Lögberg - 31.01.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 31.01.1935, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. JANÚAR 1935. För í Húnaþing (Ferðasaga og ferðarabb) Eftir Signrð Guðmundsson skólameistara. I byrjun þessa skólaárs fór eg með 6,-bekkingum vestur í Húna- þing og skoðaði ásamt þeim sögu- staði á þeirri leið og fagrar sveitir á þeim slóðum. En áöur en eg byrja ferðasöguna, ætla eg a<5 binda enda á það loforð mitt í síðustu skýrslu, að drepa litilsháttar á gildi skólaferða og áhrif þeirra á skóla- nema og skólalíf. Ef þjóðmenning vor drukknar ekki í óstjórn og byltingaflóði “á komandi árum,” þykir það einbver tíma merkilcgt tiltæki, er einn kenslumálaráðherra vor átti upptök að þvi, að kennarar og nemendur mentaskólanna fóm saman lang- ferðir, að mestu á kostnað skólanna sjálfra, snæddu saman dag eftir dag undir beru lofti, lágu saman i tjaidi og gengu saman upp utn jökla, f jóll og firnindi. Tíðkast slik feröa'ög nú æ meir með menningarþjóðutn. Álit á gildi slikra ferðalaga með slíkri menningarþjóð sem Dönum geta íslendingar markað af ferð eins hins nafnkendasta og merkasta skólamanns Dana, Einars Ande- rsens, rektors, með hóp danskra skólasveina hingað til lands í síð- astliðnum júltmánuði. Farið var með dönsk skólabörn alla leið til Róm nú á síðastliðnu vori. í Eng- Jandi vex og trú á uppeldilegu gildi ferðalaga skólalýðs, eftir því sem frá var skýrt í enska blaðinu Man- chester Guardian í vetur (23. marz 1934, bls. 239). Öld vor er ferðalaga- og ferða- mannaöld. Allir ferðast, sem slíks eiga nokkurn kost. Hví skyldi þá æskan eigi ferðast lika? Vitur sál- könnuðttr segir, að allar ferðir vor- ar séu farnar til horfinnar æsku. Á hann þar auðvitað ekki við óhjá- kvæmilegar skylduferðir, heldur hressingar- og skemtifarir, Eg ætla, að svo 'megi að orði kveða, að á slíkum ferðum verðum vér margir börn í annað sinn og á skemtilegri hátt en í elli vorri. Fátt getur skemtilegra en ferðast með börnum með fjöruga ný-næmis- og furðu- kend, sjá og finna, hversu þau njóta alls hins nýja, er þá ber fyrir augu. ’Ættu allir foreldrar að hafa efni á þvi, að ferðast árlega með bÖrnum sinum. Þó að vér rosknir og slitnir fáum eigi ferðast frá sjálfum oss, og næmleiki vor á nýjum fyrirbrigð- um sé tekinn að sljóvgast og dofna, dregur fátt meir af oss slenið en ferðalög né lifgar meir skyn vort á nýstárlegu og einkennilegu. Vér fleygjum þá áhyggjunum út í hafs- auga. Orka verður af lögu til skemt- unar og gáska sem á æskuskeiði. Vér gerumst aftur gárungar og ærslabelgir, sem ungir værum, hend- unr gaman að flestu, sem fyrir ber, jafnvel að virðingamönnunum sjálf- um oss, sem vér endranær hneigjunt °ss full-hátíðlega fyrir. En nú hyggur líklega margur, sem vonlegt er» að æskan þarfnist síður hress- Ingar og hvíldar á ferðalögum en ^ullorðnir eður aldfaðir. Æskan er olúin, óslitin. Hún þarf ekki að leita langt til fanga að skemtiefn- um. Eöngum verður margt á henn- ar vegi, sem hún getur hlegið að og skopast að. Samt þarfnast skóla- (ýður, sem stundar örðugt nám, eir.s °S t- d. í efri bekkjum skólans hér, n°kkurrar hressingar og tilbreytni, ef ilt á ekki að hljótast af á ýmsa umh Skylduræknir nemendur háfa ler 1 skóla langan vinnutíma og njóta því j raun réttri litils frjáls- ræðis, þó að kostað sé kapps um að skerða jafn-lítið frelsi þeirra og framast þykir unt. Kensla byrjar ýmist kl. 8 (í lærdómsdeild), eða kl. 9 (í g'agufræðadeild). Henni er með miðdegisverðarhléi ekki lokið fyr en rúmlega kl. 2 (í lærdóms- dedd), 0g tæplega kl. 3 (í gagn- ræðadeild). Iðnis- og áhugapilt- um UPP °g ofan dugi naumast minna I cn 3 4 stunda undirbúningsnám hvern virkan dag. Sést á slíku, að vmnutimi gerist býsna langur. Hyggi menn að því, að slíkar innisetur við nám, einatt þurt á bragð og stund- að eftir annara fyrir skipan verða nemendur að leggja á sig á mesta fjörskeiði æfinnar, er þeir hafa mesta hreyfiþörf. Er slíkt neyðar- úrræði á margan veg. Ef til vill kann að mega breyta slíku að ein- hverju leyti, hafa meiri útivistir og útistörf. Kénnir og í skólum vor- um vaxandi viðleitni á sliku. Samt verður, að líkindum, lengi ekki kom- ist hjá löngum kyrsetum og innivist við fábreytt nám og stundum leið- inlegt, að minsta kosti meðal þess hluta æskunnar, sem býr sig undir vísindanám eða leggur stund á það. Alt af krefjast vísindin og nútíma- fræði meiri elju og þolinmæði af iðkendum sínum, eftir því sem forði þekkingar vorrar vex, og tækni vor, vísindaleg eða vélræn, gerist flókn- ari og krefst nákvæmari vinnu bragða og nákvæmari aðgæslu. Menning vor fær ekki staðist, nema vel og nákvæmlega sé tinnið og — numið. En hér verður að gæta þess, að ofbjóða ekki heilsu nemenda, hvorki líkamlegri né sálarlegri. Þvi meiri vinnu sem krafist er, þvi meiri heilbrigða gleði verður að veita þeim. Annars getur vinnuharka spilt lundarfari nemenda, alið óá- nægju, er af spretta kergja og kali í garð skólastjórnar og skólalaga, andúð og nöldrunarsamt andóf gegn þeim, sem brotist getur út í beinni óhlýðni, ef svo ber undir. Verður því stundum að slaka á vinnutaum- unum og leika sér á marga vegu Sálrænar heilbrigðisráðstafanir eru eins nauðsynlegar og líkamlegar. sóttvarnir. Nú rofar og fyrir skiln- ingi á, að iðni og námstrit geta keyrt úr hófi frarn 'og haft skaðleg eftir- köst> Merkur rithöfundur, erlend- ur, kveður óhollustu, bæði sálræna og líkamlega, standa af harðvítugri samkepni í námi. Heilinn ofreyn- ist. Af slíku stafar aftur vanheilsa tómlæti og andlegt slen. Þó að skólavist sé tiltölulega stutt hérlend- is. getur hún samt að sumu leikiS þá illa, sem stunda námið af ná- kvæmni og iðni, kappi og skyldu- rækt. (Yfirburða-námsmaður, sem úr varð stórmerkur embættismaður, vandvirkur og skyldurækinn, Páll Vídalín Bjarnason, sýslumaður Snæfellinga (d. 1930), sagði við mig skömmu fyrir dauða sinn, að hann sæi eftir, hve fast hann hefði sótt nám. Hann vildi nú heldur, að hann hefði iðkað það minna, en lagt að sama skapi meiri stund á i- þróttir—“sport”, sem hann að orði komst). Slíkt getur dregið úr sál- arfjöri, frumkvæði og framtaki. Er námsframi og mikill lærdómur of dýr, ef þannig tekst til. Afburða- námsmenn hafa minst á það við mig, að hann kosti mikla vinnu, sá próf- lestur eða “lectíu”-lestur, er veiti þeim ágætiseinkunn í einhverri grein. Herslumunur í prófum og námi er dýr, krefst mikilla útgjalda af orku og tima og langrar kyrsetu, nema ef því fágætari nemendur eiga í hlut. En skólar verða að sjá mikl- um iðnispiltum fyrir nægilegri úti- vist. Ef vel á að fara, verða skólar einnig að láa nokkuð eftir þeirri þörf nemenda, sem virtist í gáska- brekum þeirra, ólátum og áflogum, veita henni í frjóvan farveg. Því gerir heilbrigt skólauppeldi hvort- tveggja: stælir bæði heila og vöðva. Það venur æskuna við nám og fræðaiðkanir i kyrð og næði og læt- ur eftir hreyfiþörf hennar, lætur hana teygja duglega úr sér, ólmast og ólátast undir beru lofti, þar sem 'engin húsgagnabrot né önnur spjöll hljótast af. Sívaxandi íþróttaiðkan- ir í skólum vorum, t. d. skemtiróðr- ar og aukið sundnám og sundraunir, bera vitni um vaxandi skilning á þessu tvöfalda hlutverki. Efa eg ekki, að slíkt bæti andrúmsloft. Eg þykist hafa tekiö eftir því, að meira beri á rvskingum á göngum hér og ólátum, ef íþróttir hafa eigi verið iðkaðar hér um dálítið skeið. En auðvitað fá íþróttir eigi, fremur en önnur lyf né læknisráð, læknað alla skólasjúkdóma né girt fyrir þá. Hætta leikur og á öfgum og óhófi í þeim greinum’ sem í öðrum á- stundunum vorum og nautnum. Það er og örðugt, að skapa gott skóla- loft og þann anda, sem með glcð- v£@rð og áhuga, en ekki með gremju né andvarpan, stundar strembið starf, hlýðnast skólalögum, ekki af þrælsótta, heldur af hinu, að nem- anda er ant um velfarnað og siðferð- islegt heilbrigði skóla síns, sæmd hans og og traust á honum í landinu. Veitir því ekki af að leita margra ráða til uppeldis slíkum anda, eins og veita verður líkama vorum fjöl- breytta fæöu, svo að hann njóti heil- indis og hreysti. Férðalög eru eitt hið bezta heilsulyf. Þau hafa áhrif holl á skólaæskuna eigi síður en á fullorðna. Á ferðum hvílist hún og hressist, léttir í bili af sér náms- áhyggjum og fræðahrolli. Langferð- ir skólapilta á siðastliðinni öld hafa án efa verið þeim bæði þroskalyí og heilsubót. Þær hresstu eftir prófstrit og prófslys á vorin. Þær fyltu lungun heilnæmu fjallalofti eftir vetrarlangt stofuryk og svækju- loft. Þær kendu þeim íslenzka landafræði, kyntu þá fólkinu, sem bjó á voru landi og skerptu skyn þeirra á fegurð þess. Á haustin hlóðu þessar fjörugu langferðir þá þoli og þrótti við námraunir næsta vetrar. Og þær gerðu meira: Ásamt heragalegum anda, er til þeirra blés að ofan og stýrði þeim meö blá- köldu boði og banni, áttu þær vaía- laust mikinn þátt í að skapa það fóstbræðralag og fóstbræðraþel, sem auðkendi latínuskólann. Á slíkum ferðalögum, einatt illa riðandi, í haustrigningum og hríðum, lærðist þeim að láta eitt yfir sig alla ganga. Slíkur lærdómur fylgir þeim inn í kenslustofur og heimavist. Þeir urðu þar, sem á heiðum uppi, að hjálpa hver öðrum gegn einveldinu fyrir þeim og verja hver annan, ef á hluta þeirra var gert, og það stundum, þótt málaefni nemenda væri ekki sem bezt. Siðferðislög skólapilta voru að sumu leyti frumstæö (“primitiv”). Fylgdu slíku bæði brestir og kostir, sem ekki er rúm til að ræða hér. En að líkindum hefði kosta slíks fóstbræðraþels gætt meira, ef kennarar hefðu verið í för með nemendum milli Reykja- víkur og Austurlands. Þá et ekki örvænt um, að nokkrum skólapiltum hefði vaxið skilningur eða tilfinning á því, að þeir og kennarar væru liðs- menn og lagsmenn í sömu hersveit og sama hernaði, sem styðja yrðu hver annan, ef sigur ætti að vinna. Þá er athugaður er viðkynningar- máttur og sameiningarafl ferðalaga, furðar menn á, að skólarnir hafi ekki hagnýtt sér slíkt uppeldistæki meira en þeir hafa gert ú undanfar- inni tíð. Ef takast á góð samvinna með kennurum og nemendum, verða þeir að skernta scr saman, En slikri samskemtun og samleikum verður bezt komið á í ferðum, þar sem lærisveinar og lærifeður eru einir i hóp. Eg vona að lesendum skiljist nú, aS náttúrufræði-leiðangrar 5. og 6. bekkjar eru á marga lund hamingju- vænleg nýjung. Bókin er neyðarúr- ræði. Retra er að fræðast um líf og náttúru af sjálfu lífinu og sjálfri náttúrúnni en af bók eður armara frásögn. Þessar vorferðir 5. bekk- inga eru tilraun óbóklegrar kenslu, bæði í náttúrufræði og landafræði. Þar eiga nemendur að læra, alveg bókarlaust, af náttúru, landslagi og stöðúm. Enginn kennari, hvorki Þorvaldur Thoroddsen, Ögmundur Sigurðsson, Stefán Stefánsson, Guðmundur Bárðarson né Pálmi Hannesson fær kent landafræði á við staöina sjálfa. “Sjón er sögu ríkari.” Þá er staðir, jarðlög og náttúru-undur blasa við augum vor- um, lýsa þau sér, á sínu þögla máli, skýrast og eftirminnilegast. Þá fær kennari og bezt skýrt, hve merkileg þau eru og einkennileg á ýmsan veg. Slíkir leiðangrar ættu að hafa sömu kosti sem langferðir skólapilta fvrr- um—að því sleptu, að þar kyr.nast aðeins nemendur úr sömu bekksögn hver öðrum. En þessar nýju að- ferðir hafa það um fram gömlu langferðirnar, að þær auka vfðkynn- ing kennara og nemenda og hafa sökum leiðsagnar kennara, meira menningargildi en þær, ef að réttu fer. (Stundum hafa fleiri en einn kennari farið með nemöndum í þessi ferðalög, þótt ekki hafi það verið síðustu árin. En allir kennarar þurfa að ferðast með piltum, eftir því sem færi er á. Fœtur hennar voru mjög bólgnir Saskatchewan kona gat naumast gengið. Mrs. Taylor notaði Dodd’s Kidney Pills með góðum árangri. Fiske, Sask., 28. jan. (einkaskeyti). “í sumar sem leið voru fætur rnínir mjög bólgnir, svo eg gat naumast hreyft mig,” segir Mrs. Ray F. Taylor þar á staðnum. “Eg afréð að reyna Dodd’s Kidney Pills. Eíir að hafa notað sex öskjur, var eg miklu betri og bólgan horfin Læknirinn spurði hvort eg notaði nokkuð nýrnameðal og sagði eg honum að eg hefði reynt Dodd’s Kjdney Pills, og hafði hann ekkert við það að athuga. Nú er eg það frísk að eg get stundað öll mín störf, og má eg þakka það Dodd’s Kidney Pills.” Vegurinn til heillar heilsu liggur um nýrun. Séu þau slöpp og geta Dodd’s Kidney Pills létt undir með nýrunum til þess að vinna verk sitt og halda blóðinu hreinu. --------------V-------------------- Seinasta vetur lét eg nær allar bekksagnir skólans fara í fjallgöng- ur, ganga upp á Súlur, ásamt 2—3 kennurum. Gistu þær með þeim eina nátt í skíðakofum hér uppi í fjall- inu fyrir ofan Akureyri. Skiftust kennarar á um leiðsögu. Skólakunn- ugir fara nærri um, hvernig æskan tekur slikum göngum. Vona eg, að af þeim stafi hollusta á marga lund. t skynsamlegri gagnrýndargrein á ýmsu skipulagi og starfsháttum skól- ans (“Muninn” 20. des. 1934) var farið lofsamlegum orðum um þær og, meðal annars, komist svo að orði: “Eg gæti trúað, að kennararn- ir gætu kent á slikum fjallgöngum meira en í mörgum timum.” Ef vel er færis neytt, ætti nemöndum að lærast sumt á fjallaferðum, sem tæpast verður numið í bók-kenslu- stundum. Þýzkur uppeldisfræðing- ur kveðst kynst hafa skólagöngum í Sviss. Hann hneykslast á hve van- rækt var að brýna fyrir tápmestu nemendunum riddaralega framkomu og nærgætni við þá, sem seinfærir voru og máttarnaumir. Kennarar hafi þotið á undan með þeim, sem fráastir voru, hafi stöku sinnum snúið sér við og kallað í skipunar- rómi til þeirra, er á eftir voru, að flýta sér. Slíkt tómlætis-víti ber að varast. Á slíkum gönguförum skóla- lýðs er bezt að fara að sem þeir Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn •ungi í norðurför að Örlygsstöðum. Einn kennari gengur fremstur og gætir þess að hlaupadýrin stökkvi ekki á undan og ekki sé farið hrað- ara en holt er. Annar kennari fer aftastur, geymir þess, að ehginn dragist aftur úr, allir haldi hóp. Þá ættu hraustir drengir að komast upp á að hjálpa þol-litlum skóla-systkin- um. Þeir geta sýnt hreysti sína á að bera poka þeirra eða töskur, þurka vosklæði þeirra í f jallakofum, efv slíks gerist þörf o. s. frv. Má margt drengilegt nema á slíkum ferðum, á að gera það (“learning by doing” í þeim skilningi og á þá leið). Framh. Messur á Þingvöllum Eftir prófessor dr. theol. Magnús Jónsson Líklega hefir engin messa verið sungin á íslandi merkilegri en sú, sem fram fór á bakka Almannagjár 23. júní árið 1000. — Þingheimur allur var skiftur milli tveggja siða, ldofinn i tvo heri. Daginn fvrir hafði nærri legið, að allur þingheim- ur berðist. Nærri má geta, hvort mönnur hefir orðið svefnsamt þessa björtu júnínótt. Fæstir munu hafa legið fjarri vopnum sínum. Sterk varöhöld hafa verið af « beggja hálfu. Vafalaust fundir og sarntöl þeirra, sem vandræðum vildu firra. Gæfa og ógæfa toguðust á urn þjóðina þessa nótt. Alþingi var ungt, þetta tákn þéss, að hér byggi ein þjóð, hér væri lagaríki. Þó var það mikið lán, að það skyldi ekki vera enn yngra, að allsherjarlög og þjóðartilfinriing höfðu náð að festa rætur um nokkra áratugi. Því að nú reyndi á. Voru höfðingjarnir á al- þingi svo þroskamiklir, að þeir gætu afstýrt óhappi, eða átti þetta nýja ríki að sundrast eftir svo skamma æfi? # # # En friðurinn og verundun þjóð- skipulagsins var þó ekki það eina, sem barist var um þessa vornótt á Þingvelli. Það var barist um fornan og nýj- an sið. Friðurinn ér góður. En þeir menn eru þó jafnan til, sem setja hugsjónir ofar ölliftn friði. Eða kanske væri réttara að orða það þannig, að þeir finna engan frið, nema i hugsjón sinni. Og þessir menn voru í hópum á Þingvöllum vorið 1000. Samtímis því er framsýnir höfð- ingjar sátu á ráðstefnum um það, að bera sáttarorð milli og finna friðarskilmálana, hafa fundir verið haldnir og ráð lögð á um það, hvernig sigur ætti að vinna — af beggja hálfu. Guðunum hafa verið gerð heit stór og rauusnarleg, jafn- hliða því, að hendurnar voru krept- ar að meðalkafla sverðanna. Auð- rnýkt trúmannsins og víkingslund- in hafa svarist í órofa fóstbræðra- lag. En eins og bakgrunnur. óviss og þéttur, er svo múgurinn, milli vonar og ótta um það, hvað verða muni, hlerandi eftir einhverri fregn af ráð- stefnum höfðingjanna og'mggandi um það, út í hvað þeim verSi att með morgunsárinu. Svona leið þessi bjarta júnínótt. * * # Alt í einu kveður við undarlegur hljómur, fyrsta klukknahringing á hinum helga stað. Hreyfing kemur á í kristnu búð- unum. Menn hlaupa upp og búast til ófriðar. Kristnir menn ætla að verða fyrri til um árásina. En engin vopn sjást. Það er annars konar herferð, sem hér er lagt upp í. Það er herferð móti herra þessa heims, þessa heiðna lands, vonskunnar anda í himin- geimnum. Krossmörk koma á loft, háir krossar, róður og önnur heilög tákn. Klerkar i skrautlegum klæð- um, fórnandi vopnlausum höndum, með augun lyit í hæðir, eins og þeir viti ekki að neitt sé til annað en hinn æðri heimur, ganga í skrúð- fylking. Skrýddir sveinar með kerti í höndum, og söfnuður fyltur f jálg- leik gengur á eftir. Hægum skref- um sígur þessi fylking upp eftir barmi Almannagjár fyrir ofan Vestfirðingabúð. Það er staðnæmst. Söngvar hef j- ast. Reykelsi er tendrað. Ilminn leggur um alt. Hér er eitthvert ó- þekt og ógurlegt afl að verki. Hér er það afl, sem hafði sigrað kon- ungsríki og keisaradæmi álfunnar. hér er það komið á alþing íslend- inga. * * * Fjölmennasta guðsþjónusta, sem haldin hefir verið á íslandi, er vafalaust sú, sem haldin var í Al- mannagjá 26. júní 1930. Af öllu því, sem fram fór þessa minningaríku daga á Þingvöllum, jafnaðist ekkert við þessa guðs- þjónustustund. í óslitnum, dökkum og marglit- um taumum sást mannf jöldinn koma streymandi eftir völlunum, innan úr tjaldborg, utan af túni, austa úr hrauni, neðan með gjá. Við seiðandi undirleik Öxarár- fossins safnaðist þjóðin saman á grundinni, norðan ár, milli veggja Almannagjár. Grundin varð alskip. úð, báðir barmar alskipaðir. Þar var ekki konungur eða alþýðumað- ur, ekki íslenzkur bóndi eða enskur lávarður, heldur allir jafnir. Engir heiðnir menn, mqð vopn við hlið, stóðu hér og horfðu á. Engar ákvarðanir um lif eða dauða þjóðfélagsins voru framundan. En minnin'gar liðinna alda knúðu ótrúlega fast á, alt, sem þessi þjóð hefir lifað og strítt, liðið og notið í þúsund ár. “Það var eins og alt þetta kæmi í heimsókn og væri við- statt þessa guðsþjónustu. Hún verður hverjum manni ógleymanleg. * * # Þegar Ólafur helgi hóf tilraunir sínar að lífga kristnina á íslandi og gaf efnivið til kirkju, var sú kirkja reist á Þingvöllum. Á vegg hennar var mörkuð alin landsmanna. ' * í Þingvallakirkju hafa landsmenn komið saman á hverju alþingi um aldirnar. Þar flutti landsins mesti ræðuskörungur, Jón Vídalín, sina nafntoguðu ræöu um lagaréttinn. Fjöldi hefir þar verið merkis- klerka. En nú, einmitt nú, þegar Þing- vellir hafa verið gerðir að helgistað allrar þjóðarinnar, þá er staðurinn sviftur presti sínum. Það má ekki ske. —Lesb. Mgbl. Dásvefn dýranna Einkennilegur er vetrarsvefn margra dýra. Það er ekki venju- legur svefn. Vísindamenn fullyrða að það sé nokkurs konar dásvefn, sem líkist meir dauða en venjuleg- um svefni. Meðan á þessum svefni stendur neyta dýrin einkis. Þau lifa á þeirri fitu, sem þau hafa safnað um sumariö. Fitan er þeim einnig vörn mót kulda. Það er naumast unt að greina, að þau draga andann, eða að hjartað bærist. Oft eru ekki nein sjánleg lifsmerki með þeim. En í þessu dái megrast þau mjög. T. d. léttist leðurblakan uffl 1/5. Dýrin búa sig venjulega mjög rækilega undir dásvefn sinn. Slcóg- arbjörninn leitar sér uppi fylgsni undir viðarrótum og gerir sér þar bæli úr grenibarri, mosa og lyngi Þangað hverfur hann svo þegar kuldinn fer að sverfa að. Hann liggur þó ekki í einum dvala allan vcturinji. Þegar ?ýðviðri og hlý- indi koma vaknar hann gjarna og fer þó stundum á kreik.— . f sbirnan fer i híði um tima að vetrinum, en björninn ekki. f þessu liíSi, sem birnan grefur sér i hjarn- fönn, elur hún húna sina. Greifinginn legst í dá í holu, sem hann grefur sér sjálfur. Á haustin safnar hann talsverðum vistaforða og flytur þangað. Það eru venju- lega allskonar smádýr, ávextir, egg, fuglar o. s. frv. Á þessu liíir hann svo þangað til kuldinn kemur. Þá legst hann þar í nokkurs konar hreiður, sem hann hefir gert sér úr mosa, laufi og blöðkum og fellur í dvala, en vaknar þó jaínan þegar hlýnar í veðri. Broddgölturinn liggur í vetrardái. Þá skilja makarnir og eru sinn á hvorum stað. Þeir gera sér hlýtt og notalegt híði í holum. Er gam- an að sjá þegar þfeir eru að flytja efnið í það. Þeir fara þannig að því að þeir velta sér í laufi, grasi og mosa, sem festist í broddunum. Og eins og lifandi mosahrúga hlaupa þeir svo niöur i híðið Qg tína þar alt af sér. Og þarna hafa þeir búið sér til hlýja sæng áður en veturinn kemur. Leðurblakan liggur, eað réttara sagt hangir í vetrardái í 4—6 mán- uði. í holum, sprungum, bygginga- rústum og víðar, hanga þær á aft- urfótunum og leggja að sér væng* ina. Meðan á dáinu stendur er ekk- ert lífsmark með þeim.—Vísinda- maður mældi einu sinni líkamshita leðurblöku, sem var i dái. Hann reyndist 1 stig á Reamur. fkorninn legst í dá með köflum á veturna. Þegar mjög kalt er flýr bann inn i hiðið, sem hann hefir búið sér til og er kúlulagað. Þar er hlýtt, og þarna liggur hann í dái þangað til aftur hlýnar í veðri. Þá fer hann á kfeik og hendist á milli þeirra staða, þar sem hann hefir geymt vetrarforða sinn. Dásvefn murmeldýrsins er þó líkastur dauða, og i honum liggur dýrið samfleytt í 10 mánuði. Það á heima í Ölpnnum. Tvo sumarmán- uðina lifir það í allsnægtum, en þeg- ar kólnar, leitar það til híðisins. Þetta híði er gert af mörgum dýrum í félagi og líkist mest bakaraofni. f einu slíku híði eru stundum 12 dýr. Þar hafa þau gert sér hlýja sæng úr .stráum, Og áður en þau leggj- ast í dá hlaða þau mold, smásteinum og grasi upp i dyrnar, svo að ekki er nema örlítið gat á. Lesb. Mbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.