Lögberg - 31.01.1935, Blaðsíða 7
LÖGBEHG, FIMTUDAGINN 31. JANÚAR 1935.
7
Osk Teitsdóttir Asmundson
andaðist að heimili sínu, fimm mílur norðvestur af Gardar,
North Dakota, 29. september 1934. Hún var ættuÖ af Vatns-
nesi í Húnavatssýslu, dóttir Teits Teitssonar og Önnu Stefáns-
dóttur, sem lengi bjuggu á Ánastöðufn í Húnavatnssýslu.
Ósk heitin var fædd 5. júlí 1855 °S kom til þessa lands,
til Dakota-bygðarinnar árið 1883. Voru foreldrar hennar kom-
in þangað á undan. Árið eftir giftist hún Ásmundi Ásmunds-
syni frá Kirkjubóli í Stiiðvarfirði í Suður-Múlasýslu. Bjuggu
þau hjón í Eyford-bvgð þar til Ásmundur dó árið igbi.
Stóð hún þá ein uppi með barnahóp; voru þau elátu komin til
hjálpar.
Árið 1904 fluttist hún til Yardar-bygðar og bjó þar með
börnum sinu þar til árið 1912 að synir hennar keyptu land
vestur á Fjallabrúnum, sem varð heimili fjölskyldunnar. í
nokkur undanfarin ár hafa þau búið á landareign Ingibjargar
Thorðarson, sem bræðurnir leigja. .
Börn hinnar látnu voru n’íu að tölu; sjö eru nú á lifi.
Eru þau: Rósa, kona Sveins Gíslasonar á Garðar; Jón, bóndi
í Hallson-bygð; ThuríSur, ekkja Eggerts Thordarsonar; Guð-
rún, gift Valtý Johnson á Edinburg og Teitur, Kristbjörg og
Magnús í heimahúsum.
Elztu dóttur sina, Önnu, misti Ósk heitin árið 1921. Var
hún gift Sigurði Bergman. sem einnig dó skömmu giðar. Skildu
þau hiónin eftir sex munaðarlaus börn, sem öll flýðu í bráð-
ina til ömmu sinnar. Þrír drengir ólust algjörlega upp hjá
henni.
Síðasta árið var hinni látnu þungbært; í ágúst 1933 m'sti
hún son sinn, Kristinn, sem með dugnaði og fvrirhyggju hafði
lengi staðið fyrir búinu með henni.
Systkini Óskar eru sjö á lífi; þau eru: Agnes, kona Björns
Nújidal í Mountain-bygð; Rósa, gift Jónasi Hannessyni, einnig
í Mountain-bvgð; Anna, kona Björns Thordarsonar í Gardar-
bygð; Ingibjörg, ekkja Einars Bjarnasonar að Churchbridge,
Sask.; Guðríður, kona Valdimars Gíslasonar að Wynyard,
Sask.; Hólmfriður Mithaug í Alberta og Ágúst Teitson i
Blaine, Wíish
Ósk heitin lætur eftir hugljúfar endurminningar hjá þeim,
sem þektu hana bezt. Hennar sakna ekki einungis frumbyggj-
ar, sem áttu langa samleið með henni, heldur líka syrgir yngra '
fólkið burtför hennar. Hún náði hylli allra barna og þau unnu
henni til fullorðinsára. í nokkur ár bjó hún við skólahús. Oft
gerðu börnin sér erindi heim til hennar, því þeim þótti svo
gott að koma þar. Þessi skólabörn eru nú uppkomin og hafa
mörgum kynst síðan, en ávalt minnast þau með þakklæti og
virðingu góðu konunnar, sem þá tók þeim með opnum örmum.
Sínum eigin börnum reyndist hún bezta móðir og bar sömu um-
hyggju fyrir þeim þegar þau voru fullorðin sem þegar þau
voru ung. Þótt öldruð væri, stjórnaði hún heimilinu, vann með
börnum sínurh og bað fyrir þeim. Með hugprýði, þreki og
trausti á almættið, vann hún langt og mikið dagsverk. Hugar-
far og breytni hennar finst mér birtast í kvæðinu “The House
by the Side of the Road,” sem Dr. Sig Júl. Jóhannesson hefir
nýlega þýtt:
“Frá húsinh mínu veginn við
—sá vegur er lifsins braut—
eg keppa sé fólk nieð fjör og von,
og fólk, sem af þreytu laut.
Eg skil þeirra beggja bros og tár,
—um breytni eg engan spyr—
en eg vil hjá brautinni byggja hús,
og bjóða þar opnar dyr.
Frá húsinu vil eg horfa á fólk,
sem hrekst yfir lífsins veg,
er viturt og heimskt er vont og gott,
er veiklað og hraust eins og eg.
Þvi hrópa eg aldrei hæðnisorð
og hvergi um sakir spyr;
en eg vil hjá brautinni byggja hús
og bjóða þar opnar dyr.”
Lauga Geir.
Flutt í samsoeti Sveins
Thorvaldsson
á Fort Garry Hotcl, 24. jan. 1935.
Hljóðs bið eg hölda fró^a,
hrundir og linna strinda;
mætan því málma beitir
mæra her vildi kæran.
Svein þann er sveitir kenna,
sá hróður ber af þjóðum.
Þorvaldi borinn baldur-
-bauga, er hjörva draugur.
Ungur kom álma slöngu-
eyðir til Vínlands heiða;
fann brátt að Fjölnis svinni
faldin var oturs gjaldi;
atorku þurfti að yrkja
Óðins- skóg þakta -fljóðið.
dáð sýndi drótt og ráðin,
dengja frumherji lengi.
Smástígur fyrst þó frægur,
fram sótti eftir mætti;
mentun fann mæt að þénti,
mundi þá innan stundar.
Auðsældir aukast snauðum,
erfiði þá ei kvíði,
iðni með útsjón góðri
efldi hagsæld og veldi.
Hugdjarfur hlynur sörfa
hóti kveið ei þó móti
gengi, því göfgur drengur
gildur.ei hopa vildi.
Hugdirfð, elja og orka,
umhyggja djúp6æ hyggni
um síðir gaf sveigir skíða
sóma með jötna rómi.
Valdráðui; Breta veldis,
víða kunnur Týrs Gunni,
grannir sá gæsku tamur
gildur kann meta snildir;
sendi því Sveini alkendum,
sjóli dýra gjöf jóla.
íslendinga hér enginn
áður slíkt þiggja náði.
Þakkir hér þvi ber rekkum
þjóðkunnum Sveini bjóða,
af þvi að efldi heiður
íslands þjóð að vísu.
Óskum svo alls hins bezta
eyði þeim bráins heiða,
lengi að lifað fengi
lýðum frómum til sóma.
N. Ottenson>
Hugleiðingar frá
Gimli
Oft hefir það sært mig, að sjá
hvað margt af sérlega miklu hæfi-
legleikafólki, íslenzku, piltum og
stúlkum, sem lánað hefir verið full-
korrjnustu hæfilegleikar, bæði and-
lega og líkamlega, hefir ekki getað
notað þá, eða sýnt þá fyrir efna-
skorti, og því hafa margir verið á
rangri hyllu í lifinu. Og það sýnist
þó að smáþjóð eins og Islendingar
eru, ættu að geta fundið út hvaða
hæfilegleikar byggju í fólki þar. En
því miður sýnist sáralítil rækt lögð
fram til að finna þá út; þeir hafa
þvi tapað mörgu ágætasta fólki til
þessarar álfu, sem hafa sýnt þð hér,
af hvaða bergi þeir eru brotnir. En
þó hefir þessi álfa ekki orðið öllum
gæfurík; enda voru flestir illa und-
irbvinir til að ná auðæfum hennar,
því það þurfti sannarlega að herja
hart til þess.
En hér ætla eg að minnast eins
listamanns, sem stigið hefir feti
lengra en margur, sem hossað hefir
verið í ræðum og ritum; og það er
meira, að hann hefir fundið upp
eitt hið þarfasta áhald fyrir þá, sem
stunda fiskiveiðar hér á vötnunum,
og alstaðar þar sem veiði er stund-
uðá sjó og vötnum, og fyrir alla þá,
sem um höfin ferðast. Frá fyrstu
tímum, hefir mikið verið farið eftir
ættum manna, og er enn, að menn
miklast af ættum sínum, og hafa Is-
lendingar ekki dregið dul á það, af
hvaða ættstofni þeir væru ; og er það
vel. Eg get heldur ekki rninst fólks,
án þess að geta næstu ættliða þeirra.
Það er ekki hægt að mótmæla því,
að allskónar listfengi, gáfur, hraust-
leiki og íegurð fylgja ættum, mjög
lengi, og ef til vill til fornu höfð-
ingjanna íslenzku þjóðarinnar.
Þessi maður, sem eg hefi kynst i
þessari álfu, og eg ætla að minnast
heitir Erlendur; fæddur 15. ágúst
1865 á Auðnum á Vatnsleysuströnd
í Gullbringusýslu á Islandi. Faðir
hans var Jón Erlendsson dannebrogs
maður, bóndi og hreppstjóri um
langt skeið, þar í sveit. Hann var
marghæfur dugnaðarmaðtir. Móð-
ir Jóiís var Sigríður Árnadóttir
Þorsteinssonar og Margrétar konu
hans, Gísladóttur frá Kaldárholti i
Árnessýslu, og var hún systir Gísla
föður Árna Gíslasonar, alkunns
listamanns í Revkjavík. Hann var
allra manna beztur leturgrafari á ís-
landi og var því oftast nefndur Árni
leturgrafari, og var hann einnig hinn
bezti skrautskrifari — sannur lista-
maður. Þeir voru sytkinasynir Jón
og Arni, og er sú ætt rakin til Síðu-
Halls Þorsteinssonar.
En móðir Erlendar var Guðný
ívarsdóttir Rjarnasonar frá Flekku-
vík á Vatnsleysuströnd og koma
þar saman ættir hennar og Guð-
mundar Guðmundssonar sem nefnd-
ur var skólaskáld; og þekkja hann
margir af hans lipra og skemtilega
skáldskap.
Erlendur hefir búið i Californiu
siðan 1922, og býr þar enn. Hann
hefir ort töluvert og sumt af því
kornið út í islenzku blöðunum í
Winnipeg, og má bera það undir
almenningsdóm hvort það þolir ekki
satnanburð við margt, sem kveðið
hefir verið og mikið hefir verið lát-
ið af. Hann er þjóðhagasmiður og
hefir smíðað hús, sem bera með sér,
að hann kann að telgja til tré og
fella saman, engu síður en Refur
Steinsson, sem spn'ðaði sér skála á
Grænlandi og haffært skip, sent
hann smíðaði hjá frænda sínutn
Gesti Oddleifssyni, sem bjó í Haga
á Barðaströnd, og sem hann fór á
til Grænlands.
I
!
Erlendur smíðaði líka bát fyrir ,
Finn Eiríksson á Sævarenda í Loð-
mundarfirði 1890, og sem reyndist
svo góður og happadrjúgur að
Finnur og bátur hans urðu stór-
frægir um alt Austurland og víðar.
Finn hrakti eitt sinn á þessum bát
alla leið frá Loðmundarfirði suður
til Berufjarðar í aftaka óveðri.
Báturinn hét Gráni.
Erlendur sendi mér eitt sinn
blekbyttu, sem hann hafði steypt
úr gypsi; hún var rúmir 5 þml.
þvers um en um 3 þml. þykk, á
einum kanti hennar haf öi hann sæti,
og þar lét hann mann sitja með 2
börn sitt við hverja hlið sér, en fyr-
ir framan hanr. var hallborð og á því
opin bók til að skrifa á: en utan á
þessari byttu voru upphleyptir staf-
ir, og var það þetta: “Gef oss í
dag vort daglegt brauð, og fyrirgef
oss vorar skuldir, svo setn vér og
fyrirgefuin vorum skuldunautum.”
Byttan var öll gylt og var að sjá sem
úr gulli væri. Hann er sannur
skrautskrifari og á eg liæði bréf og
ljóð, sem hann heíir skrifað og
sent mér.
Eitt sinn bað eg hann að sýna mér
hvernig bæirnir á Seltjarnarnesi
væru settir. Hann greip blýant og
pappír og dró upp alt nesið, frá
Effersey og allan Gróttutangann og
inn með Skerjafirði, alt að Grims-
stöðum og Skildinganesi og setti
merki við hvert hús og gömlu bæ-
ina, og gat það gert hvern mann
kunnugan þar, eins og það leit út
þá er hann var þar heima á íslandi.
Nú hefi eg nefnt örfá hæfileg-
leikaverk hans, setn sýna listíengi
hans.
Guðmundur Arnason
(Wm. Anderson)
MINNIN G
Þú varst fátækur maður, en auðgur í anda,
með alfrjálsa hugsun og galopnutn sjónum.
Þú vissir hvar bezt var á verði að standa
við veginn til ljóssins, meö samverkaþjónum.
Þú trúðir á útsævi eilífra stranda,
—en allslaus hjá ríkum, ef talið í krónum.
Þú varst ljúfur í heimsókn og laginn til starfa
og lagðir þitt bezta til mála við alla;
og gafst oss þíns vitskerf til þjóðlegra þarfa
og þar vildir lækna jafnt meinsemd og galla.
Með gætni og lipurð,og drenglund svo djarfa
að dauðanum leiddist, svo hann fór að kalla.
Þú þektir það góða og einnig það illa,
en enginn fær sigur nema ’ann komist t raun. \
Að ferðast í þoku, úr því verður villa,
með þursum og bjálfum um Ódáðahraun.
En þú reyndir ætíð þann flokkinn að fylla
þar sem frelsið og jafnréttið blótuðu á laun.
Þ11 varst mælskur og fróður í fornu sem nýju,
og fipaðist sjaldan að tendra þar bál;
þú áttir í hjarta þessa einlægu hlýju
og útstreymi göfugt frá heilbrigðri sál;
svo eklgamla kreddan fékk uppsölu og klýju,
til útbreiðslu sólskinsins fluttir þitt mál.
Þú varst heppinn í vali með kærleik frá konum,
sem kendu þér ástir, og gerðu’ úr þér mann;
og virtur og dáður af dætrum og sonum;
bæði dagsljós og tunglsljósið lýstu þinn rann.
Þú fórnaðir lifinu — fegurstu vonum—
í framsókn og menning, er ljósið þitt brann.
Fyrir starfið þitt alt, bæði í anda og verki ■
færðu alróma þakkir í nýársins gjöf.
En húmsvefni dauðans má hlíta inn sterki
■ eins og hinn, sem er veikur og þráir ei töf.
Vertu sæll, í friði, undir sólguðsins merki;
við sigrurn og blessum þína jarðnesku gröf.
Á gamlársdag 1934. Þ. K. K.
En nú ætla eg að minnast þess,
sem mestu.ætti að varða. Það cr
uppfynding hans á þægilegu léttu
belti, sem hefir óyggjandi nógu mik-
inn flotkraft, til að halda uppi á
sjó og vötnum hverjum manni.
Þetta belti geta menn spent á sig
utan yfir hvaða fatnað sem menn
eru búnir og hægt að vinna með því
hvaöa vinnu sem er, án nokkurra ó-
þæginda, því handleggir eru alveg
frjálsir. Þegar menn brúka það ekki
er það lagt saman og fer mjög lítið
fyrir því. Það er vísindalega út-
reiknað að það sé svo mikið flot-
magn í líkama mannsins í vatni,
að enginn hafi meiri sökkvi-
þunga en 25 pund. En þetta belti
Erlendar hefir verið reynt og heldur
það 36U punda þunga á floti og
fleytir þvi 216 punda manni.
Eg gæti meira sagt um þetta
björgunarbelti, kosti þess og gagn-
semi, en eg ætla að beina því til
Þjóðræknisfélags Llendinga i Vest-
urheimi, að það afli sér upplýsinga
hjá þessum manni, Erlendi, sem eg
hefi hér skrifað um,—um þetta lífs-
björgunar belti, sem hann hefir
fundið upp, því það ætti að geta
bjargað mörgu fólki frá bráðurn
dauða, ef þannig löguð björgunar-
belti værti við hendina, eins og við
hið sorglega slys, sem varð í haust
á WinnipegosisvaJni. Eg efa hreint
ekki, að Þjóðræknisfélaginu verði
þaö Ijúft að styrkja þennan mann
til að koma þessari þörfu uppfynd-
ing sinni á heimsmarkaðinn, og að
hann geti hlotið verðug laun fyrir
hana í lífinu; því glamur itm lista-
fólk, eftir að það er dáið, er einskis
virði fyrir það. Maður getur alls
ekki efast um það að félagið vilji
ekki eöa muni ekki sýna það í verk-
inu, að það sé réttnefni að kalla það
Þjóðræknisfélag Islendinga i Vest-
urheimi.
Áritun hans er: Mr. Erl. Johnson,
2119 W. Sjth St., Los Angeles Calif.
Gimli í janúar 1935.
Asgeir Tryggvi Friðacirsson.
V erslunarjöfn uður 1934. Sam-
kvæmt skýrslu Gengisnefndar hefir
útflutningurinn numið 44.8 milj. kr.
á siðastliðnu ári, en innflutningur-
inn verið 48.5 milj. kr. Hefir inn-
flutningurinn þannig verið 3.7 milj.
kr. meiri en útflutningurinn. Arið
1933 nam innflutningurinn .44.4
milj. kr., en útflutningurinn 47.1
milj. kr. Útflutningurinn var þá
2.7 milj. kr. meiri en innfluttjingur-
inn.—N. dagbl.
FALCON ATHLETIC
ASSOCIATION
Þetta hefir Free Press að segja
um Falcon Athletic Association 29.
janúar 1935.:
Further evidence of the growth
and development of the community
spirit in fostering the clean sport
and recreation among the younger
element throughout the city beside
that reqently mentioned in this col-
umn as being carried on in the
Riverview district, may be seen in
the progress already made by the
Falcon Athletic association. The
name of the “Falcons” has, in the
past, come before the public only
intermittently, and then usually
through their accomplishments in
organized hockey. Now, however,
the association is being rewarded
for their untiring efforts of many
seasons by the knowledge that their
interest in these young people has
resulted in, what is today an out-
standing activity among both young
and old in a community that has
become cognizant, as never before,
of the far-reaching effect of their
endeavors.
With an eye to building for the
future, this organization has organ-
ized classes in gymnastics for boys
of from 8 to 14 years, and for young
men. The success of these classes
encouraged the formation of similar
classes for girls and young women.
These classes are conducted by thor-
oughly compétent and efficient phys-
ical directors, and are already dem-
onstrating their worth in many
ways. Through the fine co-opera-
tion of business and professional
men together with many of the other
members of the community all
necessary facilities have been made
possible.
The construction of a skating rink,
80 by 190 fe^t, in the west end, was
undertaken this year. It has already
become a most popular recreafion
centre, provided as it is with a com-
modious and well-appointed waiting
room, proper lighting and other fea-
tures. The cost of this departure
has been cut to a minimum, largely
thrcugh the generosity of the above-
mentioned business and professional
men, to say nothing of the club
members and other interested mem-
bers of the community; the actual
money outlay ‘being confined to lum-
ber, other materials and installation
of lighting, almost entirely. Upkeep
during the season is taken care of
by willing volunteers, except for the
items of flooding by the city water-
works department, and light bills.
Membership fees are nominal, and
arranged on a graduated basis ac-
cording to the ages of the members.
Privileges include gymnastics, hock-
ey and skating. Fourteen hockey
teams are at present taking part in
1 inter-club competition. These range
from flyweight to juvenile, includ-
ing, also, an old-timers’ series with
four teams participating. Children
of the community whose parents
are on relief, enjoy all rink privi-
leges without any cost to them.
To be especially commended in
connection with the success this
west-end venture is enjoying is the
co-operation of the board of direc-
tors at the Jon Bjarnason Academy
on Home Street. Thoir appreciation
of the direct good resulting in such
activities as these, to the young
people of the district particularly,
has prompted their gracious offer of
the use of the facilities of their es-
tablishment for various indoor ac-
tivities. The location of the Acad-
emy, situated as it is within a stone’s
throw from the rink, and more or
less in the geographical centre of
the community, lends itself par-
ticularly well to the purpose in
hand. An innovation recently in-
augurated among the older people of
the district is in itself highly indi-
cative of the interest being manifest-
ed on all sides, in this community
movement. It takes the form of
evenings devoted to bridge and held
twice each month in the Home Street
academy.
Other districts in Greater Winni-
peg which are not already sponsoring
a movement of this nature need look
no farther than to the success at-
tained by this association for the
necessary encouragement to go
ahead.
Leyndardómur mœðra
um lœknirg sársauka
pað er óþarft að stökkva upp 6. nef
sitt, pð eitthvað sýnist aflaga fara I
líkamskerfinu. Pekkingin er nú komin
á. það stgi, að hún léttir undir með
núttúrunni í flestum mannlegum mein-
um. Hið nýja meðal Royal-Vibor No. 1
Compound, verkar fljótara en allar pill-
ur og töflur. Meðal þetta innihetdur
aðeins heilnæm jurtaefni en engin deyf-
andi eða veiklandi efni. Er það óvið-
jafnanlegt ef um óreglu hlððs er að
ræða. Mrs. F. sagðist hafa haft óreglu-
legar ttðir lengi, en læknaðist alveg af
þessu meðal eftir 3 daga. Sama hafði
Mrs. N. að segja, en varð heilbrgið eftir
5 daga; svo og Mrs. S., er segir: “Eg
þakka meðali þessu mikið, þvt innan
4 daga var blóð mitt komið I rétt horf.”
Pantið þetta meðal nú; helzt með loft-
pósti. Venjulegur pakki $3.00. Special
Royal-Vibor No. 2, forskrift við þrálát
tilfelli, $5.00. Er ekki selt t lyfjabúð-
um, heldur beint frá efnastofunni. Á-
byrgðargjald 25c að auki. Selt aðeins
hjá Royat Laboratory, 607 Royal Bldg.,
Rox 104 Windsor, Ont. Klippið auglýs-
inguna úr blaðinu og sýnið hana vin-
um yðar.