Lögberg - 24.01.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.01.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGBBRGr, FIMTUDAGINN 24. JANOAR, 1935. Heimkomni hermaðurinn Þegar að sporvagnsstöðinni kom, var litli skátinn fyrri til |>ess að stíga út úr vagn- inum, og það í rauninni áður en Jamie hafði áttað sig á 'hvort þarna skyldi staðar numið eða ekki. Er þangað kom, er “heitu hund- arnir” voru seldir, sagði Jamie við litla skát- ann: “Hefirðu nokkra hugmynd um það, að ]>ú ert að gera það sem fullorðna fólkið kall- ar að hrenna kertinu frá báðum oíidum. Litli skátinn varð frá sér numum og mælti fram eftirgreindar ljóðlínur: But ah, my foes! and oli my friends! It makes a lovely light! “Þetta getur nú verið gott og blessað,” sagði Jamie; “slík heimspeki gæti ef til vill náð tilgangi sínum, ]>egar um eldra fólk er að ra:ða, ]>ó hún sé óha:fileg fyrir börn. Ekk- ert af því, sem þú ert að bisa við, er- vert þeirrar áreynslu sem þú leggur á ]>ig. Hvað áttu við?” spurði litli skátinn hvatvíslega. “Eg hefi enga tillmeigingu til þess að vera mvrkur í máli við þig,” svaraði Jamie; “eg á með öðrum orðum við það, að ákafi þinn varni þér svefns og standi þér fvrir eðlileg- um þrifum; þú sýnist ekki hafa komið auga á það, að ójafnt sé komið á með þér og hin- um vöðvastæltu drengjum, er þú leikur þér með og stjórnar við æfingar; þínir vöðvar komast ekki til jafns við þeirra vöðva; þú verður að neyta meiri og betri fæðu en þú gerir og láta “heitu hundana” afskiftalausa. Þú finnur auðsjáanlega töluvert til þín sem skátaforingi; en enginn annar en sá, sem er líkamlega hell og stæltur, verður nokkru sinni slíkri stöðu vaxinn. Fyr má nú rota en dauð- rota, sagði litli skátinn. Þú talar um mig eins og skepnu með gin- og klaufasýki.” Nú krosslagði litli skátinn hendurnar og starði á Jamie með slíkum undrunaraugum, að hann virtist helzt ætla að verða allsendis ráðþrota- “Þú veizt það víst,” sagði Jamie í al- varlegum róm, “að eg hefi verið að velta ]>ví fyrir mér í seinni tíð, að það væri nú í raun- inni hreint ekki svo fráleitt að verða prestur, eða takast á hendur prédikarastarf og segja mönnum hreinskilnislega til syndanna í lík- amlegum og andlegum efnum.” Litli skátinn herti gönguna til þess stað- ar, er “heifu hundarnir” voru seldir, og pantaði skerf handa tveimur, og það stóð heldur ekki á borguninni. “Röðin er loks komin að mér: það nær ekki nokkurri átt, að láta þig ávalt borga brúsann; þú hefir gert það helzti oft; eg læt slíkt ekki viðgangast einum degi lengur.” Jamie varð orðfall um stund. “Þú hefir víst alveg sjaldgæfar gætur á fjárhag þínum,” sagði liann, “og tekur hvern einasta smáskilding með í reikning- inn.” “Eg geri það,” svaraði litli skátinn. “Eílt með því versta, er nokkurn mann get- ur hent, er það, að vita ekki hvar miljónir hans eru niðurkomnar. Pabbi segir að flest, eða öll þau vandræði, er menn rati í og ekki stafi frá kvenfólki, standi að einhverju leyti í sambandi við peninga. ” Að lokinni síðustu setningunni lagði skátameistarinn í “heitu hundana” og tók 'hraustlega til matar síns. Þarna var líka á takteinum girnilegt ávaxta- mauk, er Jamie hafði ekki bragðað í háa herrans tíð; hann fann til þess með sjálfum sér, að hann hefði hálft í hvoru brugðist riddaraskyldu sinni með því að þiggja veit- ingar af hinum unga skátaforingja; um það tjáði þó ekki að fást eftir dúk og disk. “Þú hefir ef til vill haft hugboð um það,” sagði hann við litla skátann, “að ekki hafi alt ver- ið með feldu um heilsu mína; eg hefi verið veikur löngum tímum saman og legið á einu sjúkrahúsinu eftir annað; það er meira að segja ekki nema örskamt síðan eg var undir læknishendi. Eg er engan veginn viss um að eg eigi að tefla meltingu minni í tvísýni með því að leggja mér ávaxtamaukið til munns; það mun vera réttast fyrir mig að hverfa heim og fá mér, venju samkvæmt, bolla af tómötuvökva í staðinn; slíkt á flestu frem- ur vel við mig. ” Þetta rann litla skátanum til rifja; “eg færi að líkindum með þér, og drykki með þér tómötuvökva, ef ekki væri fyrir þá sök, að eg hefi þegar byrjað að gera mér gott af “heitu hundunum” og ávaxta- maukinu; það væri lítið vit í að láta slíkt fara til spillis; næst ætla eg að sötra með þér tómötuvökva, ef það er rétt, að þú verðir að gera slíkt þér til heislubótar. Eg veit ann- ars ekki hvað eg mundi gera af mér, ef eg fengi ekki “heitu hundana” annað veifið: eg veit ekki skil á lostætari rétti; mamma er j blátt áfram gráðug í þá; pabbi lætur þá ligg.ja í milli hluta; hann hefir líka engan hest.s- maga fremur en þú. Ritstjórarnir báðir, sam- félagsmála ritstjórinn og stríðsfrétta ritstjór- inn, eru beinlínis sólgnir í “heita hunda”; eg efast ekki um, að væri mér með öllu synj- að um slíkt góðgæti, þá mvndi eg einn góðan veðurdag klífa hæzta tindinn í bræði minni og stevpa mér þaðan beint á höfuðið niður í undirdjiipin. ” “Slíkt tiltæki yrði vafalaust talið til hinna dramatísku viðburða,” sagði Jamie. “Mér þykir það á hinn bóginn harla ólíklegt, að þú myndir grípa til slíks örþrifa- ráðs, og baka viðskiftafélaga þínum og kær- asta vini, djúpa og ógleymanlega sorg; þú sýnist heldur ekki renna grun í hver aðstaða mín yrði, ef eg misti eina vininn, sem eg hefi eignast, nema þá að býflugnameistarinn hafi ráðið það við sig að verða vinur minn. ” “Það er víst engum vafa bundið að bý- flugnameistarinn sé vinur þinn, ” sagði litli skátinn; “eg veitti því athygli í fyrsta skift- ið, sem eg sá þig á heimili hans; þetta vakti undireins hjá mér traust, og þessvegna kom eg hlaupandi svo að segja upp í fangið á þér. Rekur þig ekki minni til þess,” spurði skáta- meistarinn? “Jú, eg minnist þess jafnvel skýrar í dag en nokkru sinni fyr. Það er skrítilegt;” sagði skátaforinginn, “að í fvrsta skiftið, sem eg kom auga á Molly, kviknaði í sál minni sama trúnaðartraustið; hún var alveg ómótstæðileg; mér fanst blátt áfram að eg yrði að fleygja mér í fang hennar viðstöðu- lanst. Eg held eg hafi ekki áður orðið vör við jafn ómótstæðilegt aðdráttarafl. Piltarn- ir vis.su blátt áfram ekki sitt rjúkandi ráð, er beir hitti hana á göngu niður við ströndina; það var engu líkara en þeir ætluðu að gleypa hana með augunum, eða háma hana í sig eins og rjómaköku eða hið sjaldgæfasta sælgæti. Já, þvflíkt og annað eins!” “Segðu mér eitthvað um Molly,” sagði Jamie; “hún hlýtur að vera hrífandi stúlka, að því er mér skilst.” “Það er löng saga að segja,” svaraði litli skátinn. “Það valt lengi vel á ýmsu fyrir Molly; hún varð móðurlaus þegar hvín var barn, og misti snemma föður sinn; auk 'þess átti hún ekki ávalt sjö dagana sæla með tilliti til Donalds eða Don, eins og hann var venjulegast kallaður; hún var lengst af í vafa um hvað úr honum myndi verða; það var engu líkara en hann af ásettu ráði gerði sér far um að fara þvert að vilja hennar, og brjóta á bak aftur flestar eða allar þær siða- reglur, er hún hafði lagt niður fyrir honum til þess að hegða sér eftir; öðru máli var að gegna, ef um Lolly var að ræða; þó ekki væri nema fyrir einn snöggsoðinn koss, var hún vís til þess að hlaupa heiminn á enda. Mér fellur óseg.janlega vel við Molly; hún er hreinskilin og hispurslaus í orði og athöfnum. Það er ekkert hálfverk á neinu, sem hún tekur sér fvrir hendur. Bg get fullvissað þig um það, að ef eg væri fullþroska manneskja og fær til atvinnu, þá myndi eg enga stöðu fremur kjósa, en þá, er Mollv gegnir, eða svipaða stöðu. “Þú ert búinn að gera mig öldungis undr- andi,” sagði Jamie; “mér hafði aldrei kom- ið til hugar áður, að þú værir fyrirlesari eða skólakennari; nú er þó helzt svo að sjá sem þín sterkasta hlið sé í kenslu í einhverju formi. ” “Það sem Molly kennir er annars eðlis en það, sem kent er daglega í skólastof- unum og nemendurnir verða að læra upp aft- ur og aftur og glevma samt. Kenslugrein Mollv er víðtækari en það; hún kennir það, sem kallað er Amerieanism, eða amerísk þjóðrækni. Hefirðu nokkurn tfma gert þér í hugarlund 'hvað falleg og greindarleg mörg þessara barna og unglinga eru, sem hér eru að spretta upp af mismunandi þjóðernisleg- um stofni? Sum þeirra eru ítalskrar, grískr- ar, spanksrar, japanskar og kínverskrar ætt- ar og þó nokkur eiga rót. sína að rekja til Hawaii-evja. Þú ættir að lilusta á þau svngja: “My Countrv ’Tis of Thee Þú ætt- ir að veita athygli þeim virðingarmerkjum, er þau sýna fána þjóðarinnar. Þú ættir einn- ig að hlusta á hljóminn í rödd þeirra og mál- fari, er þau staðhæfa að ekkert land í heimi komi til jafns við Bandaríkin, hvað skilyrði til framtíðarhamingju snertir; þessum ungu borgaraefnum hefir þegar skilist gildi þess að hugsa með heilanum og vinna með 'hönd- unum. Staða Molly er ein sú innihaldsrík- asta er hugsast getur. Eg finn ávalt hjá mér sterka og ómótstæðilega livöt til þess að hjálpa henni til ]>egar hún er að útskýra hitt og þetta fyrir ]>essu ungviði niður við strönd- ina. ” “Eg er farinn að halda,” sagði Jamie, “að kensla sú, sem þú talar um, sé hvort- tveggja í senn, bæði uppbyggileg og ánægju- leg. Viltu taka mig með þér einhvern dag- inn þangað som Mollv kennir ameríska þjóð- rækni?” “Að sjálfsögðu,” svaraði litli skátinn. “Eg tel \ust að Molly vrði það mikið ánægju- efni að fundum ykkar bæri saman; það fær henni ósegjanlegs yndis að hitta fólk, sem treystir á framtíð Ameríku og trúir á guð sinn og herra. Hún er sjálf sterk á svellinu í hvorutveggja; hún hefir bjargfasta trú á því, að allir menn verði, áður en yfir lýkur, prúðir, hreinskilnir og hugdjarfir menn, er setji sæmd þjóðar sinnar ofar öllu. Eg er viss um að þú mundir því nær falla í stafi af undrun, er þú kæmist að raun um hve aðdá- anleg tök Molly kann á hestum og hve bein- skeytt hún er ef til þess kemur að hleypa af óvssu. E'f eg væri miljónamæringur, og vissi <“kki aura minna tal, myndi eg kaupa reið- 'hest, er að kostum til samsvaraði úrválshest- um Molly, því dómgreind hennar í vali hesta á engan sinn líka.” Nú reis skátaforiuginn á fætur. Það er víst komið meira en mál fyrir mið að hypja mig heim, ef eg á að geta haft, fataskifti í tæka tíð og rek mig ekki á ein- hvern stigamanninn á leiðinni.” Ef eg ætti þess kost, sagði Jamie, þá myndi fátt fá mér innilegri ánægju en það, að skirra þig vandræðum, ef svo byði við að horfa.” “Elg þakka þér umma'lin,” svaraði litli skátinn, “þó eg þurfi að vísu ekki hjálp- ar við í svipinn.” Nú hneigði foringinn sig ofur kurteislega og lagði af stað; honum varð snöggvast litið til baka og kallaði til Jamie um leið: “Mundu mig um það, að hvenær sem þú kynnir að þurfa aðstoðar frá minni hálfu við, þá er eg til taks nær sem vera vill; já, mundu mig um ]>að.” “Minni mitt má enn teljast gott, svaraði” Jamie; það er ekki nokkur minsta hætta á að eg gleymi góðvild ]>inni og umhyggjusemi; ” hann dáðist að því hve léttilega barnið 'brá sér yfir gárðinguna, sem aðskildi jarðeign býflugnameistarans og Margrétar Cameron. Morguninn eftir afréð Jamie að kveðja Margréti Cameron til fundar við sig; hún liafði verið óvenju alvarleg upp á síðkastið; hún var rauðeygð og með töluverðan hand- skjálfta annað veifið. Jamie velti því fyrir sér hvort dapurlyndi hennar og auðsæ veikl- un, stæði í sambandi við sjúkdóm býflugna- meistarans, fjarveru Lolly,—stúlkunnar, er honum gazt ekki sem bezt að, eftir lýsingu litla skátans að dæma; honum var þetta þungt áhyggjuefni, vegna þess hve Margrét Cam- eron var góð og samvizkusöm kona. Jamie liagræddi sér til í rúminu og rétti úr sér, og fór með annari hendi um sárið, eða ef til vill réttara sagt umbúðirnar, er um það voru. Svo varð honum litið á þessa ástúð- legu vinkonu sína. “Margrét Cameron,” sagði Jamie. “A þessu augnabliki ert þú eiðsvarin. Þú réttir upp hægri hendina til sannindamerkis um það að þú skýrir nákvæmlega rétt frá því hvernig sár mín haga sér og hvers megi vænta eftir ]>ví sem nú horfir við. Eg hefi ekki haft kjark í mér til þess að ganga úr skugga \im þetta af eigin ramleik. Það er bezt að byrja á þessu nú þegar.” Jamie lokaði augunum; hann fann ekki til þess hve skjálfhentur hann var, er hann lyfti þeim frá brjóstinu þar sem sárið var. Margrét Cameron gekk fast að hvílunni og horfði nokkra stund á Jamie, án þess að haf- ast að. “Hallaðu þér vitund áfram,” sagði hún ofur mildilega, en þó með fullri alvöru. Jamie opnaði augun; hún liélt í báðar hendur hans; honum fanst hann lesa eitthvað í aug- um hennar, er hann tæpast þorði að gera sér von um hvað væri. “Margrét! Margrét- Er það hugsanlegt að mér sé reglulega að batna? Gengi það ekki fífldirfsku næst, að láta sig dreyma um slíkt, eða vona nokkuð í þáátt?” Margrét Cameron hélt fast um báðar hendur Jamie. “Drengur minn,” sagði hún með nokkrum óstyrk í röddinni. Það geng- ur kraftaverki næst, ef það þá er ekki hreint og beint kraftaverk, hve sár þín hafa skift um lit til hins betra; það er engum efa bund- ið að ]>au sé byrjuð að gróa niðri í rótinni; sárið er auðsjáanlega stórum lireinna en ]>að áður var, auk þess sem lioldi á brjósti þínu er farið að þykna. Þú ert líka hvergi nærri jafn máttfarinn og l>á hefir átt vanda til und- anfarandi. Mér hefir fundist og verða nokk- urra umskifta vör að því er litarhátt þinn á- hrærir, bæði í andliti og eins á höndum; hofir þetta gefið mér góða von um það að blóð þitt væri smátt og smátt ag hreinsast; lánist ]>að að fullu, verður 'hitt tiltölulega auðvelt að koma þér í sæmileg hold. Já, Jamie; eg stað- liæfi nú, að þú sért kominn á ]>að góðan rek- spöl, að full líkindi séu til að þú verðir gró- inn sára þinna innan sex mánaða, eða jafn- vel fyr. Lánist okkur að koma blóði þínu í rétt horf, megum við örugglega vona, að eng- in öfl fái komið í veg fyrir að þú verðir sá maður, er guð,.við fæðingu þína, ætlaðist til a þú vrðir.” Hrifning Jamies varð slík, að hann tók Margréti Cameron í faðm sinn og kynsti hana á ennið með taumlausri ákofð; hún los- aði sig von bráðar úr faðmlögunum; ekka- blandinn fögnuður fylti sál hennar og frá ! hrjósti hennar leið milt andvarp um leið og hún gekk frá hvílunni og út um bakdyr húss- ins. Jamie hafði farið som snöggvast á fæt- ur; nú fleygði hann sér ofan á rúmfötin og hvíldi sig um stund með hendurnar um ennið. Svo fór 'hann fram úr hvílunni á ný, féll á kné fyrir framan liana og fórnaði höndum til guðs í heitri bæn fyrir fyrirheit hans um heilsu og hamingju. Eftir stundarkorn gekk Jamie þangað sem kæliskápurinn var, tók út úr honum skál og svelgdi í sig væna mörk af tómötuvökva. Brúðkaupslagið Eftir Selmu Lagerlöf. Framh. Hreppsnefndarmaðurinn var alveg á sama máli. Það var enginn timi til að vera með neitt umstang, því að fólkið var að raða sér í brúðargönguna á kirkjuhólnum. Hann gekk þess vegna til Jan Öster og bauð hann velkominn. Síðan staðnæmdust fiðluleikararnir fyrir fram- an brúðarfylgdina. Brúðhjónin gengu undir tjald- himni, brúðarsveinar og meyjar gengu hlið við hlið og á eftir þeim komu foreldrar og ættingjar í langri og skrautlegri fylkingu. Þegar alt var tilbúið, gekk einn brúðarsveinn til fiðluleikaranna og bað þá að spila brúðarlagið. Báðir fiðluleikararnir lögðu fiðlurnar upp að hökunni, svo stóðu þeir grafkyrrir og enginn tónri heyrðist. Það var nefnilega siður í Svaravatnssókn, að betri fiðluleikarinn byrjaði á brúðarlaginu og hefði forystuna í hljóðfæraslættinum. Brúðarsveinninn leit á Lars Larsson, eins og hann byggist við, að hann mundi byrja, en Lars leit á Jan öster og sagði: —Jan Öster á að byrja. En Jan Öster datt ekki annað í hug, en að Lars sem var klæddur eins og herramaður, væri fremri en hann, sem kom beint úr örbirgðarhreysinu, rifinn og tötralegur. —Nei, fyrir alla muni, sagði hann, fyrir alla muni. Brúðguminn ýtti við Lars. —Lars Larsson á að byrja, sagði hann. Þegar Jan Öster heyrði þetta, gekk hann til hliðar og lét fiðluna síga. Lars Larsson hreyfði sig aftur á móti ekki, en stóð öruggur á sínum stað, en hann lyfti ekki fiðlu- boganum. —Jan Öster á að byrja, endurtók hann ein- þykknislega, eins og sá, sem vanur er að koma vilja sínum fram. Það fór að koma ókyrð á fólkið af þessari töf. Faðir brúðarinnar gekk til Lars Larssonar og bað hann að byrja. Meðhjálparinn kom fram í kirkju- dyrnar og benti þeim, að þau skyldu flýta sér. Presturinn beið alskrýddur fyrir altarinu. —Þú verður að biðja Jan Öster að byrja, sagði Lars. Við fiðluleikararnir álitum hann okkar snjall- astan. —Það getur vel verið, sagði bóndinn, en við bændurnir álítum þig snjallastan, Lars Larsson. Bændurnir voru farnir að hópast að þeim. —Svona, byrjið þið nú, sögðu þeir. Presturinn bíður eftir okkur, og~við verðum að athlægi fyrir öllum söfnuðinum, ef þessu heldur áfram. Lars Larsson var óbifanlegur. —Eg veit ekkert hvers vegna þessi háttvirta samkoma hefir á móti því, að þeirra eigin fiðlu- leikara sé sýnd virðing, sagði hann. En Níels Ólafsson var bálvondur af því að það átti að neyða hann til að nota Jan Öster. Hann gekk að Lárs og hvíslaði. —Nú skil eg, að það ert þú, sem hefir komið þessu öllu af stað, til að sýna Jan Öster virðingu. En byrjaðu nú að spila, eða eg skal reka þennan náunga burt af kirkjuhólnum með skömm og sví- virðingu. Lars Larsson leit beint framan í hann og kink- aði kolli, án þess að á honum sæi nokkra reiði. —Þetta er rétt til getið hjá yður. Það varð að binda enda á þetta, sagði hann. Hann benti Jan Öster að hann skvldi koma á sinn fyrri stað. Síðan gekk hann nokkur skref áfram og snéri sér við, svo að allir gátu séð hann. Hann kastaðiboganum frá sér og dró upp slíður- hníf sinn og skar sundur alla fjóra fiðlustrengina, sem brustu með skærum tón. —Enginn skal segja það um mig, að eg telji mig fremri Jan öster, sagði hann. Nú var það þannig, að í þrjú ár hafði Jan Öster liugsað um lag, sem hann fann að bjó í honum. Aldrei hafði hann getað fengið það til að hljóma frá strengjuntim, þegna þess, að heima var hann alt af fjötraður í áhyggjum, og aldrei kom neitt fyrir hann, sem gat lyft honum upp úr hversdagsstritinu. En þegar hann heyrði strengi Lars Larssonar bresta, reigði hann höfuðið og dró andann djúpt að sér. Drættirnir í andliti hans stríkkuðu eins og hann, hlustaði á eitthvað, sem kæmi úr fjarlægð, og svo byrjaði hann að spila. Lagið, sent hann hafði hlust- að eftir í meira en þrjú ár, hljómaði nú frá strengj- unum og undir tónum þess gekk hann til kirkjunn- ar. Og brúðfylgdin hafði aldrei heyrt slikt lag fyr. Það hreif alla af slikum krafti. að jafnvel Níels Ólafsson sjálfur gat ekkert viðnám veitt. Og allir í brúðfylgdinni voru svo hrærðir og ánægðir með Jan Öster og Lars Larsson, að þeir gengu með tár- votum augum í kirkjuna. —Dvöl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.