Lögberg - 06.12.1934, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.12.1934, Blaðsíða 6
6 Heimkomni hermaðurinn Þegar nú Jamie fann hinar fyrstu öldu leika um fætur sér leið um hann allan ein- kennileg sælukend; þær voru 'hvergi nærri eins kaldar og hann ihafði gert sér í hugar- lund; þær virtust aðeins hæfilega svalar til þess að heilla og hressa. Hann fór nú að smá-færa sig upp á skaftið; nú var hann hráð- um kominn upp í hné; það gat ekki sakað að vaða vitund dýpra; honum ætti þó að vera stætt upp í mitti, eða vel það; þó var hann nú kominn ]>að djúpt, að innan skamms hlyti hann annaðhvort að grípa til sunds eða snúa til baka og vaða til lands; það gat verið á- hættuspil fyrir hann, jafn óhraustan mann, að fara að glíma við sund,; þessvegna svaml- aði hann aftur á bak og áfram þar sem ekki var dýpra en svo að hann fengi haldið jafn- vægi. Honum veittist örðugt að átta sig á því hvert öldurnar stefndu; það var engni líkara en þær af ásettu ráði reyndu til þess að villa honum sýn. Svo steytti hann alt í einu fót sinn á huldum steini og féll kylli- flatur í fang Bánardætra. Ef það var ])ó ekki hressandi að láta hinn salta sæ leika um líkamann. Hann var valtur á fótunum og reigði höfuðið aftur á bak. Svo laut hann niður, tók handafylli sína af sjó og núði hon- um um handleggina á sér, upp fyrir axlir. Síðan sveiflaði hann thandleggjunum í sjón- um og buslaði m!eð fótunum. Þegar liann að hann ætlaði að kafna, fór hann áfram þangað sem lireinast var og tærast; þar stakk hann sér alveg á kaf. Því næst stóð hann upp og fór í land; hann settist aftur á ábreiðuna sína og lagaði hana til ásamt handklæðinu, sem hann hafði með sér, og hagræddi þeim þannig að þau huldu fætur hans og hand- leggi; sömuleiðis höfuðið, en ekki þann hluta iíkamans, sem fötin hlífðu. Svo teygði hann úr sér á heitum sandinum og lét geisla Cali- forníu sólarinnar skína beint á sig þangað til sjórinn þornaði úr fötum hans, og umbúð- irnar á sárinu á brjóstinu á honum þornuðu einnig. Hann furðaði mest á því að sárið sveið ekki nándar nærri eins mikið og hann hafði búist við; ekki nærri eins mikið og hann hafði sviðið af mörgum öðrum umbúðum, sem not- aðar höfðu værið og svó mikið hafði sviðið undan að holdið var nálega steikt, og 'honum hafði fundist sem hann alls ekki gæti þolað meiri kvalir. Jamie tautaði fyrir munni sér: “Salt! Saltvatn!” Ilann mintist þess nú að hann hafði heyrt það- að villimenn í ósiðmentum löndum notuðu salt til þess að græða sár. Hann mundi einnig eftir stofnuninni, sem auglýsti saltböð. Honum fanst það hljóta að vera eitthvað lieilsubætandi í saltinu, þar sem það væri haft til lækninga. Svo mundi hann Hka eftir því að litli skátinn hafði sagt hon- um að í sjónum í Kyrrahafinu væri 3% % af salti. Þegar Jamie hafði legið klukkustund í sólskininu, stóð ihann upp, fékk sér að borða, gekk um ströndina í 20 mínútur og lagðist svo niður til svefns. Að því búnu saug hann vökvann úr tveimur appelsínum, sem voru kaldar og svalar úr kæliskápnum. Þegar hann var að loka skápnum datt honum í hug að ekki væri það úr vegi að búa til nógu mik- ið af tómötu-vökva til þess að fylla tvo eða 'þrjú glös og geyma það í ísnum, svo það héldist kalt. Hann fór því niður í aldingarð- inn, sótti nokkrar tómötur í því skyni. Á meðan hann var í eldhúsinu að eiga við tömöturnar, heyrði hann að hlaupið var fyrir gluggann og ægileg hljóð, hvert eftir annað, barst honum til eyrna. Jamie misti tómötuna, sem hann hafði þó ætlað sér að gæta vandlega; hann blótaði í hálfum hljóð- um um leið og hann tók hana upp aftur, þvoði hana úr hreinu vatni og lét hana á disk. Síðan fór hann út í bakdymar til þess að komast að raun um hvað á seiði væri. Frammi fyrir honum stóð litli skátinn, beygði sig þannig að hann myndaði nákvæm- lega rétt liorn og heilsaði Jamie stuttlega. Meðfram ganginum var raðað þremur börn- um og leyndi það sér alls ekki hvers kyns þau voru. Litli skátinn benti á barnið, sem fyrst var í röðinni: , “Ellefu ára, ef til \Till tólf,” sagði Jamie við sjálfan sig. Skátinn kynti þetta barn með því að segja: “ólafur feiti”; og um leið veifaði hann hendinni með viðarvopni, sem hann hélt á. Jamie leit skyndilega framan í dreng- inn. Ölafur feiti hafði ekkert á móti því að vera kallaður “ólafur feiti.” Hann glotti við tönn, hoilsaði eins nálægt réttum reglum og hann gat og vék til hliðar. Skátameistarinn veifaði sverði og dreng- ur—“ef til vill tíu,” sagði Jamie—drengur LOGBERG, FIMTCJDAGINN 6. DESEMBEK, 1934. sem var grannur og holdlítill, fremur dökk- ur á hörund og vararauður, svartklæddur og dökkeyður, drengur óvenjulega fríður sýn- um, kom fram, heilsaði myndarlega skáta- meistaranum og síðan Jamie. Hann var kyntur á þessa leið: “Góða barnið pabba síns og mömmu sinnar.” Jamie leit aftur rannsakandi framan í þennan ungling, og það leyndi sér ekki að “góða barnið” lét sér alveg standa á sama hvað skátameistarinn kallaði hann. Skátameistarinn veifaði sverðinu til merkis um að þriðja barnið skyldi ganga fram. “Góða barnið” veik því til hliðar og iþað næsta kom. “Líklega, þrettán, ef til vill fjórtán,” sagði Jamie.—Þessi drengur var ha'rri en hvor hinna, býsna vel í hold komið, rauðhærður, bláeygður í tárhreinum og ó- venjulega kostbærum fötum nákvæmlega völdum. Varirnar voru einkennilega boga- dregnar; tennurnar stóðu lítið eitt fram og gletnisgeislar dönsuðu í augum hans. Skáta- meistarinn veifaði viðarsverðinu og lét það falla til jarðar. Ráuðhærði drengurinn heils- aði skátameistaranum svo fimlega að unun var á að horfa. Hann stóð þannig að hælarnir voru þétt saman, hakan lyftist upp, axlimar einnig. Það var aðdáanleg heilsan. Skáta- meistarinn benti honum á Jamie og kynti hann honum á þessa leið: “Engils andlit.” t þriðja skifti hdrfði Jamie rannsakandi framan í þennan ungling, og sá ihann það að “Engils andlit” var svo vanur þessu nafni, að honum hefði ef til vill þótt hefði hann ekki verið nefndur þannig. Jamie gerði sig gletnislegan og blandaði augnaráðið dálítilli illgirni, lyfti upp öxlun- um og heilsaði piltunum með öllum þeim ein- kennum, sem fjögra ára blóðugt stríð setur á kveðju hermanna. Allir piltarnir litu upp og þektu nákvæmlega fullkomnar stríðskveðj- ur, þegar þeir sáu þær. “Herra skátar!” sagði Jamie. “Það er mér mikil ánægja að vera kyntur ykkur. Það er áreiðanlegt að húsbóndinn er vanur að heilsa vkkur og bjóða ykkur velkomna í aldingarði sínum. 1 fjarveru hans geri eg það nú; verið velkomnir.” Hann snéri sér að “Engils andliti.” “Vildir þú gera svo vel að kynna mig skátameistaranum?” sagði hann. Rauðhærði drengurinn leit upp stórum augum. “ Skátameistarinn þekkir þig,” sagði liann storkunarlega. “Auðvitað-” sagði Jamie. “Það versta við mig er að eg þekki ekki skátameistarann. ” Um leið og hann sagði þetta var veifað marg- brotnu, gömlu trésverði og því haldið hátt á loft. “Athygli! Regla, skátar!” Drengirnir röðuðu sér og heilsuðu yndis- lega. “Tilbúnir!” spurði skátameistarinn. “Segið öllum heimi nafn skátameistara yð- ar!” Drengirnir settu sig í stellingar og gerðu sig reiðubúna. Augu ðllra þeirra stóðu á sverðsoddinn. “Allir í einu!” sagði skátameistarinn. Sverðið sveiflaðist í loftinu og allir dreng- irnir byrjuðu í algerðu samræmi að stafa— og það var eins og þeir bitu hvern staf lausan út af fyrir sig og köstuðu honum framan í Jamie. “A-ð, að f-u-l-l-u, fuliu,—að fullu!” Þeir heilsuðu og fóru síðan spölkorn í burt, en skátameistarinn gekk beint fram fyr- ir Jamie, slíðraði sverðið, hengdi hægri hönd- ina niður eftir saumnum á buxum sínum, lagði þá vinstri þvert yfir brjóstið á sér, og beygði sig afskaplega djúpt áfram. Jamie skildi alt í fyrstu alveg eins vel og hann—ef ekki betur, því hann sá að skátarnir voru þægir og reglulega vel æfðir. Svo ávarpaði skátameistarinn Jamie og sagði: “Húsbóndinn lætur okkur berjast hér við Indíána.” “Gott og vel,” sag'ði Jamie. “Hvað sem hann leyfði ykkur að gera getið þið gert mín vegna. ” Skátameistarinn snéri sér að skátunum og sagði hvatskeytlega: “Rreif- ist!” “Verið viðbúnir árás-” Jamie virti fyrir sér skátameistarann. Hann var alls ekki sem hreinlegastur útlits. Að líkindum hafði hann þvegið sér í framan um morguninn, en alls ekki nýlega; í fötum hans voru alls konar strá og annað sem lýsti því að þau höfðu ekki verið burstuð lengi. Hann var í annari skyrtu en seinast, en sann- arlega var hún ekki hrein; buxurnar voru þær sömu og fyr og skórnir sömuleiðis. Skáta- meistarinn gekk niður á stéttarendann og stefndi beint að skarði sem var í kölkuðu girðingunni á milli landareigna húsbóndans og Margrétar Cameron. Jamie tók eftir því að skátameistarinn fór með aðra hendina niður í troðfullan vasa og tók þaðan stykki af rauðri krít. Nú var Jamie sestur á bekk og liorfði á skát-ameistarann. Hann hafðj gleymt skátunum. Hann hafði jafnvel glevmt að undrast hvers vegna þeir hefði farið í burt eða livar þeir væru. Skátameistarinn teiknaði með rauðu krítinni fjóra Indíána á hvítu girðinguna, og hann gerði það með svo vissum dráttum og af svo mikilli list. að undr- um sætti. Fyrsti Indíáninn hallaðist áfram og var að gá að einhverju, annar var beinn, sá þriðji horfði áfram^og sá fjórði kom á eftir. Skátameistarinn dró línu á borðin í girð- ingunni, er vera átti skotmið; nú komu fram á sjónarsviðið fjórar persónur, er auðveld- lega mátti þekkja; litli skátinn dró upp úr vasa sínum dálitla lögregluþjóna flautu og blés í hana; komu þá á svipstundu skátar að úr öllum áttum; hver um sig hafði boga í hendi, en á baki örvamæli úr leðri; flestar voru örvarnar gerðar úr viði. Skátameistarinn (heilsaði á hermanna- vísu. Skáti númer eitt lét vopn sín af hendi við hann. Engilandlit laut fyrir skátanum og bauð fram boga sinn og örvamæli. Þessu hvort- tveggja var viðtaka veitt og sverðið slíðrað. “Skáti númer tvö! Kom þú nú fram á sjónarsviðið og inn af ihendi skyldu þína!” Feiti Óli kunni ekki glögg skil á hermanna- kveðjum, og leit hálf ankanarlega út þar sem hann þrammaði fram úr rjóðrinu með fult fangið af eldrauðum tómötum; kom hann nú einni tómötu fyrir á girðingunni sem skot- marki. “Veitið athygli,” hrópaði skátafor- inginn. “Rauðskinnar eru svo að segja á hælum okkar. Hugsið um konur ykkar og börn; þeirra vegna verðið þér að berjast til þrautar hvað miklar blóðsúthellingar sem það kann að kost-a.” Skátaforinginn lagði ör á streng, en Góða barnið og Engilandlit komu sér í stellingar í sínum runnanum hvort um sig. Hle5Tpið af, kallaði skátaforinginn með þrumaudi röddu. Nú dundi örvaihríðin é girðingunni; j'msar hittu mark: aðrar ekki. Jamie starði sitjandi á öll þessi undur; hann átti erfitt með að gera sér þess glögií'a grein livernig afstöðu sinni væri í raun og veru varið í þessum einkennilega ihildarleik. Girðingin, er áður hafði verið mjallhvít, var nú öll að heita mátti roðin tómötusafa; hann hafði fengið óviðráðanlegar mætur á rauðum tómötum; þarna var mikið af óskemdum tó- mötum og þeim átti hann að halda til haga og koma þeim til geymslu í eldhúsinu; ef birgðirnar yrðu of miklar , hlyti að mega selja eitthvað af þeim, eða skifta á þeim fyrir ber. Vera mætti að með þessu áskotnaðist nægilegt skotsilfur til að bæta upp í féhirzl- unni það, er gengið hafði til að kaupa fyrir mjólk, ís og morgunblaðið. Meðan Jamie var að velta þessu öllu fyrir sér, kvað loftið við af gný: hefði hann ekki vitað til hlítar hve margir voru þarna að verki, eða tóku þátt í skothríðinni, hefði hann vel getað ætlað að þar væri ekki færri en tveir tugir manna. Nú var alt komið í slíka hringiðu, að ekki var unt að aðgreina Engilandlit frá Óla feita. Skátaforinginn var á ferð og flugi frá einu blómabeðinu til annars og sótti fast fram; harðnaði orustan æ því meir og láu nú með- fram girðingunni háir valkestir af tómötum, þessum eldrauðu og verðmætustu tegundum. Rödd skátaforingjans skar mjög úr við radd- ir hinna. “Þarna fékk nú einn rauð skinn- inn sína vöru selda,” hrópaði hann svo undir tók í hæðum og hnjúkum. “Komið með sjúkravagninn tafarlaust; það þolir enga bið.” Jamie gat nú ekki lengur á sér setið; ]>að setti að honum hlátur; áður en hann vissi var hann kominn í skotmannastelling- ar og farinn að skjóta viðarstönglum á tómöt- urnar á girðingunni; hann var svo hæfinn að reglulegri furðu gegndi, þar sem hann hafði ekki gefið sig langa lengi við skotfimi. Er skátaforinginn komst að því hvað á seiði var, rann á hann berserksgangur. Þarna byrjar Vestrið! Herðið þið nú upp hugann og jafnið um þessa nj'byggja.” Nú var Engilandlit þrotið að örvum, en Góða barnið kom hlaupandi með fangfvlli af nýjum og eldrauðum tómötum og raðaði þeim á girð- inguna. Ekki skal skorta skotmark. “Þarna féll einn í valinn,” hrópaði skátaforinginn. “Hver vill binda um sárin!” Nú voru örvar hans líka }>rotnar og tók hann þá að henda steinum og stönglum, eins og Jamie hafði gert. Þegar hér var komið féll ein tómatan af annari niður af girðingunni, og nú féll sú síðasta í valinn. “Við eigum ókunna mann- inum mikið að þakka, ” sagði skátaforinginn í hátíðlegum róm um leið og undirskátarnir gengu fram hjá á hermanna vísu og létu í Ijós virðingu sína á venjulegan hátt. Æ F I M I N N I N G Sunnudagsmorguninn þann 28. okt. s. 1., andaðist að heimili sínu í Wynyard, Sask., merkisbóndinn Björgvin Abraham Einarsson, aðeins 49 ára að aldri. Hann var fæddur þann 19. ágúst árið 1885 á Eyri i Seyðisfirði, á íslandi. Foreldrar hans voru þau Einar Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir, búandi hjón á Eyri, þar til árið 1889 að þau brugðu búi og fluttust alfarin til Vesturheims, var þá Björg- vin fjögra ára gamall. Hann ólst upp hjá foreldr- um sínum þar til hann var tuttugu og f jögra ára, svo árið 1909, þ. 26. des. gekk hann að eiga eftirlifandi konu sina Jóninu Sigurjónsdóttur, dóttur Sigurjóns Jónssonar og konu hans Jóhönnu Jóhannesdóttur, er lengi bjuggu í Vatnabygðum í Saskatchewan. Björgvin sál. tók sér erföafestuland nokkrar mílur norðaustur af Wynyard og bjó þar til síðastl. árs, og hafði þá búið þar í 24 ár. Björgvin keypti sér þá hús i Wynyard-bæ og höfðu þau hjón búið þar sem svarar einu ári, þegar hann var kallaður burt frá sinu jarðneska heimili. Björgvin Einarsson gat sér hinn bezta orðstýr af öllum sem honum kyntust, hann var maður fjöl- hæfur með afbrigðum. þjóðhagasmiður og fær í flestan sjó, hann hafði líka sérstakt orð á sér fyrir myndarskap og dugnað á bújörð sinni, öll húsakynni voru hin beztu, og niðurröðun þeirra á hinn hag- | kvæmasta hátt, einnig tré af ýmsum tegundum, og mikill skrúði af fögrum blómum, sem vakti hina mestu aðdáun allra þeirra er þangað komu, og bú- jörð sína yrkti hann á hinn fullkomnasta hátt, enda var hans góða kona honum samtaka í öllu, bæði í dugnaði og framkvæmdum sem gjörði það að verk- um að búskapur þeirra varð til mestu og beztu fyrir- myndar bæði utan húss og innan. Björgvin sál. bilaðist mjög á heilsu sem mun mest hafa stafað af hjartveiki og ráðlögðu læknar honum að hætta við alla þunga vinnu; og virtist hon- um líða vel síðastliðið sumar, enda sagðist hann finna mikinn mun á sér til batnaðar, og síðasta dag- inn, sem hann lifði, sem var laugardagurinn hinn 27. október, þá var hann lcátur og glaður allan daginn, þar til seint um kvöldið að hann veiktist og dó snemma næsta morgun, eins og áður er sagt. Björgvin sál. var trúr og tryggur vinur og fé- lagsmaður hinn bezti, enda mikið hluttakandi i ýms- um málum sinnar bygðar; hann var höfðinglegur ntaður bæði í sjón og reynd, fríður sýnum, og fram- úrskarandi glaðlyndur og skemtinn i samræðum, enda var hann mæta vel greindur maður. ♦ Hann var sannur guðstrúarmaður, og einlægur meðlimur í hinni lútersku kirkju; hann trúði af hjarta á líf og sælu heima hjá Föðurnum himneska, hann lét þá hugsun sina nokkrum sinnum í ljós við aðra, hvað ánægjulegt og blessunarríkt það yrði ef við allir landarnir gætum sameinast um okkar góðu kristindómsmálefni, og unnið að öllu fögru og góðu í bróðurlegum anda. Þetta hugarfar sýnir ljóslega hið göfuga Krists-eðli, sem í honum bjó, og sem kemur í náið samræmi við kenningu meistarans: Verið allir eitt, eins og eg og Faðirinn erum eitt. Þessi hugsunarháttur Björgvins sál. er sá, sem við allir ættum að ná, og við ættum að starfa og stefna að því af alefli að sameinast í slíkum anda. Björgvins sál. er sárt saknað af hans heitt elskandi konu og öllum bygðarbúum; mcð Björgvins fráfalli er stórt skarð fyrir skildi í Wynyard-bygð, sem ekki er auðvelt að fylla. Hann var jarðsunginn af séra G. P. Johnson, frá heimili sinu og Sambandskirkjunni í Wynyard, miðvikudaginn þann 31. október að viðstöddu miklu fjölmenni. Allir kveðja Björgvin sál. með hinum fögru orðum íslenzka skáldsins: Ó far nú vel á friðarlandið bliða, þar fær þinn andi dýrstu sigurgjöf. Þín minning varir lengi á meðal lýða, sem leggja heiðurs kranz á þína gröf. G. P.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.