Lögberg - 28.02.1935, Qupperneq 6
6
LÖGBERU, FIMTUDAGINN 28. FBBRÚAR, 1935.
Heimkomni hermaðurinn
Eg er ekki í neinum vafa um að foreldrar
mínir hefðu komið með mér og veitt mér að-
stoð við það, sem gera þurfti; þeim hefði
orðið það til ósegjanlegrar ánægju. Grayson
læknir var fullvel kunnugt um ufstöðu mína
til bvflugnameistarans. E|g held eg taki hann
rækilega til bæna fyrir að láta annað eins og
þetta viðgangast, án vitundar minnar. Eg
hefi þó alveg áreiðanlega ekki talið eftir mér
sporin, ef hann þarfnaðist einhvers, hvort
lieldur það var nú að fá hoitt vatn eða eitthvað
annað, er liann þurfti með í þann og þann
.svipinn. Honum hlaut að hafa verið full-
kunnugt um það, að býflugnameistaranum
hefði ekki verið annara um að nokkur annar
en eg \reitti sér nábjargirnar og hagræddi um
sig í síðasta sinn. Þetta er ranglátt; óverj-
andi og öldungis ósamboðið manni eins og
Grayson lækni.
Nú féll litla skátanum allur ketill í eld
og fékk ekki komið upp orði fvrir þungum
grátekka. Jamie vafði 'hið sorgbitna barn að
faðmi sér og huggaði það eftir mætti. Innan
skamms sátu tvímenningarnir á bekk, hlið
við hlið og þerruðu af sér tárin á sama vasa-
klútnum.
Skifti býflugnameistarinn eigum sínum
að þínu skapi,” spurði litli skátinn, eftir dá-
litla stund. “Eg er hæst ánægður með minn
hlut,” svaraði Jamie. “Hlutirnir eru jafnir,
að raunverulegu gildi, að því er frekast verð.
ur séð.
‘‘Ef eg hefði mátt ráða,” sagði litli skát-
inn, “myndi eg hafa valið á annan veg; eg
hefði valið mér evstri helminginn.
‘ ‘ Eg fæ ekki séð að það skifti miklu máli
hvor landshlutinn er,” svaraði Jamie; “eg
hefi það fyrir satt, að býkúpurnar séu álíka
margar á hvorum helmingnum um sig; en í
því falli að svo væri ekki, yrði okkur ekki
skotaskuld úr því að jafna þessu að öllu bróð-
urlega niður. Eg væri meira að segja engan
veginn því mótfallinn að flytja “svrötu Þýzk-
arana” yfir á þinn part og láta þig fá þá í
ofan á lag. Eða munaði þig ekki í þá?”
“ Nei, ” svagði smávaxna persónan. ‘ ‘ Það
er síður en svo að eg sækist oftir “svörtu
Þýzkurunum”; það eru madonna liljurnar,
sem mér er meira umhugað um; betra hunang
en það, sem þær framleiða get eg ekki hugs-
að mér. Þú ættir að vita að eg sætti mig
aldrei við neitt annað en það bezta. Svo
kemur líka skilrúmið eða girðingin til greina;
eg held að það, sem á þínum parti er sé betra,
auk þess sem það er fallegra útlits.”
“Finst þér ekki að girðingin að vestan sé í
rauninni alveg eins nothæf og góð,” spurði
Jamie vingjarnlega en þó með talsverðan al-
vörublæ í rómnum? Vera má að svo sé,”
svaraði smávaxna persónan. Þó kemur hitt
jafnframt til greina, að eg hefi vanist eystri
partinum betur og slíkt hið sama er um óla
feita að segja, Góða barnið og Engilandlit.
Vera má þó, þegar alt kemur til alls, að vest-
ur hlutinn sé engu síðri.”
Nú varð litlu persónunni litið all-forvitn-
islega á Jamie.
“Þú Veldur mér vonbrigða annað veifið.”
Jamie hreyfði sig ekki úr stað.
“Það væri ekki ófróðlegt að fá vitneskju
um hvað eg hefði unnið til saka, eða gert af
mér.”
“Eg ásaka þig ekki fvrir neitt það, sem
þú hefir gert, heldur miklu fremur fyrir það,
sem þú hefir ógert látið. Þú bauðst mér til
dæmis ekki að skifta við mig á landshlutan-
um, er þú fékst vitneskju um að mér félli út-
hlutunin ekki sem bezt í geð. Ef til vill hefði
eg ekki gengið að skiftunum til þess að brjóta
að engu í bága við yfirlýstan vilja býflugna-
meistarans. Þú gazt þó auðvldlega boðið
skiftin svona til málamynda, eins og sönnum
riddara og heimkomnum hermanni sæmdi.”
“Eg bið auðmjúklega velvirðingar á
yfirsjón minni, ” svaraði Jamie; “það er víst
ekki í fyrsta skiftið sem mér hefir yfirsézt.
Eg er nú samt sem áður nokkru eldri í hett-
unni en þú, og þessvegna tók eg það með í
reikninginn að til skifta með okkur myndi ekki
koma nema þá með því að leita til lögmanns
og útkljá málið formlega í rétti; að slíkt hlyti
óhjákvæmilega að hafa nokkurn kostnað í för
með sér, duldist mér ekki; meðfram með þetta
fyrir augum, láðist mér sennilega að bjóða
þér skiftin, auk þess sem mér fanst þau eng-
an veginn nauðsvnleg, og jafnvel þó þú liefðir
fengið landeignina alla myndi það ekki hafa
valdið mér nokkurrar minstu áhyggju.”
“Eg hefði aldrei gengið inn á að veita
allri eigninni viðtöku,” sagði litl skátnn,
“jafnvel þó býflugnamestarinn hefði viljað
að svo væri; helminginn befði eg að sjálf-
sögðu iátið mér nægja; að taka meira en það,
hefði verið lirein og bein ósvífni, eftir að eg
var búinn að fá þig til þess að dvelja á heim-
ilinu og gerði alt, sem í valdi mínu stóð, til
þess að heimilið mætti verða starfskrafta
þinna aðnjótandi.”
“Hvað er um þá peninga, sem í bankan-
um eru?” spurði litli skátinn.
“Að því er eg bezt veit, og að því er
erfðaskráin mælir fyrir,” svaraði Jamie, “þá
mun pabbi þinn skýra fyrir þér þau atriði, er
þar að lúta. Mið grunar samt að þau séu
eittvað á þá leið, að eftir að útfararkostnaður
sé greiddur og aðrar lögmætar skuldir, þá
skuli vrarpað hlutkesti um það á hvorum hluta
landsins húsið, sem þar nú er, skuli standa;
gerðar eru og ráðstafanir til þess að byggja
megi annað hús, er svari til hins að verði. Sé
þá enn eitthvað afgangs af peningum, skal
þeim skift verða jafnt á milli okkar. ”
“Já, einmitt það,” sagði smávaxna per-
sónan. “Svo þú heldur að býflugnameist-
arinn hafi látið mér eitthvað eftir af skild-
ingum í viðbót við blómin, landið og býkúp-
urnar?”
“E'g veit hann gerði það,” sagði Jamie,
“verði erfðaskráin talin gild. En svo veit
maður aldrei nema einhverjir ættingjar, jafn-
vel þó ekki séu nánir, kunni að komá í leitirn-
ar, og gera tilkall til eignanna. Sem stendur
skaltu sætta þig við það, að býflugnameistar-
anum hafi verið full alvara og hann hafi vel
vitað hvað hann var að gera, er hann ánafn-
aði þér helming eigna sinna.”
Það er enginn vafi á því, að svo sé, þó eg
á hinn bóginn efist um að þú myndir fá pen-
ingana fyr en þú hefðir náð lögaldri. Eg
geri ráð fyrir að föður þínum vrði falin fjár-
ráð þín í þessu tilfelli sem öðrum, til þess
tíma er aldur þinn leyfði að þú tæki» við fénu
í þínar hendur.”
“Já, þarna kemur það einu sinni enn,”
sagði smávaxna persónan; “ávalt einhver
dráttur; ávalt einhverjar vífilengjur; ávalt
einhver vonbrigði!”
Hvað er það í rauninni er þig helzt van-
hagar um, og hvað á öll þessi afskapa ákefð
að þýða,” spurði Jamie hæglátlega. “Hvað
er unnið við að láta þrár sínar og eftirlang-
anir í Ijós, ef sýnt er að ekki er viðlit að fá
þeim fullnægt? Og samt spyrðu mig að því
hvað’ það helzt sé, er hugur minn krefjist!
Ekki nema það þó. Til hvers væri að segja
þér frá því ? Þú mundir víst ekki skilja það,
eða að minsta kosti láta sem þú skildir það
ekki.”
“Ætti eg að geta til um það hvers þú
helzt myndir óska þér,” svaraði Jamie, “þá
myndi eg ekki hika við að staðhæfa að þig
langaði frekast af öllu til þess að eignast
hest. ”
“Þú átt kollgátuna,” sagði litli skátinn
og hoppaði upp í loftið. “Þetta er einmitt
það sem hugur minn snýst aðallega um; ekki
að fá lánaðan hest, heldur að eiga hest, og
mega ráða yfir honum að fullu og öllu leyti.
Bæði Queen og Hans eru ágætis hross; þó er
það alt öðru máli að gegna með þau, en að
eiga hest sjálfur, sem maður getur klappað
og gælt við nær sem vera vill. Eg vil að hest-
urinn blátt áfram elti mig, eins og hundurinn
lians pabba; hann verður að koma þegar eg
kalla á hann; hann verður að þekkja mjg út
og inij; hann verður að gerþekkja mína vegi
engu síður en það er siðferðisleg skylda mín
að þekkja hans vegi. Eg vil ekki að nokkur
önnur manneskja komi honum á bak; ekki
einu sinni Nannette eða hann litli bróðir
minn; eg þarf að eiga hann alveg sjálfur út
af fyrir mig, án íhlutunar frá nokkurri annari
lifandi manneskju.”
“ Já, svo er nú það,” sagði Jamie. “Eg
hefir að vísu enn ekki persónulega hitt for-
eldra þína; eg hefi hlustað á móður þína í
símann, og . . . . ”
“Rödd móður minnar hljómar fallega í
símann,” sagði litli skátinn; eg sit mig aldrei
úr færi með að heyra hana síma til þess að
geta notið að fullu þess unaðar, er í málblæ
hennar felst.”
“Yiðvíkjandi föður þínum,” greip Jamie
fram í, “þá skilst mér, að í því falli að þú
fáir í þinn hlut landið og eitthvað af skild-
ingum, að hann ætti að . . .”
“Geta má nú nærri,” hrópaði litli skát-
inn í ákafri geðshræringu. “Það kemur víst
öllurn saman um það, að eg ætti að fá hest
fvrir þessa peninga. Ætli við gætum ekki
haft hann hérna?”
Eg er ekki alls kostar fróður um regl-
urnar því viðvíkjandi, ” svaraði Jamie. “En
það hlýtur samt sem áður að vera tiltölulega
auðvelt að ganga úr skugga um hvernig til
hagi í því efni. Fyrst um sinn skulum við
halda þessu leyndu og sjá svo hverju fram
vindur.”
“Við látum þá við svo búið standa í
bráðina,” sagði litli skátinn. “Eg segi ekki
eitt einasta orð um þetta frekar, enda fer
nú víst að verða kominn tími til þess að eg
fari að hypja mig heim á leið. Hver veit
nema Grayson læknir hafi hringt til pabba
og bíði nú ef til vill eftir honum á þessu
augnahlikinu ? Og svo er mömmu ekki ósenni-
lega farið að leiðast eftir mér. Hver veit
nema þeir séu enn ekki farnir með lík hins
látna vinar okkar?”
“Mér þykir sárt að þurfa að viðurkenna,
að nokkuð sé síðan líkið var sent af stað,”
svaraði Jamie í viðkvæmum og klökkuð róm.
“Þú verður að taka þessu eins og það er;
þeir eru farnir fyrir góðri stundu....”
“Eg er að vona,” sagði litli skátinn, “að
býflugnameistarinn hafi ekki látið eftir sig
mikið af peningum,” sagði smávaxna persón-
an.
“Og vegna hvers,” spurði Jamie með
nokkurri áherzlu.
‘ ‘ Mér er ekki unt að koma auga á nokkra
gilda ástæðu fyrir því að fólk eigi að vaða í
peningum,” svaraði litli skátinn ákveðið ög
einlæglega. ‘ ‘ Eg fæ ekk betur séð en að slíkt
verði flestum til ógæfu og ama; eg hefi veitt
því athygli undanfarin ár, að málaferli og
mörg önnur vandræði, sem fólk þráfaldlega
kemst í, eigi all-oftast að einhverju leyti rót
sína að rekja til peninga eða peningagræðgi.
Því getur fólk ekki verið ánægt með minna
en það mesta, ef það á annað borð hefir sæmi-
lega mikið til þess að spila úr?”
Jamie fann til ánægju yfir því að breytt
var um stund umtalsefninu. “Hvað er það,
sem þú kallar sæmilega mikið af peningum,
eða hvað áttu við með því?” sagði hann.
“Eg mundi ætla að það væri hverri mann-
eskju fullnægjandi að eiga aðra ekruna af
landi býflugnameistarans, hvort heldur það
væri sú eystri eða vestri, með öllum býkúp-
unum, sem á þeim eru; blóma- og matjurta-
garðinum og nökkrum vasapeningum til þess
að kaupa sér fyrir brauð, smjör og “heita
hunda”; það sýnist engin heilbrigð ástæða
mæla með því að krefjast annars meira; eg
gleymdi nú reyndar fatnaðinum; jú; auðvitað
verður fólk að klæðast, þó nokkur munur sé,á
kröfum í því sambandi.”
“Nú gleymdirðu víst öllu í sambandi við
hestinn,” greip Jamie fram í.
“Ekki vil eg nú segja það. Hesturinn
var vitaskuld efst í huga mínum, en næst kom
staðurinn, þar sem hann ætti að vera geymd-
ur. Það getur enginn átt hest sér til fullrar
ánægju, nema því aðeins að honum verði séð
fyrir viðeigandi og hentugum stað. Eg hefi
ávalt verið í vandræðum með slíkan stað,
jafnvel árum saman; að öðrum kosti myndi
eg hafa haft hest fyrir langa löngu. Um hest-
hús var ekki að ræða, og þaðan af síður hafra
eða almennilegt hey. Hestur! Hestur! Það
er einmitt hestur, sem eg verð að fá. ’ ’
“En hvað er um bát?’’ spurði Jamie.
“Hvernig er hægt að hagnýta sér hafið
án báts?”
“Litli skátinn þagnaði stundarkorn, eins
og ti'l þess að sækja í sig veðrið. “ Já, hafið,
svona. rétt að húsabaki! Að hugsa sér annað
eins og það að hafa ekki einu sinni bát; það
tók nú út yfir alt.”
“ Býflugnameistarinn sagði mér ein-
hverju sinni frá því vegna hvers hann setti
girðinguna þar sem hún var; hann sagði mér
ennfremur að hann ætti þessa landræmu alla
leið niður að ströndinni. Einu sinni hafði
maður nokkur farið þess á leit við býflugna-
meistarann að fá keypta svolitla ræmu rétt
niður við ströndina, með það fyrir augum að
koma þar upp dálitlum skála, er verzla mætti
með “heita 'hunda.” En hann fékk það ekki
með því að það hefði þröngvað um of kosti
mannsins, sem leyfi fékk til slíkrar sölu skamt
frá bústað býflugnameistarans. ”
Einhverju sinni sagði býflugnameistar-
inn mér frá mannij er William Blackstone hét;
hann lét mig hvað ofan í annað hafa eftir sér
ummæli hans um þá staði, sem verzluðu með
“heita hunda”; Mr. Blackstone hafði verið
alveg óviðjafnanlegur dánumaður og prúð-
menni, að því er býflugnameistaranum sagð-
ist frá. Mr. Blackstone skildi afstöðu sína
til samferðamannanna flestum betur -og var
vanur að komast að orði á þessa leið: “Það
sem þér viljið að mennirnir geri yður, það
skuluð þér og þeim gera. Látið nágranna yð-
ar í friði og troðið þeim ekki um tær, sem
sömu atvinnu stunda og þér sjálfir.”
“Það var engin nýlunda að býflugna-
meistarinn gengi niður til strandar og bakaði
sig í sandinum langtímum saman; lionum var
ósegjanleg huggun í söng og hvísli Ránar-
dætra; hann var ávalt eins og nýr maður í
hvert sinn og hann kom þaðan. ”
Nú vafði litli skátinn handleggjunum svo
'þétt um hálsinn á Jamie, að honum beinlínis
lá við köfnun; og nú fékk býflugnavörðurinn
í annað sinn á æfinn brennheitan koss hjá
smávöxu persónunni.
“Þegar alt kemur til alls,” sagði litli
skátinn, “þá er mér það óumræðilegt fagnað-
arefni að þú hefir madonna liljurnar og
orustuvöllinn á þínum hluta landsins og
helming búflugnabúsins. Viljir þú síður
“svörtu Þýzkarana,” þá er velkomið að eg
taki þá. Eg fagna yfir brottför býflugna-
meistarans úr því að hann var ferðbúinn; þó
fagna eg því enn meira, að þú skulir verða
hér kyr áfram og annast um býflugnabúið. ”
14. KAPÍTULI.
Það krafðist ekki mikils umstangs að
gera út um erfðamál býflugnameistarans;
eigur lians voru voru aðeins landspildan með
áhöfn, auk peninga þeirra, sem áður
hefir verið getið að liann ætti inni á
Citizen’s Bank. Sökum þess, hve Grayson
læknir var kunnugur öllum hnútum viðvíkj-
andi síðustu óskum býflugnameistarans, var
hann kjörinn til skiftaráðanda í einu hljóði.
Samkvæmt anda erfðaskrárinnar og óskum
býflugnameistarans féll liúsið,, eftir að það
hafði verið grandgæfilega endurvirt í hlut
Jamie. A því hvíldi engin veðskuld, fremur
en öðrum þeim eignum, er býflugnameistar-
inn lét eftir sig; en vexti af sannvirði þess
átti að reikna út árlega og gevma helming
þeirra unz litli skátinn næði lögaldri; liúsið
átti að standa þar sem það var unz þar kæmi
að Jamie teldi rétt að það yrði flutt; var viss
])eningaupphæð ákveðin, er nægileg þætti við
kostnað í því sambandi.
Friður á jörðu
Saga eftir Selmu Lagerlöf.
(Þýtt hefir séra Sigurjón Guðjónsson)
Bróðir Urðar, sem var aÖeins 5 ára, er henni
var rænt, og man naumast eftir henni, gnístir tönn-
um án þess að honum sé það ljóst, og maðurinn, sem
ætlaði að kvænast Urði, hefði hún ekki týnst, er ná-
fölur og dregur andann svo þungt, að andardráttur-
inn verður hryglukendur.
Þeim létti báðum við orð gamla mannsins. Að
fara móti ræningjunum, hve margir sem þeir eru.
og brytja þá niður fyrir hund og hrafn, er það eina,
s'ern slökt getur hefndarþorsta þeirra.
Þegar Magnhildur sér að maðurinn hennar vill
fylgja föður hennar hættir hún að gráta og lítur upp.
—Vegna Urðar er eg glöð yfir því að eg er gift
þér—segir hún.
—Ef þú værir ekki maðurinn minn, þá hefðirðu
ekki verið hér í kvöld og pabbi hefði ekki haft hetju
á borð við þig við hlið sér.
Hún hættir öllum kveinstöfum, en undirbýr
burtför karlmannanna. Hún tekur fram föt þeirra,
skó, sokka, belti, hnappa og bönd og gætir vandlega
að öllu, til að fullvissa sig um að það sé í lagi. Því
í þessa för má ekkert varfta.
Faðirinn fer til nágrannanna til að biðja þá um
liðveislu.
Á meðan bíða tengdasonur hans og sonur heima
og taka fram byssur og skotfæri og leggja á hnífana.
Að lokum eru þeir tilbúnir, og þá skipar Magn-
hildur þeim öllum í háttinn. Hún er sjálf neydd
til að vera á fótum nokkurn tíma enn, segir hún, til
að búa út nesti þeirra.
Þessi vesalingur, sem að garði bar, hefir hreiðr-
að um sig í hálminum og er sofnaður. Það var ó-
mögulegt að koma honum til að hátta í rúmi.
Það er dauðakyrt i kringum Magnhildi, og í
kyrðinni hverfur hugur hennar til þeirrar stundar
fyrir tveim tímum eða svo, þega allir sátu saman í
friði og hæði og heyrðu ávarp englanna til hins mikla
friðarhöfðingja.
Hún minnist þess að hún setti bibliuna til hliðar,
eins og hún héldi að það, sem þau ætluðu sér að gera,
væri móti kenningu hennar.
Þegar hún er nú að ganga um stofuna og undir-
búa förina, getur hún ekki skilið, að það sé þannig.
Það getur ekki veri að fyrirgefa eigi þeim, sem
stela og myrða ? *
Hún vissi að Jesús fyrirgaf óvinum sínum, en
það var alt annað: Hann sagði um þá, að þeir vissu
ekki hvað þeir gerðu.
En þeir, sem fara þannig með saklausa konu, að
hún er eins og villidýr, þegar hún kemur aftur heim
—ber ekki að hegna þeim? Guð getur ekki slept
þeim við refsingu.
Meðan hún er í þessum hugleiðingum, heyrir
hún létt skrjáfur. En það er svo óljóst, að það verð-
ur varla greint. Það er eins og flökthljóð fiðrilda-
vængja. Hún gengur til dyra og opnar þær. Úti
heyrir hún flöktið nokkru greinilegar, og þegar hún
teygir út hendina, falla kaldar og votar flyksur á
liana.
Það snjóar. Og einmitt í kvöld. Og þegar
bvrjað er að snjóa, má búast við að því haldi áfram,
þangað til hálfur bærinn fer í kaf.
Magnihldur stendur grafkyr og hugsi.
—Er þetta svar til min? spyr hún.
Það er fallinn nógu mikill snjór til þess, að ert-
urnar og grjónin, sem Urður stráði á leiðinni, sjást
ekki framar og Urður getur ekki vísað þeim veginn.
Þó að hún hrestist og fengi meira vit, gat hún
eiðs síns vegna ekki sagt meira en hún hafði þegar
sagt í dag.
Það leit út fyrir, að ræningjarnir mundu sleppa.
Það var ekki um neina ferð að tala daginn eftir til
ræningjabælisins.
Magnhildur beit á vör og hlustaði á snjóflyks-
urnar falla. Ekkert er eins hljótt og sefandi, ekkert
sem kyrrir skapið betur. Það er flökt hinna minstu
vængja. Friðarkveðja frá himni jólanna.
Hún gengur inn í stofuna og lokar hægt á eftir
sér. Svo tekur hún bibliuna ofan af hyllunni' og
blaðar dálítið í henni.
—Ekki svo mikið sem þetta vildir þú leyfa, seg-
ir hún.—Ekki einu sinni þetta.—
(Lesbók Morgunblaðsins).