Lögberg - 06.12.1934, Blaðsíða 8

Lögberg - 06.12.1934, Blaðsíða 8
8 LÖtíBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER, 1934. —— ..... ....—----------------.+ Ur bœnum og grendinni —----------------—— - - - .—.——«• Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA t GuSsþjónustur í Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudag þ. g. des., verða með venjulegum hætti: Ensk messa kl. n að morgni og íslenzk messa kl. 7 að kvöldi. Sunnudagsskóli kl. 12.15. Sunnudaginn 9. desember verður sunnudagsskóli á Mountain kl. 1.30, og á eftir sunnudagsskóla, kl. 3 e. h., verður guðsþjónusta flutt þar i kirkjunni. Mannalát Sunnudaginn 16. desember verð- ur guðsþjónusta á Garðar kl. 2 e. h. Messur í Gimli prestakalli eru á- ætlaðar þannig, næsta sunnudag, þ. 9. des., að morgunmessa verður á Betel á venjulegum tíma, síðdegis- messa kj. 2 í kirkju VíSinessafn- aðar og kvöldmessa kl. 7 í kirkjunni á Gimli.—Til þess er mælst að fólk fjölmenni við kirkju. Soffonias Guðmundsson, ein- hleypur maður, sjötugur að aldri, fæddur 18. ágúst 1864 í Skoruvík á Langanesi á Jslandi, er hafði ávalt unnið að smíðum, átti heimili síðustu 25 árin að Garðar og var til heimilis hjá Mr. og Mrs. J. G. Davidson, andaðist 20. nóv. á heim- ili systursonar sins, Mr. A. A. Guð- mundsson í grend við Garðar. Hann var jarðsunginn af séra H. Sigmar frá því heimili og Garðar kirkju 24. nóv. Daði Johnson andaðist í Pembina 22. nóv. Hann var 67 ára að aldri, fæddur 15. ág. 1867 á íslandi. Kom mjög snemma með foreldrum sín- um frá íslandi og bjó fyrst í Eyford bygðinni. Hann var jarðaður frá Eyford kirkju 24. október af séra H. Sigmar. Hann eftirlætur seinni konu sína Björgu. Hafa þau hjón búið síðustu árin í Pembina og dvel- ur ekkja hans þar framvegis. G. T. spil og dans, verður hald- ið á föstudaginn í þessari viku og þriðjudaginn i næstu viku í I.O.G.T. húsinu á Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldinu. 1. verðlaun $15.00 og átta verð- laun veitt, þar að auki. Ágætir hljóðfæraflokkar leika fyrir dans- inum.—Lofthreinsunartæki af allra nýjustu gerð eru i byggingunni. — Allir velkomnir. Heklufundur í kvöld (fimtudag). Mr. Th. Thorsteinsson, hinn ný- kjörni bæjarfulltrúi í Selkirk, var staddur í borginni á mánudaginn. Mr. Finnur Stefánsson er fluttur frá 544 Toronto Street og á nú heima í Ste. 21 Ruth Apartments á Maryland Street. Mr. Hjörtur Bergstcinsson frá Alamedá) Sask., var staddur í borg- inni um miðja fyrri viku. Mr. Jón Benediktsson frá Lund- ar, var í borginni seinnipart fyrri viku. Mr. G. J. Stephansson frá Kanda- har, Sask., var staddur í borginni fyrri part vikunnar. Lögberg er beðið að geta þess, að konur í lúterska kvenfélaginu á Gimli eru í undirbúningi með að hafa “Silver Tea” í húsi Mrs. J. Bjarnason,, 5th Ave., South, næsta laugardag, þ. 8. des., kl. 2.30 til kl. 6 e. h., og frá kl. 8 til 10 að kvöldi. Vonast konurnar eftir, að margir verði til að heimsækja þær og hafa glaða stund við kaffiborðin á laug- ardaginn kemur. Mr. Ásmundur Johnson frá Sin- clair, Man., er nýkominn til borg- arinnar. Mr. B. J. Lifman, oddviti Bif- röst-sveitar, kom til borgarinnar á þriðjudaginn í sveitarstjórnarerind- um. Við kvöldguðsþjónustu í Fyrstu lútersku kirkju síðastliðinn sunnu- dag, bættust söfnuðinum 33 nýir meðlimir. Að aflokinni guðsþjón- ustu var öllum hinum mikla fjölda kirkjugesta boðið til kaffidrykkju í samkomusal safnaðarins, að tilhlut- an safnaðarfulltrúanna. Bauð for- seti safnaðarins, Dr. B. J. Brand- son,,hina nýju meðlimi velkomna í Fyrsta lúterska söfnuð. Mr. J. B. Johnson frá Gimli, Man., var staddur í borginni seinni part fyrri viku á Ieið til Dauphin River, þar sem hann starfar að fiskikaupum í vetur fyrir Arm- strong-Gimli fiskiveiðafélagið. Mr. Chris. Einarsson frá Gimli var staddur í borginni um miðja fyrri viku. Mr. Th. Hallgrímsson fiskikaup- maður frá Riverton dvaldi í borg- inni í vikunni sem leið. Spilasamkoma verður haldin í neðrj sal Sambandskirkjunnar næsta > laugardagskvöld. Arðurinn af þessari samkomu gengur til þess að styrkja bágstadda fjölskyldu, sem hefir sætt miklum veikindum. Sala á kökum og brjóstsyskri á staðnum. Allir velkomnir. Komið og styrkið gott málefni. / ------------ Símskeyti hefir Mr. Ragnari Sveinssyni, lögregluþjóni borist í hendur þess efnis, að látist hafi í Reykjavík þann 30. nóvember síð- astliðinn, móðir hans Guðrún Bryn- jólfsdóttir, kona Árna Sveinssonar fyrrum kaupmanns á ísafirði. Dr. Tweed verður á Gimli á föstudaginn þann 14. þessa mánað- ar. Munið eftir að fjölmenna á Heklufund á fimtudagskvöldið; þar fer fram kosning fulltrúa- nefndar fyrir næsta ár. Og þar á að ræða um nýjar leiðir í bindindis málinu. Messuáætlun í prestakalli séra Sigurðar Ólafssonar næstu sunnu- daga: Sunnudaginn 9. des., í Árborg, kl. 2 síðd. Sunnudaginn 16. des., í Geysir, kl. 2 síðd. Heimatrúboðsoffur. (Samtal við fermingarbörn eftir messu). Sunnudaginn 16. des., í River- ton, ensk messa, kl. 8 síðd. (Sam- tal við fermingarbörn, kl. 7 síðd.) Sunnudaginn 9. desember messar séra Guðm. P. Johnson í Westside skólanum kl. 2 e. h. (standard time). Guðsþjónusta í Wynyard þanr 0. desember klukkan 2 eftir miðdag og i Kandahar kl. 7.30 að kvöldinu sama dag. Sig. S. Christopherson. Mr. Jónas K. Jónasson frá Vog- ar, er dvalið hefir hér í borginni undanfarandi, lagði af stað heim- leiðis á mánudaginn. Gerir hann ráð fyrir að dvelja á Lundar í vet- ur, ásamt frú sinni. Hefir frúin ekki verið rétt vel heilsusterk upp á síðkastið og henni talið hollara að njóta næðis í kauptúni, en veita um- sjá stórbúi að vetri til. Bókin “Guffsríki” Um jólaleytið í fyrra seldist all- mikið hjr vestra af þessari bók, sem þá var ný-útgefin af Prestafélagi Jslands. Nú er enn til boða nokk- urt upplag af bókinni, og verður hún nú seld á aðeins einn dollar í ágætu bandi. Um þessa verðlækkun er útsölumönnum hennar gert að- vart með þessum línum. Bókin er talin ágæt jólagjöf. Hana má panta hjá undirrituðum og þeim útsölu- mönnum út um bygðir, sem áður hafa haft hana til sölu. Útsölu- menn eru beðnir að gangast fyrir sölu á því, sem þeir enn eiga óselt nú um hátíðaleytið, og gera svo undirrituðum skilagrein þegar eftir nýár. Björn B. Jónsson, 774 Victor St., Wpeg. Sunnudaginn þann 2. þ. m., lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borg- inni Mrs. A. Magnússon, frekra 45 ára að aldri. Jarðarför hennar fór fram að Víðir, Man., í gær. Fálkinn fimm ára rramall Það eru liðin fimm ár síðan í- þróttafélagið Fálkinn var stofnað í Wjnnipeg. Saga þess er marg- breytileg og rík af stríði og striti þeirra fáu manna, er áhug?. sýndu málefninu. Hefir þeim nú orðið drjúgum ágengt þetta síðastliðna ár, því nú hefir hockey-félagið, sem stofnað var fyrir tveimur árum af nokkrum félögum Fálkans, en varð að starfa út af fyrir sig, sameinast iþróttafélaginu og rækja þau nú störf sin undir sameiginlegri stjórn. Er þetta falleg afmælisgjöf, og ættu nú allir íslendingar að leggja árar á borð með þessum félagsskap, svo hann geti orðið þeim til sóma í framtíðinni. Er nú tækifærið í hendi hvers íþrótta vinar, með þvi móti að gjörast meðlimur Fálkans. Ársgjaldið fyrir kvenfólk og karl- menn er hið sama: fullorðnir $2.00; 14 til 16 ára aldurs, 75C; unlingar til 14 ára aldurs, 50C. Félagið þarf fjöldann, til að ná takmarkinu og ættu því allir að styrkja það hvort sem þeir nota starfrækslu þess eða ekki. Sérstak- lega eru foreldrarnir beðnir að hvetja unglingana. Skautasvell hefir nú verið gert við Sargent Ave. á milli Simcoe og Home Sts.; það er stórt og veglegt leiksvið fyrir alla meðlimi, sem vilja iðka skautalistina, bæði hockey og einnig sér til skemtunar. Jakob F. Bjarnason TRAN8FER Anntwt p-eiíilega um alt, eetn a* flutningum iýtur, amá.um e8a etAr um. Hvergi sanngjamara verS Heimili: 762 VICTOR STRES3T Simi: 24 500 Máo] Diamond Wedding Rings Watches - Cloclcs Silverware - China Novelty - Jewellery Fountain Pen Sets Order by Mail and Save Money THE WATCH SHOP THORLAKSON - BALDWIN 699 SARGENT AVE., WINNIPEG “BUSINESS EDUCATION” Has a “MARKET VALUE” University and high school students may combine business edu- cation with their Academic studies by taking special “Success” instruction under four plans of attendance: 1. Full-day—Cost $15.00 a month 2. Half-day —Cost $10.00 a month. 3. Quarter-day—Cost $5.00 a month. 4. Evening School—Cost $5.00 a month. SELECT FROM THE FOLLOWING: Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic,-Spelling, Economics, Business Organizataon, Money and Bíinking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer. Call for an Interview, Write Us or Phone 25 843 Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg (Best Known for Its Thorough Instruction) NOTICE WANTED: STRAW, HAY or other FODDER. Will be purchasing fodders of all descriptions until June 1, 1935 for export. Any fodders purcliased by me must be of fair average quality and of feeding value. My purchases are for the aecount of The Federal Emergency Relief Administration of the U.S.A. Funds for these pur- chases are guaranteed by the Canadian Bank of Com- merce, Brandoiq Man. Correspondence promptly attended to, and if samples are forwarded prices will be given by return mail. Hay Presses, Hammer-mills and Cutting Boxes can be placed for full winter’s work. * * * Sheriff MALCOLM McGREGOR, Court House, Brandon, Man. Oviðjafnanlegt eldsneyti hvernig sem viðrar Við höfum ávalt á takteinum kol og við, er fullnægir þörfum hvaða heimilis, sem er. Fljót og ábyggileg afgreiðsla. WOOD’S COAL Co. Ltd. 49 1 92 - Símar - 45 262 Brennið kolum og sparið ! Per Ton Dominion Cobble, (Sask. Lignite $ 6.50 Premier Cobble, (Sask. Lignite) 5.90 Wildfire Lump, (Drumheller) 11.35 Semet Solvay Coke 14.50 “AN honest ton for AN HONEST PRICE” Öll kol geymd í vatnsheldum skýlum, og send heim á vorum eigin flutningsbílum. Phones: 94 309 — 94 300 McGurdy Supply Go. Ltd. Builders’ Supplies and Coal 49 NOTRE DAME AVE. E. Kostaboð Sameining- arinnar Verð Sameiningarinnar er einn dollar um árið. En nú bjóðast eft- irfylgjandi kostaboð: Sameiningin eitt ár (borguð fyr- irfram) og Minningarrit dr. Jóns Bjarnasonar ($i.oo) hvorttveggja $1.00. Sameiningin tvö ár (borguð fyr- irfram) og Minningarritið í vönd- uðu léreftsbandi ($2.00), hvort- tveggja. $2.00. Sameiningin, þrjú ár, (borguð fyrirfram) og Minningarritið í moraco með gyltu sniði ($3.00), hvorttveggja $3.00. Minningarritið er ein hin vand- aðasta bók að öllum frágangi, sem gefin hefir verið út meðal Vestur- íslendinga. Bæði gamlir og nýir kaupendur geta notið þessa kosta- boðs. Þurfi að senda ritið með pósti, greiðir áskrifandi 15C fyrir burðargjald. Sendið pantanir til Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winni- peg, eða snúið yður að umboðs- mönnum blaðsins. 89 402 PHONE 89 502 B. A. BJORNSON Sound SyntemM and Kadio Ser\U*e SPECIAL Beautiful Walnut Cabinet 7-tube bat- tery Radio and tubes only $15.75 Complete with Speaker Aerial Kit and Batteries only $30.50 670 BEVKRLEV ST., WINNIPEG The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Fulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba BUSINESS TRAINING BUILDS C0NFIDENCE The business world today needs Confidence. Too many work- ers attempt to start and hald a position without Confidence in themselves, their employers, or the educational conditions which form the background for their practical lives. The carefully planned business courses offered at the DOMINION BUSINESS COLLEGE prepare you to meet business with Con- fidence. You know that you are ready to prove your worth and to hold responsible positions. Your training has been thorough, and has made your services doubly valuable by deve- loping your own talents along the right lines. Don’t waste time trying to “find yourself” in business. A consultation with the Dominion Registrar will help you to decide upon the course best suited to you. The D0MINI0N BUSINESS G0LLEGE On the MALL, and at ELMWOOD, ST. JAMES and ST. JOHN’S Residence Classes Mail Instruction Day or Evening With Finishing

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.