Lögberg - 31.01.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 31.01.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTLTDAGINN 31. JANÚAR 1935. Heimkomni hermaðurinn Einn dagurinn leið af öðrum samkværnt eðlislögum tímans og var 'þó ávalt eins og hver þeirra um sig flytti með sér nýja lífs- strauma og nvjar vonir. Að minsta kosti var víst um það, að Jamio fanst sem hann væri alt af að sannfærast betur og betur um ný kraftaverk. Það var heldur engum vafa bundið, að hann var í vissum skilningi að verða öldungis annar maður; ]>að var svo sem enginn smáræðis munur á því hvað hann var léttari á sér og traustari á fótunum; honum fanst hann vera fær í flestan sjó; starfshug- urinn var þrefaldur við það, sem áður var, eða jafnvel meira: honum fanst hann finna til þess glögglega, hve blóðið í æðum hans var að verða auðugra og lífrænna með hverj- um degi sem leið; honum var margfalt létt- ara um andardrátt en venja var til, auk þess sem hjartslátturinn jafnframt var reglu- bundnahi; um það var heldur ekki að villast, áð hugsunin var skýrari og dómgreindin á- kveðnari. Viðhorfið var nú alt á annan veg; hann var hættur að velta því fyrir sér hve langt hann ætti eftir ólifað, eins og hann hafði áður jafnaðarlega gert, eða með öðrum orðum að telja dagana. Hann hafði einsett sér að berjast til þrautar fyrir heilsu sinni, ekki eirt- ungis .sín vegna sjálfs, heldur Margrétar Cameron líka. Það er hverjum manni í brjóst lagið, að berjast fvrir lífinu hvað sem á dynur; sætta sig við alt fremur en dauðann. Jamie var að velta því fvrir sér á rúm- stokknum, hvernig á því stæði að fólk væri ávalt að barma sér yfir sársauka, fátækt, von- brigðum og andstreymi af einni og annari tegund, er jafnvel dauðinn, meinalæknirinn mikli, væri jafn fagur og litli skátinn hafði út- málað; vera mátti að vonir lians um fullkom- imj bata og starfsamt líf framundan, væri tálvonir einar og tilfinningarnar hefðu bor- ið dómgreind Margrétar Cameron ofurliði í þessu sambandi. Þó varð ekki um það vilst, að fótastyrkur hans var betri en við hafði gengist: hið sama var einnig um handstyrk- inn að segja. A hverju einasta kveldi, er hann ha’fði lesið og lagt frá sér þær bækur, er um býflugnaræktina fjölluðu, hafði hann tek- I ið bók bókanna sér í hönd og flett upp í liin- um og þessum kaflanum; og ávalt, undan- tekningarlaUst, hafði hann fundið einhver þau orð, er veittu styrk og kveiktn í liuga hans traust og djörfung til þess að horfast í augu við morgundaginn. Jamie reis nú á fætur, tók sér ritblý í hönd og dró sveig á Almanakið um stafina “M. C.”, er áttu við Margréti Cameron og þann dag, er hún fullvissaði hann um að hon- um væri fyrir alvöru að batna. Að mánuði liðnum a*tlaði hann að fara eins að og við- hafa þá sama markið, ef hún þá hefði sömu sögu að segja. Nú tók Jamie umbúðimar frá sári sínu; hann sá undir eins að þær voru hvergi nándarnærri eins rakar og ataðar og venja var til; einhver stórvægileg brevting hafði átt sér stað; um það varð ekki vilst; hann hafði ekki verið svona léttur á sér í háa herrans tíð; honum var ekki með nokkrum hætti unt að halda kyrru fyrir mínútunni lengur, og áður en hann í rauninni gerði sér þess' greiri var hann farinn að dansa í svefn- herberginu, og það eins léttilega, að því er honum fanst eins og litli skátinn, er hann kom dansandi og hoppandi á móti honum neðan frá girðingunni; hann var meira að segja farinn að skellihlæja meðan hann var að smeygja sér í fötin, og um leið og hann heyrði til Margrétar Cameron þar sem hún var að fást við morgunverðinn í eldhúsinu, þá gat hann ekki lengur haldið sér í skefjum, heldur rauk fram að hurðinni og kallaði með öllu sínu raddmagni: “Góðan daginn, skozka hefðarfrú, góðan daginn!” Þetta kom Margrétj Cameron alt saman nokkuð á óvart. 1 gær hafðirðu einn umbúða- ' púðann tilsýnis,” sagði hún, “ og nú kemurðu með enn þá annan fram á sjónarsviðið. Fyrir mánuði, eða svo, voru þessir umbúðapúðar ekki sem geðslegastir,” sagði Jamie. “Eh sjáðu þennan; hann er að heita má gersam- lega þpr og hreinn! Margrét! Margrét! Mér finst eg sé kominn á hárrétta leið með að vinna sigur. Heill maður! Já,—eg ætla að verða heill maður í annað sinn! Um slíkt hafði eg aldrei þorað að láta mig drevma !” “Það er engum blöðum að fletta um það, að þú sért á batavegi,” sagði Margrét Cameron; “hitt er jafnvel miklu líkara að telja megi slíkt til beinnar fullvissu. Ekki var það óhugsandi að Margrét Cameron hefði tekið vitund dýpra í árinni en góðu hófi gegndi, og það jafnvel af ásettu ráði. Það var ekki um að villast, að um raunverulegan bata va*ri að ræða, og 'hver vissi nema dálítil uppörvun gæti til þess leitt að flýta fvrir framförum í þá átt. Það var að minsta kosti verulegur munur á því, að geta glatt sig við vonarneista, sem smám saman var að stækka og skýrast og hinu, að telja dagana, sem mað- ur kynni að eiga eftir ólifað. Þenna mánuð áttu þau Jamie og Margrét Cameron næsta annríkt; þau unnu daglega af mesta kappi og að því er þrek þeirra frekast leyfði, auk þess sem þau ráðslöguðu og bolla lögðu hitt og þetta í sambaiuli við framtíðina. Margrét var vakin og sofin í því að hugsa upp hollustu og bezt viðeigandi matartegund- irnar lianda Jamie, og ])á var heldur engin hætta á því að hann brvgði út af forskriftum hennar eða fyrirmælum; liann drakk ávalt sinn reglubundna skerf af tómötu-vökva á morgana en glóaldina mjöð seinni partinn; mjólk mátti hann einnig drekka eftir vild á hvaða tíma dags, sem var. Það var nú ekki lengur neitt álitamál að Jamie væri að kom- ast á góðan rekspöl með að ná sér; hann fann greinilegan mun á sér með hverjum degin- um, sem leið; hann afkastaði tvöföldu verki í garðingm við það, sem áður var, auk þess sem þekking hans á býflugnaræktinni fór hraðvaxandi. Allan þepnan mánuð, undantekningar- laust, las Jamie kafla úr heilagri ritningu á hverju einasta kveldi; að því loknu krauj) hann á kné við rúm sitt í þögulli bæn til guðs með þakklátu og hrærðu hjarta fyrir hvert spor, er honum hafði auðnast að stíga þann og þann daginn í áttina til heilsu og ham- ingju; hann bað guð heitt og innilega að koma til liðs við þá alla, er sjúkir og þjakaðir væru, í hvaða mvnd sem væri; hann bað guð um stvrk til þess að geta leyst af hendi trúlega og með nokkurri röggsemi starf sitt við bý- flugnaræktina og sér mætti auðnast það þrek, andlegt og efnislegt, er foreldrum sínum væri samboðið, svo þau gætu fagpiað yfir því á himnum; það var heldur engin minsta hætta á að hann gleymdi Margréti Cameron í bæn- um sínum; hann bað einnig heitt og innilega fyrir litla skátanum og útskýrði það fyrir guði, að því er orð náðu til, hve þetta ein- kennilega og bráðþroska barn væri fagur- hugsandi og velviljað og til hve ósegjanlegrar blessunar það gæti orðið þjóðinni, veittist því tækifæri til fullrar þroskunar hinna sjaldgæfu hæfileika þess. Er röðin kom að býflugna- meistaranum þá bað hann guð að veita honum heilsu svo hann gæti komið heim og notið fjölgresisins og fegurðarinnar í garðinum sínum enn um nokkra hríð og hlustað á seið- töfra Ránardætra niður við ströndina. Síð- ast, en ekki sízt, bað Jamie guð að blessa og styrkja stormgyðjuna, hvað sem henni kynni að bera að höndum. Hann hafði beðið um styrk fyrir sjálfan sig og verið bænheyrður; 'hann var ekki eini maðurinn, er orðið gat aðnjótandi áhrifamagns bænarinnar; það gátu aðrir orðið líka, ef þeir krupu auðmjúk- ir á kné frammi fyrir guði og báðu hann í fullri einlægni og trúnaðartrausti. Þetta var víst einn allra bezti mánuður- inn, er Jamie hafði lifað frá því er hann fyrst mundi glögglega eftir sér;; í lok 'hans var þannig komið, að sár hans var orðið það hreint og komið á svo góðan gróðrarrekspöl, að. umbúðirnar voru tandurhreinar og skrauf- þurrar; hann notaði þær nú miklu fremur sem öryggi meðan húðin væri að styrkjast og þykna, en svo venjulegar sáraumbúðir. Þeg- ar hann fór í sjóinn til þess að fá sér bað, þá hafði hann ávalt þann handlegginn fyrir sér, er heilbrigður var; þegar hann var við vinnu sína og þurfti að lyfta einhverju eða færa eitthvað úr stað, gætti hann sömu varúðar. En 'hvernig, sem ástatt var, gleymdi hann þó aldrei að þakka guði fyrir bænheyrsluna á sér. Líf! Líf! Auðugt og nytsamt líf! Þessi orð endurtók Jamie hvað ofan í annað. Væri það ekki aðdáanlegt ef hann, eftir allan þennan óumræðilega langa vonleysis- og þjáningakafla, gæti einu sinni enn horfst í augu við lífið, sem hraustur og hugglaður maður? Guð veri lofaður fvrir kærleika sinn og náð! f hvert sinn og Jamie fór á sjúkrahúsið í heimsókn til býflugnameistarans, tók hann með sér eitthvað af þeim fegurstu blómum, er í garðinum spruttu, ásamt einlægri og hjartnæmri kveðju frá litla skátanum. Dag nokurn, er Jamie kom til sjúkra- hússins, mætti hann Margréti Cameron, er þá var að koma þaðan út; það var ekki um að villast hvert erindi hennar var; hún hafði auðsjáanlega verið að heimsækja býflugna- meistarann; honum kom það hálfpartinn ó- kunnuglega fyrir að hún skyldi ekki hafa lát- ið sig vita af því, að hún legði þangað leið sína; hún var óvenju föl í andliti og tekin til augnanna. Það var auðséð af útliti hennar, að það var síður en svo að sjúklingnum væri að batna, 'heldur það gagnstæða; það voru víst fremur daufar líkur til ]>ess að sjúkling- urinn kæmi nokkru sinni heim til þess að njóta fegnrðarinnar í blómagarðinum og hins yndislega umhverfis á heimilinu. Jamie gekk upp í sjúkrahúsið, og sá þá fljótt með eigin augum hvað í aðsigi var. Sjúklingurinn gat tæplega gert sig skiljau- h*gan lengur, því svo voru kraftarnir að þrot- um komnir. Það var engu líkara en brosið, er lék um hina göfugmannlegu ásjónu hans væri mjallahvítt. Sýnin gekk Jamie til lijarta; hann átti örðugt með að koma fvrir sig orði. Um leið og hann reis á fætur, sagði hann þó ofur hljóðlega: “Eg vil látá þig vita með vissu hve ósegjanlega mikils eg met það, sem þú hefir lagt í sölurnar fyrir mig; að það er þér einum manna að þakka, að eg nú geri mér von um að verða að nýtum manni og ná kröft- um, og að eg er farinn að fá æ meiri og meiri mætur á því verki, sem þú veittir mér kost á að vinna; }>að er einnig þér að þakka, göfug lyndi maður, að traust mitt á skilningssam- bandi við guð hefir á ný skotið rótum í hjarta mínu; það traust, er hver einstaklingur getur orðið aðnjótandi, er leitar til hans og beygir sig undir hans heilaga, vilja.” Jamie laut hrærður ofan að sjúklingn- um og þrýsti kossi á enni hans. “Þessi koss er í rauninni frá litla skátanum,” bætti hann við, og hann táknar víðfeðmari ást til þín, en orð mín fá lýst. Eín þenna koss þiggur þú frá mér sem tákn ævarandi virðingar og þakklátssemi.” 1 Býflugnameistarinn hélt þétt, eftir því sem þverrandi kraftar hans leyfðu, um liönd Jamie; rödd hans, var orðin svo óskýr, að örðugt var að fylgjast með því, sem hann sagði, eða reyndi til að segja; þó mátti. ef vandlega var hlustað, greina þessi orð: ‘ ‘ Guði sé lof fvrir það, augu þín hafa opnast fyrir dásemdum hans; eg get ekki lýst því eins og vera ætti, hve óumræðilegs fagnaðar það fær mér, að vita til þess með vissu, að þú hefir lært að beygja kné þín fvrir drotni vorum og herra; eg treysti því ennfremur að þér hafi lærst það mikið af auðmýkt í faðmi náttúr- unnar á hinu litla heimili mínu, er nægja megi til þess, að þú veitir viðtöku gjöfum, hversu smáar, sem þær kunna að vera, í þeim anda, er vera ber, séu þær af hendi látnar í kær- leika og trausti til þín.” Jamie var lengi að brjóta heilann um }>að, eftir að hann kom út úr sjúkrahúsinu, við hvað býflugnameistarinn hefði í rauninni átt. Daginn eftir komst liann að raun um hvernig í öllu lá. Hann var snemma hringd- ur upp af sjúkrahúsinu; miklu fyr en venja var til. Býflugnameistarinn hafði fundið vegamótin fögru og aðdáanlegu, er litli skát- inn svo undursamlega hafði talað um og lýst, og valið sinn veg. Hann hafði sofnað út af með hendurnar á brjóstinu, svo hljóðlega að jafnvel hjúkrunarkoiian hafði ekki orðið um- skiftanna vör í svipinn. Hann hafði lagt svo fyrir að 'hinar jarðnesku leifar sinar yrði fluttar austur í land og lagðar þar til hinstu hvfldar, þar sem Maríurnar tvær, konan, sem hann kvongaðist og elskaði og dóttirin, hvfldu í skauti mojdar. Nú voru þau öll þrjú gengin eina og sömu leið og komin til sama áfanga- staðar. Jamie féll á bæn; hann þakkaði guði fyrir líf þeirra þriggja og huggaði sig við vonina um það, að þó blágarðurinn umhverf- is heimili hin.s látna og göfuglynda húsbónda væri að vísu fjölskrúðugur og fagmr, þá væri hann þó ekki nema skyndileiftur af allri þeirri dýrð, er umlykja mnndi bústaði bý- flugnameistarans og ástvina hans í paradís. Nú bárust Jamie boð um það, að koma sam- stundi-s til fundar við Grayson lækni; er ])angað kom vissi Jamie ekki hvaðan á sig stóð veðrið og ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum. Býflugnameistarinn liafi látið eftir -sig erfðaskrá, er hljóðaði upp á það, að sakir trúmensku og umhyggjusemi, skvldi Jame.s Lewis MacFarlane erfa hann að hálfu leyti, land og lausafé, til móts við Jean Meredith. Sá hluti landeignarinnar, er býkúpurnar stóðu á , átti að falla í hlut hins síðarnefnda aðilja, en hinn þar sem gerðar höfðu verið mestar umbæturnar átti Jamie að erfa. Pen- ingum þeim, sem dánarbúið átti inni á bank- anum skyldi einnig skift að jöfnu milli hinna tveggja, ákveðnu erfingja; Eftir að Dr. Grayson hafði lesið erfða- skrána upp og skýrt og sundurliðað hin ýmsu ákvæði hennar út í æsar, sat Jamie hugsandi um stund og mælti ekki orð frá vörtim. Loks rauf hann þó þögnina og mælti á þessa leið: “ Eg fæ ekki undir nokkrum kringumstæðum skilið hvernig eg get veitt stórgjöfum sem þessari viðtöku. Eg hefi alveg áreiðanlega ekkert til liennar unnið; það liljóta að vera einhverjir, sem að minsta kosti standa nær en eg. “Segjum að svo væri,” sagði Dr. Gray- son, “þá munum við fá vitneskju um það á sínum tíma; annars hekl eg að ráðstafanir býflugnameistarans séu fullnægjandi í þessu efni; hann hafði hugsað ráð sitt að fullu, að • Iþví er eg bezt, veit, og liann vildi ógjarna að búgarður sinn lenti í annara höndum en þeirra, er hann var sannfærður um að leggja myndu við hann fulla alúð og rækt; hann ráðstafaði aldrei neinu út í 'hött.” Friður á jörðu 1 Sacja eftir Sehnu Lagerlöf. (Þýtt hefir séra Sigurjón GuÖjónsson) Þetta er ein af smásögum þeim, sem birtust í seinustu bók sœnsku skáldkonunnar frægu, Selmu Lagerláf. Bókin heitir “Höst” og kom út í fyrra — Önnur smásaga úr þcssari bók, “Skuldin í sandinum,” birtist í Lesbók MorgunblaSsins 15. júlí í sumar.” Þa<5 bar margt skrítið við í gamla daga. Heim- ilisfólkið er alt saman saman komið á aðfangadags- kvöld. Gegningunum er lokið. Fólkið er búið að l>aða sig, hafa fataskifti og strá hálmi á gólfið Tvö tólgarkerti loga á horðinu og við endann á því situr húsbóndinn og les hátt í biblíunni. Hann les um hirðana og englana, er boðuðu frið á jörðu. Þá opnast dyrnar lítið eitt, og inn kemur vera. Hún lætur hurðina aftur og skýtur slánni fyrir. Ilúsbóndinn, sem les hátt, tekur eftir því, að einhver er kominn inn, en hættir þó ekki að lesa. En gift dóttir hans, sem situr við hliðina á honum, leggur höndina á handlegg hans. —Pabbi—hvíslar hún—pabbi, sjáðu! Það er svo mikil hræðsla í rómnum, að hann hættir að lesa, tekur af sér gler- augun og lítur til dyra. Þetta er nokkuð stórt hús, eins og viöa norður i landi, þar sem nóg er af timbrinu, og stofan er grá. Fólkið, sem býr þar er ekki fátækt, cn þó er húsið grátt af elli og reyk, bæði veggir, loft og gólf. — í stofunni er bara stundaklukka og hár skápur, blá- og brúnmálaður. Þegar faðirinn lítur fyrst'til dyra sér hann ekkert nema bjálkana og f jalirnar. Hann horfir aftur á dóttur sina. Andlitsdrættir hcnnar eru í æsingi og hún starir til dyra. —Hjá dyrakarminum—segir hún, og nú sér hann að eitthvað stendur við dyrnar, sem minnir mest á hálffallið tré. Faðirinn getur ekki séð hvað þetta er; þetta trálíkan er vafið trjáberki og skinn- druslum og undan þeim koma tveir fætur í ljós. Það eru mannsfætur, þó þeir séu svo magrir að ætla mætti að tærnar dyttu af. Alt í einu skilur hann hversvegna hann sá ekki strax hvað þetta var. Veran, sem stendur við dyrnar er með langt, grátt hár og hárið byrgir andlitið. Hönd jafnmögur og fæturnir ýtir hárinu til hliðar og augu gægjast fram, áþekkust augum dýrs, er starir út úr fylgsni sínu. —Þetta er kvenmaður, hugsar faðirinn með sér, þegar hann sér hárið. — Hún hefir átt heima i skóg- inum með einhverjum útlaga. Þessvegna er hún klædd trjáberki og skinnræflum. En hversvegna er Magnhildur hrædd við hana? Ekki getur hún gert ilt af sér, þessi vesalingur. Magnhildur heldur kannske að hún sé óvættur. Hann snýr sér að dóttur sinni til þess að kyrra hana. Hún er staðin upp. En hún starir í sífellu á veruna við dyrnar. Faðirinn skilur ekki í þessu. Dóttir hans er ekki vön að hræðast birni né óvætti. Hann lítur í kringum sig í stofunni. Allir horfa til dyra. Þarna er sonur hans, drengur rúmlega 15 vetra. Hann hefir aldrei séð svo kynlega veru fyr og honum liggur við hlátri. En tengdasonur hans er reiðilegur og er staðinri upp. Hver svo sem er nú þarna, þá er hann maður til að verja hús og heimili. Gömlu vinnukonurnar eru hræddar. Þær hnipra sig saman við ofninn og byrgja augun, og minstu börnin leita til þeirra, og þau gráta og fela andlitin í kjöltum þeirra. Það getur gamli maðurinn skilið. Það er létt verk að hræða börn og gamalmenni. En Magnhildi? F^ðirinn sér, að allir eru að bíða eftir því, hvað hann geri, og nú stendur hann upp og ræskir sig. En Magnhildur dregur hann aftur niður í sætið. —Uss, uss, segir hún. Og faðirinn, sem ekkert vill aðhafast fyr en hann veit hvað um er að vera, situr kyr. En gifta dóttirin stendur upp. Hún gengur til dyra, stendur kyr, gengur eitt skref aftur á bak og stcndur aftur kyr. Útlit hennar bendir til þess að hún sé að vaða eld og bjarga eignum sínum. Eri þegar hún er komin tvö skref frá verunni, snýr hún við og sest aftur við hlið föður síns. —Mér finst eg þekkja hana, segir hún ofur- hægt, eins og hún væri að tala við sjálfa sig—en það er ómögulegt! —Þekkja hana? Hvað á hún við? Hvernig getur hún þekt það, sem þannig er útlits? Það er fyrst nú að veran fer a§ hreyfa sig. Með þungum stunum dregst hún eftir hálmþöktu gólfinu. Hún er óstöðug í gangi. Hún kemur ekki nálægt nokkrum manni, en gengur að stundaklukk- unni, sem stendur úti í horni. | Hún nermir staðar — horfir — hlustar lengi. Gifta dóttirin verður aftur óróleg. —Pabbi, segir hún—klukkan var ekki komin, þegar Urður týndist. Getur það verið, að það sé hún? Faðirinn ræskir sig enn. Nú, það er þá Urður, sem Magnhildur er að hugsa um, eldri systirin, sem hefir verið, týnd í 10 ár. Framh.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.