Lögberg - 24.01.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 24.01.1935, Blaðsíða 7
LÖGBEiiG, FIMTUDAGINN 24. JANÚAB, 1935. 7 Geta barrtré þrifist á Islandi? Hvað segir 30 ára reynsla? Skógarleifarnar og veðurfarið. Frá því skógrækt hófst hér á landi um seinustu aldamót, hefir þessi spurning um ræktun barrtrjáa verið áhugamál allra þeirra, sem láta sér ant um a8 landiÖ ver'Öi auÖ- ugra af skógargróÖri, en nú er. ís- land er ömurlega fáskrúÖugt af trjá- gróðri í hlutfalli viÖ önnur nálæg lönd, einkum á meginlandi álfunn- ar. Hinn eini skógviður landsins, björkin, er viÖast kjarr eitt, i—2 mannhæ'ðir. Sumstaðar er kjarrið lítið hærra en lyngið, fjalldrapinn og gráví'ðirinn. Vöxturinn er krækl- óttur og niðurbældur. Á öðrum stöðum eru álitleg skógarsvæði. Það mun nokkuð alment að kenna ytri orsökum um þennan mismun, svo sem fjárbeit og ránhöggi, enda eflaust með réttu sumstaðar. Á hinn bóginn má fullyrða að náttúru- skilyrðin eiga einnig mikinn þátt i þessum mismun. Björkin er að eðli sínu meginlandstré, hún þolir illa uthafsveðráttu. Vissulega er hún eitt hið nægjusamasta tré að því er snertir hita og jarðvegsskilyrði, en hin þokufulla veðrátta, er löngum fylgir hafvindum, dregur úr vext- inum, þótt önnur skilyrði séu sæmi- leg. Skógargróðurinn inn til dala hér á landi, eða langt frá sjó og út við strendurnar ber þessvegna alveg ólikan blæ. Eins er um ræktað birki í görðum. Það er líkt því sem um tvö ólik lönd væri að ræða. Sumarhitinn er auðvitað meiri inn til dala, en það eitt gerir ekki muninn, sem og sést af því, að reyni- viður þrífst tiltölulega miklu betur við strendurnar en birkið. Auð- vitað koma hin umræddu eðlisein- kenni birkisins einnig til greina þótt nokkuð dragi frá sjó. Hér á landi gætir úthafs veðráttunnar hvarvetna eins og verður að vera. Þrátt fyrir þessi eðliseinkenni birkisins, eru sumstaðar hér á landi allgóð skilyrði, og það sem fram- kvæmt hefir verið á. sviði skógrækt- arinnar sannar, að skógarleifarnar hafa ómetanlega þýðingu, bæði sem skógur og einnig sem skjól fyrir aðfluttan trjágróður, meðan hann er á gelgjuskeiði og þarfnast skjóls- ins. Barrtrén og loftslagið. Þótt björkin sé eini skógargróð- urinn á landinu, er það engin sönn- un þess að barrtré geti ekki þróast hér. Fræ barrviðanna berst ekki með vindinum langar leiðir eins og birkifræið. Auk þess myndi það vart fest rætur í birkiskógum, án þess að mannshöndin kæmi til. í Danmörku voru engir barrskóg- ar> þegar skógrækt hófst þar í landi íyrir 130 árum. Mikið er þó á niunum fjarlægð frá Noregi eða Skotlandi til íslands eða þá Svíþjóð Þ1 Danmerkur og öðrum nágranna- löndum. Nú eru barrviðir aðal- skógartrén í stórum landshlutum í Danmörku. Hnattstaða landsins og veðurfar- er annað atriði, sem í fljótu bragði mætti virðast andmæla þvi að hér gætu þrifist barrtré. Frá landfræðilegu sjónarmiði verður þó alt annað ofan á. Þá kemur í Ijós &ð Island hefir, hvað loftslag snert- >r, sömu skilyrði og mörg lönd á norðurhveli jarðar, þar sem barrtré vaxa og teljast til hins svonefnda ðarrskógarbeltis. — Til þess að gera sér grein fýrir þvi skal það skýrt nánar. Til barrskógabeltisins telst, sem kunnugt er mikill hluti Síberiu, Norður - Rússland, Skandinavia, Finnland og mikill hluti Norður- Ameríku. Norður-takmörk barr- skógabeltisins ganga lengst til norð- urs í Siberíu og Noregi. í stuttu máli eru norður-takmörk- in þessi: Á austurströnd Asíu er r*\ n- ðr.; beygja þaðan til yfir heimskautabaug og breiddarstigi í Slberíu. nokkru sunnar í vestanve beríu. Á takmörkum Asíi rópu eru þau litið eitt fyrir sunnan heimskautabaug. Vestur yfir Rúss- land liggja takmörkin um hríð norð- ur á bóginn og ná þar 70. breiddar- stigi. Við Hvítahafið eru þau við heimsskautabaug, ín vestan við það á Kolaskaga liggja þau til norðurs til 710 n. br. á norðvesturströnd ’Noregs. í Norður-Ameríku eru takmörkin við strönd Atlantshafsins á 52. breiddarstigi, á Labrador- skaga, norðan við Newfoundland Þaðan liggja þau til norðurs og ná 58° n. br. við Hudsons flóann. Vestan við flóann eru þau á sömu breidd, en liggja þaðan stöðugt norður á við og ná heimskautabaugi á 66'/2° n. br., við Stóra Björnsvatn. Fylgja siðan heimskautabaug vestur yfir Mackenzie-fljót vestur að tak- mörkum Canada og Alaska. Þaðan beygja þau norður á við og eru á 69. breiddarstigi í f jalllendinu norð- an við Yukon-dalinn. Þaðan beygja þau til suðurs nokkru frá vestur- strönd Alaska og eru á 6o° n. br. á Kyrrahafsströndinni. Ef athugað er það, sem nú var talið, sést, að ísland liggur 4—7 breiddarstigum sunnar en norður- takmörk barrskógabeltisins (eftir því við hvaða staði á landinu er mið- að) i þeim löndum, þar sem úthafs- veðrátta er ríkjandi, eins og Noregi og Alaska. En eins og ljóst verður af hinum miklu beygjum, sem norð- urtakmarkalina barrskóganna tekur ýmist til norður eða suðurs, er það ekki legan ein, sem ræður takmörk- unum. Það er loftslagið sem mestu ræður. Og um það verður ekki vilst að það er io° meðaihitinn í júlí- mánuði, sem rœður takmörkunum. Ef io° jafnaðarhitalínunni er fylgt, fellur hún sem næst alveg við norð- urtakmarkalínu harrskóganna. Hver er þá meðalhitinn í júlí- mánuði hér á Islandi? Samkvæmt skýrslum veðurstof- unnar er hann io°—11.20 á 7 at- hugunarstöðum af 8. Þessir staðir eru: Seyðisf jörður, Akureyri, Hvanneyri, Reykjavík, ^Stóri-Núp- ur, Eyrarbakki, Vestmannaeyjar og Hólar í Hornafirði. Á Seyðisfirði er hann 9.90. Þctta sýnir að io° jafnaðarhitalínan í júlí, hlýtur að liggja norðarlega yfir Island og jafnframt að víðast á landinu er lofthitinn nægilegur fyrir barrtré. Fyrstu tilraunir með barrtré Upp úr síðustu aldamótum voru barrtré í fyrsta skifti flutt til lands- ins í stærri stíl, ýmist sem plöntur eða fræ. Plönturnar voru gróður- settar í nokkrum stöðum: sunnan- lands á Þingvöllum og við Rauða- vatn í Mosfellssveit, norðanlands á Akureyri, Grund í Eyjafirði og á Hálsi í Fnjóskadal; austanlands á Hallormsstað. Fræinu var sáð við Rauðavatn, á Akureyri og á Hall- ormsstað. Það var eðlilegt og sjálfsagt að flytja inn barrtré, úr þvi skógrækt var hafin. Lega landsins og veð- urfar og ekki sízt skógleysið hróp- aði á þessi tré, til þess að taka hér bólfestu og hylja eitthvað af hin- um fornu og nýju auðnum. En það fór sem oftar, að þvi fylgja vandkvæði og vonbrigði, er nema á ný lönd. Vanhöld á plöntunum urðu altof mikil og mikill hluti týndi tölunni strax fyrstu árin. Það sem lifði sæmilega var framfaralítið. lívað olli þessum vanhöldum og kyrkingi ? Veðráttan var óblíð sum árin. Hafís 1902 og köld vor 1906 og 1907. Þetta gat þó tæplgea ver- ið aðalorsökin, enda þótt sumt af plöntunum væri skemt af löngum flutningum. Kofoed Hansen skóg- ræktarstjóri hefir reynt að skýra þessa slæmu útkomu með kenningu sinni um hið sérkennilega eðlisá- stand hins íslenzka jarðvegs, rok- moldar myndunina. Sú kenning féll óneitanlega vel við tilraunir fyrstu 15 áranna, með harrtré hér á landi. Þetta eðlisá- stand átti og á eflaust mikinn þátt því, hve vanhöldin urðu mikil og hve lengi plönturnar stóðu við í stað. Þessi reynsla gat ]>ó ekki rétt- lætt dauðadóm yfir barrtrjánum. Skógræktarmenn eru vanir því, að alt gangi ekki að óskum, fyrst i stað, þegar nema á ný lönd. Vér höfum dæmin frá nágrannaþjóð vorri, Dönum, að það þarf þraut- seigju og langvinnar tilraunir með val á tegundum, jarðvegs undirbún- ingi o. s. frv., til þess að finna það, sem við á. Það sýndi sig er þeir tóku að rækta eyðimerkur Jótlands- heiðar og sandhólana við Jótlands- haf. Island er ein slík eyðimörk, þ. e. skóglaust land. Þrjátíu ára reynsla. Það hefir verið tekið fram, að til- raunir með gróðursetningu barr- trjáa gaf ekki góðan raun fyrstu 15 árin, nema helzt á Akureyri. En nú eru liðin önnur 15 ár og það má óhœtt segja, að viðhorfið er talsvert betra. Frostaveturinn 1917-18 gerði æði mikil spjöll á hinum aðflutta trjá- gróðri, einkum á ný-gróðursettum plöntum. Sumar barr-trjátegundir stóðust þó einnig þennan harða vet- ur. Eftir 1920 og einkum eftir 1923 skiftir um og hin erlendu tré taka að vaxa hröðum fetum. Til þess að draga fram nokkrar athuganir, set eg hér eftirfarandi töflu yfir vöxt barrtrjáa hér á Hall- ormsstað, er enn fremur sýnir sam- anburð við íslenzkt birki hér. Sú revnsla sem fengist hefir hér á Hallormsstað ætti að hafa talsvert gildi alment, þótt skjól sé meira hér en víðast, og aðrir staðhættir með því bezta á landinu. TAFLA er sýnir hæðarvöxt nokkurra barrtrjátegunda á Hallormsstað i hlutfalli islenzkt beiki. tegund eigi betur við staðhætti hér á landi, þar sem þurviðrasamt er. Blágreni. Blágrenið er ættað úr Klettaf jöll- unum í Colorado-ríkinu i Banda- ríkjunum. Vex þar í alt að 2000 metra hæð yfir sjó. Blágrenið er eitt hið skrautlegasta barrtré sem til er. Afbrygði af þvi með mjög bláum lit, er mesta prýði. Blágren- ið ætti að gróðursetjast í hverjum trjágarði. þar sem skilyrði leyfa. Viðurinn er sagður góður. Barrfcllir. Hann er eins og tegundarheiti hans bendir til, frá Síbéríu, og er því meginlandstré. Hann vex örar en flestar aðrar barrviðartegundir, og er mjög nægjusamur. Hann vex við nyrstu takmörk trjágróðurs í Síberíu og þolir hin miklu vetrar- frost þar. Hann þarf helst djúp- an jarðveg, því rætur hans leita d-júpt og hvislast mikið. Viðurinn er ágætur, seigur og þolir vel að vera í vatni, er því notaður til bryggjugerðar. Hann fellir nálarn- ar, barrið, á haustin og hefir því verið nefndur á íslenzku barrfellir. f þurkaplássum mun hann verða framtiðartré hér á landi, innan urn birki og greni. Barrfellirinn þol- ir ekki forsælu að ráði, því er hann sumstaðar aðeins kræklur, þar sem Hæstu elnstaklingar af hverri tegund: u U . 3 3 Meðalvöxtur: . C Ö • 3 C . = Ss c E < O K -5 X X X c » C eto Islenzkt birki (gróðurs.)... . 30 1904 6.50 21.6 íslenzkt birki (viltl . 30 7.0 23.3 Blágreni . 28 1906 1.55 2.85 6.00 15- 10.3 26.0 39.5 21.5 Skégarfura .... .. 29 1905 1.44 2.20 5.00 16- 9.0 15.2 36.0 17.3 Rauðgreni .. 25 1909 0.70 1.40 3.75 15- 4.0 14.0 28.4 15.0 Barrfellir .. 18 1916 1.50 5.66 10- 15.0 41.5 31.4 Tafla þessi sýnir að blágreni og skógarfura hafa vaxið sem næst 1 ferfalt hraðar seinustu 8 árin en | fyrstu 15 árin og þrefalt örar miðað | við fyrstu 20 árin. Munurinn er þó j enn meiri, ef tekin væru seinustu 4 árin. Þetta kemur vel heim við I erlenda reynsu, að fyrstu 10 árin , er vöxtur grenis og furu hægfara að I jafnaði. Hér á landi er gelgju- j skeið þessara tegunda engra, eða 15—20 ár. Þá sýnir þetta yfirlit að barrfellirinn er aðeins 10 ár á gelgjuskeiði og meðalvöxtur hans J þriðjungi meiri en blágrenis og skógarfuru. Taflan sýnir og það, sem er þó enn lærdámsríkara, sem sé, að blá- greni hcfir getað kcpt við liérlenda i beikið og barrfellirinn fer langt fram úr þin. Þetta gerist á sama vaxtarstað við sömu skilyrði. Reynslan er ótvíræð. Nokkrar fleiri tegundir eru hér svo sem fjallafura, fagurgreni og | bláfura. Fjallafuran hefir vaxið alt of lítið til þess að gefa góðar vonir. Bláfuran vex mjög lítið. Þetta, sem nú var talið er árangur af 30 ára reynslu með hartré hér á landi. Eg held, þegar alls er gætt, að hún sé furðu góð og staðfesti þá skoðun, að barrtré geti þrifist á íslandi. Til fróðleiks skal sagt frá nokkr- um eiginleikum þeirra tegunda, sem reyndar hafa verið hér, átthögum þeirra og útbreiðslu. Skógarfulan, Skógarfuran er dásamlegt tré, að útliti, viðargæðum og nægjusemi. Hún getur orðið ákaflega gömul. Er nægjusemin bæði að því er snert- ir hita og jarðveg og loftraka, en hún gerir miklar kröfur til þess að njóta birtunnar. Gamall furuskóg- ur er þessvegna gisinn. Trjáteg- undir, sem betur þola forsælu, geta þvi vaxið í skjóli hennar sem lág- vaxnari skógur. Hér á landi gæti hún veitt öðrum trjágróðri skjól, ekki síður en birkið. Ræturnar liggja djúpt og vítt um, því getur hún þrifist i sendnum jarðvegi, ef hann er leirblandinn. Skógarfuran er útbreiddari á meginlandi álfunnar en nokkurt annað barrtré. Hún vex nyrsl í Noregi og alla leiðina suður á Pir- aneaskaga. Hvort skógarfuran þrífst hér á landi, nærri opnu hafi, | er óreynt og ekki líklegt. Hinsveg- . ar er óvíst að nokkur önnur furu- þvingað er um hann í girðingum eða annarsstaðar. Fjallafura. Hún er meginlandstré frá Alpa- fjöllum. Er mjög þurftarlítil í eðli sinu, einkum er hún mjög nægjusöm með jarðveg. Úthafs- veðráttu þolir hún illa, eins og eðli- legt er. Viðurinn er mjög seigur og ágætur eldiviður. Hún er mikið notuð í girðingarstaura, auk þess sem hún er notuð til eldsneytis. Þrátt fyrir ýmsa góða eiginleika, má telja víst að hún verði ekki skógviður hér á landi í stærri stil. Hvað er framundan i skógrœktar- málunum? Reynslan hefir sýnt að barrtré geta kept við hérlendan trjágróður í góðum vaxtarstað. En þær teg- undir, sem til þessa hafa reyndar verið, myndu tæplega reynast vel, þar sem sjávarloft er mjög ríkjandi og yfirleitt við strendur landsins. Þegar þessi barrtré voru flutt til landsins fyrir 25—30 árum, óraði skógræktarmenn á Norðurlöndum ekki fyrir þvi, að til myndu vera sunnar þær tegundir barrviða, sem nú er farið að rækta á seinustu ár- um, í nágrannalöndunum og gefast prýðilega; miklu betur en þær teg- undir, sem alment voru ræktaðar áður fyr. í norðvestur hluta Norður-Ame- ríku hafa menn fundið þessi ágætu tré. Þar eru barrviðir meðfram strönd Kyrrahafsins, sem aðeiris þrífast við sjó eða ncerri sjó, þar sem úrkomur eru miklar. Tvær skulu aðeins nefndar: Stilkagrenið og strandfuran. Norðurtakmörk þessarar tegundar eru á sunnan- verðum Alaskaskaga nálægt 62. breiddarstigi. Þær vaxa þar einn- ig nokkuð hátt frá sjávarmáli. Þar sem þær vaxa upp til fjalla, mun veðráttu svipa til þess, sem er víða hér á landi nálægt sjó. * Hér eru þá fundnir barrviðir, er ekki einungis þrífast við úthafs- skilyrði og miklar úrkomur, heldur virðast þrífast bezt við slík skilyrði. Þessar tegundir hafa ekki verið reyndar hér á landi fyr en nú sein- ustu árin, að byrjað er að sá til sumra þeirra. Á næstu þarf að gera itarlegar tilraunir með þessar tegundir og aðra ágæta barrviði. Eins og bent hefir verið á af Há- koni Bjarnasyni skógfræðing, verð- ur frævalið það, sem miklu máli skiftir fyrir skógræktina og er jafnframt erfiðast að framkvæma, svo að gagni komi. Það er ekk, um að villast lengur hverjar þær teg- undir eru, sem reyna þarf, í viðbót við þær, sem fyrir eru. Þegar bú- ið er að leysa þann vanda, sem fræ- valinu fylgir, þ. e. að fá fræ jrá þeim stöðum scm líkjast mest ís- landi að veðurfari og jarðvegi, felst úrlausnin einkum í því að fá reynslu urn hverjar tegundir lienta best í hinum ýmsu héruðum landsins og við mismunandi staðhætti þar. 1 sambandi við þessar staðreynd- ir, verður ekki annað séð, en að miklir og áður lítt þektir möguleik- ar séu framundan í skógræktarmál- um landsins, einkum með tilliti til þess árangurs, sem þegar er ferg- inn í þessu efni. Annað atriði er mikilsvert og krefst úrlausnar í sambandi við hin- ar umgetnu tilraunir með barrtré og það er það, að koma í veg fyrir hin rniklu vanhöld á plöntunum og stytta gelgjuskeið þeirra. Helsta ráðið til þess mun vera, að vinna vel jarðveginn, áður en gróðursett er og koma í veg fyrir mikinn gras- vöxt eftir að gróðursett er. Þar til aðal gelgjuskeiðið er á enda og plönturnar taka að vaxa að mun. Eðli jarðvegsins hér hefir þá ó- kosti, að trjáplötnur, einkipm barr- tré, eru lengi að ná rótfestu, þegar sett eru i óunninn jarðveg. Hæfi- leg jarðvinsla getur bætt úr þessum agnúa. Þessvegna þarf að bylta öllu landinu áður en það er tekið til skógræktar, en ekki grafa að- eins holur, nema í skóglendi. Þar er jarðvegurinn að jafnaði lausari og rakameiri. Jarðvinsla nú á dög- um er einvörðungu f járhagsatriði. Tæki til að vinna með jarðveginr eru á boðstólum og til taks hvenær sem fjármagn leyfir. Hin slæma raun sem tilraunir með barrtré gáfu fyrstu árin, tnargra hluta vegna, dróg mjög úr áhuga manna á skógrækt. Nú er þetta mikið breytt, að mér virðist, enda hygg eg, að nú standi hvað helst á fjármagni frá hinu opinbcra til þess að framkvæma það, sem framkvæma þarf, og hægt sé að ala upp hinar öruggustu og beztu teg- undir barrviða. Þegar fjármagn væri fengið og slíkar plöntur á boð- stólum er eg þess fullviss að þátt- taka almennings í skógræktarstarf- inu lætur ekki á sér standa, hér á landi fremur en annarsstaðar, er likt hefir staðið á. borið við gömlu aðferðirnar; en samt er vélin svo ódýr að allir geta keypt hana, þar hún kostar tæplega tvo-þriðju af sparnaði fyrsta árs- ins. Uppfyndingamaðurinn h e f i r fengið einkaleyfi (patent) fyrir sölu og tilbúning vélar sinnar um alla Ameríku, alt Bretaveldi og i öllum löndum hins siðaða heims. er kornyrkja er stunduð að nokkrum mun. Nú nýlega hefir Mr. Olson stofn- að hlutafélag í þessu sambandi, með 50,000 hlutum, en af þeim eru að- eins 7,000 til sölu, og ættu þeir, er geta, að styrkja þetta fyrirtæki með hlutakaupum, þar sem sjáanlegt er, að þetta verður arðvænlegt bæði fyrir bændur og hluthafa. Hafa nokkur boðsbréf í þessu augnamiði verið send til einstakra manna síðs- vegar utn Canada og fengið einróma góðar undirtektir. Þeim til hægðar- auka, er fræðast vildu meira urn vél þessa og félag má snúa sér (annað- hvort á ensku eða islenzku) til Lion Agricultural Tmplements, Limited, 819-821 Somerset Blk., Winnipeg, Man. Sími 24 559. Gjafir í Mubilee’ sjóðinn Á næsta kirkjuþingi verður minst fimtíu ára afmælis Hins. ev. lút. kirkjufélags Islendinga í Vestur- heimi. Aðal hlutverk kirkjufélags- ins er viðhald og efling kristnihalds í bygðum vorum. Það er vort heimatrúboð. Að borin sé fram frjáls afmælisgjöf til þess, auk hinna venjulegu árlegu tillaga til starfseminnar, á að vera einn þátt- ur í hátíðahaldinu næsta ár. Engin gjöf i sjóðinn má fara fram úr ein- um dollar frá hverjum einstaklingi, þó allar minni gjafir séu vel þegn- ar. Þar sem ástæður leyfa gætu margir eða allir meðlimir í fjöl- skyldu tekið þátt og væri það æski- legt. Áður auglýst ...........$234.00 Séra J. Bjarnason, Gimli ... .$1.00 Mrs. J. Bjarnason, Gimli .... 1.00 Séra B. A. Bjarnason, Gimli 1.00 Mrs. Ósk B. Johnson, Linton, N. Dak.............. 1.00 Mrs. Stefán Peterson, Vancouver, B.C.............. 1.00 Mrs. .Tónína Anderson, Wpg. 1.00 $6.00 Verndun hins hérlenda trjágróð- urs og rétt meðferð, er auðvitað mikilsvert atriði, eins og reynslan sýnir. En eins og bent hefir verið á, getur hún ekki fullnægt nema þar sem trjágróðurinn nær beztum þroska. Og ekki einu sinni þar, þvi rnikill vill meira. Því verður stefna skógræktarmálanna, jafnhliða verndun skógarleifanna, að vera sú, að leggja hinn umrædda grundvöll, er þátttaka almennings byggist á, og staðhættir landsins heimta. Sá grundvöllur er, eins og fyr segir. irmflutningur og uppeldi þeirra barrviðartegunda, er bezt eiga við náttúruskilyrði landsins. Guttormur Pálsson. (Grein þessi, sem er eftir Gutt- orm skógræktarstjóra Pálsson á Hallormsstað, er hingað send vesi- ur Josephi J. Myres að Crystal, með þeim tilmælum um að hún yrði birt í Lögbergi. Báður aðiljum er hér með vinsamlegast þökkuð sending- in.—Ritstj. Undra-vél hefir Björn E. Olson, sontir B. B. Olson heitins frá Gimli, fundið upp og látið fullgera. Liggur uppfynd- ingin i sparnaði framleiðslukostn- J aðar við hirðing korntegunda, sem I nemur alt að þrjú hundruð og I sextán dollurum á hverjar 160 ekr- | ur, og byggist á því, að engan bind- I ara-tvinna þarf að nota, enga til að draga bindin saman í hrúgur (stook- ing), að þreskingar kostnaður mink- ar um prjú cent á hvern mæli, og að flokkun kornsins, eftir gæðum, verður þeim mun meiri, að fimm centum getur munað á hverja skeffu, ef vélin er notuð, saman- Samtals ..............$240.00 Með þökkum, S. 0. Bjcrring. 19. jan. 1935. Bandormur Margir menn, konur og böm, nota hin og þessi meðöl árangurslaust við ýmsu, sem álitið er að gangi að Því, sem von er tll, þar sem um bandorma ræðir. Merki þess koma oft fram í lystarleysi, stundum þð 1 ðeðlilega mikilli matarlyst, gráhvítri tungu, höfuðverk, þreytukend, meltingar- leysi, ðværum svefni, andremmu; fylgja þessu oft sárindi i hálsi, dap- urlyndi og veiklun í taugum og þar fram eftir götunum. Bandormar eru mjög mismunandi að lengd; getur stundum svo farið að þeir verði frá 4 5 til 5 0 fet á lengd. Eins og gefur að skilja, veltur mikið á að slíkur ðvinafagnaður sé numinn með öllu á burt úr líkamanum, með þvt að dvöl hans þar verður æ hættulegri með hverjum degi sem líður. Að láta það afskiftalaust að bandormur nái að þroskast I manni dag eftir dag og ár eftir ár, er með öllu ðsæmilegt og 6- verjandi. Tanex drepur ekki band- orminn á svipstundu, þvi til þess þyrfti það mikið eitur, er riða myndi sjúklingnum að fullu. En Tanex lamar svo starfsemi bandormsins, að áhrif hans verða smátt og smátt að engu. Efni þau, sem Tanex er sam- sett af hafa hreinsandi áhrif á alt líkamskerfið. Taka má Tanex að morgni og nær það venjulegast fullri verkun á klukkustund. Tanex er ekki selt I lyfjabúðum, heldur sent beint til sjúklingsins frá efnastofunni. pað er ekki sent C.O.D. Lækninga skerfur með fullri forskrift kostar $5.00. Sé yður ant um að losna við bandorm, þá sendið eftir Tanez nú þegar. Aðeins selt hjá Royal Laboratory, 607 Royal Bldg. Box 104 Windsor, Ont. (Klipp- ið þessa auglýsingu úr blaðinu, geym- ið hana og sýnið hana vinum yðar; þeir geta orðið yður þakklátir seinna).

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.