Lögberg - 28.02.1935, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. FEBRUAR, 1935.
3
sömu lög yfir öll hlutabréf A. R.
McNichol félagsins, hver sem í hlut
á.
Það mætti og segja um aörar fast-
eignir skólans, aÖ það er ekkert
hægt aÖ segja um verðmæti þeirra
nú með neinni vissu. Það hvílir
mikil veðskuld á þessum eignum og
hreint ekki víst, að lánfélagið fáist
til þess að umlíða um skuld sína,
þangað til að hægt er að koma út
æignum þessum með þolanlegu verði.
Eg hefi orðið var þeirrar skoð-
unar, að kirkjufélagið beri ekki á-
byrgð á fjármálum skólans. Þetta
er misskilningur. Skólinn er kirkju-
leg stofnun; ber því að sjá um f jár-
hag hans meðan það vill halda hon-
um uppi, hvernig sem veltur.
Þegar rætt er um að leggja skól-
ann niður, gera menn það með hag
skólastjóra fyrir augum.
Menn vita að skólamálið er séra
Rúnólfi hjartans málefni. Hann
hefir lagt frábærlega mikið á sig og
hann og meðkennarar hans sýnt
dæmafáa fórnfýsi og þrautseigju.
Menn hafa iðulega látið í ljós,
að þeir vildu ekki baka séra Rúnólfi
atvinnu missis, en getið þess jafn-
framt að miklu væri hyggilegra fyr-
ir kirkjufélagið að sjá honum fyrir
atvinnu á annan hátt, heldur en að
halda skólanum við að nokkru leyti
þessvegna.
Skal nú staðar numið að svo
komnq máli.
Hugleiðingar’ þessar hefi eg bor-
ið fram til þess að vekja menn til
umhugsunar um þetta mikla vanda-
mál. Það leynir sér ekki, að all-
mikill misskilningur á sér stað bæði
á kirkjuþingum og endranær.
Gætu þessi orð mín orðið til þess
a, leiða til meiri umhugsunar um
málið í heild sinni, tel eg mig ekki
hafa unnið fyrir gýg.
S. S. Christopherson.
För í Húnaþing
Eftir Signrð Guðmundsson
' skólameistara.
(Framh.) •
Á Víðimýri og' þar í kring eru
merkra skálda slóðir. Þó að tekið
væri að skyggja, var skroppið ofan
úr hraðreiðunum, gengið upp á
Arnarstapa og litast um. En ekki
fengum ,við nú notið þess. i rökkur-
skyggninu, að
“fjörður þessi er f jarðaprýði.”
En liægt var að sýna Viðimýrarsel
fyrir sunnan ána, þar sem Kletta-
f jallaskáldið ólst upp, smalaði og lék
sér, fróðhugaður og dreyminn, um
kolt og móa. Hér sá hann eitt sinn
að haustlagi skólapilta ríða upp hjá
Stapanum og hverfa vestur á Vatns-
skarð og varð hryggur við. Hefir
sveinninn fundið, að hann átti heima
1 þeirri víking, til sliks var hann rétt.
borirtn. Hér lifði hann “nóttlausa
v°raldar veröld,” “þar sem víðsýnið
*kín." Hér “gladdi fjarðaprýðin”
fyrstu gullum,”
“sem eg ekki á æfistig
alveg týndi nokkru sinni,”
aö því er hann kveður og á þar
sennilega iheð fram við fornsögui'
v°rar, þjóðsögur og kveðskap, sem
sumt var honum léð á Víðimýri.
Gngur kvaddi hann hér “litla býlið
v’í(Ni blásinn mel, sem börðin skýla,”
eins og hann yrkir. Stephan G. Ste.
Phansson er mesti maður, sem eg
lc 1 hitt. Hann er eini maðurinn,
Seni eS hefi kynst og eg tryði til að
Vja fyrir sannfæring sína. Það
var ^ln, að kynnast slíkum yfir-
urðamanni, viðlesnum og ótrúlega
v iðhugsuðum, með lifandi ró, sem
aldiei varð úr skorðum skekið, hve
ondverðir sem menn voru honum i
skoðun og stjórnmálastefnu. Eg
'ykist aklrei hafa kynst svo einlæg-
um jafnaðarmanni, sem var svo um-
burðarlyndur sem hann, af því að
enginn þeirra skildi eins vel málstað
andstæðinga sinna og hann og játaði
þeim því, sem játa bar. Stephan G.
Stephansson er—“einn af fáum”—
dæmi þess, að farið geta saman
skilningur á málstað andstæðinga og
viljaþrungin sannfæring. Skagfirð-
ingar ættu að reisa þessum mikla
héraðssóma minnismerki á Arnar-
stap, þar sem fegurst er útsýnið yfir
Skagaf jörð.
Þó að dimt sé orðið, má þó sýna
Dekksögninni beitarhúsin frá
I’rekku, þar sem Bólu-Hjálmar lézt
sumarið 1875. (Að líkindum hafa
þeir sézt, þessir Bragabræður,
Stefán og Hjálmar, annar í elli, en
hinn í æsku. Stefán hefir ungur frá
Hjálmari, sem þessi Bólu-Hjálmars-
lega vísa sýnir, en hána orti hann
tvítugur:
“Þannig glannast mun eg með
misgerðanna byrði,
Himnarikis hlað er treð
heim úr Klækjafirði.”)
Fluttist hann þangað um vorið frá
Starrastöðum. Hér á sýslumótun-
um hefir því verið stórskálds bana-
beður. En Jón Árnason á Víðimýri,
fyrrnefndur, sá, ásamt bændum úr
Húnaþingi, um útför þessa “krafta-
skálds.”
Þá er kom ofan hjá Botnastöðum
í Svartárdal, gerðum við lykkju á
leiðina og brugðum okkur fram að
Gili. En þangað höfðu þau hjón,
Stefán Sigurðsson, hreppstjóri og
kona hans, Elísabet Guðmundsdótt-
ir. systir mín, boðið mér með allan
hópinn til kaffidrykkju. Var þar
sungið dátt og glaðværð góð. En
meðan þar var staðið við, kom til
okkar heimboð frá Þorbirni Björns.
syni, óðalsbónda á Geitaskarði. Frá
Gili fórum við í þreifandi myrkri,
svo að eg var smeykur um, að mér
tækist ekki að finna Geitaskarð, og
þykist eg þó kunnugur í Langadal.
Samt tókst mér að finna Skarð. Var
mér og föruneyti mínu tekið var
með hinni mestu alúð og rausn. Var
þess minst í stofunni á Skarði, að
þar var Kolfinna húsfreyja, og þar
hefðu þau, skáldið og hún, hitzt á
feginsfundi í selinu þar uppi í skarð-
inu eða austur á dalnum forðum. Á
Geitaskarði bjuggu margir sýslu-
menn Húnvetninga á fyrri öldum.
Bjó seinastur sýslumaður þar Bjarni
E. Magnússon, faðir Páls sýslu-
manns, áðurgetins, og Brynjólfs í
Þverárdal, hins mikla gleðimanns.
Varð Bjarni sýslumaður bráðkvadd-
ur í bæjardyrum á Geitaskarði 25.
mai 1876, er hann kom frá kirkju á
Holtastöðum. Var kona hans Hild-
ur, dóttir Bjarna Thorarensens, og
bjó hún mörg ár á Geitaskarði eftir
andlát manns síns. Oft hefi eg
komið að Skarði, bæði ungur og
fullorðinn, og alt af notið þar hinn-
ar mestu alúðar og skemtunar. En
aldrei held eg að mér hafi þótt það
jafn-skemtilegt og nú, er eg kom þar
með svo fjörugu föruneyti, fríðu og
fjölmennu. Var þar lengi dvalist,
spjallað saman og sungið. Komum
við því ekki fyr en seint á Blönduós.
Tóku þær skólameyjar skólasveinum
tveim höndum, sem get má nærri.
Voru viðtökur allar hinar beztu.
Eftir kveldverð skemti æskan sér
við dans, áður en hún tók á sig náð-
ir eftir minningaríkan dag.
Milli dagmála var ekið út á Skaga-
strönd. Þó að dálítið sé þar kulda-
legt, þykir mér þar fegurst í Húna-
þingi. Einkum þykir mér fallegt á
iÁrbakka, enda skýlir þar fjallið að
austan og ofan, en útsýn víð og fríð
í suður, vestur og norður. Dalirnir
fram að láglendinu teygja fram
blíða munna, Strandaf jöll, blá og
brött og tíguleg, rísa f jarst í vestri,
hinum megin við breiðan fjörðinn
eður ægisundið, en í norður sér
endalausan sjóinn, unz himinhvolf
og haf sýnast snerta hvort annað.
Á leið þeirri kom okkur vel, að Sig-
ECZEMA, KAUN
Og aðrir skinnsjúkdómar
Oint
læknast og græðast af
ment 50c
Zam-Buk
Medicinal Soap
25c
fús Halldórs frá Höfum var með,
því að hér þekkir hann hvern bæ og
hverja þúfu. Fórum við fram hjá
Ytri-Ey, þar sem var fjölsóttur
kvennaskóli í bernsku minni og
æsku, og Elin Briem stýrði við mik-
inn orðstír. Var “kvennaskólinn á
“Ytri-Ey” mikilsvirtur, og meyjar,
er sóttu hann, “fínar” kallaðar. En
nú gerist þessi ágæta vara—skóla-
gengnar meyjar—tíðari en á þeim
dögum og'því ekki eins dýrt metin
og þá. Án efa hefir þessi hún-
vetnska menningarstofnun—kvenna-
skólinn—í kyrþey unnið laundrjúgt
gagn. Á Ytri-Ey bjó Árnór Árna-
son (sem oft var kallaður Arnesen),
er hann var sýslutnaður Húnvetn-
inga. Hann var bróðir Hannesar
Árnasonar, prestaskólakennara. f
æsku minni átti systir þeirra bræðra
heima í nágrenni við mig, á Gunn-
steinsstöðum í Langadal. Var hún
venjulega í viðhafnar- og virðing-
arskyni kölluð “jómfrúin á Gunn-
steirlsstöðum.” Þótti slíkt geysi-
vegleg nafnbót, að mér skildist. Á
Skagaströnd fengum við ekki kom-
ist undan að þiggja kaffi hjá göml-
um sveitunga mínum, Ólafi Lárus-
syni, kaupfélagsstjóra. Á leiðinni til
Blönduóss skaust eg heim að Ár-
bakka til að sjá gamlan og góðan
bernskuvin og frænda, Ólaf Björns-
son, óðalsbónda þar (bróðurson séra
Arnljóts Ólafssonar).
Á leiðinni að Blönduósi var
skroppið heim að Höskuldsstöðum,
fæðingarstað Ólafs Stephensens,
stiptsamtmanns. Sér þar enn í
kirkjugarðinum legstein föður hans,
séra Stefáns Ólafssonár, er var dótt-
ursonur Stefáns Ólafssonar. skálds.
Voru foreldrar Ólafs stiptamtmanns
eyfirzkir að uppruna og ætt (að
mestu). Eftir dauða sinn kemur
þessi Skagastrandar-klerkur — í
niðjum sinum — mjög við sögu
landsins. Fáir feður hafa lagt æðstu
embættum vorum til svo marga
niðja, konur og karla, sem þessi
kennimaður, er blundar undir þesari
lágu minnihellu. En svokallaðrar
kynsældar sinnar hefir hann, að lík.
indum, sjálfur aldrei notið. Sonur
hans varð stiptamtmaður, annar son-
ur hans (af síðara hjónabandi)
biskup (Sigurður Stefánsson).
Einn sonarsonur hans (Magnús
Stephensen( verður háyfirdómari,
annar sonarsonur hans amtmaður
(Stefán Stephensen á Hvítárvöll-
um, dóttursonur hans einn sönnileið-
is amtmaður (Stefán Þórarinsson),
annar dótturonur hans sýslumaður
og stórvirkur sagnaritari i senn (Jón
Espólín), dóttur-sonar-sonur verð-
ur amtmaður og eitt hið ódauðleg-
asta skáld, skilningsbezta og andrík.
asta, sem þjóð vor hefir eignazt
(Bjarni Thorarensen). Tveir for-
stjórar íslenzku stjórnardeildarinnar
í Kaupmannahöfn voru komnir af
honum (Oddgeir og Hilmar Ste-
phensenar) og hinn síðasti lands-
höfðingi vor hið sama. Og margar
æðstu embættismannakonur landsins
á 19. öld og fyr og síðar voru runn-
ar úr blóði hans, t. d. fjórar amt-
mannsfrúr á Möðruvöllum, tvær
biskupsfrúr, þrjár landlæknafrúr,
síðasta landshöfðingjafrúin og
fyrsta ráðherrafrúin íslenzka og —
glæsilegasta. Skýrslu þessa mætti
gera lengri. En nú þykir að vonum
nóg komið. En undarlegir eru vegir
ástarinnar og drottins, er þessi him-
inregin gáfu einni og sömú höfð-
ingjaætt flestar veglegustu frúastöð-
ur landsins. Má af slíku margt mik-
ilvægt nema, ef slíkt væri kannað
vel.
(í Danmörku hafa niðjar hans
komist vel áfram og skipað virðu-
legar ábyrgðar-stöður, t. d. er einn
þeirra (Westy Stephensen) for-
stjóri Þjóðbankans. En hvað veld-
ur hnignun ættarinnar hér ,á landi ?
Of-miklar frændgiftingar, eða
hvað ?
Af systur séra Stefáns, Önnu,
konu Björns próf. Magnússonar á
Grénjaðarstað, voru komnir þeir
frændur, dr. Hallgrímur Scheving
og skáldin Jónas Hallgrímsson og
Jóhann Sigurjónsson.).
Ólafur Stephensen var maður
ræktarsamur og tryggur. Sama
hefir auðkenna þótt marga niðja
hans. Hann gaf fæðingarsveit sinni,
Vindhælishreppi, jarðir, sem hafa
verið seldar og gerr úr þeim sjóður,
sem varið er samkvæmt fyrirætlun
og fyrirmælum hins mikla virðinga-
PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS
PHYSICIANS a/nd SURGEONS
DR, B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 8 34—Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 , Dr. P. H. T„ Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 21í—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON
216-220 Medical Arts Bldg. Nuddlœknir
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Viðtalstlmi 3—5 e. h. 41 FURBY STREET
Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Phone 36 187
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE 218 Sherburn St.—Sími 30877
Winnipeg, Manitoba Slmið og semjið um samtalstlma
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 9 5 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. talenzkur lögfrœOingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 765 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœöingar 325 MAIN ST. (S öðru gólfl) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. í hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag
G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœOinffur E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœöingur •
Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 Phone 98 013 504 McINTYRE BLK.
DRUGGISTS DENTISTS
Medical Arts Drug Store R. A. McMiIlan PRESGRIPTIONS Surgical and Sick Room Supplies Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Simi 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG
Phone Your Orders Roberts DrugStores Limited Dependable Druggists Pi-ompt Delivery. Nine Stores Dr. Cecil D. McLeod Dentist Royal Bank Building Sargent and Sherbrooke Sts. Phones 3-6994. Res. 4034-72 Winnipag, Man. • DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg
RUSINESS CARDS
A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um dt- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 HANK’S HAIRDRESSING P.áRLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operatora We speciallze in Permanent Waving, Finger Waving, Brush Curling and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna, Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svaxað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 OöRE’s tAjc ' LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE ReaJ Estate — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg.
HOTEL 1 WINNIPEG
THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’a Txywn Town BoteV 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, linners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALL,, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgiiegur og rólegur búataöur i miObikl borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltiðir 40c—60c Free Parking for Qveats SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411
CornhmQ Ijotel
Sérstakt ver6 á. viku fyrir námu- og fiakimenn. KomiÖ eins og þér eru6 klæddir.
J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG
It Pays to Advertise in the “Lögberg”
manns. Voru síðasta ár veittar úr
þessutn sjóði kr. 1,466.00. “Fátæk-
ar ekkjur sitja fyrir þessu fé, en ef
þær eru engar til á einhverjum tíma,
þá má veita það einhverjum fátækl-
ingum, sem ekki þiggja af sveit.”
(Úr bréfi frá séra Helga Konráðs-
syni á Höskuldsstöðum, sem ásamt
Ólafi Björnssyni á Áfbakka hefir
frætt mig um sjóðinn. En fyrir
hann hefir Ólafur “vel og drengilega
starfað sina löngu oddvita-tíð,”
skrifar séra Helgi mér.). Jarðirnar
voru seldar, er jarðaverð var hátt,
og óx sjóðurinn á sölunni. Vex ár-
lega sú fjárhæð, sem hlutað er. Það
er eftirtektarvert, að þessi gamli
sjóður, sem ár hvert gleður og seð-
ur fátækar ekkjur eður aðra fátækl-
inga i Vindhælahreppi, er hið eina
af auði Ólafs Stephensens, sem
beinlínis lifir og starfar enn í land-
inu.
. Framh.