Lögberg - 06.12.1934, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.12.1934, Blaðsíða 7
LÖGBEŒtG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBEE, 1934. 7 Jónas Björn Goodman (Ptfter Goodman) Fæddur 1878 — Dáinn 1934 “Vert þú sæll, vinúr! Eg veifa afi þér hönd Sam-mæla söngs míns, frá sól- arlags-strönd.” St. G. St. Sú harmafregn flaug út um bygðir lands 24. ágúst síÖ- astliÖinn, að Jónas Björn Goodman, er jafnan gekk und- ir nafninu Peter Goodman, bóndi í Argyle-bygð hefði and- ast á spítalanum í Winnipeg. Hafði hann verið þar nokkrar vikur allmikið þjáður. Fregn- in kom til* almennings eyrna sem þruma úr heiðskíru lofti, þvi hann var maður á bezta aldri, þó þeim, sem voru hon- um nákunnugastir væri það ljóst, að heilsa hans stóð á veikum fæti. Sá látni var fæddur að Flögu i Vatnsdal í Húna- vatnssýslu 27. júli 1878. Foreldrar hans voru Benóni Guðmunds- son Guðmundssonar frá Ferjubakka í Mýrasýslu, og Margrét Bjarnadóttir frá Steiná í Svartárdal í Húnaþingi. Níu ára gamall fluttist hann með foreldrum sínutn til Vest- urheims; var það árið 1887. Nam faðir hans land í Argylebygð- inni og bjó þar unz hann varð að bregða búi fyrir aldurs sakir; nú dáinn fyrir mörgum árum. Jónas Björn var frábærilega efni- legur og vel gefinn, kom það árla í ljós, en efni og ástæður for- eldranna leyfðu það ekki að hann gæti gengið mentaveginn. Fór hann kornungur í vinnumesku og vann hann algenga bændavinnu í Argyle og grendinni fram yfir aldamót og þótti bezti vinnumaður. Vorið 1903 réðist hann til Guðmundar Símonarsonar, er þá hafði umfangsmikla akuryrkju verkfæraverzlun í Glenboro, og gerðist untferðasali fyrir hann, og komu þá skjótt í ljós hjá honum sérstakir hæfileikar á því sviði. Skömmu seinna réðist hann ti! verzlunarfélags sem viðskifti hafði víSsvegar um Canada og starf- aði hjá því sem farandsali þar til á stríðsárunum; ferðaðist hann um jtvert og endilangt landið, og vann sér mikinn orðstýr. Stóðu honum fáir á sporði, hann var prýðis orðhagur og vel máli farinn, og naut vinsælda húsbænda sinna og allra sem kyntust honum; hann átti vini hvar sem hann fór, því -hann var skemtilegur maður og bezti drengur í hvivetna. 30. nóv. 1915 innritaðist hann í Canada herinn; fór hann austur um haf með 78. herdeildinni, var alllengi á Englandi, fór siðan til Frakklands, en var ekki sendur á vígvöll sökum heilsuveiklunar. Vann hann þar samt urti tíma, en varð að hverfa frá hernaðarstörfum. Kom heim í febrúar 1918 og var leystur frá herþjónustu. í Argylebygð keypti hann sér bú- jörð að stríðinu loknu; stundaði landbúnað lengst upp frá því, þó var hann um 2-3 ára skeið í þjónustu “Soldier Settlement Board,” ferðaðist á þeim tíma víðsvegar um Manitoba sem eftir- litsmaður stjórnardeildarinnar; gætti hagsmuna hennar og her- mannanna, sem lönd höfðu keypt að tilhlutan stjórnarráðsins. Var j)að umfangsmikið og erfitt verk. Bjó hann ])á um tíma í Neepavva. Heima í sveit tók hann drjúgan þátt í almennum mál- um, sat nokkur ár í sveitarstjórn Argyle-sveitar og skrifari og féhirðir skólaráðsins var hann, er kallið kom.. í bændasamlags hreyfingum tók hann mikinn þátt. Meðlimur Frelsissafnaðar var hann, og lagði jafnan gott til kirkjumála. í stjórnmálum fylgdi hann lengst frjálslynda flokknum (liberál), en siðustu árin var hann aflvaki í orði og athöfn framsóknarstefnunnar (progressive). Var liann, eins og margir fleiri, kominn á þá skoðun að lítill var munur á gömlu flokkunum nema nafnið. Hann hafði meiri þekk. ing á landsmálum en alment gjörist; var hæfari til þingmensku en margir, sem á þingi sitja. Jónas Björn var stór rnaður og vel vaxinn, fríður sýnum, skörulegur í öllu tilliti og kvað að honum allmikið þar sem menn voru saniankomnir, því hann var mælskur og skemtinn er mál voru rædd. Kom þá í ljós að hann var lesinn og fjölfróður. Hann var um fram alt drengur góður, eins og áður er að vikið, og íslendingur, sem kunni að, meta það sem best er í íslenzkri sál, eins og hann kunni að meta alt það merkilega í fari brezku heimsmenningarinnar. Hann var kvæntur Björgu Albertsdóttur Guðmundssonar og Ólínu Jónsdóttur, sem lengi bjuggu að Sinclair, Man.; er hún hin vænsta kona. Systur tvær á hann á lífi, Mrs. S. Walterson í Selkirk og Mrs. Robert í Glenboro. Móðir hans dó hjá honum fyrir fáum árum í hárri elli. Var hún greind kona og mikið í hana spunnið. Útförin var vegleg, fór fram sunnudaginn síðasta í ágúst, undir um sjón Frímúrara-stúkunnar í Glenboro, sem hann til- heyrði. Hermannafélagið (Canadian Legion) í Glenboro tók einnig þátt í athöfninni. Séra B. W. Allison frá Baldur stýrði athöfninni á heimilinu og kirkju Frelsissafnaðar, þvi safnaðar- presturinn var fjarvistum. Kistan var þakin blómsveigum frá félögum og einstaklingum. Jarðarförin var ein sú allra fjöl- mennasta er menn muna her um slóðir. G. I. Oleson, Glenboro, Man. starfandi i dygðum stefnufastur, hógvær, gætinn og hjartaprúður. Elsku bróðir þú ert oss horfinn; minning þín lifir moldum ofar. A gröf þína mæna grátandi augu fjölda vina, sem fast þér unnu. Lifðu sæll bróðir í ljóssins ranni; aftur við mætumst innan stundar á frelsis strönd í friðarsölum, þar húm ei skyggir á helgan ljóma. Lít eg þig, bróðir, á líkbörunum, hafinn upp yfir hrygö og þrautir; brostin þín sjókdóms böndin hörðu, en andinn lifir í æðra heimi. Hjartkæri bróðir, eg heitt þín sakna; en ekkjan grætur ástvin tryggan; hennar er drottinn hlífðarskjöldur á tímans vegi, í táradölum. Ljúfmensku og drengskap lítilsvirtum sýndir þú æ með samúðarblíðu, Undir nafni systur hins látna, Sigríðar Walterson. Þýsk hetja Kirkjumálin i Þýzkalandi verða flóknari með hverjum degi og deilurnar um þau fara vaxandi. Hér verður sagt frá einum manni, sern staðið hefir framar- lega í baráttunni og á stórmerki- lega œfisögu að baki sér. Hann heitir Martin Niemöller og er þjónahdi þrestur ríkasta safnað- arins í Berlín. Niemöller er ekki stórættaður maður. Faðir hans og afi voru millistéttarmenn í Westfalen, en þeim tókst með dugnaði og iðju- semi að ávinna sér virðulegan sess í þjóðfélaginu. Þeir urðu dável efnaðir. Og þegar tekin var ákvörð- un um það hvert lífsstarf Martin Niemöller ætti að takast á hendur,' var valið það, sem mest þótti upp- hefð að á dögum keisarans, að gera úr honum liðsforingja. Martin Niemöller var sendur í besta foringjaskólann í Þýzkalandi, hinn keisaralega sjóliðsforingja- skóla í Kiel. Það var tveimur ár- um fyrir stríð, og stríðið var í al- gleymingi þegar hann útskrifaðist þaðan. Þá bauð hann sig fram sem sjálfboðaliða í kafbátahernaðinum. P>ar fljótt á framúrskarandi hæfi- leikum hjá honum, og leið ekki á löngu þangað til hann var gerður að kafbátsforingja. Var honum fal- in stjórn á kafbátnum “U 73” og sendur frá Wilhelmshaven suður í Miðjarðarhaf. Þar fekk hann nafnið “Malta-skelfir.” Undir fall- byssukjöftum Breta raðaði hann þar tundurduflum, sem ollu sigl- ingum þeirra stórtjóni. Þegar því var lokið laumaðist hann inn í her- skipahöfnina og skaut tundurskeyti á breskt brynvarið beitiskip og sökk það fáum mínútum seinna. Eftir þessi afrek var allur Miðjarðarhafs- floti bandamanna settur til höfuðs honum. Vildi þá jafnframt svo til, að áttaviti kafbátsins bilaði og i þrjár vikur vissi Niemöller varla hvar hann fór. Aðrar og meiri bil- anir urðu líka á kafbátnum og sein- ast varð hann ósjófær að kalla. En þá komst Martin Niemöller inn á afskekta vík í austanverðu Mið- jarðarhafi og faldist þar. Þarna tókst honum og mönnum hans að gera kafbátinn haffæran aftur, og eftir margra mánaða burtveru kom hann heim til Þýzkalands aftur, en þá hafði kafbáturinn verið talinn af fyrir löngu. Eftir þetta gerðist hann um hríð foringi á landvarnarskipi. Og um það leyti kvæntist hann. En ekki fékk hann lengi að njóta heimilis- lífsins, því að skömmu seinna var hann gerður að “Kaptainleutenant” og fengin yfirstjórn kafbátsins “U í5i.” Á þessum kafbát fór hann þá lengstu herferð, sem nokkur kaf- bátur fór í stríðinu. Hann var 116 daga að héiman og hafði þá farið fram og aftur með ströndum Eng- lands, skroppið suður í Miðjarðar- haf og herjað þar og jafnvel farið alla leið suður að Gambiaströnd í Afríku. Stríðslok nálguðust. Niemöller tók nú við yfirstjórn á kafbátnum “U 67” og fór þrjár herferðir á honum. f fyrstu ferðinni urðu franskar hernaðarflugvélar varar við hann og köstuðu á hann sprengi- kúlum. Var það hreinasta undur að kafbáturinn skyldi sleppa undan árás þeirra. í annari ferðinni tókst Niemöller að skjóta í kaf þrjú skip rétt utan við höfnina í Marseilles. í þriðju ferðinn fékk hann tilkynn- ingu um það, að vopnahlé væri komið á. Var honum skipað að sigla kafbátnum til Scapa Flow, þar sem þýzki flotinn átti að afhendast bandamönnum. En hann gegndi því ekki. “Það var i fyrsta skifti, sein eg skoraðist undan að hlýða skipunum yfirboðara minna,” sagði hann á fundi þjóðernissinna í Ber- lín á öndverðu þessu ári. Það lýsir hugarfari Niemöllers vel, að meðan hann herjaði sem á- kafast á kafbátunum, tók hann þá ákvörðun að helga lif sitt að stríð- inu loknu friðarmálefnum og pré- dika guðs orð meðal mannanna. Hinn hrausti hermaður hafði feng- ið nóg af stríðinu og taldi það köll- un sína að leiða fólk til friðar og andlegrar menningar. En hann brást þó ekki skyldu sinni sem her- maður þegar stríðinu lauk. Þegar kommúnistar bjuggust til þess að hrifsa völdin í sínar hendur og Spartakistaóeirðirnar breiddust út frá höfuðborginni um alt land, gerð- ist hann sjálfboðaliði í frísveitum j>eim, sem stofnaðar voru til vernd- ar föðurlandinu gegn rauðu hætt- unni. f fyrsta skifti tók hann sér vopn í hönd þegar franskar her- deildir réðust inn í Ruhrhéraðið 1923. Hann var þá einn af hinum 250 liðsforingjum, sem stofnuðu leynifélag með sér og komu aftur friði á í hinu ófriðarhrjáða héraði. LJm þetta leyti stundaði Nie- möller guðfræðináin við háskólann í Munster. Hann var þá algerlega eignalaus, því að föðurarfur hans hafði rokið út í veður og vind með hruni marksins. Um skeið var hann að hugsa um að flytjast með konu og börn til Suður-Ameríku. .En sú fyrirætlan strandaði á því, að hann gat ekki fengið fé fyrir fargjöld- unum. Kafbátsforinginn gat ekki einu sinni fengið að ferðast á þil- fari á farþegaskipunum. Og til ]>ess að geta haldið áfrani háskóla- námi og sjá fyrir heimili, neyddist hann til þess að gerast vinnumaður hjá bónda í Westfalen. Kona hans gerðist vinnukona á næst bæ. En þar með var ekki þrengingum þeirra lokið. Bóndinn, sem Nie- möller vann hjá, var svo fátækur, að hann hafði ekki efni á að borga honum kaup. Þá gerðist Niemöller starfsmaður við rikisjárnbrautirnar. Þrátt fyrir þessi störf, kom hann alt af til háskólans í réttan tima til þess að ganga undir próf. Og við eitt prófið kyntist h41111 séra Ferdinand von Bodelschwingh for- stöðumanni kærleiks og góðverka- Jieimilisins Bethel, sem frægt er orðið. Með þeim tókst innileg og föst vinátta, sem ekkert hefir hagg- að enn í dag. Að loknu guðfræðiprófi var Nie- mlöller vígður til prests og varð fyrst aðstoðarprestur við lítinn verkamannasöfnuð í Westfalen. Þar fann hann hina langþreyðu köllun sína, og fór brátt það orð af honum að hann væri sannkallaður verkamaður í víngarði drottins. Varð hann víðkunnur um alt Þýska- land fyrir kenningar sinar, og af- leiðingin varð sú, að göfgasti og ríkasti söfnuðurinn í ríkinu, Berlin- Dahlem, kaus hann sér fyrir prest og hefir hann síðan þjónað Jesú Krists kirkjunni í Berlín. Það er ofur auðskilið, að Nie- möller gerðist snemma þjóðernis- sinni. Ættjarðarást og lífsreynsla hans, sem kafbátsforingja, sem þjóðvarnarmanns eftir stríðið, sem kennimanns meðal verkamanna, hlaut að skipa honum í flokk þeirra manna, sem nú fara með völdin í Þýzkalandi. Hann varð líka brátt einn af helztu brautryðjendum þjóðernisstefnunnar og fremstur í flokki um það að heimta bæði einn- ing ríkisins og eining þýzku kirkj- unnar. Fylgdust þeir Bodelsch- wingh þar alveg að málum. Og þegar þjóðernissinnar höfðu náð völdum í Þýzkalandi, og farið var að ræða um v það, að velja rikis- biskup fyrir lútersku kirkjuna þar, barðist Niemöller fyrir því með oddi og egg, að Bodenschwingh væri kjörinn til þess embættis. En það varð nú ekki úr því. Hin- ir róttækustu þjóðernissinnar fengu Hitler til þess að gera hinn róttæka klerk, Muller, að rikisbiskupi, þrátt fyrir mótmæli Hipdenburghs for- seta. Og þá var það i annað skifti á æfinni, að Niemöller reis upp gegn yfirboðurum sínum. Þótt hann væri eldheitur þjóðernissinni, hraus hon- um hugur við þvi að láta þjóðernis- stefnuna ráða anda og kenningum kristinnar kirkju. Hann hélt fram boðorðinu: “gjaldið keisaranum hvað keisarans er, og guði hvað guðs er.” Og hann var aðal drif- fjöðrin i því, að prestar stofnuðu með sér félagsskap til sjálfsvarnar. Muller, ríkisbiskupinn nýi, gerði alt sem hann gat til þess að vinna Niemöller til fylgis við sig. En þegar það tókst ekki, var hann sett- ur frá cmhætti og hótað óllu illu. ^ Þrátt fyrir það var hann óbifan- legur, og söfnuður hans hélt fastri trygð við hann. Muller rikisbiskup bannaði söfnuðinum að láta hinn afdankaða prest prédika í Jesú Krists kirkjunni, og skipaði þangað nýjan prest. En söfnuðurinn lamdi mótmælaskjal, og var þvi þar l>st yfir, að þetta bann ríkisbiskupsins væri ólöglegt. Og þá fékk Nie- möller aftur leyfi til þess að pré- dika í kirkjunni. Þegar hann messaði í fyrsta skifti eftir þetta bann, var kirkjan trbð- full af fólki út úr dyrum. Þar var fjöldi af helztu mönnum keisara- tímans og helztu mönnum nazista. Allir heilsuðu prestinum með Hitl- ers-kveðju og hann svaraði á sama hátt. Svo gekk hann einbeittur á svip í prédikunarstólinn, og þegar hann leit yfir mannsöfnuðinn var sem eldur brynni úr augum hans. Og þegar hann tók til máls var rödd hans hvellari en vant er að heyra úr prédikunarstól. En hann var ekki með nein stóryrði og hótaði ekki andstæðingum sínum eldi og brenni- steini. Hann hélt fullkomlega sál- arjafnvægi prússnesks hermanns. Hann mælti meðal annars á þessa leið: —Það á að fara að umskapa trú vora og laga hana eftir aldarand- anum. Hún á að beygja sig fyrir því. Hún á að verða ný trú, bygð á grundvelli þjóðarkyns. Vor gamla trú á að skoðast óviðkomandi þjóð- erni voru og ætt. Þetta er ástæðan til þeirrar deilu, sem nú er sprott- in upp í evangelisku kirkjunni. En sé það rétt að trúin eigi að vera í samræmi við þjóðháttu og þjóðerni, þá er ekki fyrir neinu að berjast lengur, þá eru kristindómskenning- arnar að engu orðnar og kristileg mannúð. Andstæðingar vorir spyrja: Hvaða álit hafið þér á Kristi? Vér svörum með orðum eins af læri- sveinum hans, að hann hafi gefið oss orð hins eilífa lifs. Trúin er eícki mannaverk, hún er guðs gjöf í sálum vorum. Trúin getur ekki afneitað guði nema hún afneiti sjálfri sér. Trúin kemur ekki heimsskoðunum við, og heimurinn á engin þau vopn til, sem hægt er að bera á trúna. Og vér eigum að vera sannfærðir um að í guði lifum, hrærumst og erum vér. Trú, sem bundin er við þjóðerni, er uppreisn gegn guði. þjóðskipulag og þróun (Framh. frá bls. 5) skipulögðu þjóðfélagi. Og því lengra sem líður og mannþroskinn vex, verða takmarkanirnar æ fleiri, athafnafrelsið minkar, réttur ein- staklingsins færist smátt og smátt til heildarinnar. Og hversvegna gerist þetta? Vegna þess að mennirnir eru ekki eins og þeir ættu að vera. Þeir eru of ágjarnir og yfirgangssamir gagn- vart öðrum samþegnum sínum, og þessvegna verður ]>jóðfélagið að liafa hemil á tiltektum þeirra. Það þykir ekki nægilegt að setja laga- fyrirmæli um einhvern hlut, heldur verður að setja sektir eða hegning- arákvæði í lögin til þess að þvinga menn til að halda fyrirmælin. 1 þessu liggur viðurkenning þess, hve takmarkaðir menn eru með tilliti til þegnlegs velsæmis og í þjóðfélags- legutn dygðum. Meðán mennirnir eru sjálfir takmarkaðir snúa þeir æfinlega snöru takmarkananna utan um sig. En þroskaður maður er frjáls. Hann kemst aldrei í ósamræmi við lögin, vegna þess að hann er vax- inn upp úr þeim. Hann er kominn í samræmi við þau, og engin þjóð hefir tök á að setja takmarkanir með lögum, sem ná til hans. Og það er hið sanna frelsi að hafa lyft sér yfir allar takmarkanir, yfirhug- að langanir og persónulegan ávinn- ing. Hinn góði þjóðfélagsþegn. í framanskráðilm línum hefi eg verið að benda á afstöðu þá, sem hinn góði þegn muni hafa til hinna ýmsu atriða og fyrirbrigða, sem birtast i þjóðfélagi nútímans. Les- andinn getur farið yfir þau atriði í huganum og skýrt þau fyrir sér, svo eigi virðist þörf á að endurtaka þau. En það er fleira, sem hinn góði þegn hefir í huga. Afstaða hans til ríkis og konungs eða hins æðsta yfirráðanda þess er sú að auðsýna því og honum hina fylstu hollustu, ekki honum per- sónulega. heldur vegna þess að hann er fyrsti og æðsti þegn rikisins, full- trúi þess og ímynd. Þegar hinn góði þegn hyllir hinn æðsta yfir- ráðanda ríkisins, ]>á hyllir hann í raun og veru eigi annað en rikið. Ríkið er varanlegt, er tákn hins eilífa, en yfirráðandinn er persónu- lega tákn hins timabundna og tak- markaða. Hinn góði þegn hlýðir lögum landsins og hefir þau i heiðri, þvi þau eru heilög á meðan þau eru í gildi. Geri hann það ekki, er hann orðinn andstæðingur ríkisins og heildarinnar, rýfur hana niður og rétt hennar til þess að setja lög og reglur. Finnist honum einhver lagaákvæði óheillavænleg, óréttlát eða hættuleg, reynir hann að telja samþegnum sinum trú um og sanna þeim, að þau séu það og skapar á þann hátt meiri hluta fyrir því, áð lögin skuli numin úr gildi eða þeim breytt. Hann fer ætið sömu leið- ina og þá, sem farin var til þess að koma lögunum á. Geti hann eigi komið skoðun sinni fram að þessari leið, bíður hann rólegur, því hann veit, að reynslan muni sýna mönn- um og sanna hvað. rétt sé i hver j 11 máli. Hann styður aldrei kúgun og byltingar, úr hvaða átt sem þær koma og undir hverskonar yfir- skyni, því hann veit að þær skapa ! ætíð andstæðan kraft, sem nær tök- I um fyr eða síðar að sömu leið og hin fyrri bylting, og ný harðstjórn og ófrelsi fer í kjölfarið. Sá rétti árangur fæst aldrei að þeirri leið. Trúfrelsi og skoðanafrelsi viður- kennir hann og verndar, vegna þess að hann viðurkennir rétt annara jafnt og sinn eiginn. í viðskifta- málum er hann æfinlega hreinn og ákveðinn. Hann segir ætíð ákvæm- lega til um greiðslutíma, ef hann fær lán, og það lætur hann aldrei hregð- ast, þvi hann stendur ætið við lof- orð sín. Geti hann, einhverra or- saka vegna, eigi greitt á réttum tíma, gerir hann kröfueiganda að- vart um það með nægum fyrirvara, svo að liann viti, að á þeim áður til- tekna tima sé greiðslu eigi von, svo að hann geti hagað sér eftir því. Góðum þegn er gleði að þvi að greiða hin opinberu lögmæltu gjöld, því með því lætur hann af hendi sinn skerf til viðhalds opinberra starfa og greiðir um leið gjald fyrir þá vernd, er liann nýtur sem þegn þjóðfélagsins. Framh. Borgið Lögberg!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.