulaust, miljón og hárlf, um þessar mundir, ef taka má mark á því er blöðin staðhæfa, að það séu fjögur hundruð þúsund fjölskyldur, er fái styrk af Los Angeles County. Samt sem áður virðist sem fólkið í meirihluta hafi ekki viljað stuðla að því, að fátækt yrði lögð á hillu í tilraunaskyni um hagfeldara ástand í framtíðinni. Það er vitaskuld ekki vert fyrir mig að fjölyrða mikið um þetta atriði í þessum fáu línum, er eiga að skoð- ast að mestu leyti eins og smáfrétta samtíningur. Hinsvegar virðist eins og sama sagan endurtaki sig i þess- ari margtjáðu kosningu Sinclairs. að gæfan Ieggist krept í kút fyrir þá menn, er reyna til að byggja nýjar vörður meðfram þjóðvegum fólks- ins. En má ekki spyrja. Hvar myndi siðmenning finnast i dag hefði eng- inn leitast við að laga og leiðbeina á alfaraleiðum mannlífsins, til bæt- andi hagsmuna fyrir alla? Upton Sinclair er nú enn að ljúka við nýja bók. í henni verður hans eigin saga um það, af hvaða ástæðum hann tapaði ríkisstjóra kosningu sinni hinn 6. nóvember s. 1., ásamt ýmsu fleiru. Undanfarandi nokkrar vikur hafa hér staðið yfir langar og ítarlegar rannsóknir um f járdrátt og allskon- ar annað óleyfilegt i framkvæmdum. borgarstjórnarinnar í Los Angeles á síðastliðnum nokkrum árum, og eftir því sem við heyrum í útvarp- inu daglega virðist koma þar fram hvert hneykslið af öðru, og þau svo alvarleg að nú lítur helzt út fyrir að yfir-lagavörðurinn sjálfur verði rekinn frá völdum, og ef til vill sendur í varðhald fyrir óákveðinn tima. Um atvinnumál og viðskiftalíf í heild fer hér æfinlega tvennum sögum. Sumir segja að kreppan sé að þverra. Aðrir segja hana enn standa í stað, ef ekki lakari en að undanförnu. Nú að endingu þessa þessa lítijs- verða frétta samtínings langar mig til að minnast ofurlítið á fólk, er hér dvelur, af islenzkum uppruna. Það er að sönnu ekki hægt að segja mikið og margt um þetta fólk. Þó undarlegt virðist vera þá er í raun og veru mjög lítill samgangur milli þess og þar af leiðandi lítil kynni. Sumar af þessum persónum sjást ekki svo árum skiftir, enda þótt það kannist eitthvað lítilsháttar við hvað annað, frá fornu fari. Margt af þessu fólki er komiö svo langt inn í amerískt þjóðlíf að það er hætt að hugsa um nokkuð sem er í eðli sínu íslenzkt. Sumt af þessu yngra fólki er hér um ræðir er fætt og uppalið hér í Vesturálfu, og er því varla að búast við að það fólk sinni íslenzkri þjóðrækni. Eigi að síður eru hér góðar undantekningar í báð- um þessum atriðum. Sumt af þessu fólki hefir góð og varanleg kynni hvað af öðru, og þekki eg hér vel að minsta kosti fern hjón, sem eru mjög hlynt íslenzkum félagsskapar- máium, ef mögulegt væri að halda hér uppi einhverju þessleiðis. Hjá þessum hjónum i heimahúsum þeirra eru því haldnar þær fáu sam- komur er haldnar eru; auðvitað með löngum millibilum. Hinn 14. þ. m'. var hér haldin góð spilasamkoma hjá Thorgrímssons hjónum, er búa að 823 Hobert Blvd. Þessi hjón hafa stórt hús, og eru þau mjög gestrisin og góð heim að sækja, og hafa því nokkrum sinum áður boðið hús sitt og heimili til skemtunar ís- lenzku fólki. Á samkomu þessari var spilað á mörgum borðum, trompvist, og verðlaun gefin fyrir nokkur hæstu mörk. Svo var dans- að og sungið, og fleiri skemtanir um hönd hafðar. Auk þess hélt Mr. Pétur Félsted þar ofurlitla tölu, og mátti draga það af orðum hans að nú framvegis myndi fara að lifna yfir samkvænýslífi meðal íslend- inga á þessum stöðvum í Californíu. Að þessu var gerður hinn bezti róm- ur. Þarna hitti eg gamla og mynd- arlega konu, er sagðist vera 83 ára, samt mjög ern í öllu háttarlagi. Mig minnir að hún nefndi sig Einarsson. Sagðist einnig vera ekkja eftir tvo eða þrjá menn sína. Hún sagðist vera búin að vera hér vestan hafs yfir 40 ár; var frá höfuðstaðnum, Reykjavík, og hafði verið kona Jóns heitins Eastmans þá í Hlíðarhúsum í Reykjavík. Annað var það að hún sagðist vera búin að vera 9 ár í Californíu, og aldrei fyr en þetta komið til íslendinga. Og svona líkt þessu mun vera finnanlegt í fleiri tilfellum. Eg gat sem sagt ekki tal- að nærri nóg við þessa konu, sjálf- um mér til fróðleiks, vegna þess að hún gaf sig ekki á tal við mig fyr en eftir að dans var byrj- aður með þeim hávaða, er honum fylgir vanalegast, og má þvi vera að mér hafi eitthvað misheyrst í sam- tali okkar. Næst vil eg snúa máli mínu að annari konu, er viðstödd var við samkomu þessa, og sem eg hefi þekt vel síðan eg kom til Californíu fyrir 12 árum síðan. Þe^si kona er Mrs. G. Guðmundsson, ekkja eftir Guðm. Guðmundsson er lengi bjó í Duluth, Minnesota. Hún er og föðursystir próf. Sigurðar Nordal. Sigriður var hennar ungfrúar nafn og er hún vanalegast nefnd því nafni af kunn- ingjum sinum, og eru þeir margir, því þetta hefir verið mjög vel látin kona alla æfi. Hún er fædd 1841, og er nú því 93 ára. Hún er enn létt í spori, hefir lesið með berum augum alt fram að þessu. Hún er enn greindarleg í viðræðum, er hneigð fyrir spil, enda fara fæstir mikið fram fyrir hana í þeirri grein. Á samkomu þessari var ýkjulaust milli 60 og 70 manns, og hefði orð- ið talsvert fleira, ef ekki hefði verið stórrigning þetta áminsta kvöld. Rausnarlegar veitingar voru fram reiddar á samkomunni, og mun henni ekki hafa slitið fyr en um kl. 4 að morgni. Virðingarfylst, Erl. Johnson. Þjóðskipulag og þróun Eftir Jón Árnason. (Framh.) Það er fyrst og fremst of lítiif af viðfangsefnum, of lítil líkamleg vínna, of íburðarmikil húsakynni, ofnautn í mat og drykk og um of fylgt óeðlilegri tízku í klæðaburði. Þetta verður alt að lagfæra, ef vel á að vera, og skapa heilbrigt og einfalt líf, þar sem áður var óheil- brigt og margbrotið. En þjóðfélagið stendur nálega máttvana gagnvart þessari hlið málsins, vegna þess að þarna er get- an til þess að gera það sem mönn- um sýnist og án tillits til nokkurs annars. Einmitt þeim, sem mest hafa ráðin, er örðugast að hjálpa í þessu efni. Hjá þeim verður fyrir- staða, og þeir koma í veg fyrir þær nauðsynlegu umbætur, sem gera þarf til þess að fullnægja kynbóta- málinu. En með því að reynslan er jafnan bezti og strangasti kenn- arinn, þá mun hún smátt og smátt opna augu þeirra fyrir þvi, sem rétt er og bezt, hagkvæmast og ó- dýrast í lífsframdrætti manna. “Einfalt líf,” sem byggist á þeim grundvelli, sem að framan getur, á að vera kjörorð allra. Frelsi. Mjög margvislegan skilning leggja menn í hugtakið frelsi. Fer það eftir því á hvaða hugrænu og siðrænu þroskastigi menn standa, þvi venjulegast miða menn frelsið við fullnægingu einhverra langana eða girnda. í aðalatriðum má segja, að frelsið sé þrenskonar: Athafnafrelsi, tilfinningafrelsi eða kenda og hugsana eða hugrænt frelsi. í öllum siðuðum þjóðfélögum er frelsið að meira eða minna leyti takmarkað annara vegna. Þó hefir það lengi verið aðallega athafna- frelsið, sem hefir verið takmörkum háð. Og það er í rauryog veru sú eina tegund fr^lsis, sem þjóðirnar geta takmarkað og verða að gera það. Tilfinningafrelsið og hið hug- ræna hafa menn reynt að þvinga og ná tökum á á ýmsan hátt, bæði fyr og síöar, en æfinlega illa gefist. Hef- ur slikri þyingun verið beitt bæði í trúmálum og stjórnmálum. Má finna þessa mörg dæmi og sum alveg ný. Athafnir manna eiga heima i þessum heimi og lúta lögmálum hans. takmörkunum og kringum- stæðum, og því má setja mönnurn takmarkanir með lögum. En til- finningar manna og andlegt lif er eigi háð lögniálum þessa heims, og það er því barnaskapur að ætla sér að setja þeim takmörk, sem í raun og veru ná aldrei til þeirra. En mönnunum hættir mjög við að hafa endaskifti á hlutunum og heimta ótakmarkað athafnafrelsi sér til handa, en reyna um leið að tak- marka og kúga tilfinningar annara og hugsanir. En ótakmarkað at- hafnafrelsi fyrir einn er óhjá- kvæmileg kúgun annars, og þess- vegna eiga menn alt af í deilum sín ,á milli út af ímynduðum rétti, sem oft og tíðum var að eins hug- árburður. Takmörkun athafna- frelsis er nauðsynleg og óhjákvæmi- leg, þegar menn flytjast af stigi villimanns og hefja starf sitt í 1 (Framh. á bls. 7) Beat in llluid CLEANLINESS OF PLANT AND PRODUCT Drewry’s Standard lAGER E5TABLISHED IÖ77 PHONE 57 2QI . tí? Hafið í huga hreinindi ölsins og ölgerðarinnar EURÐUFLUGVÉL og loftskeytastöðvar, sem enginn veit deili á. Oslo 17. nóv. Frá Stokkhólmi er símaö, að á mörgum stöðum í Svíþjóð hafi þess orðið vart, að send voru loftskeyti frá tveimur stöðvum, sem menn vita ekki deili á og engar upplýs- ingar er að hafa um í alþjóðaskrám um loftskeytastöðvar Skeytasend- ingar þessara tveggja stöðva, sem báðar eru aflmiklar, stóðu yfir klukkustunduin saman. Sérfræðing- ar ætla, að þessar dularfullu stöðv- ar séu einhversstaðar á meginlandi álfunnar norðarlega. Sennilega inni- halda skeytin leiðFeiningar fyrir flugmenn. — Samkvæmt Dagbladet koma sanrskonar fregnir frá Berle- vaag, þar sem sést hefir til hinnar dularfullu flugvélar, sem áður hefir vbrið getið.—Norska hermálastjórn- in fékk í dag tilkynningu um, að Röst loftskeytastöðin hefði í gær kl. 19.00—19.30 orðið þess vör, að merkjaskeyti hefði verið send frá þessum stöðvum, sennilega til flug- véla. Loftskeytastöðin hefir sent hermálastjórninni “code”-skeyti um merkin. Vísir 18. nóv. MEIRI ÞRÓTTUR FYRIR VEIKLAÐA MENN OG KONUR NUGA-TONE hefir inni aí5 halda mikiti af Zinc Phosphide, sem veitir brennisteinsefninu inn í blóðstrauminn og byggir upp sterkar taugar. L.œkn- inga brennisteinn er af læknum talinn nauðsynlegur ti! þess að styrkja og lækna taugakerfið. Hann er afbragð við taugaóstyrlc og slappleika. petta meðal hefir einnig mikið af járni, sem fer til þess að byggja upp blóðið; gera það rautt og kraftmikið, svo það styrki vöðvana og lfffærin og færi roða í föl andlit. Auk þess eru sex önnur meðala-efni í NUGA-TONE. Byrjaðu að taka NUGA-TONE í dag, og taktu eftir því hve fljótt þú hressist. Selt í öllum lyfjabúðum og úbyrgst af þeim. Aðeins einn dollar fyrir mánað- arforða. Við hægðaleysi notið UGA-SOU, bezta lyfið, 50c. Harald Schuts þýzkur dócent er víðfrægur fyr- ir málakunnáttu sína. Það er mælt að hann skilji 200 tungumál og hon- um berast daglega bréf á ótal málum úr öllum áttum. Svifflug Þýzki flugmaðurinn Hirth, sem hingað kom hérna um árið í lítilli flugvél, og ætlaði aö fljúga vestur um haf, en var bannað það, setti met í svifflugi í sumar. Hann flaug 350 km. í einni lotu. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Arras, B. C.............................M. Elíason Amaranth, Man....................B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota.................B. S. Thorvardson Árborg, Man....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man.........................F. Finnbogason Baldur, Man..........................O. Anderson Bantry, N. Dakota..............Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash........v .... Thorgeir Símonarson Belmont, Man....................................O. Anderson Blaine, Wash...................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask................................S. Loptson Brown, Man............................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakata.............B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask..............................S. Loptson Cypress River, Man..............................O. Anderson Dafoe, Sask ...„..................J. G. Stephanson Darwin, P.O., Man...................J. K. Jonasson Edinburg, N. Dakota............Jónas S. Bergmann Elfros, Sask................Goodmundson, Mrs. J. Hi Garðar, N. Dakota..............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask........................... C. Paulson Geysir, Man.....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man...........................F. O. Lyngdal Glenboro, Man...................................O. Anderson Hallson, N. Dakota..............S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man...................J. K. Jonasson Hecla, Man......................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota....................John Norman Hnausa, Man.....................................F. Finnbogason Ivanhoe, Minn............................B. Jones Kandahar, Sask.................. J. G. Stephanson Langruth, Man.....................John Valdimarson Leslie, Sask...................................Jón ólafson Lundar, Man.........................Jón Plalldórsson Markerville, Alta...............................O. Sigurdson Minneota, Minn............................B. fones Mountain, N. Dak................S. J. Hallgrimson Mozart, Sask.........................Jens F.liason Oak Point, Man.......................A. J. Skagfeld Oakview, Man...................... Búi Thorlacius Otto, Man...........................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash...................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.......................O. Sigurdson Reykjavík, Man.......................Árni Paulson Riverton, Man. .................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash.........................J. J. Middal Selkirk, Man................................... W. Nordal Siglunes, P.O., Man.................J. K. Jonasson Silver Bay, Man.................... Búi Thorlacius Svold, N. Dakota................B. S. Thorvardson Swan River, Man........................A. J. Vopni Tantallon, Sask.................... J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota...............Einar J. Rreiðfjörð Vancouver, B.C................... Mrs. A. Harvey Víðir, Man.. ................Tryggvi Tngjaldsson Vogar, Man...........................J. K. Jonasson Westbourne, Man................................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man.........................Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask.....................J. G. Stephanson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.