Lögberg - 06.12.1934, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.12.1934, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBEJt, 1934. Píslarleikarnir í Oberammergau Séra Knútur Arngrímsson gerði sér ferð suður í Bayern til þess að sjá passíuleikana í Oberammergau. Var hann á seinustu sýningunni, sem haldin var í sumar, og segir hér frá því hvernig honum leist á Á Islandi myndi það vafalaust þykja fáránleg nýlunda, ef ein- hverjir tæki sig til og færu að leika guðspjölliná leiksviði, eða einhverja | kafla úr þeim. Sízt myndi það mæl- ast vel fyrir hjýi guðræknu fólki; myndi það sennilega telja slíkt létt- úðlega meðferð á helgum hluturn. En sinn er siður í landi hverju, og aldarhættir breytingum háðir. Fyr á öldum var það altítt víða um heiðin lönd, að sýna á leiksviði við- burði, er ritningin skýrir frá, og var það í guðræknum tilgangi gert. Og mest þótti til þess koma að sýna þá viðburði, er mest helgi fylgdi í vitund fólks,—píslarsöguna. Og enn er þetta gert á ýmsum stöðum i heiminum. Enn mun það " eiga sér stað, að píslarsagan sé leik- in bæði í Englandi, í Ameríku, á Suður-Frakklandi og í Tyrol. En engir píslarsöguleikar nútímans vekja þó jafnmikla athygli og leik- arnir í Oberammergau í Suður- Bayern. Þangað streymir mikill fjöldi manna oft frá fjarlægum löndum, þau ár sem píslarsöguleik- ur er sýndur þar. Oberammergau er þorp, sem liggiir í dal einum í fegurstu Ölp- unum. Andspænis því gnæfir snar. brattur hnúkur klæddur barrskógi upp á tind. Á vetrum hleðst snjór- inn i hlíðarnar, svo þar skiítast á ávalar skíðabrekkur og brattar hengjur. Á sumrin baðar sólskin- ið dalbotninn þakinn frjósömum ekrum og aldintrjáa röðum, og fólkið býr sig léttum og lauslegum klæðnaði til þess að geta hreyft sig í steikjandi hitanum. Ibúarþorps- ins eru um 8oo. Eru sumir bænd- ur, aðrir tréskurðarmenn. Tré- skurðarlist hefir lengi staðið með miklum blóma í Oberammergau. Eru þar smíðaðir smámunir ýmsir úr tré eða fílabeini, sem smekkvísir ferðamertn kaupa til minningar um Bayerndali og dvöl sína þar. Útskurðarlist Oberammergau- manna myndi ein nægja til þess að halda nafni þorpsins á lofti, en fyrir þremur öldum urðu þeir viðburðir, sem gáfu þorpinu nýtt viðfangs- efni, er aflað hefir því orðstírs fram á þennan dag. Meðan þrjátíu ára stríðið geis- aði, gengu mannskæðar farsóttir um Þýskaland. Fólkið féll hrönnum saman, og þeir er eftir lifðu, horfð- ust í augu við hallæri og hörmungar af ýmsu tagi.—Borgirnar og þorp- in í Suður-Bayern fengu einnig faraldurinn heim til sin, nema Ober. ammergau. Vegna fjarstöðu sinn- ar frá alfaravegi tókst fólkinu þar lengi vel að verjast. Við stapa einn þar í dalnum voru settir verðir við veginn til þess að varna mönnum inngöngu í þorpið. Samt komst maður einn að nafni Kaspar Schis- ler fram hjá varðmönnunum. Segja munnmælin, að hann hafi farið gegnum jarðsprungu undir stap- ann til að stytta sér leið, og þess vegna hafi verðirnir ekki orðið hans varir. Kom það brátt i ljós, að far- aldurinn var kominn í þorpið, og sýktist nú einn af öðrum og nokkrir biðu bana. — Þótti mönnum nú í mikið óefni komið.—Þá komu hæst- ráðandi menn þorpsins saman á ráðstefnu og unnu það heit, að láta sýna píslarsögusjónleik þar í þorp- inu upp frá því io. hvert ár, ef plágunni létti. Brá þá svo við, að engir fleiri veiktust af faraldrinum. Þetta gerðist 1633, og næsta ár léku Oberammergau-búar píslar- sjónleik sinn í fyrsta skifti. Not- uðu þeir texta (leikrit), sem leikið hafði verð eftir i Augsborg áður fyr. Er sá texti hafður í Ober- ammergau, enn, en mjög breyttur. Síðar komst sú regla á að sýna pislarsjónleik þau ár, er ártalið stendur á heilum tug. Oft hefir Oberammergau-mönn- um verið erfitt um við að halda hið ( forna heit sitt. Á ófriðartimum t. d. hefir leikurinn stundum fallið niður. En hjá kynslóð fram af kynslóð hefir sú vitund haldist vak- andi þar í þorpinu, að hér væri um heilaga skyldu að ræða, er ekk? mætti bregðast, og leikarnir væru þjónusta guði helguð, sem væri sáluhjálplegt að rækja. Á þeim öldum, sem liðnar eru síðan leik- arnir hófust, hafa því margir góðir kraftar verið lagðir fram til þess að gera þá sem bezt úr garði. Ljóð- I list og sönglist hafa tekið höndum saman við leiklistina til að fylla þá hátíðleik og djúptækum áhrifum. Fram til ársins 1930 voru leikarnir sýndir undir beru lofti. En þá reistu þorpsbúar leikhús, sem tek- ur hátt á 6. þúsund manns, og kost- aði yfir y2 miljón márka. Er leik- húsið bygt með þeim hætti, að það er opið í þann enda, er að leiksvið- inu snýr, svo greniklædd Alpahlíð blasir við áhorfendum hak við leik- sviðið, og ber ofan við það. Síðastliðið vor voru þrjár aldir liðnar síðan píslarsjónleikur var sýndur í fyrsta sinn í Oberammer- gau. Var því efnt til afmælissýn- ingar, er hófst upp úr hvítasunnu og hefir verið endurtekin 71 sinni \ á sumrinu. 400 þús. áhorfendur hafa verið þar i sumar. Hafa 60 j þúsund verið frá öðrum löndum en þýzkalandi. Hefir blöðum þótt það í frásögur færandi, að meðal háttsettra gesta þar koru kóngurinn í Síam og krónprins ítala. ákalla þig í helgri lotning. Gangið nú við hlið lausnarans, unz hann hefir gengið á enda hina grýttu þyrnibraut. og úthelt blóði sínu i sárri raun vegna vor.” Leikurinn var sýndur í síðasta sinn á þessu ári 27. sept. Var sá, er þetta ritar þar viðstaddur, og skal | nú reynt að bregða upp nokkrum myndum af því, hvernig leikurinn fór fram. Kl. 8.15 um morguninn höfðu \ eitthvað um 5,200 manns sest á á- horfendabekkina og störðu menn . eftirvæntjngarfullir ýmist á autt, | steingrátt leiksviðið eða á f jalls- | hlíðina og heiðan himininn, sem 1 blasir við yfir þökunum á húsum I Kaifasar og Pílatusar. Þá líða inn j á framsviðið verur i skósíðum i klæðum, hvítum kyrtlum og ljós- ! gráum skikkjum. Allar bera þær logagylta ennisspöng og fellur hár þeirra á herðar niður. Þær koma inn frá báðum hliðum Ieiksviðsins, mætast fyrir miðju og mynda þar óslitna þráðbeina röð. Þetta er söngflokkurinn, 48 manna blandað kór. Hann hefur upp söng en “ósýnileg” hljómsveit leikur undir. Raddirnar eru fagrar og fylla hinn víða leikhúsgeim.—Þá gengur fram úr röðinni öldungur með gyltan sprota í hendi og mælir ljóð af munni fram. Það er formáli fyrsta þáttar. Hefst að því loknu söngur að nýju, en frá^miðsviðinu að baki söngflokknum eru tjöld dregin, og þar blasir við skrautsýning er tákn- ar brottrekstur Adams og Evu úr Paradís. Leiknum er skift í 16 þætti, og hefjast þeir allir með líkum hætti, söngflokkur!inn syngur, öldungur- inn flytur formála, og einhver “mynd” úr gamlatestamentinu er sýnd; er það einhver viðburður, sem heimfærður er upp á efni þess þáttar, sem þá er að byrja. Þóttu mér þessar Gamlatesta- mentissýningar hið sízta, er þarna var á boðstólum. Söngurinn aftur á móti hreif mig mjög, og búning- tir og látbragð söngfólksins í hvert sinn er það kom inn á leiksviðið. Textar þeir, er sungnir eru, eru trúarlegs efnis í kaþólskum anda, en söngvarnir eru hver öðrum fegurri. Þeir virtust hrífa hugi þúsundanna, sem á hlýddu inn í dul- arveldi lofgerðar og tilbeiðslu, sem ér hafið yfir sérjátninga-gjálfur allra kirkjudeilda, og breytilegt tungutak þjóðernanna. — Það hefir orðið svo af einhverri hendingu að nokkrir Kínverjar sitja á næsta bekk fyrir framan mig, Grikki við hliðina á mér, og ekki langt þar frá á sama bekk nokkrir skolbrúnir Hindúar. Við erum allir á valdi sömu tilfínningair. “Þú hinn eilífi! Heyr þú hjal barna þinna, því barn getur hjalað og annað eigi. Þeir, er koma saman til hinnar miklu fórnarathafnar, Eitthvað í þessa átt er merking síðasta erindisins í inngangsljóðinu. Þá hverfur söngflok’kurinn út af sviðinu, en eftir breiðum gangi, er táknar götu i Jerúsalem kemur fagnandi skari með blóm og pálma- greinar í höndum. Brátt fyllist svið- ið af fólki, körlum, konum og börn- um, sem hef ja upp lofsöng og fagna hinum komanda “Davíðs syni.” Loks kemur hann sjálfur í ljós, ríðandi á grárri ösnu. Hann stig- ur af baki og litast um. Á miðju sviðinu blasir við opið musterið, þar sem vixlarar og okrarar reka verzlun sína af miklu kappi. Er þá sýnt, hvernig Kristur hreinsar musterið. Þannig hefst leikurinn, og er það ekki ætlun mín að rekja gangs hans lið fyrir lið. Það myndi lengja mál mitt um of, enda gerist þess ekki þörf því efnið er öllum kunnugt. Það er Píslarsagan “dramatiseruð”, liiguð eftir kröfum leiksviðs, og efni guðspjallanna notað jöfnum hönd- um eftir því sem bezt hefir þótt fara. Eg vil i þess stað víkja laus- lega að einstökum persónum leiks- ins, og meðferð einstakra leikenda á hlutverki sinu. Er þá fyrst að telja þann, er Krists-hlutverkið lék. Alois Lang er nafn hans, og er hann tréskurð- armeistari þarna í þorpinu. Hann er hinn höfðinglegasti i sjón, og í Kristsgerfi sínu tekst honum vel að sýna glæsilegt karlmenni og djúp- vitran speking. Ef dæma’á um leik þessa manns verður að taka tillit til margs. Fyrst og fremst þess, að hlutverkið er erfitt og fyrirfram vitað, að ómögu- legt er að leika það, án þess ótal aðfinslur séu hafðar á hraðbergi. Kröfurnar, sem til leiikarans eru gerðar, eru jafn takmarkalausar og Kristmynd sú er djúpt mótuð og leit, sem hefir brent sig inn i sálir áhorfðndanna frá blautu barns- beini.— Þeim áhrifum, sem leikur Alois Lang hafði á mig, get eg helzt lýst með því að segja, að mér tókst aldrei eitt andartak, meðan hann var á leiksviðinu, að gleyma því, að hér væri um leik að ræða en ekki veru- leika. Mér fanst rödd hans gróf og óþýð. Yfirhefð hans yfir öldu- rót þeirra mannlegu tilfinninga, sem svellur umhverfis hann, fanst mér líkjast meir kulda hjartalags- ins en tignarlegri rósemi tilfinninga- ríks mannvinar. Hann kaldhamraði stundum hin viðkvæmustu og hjart- næmustu orð, — flutti þau með “úti-á-þekjulegum” helgihreim, eins og klerkum hættir stundum til að lesa handbók sina. Sú ályktun liggur ekki fjarri, a? áhrif leiksins standi og falli með meðferð þessa hlutverks. En svo þarf ekki að vera. Að minsta kosti veittist mér létt að gera mér það ljóst þegar í fyrstu þáttum leiksins, að fullrétta sanngirni verður að sýna Alois Lang í hlutverki hans, og vera ekki að gera sér neina rellu út af þvi, að það er bara Alois Lang, sem kemur þarna fram á Ieiksviðið í Oberammergau en — ekki Jesús Kristur. En hitt má ekki láta sér sjóst yfir, að þessi Alois Lang ber djúpa lotningu fyr- ir hlutverki sínu, sýnir mikla sjálfs- afneitun til að lifa sig inn i það og leggur sig allan fram.— Þá lék mér nokkur forvitni á að sjá, hvernig Júdas var leikinn. Um það er engum blöðum að fletta, að i hvaða sjónleik sem er, krefst hlut- verk “skúrksins” eða syndaselsins ekki minstu leikarahæfileikanna. Heitir sá Hans zTwink, sem leikur Júdas í þetta sinn, og þótti mér mik- ið til koma, hvernig hann fór með hlutverk sitt. Hinn þunglyndi læri- sveinn, sem bundið hefir blátt á- fram eðlilegar, mannlegar vonir við fyrirheit meistara síns, á samúð manns óskerta þarna um hríð. Bayerski sveitamaðurinn, sem leik- ur hann smeygir fram’af sér taum- beisli hins kirkjulega Júdasarhug- taks og leikur sér frjáls um hag- lendi vona og tilfinninga mannsins eins og hann gerist og gengur, — eins á 20. öld og á Kristsdögum. Honum bregst þó bogalistin, þeg- ar prestarnir eru að greiða honum hina 30 silfurpeninga. Hann hand- leikur sjóðinn með alúð, en kemur hálf bjánalega fyrir, af því hún stingur í stúf við þá mynd persón- unnar, sem áður er orðin föst í huga áhorfandans. “Das war Judisch!” rymur í holdugum Þjóðverja, sem situr fyrir aftan mig:—“Þarna var Gyðingurinn lifandi kominn!” Ást Gyðinga á silfrinu stendur Þjóðverjum fyrir hugskotssjónum sem alvöruþrungin, söguleg og póli- tísk staðreynd, sem ekki gleymist heldur hér í Oberammergau. Siðar, þegar iðrun og örvænting sækir að Júdasi, nýtur . list Hans Zwink sín aftur vel. Hann sýnir hversu samvizkuvitið og skelfingin ná honum á vald sitt unz hann sturlast og ræður sér bana á hinn átakanlegasta hátt. Mér hefir verið sagt, að Hans Zwink hafi verið mjög á móti skapi, að Ieika þetta hlutverk. Hafi hann staðið nærri þvi að leika einhvern hinna vinsælu lærisveina, en verið dæmt Júdasar-hlutverkið af yfir- boðurum sínum. Sel eg þá sögu ekki dýrara en eg keypti, en sízt dregur það úr hróðri Hans Zwink, ef sá orðrómur ér sannur. Þá þótti mér ekki tilkomuminni leikur Melchoir Breitsamter í hlut- verki Pílatusar. Af öllum leikend- um hefir Breitsamter fegursta rödd. Alrakaður og stuttkliptur í róm- verskri skykkju stendur Pílatus sem fulltrúi vestrænnar siðmenningar andspænis síðskeggjuðum, lokka- löngum og jússulegum Júða-prest- um. Með undraverðum blæbrigð- um raddarinnar tekst leikandanum að sýna þá klípu, sem valdsmaður þessi er staddur í án þess að hann láti Gyðingana finna að hann sýni á sér bilbug þeirra vegna. — Viðtali Jesú og Pílatusar treysti eg mér ekki til að lýsa. Það örlagaríka augnablik mannkynssögunnar sýndu þeir Alois Lang og Melchior Breit- samter af djúpum skilningi. Setn- inguna: “Hvað er sannleikur?” segir B.reitsamter svo vel, að mér mun lengi minnisstætt. Meira hefi eg ekki áður heyrt sagt í einum þremur orðum. Kona sú, er leikur Maríu, er 29 ára og heitir Anni Rutz. Það er erfitt hlutverk, og frá sjónarmiði kaþólskra manna mun það ekki tal- ið siður viðurlitamikið en Krists- hlutverkið. María er þátttakandi í öllum sárs- aukaríkustu atriðum leiksins. Hún er Mater dolorosa, hin harmþrungna móðir, sem gefur sig ýmist móður- tilfinningu sinni á vald og úthellir beiskum tárum, eða hún sefast vegna óljósra hugboða um heilagan tilgang þeirra rauna, er mæta henni. —Anni Rutz leikur þetta hlutverk af miklum skilningi. Rödd hennar er fögur og rík af blæbrigðum. Og þegar hún bugast af hörmum sín- um, heyrist niðurbældur ekki víða af áhorfendabekkjunum. Tár henn- ar við krossinn kalla fram alt, sem er viðkvæmt í brjóstum hinnar marglitu mergðar. Eg verð nú að láta staðar numið við að lýsa einstökum leikendum. 60 leikendur eru nafngreindir í leik- endaskrá, og myndi það æra óstöð- ugan að gera einhverja grein fyrir leik þeirra allra. Oft er mikill fjöldi fólks á leiksviðinu. Er þar mest um manninn, þegar lýðurinn heimtar Krist krossfestan en Barra- bas lausan. Er það getgáta mín, að þá sé ekki innan við 500 manns á leiksviðinu. Er sú sýning ein hin stórbrotnasta í öllum leiknum. —Óp hins æsta múgs kveður við sterk sem fossaföll. Eins og áður er frá skýrt hófst leikurinn kl. 8.15 um morguninn. Stóð hann síðan óslitið til kl. 11.30. Var þá gefið tveggja klukkustunda hlé. Síðara hlutanum var nú lokið frá kl. 1.30—5.30. Er það langur tími að horfa á eina leiksýningu. Á söngurinn i byrjun hvers þáttar sinn þátt í að gera leikinn langdreg- inn, en að mínum dómi veitir hann tilbreytingu, sem er mikils virði. Þess má geta, að lófatak eða önn- ur opinská ánægjumerki voru ekki KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 látin í té af hálfu áhorfenda. Er rækilega auglýst á öllum veggjum leikhússins að slíks sé ekki óskað, og sýnir það, að það er fram fer, er skoðað sem guðsþjónusta fremur en venjulegur sjónleikur. Þegar leiknum var lokið, gafst mér tími til að litast um í þorpinu. Milt og fagurt kvöld eftir brenn- heitan dag, gaf þessum fjalladal friðsælan og alúðlegan svip. Göt- urnar voru troðfullar af fólki, og á veitingastöðum og í sölubúðum var allsstaðar ös. “Það verður minna annríki hér á morgun,” sagði samferðamaður minn. “Þegar leiksýningarnar eru hættar, er hér aðeins fáment fjalla- þorp. Gistihúsin standa auð. Út- skornu munirnir í búðunum hætta að seljast. Alt liggur hér í dvala, svo að segja, þangað til 1940. Þá v'crður píslarsjónleikurinn sýndur næst. En eftir á að hyggja: Ein tegund iðnaðarmanna hefir mikla atvinnu næstu dagana,—háíjkerar og rak- arar! Frá því i október í fyrra hef- ir flestum íbúum þorpsins verið bannaS að láta klippa sig eða raka. Vegna leiksins þarf að vera hér nægur fjöldi manna “tilhafður” að hætti Gyðinga á Krists dögum. Það er ekki nóg að hafa jafnmarga ó- klipta menn og hlutverkin eru í leiknum, heldur þurfa að vera nægi- lega margir til vara, ef einhverjir forfallast. Gerfihár og gerfiskegg er ekki leyft að nota, ekki heldur farða og andlitsduft. Einnig eru það lög, að enginn má leika í píslar- sjónleiknum, sem ekki er fæddur í “Oberammergau.”' Eg fór frá Oberammergau á- nægður með komuna þangað. Skoð- aður sem heild er leikurinn áhrifa- mikill og eftirminnilegur. Er eg þakklátur fyrir að fá tækifæri til að kynnast þessu einkennilega þjóð- lifsfyrirbrigði, sem stendur þarna á djúpum sögulegum rótum og virðist með listrænum þrótti vera megnugt að brúa djúpið milli nútímans og Miðaldanna. Munchen, 7. okt. 1934. Knútur Arngrimsson. —Lesb. Mbl. Leif Erikson and his discovery of America By Dr. Richard Beck. The Scandinavians of old were not merely ruthless pirates de- stroyers of life and property, as popular opinion would have us be- lieve. Their far-flung and vigorous activities on land and sea were con- structive no less than destructive. These brave men of thé northern countries were founders of com- munities and builders of cities in many parts of Europe; they were pioneers in the true sense of that significant word. They colonized the Faroe Islands, Iceland and Greenland. Finally, as a fitting climax to their exploring and settl- ing of new lands, they discovered America. In or about the year 1000 of our era Leif Ericsson, of Icelandic and Norwegian parentage but born and reared in Iceland, landed on the eastern coast of the North American continent, the first European, ac- cording to dependable sources, to discover the New World. Upon this fact historians now generally agree. Even the late Dr. Fridtjof Nansen, the famed Norwegian ex- plorer, who subjected the Icelandic sources dealing with the discovery of America to the most extreme criticism, was constrained to admit that “it must be regarded as a fact that the Greenlanders and Iceland- ers reached countries which lay on the northeastern coast of America; and they thus discovered the con- tinent of North America besides Greenland, about five hundred years before Cabot (and Columbus). The distinguished English historian and geographer, Sir Charles Raymond Beazley, professor of history in the University of Birmingham, former- ly lecturer in history and geography at Oxford University, begins his account of Leif Ericsson in the latest (1929) edition of the En- cyclopaedia Britannica with this statement: “Leif Ericcson, Scandi- navian discoverer of America, of Icelandic family, the first known European discoverer of ‘Vinland,’ Vineland’ or ‘Wineland’ the Good’, in North America.” Similar testimony of numerous leading historians could easily be added. Let it also be said that manv histories of America refer, although not always adequately, to the discovery of this continent by the Norsemen. It seems to me that every history of the United States, if only for the sake of complete- ness, should include an account of that remarkablc discovery. For, as Mr. T. D. Kendrick, of the British Museum, puts it in his excellent History of thc Vikings (1930); “There ás no chapter in the history of the Nctrsemen abroad that is finer reading than the tale of those hrave and simple seamen who dis- covered America. For they were only poor Greenlanders and Ice- landers, these first white men in the New World, not commanding for their explorations a well-equip- ped and magnificent fleet from Nor- way, but embarking upon their audacious enterprise, a most fear- less navigation of unknown seas, if not in a single ship, at most only in tiny companies of two or three vessels.” Through the efforts of many in- terested individuals and organiza- tions, not least through the labors of many Norwegian-Americans, the discovery of America by Leif Ericsson has already been given considerable recognition in this country. The memory of this fear- less explorer has been comemorated in various ways. Monuments have been erected to him in Boston, Mil- waukee, and Chicago. There are four Leif Ericsson parks located in cities on this continent, in Brook- lyn 'N.Y., New Rochelle, N.Y., Duluth, Minn., and Saskatoon, Sask. In Chicago, one of the most beautiful drives to be seen in any city is named for Leif Ericsson. The state legislatures of Wiscon- sin, Minnesota and South Dakota have already designated October 9th as Leif Ericsson Day. North Dakota has also officially recog- nized his discovery of this contin- ent. In 1927 both houses of her state legislature passed a resolution to that end, for we read in the statutes of the state regarding holi- days, as follows: “The twelfth day of October, which is Discovery Day, to commemorate the discovery of America by Leif Ericsson about the year A.D. 1000; and by Christo- pher Columbus in the year A.D. 1492.” This was approved by the Governor of North Dakota on March 3rd, 1927. The national government of the United States has also given re- cognition to Leif Ericsson’s dis- ccovery of America in a noteworthy and lasting manner. On June 21, 1929, the President of the United States approved a resolution, previ- ously passed in both Houses of Congress unanimously, of which the first section read in part “....... and the President be, and is hereby, further authorized and requested to procure a suitable statue or other

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.