Lögberg - 24.01.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.01.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 24. JANÚAR, 1935. ILögljers Otó’IC tlt hvern fimtudag af TMX COLVMBIA PREBB LIMITED 69 6 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba UtanAskrift ritstjórans. BDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Vorf %* .00 u/n áriö—Borgist fi/rirfra'm The “Lögrberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PTTOXK 86 327 Stjórnmála piátlar í útvarpsræðu sinni frá Montreal, þeirri síðustu af sex í röð, er Mr. Bennett flutti skömmu áður en þing kom saman í Ottawa, með það vafalaust fyrir augum, að leiða þjóðina í alian sannleika nm hinn nýja stjórnmálalega gleðiboðskap sinn, margítrek- aði hann eftirgreind slagorð: “Falli yður ekki uppástungur mínar f geð, getið þér greitt atkvæði með þeim Taschereau og KingJ’ Mr. Taschereau er forsætisráðherra í Quebec, en Mr. King foringi frjálslynda flokksins í Can- ada. Eitt allra áhrifamesta málgagn íhalds- flokksins í landinu, stórbiaðið Montreal Gazette, gerir ræðu þessa að umtalsefni og greinir víða mjög á við Mr. Bennett; telur það meðal annars harla vafasamt, hvort hann geti með nokkrum rétti gert nokkuð tilkail til þess að verða álitinn frumlegur umbótamað- ur á sviði samfélagsmálanna, þó hann vilji svo vera láta. 1 þe.ssu sambandi farast blað- inu þannig orð: “Vér höfum engu ástfóstri tekið við Mr. Maskenzie King. En þegar forsætisráðgjaf- inn tekur sér það fyrir hendur, eins og hann nú gerir, að rekja sögu frjálslynda flokksins j og talar í því sambandi um barna-þrælkun, j vinnukúgun, sultarlaun og annmarka núgild- andi fjárhagsfvrirkomulags, er þetta stafi af, þá verður þess óhjákvæmilega krafist að fullrar sanngirni sé gætt. Það er á alraanna vitorði, að Mr. King hefir alla jafna látið sér kappsamlega ant um að ráða bót á þeim misfellum, sem hér um ræðir. Og það var meira að segja barátta hans gegn slíkum ó- vinafagnaði, er öllu öðru fremur leiddi til þess að þátttaka 'hans í opinberum málum varð slík, sem raun er á orðin og að verka- málaráðuneytið var stofnað, ásamt mörgum öðrum stórvægilegum löggjafar umbótum, er í svipaða átt gengu. Þetta alt gerðist mörg- um árum áður en Mr. Bennett vaknaði tii meðvitundar um nauðsvnina á nýrri nmbóta- stefnuskrá svona rétt fyrir kosningarnar.” * # # Brezk 'blöð, að því er ráðið verður af símfregnum, eru vitanlega ekki á eitt sátt viðvíkjandi umbóta fyrirheitum Mr. Ben- netts, þó fremur virðist ummæli þeirra hlý- leg en hitt. Blaðið London Times er þeirrar skoðunar, að hvað sem um gildi eða vangildi umbótaatriðanna megi segja, þá sé það nokk- urn veginn óhjákvæmilegt, að þau orsaki til- finnanlegan og áberandi klofning innan vé- banda hinna eanadisku stjórnmálaflokka, og að slíkt muni engu síður ná til núverandi stjórnarflokks, en andstöðuflokka stjórnar- innar. # # # Vikublaðið Time, er alment er talið í fremstu röð þeirra blaða og tímarita, ame- rískra, er um málefni erlendra þjóða fjalla, gerir Mr. Bennett og afstöðu hans nýlega að umtalsefni og kemst meðal annars þannig að orði: Mr. Richard Bedford Bennett má teljast hinn óhepni Herbert Clark Hoover í Ottawa; góður maður, auðugur, velviljaður, íhalds- samnr og stjórnarformaður í ofanálag. 4ður en fram á næsta haust kemur, verður Mr. Bennett óhjákvæmilega að berjast til þrautar í almennum kosningum; menn hafa alment haldið því fram að hann hlyti að tapa af sömu ástæðu og Mr. Hoover óhjákvæmilega hlaut að tapa. Svo að segja yfir nóttina brevtti Mr. Bennett þannig til um stefnuskrá, að íhaldsblaðið Montreal Gazette telur hann hafa brotið í bága við hvert einasta grund- vallaratriði, er íhaldsflokkurinn, fram að þessu, hafi bygst á. Vingjarnlegri canadisk blöð veita Mr. Bennett á hinn bóginn viður- kenningu fyrir jiað, hve röggsamiega honum hafi tekist í því að stæla Roosevelt forseta.” # # # Mr. J. T. Thorson, K.C., þin.gmannsefni frjálslynda flokksins í Selkirk kjördæmi, og óefað næsti þingmaður þess á sambandsþingi, flutti fvrir skömmu eina af sínum snjöllu ræðum í félagi frjálslyndra kjósenda í West Kildonan; rakti hann þar í fáum en skýrum dráttum, afstöðu frjálslynda flokksins til mannúðarmálanna, svo sem löggjafarinnar um ellistyrk; það var þetta mál, er Mr. Thor- son flutti sína fyrstu ræðu um á jnngi, og vakti á sér alþjóðar athygli. Skömmu fyrir þing-slit 1926, afgreiddi neðri málstofa sambandsþingsins frumvarp til laga um ellistyrk; frumvarpið náði ekki framgangi í. efri málstofunni sökum ákveð- innar mótspyrnu af hálfu íhaldsmanna í þeirri þingdeild, er báru því við að slíkt ný- mæli yrði þjóðinni langt of kostnaðarsamt, ef til framkvæmda kæmi. Mr. Meighen, þáver- andi foringi íhaldsmanna, hélt því fram, að }>á, en fyr ekki, er öll fvlkin hefðu orðið á eitt sátt um nauðsyn slíkrar löggjafar og gengið inn á að standa straum af kostnaðin- um til helminga við sambandsstjórnina, gæti I komið til mála að afgreiða ellistyrks lög. Þetta þótti frjálslynda óviðurkvæmilegt, með því að á þann hátt gæti framgangur málsins dregist um ófvrirsjáanlegan tíma og orðið þrándur í götu þeirra fvlkja, er viðbúin teld- ust þessari löggjafar nýjung. t ræðu sinni í West Ivildonan lét Mr. Thorson þess getið, að í því falli að áðurgreind aðstaða íhalds- flokksins hefði orðið ofan á, myndu líkurnar hafa verið daufar fyrir því að þjóðin nyti ellistyrks Töggjafar enn jiann dag í dag; að minsta kosti væri víst að biðin hefði orðið nokkuð löng, þar sem kunnugt væri að Quebec fylki væri enn án ellistyrks löggjafar. t kosninsainum 1930 hét Mr. Bennett því, að sambandsstjórnin stæði straum af öllum kostnaði við ellistyrks löggjöfina. Af þessu varð samt sem áður ekki, með því sambands- .stjórnin greiðir enn sem komið er, ekki nema tvo þriðju af kostnaðinum. # # * Blaðið Saskatoon Star Phoenix furðar sig réttilega á því, að í boðskap Bennett- st jórnarinnar til þingsins, skuli ekki vera vik- ið einu einasta orði að lækkun tolla á áhöld- um, sem nauðsynleg verða að teljast fyrir landbúnaðinn, og bætir því jafnframt við, að þjóðinni ríði mest af öllu á nýjum og víkkuð- um markaði fyrir framleiðslu sína. Fram að þessu verði þó ekki komið auga á neinar á- kveðnar tilraunir í þá átt. Ritfregn Framhaldslíf ag núlímaþelcking. Eftir .Takob Jónsson prest, á Norðfirði. Útgefandi E. P. Briem, Reykjavík, 1934. Svo munu margir mæla, að sálarfræð- ingum og öðrum sálarrannsóknarmönnum sé helst treystandi til að leggja sannan dóm á þessa athyglisverðu bók séra Jakobs Jóns- sonar. Vonandi telst það samt engin goðgá, að réttur og sléttur leikrnaður, sem dálítið hefir kynt sér sálræn efni af fræðiritum og ritgerðum og ekki lætur sér á sama standa um eilífðarmálin, fari um bók þessa nokkr- um orðum, einkum með það fyrir augum, að vekja verðskuldaða eftirtekt á henni. Margt merkilegt hefir veri ritað á ís- lenzku um sálræn efni, andahvggjuna (spirit- ismann) og sálarrannsóknir. Þetta rit séra Jakobs er þó fyrsta heildaryfirlit yfir þau fræði, sem samið hefir verið á vora tungu, að minsta kosti í bókarformi. Hefir hann dregið föngin víða að, eins og bókin sjálf og ritaskráin ber með sér, lagt til grundvallar vfirliti sínu mörg viðurkend merkisrit um sálarfræði, lífeðlisfræði, eðlisfræði og sálar- rannsóknir. Sakna eg þó meðal heimilda hans hins merka og yfirgripsmikla rits pró- fessors Carles Richets, “Thirty Years of Psychical Research” (Sálarrannsóknir um þrjátíu ára skeið, New York, 1923), og það því fremur, sem vitnað er 1 þann víðkunna rannsóknarmann í meginmáli bókarinnar. Hvað sem því líður, verður vart annað sagt, en að bók þessi standi næsta traustum fótum að því er heimildir snertir. Hitt mælir ekki síður með henni, að þó höfundbrinn sé ber- sýnilega sannfærður um vísindalegt gildi kenninga spiritismans, gagnrýnir hann hin dulrænu fyrirbrigði frá ýmsum sjónarmiðum og tekur til greina skýringar annara en spiritista. Hann flytur mál sitt með rökfestu og glöggskyggni, og leitast jafnan við að finna skoðunum sínum stað í vísindalegri reynslu nútímans. E(n svo er ennþá margt á huldu í sálrænum efnum, að það sætir alls engri furðu, þó sjálfir sálarrannsóknarmenn- irnir séu ekki á einu máli um skýringarnar á mörgum hinna flóknari fyrirbrigða; enda er reyndin sú. Niðurröðun efnisins er hin skipulegasta. f fyrsta kaflanum, sem nefnist “Þekkingin,” ræðir höfundurinn um það, “hvernig menn yfirleitt öðlast þekkingu sína á umhverfinu og öðru fjarlægara,” með sérstöku tilliti til þess, hvernig hægt sé að afla sér þekkingar á framhaldslífinu. Er margt skarplega athug- að í þeirri skilgreiningu á mikilvægu grund- vallaratriði. 1 næsta kafla (“Efnið”) lýsir höfundur hinum stórfeldu straum- hvörfum, sem orðið hafa á síðari árum í heimi vísindanna, ekki sízt i stjörnufræði, efna- og eðlisfræði, þar sem hin gamla vélræna skýring á alheiminum hefir orðið að rýma sess fyrir nýrri heimsskoðun, “afí- rænni, lífrænni og vitrænni” (Smbr. rit prófessors A. H. Bjarnasonar, “Heimsmynd vísindanna,” Reykja- vík, 1931, bls. 139). Einnig gerir séra Jakob grein fyrir hinum nýj- ustu skoðunum i líffræði, lífeðlis- fræði og sálarfræði, sem fara í svip- aða átt, f jarlægjast hina gömlu efn- ishyggju. Kemst hann að þeirri nið- urstöðu, að straumhvörfin í visind- unum, hið lífrænna og vitrænna við- horf þeirra, gerir mönnum “mögu- legt að halda áfram að athuga rök- semdir sálarrannsóknamanna fyrir tilveru annars lífs án ótta við að syndga gegn þeim sannleika, sem aðrar greinar vísindanna hafa leitt í ljós.” Ekki ólíkt farast Dr. Á. H. Bjarnasyni orð í ofannefndu riti sínu (bls. 150) : “Þannig opna hin nýrri vísindi allar gættir fyrir skyn- samlegu viðhorfi við tilverunni og ráðgátum hennar, án þess þó á nokkurn hátt að slá af hinum strang- visindalegu kröfum til nákvæmni og rökfestu.” 1 þriðja kafla bókar séra Jakobs er ljóst og skilmerkilega sagt frá hinum margvíslegu “dularfullu fyr- irbrigðum,” bæði þeitn hlutrænu og hugrænu, og dæmi tilfærð lesandan- um til skilningsauka. Er hér greint frá mörgu fróðlegu og einkar eftir- tektarverðu. Höfundurinn er nógu hreinskilinn til þess að játa, að miðl- ar hafi beitt blekkingum; þó þykir mér hann gera full lítið úr þeirri staðreynd, þegar hann segir, að “endrum og eins” heyrist um slíkt getið. Allmikil brögð hafa þó ein- mitt verið að þessu og sálarrann- sóknunum mjög til tjóns. Hinu mun höfundur eflaust hafa rétt fyr- ir sér í, að slíkar blekkingar þurfi ekki ávalt að vera miðlinum sjálf- ráðar; og jafnsatt er það, að mikill fjöldi fyrirbrigða hafa gerst, sem ekki verða véfengd, að dómi sér- fróðra og trúverðugra rannsóknar- manna, þó skiftar verði skoðanirn- ar þegar til þess kemur að skýra þau. En um það efni (“Skýringar”) fjallar einmitt fjórði kafli bókar séra Jakobs, sem margir munu telja veigamestan hluta hennar, og er jafnframt sá kaflinn, sem skoðana- munur er líklegastur til að rísa út af. Þegar til þess kemur að skýra hin ýmsu dulrænu fyrirbrigði, tekur höfundur fyllilega til greina áhrif frá undirvitund miðilsins og f jarhrif í meir en þriðjune; aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjökdómum. Ftist hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. sem standa líkamlegum og andleg- um þroska einstaklingsins fyrir þrifum. Einar H. Kvaran rithöfundur skrifar mjög hlýlegan og gagnorð- an formála að bókinni; kveður hann meðal annars svo að orði, “að hún muni mæla með sér sjálf við skyn- sama og athugula lesendur.” Er það í engu ofmælt, því að hún er bæði tímabær og vel samin, og verð- skuldar þessvegna fyllilega að kom- ast í hendur sem flestra. Og hvort sem menn verða samþykkir niður- stöðum höfundarins í öllum grein- um eða ekki, þá fæ eg ekki séð, að neinn geti lesið bók hans, svo lest- ur megi kallast, án þess, að eignast meiri samúð en áður með þeirri merkilegu hreyfingu og áhrifa- drjúgu (ekki sízt á íslandi), sem þar er lýst skipulega og hispurslaust. Að öllum frágangi er bók þessi einnig útgefandanum, Eggert P. Briem bóksala, til sóma. Hún er prentuð með stóru letri á góðan pappír og prýdd nokkrum greinileg- um myndum til skýringar efninu. Richard Beck. Fréttabréf (að mestu leyti frá íslandi) Það er fátt, sem hingað berst af fréttum úr sveitum af íslandi; sér- staklega sést fátt af fréttum frá Austfjörðum. Eg veit að hér eru margir Austfirðingar, sem mundu hafa gaman af að fá fréttir úr átt- högum sínum og set hér því kafla úr bréfi til min frá Birni Hallssyni hreppstjóra á Rangá í Hróarstungu, dags. 24. nóv. f. á. .... “Tíðin var óvenjulega stirð hér i sumar. Kuldar og snjóhryðj- ur fram að hvitasunnu. Margt af ám bar í húsum, og lömb fengu vondan hnekki vegna vorkulda. Siðan var hlý og góð tíð, fram um miðjan júlí; en eftir það stöðugat rigningar sumarið út. fram til októ- frá lifandi mönnum, en tilfærir | berloka—að undanteknum fáeinum einnig mörg dæmi þar sem hvorug ^ þurkflæsudögum, einum og einunt í þeirra skýringa virðast fullnægj-' senn.—Þeir, sem byrjuðu snemma andi; ályktar hann því, að hér hljóti . að slá tún, náðu töðunni óhrakinni; að vera að verki sjálfstæð vitsmuna- öfl utan miðilsins, og leiðir rök að því, að þar sé greinilega um að ræða áhrif frá framliðnum mönnum. Verður naumast annað sagt, en að ýms þau fyrirbrigði, sem hann lýs- ir, og röksemdaleiðsla hans, séu næsta sannfærandi, að minsta kosti á núverandi stigi sálrænnar þekk- ingar vorrar; en auðvitað er þar með ekki loku fyrir það skotið, að með aukinni sálfræðislegri þekkingu kunni að verða hægt, að skýra bessi óvenjulegu og margþættu fyrir- brigði án þess að seilast út fyrir landamæri Iífs og dauða. 1 lokakafla bókarinnar, “Gröf eða himinn,” sýnir séra Jakob kröftug- lega fram á það, hve mikilvæg ei- lífðarmálin eru og hve mjög þau en þeir, sem seinna byrjuðu, lentu með hana í hrakningi fram eftir öllu sumri, og til er það að taða hafi orðið ónýt á túnum. Samt hefi eg aðeins frétt um tvo bæi á Héraði. þar sem taða ónýttist; tuttugu hest- ar á Skriðuklaustri og 40 hestar á Giljum á Jökuldal. Eg sló túnið með vél. og náði fvrri sláttu með ágætri hirðingu, og seinni sláttu lítt skemdri. Fékk alls urn 400 hesta af töðu. I haust stórrigndi hvað eftir ann- að í október, svo hey stórskemdust. þar sem þau voru ekki undi'" jórn- þaki. En um miðsumarið voru oft- ast hægviðri af suðaustri og hlýindi. Ekki snjóaði á fjöll fyr en um göngur. Mýrlendi var alt yfirflotið af vatni, og sum tún svo votlend, varða oss, þó margir láti sér þau ó- J að varla var fært með hesta og viðkomandi, og er erfitt að ski'ja 1 vagna um þau. slíkt afskiftaleysi. í þessum kafla kemur einnig fagurlega fram mann- úðar- og samúðarrík lífsskoðun höfundar, sterkur umbótahugur hans í þjóðfélagsmálum, sem auð- vitað stendur i nánu sambandi við skoðun hans á eilífðarmálunum. (bls. 203-205). Það leiðir nefni- lega af sjálfu sér, að því meira sem Grasspretta var góð, en heyin eru léleg, sem von er. Mikið er keypt af fóðurbæti; mest sildarmjöl. Er nú verið að aka þvi á vögnum og sleðum eftir Fagradal frá Reyðar- firði til Héraðs. Kaupfélag okkar hefir annast um innkaup og flutning á því, 1,100 tunnum, og kostar tunnan 23. kr. á Reyðarfirði. en menn meta einstaklingsgildið og 3-4 kr. flutningur á þeim til Héraðs. mannssálina, og því fyllri grein, sem j Þess utan er keypt talsvert af rúg- menn gera sér fyrir framhaldandi þroskaferli hennar, því áhugasam- ari hljóta menn að verða fyrir lausn 'mjöli og öðru korni handa innistöðu- fé, því síldarmjölið þykir sérstak- lega gott að gefa það með útbeit. þeirra þjóðfélagslegu vandamála, ' Það er hætt við að það þurfi marga dilka til að borga þennan fóðurbæti næsta haust. Síðan um byrjun nóvember hefir verið góð tíð. landátt og alauð jörð í bygð. en allmikill snjór á fjöllum. Þar kom svo mikill snjór í illviðr- unum í október, að hann varð ekki meiri í allan fyrravetur. .... Eg var í Reykjavík í sept- ember í haust til aðstoðar kreppu- lánsstjórninni, við samninga á skuld- um umsækjenda í Héraði. Mikinn afslátt fá menn á skuldum. Það mun t. d. láta nærri að Kaupfélag Héraðsbúa á Reyðarfirði verði að gefa eftir helming af sínum úti- standandi skuldum. En það er nú minst um það að gera, ef ekki sæk- ir i sama horfið aftur, með söfnun skulda; en það er hætt við að svo fari, ef verðlag hækkar ekki á af- urðum bænda. Eg fór landveg á bíl frá Reykja- vík austur, alla leið heim. Sú leið var bílfær í byrjun septembermán. Var sá bíll er eg fór á, sá fyrsti. er fór alla leið milli Reykjavíkur og Reyðarf jarðar. Við vorum 4 daga á leiðinni. Kaflar eru á þessari leið. sem þurfa verulega endurbóta. Þetta verður eflaust fjölfarin leið, og ódýrari en að fara með skipum. En ekki er að treysta á að hún verði farin langt fram á haust. því yfir marga fjallvegu er að fara; þar á meðal Möðrudalshdiði og Holta- vörðuheiði. Áætlanabílar ganga ef- laust þessa leið framvegis, og þeir genga nú þegar milli Akureyrar og Reykjavíkur. Eg fór á bíl til Seyðisfjarðar í haust. Búið er að fullgera veginn upp á heiðarbrún frá báðum hlið- um. en hann er aðeins ruddur á há- heiðinni; er þar því vondur vegur þegar blautt er, en var þó allvel fær, þrátt fyrir ótiðina. En hann verður bráðlega lagaður.” .... # # # Héðan úr bygðinni er fátt að frétta Snögg umskifti urðu á tið- arfarinu um Sólstöðurnar. Fram að þeim tíma var ein sú bezta tíð, sem menn muna; en síðan hefir varla verið sama veður degi lengur. Oftast snjóað meira og minna á hverjum sólarhring, en sjaldan mik- ið. Er því kominn allmikill snjór, og liggur jafnt yfir, því ekki hefir verið mikið um storma. Hörð frost af og til, alt að 40 stigum. Fiskiveiðar fremur tregar, og verðið lágt. Þá litur betur út en í fyrra með afkomu fiskimanna. enda var þess þörf, því margir voru hart leiknir í fyrravetur. Björn kaupmaður Eggertsson á Vogar liggur hættulega veikur. Var fluttur á spítala til Eriksdale í gær. og þá talin lítil lífsvon. í dag er símað að hann sé betri. og er von- andi að framhald verði af því Björn er vinsæll maður og drengut góður. Að öðru leyti hefir heilsu- far manna verið i góðu lagi hét í vetur. Vogar 13. jan. 1935. Guðm. Jónssov. Framþrótmarkenningin Þar sem efni þetta er mjög yfir- gripsmikið og flókið, verður ekki leitast við að fara ítarlega út í það hér; til þess þyrfti meira rúm en fréttablaði væri unt að láta í té. Frá dauða Darwins er nú liðin meira en hálf öld. Stendur breyti- þróunarkenning hans nú á fallanda fæti; eða hefir hún staðist eldraun vísindalegra rannsókna á þessum sjötíu og fimm árum, sem liðin eru frá upphafi hennar? Árið 1871 kom út hið fræga rit Darwins um uppruna mannsins. í ættartölu þessari voru margar eyð- ur; hvern liðinn eftir annan vantaði í. Enginn sá þessa galla betur en Darwin sjálfur. né það, hve langt hann átti í land með að bæta úr þeim. En brátt tók nokkuð að rætast úr vandkvæði þessu. Skömmu eftir daga Darwins fór eitt og annað að koma i leitirnar, sem lá falið djúpt í jörðu í hans tíð, er féll vel í sum skörðin. Má því sagan um upp- runa mannsins teljast samfeldari nú en áður. Þótt ýmsu yrði að breyta, til þess að samræma það, sem í leit- irnar kom, við það. sem fyrir fram-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.