Lögberg - 06.12.1934, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.12.1934, Blaðsíða 4
4 LÖGBERÖ. FIMTUDAGINN 6. DESEMBEÍR, 1934. Högberg OeflB Ot hvern fimtudag af T U E COLUMBIA PREB8 LIMITtD 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Dtan&akrift ritetjðrans. BDITOR LÖOBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3 00 um áriS—Borpist fj/rirfram The "Lögberg” is printed and published by The Colum- f>ia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHOSÍE 86 327 Víðsjá Þýzku málin komu til alvarlegrar um- ra>ðu í þjóðþinginu brezka, hérna á dögun- um; stóð það einkum og sérílagi í sambandi við atkvæðagreiðslu þá, er fram fer í Saar- dalnum í næstkomandi janúar-mánuði, og afleiðingar hennar ef illa skyldi að einhverju leyli takast til. Maður sá, er háværastur var í umræðum þessum og mest barst á, var Sir Edward Grigg; talaði hann þar eins og sá er vald hefir og staðhæfði meðal annars það, að sú stefna væri jafnt og þétt að ryðja sér til rúms með sjálfstjórnarþjóðum Breta, að þeim bæri að taka aukinn og ákveðnari þátt heimsfriðinúm til verndar, en fram að þessu hefði viðgengist, jafnvel þó grípa vrði til vopna. Það væri ekki með öllu ófróðlegt að vita við hvaða heimildir Sir Edward Grigg styðst; að minsta kosti er það víst, að hin canadiska þjóð hefir enga minstu átyllu gef- ið, er réttlætt gæti slíka staðhæfingu. Það er tiltöluiega ekki langt um liðið frá því að Canada átti í ófriði “til þess að binda enda á ófrið,” eins og það var kallað; það verður ekkert áhlaupaverk að leiða þjóðina út í styrjöld að nýju; að minsta kosti yrði að færa fyrir því glögg og auðskilin rök. Trúmenska hinna canadisku þjóðar við veldis’heildina bresku, verður eigi efuð; hitt er þó jafnframt víst, að hún lætur ekki fara með börn sín eins og- skilningslaus peð, eða ginna þau út í eitt og annað; hún er sér fyllilega meðvitandi um skvldur sínar gagnvart heiminum út á við, og hagar sér í 'því tilliti að sinna eigin beztu manna yfir- sýn, án tillits til þess, hvað hinn og þessi skraffinnur í brezka þinginp staðhæfir út í hött. # # # “ Islendingar” heitir mikil bók og merki- leg, er Dr. Guðmundur Finnbogason hefir samið, en Menningarsjóður gefið út; er hér um mikilsverða þjóðarlýsingu að ræða, sagða á máli við allrar alþýðu hæfi. Mun þess ekki ólíklega. til getið, að með bók þessari hafi höfundur reist sér einna óbrotlegastan bauta- stein í bókmentum vorum, þó margt hafi þjóð- inni áður borist frá penna hans í glæsilegu formi. En með því að bók þessi verður hér ekki ritdæmd, skulu einungis dregin fram fá- ein sýnishorn, ef vakinn yrði með því áhugi fyrir lestri hennar. Bókasafn Þjóiðræknis- félagsins á “Islendinga” í fórum sínum og þar geta félagar þess átt aðgang að bókinni. 1 kafla þeim, er nefnist “Uppruni Is- lendinga,” kemst höf. meðal annars þannig að orði: “Engin þjóð í heimi veit jafnmikið um ætt sína og uppruna og vér íslendingar. Engin þjóð á aðra eins bók og Landnámu, er segir frá öllum helztu mönnum, er land vort bygðu í öndverðu, hvaðan þeir komu, hverr- ar ættar þeir voru og hvar þeir settust að. Engin þjóð á aðrar eins lýsingar á fyrstu for- eldrum sínum í landinu eins og eru í íslend- ingasögum, og engin þjóð getur eins alment rakið ættir nútíðarmanna til frumbyggja landsins eins og vér. t öllum þessum ættar- fróðleik eru fólgin afar mikil drög til skiln- ings á eðli þjóðar vorrar, hvenær sem farið verður að vinna úr þeim á þann hátt, sem vera þyrfti. Saga Islendinga er raunar að mestu órituð enn, og hún verður aldrei rétti- lega rituð fyrri en hún er samin með það fvrir augum að sýna, hvern þátt hver ættin hefir átt í því að gera líf þjóðarinnar það, sem það varð. Þetta á jafnt við um líkamleg einkenni þjóðarinnar sem andleg.” Til eru menn, er láta sér fátt um ættvísi finnast og líéja ættartölum eða liðarakning ætta, við markaskrár; kvistótt hlýtur skiln- ingstré þeirra að vera, er þannig líta á. Því hvaðan má góðs vænta ef eigi frá góðum stofni? í þessum áminsta kafla vitnar höfundur í ritgerð Halfdan Bryn's um uppruna ís- lenzku þjóðarinnar, og fer þar um svofeldum orðum: “Brvn telur víst, að nokkur hluti hins dökka kyns, sem blandast hefir íslendingum, hafi verið Miðjarðarhafs kynið. Það er dökk- hært og langhöfða, og þaðan gæti því hin mikla hauskúpulengd íslendinga verið runn- in. En Miðjarðarhafs kynið er mjög höfuð- mjótt, svo að hefði það verið eitt um hituna, hefðu Islendingar ekki orðið eins breiðhöfða og þeir eru. Höfubreiddina hyggur Bryn að þeir hafi fengið frá dinarisk-ermska kyn- inu, sem er breiðhöfða, en jafnframt mjög toginleitt, eins og Islendingar. Stutthöfð- arnir í Vestur-Noregi eru aftur á móti mjög stuttleitir og breiðleitir, svo að enn ber að sama brunni, að þeir hafa ekki getað átt mik- inn þátt í útliti Islendinga. Á hið sama bend- ir munurinn á legglengd manna á Islandi og í Vestur-Noregi. Niðurstaða Bryns verður því sú, að hið dökka kyn, sem blandast hefir norræna kyn- inu á Islandi, sé aðallega komið frá Eng- landi, Skotlandi, Irlandi og Suðureyjum, en hinn dökki þáttur í þjóðum þessara landa sé annars vegar Miðjarðarhafskynið, hins vegar dinarisk-ermska kjmið.” Nú skal bent á þann flolck bókar þessar- ar, er nefnist “Frá ýmsum hliðum.” Er þar að riokkru minst ýmsra. hluta, er í sam- 'bandi stóðu við Tyrkjaránið, svo sem varn- anna: “Þær voru eins og áður bænir og kvæði. Séra Magnús Pétursson á Ilörgslandi orti t. d. “ Tyrkjasvæfu, ” með hverri sagt er, að í sjó væri sökt 18, sumir segja 30 Tyrkjaskip- um, til að inntaka og eyðileggja alt landið, og flotinn kominn nær en að landsbrun,” Skáldið segir þar við drottinn: Reiðstu mér ekki þó málið hér og mærðin harðna kynni, Og hefir svo upp raustina: Svo skal stuðla stilla og strengja föngin fylla vondra lund að villa sem víkur að þvílík dilla, að orðin skorðuð efli megn, ekki sé trúarvilla, Þau óvini kóngs vors gangi í gegn undir glötunar rötun illa. Tvrkir eru eftir alt saman fyrst og fremst “óvinir kóngs vors.” Vernd konungs hafði ‘reyndar ekki dugað vel, en það veikir ekkert trúnaðinn við hann. Jafnframt kem- ur þarna átakanlega fram trúin á mátt hins dýra ríms: Svo skal stuðla stilla .... að orðin skorðuð efli megn. Næst guði, treystu Islendingar bezt — ríminu!” I hugleiðingum sínum um Landið, farast höf. þannig orð: “I sveiflunni milli ljóss og mvrkurs, von- ar og kvíða, er dýrmæt reynsla fólgin. Eðli hvors tveggja verður tilfinnanlegra sökum andstæðanna. Ekki er ósennilegt að hugur- inn verði langsýnni og bjartsýnni við að rýna eftir “ sólskinsbakkanum hinum megin og læri betur að lifa í voninni, þar sem hún tendrast, svo löngu áður en hún rætist, held- ur en þar sem hún er dægurfluga. Að vísu verða vonbrigðin sár, þegar loks koma hret fyrir hlýindin, sem beðið var eftir, en furð- anlegt er hve fljótt liðnar raunir glevmast aftur, þegar sólin skín. Hver fagur dagur verður'því áhrifa- meiri sem hann er langþreyðari. Þar sem íslenzka langdegið fær styrk sinn annars veg- ar af mótsetningunni við skammdegið, hins vegar af náttúrufegurðinni, sem sólin þá stundum skín á nótt sem dag, þá eK,skiljan- legt, að sólin hefir, þrátt fyrir alt, orðið hlut- skarpari í huga íslendinga, svo að þeim líkar það vel, er skáldið kallar landið þeirra “Sóley.”— Þau fáu sýnishom, er hér 'hafa verið dregin fram, varpa nokkru Ijósi á þau hugð- armál, er þessi stórmerka bók Dr. Guðmund- ar Finnbogasonar fjallar um; hún svarar til að hollustu hinu vígða vatni þeirra brunna, som kendir eru við Guðmund biskup hinn góða. * * * Hvat manna es þat? Þannigspyrja vafa- laust margir, er þeir heyra Luigi Pirandello nefndan; maður þessi er ítalskur rithöfund- ur, som aldur sinn hefir að mestu alið á Sikil- ey; nú í ár voru honum veitt bókmentaverð- laun Nóbels. Val þeirra manna, er sæmdir eru á þenn- an 'hátt, mælist oft og einatt misjafnlega fvr- ir; kemur þar margt til greina eins og vænta má; voru meðal annars harla skiftar skoðanir um það, er Sinclair Levús fékk verðlaun Nóbels, hvort hann í rauninni ítefði staðið næst, eða einhver annar átt jafnmikið eða meira tilkall til þeirra; verður slíkt þó ávalt álitamál. Þó úr mörgu sé vitanlega að velja, og margt beri að taka til greina við úthlutan Nóbelsverðlauna, þá deilir menn sennilega ekki mikið á um það, að Luigi Pirandelli sé verður þeirrar viðurkenningar, er honum nú hefir verið veitt. Luigi Pirandello hefir samið fjölda leik- rita, er sýnd hafa verið vítt um heim; þó ekki hvað sízt í Bandaríkjunum. 1 leikritum sín- um kemur hann víða við; er bersögli hans og kaldhæðni viðbrugðið. Auk leikritanna hefir hann samið sögur og ljóð; jrykja kvæði hans einkum fág- aðri að formi, en þeirra annara Ijóðskálda, ítalskra, er mest hefir borið á í seinni tíð. Þessi nýi Nóbel-þegi, er riú kominn á efri ár, þó ern sé sem ungur væri og starfsglaður, að því er þeim, er mest eiga við hann mök, segist frá. Luigi Piran- dello er af mörgum kallaður Shaw Rómaveldis hins nýja; sjálfur segist hann þó vera í töluverðum vafa um hvernig slíkum samjöfnuði skuli tekið. Yinjir skáldsins Jiafa spurt að því hvað hann ætlaði sér að gera við alla þessa peninga, $41,318, en slík er upphæð Néýtelsverðlauua. Svarið var á þessa leið: “Það gengur margt í súginn hjá okkur skáldunum; þau vaða heldur ekki öll upp fyrir ökla í fjár- munaleðju þessa fallvalta lífs; það er ekki oft sem hnífur minn hefir komið í föitt; eg ætla að gera mér að öllu leyti gott af þessum óvænta fjár- sjóði sjálfur. ” 100 ára afmœli Ól'nf Bjarnadótúr á Egilsstöffum, fadd i. npvember 1834. Þegar Viktoria Englandsdrotn- ing haföi ráðið ríkjum í nálega 60 ár sagði enskur sagnfræðingur, að þjóðin gæti ekki hugsað sér Eng- land án drotningar sinnar. Með hinu langa starfslífi hafði persóna hennar ofist inn í líf þjóðarinnar. Mönnum fanst Viktoría varanleg eins og sjálf náttúrulögmálin. Austur á Egilsstöðum á Völlum er samtíðarkona Viktoríu, en hefir þó náð ennþá hærra aldri. Það er Ölöf Bjarnadóttir, ættmóðir Egils- staðamanna. Hún á aldarafmæli nú í dag. Hún er ótrúlega hress og heilsugóð, les án gleraugna, hlustar á hverja útvarpsmessu, og miklu meira af þeim andlegu nýjungutn, sem berast henni loftleiðis. Hún •kemur úr herbergi sínu og blandar sér í umræðuefni heimilisfólks og gesta, með þeirri ró og víðsýni, sem einkennir þann, sem lifað hefir með í starfi og þróun heillar aldar, og það þeirrar athafnamestu, sem þjóðin hefir lifað. Ólöf á Egilsstöðum getur nú lit- ið yfir hinn langa dag eins og stór- kostlega kvikmyndasýningu. Hún horfir til baka á þau ár, þegar hún byrjaði að ganga um baðstofuna heima hjá foreldrum sínum, sömu árin og Jónas- HaJIgrímsson orti Gunnarshólma og Fjallið,i Skjald- breiður. Hún man æskuár sín þegl ar hún var í blóma lífsins og frétti frá Alþingi, að Jón Sigurðsson reis upp gegn erlendri kúguri og sagði hin sögufrægu orð: “Vér mótmælum allir.” Hún man glögt þjóðhátíðina 1874 og frelsistöku þjóðarinnar, þegar hún var orðin ekkja fyrir 4 árum og ól ein upp nokkur lítil börn. Hún lifði litlu síðar tíu ára harðindi og hallæri. Hún sér fjórða hluta íslendinga verða að yfirgefa ættland sitt og taka bólfestu í fjarlægri heimsálfu. Hún sér Norðmenn nema land í annað sirfri á Austfjörðum og hjálpa íslendingum til að reisa hina nýju kaupstaði við hinar góðu hafn- ir austanlasds. Hún sér útflytj- endastrauminn hætta og bæi og kauptún rísa alt í kring um land við auðug fiskimið. Hún sér alla þróun útvegs og landbúnaðar: Litlu ára- bátana, skúturnar, togarana, vélbát- ana og línuskipin. Hún man gömlu, ógirtu og þýfðu túnin og lágreistu bæina. Hún hefir séð ljáina, sem hitaðir voru í kolaeldi. Torfljáina, undirristuspaða og plóga frá Ólafs- dal, og síðar dráttarvélar og önnur hraðvirk jarðyrkjutæki. Hún man þá tíð, þegar engin brú eða vegur var til á landinu og engin islenzk flutningaskip, og enginn skóli nema latínuskólinn á Bessastöðum. Hún var orðin miðaldra kona, þegar hinn fyrsti akfæri vegur er gerður frá Reykjavík og inn að Elliðaám. Hún sér vegakerfi spent um alt landið og bifreið flytja dótturson hennar á fjórum dögum nú í haust frá Reyðarfirði til Reykjavíkur í , DODDS KIDNEY i// 0 ý/ PILLS Sl ^VVsSN'oisí^ l-L kidney 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills veriS viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd.; Toronto, ef borgun fylgir. fyrsta sinn er bifreið fór þá leið. Þegar Ólöf á Egilsstöðum horfir nú i dag yfir hina löngu lífsbraut, sér hún óendanlega miklu meira en það sem hér er talið, því að hún hefir lifað einmitt hinn frjóa og merkilega vöku-*og starfstíma ís- lendinga, öldina þegar þjóðin hefir risið á legg eftir aldalanga kúgun og vanrækslu, og byrjað nýtt og þroskaríkt líf. Það er engin tilviljun, að Ólöf á Egilsstöðum les enn með sérstakri ánægju æfisögur Skúla Magnússon- ar og Jóns Sigurðssonar. Hún hef- ir verið andlega skyld þeim og raun- veruleg samtíðarkona. Þess vegna hafa hennar draumar allir gengið í þá átt, að óska heimilinu í sveitinni og þjóðinni meira frelsis, meira manndóms, meiri samúðar og dreng- skapar í öllum skiftum. Tvent hefir einkent hina löngu æfisögu Ólafar Bjarnadóttur, hinn mikli kjarkur og hin mikla samúð. Hún hefir hlotið það hlutskifti, sem gerir konur miklar og áhrifaríkar. Hún hefir þurft að sigra marghátt- aða mótstöðu i lifsbaráttunni. Hún hefir gengið hin þungu spor ekkj- unnar, sem verður að vera forsjón barna og barnabarná. Hóglifi og svokölluð velsæld þurkar sál kon- unnar, gerir hana visna eins og rót- arslitna jurt. Ölöf Bjarnadóttir fékk gjöf hins margháttaða mót- gangs. Lífsreynslan varð henni skóli, sem efldi í einu þrek hennar og mildi. Hún bugaðist aldrei fyrir mótblæstri, en jafnframt þrekinu til að sigra, hafði hún mildi þess sterka. Hún var með nokkrum hætti vinur og verndari allra t stærsta heimili fjórðungsins. Til hennar leituðu allir trausts og halds, börn, barnabörn og þeirra börn, og fyrir hina mörgu vandalausu ungl- inga, sem fæddust upp á Egilsstöð- um, var hún líka móðir og velgerða- kona. Hún þoldi ekki að farið væri harkalega með nokkra skepnu, og hélt því afdráttarlaust fram, að þeir sem létu svipuna ganga á hestinum sínum yrðu síðar að svara til saka fyrir gerðir sínar. Þegar bifreiðar voru nýkomnar til Austurlands, sá Ólöf af hyggjuviti sínu, það sem duldist mörgum karlmönnum ár- um saman, að billinn þarf sömu um- hyggju og aðbúðar við eins og hest- urinn. Hin langa lífsreynsla og hin langa sjálfsfórn hafði kent henni, að skilja fljótt hin dýpri rök, sem oft dyljast lengi vel vitibornum sérhyggj umönnum. Ólöf Bjarnadóttir horfir nú til baka yfir hina miklu kvikmynd, er líður fyrir augu hennar, sögu heill- ar aldar. Ef til vill sér hún að lok- um eldlegan vagn, sem líður mjúk- lega yfir tjaldið. Hún finnur að henni er þar boðið til sætis og að vagninn ber hana svjflétt áfram, inn í annað land—til þeirra, sem hún óx upp með, starfaði með, þjáðist með og gladdist með. En á Héraði og miklu víðar geymist minningin um hina sterku konu, sem lifði meir en heila öld, og sem með starfi sínu og lífi sannaði lífs- mátt þeirrar þjóðar, sem vaknaði eftir aldalanga hvild. J. J. —N. dagbl. Drykkjumannahœli brennur. Islo 16. nóv. Drykkjumannahælið í Örje í Noregi brann til kaldra kola í nótt. í hælinu voru 44 sjúklingar, sem allir björguðust. Eftir brúðkaupiff. 1 Frúin (í bóka. búð): Get eg ekki fengið skifti á þessari bréfabók fyrir elskendur og matreiðslubók. Frá Islandi Ný silungaklakstöð. Meðal nýfrra silungaklakstöðva, sem bygðar hafa verið á þessu ári, er klakstöðin við Hoffellsá í Horna- firði — en annars hafði verið gert ráð fyrir, að hún yrði bygð við Þveit. Stöð þessi er að öllu leyti gerð úr steinsteypu, og einnig skiftistokkar og siunarþró. Klakstöðin hefir kostað um 2,000 krónur, og hafa Mýrarsveit, Nesja- sveit og Lón lagt fram nokkuð af fénu, en annars hafa Búnaðarfélag Islands og Búnaðarsamband Aust- urlands tekið talsverðan þátt í kostn- aðinum. Umsjónarmaður stöðvarinnar er Jörgen Jónsson á Hoffelli. Cr Borgarnesi. Úr Borgarnesi simar fréttaritari útvarpsins þar, að þar sé nú lokið slátrunartíð,1 og hefir alls verið slátrað um 35,000 fjár, en það er heldur færra en í fyrra. Auk þess hefir verið slátrað f jölda nautgripa. Þá segir fréttaritarinn, að nýlega sé tekinn til starfa nýr unglingaskóli í Borgarnesi. Aðalkennari við skólann er séra Björn Magnússon á Borg. Nemendur eru um 20. Vísir 18. nóv. Frá tsafirði ísafirði 16. nóv. Hér á ísafirði fór fram skrán- ing atvinnulausra manna í byrjun þessa mánaðar. Skráðir voru 50 menn, en álitið að talsvért fleiri séu atvinnulausir. t Bolungavík fór fram skráning um líkt leyti. Þar voru skrásettir 31. í Seljalandsbúi ísafjarðarkaup- staðar eru nú 34 kýr og 200 hænsni. Heyafli var 700 hestar þurheys og 300 hestar votheys. Nýreist er þar íbúðarhús handa bústjóranum. Aflabrögð hafa verið treg hér á ísafirði undanfarið og gæftalítið. Hávarður ísfirSingur er nú að byrja að kaupa fisk til útflutnings á vegum Landsbankans. Edinborgareignin, sem togarafé- lagið átti hér á ísafirði, var seld við opinbert uppboð 3. þ. m. Út- vegsbankinn keypti hana fyrir 126 þús. krónur. Konur hér á ísafirði hafa sett á stofn mötuneyti fyrir fátæklinga. Mötuneytið er í sambandi við Elli- heimilið. Frá Osló Ríkið tekur á morgun við Aale- stad, sem verður varðveittur til minningar um Björnson. JÓHANNES LOPTSON Þann 21. nóvember síðastliðinn, lézt að Amaranth, Man., eftir stutta legu, Jóhannes Loptson, 38 ára að aldri; fæddur þann ig. dag október- mánaðar árið 1896; var hann ein- hleypur maður, og bjó lengst með móður sinni; er hún látin fyrir f jór- um árum. Jóhannes heitinn stundaði mest- megnis fiskiveiðar; var hann hinn vinsælasti maður. Hann lætur eftir sig tvær systur, Mrs. Joe Ander- son við Amaranth, Mrs. Júlíus Kjartanson í Winnipeg, auk eins bróður, Thor Loptson, að Ama- ranth. — Jarðarförin fór fram í Beckville.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.