Lögberg - 31.01.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 31.01.1935, Blaðsíða 3
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 31. JANÚAR 1935. 3 Svo hefir sagt mér Ingibjörg Gunnlaugsdóttir frá SyÖrivöllum, sem ólst upp á næsta bæ vi$ Helgu, að ætíð var hátíS hjá þeim systkin- unum þegar Helga kom. “Þessi há- vaxna, dökkklædda og alvörugefna kona átti svo mikla hlýju og milda gleði, að vermdi alla í návist henn- ar. Hún var alt af létt í máli, og heilsaði öllum með nafni. Þegar hún var á gangi raulaði hún fyrir munni sér vísur, sem hún setti sam- an um “blessaðan bæinn sinn,” kúua sina, köttinn, eða einhvern dauðan hlut, því alt var henni einstaklingar og flest vinir. í hugheimum henn- ar var hlýtt og bjart, og þar lifði hún löngum. Þess vegna held eg að Helga hafi verið meiri gæfukona en ýmsir ytri atburðir bentu til.” Þessi ár, sem eg man hana, var hún ráðskona hjá Guðmundi Ara- syni föðurbróður sínum. Var hann eldri en hún. Guðmundur var greinur maður, en sérvitur, og glæddi ekki gleði á heimili þeirra. Lifði Helga þannig í sorgum sinum öll þessi ár. Svo hefir sagt mér systir Helgu, Ögn á Ásbjarnarstöð- um, sem var vinnukona hjá henni, að það ' væri vandi Helgu, ef hún hefði tómstund á sunnudegi, að setj- ast við skrifpúltið sem hún átti eft- ir Sigurð, og dvelja þar í ljóðum þeirra og minningum. Var hún vel hagmælt og orti margt. Það hygg eg hafið yfir allan efa, að Sigurður hafi haft Helgu í huga er hann orti Hjálmarskviðu. Þó var Helgu búin þyngri þraut en .Ingibjörgu, sem fékk að fylgja Hjálmari í dauðann. Helga orti mjög innileg erfiljóð eftir Sigurð, en þá var hún svo ör- mædd, að öllum sorgum sinum tek- ur hún með því trausti trúarinnar, að þau SigurSur fái að njótast í öðru lífi. og því verði hún að liía þannig hverja stund, að hún verði honum æfinlega samboðin. Þetta kemur Ijóslega fram í nokkrum vís- um hennar, sem geymst hafa til þessa dags: Mein þótt andann ýfi svalt og sambandið hér sé valt, frí við grand mig finna skalt fyrir handan þetta alt. Þessa vísu, sem talið er að hún hafi ort ekki löngu eftir fráfall Sig- urðar, yrkir hún bersýnilega til þess að kveða í sig kjark að láta ekki bugast: Bezt er að kæra hvergi sig hvað sem fær að borið, heldur læra lífs um stig liðka ærusporið. Þá var hún komin á efri ár er hún orti þessa vísu: Langt er yfir sjó að sjá, samt er lognið hvíta. Aldrei má eg æginn blá ógrátandi líta. Enn er smákvæði, er hún nefndi “Bót”: Vinar ást er æðsta hnoss,. að því dást eg leyfi mér, sem ei brást þó særi kross, svoddan fást ef mætti hér. Tryggan vin að eiga er y eins og skinið sólar bjart, * Því það linar braut, og ver þá að dynur mæðan hart. Missa hann er þyngsta þraut, þanka ranni sem að bar: R®fumanna gervalt skraut, f?æða sannar jurtirnar. Mannorðs lifir minning há meðan bifast ekki fold, þó að svifi bana blá báran yfir látið hold. Sú vellystin færir fró að fáum mista vini séð °S hjá þeim gist í helgri ró heims þá vist er aflokið. Munu fegins fundir þá fær oss eigi vonin blekt— verða degi efsta á, orð guðs segir trúanlegt. # Þannig segir hún frá helsta yndi sínu: Kynning þjóða kýs eg mér, köldum moð svo bægi þar sem hroðrar harpan er hreyfð með góðu tagi. Síðara bindi ljóðmæla Sigurðar endar á þessu kvæði, sem eg tel vera eftir Helgu Eiríksdóttur: Gefnu tíðir gleðinnar grentu stríðan trega. Hér var fríða söngvasvar samið prýðilega. Þetta hér umbreyttist brátt —böl því fer að þjaka.— Þögult er þar hróðrarhátt i harpan gerði kvaka. Fram þó bíður fögnuð sinn, fyltan prýði skærri. Ennþá blíði eimurinn eyrum líður nærri. Eg þvi veit hann eflaust má um lífs þrevtu vega, minna teita ýta á alt hið breytilega. Allfast vera á hverjum alloft hér í minni: Altíð fer að endinum alt í veröldinni. Þannig ber að þenki sú þjóð sem hér á lítur. Kvæðin eru enduð nú, óðarkverið þrýtur. Loks skulu hér tilfærð eftir Helgu tvö erindi, er hún nefndi “Farfugl- inn.” Mun það flestra dómur. að sveitastúlkan óuppfrædda, sem kvað þau, hafi verið meira en réttur og sléttur hagvrðingur: Þú fuglinn minn, sem flýgur hátt í skýjum til fjarra landa, yfir djúpan sjá, þér fagna blóm í suðurheimi hlýium, ef hjálpar guð þér þeirra til að ná. Ó, farðu vel, eg fylgi þér í anda —þótt fótur minn sé bundinr. jörðu við— til þinna sælu sólarríku landa of svalan ægi, f jöll og klettarið. Ó berðu kveðju blómum suðurheima frá blíðri rós í kaldri norðurátt, er sér frá jörð til sælla ljóssins geima með sárri þrá um himinhvolfið blátt. Er visna þau í glöðum geislabárum, sem guðs af himni falla á jarðarból, hún gæti svalað þeim með trega- tárum, sem tæmdi vart hin ógnarbjarta sól. Fátt af því marga, sem Helga orti, komst út á meðal manna, því hún var dul, en að henni látinni bretidi Guðmundur Arason flest það, er var í púltinu hennar, nema ljóða- bækur Sigurðar Bjarnasonar, og veit nú enginn hvað þar fór í eldinn. Ljóðabækur Sigurðar hafði Helga ánafnað bróðurdóttur hans, Ingi- björgu Jakobsdóttur frá Illugastöð- um, en hún var í Reykjavík þegar Helga dó. Guðbjörg á Kálfshamri svstir Helgu bað Guðmund að láta sér eftir bækurnar, og varð hann við þeim tilmælum hennar. t Ingibjörg Jakobsdóttir hefir það eftir Helgu, að hún vildi verja nokkru af eigum þeirra Guðmund- ar til að gefa út úrval af ljóðum Sigurðar, en Guðmundur dró svo úr því, að ekki varð af. Nú hefir Snæbjörn Jónsson, með prýðilegri útgáfu Hjálmarskviðu, “kallað ynd- ið heim” (svo að notuð séu orð Sigurðar) til handa þeim öllum, sem unna minningu Sigurðar og lióíum hans. Hafi hann beztu þakkir fyrir. Er eg nú skilst við Katadalsfólk- ið finn eg mikinn söknuð, þvi ná- lægð þess hefir verið mér góð. Þess vegna get eg beðið afsökunar á þvi að eg hefi oflitlu vikið að Sigriði á Illugastöðum, unnustu Friðriks i Katadal, þvi hennar örlög voru hörð. Hún var 15 ára er þau Frið- rik feldu fyrst hugi saman; tæpra 18 ára þegar hann er tekinn af lífi fyrir það að hann fór skakka leið að því að varðveita hana fyrir Nathan. Síðar á þvi ári er hún færð utan til æfilangrar þrælkunar, eftir tveggja ára varðhald hér. Eft- ir þetta berast þær einar sagnir af henni til íslands, þó munnmæli, að auðugur maður, enskur, sem sá hana, keypti hana sér til handa, fyr- ir ærna gjalda. — Síðan hefir ekki heyrst frá henni, það eg veit, svo síðari æfiár hennar eru alveg hulin, svo og hve lengi hún þurfti að syrgja Friðrik. I Eg ætla ekki að verða sérstakur málsvari þeirra Friðriks og Sigríð- ar, en þau minna mig sífelt á gamla draumvísu, sem eignuð er Jóni á Viðimýri: Að margan galla bar og bresr, bágt er varla að sanna.— Drottinn alla dæmir bezt, dómar falla manna. —Lesb. Mbl. Af héraði Síðastliðið sumar hefir verið al- veg hið versta, sem menn rnuna hér austan lands. Sumarið 1903 var að vísu álíka úrfellasamt, en heyið sþemdist ekki líkt þvi eins mikið þá, vegna þess að tíðin var miklu kald- ari. Bæði þessi sumur brá til ó- þurkanna um sama leyti eða um 14. helgi sumars. 1903 voru þvínær öll tún ógirt, og þar af leiðandi aðeins slegin einu sinni. Þá byrjaði hey- skapur ætíð á útengi. Tún var þá venjulega byrjað að slá 13 vikur af sumri. Af þessu leiddi það, að 1903 hraktist taða mjög mikið, en i sumar náðist taða víðast að mestu, áður en óþurkarnir byrjuðu. Þó eru þess dæmi, aS taða ónýttist með öllu, og munu þess engin dæmi hér á Héraði áður. Einkum er þó út- heyið, sem slegið var næst á eftir töðunni úti enn. Það var orðið svo skemt sumstaðar, að ekki var álitið ómaksins vert að hirða það, enda gaf illá til þess. Grasspretta var víða góð, og enda sumstaðar ágæt. Heyskapur varð þá líka sumstaðar talsverður að vöxtum, en útheyið -einkum mikið skemt. Sjálfsagt hefir svo heyið líka skemst í heystæðum, sem ekki voru járnvarin. Úrkomurnar voru svo langvinnar í haust, að torfþökin fengu ekki tekið á móti eða frá sér hrynt öllu því vatni, sem á þau féll. Síðan um veturnætur hefir svo verið köld kergjutið og alt af snjór á jörð, sem er þó helst að leysa núna. Á Jökuldal er talið, að fé hafi fent eitthvað lítilsháttar á flestum bæj- um, og til muna jafnvel um 100 á einum bæ. Sauðfé hefir ekki verið gefið til muna, en jörð hefir lengi verið léleg og ill aðgöngu fyrir storku. Allar skepnur hafa því lagt af þennan kafla, sem af er vetrinum. Sauðfé var óvenjulega rýrt í haust, einkum í þeim sveitum, scm best nutu votviðranna. Sauðfjárplágur gerðu með mesta móti vart við sig síðastliðið vor, einkum í kuldunum og hretunum, sem komu í maí. Það er annars eitthvert alvarleg- asta atriðið af öllum erfiðleikum bænda hér um slóðir, þessi dæma- lausa plága og vanþrif í sauðfénu. Sumarið 1933 hefir sjálfsagt gefið meiri og betri hey heldur en rtokk- urn tíma áður, að minsta kosti mik- ið meiri og betri töðu því nýting á öllu heyi var hin bezta. Síðan kem- ur mjög mildur og að heita má góð- ur vetur meö hálfsmánaðar hreti í maí, sem oft vill hér við brenna, en þó var það ekki verra en það, að ýmsir sem áttu vænar og heilbrigöar ær tóku þær ekki í hús. Hinir voru miklu fleiri, sem gáfu frameftir öllu vori og gáfu upp öll hey, mistu samt af fénu, og áttu svo lítil og léleg lömb til frálags í haust. Þessar ástæður eru eigi til þess fallnar að laða unglingana til lang- dvala i sveitunum þegar þeir sjá erfiði sitt og sinna verða þannig að engu. Nú mæna allir fjáreigendur vonaraugum eftir ormameðulunum frá próf. Dungal og gera sér von um góðan árangur af þeim í vetur. Uppskera úr görðum varð með rýrara móti um alt HéraS, nema helst þar sem garðar eru mjög sendnir. Þó er ekki víst að jarð- eplaframleiðsla sé minni en áður, því alt af er garðræktin að færast í aukana þessi árin, sem betur fer. Nú hafa margir bændur á Héraði talsverðan stuðning af sölu garðá- vaxta, enda kemur það sér betur, þar sem afnot sauðfjárins eru rýr- ust. Fagridalur hefir ekki verið fær bifreiðum síðan fyrir veturnætur. Y w 9 9 9 — PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS PHYSICIANS cmd SURGEONQ DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 6.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talslmi 42 691 1 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phones 21 212—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 1 DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON 216-220 Medical Arts Bldg. NudcUaeknir Cor. Graham og Kennedy Sts. 4 Viðtalstími 3—5 e. h. 41 FURBY STREET Phone 21 834--Office tímar 4.30-6 Phone 36 137 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE 218 Sherburn St.--Sími 30877 Winnipeg, Manitoba Slnriið og semjið um samtalstlma BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœOingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 765 \ W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœOingar .325 MAIN ST. (ð öðru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. I hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœOingur E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœöingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 Phone 98 013 504 McINTYRE BLK. DRUGGISTS DENTISTS Medical Arts Drug Store R. A. McMillan PRESCRIPTIONS \ Surgical and Sick Room Supplies Phone. 23 325 Medical Arts Bldg. Winnipeg, Man. / DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG Phone Your Orders Dr. Cecil D. McLeod DR. T. GREENBERG Roberts DrugStores Dentist Dentist Limited Royal Bank Building Hours 10 a. m. to 9 p.m. Sargent and Sherbrooke Sts. PHONES: Dependable Druggists Phones 3-6094. Res. 4034-72 Office 36 196 Res. 51 455 Proinpt Deliverj'. Nine Stores Winnipag, Man. Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfrsmur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 601 562 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We speciallze in Permanent Waving, Finger Waving, Brush Curling and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og blf. reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundls. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 r4 ' LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. HÓTEL I WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Down Toum HoteV 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, linners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALD, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG Pœgilegur og rólegur hústaOur i miObiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Ouests SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411 CorntoaU Jjtotcl Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG It Pays to Advertise in the “Lögberg” Kemur það sér illa, þar sem alt síldarmjölið er óflutt. Það er ó- fyrirgefanlegur trassaskapur Rikis- verksmiðjunnar á Siglufirði að senda það ekki fyr. Minsta kosti hefði verið hægt að senda fyr alt það, sem pantað var fyrir 1. sept., svo það hefði nú verið komið ó- skemt heim til manna. Nú er ver- ið að stimpast við að koma þessu yfir dalinn á sleðum, en bílar flytja beggja megin. Liggur svo mjölið úti á gaddinum, stundum fleiri næt- ur og skemmist svo í austan og suð- austan hryðjum þeim, sem nú eru tiðar. Bændum kemur þó sjálfsagt flest annað betur, en fá skemt fóð- urmjöl til þess að gefa með heyjum sínum. Þetta og margt fleira ilt stafar af rikisrekstrar seinagangi þeim, sem hér er orðinn á alt of mörgum hlut- um. G. FI. Mbl. 28. des.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.