Lögberg - 31.01.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 31.01.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 31. JANUAR 1935. Hógtjcrg Ooflö út hvern fimtudag af TMB COLUMBIA PREB8 LIMITBD 69B Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanftskrift ritatjórana. BDITOR LÖGBERO, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. TerB tS .00 u m. driO—Borgigt fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Liipited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Enskir samborgarar hafa orðið Nú upp á síðkastið hafa ensku blöðin hér í borginni hælt oss Vestur-íslendingum á hvert reipi og verður það vitaskuld metið að maklegleikum, jafnframt því sem það veitir oss sjálfum stundar hlé frá hliðstæðri á- reynslu. Blaðið Winnipeg Evening Tribune flutíi á föstudaginn var alllanga og rösklega ritna grein um hina íslenzku fiskimannastétt vora hér vestra, og hittir vel naglann á höfuðið; er þar víða um rómantískar hetjulýsingar að ræða, er vafalaust falla í frjóvan jarðveg. Fyrir nokkrum árum komst merkur vin- ur fiskimannastéttar vorrar af enskum stofni, meðal annars þannig að orði um vestur-ís- lenzka fiskimenn: “ Eg hefi ferðast víða um lönd og kvnst, sjómanna- eða fiskimannalífi margra þjóða; en það get eg óhikað staðhæft, að íslenzkir fiskimenn á vötnunum í Manitoba skara á- beranlega fram úr á flestum ef ekki öllum sviðum; kjarkur þeirra á engan sinn líka; gestrisni þeirra á engan sinn líka, og eg tel víst, að drenglyndi þeirra eigi engan sinn líka heldur. Islenzkum fiskimönnum er það ekki lagið að blása í kaun; þeir bjóða byrginn hörku og hríðarbyljum og vaxa að manngildi við hverja þrekraun.” * # # Grein sú, sem hér fer á eftir birtist á rit- stjórnarsíðu blaðsins Winnipeg Free Press, síðastliðinn laugardag: “íslendingar víðsvegar að í Manitoba mintust nýlega þess heiðurs, sem einn sam- landi þeirra hafði hlotið. Sá maður er Sveinn Thor\raldson frá Riverton, er sæmdur var heiðursnafnbótinni O.B.E., eða gerður var að félaga í reglu hins brezka veldis. Þrjú hundruð lslendingar söfnuðust sam- an í bænum Riverton, til þess að votta honum virðingu sína og vináttu. Seinna var honum haldið samsæti hér í borginni. Við þessi tækifæri bæði, þar sem margt var lofsamlega sagt í garð heiðursgestsins, svaraði hann ekki með því að syngja sjálfum sér lof og dýrð; ekki með því að segja sérstak- lega frá því, er á hans eigin daga hefði drif- ið á frumbýlingsárunum á bökkum Winni- pegvatns, þó slíkt hefði óneitanlega verið bæði merkilegt og fróðlegt. En í þess stað mintist imnn lífs og athafna hinna 'horfnu manna og kvenna, er með honum höfðu tekið þátt í bar- áttu landnámsáranna. Margar eru þær blaðsíðurnar í hinni ó-* * skráðu eða hálfskráðu sögu Manitobafylkis, er lýsa þreki, hugrekki og fórnfærslu; en þar skarar þó ekkert fram úr manndómi og hug- prýði Islendinganna, sem þangað fluttu; hið sama má segja um sonu þeirra og dætur. Saga frumbyggjanna er saga erfiðleika og skorts, börmunga og dauða. En í þeirri sögu er hvorki að finna einkenni stigamanns- ins né hugleysingjans; þar finnast jafnvel aldrei þess dæmi, að baráttan snúist einvörð- un,gu um hina efnalegu velgengni. Sveinn 'Thorvaldsson gat með fullum rétti talað fullum hálsi um efnalegar fram- farir samlanda sinna, sem fengust með lát- lausri elju og ósérplægni; ekki einungis frunw bvggjanna, heldur einnig hinnar yngri kvn- slóðar. En með því einu væri aðeins hálf- sögð sagan, því meginþáttur þeirrar merki- legu sögu, er einbeitt barátta fyrir mentun, er rót sína á að rekja til þeirrar menningar, er saga íslendinga á ættjörð þeirra ber vitni um. Ennfromur er það saga, sem í heiðri hefir haft söng og skáld.skap ekki síður en starfsþrek þeirra, sem björg og blessun sóttu í skaut jarðar og vatns. Ef til vill hafa engir aðrir verið í þess- um samkvæmum en íslendingar. En enginn er sá, er þekkir sögu Manitobafylkis og bvgg- ir á henni vonir um framtíðina, að hann rísi ekki úr sæti í anda með Sveini Thorvaldssyni og vinum hans og drekki skál íslenzku land- nemaanna í Manitoba.” A jóladag 1934 PrédiJcun eftir dr. Björn B. Jónsson. Texti:—Eg vildi að eg vissi hvar eg ætti að finna hann. — Job 23, 3. Eg verð að finna hann. Eg held hvorki lífi né viti nema eg finni hann, Guð minn og frelsara. Alt, sem í m'ér er óskemt og lífrænt, hrópar á lifanda Guð. Meir en barnið þarfnast brjóstmjólk móður þarfnast eg anda þinn, Drottinn Gnð minn. Þótt eg tíðum sofi þung- um svefni glaums og synda, dreymir sálu mína sífelt um einan þig, alvaldi Guð. Þú hefir skapað mig í þinni mvnd og fyrir því fær sála mín aldrei frið unz 'hún hvílist í þér. E'n hvar ert þú, Guð minn? “Ó, að eg vissi hvar eg ætti að finna hann.” Eg hefi lesið og reynt að læra. Mér er vísað í óbygðina og sagt “hann er þar,” mér er vísað í 'her- bergin og sagt “hann er þar,” en hugarburð- ir annára manna fá mér ekki gagnað. Sjálf- ur verð eg að finna hann. Eg fæ ekki frið fyr en eg sé Guð minn jafn bersýnilega og eg sé eldinguna, sem gengur út frá austri og skín alt til vesturs. Svipað þessu er yður og farið, menn og konur, sem þrátt fyrir ís og kulda jarðnesks lífs finnið eldinn logá inni og verma andans eilífu þrá eftir Guði. Þessi óslökkvandi þrá verður því heitari sem atvik og ástæður draga hug og hjarta meir að því, sem háleitt er og dularfult í tilverunni. Hvort gleði það er eður sorg, sem aflæsir dvrum sálar, útilokar veraldar-prjál, en sest að sem jólahelgi í huga manns, þá linnir ekki sálin gráti, nema hún finni hann,—hann, sem hún elskar mest og ákallar 'hæst, Drottinn Guð sinn. Þegar í kristnu mannfélagi er hringt til jóla, og sál- in kvéður sjálfa sig á eintal inn í helgidómi sinna dýrustu leyndarmála, þá sefar enginn hjartslátt sálarinnar nema hún finni hann, sem gaf henni lífið og drauminn um himna- ríkin háu—vouina dýru um eilífan frið. Löng- un mannsins til Guðs er sem jólanótt, þá allir hirðar helgra kenda vaka yfir hjörðum sín- um, horfa til himins og bíða þess að Guð komi til sín. Það er þá heldur engra jóla að vænta fyrir nokkura sál, nema svo að í henni sé þrá- in brennandi, löngunin lifandi, eftir Guði. Jóladagur rennur ekki upp neinsstaðar, nema þar sem verið hefir áður jólanótt eftirvænt- ingarinnar, löngunarinnar, sálarþorstans, bænarinnar um Guð. Engan Guð er ííér held- ur að finna í dag, þó helgur sé dagur og helg- ur sé staður, nema svo, að þér séuð hingað koi||nir til að leita að honum. Vanti yður vit- undina um, hve tómt er alt án Guðs, skorti hjörtu yðar heilaga þrá eftir Guði, þá finnið þér einan Kláus 'helga en hvergi Hvíta-Krist í jólahaldi yðar. Er því ei svo farið með yður, kirkjugest- ir á jóladag, að þegar þér vöknuðuð í morgun, leið ósjálfrátt í hæðir ákall eftir Guði? Höfð- uð þér ekki sofnað í gærkvöldi, eftir unaðsríkt samfélag við ástvini yðar og börn á jólanótt, með þá vitund í sál, að þér óskuðuð einkis annars en að hafa fyrir augum ljósa og lif- andi mynd af Guði og fá haldið um hans náð- arhönd á leiðinni á draumalandið. Og er nú tekur að líða að árslolcum, lífsins hinsta gamlárskvöld að eins ókomið, hver not hafið þér þá nokkurs annars en Guðs ? Einkis. Sem Galílearnir forðum standið þér hér og starið til himna. Emgin saðning, engin ró, engin hjartans jól, nema svo að nú opnist yður himnarnir og þér fáið Guð bæði að finna og faðma. — En ó, “eg vildi að eg vissi hvar eg ætti að finna hann.” Margir yðar voru hér í kirkju í gær- kveldi, helgri jólanótt. Þér heyrðuð barna- sönginn blíða berast í dýrð ljósanna eins og reykelsisfórn til hæða. Þér voruð ekki í vafa um það, að börhin vissu hvar hann var að finna. Guð komi til með yður, ef þér eruð ekki sjálfir börn, Guðs börn við jólatré Jesú í dag. 1 kirkjunni var á jólanótt sem opnuð- ust himnar, Ijós kæmi ofan að, englar svng.ju helgan söng og stjarnan albjört ljómaði yfir barninu í jötunni. Svo fanst oss í gærkvöld. “Gömul helgisaga,” segir einhver. Gott og vel! ‘ ‘ Gömul helgisaga, ’ ’ gömul að kjarna til eins og þráin í mannshjartanu, helg í frá- sögn, eins og hulin, ásjóna Drottjns. Túlkið það, skýrið það, eins og hverjum þóknast, en hvernig sem túlkað er það og skýrt, finnur hjartað,—og það sem hjartað finnur, það er satt,—Guð í jólaboðskapnum. Leita þú, vit, og Guð leiði þig; leita þú, þekking, og Drott- inn styrki þig, en mér, gef mér, minn Guð, Iþig í hjartað og tak ekki frá því þinn heilaga anda. Af því^hjarta mitt hefir fundið Guð í Jesú Kristi, þá trúi eg og huggast læt á jól- unum. “Eg vildi að eg vissi hvar eg ætti að finna hann,” hrópaði Job með friðlausa sál í mótlæti lífsins. “Eg vildi eg vissi,” and- varpar margur enn Eg veit, þú vcist, hvar hann er að finna, Sá sem finnur Krist, finnur Guð. öll Guðs börn jarðar finna Guð sinn í Jesú Kristi. Það er jólin, það og ekkert annað, að sálin finnur Guð sinn i Jesú Kristi. « Hvað á að segja börnunum á jól- um? Segja þeim um Guðs son, eða segja þeim ekki neitt. Hvað á að segja gömlum syndara eins og þér og mér á jólunum ? Segja okkur frá frelsaranum, eða segja okkur ekki neitt. Hvað varðar okkur um ann- að? Hvað annað friðar hrelda sál? Þeir ræða um frið og fegurð, mann- úð og mildi um jólin. Hver hlust- ar? Sem tómahljóð í tunnu er all- ur fagurgali, þá skorið hefir verið hjartaö burt úr jólaboðskapnum. Tómahljóð í hverri kirkju, tóma- hljóð í hverri sál, þar sem tjald er dregið fyrir ásýnd Jesú Krists, hve fagrar myndir annars sem sýndar eru á leiksviðum vits og lista. Takið frelsarann úr boðskap jólanna, og samstundis slokknar á öllum jóla-. kertum. Jól án trúar á frelsarann eru sem fjallið Karmel, þar sem prestarnir ákölluðu Baal allan dag- inn, en engum eldlegum neistum sló niður til að brenna fórnir þeirra. Hjörtun frelsaralaus, þar er eng- inn eldur, engin jól—engan Guð að finna. . Það ætti að vera sanngjörn álykt- un, að það sem segir til sín sjálft sé ábyggilegt, að það sem fullnægir þránni eftir Guði sé Guð. Kristur Jesús, hefir það brugðist nokkurum manni, að þar sem hjartað hefir náð trúar- og ástar-samfélagi við hann, þar hafi þráin eftir Guði fengið al- gerða svölun? Hirðar krupu að vöggu hans í Bethlehem og lofuðu Guð. Vitringar lögðu gjafir að fótum hans og sáu Guð í augum hans. Börnin þutu i arma hans, þá hann kom í bygðina. Gamalmennin tóku hann-í faðm sér i musterinu og fóru í friði inn í eilífðina. Kenn- ararnir undruðust speki sveinsins unga og námu Guðs orð af vörum hans í musterinu. Spámaðurinn sá Guðs himna opnast yfir höfði Jesú við Jórdan. Myrkravaldiö hrökk undan augnaráði hans í óbygðinni. Eiskimenn og bændur fundu, að Guð fór um veginn, er Kristur gekk um strönd og—dal. Lærimeistarinn draup höfði að skauti hans mána- bjart kvöldið og endurfæddist við örðin hans. Brúðhjónin blessuðu nafn hans í Kana. Herforinginn þáði lifgjof þjóns síns af höndum hans. Ekkjan grét gleðitárum, er Jesús tók son hennar úr faðmlög- um dauðans og lagði hann aftur lif- andi að brjósti móður. Múgurinn heyrði í orðum hans Guðs rödd tala á fjallinu. Hafið laut honum er hann sigldi um úfna hrönn. Storm. urinn hneygði sig, er Jesús sagði: “vertu kyr.” Við fótmál hans hvert er saga: Líkþráir hreinsast, daufir heyra, blindir fá sýn, haltir ganga, dauðir risa, — en undursamlegast alls: fátækum er boðuð lífsins guð- spjöll. Magdalena þerrar iðrunar- tárin, hórkonan syndgar ei framar, tollheimtumaðurinn skiftir eigum sínum milli fátækra, glæpamaður- inn fer frá aftöku sinni inn í para- dís. Lærisveinar knýta trygð við hann, postular meðtaka heilagan anda af honum. Hjartað hans eisk- ar svo heitt að hann deyr, — deyr svo menn fái fundið Guð. Uppris- inn, uppstiginn, ávalt nærverandi, alt af biðjandi fyrir öllum, hallast hann enn að hvers manns sál, og sálin segir: Drottinn minn og Guð. Hver þarf þá að andvarpa: Eg vildi að eg vissi hvar Guð er að finna? f Sál, mannleg, syndug, óró sál! Til hvers komst þú i Guðs hús þenna jóladag? Þú komst að því að hringt var klukkum í hjarta þinu, það var vakin í þér meðvitund um það, að þú værir ekki einfær, ekki sjálfbjarga, þú yrðir að fá hjálp. Þú kendir til óróa, þú fanst til sektar hjá sjálfri þér. Þú hefir ef til vill verið búin að gíeyma orsök- um óróans. En það er nú svo með manninn, að þótt fyrr.ist yfir atvik- in, þá situr sektin kyr einS og þokan svarta í afdalnum. Það verður ein- hver að koma og hjálpa þér út úr þokunni. “Eg vildi eg vissi hvar hann er að finna,” sá Guð er mig leiðir út úr þokulæðing sektar-vit- undar minnar. — Þess vegna komst þú hingað, hvort sem þú gerðir þér grein fyrir þvi eða ekki. Þú komst ekki til þess fyrst og fremst að sjá hér ljósafjöldann mikla og prýði kirkjunnar. Þú komst ekki fyrst og fremst til að hlýða á þenna fagra söng. Þú komst ekki til að heyra mig veikan og dauðlegan bróður þinn, flytja ræðu. Þú komst af þvt þú vildir fá að vita hvort hann er hér að finna, sá Guð er gleðji sálu þína með því að leiða þig út úr þoku og vanlíðan vitundar þinnar. Sála þin, maður, er hingað komin til að hrópa til lifanda Guðs að frelsa sig úr eymd sinni og synd. Og veistu nú, í kirkjuna kominn, hvar hann er að finna? Kom með mér. Eg skal sýna þér. Lít þarna, lút þarna. Já, það er ekki annað en jata i fjárhúsi. En skilur þú það ekki, að svona mikið getur Guð elskað, svona mikið þráð að frels þig, að hann býr um guðdóms-anda sinn í hreinni sálu hins útvalda barns og leggur guðlegt hjarta sitt í reifar máttvana holds, svo þú vitir, hversu fátæk sem sál þin er, hversu mikið moð sem er i garðanum, sem þú kallar líf þitt, að þá vill Guð vera þar og láta bera þangað til þin gull, reykelsi og myrru dýrari gjöfum vitringanna úr austurvegi, himnesk- ar gjafir endurlausnar, friðar og fagnaðar. Eða veistu ekki hver hann er, sem liggur vafinn reifum í jötunni? -Veistu ekki að það er Guð þinn? Veistu ekki að Guð er í sálu þessa barns? Manstu ekki hve Kristur reis úr reifunum? Manstu ekki hve hann reist upp frá dauðan- | um ? Manstu ekki hvað hann kendi , á f jallinu ? Manstu ekki hvað hann sagði á krossinum ? Hefir þú gleynvt j því, er hann talaði að skilnaði þá | hann hét sálu þinni því, að vera með I henni alla daga. , Manstu ekki hvað hann var góður, hugrakkur og öll- um hjálpsamur? Gleymir þú orði hans: “Sá, sem hefir séð mig, hefir séð föðurinn.” Leitar þú, maður, að Guði en gengur fram hjá Kristi? Starir þú út í bláinn, en krýpur ekki að jötunni. Þú um það. í frelsis- baráttunni hrópaði þjóðhetjan syðra: “Gef mér frelsi, eða gef mér dauða.” Eghrópa: Gef mér Jesúm Krist, ella afmá mig af jörðunni “Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi eg öllu: lofti, jörð og sjá.” Vér vitum öll, hvar hann er að finna—hvar Guð er. Hjartað veit það, og þegar hjartað veit þarf engra vitna við. Vér vitum að sá, ér vér elskum, er frá Guði kominn og Guð er í honum. Vér viturn, að þó trú og vonin nái skamt, þá nær ástin samt samfélagi við hið elsku- lega, guðdómlega hjarta, sem hér á jörðu bærðist í barmi Jesú Krists og nú bærist á himnum, hér á himn- um guðlegrar náðar; bærist ávalt sem bróðurhjarta við sjálfs vors barm, biðjandi, blessandi, leiðandi, hressandi anda vorn með og í sam- félagi síns heilaga, elskandi anda. Af því Jesús Kristur kom i heim- inn frá Guði, komu jól í bygðir jarðneskra manna. Af því Jesús Kristur kom til þín, átt þú nú jól hjarta þínu. Dagar jólanna liða skjótt, jólakertin brenna út. Eftir þrettándann hverfur aftur þessi prýði kirkjunnar. Harður þorri er fram undan, kuldi og stríð hvers- dagslegs lífs. En Jesús hverfur ekki af jörðunni. Jesús víkur ekki úr hjartanu. sem elskar hann. Jóla- kerti trúarinnar á hann logar að eilifu. Einmánuðir eilífrar sælu taka við af þorra og góu þessa jarðneska vetrar í þeim sálum öllum, sem sól- arylinn geyma í trúnni á frelsarann. Þú komst hingað, þrekuð sál og þreytt, og hjarta þitt hrópaði: eg vildi að eg vissi hvar hann er að finna, Guð og frelsarinn minn! Nú hefir þú á helgum jóladegi grúft þig niður að barnsvöggunni í Betle- hem, grátið tárum sektar þinnar niður á kinnar barnsins helga, beðið með heitu hjarta Guð að fyrirgefa þér syndir þínar, skapa í þér hreint hjarta, leiða þig á vegum Jesú Krists hverja lífsins stund; og nú hefir Guð alvaldur lagt föðurhönd sina á höfuð þér hér í guðsþjónust- unni og blessað þig. Nú vefur faðmur Guðs ykkur bæði börnin sín í einu lagi, þig, synduga barnið sitt, og jólabarnið sitt blessaða, sem er frelsari þinn. Nú veistu hvar hann er að finna. Hvort sem það er dagUrinn í dag eður einhver annar, þá er það jóla- dagur tilveru vorrar sú stund, er Kristur heldur innreið sína í vitund vora,—svo sem til Jerúsalemborgar Pálmadaginn. “Við biðum þín . . . og ár og aldir liðu og enginn kom. Og við, sem alt af vorúm hædd og svikin, glötuðum trúnni á tilfinningar okkar og fundum það, að okkur skorti skilning og vit til þess að vona. En bak við neyð og örvæntingu okkar var hulin þrá. Og okkur dreymdi drauma um æðri mátt, um konung konung- anna, sem kæmi bráðum . . . og bæri sjálfum sannleikanum vitni og gæti lesið leyndar hugrenningar og elskað þá, sem aðrir fyrirlita. Við biðum þin, sem boðar líf og frelsi. Velkominn, velkominn til Jerúsalems borgar, Jesús frá Nazaret. Lýs okkur veg með ljósi augna þinna, l og lyftu, herra, líknarhendi þinni, svo hrynji af okkur saur og syndir jarðar. Lát sannleikann i sálum okkar drotna Lát mátt þinn streyma og styrkja okkar vilja. Við eigum engin blóm og engin klæði og ekkert nema—þig. Velkominn, velkominn til Jersalems borgar, y Jesús frá Nazareh” Guð er kbminn. Vér höfum fundið hann. Gleðileg jól! Athugasemd:—Prédikun þessi er hér birt samkvæmt tilmælum víðs- vegar að.—Ritstj. RIGINMBNN góðir og slcemir. Eftir því, sem prófessor við há- skólann í Hartford, dr. Harneel Hart, segir í bók, sem hann hefir gefið út ekki alls fyrir löngu, hefir það töluvert að segja í hvaða stöðu mennirpir eru, hvort þeir reynast góðir eiginmenn eða ekki. Raunin verður sú, að þessir reyn- ast heldur lélegir í hjónabandinu: umferðasalar, leikarar, starfsmenn við síma eða ritsíma, hraðritarar, læknar og blaðamenn. Aftur á móti reynist hjónaband bænda, presta, iðnaðarmanna og prófessora vel. Hvað eiginkonurnar snertir, eiga einkadætur, einberni, að vera slæm- ar eiginkonur.—Mbl. ■ r 1 FRUMLEGUR MAÐUR. Eftirfarandi frásögn var í sænsku blaði, um vinnumann í Stávnes. Hann hét Emanuel Johannsson og dó fyrir skömmu, 53 ára gamall. Emanuel hafði frámunalega gott minni. Hann vissi t. d. upp á hár hve mörg vers voru í hverjum sálmi í sálmabókinni. Og væri hann spurður um eitthvert vers, gat hann óðara þulið það utanað. — Hann kunni alla sálmabókina útanbókar. Var afbragð i hugarreikningi. Hann gat reiknað hin þyngstu dæmi í hug- anum, en að öðru leyti var hann ekki sérlega greindur. Af bókum eða blöðum hafði hann ekki ánægju, en hann hafði því meiri ánægju af fallegum fötum og kaffidrykkju. Það var hvorki meira né minna en 50 fatnaðir og 365 pör af sokkum sem fundust í fórum hans. Hann drakk að jafnaði 30 bolla af kaffi á dag. Varð hann eins og gefur að skilja að borga þetta með kaup- inu sínu. En engu að síður átti hann álitlega fúlgu í banka, þegar hann dó.—Mbl. ♦ Borgið LÖGBERG!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.